Lögberg - 05.10.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.10.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER, 1939 -----------Högbcrg---------------------- GefiíS út hvern fimtudag af TILE COhUJIBlA PKESS, IjIMITKD 695 Sargent Ave., Winnlpeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Frelsisbœn Pólverja Guð, þá sem vorri ættjörð skýldir áður, alvaldi Guð, scm vilt að hún sig reisi, lít þú í náð til lýðsins, sem er þjáður. lagður í fjötra jafnt i borg sem hreysi. Guð heyr vort óp, þess grættir þig vér biðjum, gef oss vort ,land og frelsa það i'ir viðjum l— Viðkvæman streng hefir þetta heita bænarljóð snortið í þúsundum hjartna vítt um heim utan vébanda Póllands, þó rót sína eigi það vitaskuld að rekja til margháttaðrar áþjánar hinnar pólsku þjóðar; það hefir fundið tært herg- mál í vitundarlífi allra þeirra þjóða annara, er sviftar hafa verið frelsi sínu um lengri eða skemmri tíina á einn eður annan veg; það fann bergmál í sál hinnar íslenzku þjóðar, er endurómaði frá afdal til andness. Og sennilega hefir þetta blóðríka bænarljóð Pólverjans fundið samstiltan hljómgrunn í hjörtum allra hreinhugsandi mann og kvenna án tillits til hnattstöðu, því svo var ætlunarverk þess bein- fleygt og markvist. En af því að Adolf Hitler er nú, eins og allir vita, hvorki algáður maður né hreinhugsandi, náði innihald þessa innblásna ljóðs ekki eyra hans. — Og nú hafa íóstbræðurnir nýju, þeir Stalin og Hitler, skift með sér Póllandi; öfl tortímingarinnar hafa, að minsta kosti um stundarsakir, borið sigur úr býtum; borgirnar hrundar og löndin auð.— óhugsanlegt virðist það samt sem áður, að slík menn- ingarþjóð, sem pólska þjóðin óneitanlega er, sé að fullu og öllu úr sögunni; það má lengi bræla og brenna, eins og Winston Churchill komst að orði í hinni voldugu útvarps- ræðu sinni á sunnudaginn; þó verður sál einhuga þjóðar aldrei að eilífu inni brend; henni vex ásmegin við eldraun hverja; yfir rústum hruninna halla rís hún voldug og sterk, ómótstæðileg í endurreisnarstarfi sínu með sífrjófgan þrótt frá þeim guði, sem gaf pólsku þjóðinni landið! Hin sögufræga höfuðborg Póllands, Varsjá, er nú ekki nema svipur hjá sjón; veglegar hallir og listasöfn hvers- konar, hafa verið jöfnuð við jörðu; mun þetta jafnan verða talið til stærstu afreksverka Nazismans þýzka, og Kommún- ismans rússneska; hinn forni háskóli pólsku þjóðarinnar er nú þannig á sig kominn, að segja má að ekki standi þar lengur steinn yfir steini; þjóðleikahúsið hefir verið sprengt til agna, og hið sama gildir um sönglistarháskólann og fjöl- listaskólann; yfir listaverkum frá konunga timbilinu og andlegum þróunarafrekum nútíma Póllands, lykst nú ein og hin sama gröf. Hver tekur steininn frá grafarmunn- anum? Heimsmenningin stendur í djúpri þakkarskuld við Pólland, og þá ekki hvað sízt höfuðborg þess; þar var alinn einn allra undursamlegasti tónljóðasnillingur allra aldar, Chopin; þar voru einnig bornir og barnfæddir píanómeist- ararnir þeir Godowsky, Rosenthal og Paderewski, sá, er varð fyrsti forseti hins lýðfrjálsa og endurskapaða Póllands árið 1919. Þjóðskáld Pólverja, Michiewicz, ól aldur sinn í Varsjá framan af æfinni; var borgin þá undir tjóðurhæl rússneskrar kúgunar af verstu tegund; neyddist skáldiö þá til þess að flýja land og leita búsetu í París. Orkti Michiewicz þar mörg sinna áhrifamestu ljóða, er brendu sig djúpt inn í sál hinnar pólsku, undirokuðu þjóðar, og veittu henni vængi til djarfmannlegs þjóðvakningarflugs; hann var sigursöngvari í Ijóði, — einn af fáum! Vörn Pólverja í Varsjá þessa verstu og síðustu daga, mun lengi i minnum höfð; þó margir hlutar borgarinnar stæði i ljósum loga af völdum Hitlers og ránsþjóna hans, þá hélt borgarstjóri þó, með tilstyrk borgara úr öllum stétt- um, enn lengi uppi frækilegri vörn, og kvaðst þaðan hvergi mundu fara hvað sem á gengi; þó fór svo að lokum að felmtri sló á borgarbúa vegna síaukinna hryðjuverka; gerð- ist þá sá atburður, er söfnuður nokkur hlýddi á helgar tíðir, að Hitlers-sprengju laust niður á kirkjuna og kom skjótt öllu í bál; lét prestur þá syngja “Guð þú sem vorri ættjörð skýldir áður” um leið og þessi eldvígði, pólski kennimaður hrópaði i anda Matthíasar: “Lífið er sigur og guoleg náð.” “Nei, sál Póllands brennur aldrei inni,” bætti hann við í mildum, en karlmannlegum róm.