Lögberg - 05.10.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 05.10.1939, Blaðsíða 1
52. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER, 1939 ' NÚMER 39 Af vettvangi Norðurálfu átyrjaldarinnar Skip Eimskipaf élagsins bíða í Köfnum Ýmsir furðulegir hlutir hafa gerst undanfarna daga á vett- vangi Norðurálfumálanna hæði beinlínis og óheinlínis í sam- bandi við styrjöldina. Þjóð- verjar og Rússar hafa skift með sér Póllandi, og dregið þar nýjar landamæralínur, sem að mestu markast af Vistula-fljótinu; fá Rússar þar auðug oliuhéröð. en Þjóð- verjar, auk Danzig, pólsku göngin svo nefndu, eða Polish Corridor, að viðbættu miklu landrými og mörgum borgum, þar á meðal Varsjá, er nú liggur í rústum. En sögunni er ekki þar með lokið, því þessu til viðbótar hafa Rússar og Þjóðverjar gert með sér nýjan vináttusamning, sem enn er eigi til fullnustu kunn- ugt um hve víðtæka merkingu hefir; þó er vitað um það. að Rússar hafa heitið Hitler því, að styðja hann til verks í ein- hvers konar tilraunum um málamyndarfrið við Breta og Frakka. Hitler hefir lýst yfir því, að hann hafi ákveðið að kveðja Ríkisdaginn til fundar seinnipart yfirstandandi viku, og muni hann þar leggja fram friðarskilmála sína; fram- haldsstríð sé óþarft, ineð því að Pólland sé úr sögunni og friður trygður í þeim hluta Norðurálfu; staðhæft er. að Hitler muni kveðja Mussolini til þess að hera opinberlega sáttarorð á milli. En Hitler hefir nú fyrir löngu kynt sig þannig, að telja mé víst að þessu sinni, engu siður en fyr, að orð hans verði vegin og léttvæg fundin; enda litlar líkur til, að friðarboð af hans hálfu verði alvarlega tekin. Rússar hafa þröngvað mjög að kosti Esthoníu; þröngvað ibúum þessa smáa lands til einhliða verzlunarsamninga og knúð þá til þess að selja af hendi tvær eyjar, þar sem Stalin ætlar sér að koma á fót herskipakvíum, og er þeg- ar byrjaður á verkinu; svip- aðri útreið má nú víst telja að Latvia sæti af hálfu hinn- ar rússn’esku soviet-stjórnar. Þeir sýnast hafa tekið sér til fyrirmyndar máltækið forna, Stalin og Hitler, að víkingar fari ekki að lögum. Þýzkir kafbátar halda uppi jafnt og þétt sjóræningja starfsemi sinni; hafa þeir nú i stryklotu siikt finskum, dönsk- utn, sænskum og norskum vöruskipum; hlutaðeigandi þjóðir hafa stranglega mót- mælt þessum atförum, og þar við situr. Á vestur vigstöðvunum hef- ir hersveitum Breta og Frakka unnist allmikið á þó enn hafi þar eigi háðar verið regluleg- ar stórorustur; er nú svo kom- ið, að því er slðustu fregnir herma, að brezkar og franskar hersveitir lykja um Saar- brucken á þrjá vegu; er þetta auðugasta námaborgin í hin- um auðugu Saar-héruðum; upp með Moselle-ánni hefir her samherja náð á vald sitt þýzkum smáþorpum svo hundruðum skiftir; loftorust- ur nokkrar hafa farið fram á vesturvigstöðvunum með all- miklu flugvélatapi .á báðar hliðar. Við Heligoland sló í snarpa brýnu á föstudaginn var milli brezkra og þýzkra flugvéla. en þar hafa Þjóðverjar víggirta herskipakví; er mælt að hvor aðili um sig hafi mist fjögur til fimm loftför.— “Hitler var einn uin það, að hrinda af stað núverandi stríði,” sagði Winston Church- ill í útvarpsræðu sinni á sunnudaginn; “en ólíklegt er það,” bætti hann við, “að Hitler ráði miklu uni það hvenær stríðinu lýkur. eða með hvaða hætti.”