Lögberg - 08.06.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 08.06.1939, Blaðsíða 7
LÖOBERO, FIMTUDAGINN 8. JÚNÍ, 1939 7 Dánarminning Sólveig Arnbjörnson Aðfaranótt föstudagsins 5. mai, andaÖist í Seattle, ekkjan Sólveig Arnbjörnson, eftir fárra daga lasleika. — Kveðjuathöfnin fór fram að 'kvöldi hins 9. mai, ab viðstöddum miklum mann- fjölda. Séra K. K. Ólafson flutti fagra minningar- og kveðju-rwðu. Hann talaði á ensku, sökuimi þess hve margir -voru viðstaddir er eigi skildu ís- lenzku. Á undan söng Kári Johnson “Kallið er komið” — og á eftir, fyrsta og síðasta er- indið af sálminum “Alt eins og blómstrið eina.” Þegar við kveðjum landnemana okkar hér í fjarlægð frá ættiandinu norð- læga, slá þessir sálmar á alveg sérstaklega viðkvæman streng. — — — Þar næst fór fram Christian science athöfn, og Ed- ward Palmason söng.---------Alt sem fram fór var fagurt og á- hrifaríkt, og ;bar vott um þá miklu ástúð er hin látna hafði áunnið sér. Sólveig Ambjörnson var fædd 23. mai, 1860, að Haugum í Skriðdal, S. Múlasýslu. For- eldrar hennar voru Halldór Ein- arsson og Guðrún Björg Jóns- dóttir frá Vaði. Faðir hennar var bróðir Eiriks föður Stefáns, tréskurðar listammannsins þjóð- kunna. — Móðuriamma Sól- veigar var Guðný Jónsdóttir frá Kelduskógum, en móðir Guð- nýjar var Guðrún, dóttir séra Gunnlaugs Þórðarsonar á Ha-11- ormsstað. — Stefán landfógeti, faðir Próf. Bertels Högna Gunn- laugssonar, og Guðrún voru systkini. Hjónin að Haugum áttu fjölda barna, og Sólveig var þeirra elzt. — Af eðlilegum ástæðum voru' því æskuminningar hennar við erfjðleika tengdar. — Má vera að örðugleikarnir hafi snemima þroskað hina ákveðnu sjálfstæðisþrá er hún bjó yfir,— enda rættist sú þrá. Ung nam Sólveig yfirsetu- fræði, — útskrifaðist 1880, — °g gegndi ljósmóður-störfum i heimasveit sinni þar til hún gift- ist. Þann 8. jan. 1996 gekk hún að eiga Þorgrím Arnbjörnsson frá Geitdal, og þau áttu 50 ára hjúskaparafrtiæli skömmu áður en Þorgrímur dó. — Sama ár og þau giftust, fluttust þau hjónin til Ameríku, og settust að i bæn- um Grayling, Michigan. Þar hafði Þorgrímur stundað simiíðar um nokkur ár, — fluzt þangáð frá Kaupmannahöfn, að loknu námi í iðn þeirri, sem var hon- um svo eiginleg. — í Grayling voru margir Danir, en engir Is- lendingar aðrir en þau hjónin, og síðar ein systir Sólveigar, Mrs. Thorunn Mead, sem býr ?ar enn. — Hingað vestur á Strönd komu þau 1904, og hér hefir heimili þeirra verið siðan. — Af fimm börnum eru nú þrjú á lífi: Mrs. Rose Carter, í Los Angeles, California; Karl, í Ket- chikan, Alaska; og Mrs. Thora Wall, í Seattle. Hin síðast- nefnda annaðist uim foreldra sína i elli þeirra, og hjá henni var Sólveig sál. þegar hún var cölluð á burt. Af systkinum Sólveigar eru þessi enn á lífi — Guðný, Guð- rún, Einar, Eiríkur og ívar, öli Islandi; i Ameriku Thorunn Mead. Sólveig Arnbjörnson verður öllum sem henni kyntust mjög minnisstæð, og bet margt til þess. Hún var eftirtektaverð i sjón, — frið, há og vel vaxin og