Lögberg - 05.10.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 05.10.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER, 1939 5 rr V <yllL~ptt\poyt fíezta mjölið verður langdrýgst Pantið poka af FIVE ROSES MJÖLI hjá kaupmanni yðar í dag tala um frið; vér skulum vona að þegar til þess kemur verði ekki endurtekin sú óheilla stefna, sem réði friðarsamn- ingunum í Versölum, svo vér ekki sáum sæði, sern af sér l'eiði enn annað stríð. En hvað sem því líður höf- um vér Canadamenn kastað teningunum í þetta skifti og stefnum með fullum skilningi út í þá baráttu, sem framund- an er. Vér höfum stígið þetta spor sem fullvalda, sjálfstæð þjóð, og vér megum ekki bregðast því máli, sem vér höfum heitið fylgi Voru. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Glæsilegur námsferill Miss Margaretta fíjörnson í hópi þeirra, sem útskrif- uðust með Bachelor of Science mentastigi frá ríkisháskólan- um (state college) hér í Fargo, North Dakota, síðastliðinn júní, var islenzk stúlka, sem hefif sýnt svo framúrskarandi yfirburði við nám og hefir skarað svo röggsamlega fram úr, að eftirtektarvert er. Er það Margaretta Björnson, dóttir þeirra vinsælu og merku hjóna, Dr. og Mrs. Benedikt K. Björnson. Fargo. Voru for- eldrar Dr. Björnsonar, Krist- ján Björnsson, Björnssonar í Presthvammi í Þingeyjarsýslu, og var móðir Kristjáns Bót- hildur Jónsdóttir á Arnarvatni við Mývatn. Móðir Dr. Björn- sonar var Valgerður Þorsteins- dóttir, ættuð úr Fnjóskadal. Fæddisf Dr. Björnson á Garð- ar, North Dakota. í þeirri bygð dó Kristján faðir hans og flutti fjölskyldan nokkru síðar til Upham, North Dakota (Mouse River bygð). Móðir Margarettu er Anna Kristín Swanson, dóttir Sigurðar Sveinssonar og konu hans Margrétar Ásmundardóttur. Fæddist Mrs. Björnson í Húsa- vík á íslandi og kom þaðan með foreldrum sínum barn að aldri. Flutti sú fjölskylda til Upham og býr móðir hennar og systkini þar enn. Margaretta var ekki stór þegar það kom í ljós hvað hún var næm og vel gefin; þegar hún var sex ára, í fyrsta bekk i barnaskólanum, var hún oft fengin til að skemta í hriðskólanum og víðar með lestri. Var þessi karta sett hpp á stól og beðin að lesa, (>g það gjörði hún svo óvana- *ega vel, betur en margir hefðu getað sem voru helmingi stærri. Starf hennar var alt af þessu tægi í barnaskólan- um. Þegar Margaretta var í áttuna bekk, vann hún fyrstu verðlaun í samkepni, sem American Legion stóð fyrir í Bandaríkjunum, ineð ritgjörð um “Góða börgara” (Good Citizenship). í miðskóla (High School) var sama sagan, eins og sézt á því, að hún var ein af þeim örfáu, sem var kosin í Fargo High School meðlimur Na- tional Honor Society in IJigh Schools. Bara þeir sem allra hæst standa í þeim stóra hóp, sem útskrifast á hverju ári eru valdir. Hún vann lika verðlaun fyrir framsögn (de- clamations) bæði heima fyrir og í, ríkinu. En síðan Margaretta byrjaði nám við r (kisháskólann, finst mér eg stöðugt hafi verið að lesa um nýjan heiður eða sóma, sem henni hefir veizt. Hún hefir unnið mörg scholar- ships, þar á meðal The Jennie B. Angell Memorial Award; Senior Staff Tuition Award, gefið á þriðja ári stúlkunni í skólanum með hæzt mörk; The Stella Olson Scholarship Award, gefið fyrir að hafa hæzt mörk af þeim sem til- heyra félaginu Phi Omega Pi. öll fjögur árin stóð Margaretta æfinlega hæzt af stúlkunum í sínum bekk. Var hún kos- in félagi í Phi Gamma Mu (Social Science Honorary fra- ternity) og líka var hún kosin Phi Kappa Phi, sem er hæzti heiður veittur stúdentum á þessum skóla. Margaretta hefir verið kosin i allslags annan félagsskap, sem sýnir að hún var bæði vinsæl og álitin fær. Fyrir utan Phi Omega Pi Sorority var hún líka kosin méðlimur Senior Staff (Honorary Group of Science Women) og var þar vara-forseti. Hún var meðlimur Board of Publica- tions, sem stjórna og hafa alla umsjón yfir skólablöðiim og árbókum. Hún starfaði mikið í Y.W.C.A. og hafði þar liin og önnur embætti. Þar að auki var hún aðstoðar-kennari í þýzku bæði þriðja og fjórða árið. Vanalega veitast slíkar stöður bara seinasta árið og þá einungis til þeirra, sem eru óvanalega færir. , Mikið hól hefi eg heyrt um ritstörf þessarar stúlku frá kennurum hennar og öðrum, sem sýnast álíta hana jafn færa í bundnu sem óbundnu máli. Spá kennarar hennar öllu góðu fyrir starfi hennar, ef bara hún gefi sig við rit- verkum. Þetta nýbyrjaða skólaár verður Miss Björnson kennari í ensku við ríkisháskólann hér í Fargo. Eg er viss um að hún heldur áfram í þeirri stöðu og öðrum að verða okk- ur íslendingum að ánægju og sóma, eins og hún hefir verið hingað til. Kath-ryn O. Tliordarson. Klettafjötl og Kyrrahaf Eftir Sig. Júl. Jóhannesson (Framh.) V'ið höfðum skemt okkur vel í Seattle. Fegurð lands- ins, tignarsvipur sjávarins, veðurblíðan og ekki sizt við- tökur fólksins hafði alt tekið höndum saman til þess að látá okkur líða sem bezt. Svo bætti Mrs. Thomson' því ofan á alt annað, að síma til systur sinnar og biðja hana að sjá um að einhver tæki á móti okkur þegar við kæmum til Victoria; systir hennar, Mrs. Peden, á þar heima. Við kvöddum Mrs. Thom- son og alla á heimilinu; þar á meðal hana litlu önnu og gula köttinn og lögðum af stað til Vancouver og svo þaðan heimleiðis. Skipið stóð við eina klukkustund í Vrictoria; þegar við komum þangað mætti okkur þar systursonur Mrs. Thomson, Mr. Peden; hann er hjólreiðakappi Canada. Á meðan skipið stóð við ók hann með okkur um og um- hverfis borgina, sýndi okkur alla merkustu staði utan borg- ar og innan og skýrði sögu þeirra og tilveru með hinni mestu alúð og nákvæmni. Victoria er á Vancouver eyjunni; hún er höfuðborgin í British Columbia og ein með allra fegurstu borgum sem hægt er að hugsa sér. Hudsons flója félagið stofnaði hana fyrst árið 1843; var hún þá aðeins lítill verzlunarstaður, en nú telur hún yfir 60,000 ibúa og vex óðum. Þangað flytja auðmenn úr ýmsum áttum þegar þeir verða þreytt- ir á braski og verzlunarum- stangi; þangað kemur fjöldi auðmanna og uppgjafa stór- fiskar frá Skotlandi og Eng- landi; geta þeir þar eytt æfi- kvöldinu í ró og næði og notið í friði hinnar frábæru náttúru- fegurðar, því óvíða hefir hönd náttúrunnar málað fegurri bletti. fbúarnir í Victoria eru því aðallega tvenns konar: það eru iðjulausir auðmenn og þeir, sem fyrir þá vinna. J. H. Johnson var búinn að lýsa borginni fyrir mér áður en eg sá hana, og hafði hann sagt mér að þar ættu aðeins heima miljónerar og þrælar; mun þafj nærri sanni; Jón H. hefir opin augu og heila sjón þegar um mannfélagsmálin er að ræða. Borgin stendur á nokkurs konar höfða, og sézt þaðan út yfir sund, sem heitir “Juan de Fuca” sundið. Hinu megin við sundið blasa við Olymp- isku fjöllin á meginlandinu og eru þau jöklum þakin. f borginni eru ósköpin öll af sigrænum trjám, yndislegum blómgörðum og