— Forsætisráðherra Breta fór nokkrum orðum i hrezka A mynd þessnri sjást merkishjónin Mr. og Mrs. Pétur Mngm'isson á Gimli í undurfögrum Lilac-runna, fjög-ra ára gömlum, við hið prgðilega heimili þeirra i höfuðhorg íslenzka landnámsins við Winnipegvatn. þinginu á þriðjudaginn um fóstbræðralag þeirra Stalins og Hitlers, og hinar væntanlegu friðartilraunir af þeirra hálfu; kvað forsætisráðhérra það sjálfsagt, að allar aðstæður í því efni yrði grandskoðaðar frá öllum hliðum; þó væri til- slakanir frá hálfu Breta og Frakka óhugsaniegar á þessu stigi málsins; öllum þjóðum heims væri það nú að fullu kunnugt um hvað væri barist, og vopn yrði ekki lögð niður fyr en Hitlerisma væri útrýmt úr Norðurálfunni. — -f ♦ Umræður um afnáin á banni á útflutningi vopna eru nú nýhafnar í öldungadeild þjóðþingsins í Washington; framsögn af hálfu stjórnar- innar hafði Senator Pittman, en fyrir hönd einangrunar- manna, eða þeirra. sem mót- fallnir eru afnámi bannsins, Senator Borah frá Idaho. Vegna láts Senator Logans frá Kentucky, var frekari um- ræðuin frestað á þriðjudags- morguninn. Mr. Gréen, forseti verka' Hoover staðhœfir að samherjar hljóti að vinna stríðið Fyrrum Bandaríkjaforseti, Herbert Hoover, lét svo um- mælt á þriðjudaginn í samtali við ritstjóra blaðsins New York World-Telegram, að eng- inn vrffi léki á þvi, að Eng- lendingar og Frakkar ásamt samherjum þeirra, hlyti að ganga sigrandi af hólmi í nú- verandi Norðurálfustyrjöld; þrátt fyrir kafbáta Hitlers, gæti samt sem áður ekki hjá þvi farið, að samherjar réði lögum og lofum á heimshöf- unum; siglingabannið til Þýzkalands kæmi Þjóðverjum fyr en siðar á kné. Litla trú kvaðst Mr. Hoover hafa á því, að loftflotar gerði nokkuru sinni út um stríð, þótt þeir vitanlega gæti gert talsverðan usla. CANADA-SJÓÐUR AIls bárust ráðuneytinu 6 styrkumsóknir úr Canada- sjóði i ár; þessir urðu hlut- skarpastir: 1. Jakob Sigurðsson stúdent frá Veðramóti í Skagafirði. kr. fi.300.00 framhaldsstyrkur jil náms i fiskiðnfræði í Canada. 2. Jóhannes Bjarnason stú- dent, frá Reykjum i Mosfells- sveit, eftirstöðvar árvaxta f. á., kr. 2,300.00. til náms i véla- verkfræði við kanadiskan há- skóla, með sérstöku tilliti til véla og verkfæra, sem nota má i þjónustu landbúnaðar. —Mhl. 2. sept. mannasamhandsins ameríska, er telur yfir vfjórar miljónir meðlima, hefir lýst yfir ein- dregnu fylgi við afnámstil- raunir stjórnarinnar, og telur þær einar liklegar til að verja þjóðina frá þeirri ógæfu, að dragast inn í núverandi Norð- urálfustyrjöld. Fylkiskosningar í Quebec Þó canadiskir borgarar hafi ómótmælanlega öðru þarfara að sinna en pólitískum hjaðn- ingavígum, þá hefir þó einn af forsætisráðherruin fylkjanna skorið sig úr, rofið þing og skipað fyrir að kosningar fari fram þann 25. yfirstandandi mánaðar; er hér átt við Mr. Duplessis, forustumann fylk- isstjórnarinnar í Quebec; ekki var því til að dreifa, að stjórn- in væri frá stjórnskipulegu sjónarmiði til þess knúð, að ganga til kosninga á þessum -tima. þvi hún gat lögum sam- kvæmt setið grafkvr í sessi fram á sumar 1941; fiskur lá því auðsæilega annarsstaðar undir steini. Mr. Duplessis hatast við sambandsstjórnina, og þá ekki hvað sizt King forsætisráð- herra; hann ber því við að ýmissar