Lögberg - 05.10.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.10.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER, 1939 Alt, sem aflaga fer, okkur sjálfum að kenna Eflir Laufey Friðriksdóttur Oberman ♦ ♦ O P I Ð B R lí F Kæru landar! Eins og yður eflaust er kunnugt hefir á þessum síð- ustu árum mjög verið að fjölga þeim, sem eru trúaðir í orðsins bezta skilningi, trúa því sérstaklega að með endur- nýjuðu hugarfari í “anda og sannleika” og hreinu liferni, sé maðurinn færari um að vera Ijósberi guðs á jörðinni, og að þetta sé það eina, sem geti hjálpað úr óförum þeiin er alt inannkynið virðist vera að sökkva niður í. Þeir trúa nefnilega að allar ófarir' og vandræði sé til komið af vonsku og vanþekkingu mann- anna, og misskilningi þeirra á sínu eigin innra eðli og mögu- leikum. Alt er okkur sjálfum að kenna, sem einstakling, sem meðlim á heimilinu, í þorpinu eða bænum, i land- inu, í heiminum! Við öll, án unantekningar, eigum þátt í því hvernig komið er í heim- inum, einn meira, annar minna, af því við höfuin til- hneigingu til að hugsa mis- jafnt, tala misjafnt og breyta misjafnlega við meðbræður. Ef við t. d. trúum illu að ó- reyndu um aðra, þá eruin við verkfæri ills kraftar og sáum illu, sem við í einhverri mynd aftur hljótum að uppskera. Sérhver hugsi nú alvarlega út í þetta! BÆNDUR! pað borp:ar siff, að þér hreinsið yðar eigin korn, ef þér eigið THE VIKING GRAIN CLEANER fyrir iiyijfi - Hveiti - Hafra - Hör ftamstœðu - Kornhreirtsunarvél, VUlihafra aðr/reinari og Flokkari PRJÁR VÉLAR í EINNI pér sparið peninga með VIKING kornhreinsunarvél, og borgið hana innan árs með sparnaði við kornhreinsun. 1 viðbðt getið þér notað yðar eiKÍn kornúr- frang til fððurs alifuglum, naut- gripum o. s. frv. VIKING vélin aðskilur það, sem aðrar vélar ekki geta. VIKING vélin er af ýmsum stærðum, á allsstaðar við og er sniðin eftir gjaldþoli yðar. Skoðið þessa undursamlegu VIKING vél hjá umboðsmanni yðar, eða skrifið oss eftir upp- lýsingum ft' íslenzku ef vill, og vér skýrum fyrir yður hvernig þér getið fengið þessa dásarn- legu vél á býli yðar. THE HART EMERSON CO. LIMITED Dept. K WINNIPHG - MANITOBA Það er undrun að sjá og heyra um ávextina, sem ný ráðstöfun kemur til leiðar í lífi þeirra, sem fara að taka eftir þessu, i sínu eigin dag- fari og breyta þvi, og það er lærdómsríkt að heyra til þeirra, sem búnir eru að æfa þetta í nokkur ár. Til þessa vildi eg svo mjög gjarnan gefa einum landa eða lands- konu tækifæri. Það er hér í Hollandi í júlí- lok og ágústbyrjun tkæifæri til að umgangast daglega al- þjóðafulltrúa og meðlimi þess- arar stefnu, til að efla og styrkja samvinnu þessa sem mest, hún er aðallega bygð á fyrirmynd Krists í daglegu lífi, nefnilega: Kærleikanum og sannleikanum, hreinleika og ósérplægni. Sem flestir þurfa að verða gagnteknir af þessum hug- sjónum til að guðs kraftur megi ná til allra. E>g hefi þá hugmynd og fasta trú, að einmitt þjóðin mín eigi mikla hæfileika til að geta lifað eftir þessum höfuð- reglum kristindómsins, af því að eg hefi hvergi þekt eins jo/ji-gáfað og gott fólk og heima á1 fslandi. Eg er mér meðvitandi hvað eg skrifa; en þetta er ekki sagt til að hæla, heldur til að staðfesta (constatera) sann- leikann. fslenzka þjóðin stóð og stendur enn, betur að vígi en nokkur önnur þjóð á Norð- urlöndum, a. m. k. svo óblönd- uð og afskekt, af góðu göfugu kýni, höfðingjum af andans krafti, þótt heiðnir væru. Þeir vissu samt af náttúrunni “það sem lögmálinu er samkvæmt” og breyttu oftast eftir því, sbr. Njál og Höskuld, Gunnar og Kjartan. , Óefað viljum við öll, sem nú lifum, gera alt, sem i voru valdi stendur til að aftra heimsstyrjöld. Við þurfum að trúa á guðs kraft í náttúrunni og í sjálfum oss, en til þess að þessi kraftur geti nálgast okk- ur'þurfum við að vera hrein og sönn, kærleiksrik og óeig- ingjörn. í upphafi er eðlið gott, og við finnum öll að þetta er einmitt það sem við viljum, en því þá ekki að reyna það þegar? Allir sem einn maður! Okkur