— Pólland flakir í sárum i dag; örlög þess eru óráðin eins og sakir standa; hið sama gildir uni Czecho-Slovakíu og þær aðrar þjóðir, er orðið hafa græðgisstefnu einvalds- herranna að hráð; með nýjum degi koma nýir tímar og ný ráð. Máttug frelsisöfl eru nú að verki, er á sínum tíma létta af hinum undirokuðu þjóðum því álagafargi, er þær nú hvíla undir af völdum samvizkulausra óvina mannkyns- ins, hvort sem þeir heita Stalin, Hitler eða eitthvað annað. Frelsis- og frelsunarbaráttan er þegar hafin, með Bretland, Canada og Frakkland í fararbroddi; og henni verður ekki lint fyr en Hitlerisminn, og það alt, er í kjölfar hans siglir, hefir verið þurkaður út af jörðunni. Ræða flutt í Ottawa-þinginu um átríðsmálin 9. september, 1939 Eftir Joseph T. Thorson, K.C., M.P. (Framh.) Hvað er það þá, sem vér nú horfumst í augu við, sem er ennþá þýðingar meira en sjálfur friðurinn? Eg vil ekki inóðga neinn með því, sem eg ætla mér að segja, en hér er ekki um að ræða ásigkomu- lagið í Danzig eða sjálfstæði Póllands. Ef úrskurðar at- riðið, sem fyrir oss liggur væri aðeins sérstök stjórnar- farsleg afstaða Danzig eða Póllands, þá væri það mér engum erfiðleikum bundið að greiða atkvæði á móti þátttöku Canada í stríði, sem af því einu stafaði; eg mundi óhikað gera það. Nú sem stendur gerist engin þörf á því að fjöl- yrða um þetta atriði. Nei, herra þingforseti, hættan gegn fyrirkomulaginu í Danzig og sjálfstæði Póllands er ekki út af fyrir sig aðalatriðið að þvi er Canada snertir. Málefnið er miklu yfirgripsmeira og þýðingardýpra en það, þvi frelsi og einstaklings sjálf- stæði um allan heim er nú i veði, og meira en það: tvö stærstu lýðveldi vorra tíma, Bretland og Frakkland, sem bæði halda verndarhendi yfir frelsi og einstaklings sjálf- stæði og hinum helgu persónu- réttindum mannkynsins, eiga nú líf sitt að verja gegn vold- ugri þjóð, sem undir þá ó- fæfu hefir fallið að henni stjórna menn, er að engu virð- ast ineta þessi helgustu mann- réttindi — hér er um að ræða tilveru Stóra-Bretlands og Frakklands sem frjálsra þjóða. Þegar um þessa bar- áttu lífs og dauða er að ræða, getum vér Canadamenn ekki staðið hjá afskiftalausir og haldið því fram að oss skifti það engu. Á siðasta þingi lýsti eg því yfir að eg vildi ekki að vér færum í stríð þar sem ein- ungis væri um að ræða þjóð- ernismetnað eða fjárhagsleg- an hagnað, eða stríð sem í því skyni einu væri háð að kenna einræðisþjóðunum lexíu. Eg lýsti því samt sem áður yfir jafnframt að Canada léti sér það sannarlega ekki óvið- komandi ef Bretland ætti hlut að máli. Og eg lét þá skoðun í ljós að ef tilvera Bretlands væri í háettu, mundum vér ekki hika við að koma því til aðstoðar. f mínum augum er nú svo komið að Bretland er í hættu sem þátttakandi í hinni miklu baráttu sem yfir stend- ur. Þetta er atriði sem snert- ir líf canadisku þjóðarinnar og alla einstaklinga hennar, og því er Canada til þess reiðubúin að ganga í lið með Bretlandi. Þótt eg sé þess sannfærður, að Bretland og Frakkland hljóti um síðir sigur yfir ó- vinum sinum, þá álít eg að engin frjáls þjóð hvar í heimi sem er geti látið það eiga sér stað að nokkur hætta sé á því að þessar tvær þjóðir verði eyðilagðar; sannarlega getur Canada ekki átt það á hættu, eins mörgum böndum og hún er tengd Bretlandi og meira en það; þjóð, sem lætur sér ant um heilagt frelsi yfirleitt og einstaklingsréttindi. Eg er meira að segja full- viss um það að vor voldug'a nágrannaþjóð sunnan landa- mæranna, Bandaríkin, verður vor megin í þessari baráttu áður en langt um líður. Ef Bretland eða Frakkland liði eitthvern stórkostlegan hnekki þá er það víst að Bandaríkin kæmu til aðstoðar i barátt- unni. Þetta stríð verður ekki stutt, herra þingforseti, það er skoð- un margra að það vinnist ekki með hermönnum á vígvelli, þótt þeirra sé þörf æfðra og margra, ekki er það heldur álitið að það vinnist með á- ráeum frá loftinu, þrátt fyrir allar þær hörmungar, er þeim fylgja, heldur er líklegt talið að þær þjóðirnar vinni, sem lengst geta haldið út með