Lögberg - 08.06.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.06.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JÚM, 1939 5 Menn, serni, áttu leið þarna um, horfðu óttaslegnir á rottumergS- ina, en þorðu ekkert að aðhaf- ast. -f -f Þeir sátu hvor við annars hlið samkvæmi. Annar var mála- flutningsmaður í bænum, en hinn fulltrúi lögreglustjórans. Mála- flutningsmaðurinn var risi á vöxt og eftir því gildur, en full- trúinn manna smæstur og rind- ilslegur. Þeir voru góðir kunn- ingjar, en hnífluðu þó löngum hvor annan. Málaf lutningsmaðurinn: Þú ert svo litll, að eg gæti hæglega borið þig í vestisvasanum. Fulltrúinn: Ger þú það, því að þá gætirðu státað af þvi, að hafa meira lagavit í vasanum en í kollinum! “Hún elskaða is the rare old rye you’ve always wanted . . '4 OLD RYE WHISKY PROOUCT OF HIRAM WALKER & SONS. CANAOA j DISTILLERS OF fi'i HIRAM WALKER’S LONDON DRY GIN No. 302—12 oz. $1.00 No. 301—25 oz. $2.15 No. 300—40 oz. $3.25 This advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The CommisBÍon is not responsible for statements made as to quality of productsadvertised. Tvö “Kertaljós” gestir þar unaðslegrar og eftir- minnilegrar ánægj ustundar. -f -f Islenzkri guðsþjónustu verður útvarpað frá Fyrstu lútersku kirkju kl. 7 að kveldi á sunnu- daginn kemur. -f -f Heimilisiðnaðarfélagið heldur fund á miðvikudagskveldið þann 14. júní að heimili Mrs. Grettir Læo Johannisson, Ste. 7 Cavell Apts., Kennedy Street. Þetta er síðasti fundur félagsins fyrir sumarfríið og þessvegna æski- legt að allar félagskonur sæki fundinn og mæti stundvíslega. -f -f 1 tilefni af gullbrúðkaupi þeirra merkishj ónanna Danieis Backmanns og frú Hólmfríðar Backmanns að Clarkleigh, Man., æskja skyldmenni þeirra að eins margt af vinutn þeirra og fram- ast má verða, heimsæki þau þann 25. þessa mánaðar á heimili þeirra, frá kl. 2 til 6 síðdegis. -f -f Á miðvikudaginn í vikunni sem leið lézt að heimili sínu í Garðarbygð húsfrú Stefanía Matthíasson kona Jóns bónda Matthíassonar, eftir langvarandi vanheilsu. Útför hennar fór fram á laugardaginn. Stefania heitin var systir séra K. K. Ól- afssonar kirkjufólagsforseta og þeirra bræðra. -f -f IVYNYARD-BOAR — TAKIÐ EFTIR ! Hinn 13. júní næstkomandi verður haldin samkoma í ísl. kirkjunni hér í bænum, er að sumu leyti verður einstök í sinni röð. Sú samikoma er á vegum söngflokksins og þjóðræknis- deildarinnar “Fjallkonunnar,” og ágóðanum verður skift jafnt milli þeirra beggja. Söngflokk- urinn leggur til á skemtiskrána hvorki meira né minna en 5 “festival anthems” og 7 íslenzk þjóðlög, sum raddsett af söng- stjóranum sjálfum, próf. S. K. Hall. — Tveir ungir, íslenzkir piltar, Bjarni Bergthorson og Valdi Bjarnason fengu nýlega fyrstu verðlaun í samkepni fyrir aft Saskatchewan-fylki í clarinet- og trophet-spili. Verða þeir til aðstoðar söngflokknum á sam- komunni. — Þjóðræknisdeildin leggur að sinni hálfu til á skemitiskrána einn af hinum mestu andans stórlöxum, sem við Vestur-lslendingar eigum völ á, skáldið Guttorm J. Guttorms- son. Eins og allir vita, hefir Eestrarfélagið “Kári” heldur Sumarskemtun ÞANN 18. JÚNl í Whatcom. Falls Park, Bellingham Allir velkomnir. Nefndin. hann á síðastliðnu ári farið tii gamla landsins, og komið þaðan endurfæddur og upplífgaður. Sá, sem þessar línur ritar, hlustaði á ræðu Guttorms á þjóðræknis- þinginu í vetur, og ef honum mælist jafn vel í Wynyard, þarf enginn að iðrast eftir að koma. Að fá hinn árlega samsöng söng- flokksins og Guttorm líka er sæl- gæti, sem bygðarmenn ættu ekki að láta fara framhjá sér. Inn- gangurinn verður 35 cents fyrir manninn. Kvöldið eftir talar Guttormur á samkomu í Eeslie, á vegum þjóðræknisdeildarinnar þar. Á þeirri samkomu spila þeir Bjarni og Valdi aftur, og próf. S. K. Hall með þeim. Báðar þessar samkomur verða auglýstar innan bygðar, og er þess að vænta, að bæði í austur og vestur hluta bygðarinnar verði þeim gefinn sá gaumur, er þær eiga skilið. Um leið og menn skemta sjálfum sér, geta þeir glaðst í sínu hjarta af meðvit- undinni um það, að þeir séu að styrkja félög, sem eru hvert á sínu sviði að vernda og viðhalda ísl. menningu í Vatnabygðum. Jakob Jónsson. Stefánsson flytur ræðu Dr. Vilhjálmur Stefáns- ®on flytur ræðu fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins á Is- landsdegi heimssýningar- innar í New York, þann 17. þ. m. Símskeyti um þetta barist hr. Ásmundi P. Jó- hannssyni á miðvikudags- morgTininn. Smœlki Nýlega kom það fyrir á einum þjóðveganna, sem liggja áð LÍondon, að öll umferð stöðvaðist vegna þess að rottuhópur, sem í vorú þúsundir rotta, fóru yfir veginn í skipulegum röðum. Sylvia . . Hún ætlar til íslands að sumri, hún elskaða Sylvia mín! Þvi sjálf vill hún sjá það og njóta er sólblik umi jöklana skín. —Ujm heiðar með farfuglum fljúga, er friðlandið heillar til sín. Hún man eftir islenzkum afa, —en ung var hún þegar hann dó.