teinrétt alla æfi. Hún var at- kvæðaleg í fasl og hreyfingum, og glöð og góðmótleg við alla jafnt. Heim að sækja var hún höfðinglynd og hjálpfús og ör- lát til daganna enda. Þeir verða ekki taldir sem minnast hennar með þakklæti, því henni var það eiginlegt að vera nærstödd þar seml erfiðleika og sorgir bar að höndum og miðla með nákvæmni af reynslu sinni og hugprýði. eigi siður en af efnum sínum og kröftum. Þess ber einnig að minnast, að hún var með afbrigðum listfeng í höndum, og iðin og afkasta- mikil að sama skapi. Það liggur eftir hana stórkostlega mikið verk af listaprjóni og útsaumi. Handaverk hennar hlutu marg- sinnis verðlaun á ríkissýning- unni hér, og vöktu aðdáun. Hún var frumleg.i sér, — og stundum þegar eg sá hana að verki, sá eg líka i anda hefðar- konu í fornöld, skrásetja glæsta hetjusögu á glitofið veggtjaldið sitt. Fram í það síðasta undi hún sér við að sauma út eitt- hvað fagurt, og sagði mér ætið með gleðibragði frá því, ef hún hafði fundið “gamalt og gott is- lenzkt munstur.” Mikið af handiðnaði sínum gaf hún vin- um og nágrönnum, og þeir urðu rnargir, því trygðin náði til barna og barna-barna þeirra, sem hún var samtíða. Jafnframt þessu las hún margt, bæði á ensku og íslenzku, og fylgdist með því sem var að gerast hér og heima. Siðast var hún með okkur á íslenzkri samkomu á sumardag- inn fyrsta. Hún var glöð að vanda, — en í huga mínum sá eg norræna björk nm haust. Eigi má eg skiljast við minn- ingarorð um þessa merku, ís- lenzku konu, án umgetningar um það hve góð landnámskona hún var, í orðsins bezta skilningi. Hún varð að -læra nýtt tungumál í framandi landi, og nýja þjóð- arsiði og hætti. En jafnframt varðveitti hún dýrar erfðir frá ættlandinu kæra, og framkoma hennar bar vott um þá íslenzku alþýðumienningu og náttúru- greind, sem gerir garðinn fræg- an, og sem í kjörlandinu hefir hafið okkur upp úr því umkomu- leysi, er við fundum svo sárt til á fyrstu árum nýlendulífsins. Hinir mörgu vinir Sólveigar Arnbjörnson kvöddu hana með einlægri virðingu, ástúð og þökk- um. Ótal hlýjar minningar eru bundnar við prýðilega heimilið hennar og glómagarðinn, sem hún unni svo mljög, og lengi mun sólbjart um nafnið hennar á þessurn slóðum. Jakobína Johnson. Seattle, 1. júní, 1939. íslenzk mentakona hlýtur prófessors- embætti við merkan háskóla (Framh. frá bls. 1) Dora þar venjulegrar barna- og miðskólamentunar. Sýndi hún snemma bæði gáfur og kapp við námið. Að loknu námi við kennaraskóla stundaði hún kenslu á barnaskólum í fimm ár. Ung giftist hún efnilegum inn- lendum búfræðing Lee Claire Lewis, er gekk í her Bandarikj- anna í ófriðnum mi'kla og féll á Frakklandi sköimimu áður en vopnahléið komst á 11. nóv. 1918. Hélt hin unga ekkja þá áfram mentaferli sínum og út- skrifaðist frá Washington State College sem Baehelor of Scienee 1920. Meistara (M.A.) stig á- vann hún sér við Columbia Uni- versity 1926. Síðan var hún heiðruð með þv*i að hljóta Laura Spelman Fellowship (námsstyrk- ur veittur yfirburða námsfólki) 