vopn ogi vistir. Sé sú skoðun rétt, þá veyður þetta langl stríð. Það verður stríð þar sem oft má litlu muna og þótt Canada sé fáment land, verð- ur það samt að miklu liði og getur átt mikinn þátt i sigri Bretlands og bandamanna þess. Eins og nú stendur á getur það ekki komið til nokkurra mála að í hlé sé dregin sú hjálp, sem mögulegt er að veita. Canada ætti þvi að taka höndum saman við Bret- land og Frakkland sem frjáls þjóð og eg er sannfærður um að Canada veitir þeim alla þá aðstoð, sem í hennar valdi stendur. Af þessum ástæðum er það, herra þingforseti, að eg mæli með þeirri stefnu undantekn- ingarlaust sem stjórnin hefir tekið, og sem canadiskur borgari heiti eg stjórninni fullu fylgi í hverju því, sem nauð- syn krefur í algerðri samvinnu við Bretland og bandamenn þess. Lífsskilyrði Canada eru komin undir úrslitum þeirrar- baráttu, sem Bretland háir nú fyrir tilveru sinni. Og þegar eg held fram því sem hér er sagt. veit eg það með vissu að eg( tala máli þúsunda viðsveg- ar um Canada; ekki einungis þeirra, sem eru af brezku eða frakknesku bergi brotnir, heldur einnig hinna, sem eru af öðrum þjóðum komnir, en ala sömu hugsanir og eg i þessu máli. Canada hefir ekki nema um eitt að velja; Canada má ekki bregðast Bretlandi og Frakk- landi í þátttöku þessa striðs og eg veit að hún gerir það ekki, eg veit að hún leggur fram alt það lið, sem hún megnar. Vér verðum að standa hlið við hlið með Bret- um og Frökkum í hinni löngu og hræðilegu baráttu, sem vér allir tökum þátt í, og eg veit að vér gerum það. Eg er samdóma öllu, sem sagt hefir verið í þessuin um- ræðum viðvíkjandi stríðs- gróða; hann ætti að vera tal- inn glæpur, og hver sá er reynir að auðgast í sambandi við stríðið, ætti að dæmast í tölu óvina vorra. Stríð hlýtur að binda oss þungar byrðar á herðar, og það er skylda vor að sjá svo um að sú byrði komi niður rétt og sanngarnlega. Auður þesáa lands, ekki síður en mannaflinn, verður að koma þar til greina. Þótt því megi halda fram að herskylda sé sanngjarnasta aðferðin og áhrifamesta, þá verður að hafa það í huga að stór flokkur manna víðsvegar um Canada — ekki aðeins í einu fylki —- er eindregið á móti herskyldu; sú skoðun verður að takast til greina, því það sem græddist í mann- fjölda gæti tapast við sundr- ung og samvinnuskort. Full- komin samvinna allra afla þjóðfélagsins er aðalatriðið í þessu máli. Það verður ekki of auðvelt að fá þá samvinnu þegar hörmungar stríðsins fara að þjappa að þjóðinni, þótt ekkert sé gert til þess að hindra hana. f þessu stríði ríður meira á því en nokkru öðru að öll þátttaka sé fram- lögð af fúsum vilja. Það er ekki hægt að framfylgja her- skyldu á móti vilja fólksins i stórum héruðum víðsvegar um landið. Ef svo skyldi fara að herskylda yrði óhjákvæmileg, þá verður hún að koma sam- kvæmt almennum vilja þjóð- arinnar. Enn er það eitt atriði, sem eg vil minnast á: þátttaka vor í þessu stríði er í því skyni að varðveita frelsi og mann- réttindi í víðri veröíd. Oss ber að gæta þess og vera á verði uin það, að um leið og vér samþykkjum þessa þátt- töku almennu frelsi til vernd- ár, þá verðum vér ekki sekir um nokkur þau ákvæði er svifta oss frelsi i voru eigin landi; þjóðræðið verður æfin- lega að stjórna og ráða yfir öllu í Canada. Þetta stríð verður langt stríð. Það verður strið, sem gengur seint og hægt. Þjóð vor verður að sýna hina mestu þolinmæði og þrek; Ieiðtogarn- ir verða að vera rólegir og staðfastir en ákveðnir; ekki einungis til þess að koma því fram sem nauðsyn krefur, heldur einnig til þess að forð- ast nokkuð það, sem valdið gæti hættu eða sundrung. Það verður enginn hægðarleikUr að standast kröfu fólksins um fljótar athafnir en þar iná ekki rasa fyrir ráð fram. Það verður að hafa í huga að þeir sem skjótar framkvæmdir heimta án þess að skýr hugs- un sé þeim samfara geta með réttu talist óvinir þjóðarinnar. Gætum þess vel og vandlega að hvað sem gert er, byggist á hyggindum og sanngirni. Forðumst hin mörgu mis- stignu spor, sem áttu sér stað í hinu stríðinu. Þetta stríð krefst þess að vér öll beitum hugsunum vorum og séum samtaka. Það er, ótímabært enn að

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.