Lögberg - 22.06.1939, Side 1

Lögberg - 22.06.1939, Side 1
PHONE 86 311 Seven I;ines i<V>r Better >> <. V*C° Hry nennine and r<aiindry 52. ÁRGANGUR _________________LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JÚNÍ, 1939 Syngur fyrir norsku krónsprinshjónin Prú Jónína Stevens og ungfrú Vivian Steelman I fornöld þótti íslendingum frami mikill í því fólginn aÖ kdma fram við hirðir Noregs- konunga og flytja þeim kvæði. Nýlega hefir íslenzk kona vestur á Kyrrahafsströnd fetað í feðra sinna spor að því leyti að hún flutti konungsefni NorÖmanna og konu hans kvæði í söng. Til- efnið var samkoma sem Norð- menn og íslendingar héldu krón- prinshjóntinum norsku, á þriðju- rlaginn 30. maí s.l. í borginni Taooma. Wash.; var þá, eins og geta má nærri, tjaldað því sem bezt var til. Islenzka konan, sem varð fyrir þeirn heiðri að vera kjörin tii að skemta konungsefninu heitir Mrs. A. Marchell Stevens, en er venjulega kölluð “Ninna,” sem er stytting á nafninu Jónína, sem er skírnarnafn hennar. Ninna er fædd að Hallson, N. Dak., og er dóttir Halldórs Jóns- sonar frá Sleitustöðum í Húna- vatnssýslu, og fyrri konu hans Ingibjargar Pétursdóttur Hansen, faktors á Skagaströnd. Árið 1I9I2 fluttist hún með foreidrum síum vestur til Blaine. Þar ólst hún upp að mestu, og útskrifaðist frá bæjarskólanum þar, 1922. Hið sama ár giftist hún Marchell Stevens, syni Mr. og Mrs. John Stevens í Blaine. Er hann í þjónustu Northern Pacific járnbrautarfélagsins, og hafa þau hjón oft breytt um bú- setu eftir atvinnu og ástæðum. Síðastliðin fjögur ár hafa þau átt hei'ma í Tacoma-borg. Ninna hneigðist snemtna til söngs, og það varð þegar ljóst að hún bjó yfir afburða hæfi- leikum á því sviði. Hefir hún þá lika lagt mikla ástundun á það, að þroska eðlisgáfur sínar i þessa átt. Hún er og fögur kona ásýndum; persónulegur yndisþokki hennar, samfara frá- bærri söngrödd hefir gert hana eftirsótt átrúnaðargoð í veizlu- sölum og á gleðimótum allskon- ar, og hún hefir ávalt komið fram þjóðbræðrum sínum til sóina. Fjölntargir vinir hennar, tog allir sem þekkja hana eru vinir hennar, samfagna henni yfir þessúrn nýja heiðri sem henni hefir hlotnast. I samsæti krónprinsins söng Ninna “Drauntalandið” eftir Sigfús Einarsson, og “Floods of Spring” eftir Rachmaninof f. Undirspilið lék Miss Vivian Steelman (sú sem stendur á myndinni). Báðar voru þær klæddar íslenzkum búningum eins og tnyndin sýnir. Blöðin vestra fara lofsamlegum orðum um framkomu og söng íslenzku konunnar frá Blaine. V. J. E. Thor Thors alþingis- maður heimsœkir Islendinga og flytur fyrirlestra Fagnaðarefni er það öllum þjóðræknum mönnum hérlendis, að rnikill áhugi er auðsjáanlega vaknaðun fyrir þvi á íslandi, að auka og styrkja samböndin og samskiftin milli íslendinga í landi hér og heimaþjóðarinnar,- Geng- ur landsstjórnin sjálf þar i broddi fylkingar, og sýnir það í orði og verki, að henni er ant um það, að íslendingar hér vest- an hafs séu sér þess meðvitandi, að þeir eru í augum heimaþjóð- arinnar lifandi grein á lífsmeiði hennar, sem er henni bæði til styrktar og prýði. Hinn vaknandi áhugi fyrir því, að gera sem fjölþættust og varanlegust bræðrabönd og sam- skifti milli Islendinga beggja megin hafsins lýsir sér öfluglega í hinum tiðu komum mœtra og merkra gesta af Islandi vestur um haf til kynningar og fyrir- lestrahalda. Öllum íslendingum hér í landi er í fersku minni, og mun um langt skeið, heimsókn Jónasar alþingismanns Jónssonar, sem þegar hefir borið margvís- legan og merkilegan árangur; en hann ferðaðist eins og alkunnugt er um bygðir vorar sem gestur Þjóðræknisfélagsins. Innan fárra daga er væntan- legur hingað til Winnipeg glæsi- legur fulltrúi hinnar yngri kyn- slóðar íslenzkra forgöngu- og at- hafnamanna, Thor Thors, um allmörg undanfarin ár alþingis- maður Snæfellsnessýslu og for- maður Sýningarráðs Islandssýn- ingarinnar á Heimssýningunni í New York. Er för Thors hingað gerð( til þess, að kynnast löndum hans, en auk þess flyt- ur hann hér fyrirlestra á ýmsum stöðurm undir umsjá Þjóðræknis- félagsins. Jónas Jónsson er eins og allir vita formaður Framsókn arflokksins á íslandi; Thor Thors er hinsvegar áhrifamaður i Sjálfstæðisflokknum ; en því er á þetta bent, að það ber því ó- rækt vitni, að áhuginn fyrir auknum kynnum af íslendingum hér vestra og víðtækari samskift- um við þá er hafinn yfir alla