1933-4 til eins árs. Skiftist það nám milli þriggja háskóla, Col- umbia University, University of Cincinnati og University of Minnesota. Laut nátmið að upp- eldisfræði, sálfræði bama oe skipulagning mentamála. Við alt þetta nám gat hún sér hinn glæsilegasta orðstýr og ber starfsferill hennar vott um það álit er hún hefir áunnið sér. Þess er þegar getið að í fimm ár var hún barnaskólakennari. Síðan var hún önnur fimm ár kennari í Home Economics (heimilis hagfræði) og Dean of Women við State Nörmal School í Cheney, Washington. Þar næst var hún i tvö ár við University of Hawaii, einnig þar Dean of Wonven og kennari í Home Economics. Þaðan fór hún aftur til Wlashingtonríkis og skipaði i fimm ár stöðu sem State Super- visor of Home Economics i mentamáladeild ríkisins. Þá var hún kvödd til að starfa fyrir alríkis mentamáladeildina í Washington, D.C. sem Federal Agent, Home Economics, og hafði hún þá uimisjón á starfi í ellefu rikjum. Sagði hún upp stöðunni eftir tvö ár og hvarf aftur til Seattle til stöðu þeirrar er hún nú skipar. Lýkur hún hér starfi um miðjan júni, en áður en hún tekur við embætti í New York 1. sept. í haust, veit- ir hún forystu fyrir hönd menta máladeildar Bandarikjanna náms- skeiði (Study Conference) við Cornell háskólann í Ithaca, New York, fyrir City Supervisors of Home Economics víðsvegar að um alt landið. Er þetta aðeins að 'höggva á aðalatriðuni í hinu viðfeðma starfi þessarar mikil- hæfu konu. Sýnir það glögt að hún er i fremEtu röð i öllu land- inu á þvi sviði er starf hennar liggur. Mætti það staðfesta með margföldum vitnisburði helztu mentamanna, er kynst bafa starfi hennar. ZIGZAG 5' Orvals pappír í úrvals bók 5 2 Tegundir SVÖRT KAPA Hinn upprunalegi þ u n n i vindlinga pappír, sem flestir, er reykja "Roll Tour Own” nota. BitijiS um “ZIG-ZAG” Black Cover BLA KAPA “Egyptien’’ flrvals, h v 11 u r vindlinga papplr — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir vœri vafðir t verksmitSju. BitSjiS um “ZIG-ZAG” Blue Cover Enginn skal þó ætla að Mrs. Dora Lewis njóti sín aðeins í embætti eða við mentamál. Fyrst og fremst er hún ágætis kona, búin hinum farsælustu mann- kostum og lyndiseinkunnum. Móður sinni háaldraðri hefir hún sýnt nákvsamiustu alúð og umhyggju. Systkini á hún tvö á lífi, bæði hér í Seattle. Eru það Árni Sumarliðason og Maria kona Karls F. Frederick. Hefir hún reynst fólki’ sinu frábærlega í hvívetna, en líka getið sér hinn ágætasta orðstýr fyrir framkomu sína alla við menn og málefni. Verður hennar saknað af mörg- um er hún hverfur héðan. Sumarið 1934 ferðaðist Mrs. Lewis til íslands. Bar hún landi og lýð söguna hið bezta. Er það vel f arið þegar heim til ætt- jarðarinnar geta lagt þeir, sem sýnis'horn eru hins bezta er ame- ríska uppeldið hefir lagt oss til. Dagsett i Seattle, 23. mai, 1939 K. K. ó. Dánarminning Sigmundur Gunnarsson land- námsmaður að Grund í Geysis- bygð og um 44 ár bóndi þar and- aðist að heimili sínu 3. maí, s.l. 89 ára að aldri. Foreldrar hans voru