ráðstafanir auka- þingsins vegna stríðsins, troði Quebec fylki um tær, og þröngvi á margan hátt óeðli- lega að rétti þess; slikar stað- hæfingar eru öldungis út i hött, þar sem vitað er, að eitt skal jafnt yfir alla ganga með tilliti til þátttöku Canada í stríðinu; skyldurnar ávalt og á öllum tímum þær einu og sömu; margir lita svo á,' og það ekki að ástæðulausu, að með þessari síðustu' ráðstöfun sinni hafi Mr. Duplessis reynst canadiskri þjóðeiningu óþæg- ur ljár i þúfu, og að ófyrir- synju dregið viðkvæm sam- bandsmál inn í sérhagsmuna pólitík sína. Og nú er svo komið, að dómsmál^ráðherra sambandsstjórnar Hon. Ernest Lapointe, hefir sagt Mr. Dup- lessis pólitískt stríð á hendur, sem og vafalaust einnig hinir frönsku ráðherrarnir í sain- bandsst j órninni. Mr. Lapointe hefir lýst yfir þvi, að vegna þess að Mr. Duplessis hafi dregið sam- bandsmál og sambandsstjórn inn í fylkiskosningarnar, telji hann sig knúðan til þess, að taka opinberan þátt í kosn- ingahríðinni og skýra fyrir kjósendum í öllum atriðum afstöðu sambandsstjórnar eins og hún sé, og hafi undir öllum kringumstæðum hlotið að vera með tilliti til ráðstafana lút- andi að stríðinu. Skip Eimskipafélagsins, sem eru í höfnum, annaðhvort hér eða erlendis, hafa fengið fyr- irskipanir um að bíða, þar til nánari ákvarðanir verða tekn-^ ar um siglingar þeirra. Ástæðan til þess, að stjórn Eimskipafélagsins hefir gefið þessi fyrirmæli er sú, að stað- ið hefir á stríðstryggingu skipshafnanna. — Strax og þetta er komið í lag verða skipin látin sigla. Þá verða strax þau skipin, sem nú dvelja í erlendum höfnum, látin koma heim. Það stóð til að Brúarfoss færi frá Höfn í gær, en brottför hans var frestað, af fyrgreindri ástæðu. Ekki mun enn ráðið hvert skipin, sem hér eru heima, verða látin sigla. Siglingar til Bretlands og Danmerkur verða, a. m. k. fvrst um sinn, miklum erfiðleikum húndnar. vegna Jiess hve vátryggingin verður dýr á þessari leið. Sem dæmi má nefna það, að tilboð kom í vátryggingu Esju (nýja skips Skipaútgerðarinnar), ferðina frá Danmörku til fs- lands, og var tilhoðið upp á fiO þús. krónur, þessa einu ferð! Ekki er búist við, að það dragist lengi, að skip Eim- skipafélagsins sigli aftur. —Morgunhl. 6. sept. MINNINGARATHÖFN UM SÉRA RAGNAR E. KVARAN Á sunnudaginn var haldin minningarathöfn um séra Ragnar E. Kvaran í Sam- bandskirkjunni hér í borg- ínni; var þar mikið um söng og ræðuflutning. Ræðumenn voru Dr. Rögnvaldur Péturs- son, séra Guðmundur Árna- son, Dr. M. B. Halldórsson, Sveinn Thorvaldsson, M.B.E. og séra Philip Pétursson; ein- söngvari var Miss Loa David- son. Séra Ragnar dvaldi ineðal fslendinga vestan hafs um ellefu ára skeið: tók virk- an þátt í margskonar félags- málum, og var maður fylginn sér; hann var óvenju fjölhæf- ur maður, söngmaður, úrvals leikari og prýðilega máli far- inn; hann var gleðimaður mikill og skemtilegur i sam- kvæmislifi. FÆRA SIG UPP Á SKAFTIÐ Fregnir frá Moscow á þriðjudaginn láta þess getið. að sömu örlög muni biða Finnlands og þau, er Esthonia og Latvia sættu nýverið af hálfu Rússa. Nú er staðhæft, að Soviet-stjórnin krefjist þess af Finnum að þeir veiti þeim leyfi til þess að setja upp her- skipakvíar þar við land um- svifalaust.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.