flokkaskiftingu meðal landa vorra heima og á sér formæl- endur um land alt, í öllumi flokk- um og stéttum þjóðfélagsins. Svo segir hið fornkveðna: “að eplið fallii sjaldan langt frá eik- inni.” Sannast það ágætlega á Thor Thors; honum kippir í kyn um athafnasemi og áhuga á þjóð- málum, því að hann er sonur Thor Jensens í Reykjavík, sem löngu er þjóðkunnur maður á ís- landi fyrir athafnasemi sína og umbótahug á mörgumi sviðum. Var Thor yngri ágætis námsmað- ur bæði í Mentaskólanum og eins í Háskóla íslands, en hann út- skrifaðist þaðan með hæstu ein- kunn í lögfræði er nokkur hafði Otskrifaál í hjúkrunarfræði Miss Lillian Jónsson Þessi glæsilega og gáfaða stúlka, er dóttir Dr. Björns B. Jónsson- ar og ekkju hans frú Ingríðar Jónsson; hún er fædd í Winni- peg 6. april 1916, og lauk prófi i hjúkrunarfræði við Winnipeg General Hospital þann 18. mai síðastliðinn. hlotið fram að þeim tíma, og er mér ekki kunnugt um, að margir hafi til þessa dags hlotið hærri einkunn í þeirri jjjrein. Hann tók einnig mikinn pátt í félagslífi stúdenta og var formaður Stú- dentafélags Háskólans, og lætur sér enn ant um velferð hans og námsfólks þar. Síðan Thor Thors lauk laga- námi hefir hann bæði verið ó- venjulega afkastamikill athafna- maður, og auk þingmenskunnar, gegnt mörgum opinberum trún- aðarstörfum. Hann er einn af þrern forstjórum Sölusambands íslenzkra Fiskframileiðenda og hefir verið sendur í erindum 5, ambandsins til útlanda, t. d. til Suður Ameriku; sýnir það meðal annars hvert traust er til hans borið. Hann hefir einnig getið sér ágætan orðstír á Alþingi. Hann cr prýðilegur ræðumaður, mál- snjall og skörulegur; hefir hann því ósjaldan verið formælandi flokks sins, þegar mikils hefir þótt við þurfa á opinberum vett- vangi, t. d. i útvarpsumræðum. Gef st Islendingum nú gott tæki- færi til þess að heyra þennan glæsilega fulltrúa Islands og ís- lenzku stjórnarinnar úr ræðustól, þvi að hann flytur fyrirlestra á eftirfarandi stöðum: Winnipeg, 3. júlí; Gimli, 4. júli ;> Glenboro, 6. júli; og að Mountain, N. Dak., 9. júlí. Einnig er ráð fyr- ir því gert, að þann flytji erindi í Selkirk. Mega menn þar fyllilega eiga von á fróðlegum og áheyrilegum erindum uin “gamla landið, góðra erfða.” Thor er kvæntur Ágústu dótt- ur Ingólfs læknis Gislasonar og NÚMER 24 Dregur sig í hlé af vettvangi stjórnmálanna Hon. W. R. Motherwell, þing- maður Melvillekjördæmis í sam- bandsþinginu, hefir ákveðið að draga sig í hlé að fullu og öllu af vettvangi stjórnmálanna; stendur hann nú rétt á áttræðu. Mr. Motherwell á að baki sér langan og merkan stjórnmála- feril. I>egar Saskatchewan árið 1905 öðlaðist fylkisréttindi, gerðist Mr. Motherwell fyrsti landbúnaðarráðherra þess, og því embætti gegndi hann fram undir árslok 1918. Að afstöðnum sam- bandskosningum 1921, er Mr. King myndaði hið fyrsta ráðu- neyti sitt, valdi hann Mr. Motherwell til þess að takast á hendur forustu landbúnaðar- ráðuneytis sambandsstjórnarinn- ar, og hafði hann það embætti með höndumi til ársins 1930, er liberalstjórnin lét af völdum. Mr. Motherwell er djúpvitur tnann- kostamaður, er trygti hefir nafni sínu glæsilegt framtíðarsæti i þróunarsögu vesturlandsins. Nú eru liðin 57 ár frá þeim tíma, er hann fluttist tií Vestur-Can- ada frá Perth héraði í Ontario fylki; hefir hann um langt skeið búið góðu búi í grend við Abernethy bæinn i Saskatchewan. Þann 15. þ. m. þéldu vinir hans honum veglegt samsæti þar i bænurn, og sæmdu hann og frú hans veglegumi minjagjöfum. (Mr. Motherwell er enn hinn ernasti og þrunginn af áhuga fyrir velferðarmálum lands og þjóðar. Canadian Pacific Telegraphs WnRA FO 35-32 via Marconi Reykjavik, Ice. Govt. 0900 June 17 President Icelandic National League, 45 Home Street, Winnipeg, Manitoba. Á hátiðadegi Islands á Heims- sýningunni New York votta eg forsetanum, Þjóðræknisfélaginu og íslendingum í Ve§turheimi beztu þakkir fyrir drengilega að- stoð við íslandssýninguna. Beztu kveðjur, Porsætisráð h erra, Hermann Jónasson ’ 5I3Á 1 Oddnýjar frúar hans í Borgar- nesi (fyrrum á Vopnafirði), fríðleiks og myndarkonu. Er hún í för með manni sinum. Býð eg þau hjónin í nafni íslendinga velkomin á vorar slóðir og veit, að þeim mun hvarvetna tekið opnum örmum, því að af öllum góðum gestum eru oss góðir gestir frá Islandi kærkomnastir. Richard Beck.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.