Gunnar Gíslason á Syðra Álandi í Þistilfirði og Sigríður Eiriksdóttir frá Ormalóni. Árið 1875 kvæntist hann Jónínu Guð- rúnu Jónsdóttur frá Undirvegg i Kelduhverfi. Þau f.luttu til Seyðisf jarðar og bjuggu á Vest- dalseyrinni, en fóru til Vestur- heim^ árið 1891, dvöldu fyrst við Hnausa, síðar á Brautarhóli. en settust þá á landnám sitt og bjuggu þar um nærfelt 44 ár. Konu sina misti Sgimundur 27. nóvember 1934. Börn þeirra eru hér talin: Sigrún, fyrri kona Jóns Nor- dals, nú löngu dáin. Friðrik Gísli, kaupmaður á Hnausum, kvæntur Ólöfu Sigur- björgu Daníelsdóttur. Felix Sigúrbjörg, bóndi á Grund. Rannveig, kona Andrésar Finnbogasonar. Gunnar, d. 1928. Sigurrós, Mrs. Moore, Moose Jaw, Sask. Á heimiilinu á Grund ólust upp tvær stúlkur, dætrabörn þeirra Sigmundar og Jónínu, þær Mrs. Sigriður Page og Mrs. Pearl Sigrún Page; gengu hin öldruðu hjón og börn þeirra þeim i góðra foreldra stað. Gunnar faðir Sigmundar flutt- ist einnig hingað til lands, og bjó utn hríð í Winnipeg, en síðar í Mikley. Meða) systkina Sig- rnundar voru Gísli, er ungur fór til Svíþjóðar, og kvæntist þar og gekk i prestþjónustu, fluttist síðar til þessa lands og andaðist hér í Manitoba fyrir nokkrum árum, háaldraður maður Þór- anna Schraml, látin á Gimli fyr- ir mörgum árum. Kristín frá Birkivöilum í Árnesbygð, einnig látin. Mrs. Margrét Anderson systir hans er enn á lifi og býr í Selkirk. Það var iétt yfir Sigmundi heitnum og ljúft við hann að tala. Hann var maður vel gremdur og glöggur á mörg málefni samtíðarinnar. Yndi hans og unaður voru þó jafnan hin íslenzku efni, ljóð og sögur. var hann og að sögn vel hagorð- ur sem Gunnar faðir hans. Grundarheimilið hefir jafnan verið góðleiks og gestrisnu heim- ili. Við hlið Sigmundar heitins stóð hin ágætasta kona, er allra mein vildi græða og úr hverri þörf bæta. Gleði og lipurð i framkomu, samfara hjálpfýsi í hvívetna, hefir og verið höfuð- einkenni systkinanna frá Grund. Sigmundur náði háum aldri og naut sín vel fram á síðustu ár. Hann naut góðrar umönnunar Mrs. Vold, fósturdóttur sinnar og mikla trygð sýndu börn hans og barnabörn við heimilið á Grund. Felix sonur hans hefir ávalt heima verið og jafnan hin bezta stoð foreldra sinna, ásamt Gunnari syni þeirra, er lézt ung- ur maður, sem áður er að vikið. Útförin fór fram frá heimilinu á Grund og Geysirkirkju þann 5. maí, að mörgu fólki viðstöddu. Minningin um Sigmund Gunn- arsson er björt og hlý, minning um skyldurækinn mann, ljúfan og glaðan samferðamann, og góðan föður. “Þú að dauða þjáðist nóg, þreytti faðir, sof í ró.” S. Ólafsson. Gamall maður rekst á dreng að húsabaki. Hefir sá vindil í munni og reykir af kappi. —Svona lítill snúði má ekki reykja, segir maðurinn. —Jú-jú, pabbi er ekki heima og sér ekki til mín. —Gáðu að því, vinur minn, að guð sér til þín. —Eg veit hann sér til mín. En dettur þér í hug, að hann fari að segja pabba frá því og koma því til leiðar, að lítill drengur verði hýddur?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.