hefir einu sinni verið gefin skyn- semi til að hugsa og skilja, og málfæri til að velja og á- forma, þ. e. frjálsræðið! Nú getur ekki skaparinn orðið ó- samkvæmur sjálfum sér og tekið það af okkur aftur — enda þá værum við ekki menn og konur i sama skilningi sem er, heldur á sama stigi og dýr- in. Okkar sjálfra er því val- ið! E)f við veljum ilt kemur það illa, því afl þess illa er líka sistarfandi og miðstöð þess afls er næsta kröftug, samt viljum við helzt ekki trúa því. Það er nfl. þægi- legra og rólegra fyrir mann- inn að láta hugann svalka hvar sem er. En það stendur skrifað: “Hugsið ekki illa hver um annan, bræður mínir, sá sem hugsar illa um bróður sinn og dæmir hann, hugsar illa um lögmál guðs og dæmir það.” En það að dæma lög- málið er sama og afloka sig fyrir krafti þess (góða) og standa opinn fyrir áhrifum ills, en þá fer alt af illa fyrir oss, fyr eða síðar. Það hefir engin áhrif á, sannleikann hvort þú eða eg trúum honum eða ekki; sann- leikurinn er altaf sá sami og jafn eftir sem áður, en það getur gert manni sjálfum mik- ið ilt sem ekki vill aðhyllast sannleikann, ef hann á kost á því, en hann ræður sjálfur, ber sjálfur ábyrgðina og þolir sjálfur afleiðingarnar. Guð hjálpi öllum. íslenzka þjóðin, sem á sönnun kraftarins góða, geymda í bókum s. s.: Hallgr. Péturssonar, Björns Gunn- laugssonar, Bjarna, Jónasar, Steingríms, Matthíasar, Hann- esar H., Einars Hjörl. og Har- alds N. o. fl. o. fl. þessara á- gætu andans postula, henni hlýtur að vera bæði hugljúft og kært að opna sig fyrir þess- um krafti, og láta hahn streyma um sig, öllum og öllu í náttúrunni til blessunar. Bg vil með ánægju svara hverjum sem eitthvað kann að vilja segja vít af þessum línum í bróðerni. Með vinsemdarhug til allra heima. Laufey Frd. Oberman. ♦ ♦ E F T I R M Á L I Til skýringar fyrir þá, sem ekkert kannast við mig: Eg er fædd á Syðra-Lóni við Þórshöfn. Faðir minn var Friðrik Guðmundsson, Árna- sonar óðalsbónda á Grímsstöð- um og Helgu Jónsdóttur frá Valþjófsstað. Móðir mín: Guðrún Jakobsdóttir Hálfdán- arsonar á Húsavík, fyrirvinn- ara og brautryðjanda kaupfé- lagsstefnu á íslandi, og Pet- rínu Pétursdóttur frá Reykja- hlíð. Móðir mín dó þegar eg var ung og föðuramma mín tók mig þá að sér og gekk mér í móðurstað, ólst eg upp hjá pabba og henni þangað til skömmu eftir að pabbi giftist í annað sinn, og var eg um 7—8 ára er eg fór með ömmu til föðurbróður míns séra Jóns Guðmundssonar á Norðfirði, síðar prófasts i Suður-Múla- sýslu og Guðnýjar Þorsteins- dóttur frá Heydölum. Eg ólst upp hjá þeim hjónum og gift- ist frá heimili þeirra 1912, er eg fór til Austurálfu. Voru þau mér altaf sem annar fað- ir og móðir, og yngri systkini pabba, Björn og ólöf, sem eldri systir og hróðir, einka- dóttir séra Jóns, Sigríður, sem mikið yngri systir, þar eg átti þá öll systkini mín (eins og nú) í Ameríku. Á sumrin mátti eg altaf fara norður og heimsækja pabba meðan hann var á Þórshöfn. áður en hann fór til Ameriku, og svo til móðurfólks míns á Húsavík, sem altaf fagnaði mér jafnt og móðirin hefði gert, enda á eg margar indæl- ar endurminningar i sambandi við það og þá tíma. Eg dvaldi líka langtímum hjá frænku minni, frú Hólmfríði Þor- steinsdóttur á Sauðanesi, og á margar skemtilegar endur- minningar frá því ágæta heim- ili. Þegar eg var rúmlega tví- tug útskrifaðist eg af Kenn- araskólanum (þá með okkar ógleymanlega skólastjóra Magnúsi Helgasyni), ásamt Steingrími Arasyni og Odd- nýju E. Sen og ýmsum fleir- um, sem eg nú ekkert veit um, því miður, nema þessi tvö. Tvö síðustu árin, var eg kenslukona á Húsavík, með skólastjóra þá, Valdemar Valvessyni, ágæt samtöl áttum við oft uiú framtíð trú- og skólamála. Á Sauðanesi kynt- ist eg Guðmundi Hjaltasyni, allir kannast við hann og vita hvaða áhrif hann hafði, hjá honum opnuðust augu mín fyrir íslenzkri “Flóru.” Eg byrjaði því ung að ferð- ast, fyrst um Jandið, enda þurfti eg síðar á því að halda, það var nauðsynlegt fyrir framtiðina, þegar eg mátti ekki láta