— Hann söng henni sjóferða þulur, . með svæfandi festu og ró, og hagræddi höfðinu smáa, þá hugurinn draumtjöldum sló. Og millur af upphlut frá ömmu, hér ástríki fundu og skjól. Hún gullfáði gripina fornu, semi gleymskan og útlegðin fól, og festi til fegurðar auka á fágætan vordaga kjól! Hún ætlar til fslands að sumri svo amerisk, háttprúð og fín! Eg veit hún á vinum að mæta, því vorið í svip hennar skín! Og—hún hefir augun hans afa, hún elskaða Sylvia mín! Marz, 1939. Jakobína Johnson. 4 Um tilefni þessa kvæðis segir skáldkonan í bréfi: “Hún elskaða Sylvia imín” er kenslukona hér í borg. Faðir hennar er símritari, af íslenzkum ættum, en, móðirin amerísk. Þau eru bæði vel gefin og Sylvía er einkabarn þeirra. Afi hennar var Hjálmar Arngrímsson, sem bjó á Mælifelli og siðar á Skóg- um í Vopnafirði. Hann var hag- mæltur vel. Kona hans var Hólmfríður Jónasdóttir Jónas- sonar frá Krossi í Ljósvatns- skarði. Hjálmar tók áér ættar- nafnið Vopni eftir að hann kom vestur. Eg hitti Sylviu i samisæti og bað hún mig að lofa sér að koma heim til mín að sjá það, sem eg ætti frá íslandi og fræðast um það. Það var sjálfsagt. Seinna kom hún aftur og hafði þá látið gylla millurnar hennar ömmu sinnar og festa þær á grænbláan “vordagakjól.” Þá var hún al- ráðin í þvi að fara til íslands að sumri, og með henni fer amerisk söngkona, semi hefir sérstakan áhuga fyrir að safna þjóðlögum. —Uesbók Morgunbl. Eg veit ofur vel hversu mikil biræfni það er, að leitast við að snúa kvæðum ef.tir Jakobinu Johnson á enskt mál. Kvæði, sem eru svo vel gerð að alt, sem breytist, tapar, og þar sem engar glomipur gefa ráðrúm til upp- fyllingar eða snúninga, eru ekki árennileg til þeirra hluta. Enda kemur mér ekki til hugar að kvæðin haldi sinni upphaflegu fegurð og gildi í hinu breytta gerfi. En eg veit að þau mega missa mikið áður en þau lenda niður fyrir betri flokk almennr- ar ljóðagerðar, og gefur það helztu afsökuninni ofurlítið und- ir fótinn. Hitt er ægilegra, að takast á við verk þess höfundar- ins, sem jjllum vitanlega hefir reynst fremstur í því að þýða ensk og íslenzk ljóð, sitt á hvað, hér vestra að minsta kosti. Síðan “Kertaljós” komu út hafa þau fremur lítið verið rit- dæmd, sennilega vegna þess, að um, þau geta vart orðið skiftar skoðanir. Meðal þeirra er ekki til lélegt kvæði, og harnaljóðin eru að minni hyggju það bezta, sem á því sviði hefir1 verið sagt, fyr og síðar. Segi eg svo ekki meira um það. I tuttugu, þrjátíu ár gekk eg með tilhneigingu til þess að ráð- ast á nokkur smá-kvæði, sem mér geðiaðist að, svo sem Tárið, Vonin, Skilmálarnir, Ó Guð vors lands, Arrow and the Song, Each in His Own Tongue, Rubaiyat og fleira, áður en eg fékk áræði til þess að gera hina minstu til- raun. Nú hefi eg kastað hönd- unum að nýjum verðimeetum án tilsvarandi fyrirhyggju og skrifta. PELISSIER’S WINNIPEG Country Club Special Banquet Ale LIMITED Bottle Beer obtainable at Government Liquor Stores Draft and Bottle Beer at Leading Beer Parlors The Vitamin Body Building Beer This advertlsement is not inserted by the Government Liquor Control Com- mission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. YES, I HAVE LOVED BEFORE — Jakobnia Johnson — I’ve loved before, I know, but never, never quite like this. No task nor fear can fag me now and few things seem amiss. Yes, I have loved, I know, but never, never quite like this. For if I watch him as he sleeps, from every care set free, I feel as if for evermore it’s all I wish to see —And drive away the daily ghosts of dread reality. And sometimes when he opens up his eyes so brown and clear, Effulgent with a faith and love that fill the heart with cheer, I hope and pray their light may last as long as time is here. And íf he lifts his little hands and lays his cheek to mine, I feel within my eager soul an ecstasy divine, That quivers to a lay of love no language may define. And if he murmurs “Mama” I just melt with sudden bliss; Forget that I am ill or spent and every fear dismissed. Yes I have loved, I know, but never, never quite like this. —P. B. THOU GOLDEN FLOWER — Jakobina Johnson — O flower of gold and green, thou art A gift from Life’s etepial heart. As deep into thine eyes I gaze, My own behold God’s mystic ways. For mirrored in thy soul I see The secret laws of harmony. Thy lovely form, with beauty bright, Rebears the wonderment of light. Thy perfume-breathing petals lend A presence like a noble friend. Thou brilliant gleam that gilds the lea, A gift from Heaven thou art to me. —P. B.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.