alls konar náttúrufegurð. Þar er fult af merkum söfnuin t. d. safn, sein fylkið á, þar sem geymd- ar eru margs konar minjar, sem sýna sögu og lifnaðar- háttu Indíána. Stjórnarbyggingarnar eru taldar meðal hinna fegurstu allra slíkra bvgginga í Vest- urheimi; höfnin blasir við þeim. Allur fjöldi húsanna, bæði opinberar bvggingar og einstakra manna heimili er málaður mjallahvítur. Kristallsgarðurinn svonefndi er undur merkilegur staður. Þar er ein stærsta sjó-sund- laug undir glerhvelfingu, sem til er í víðri veröld, er þar einnig danssaluy og skemti- Söng. Þótt Victoria sé aðallega aðsetursstaðar ríkisfólks, þá er þar einnig mikil verzlun. Eg gat þess áður að Rósa Egilson (Mrs. Semple) ætti heima í Victoria; ekki höfðum við samt tækifæri til þess að heimsækja hana. Þar eiga þau einnig heima Þorsteinn Kjartansson frá Sólheima- tungu og Ragnhildur kona hans Eiriksdóttir frá Svigna- skarði; hefði mér þótt gaman að sjá þau, en þess var enginn kostur. Þar var einnig ís- lenzkur læknir, sem við þekt- um, en hann var ekki heima, það er Dr. Arnold Holm. Mr. Pedan hafði augun á úrinu sínu öðru hvoru og gætti þess að við værum kom- in til skips í tæka tíð, enda reiknaði hann það út þannig að við vorum komin á bryggj- una þegar blásið var til ferð- ar. Þá var lagt af stað til Van- couver; var það síðasti áfang- inn þangað til ferðin hófst aftur heimleiðis frá Strönd- inni. Við komum til Van- couver að kveldi dags og var okkur mætt af Johnsons hjón- unum. sem við vorum hjá áður, og Mrs. Johnson tengda- systur Mr. Johnsons. Þau voru með okkur þangað til járnbrautarlestin átti að fara og fylgdu okkur þá nið- ur á stöð. Við horfðum frá stöðinni út yfir þann hluta Strandarinnar, sem við gátum séð og báðum í huganum blessunar öllum fslendingum, sem þar eiga heimili með innilegu þakklæti fyrir alla þá vinsemd og allan þann hlýhug, sem fólkið hafði auðsýnt okkur þar vestra. Svo Kyrrahafsströnd við kvöddum.— Við komum þar aldrei fyr, og líklegast aldrei aftur.—< En — eitthvað i hljóði spyr hvort gatan til goðheims liggi í gegnum þær fögru dyr. Regnboginn Reginald E. Eva — (Free Press) Uin regnbogann fornar fregnir tjá að finnist í hjarta hans dökkleitt ský. Svo litskrúð hans yrði oss ónýt sýn, ef ei fyrir töfra, sem fylgdu því. f gleðinnar hjarta er sorg-ský sett, oss sagt er, og reynsla mun fyrir því. Og yrði því gleðin oss ónýtt glys nema’ einungis fyrir það dökka ský. S. B. Benedictsson. niTLER Þú komst einá og svipa á sárþjáða jörð og sveikst alla menning, sem halda á vörð; þú bráðsoltni blóðþvrsti vargur! Þig bannfærir mannhugur margur. Þig manar, þig særir í menningar tafl það miljónanna hugsana afl. Það hatar þig, — hrópar þig niður, sein hismi úr vegi þér ryður. Þau geymast í timanum Gyðingsins tár, þau gleymast ei heiminum Pólverjans sár, af þýzkri þjóð svikurðu sæmdir og sjálfan þig með því dæmdir. Þig endurgjaldslögmálið eygir brátt. f augu við sjálfan þig horfast mátt. Afleiðing ótal sorga áttu og verðurðu’ að borga. Og allar þær kvalir, sem orsakar þú aftur í tímanum líður þú. Tilfinning brennir þig tára, þó taki það miljónir ára. Þó hafirðu að baki þér helvítis mátt, að hrapa i gin hans um siðir þú átt, þín upphefð er enginn gróði, um eilífð þú syndir i blóði. ./. 8'. frá Kaldbak. KAUPIÐ ÁVAI/T LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR C0. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.