fyrir brjósti brenna, að sitja t. d. sjálf suður í Asíu, og hafa börn mín, sum í Ame- ríku og hin í Evrópu, öll til lærdóms, þá var gott að vita og treysta því, að alstaðar ráði sama lögmálið góðu fólki, enda hefir mér — að þessu — orðið eftir þeirri trú. Það er ástæðan að eg vil bera henni vitni. Laufey. —Lesh. Mbl. Jón Pálsson frá Litlu- Breiðuvík (Nokkur minningarorð) “Grisjast skógur góðra frænda”1 varð mér að orði við fráfall Bergsveins Long fyrir ekki ýkja löngu síðan. Sama hugsunin sótti á mig, þegar mér barst fréttin um lát Jóns Pálssonar móðurbróður míns, en hann andaðist eftir all- langa legu, þann 30. júlí s.l. að heimili sínu, 532 Beverley Street í Winnipeg. Hafði hann, ásamt systkinum sínum og öðrum ættmennum. átt þar heima árum saman, og þaðan fór jarðarför hans fram þriðjudaginn 1. ágúst, að við- stöddu margmenni. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng, og kvaddi hinn látna hlýjum orðum og maklegum. Jón Pálsson var fæddur í Litlu-Breiðuvík í Reyðarfirði þann 21. nóvember 1873, en þar bjuggu þá, og fram til aldamóta. foreldrar hans, Páll bóndi Jónsson og Valgerður Þórólfsdóttir. Átti Jón til mæts og merks fólks að telja i báðar ættír. Voru þeir syst- kinasynir Páll faðir hans og Jón skáld ólafsson, því að þau Þorbjörg móðir Jóns skálds og Jón faðir Páls í Breiðuvík voru alsystkini, börn Jóns Guðmundssonar að Dölum í Fáskrúðsfirði; er sú ætt mannmörg og alkunn á Austurlandi. Valgerður í Breiðuvík var dóttur-dóttir Richards Long hins enska, sem mikill ættbálkur er kom- inn frá, en Þórunn Þorleifs- dóttr kona hans, amma Val- gerðar, var af kunnum bænda og presta-ættum austur þar. Jón ólst upp í Ltlu-Breiðu- vík hjá foreldrum sínum; þeg- ar hann náði þroskaaldri, sótti hann sjó, gekk að slætti og annari bændavinnu, og þótti hinn liðtækasti í hvaða starfi sem var. Uppfræðsla hans, sem flestra annara ungl- inga á þeirri tið, var af harla skornum skamti, en hann var bókhneigður sein þeir frænd- ur fleiri og las margt. Eink- um var hann þaullesinn í is- lenzkum fornsögum, sérstak- lega fslendingasögum. og kunni á þeim góð skil. Var skemtilegt að ræða við hann um þau efni, því að hann var stálminnugur. Hann fylgdist einnig vel með almennum málum og myndaði sér á- kveðnar skoðanir um þau. og hélt fast á málstað sinum, þegar svo bar undir, þvi að hann var maður fastlyndur og trygglyndur. Sumarið 1900 fluttist Jón á- samt foreldrum sínum og syst- kinum vestur um haf og sett- ist fjölskyldan að í Winnipeg; átti hann þar heima að kalla má samfleytt síðan. Framan af árum vann hann að ýmsum störfum, eftir þvi sem tæki- færi bauðst, en öll hin síðari árin stundaði hann húsasmíð- ar, og unnu þeir jafnan sam- an hann og Vigfús bróðir hans, enda voru þeir óvenju- lega samrýmdir. Áttu þeir eigi langt að skæja það, að vera smiðir og verkmenn góðir, því að Þórólfi afa þeirra (móðurföður) er svo lýst, að hann hafi verið “vinnumaður mesti og völundur á hvert verk, sem hann tók á”; og fleiri hafa þeir frændur verið listhagir bæði á tré og járn, nægir 1 því sambandi, að nefna Ríkhard Jónsson mynd- skera, sem er manna skurð- hagastur eins og alkunnugt er. Alsystkini Jóns, er lifa hann, eru Jóhanna og Vigfús, að framannefndu heimili i Winnipeg, en hálfsystkini Vig- fúsína Beck og Þórólfur Vig- fússon, er heima á nálægt Steep Rock, Manitoba, nú há- aldraður (f. 1858). Jón Pálsson var einn hinna kyrlátu í lífinu, þeirra, er vinna skyldustörf sín með al- úð og trúmensku i kyrþey, og leggja meiri og drýgri skerf til almennings heillarinnar heldur en margur hávaðamað- urinn. Þakka eg svo þessum frænda m(num alla trygð og kveð hann með ljóðlínum þeim, sem eg orti um Jóhann Vigfússon hálfbróður hans látinn, en þær eiga jafnvel við um þá báða: Þú hvarfst ei frá marki, er hafðir þér sett, ef hjartað þér sagði að gott væri og rétt. í íslenzkri fortíð það æðstur var hróður, ’ < sem ómar þér látnum: hann drengur var góður. Richard Beck. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.