Lögberg - 05.10.1939, Blaðsíða 8
‘Æfir 5c
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER, 1939 JUQoodAnytlm* V
Ur borg og bygð
Heklu fundur í kveld
(fimtudaginn).
♦ -f
Dr. Tweed verður staddur
í Árborg á fimtudaginn þann
12. þ. m.
-f -f
Gefin voru saman í hjóna-
band að Langruth, Man., þann
20. ágúst síðastliðinn, þau
Mr. O. A. Benedictson og Miss
Pauline Blowa. Enskur prest-
ur framkvæmdi hjönavígsluna
á heimili foreldra brúðarinn-
ar.
-f -f
We can arrange, at very
reasonable rates, the financ-
ing of automobiles being pur-
chased. Consult us for par-
ticulars. J. J. SWANSON &
CO. LTD., 308 Avenue Build-
ing, Phone 26 821.
-f -f
GJAFIR TIL BETEL
í september 1939
The United Farm Women
of Manitoba, Local Gimli, $24;
ónefndur á Betel, $5; Kven-
félag Fyrsta lúterska safn.,
Selkirk, Man., $10; ónefnd
(Gimli), $5; Mrs. O. Stephen-
sen, Winnipeg, íslenzkar bæk-
ur; Mr. J. B. Johnson, Gimli,
150 lbs. Sun Fish; Kvenfélag
Herðubreiðar safn, Langruth.
Man., $25.
Kærar þakkir, fyrir hönd
nefndarinnar.
J. J. Swanson, féh.
308 Avenue Bldg.
Winnipeg.
Minniál BETEL
í
erfðaskrám yðar
Til þess að tryggja yður
skjóta afgreiðslu
SkuluS þér ávalt kalla upp
SARGENT
TAXI
FRBD BUCKLE, Manager
•
PHONE
34 555 - 34 557
Mr. Joe Johnson frá Hnausa,
var staddur í borginni seinni
part fyrri viku.
-f -f
Aðalfundur Karlakórs fs-
lendinga í Winnipeg verður
haldinn í samkomusal Sam-
bandssafnaðar, miðvikudags-
kveldið 11. okt., kl. 8 e. h.
-f -f
Jóhannes Johnson bóndi að
Vogar. Man., andaðist að
heimili sínu á laugardaginn
var, 30. sept. Jarðarförin fer
fram frá heimilinu á föstudag
í þessari viku. Séra Valdimar
J. Eylands flytur kveðjumál.
—Jóhannes heitinn fluttist
vestur um haf frá Fossvöllum
i Jökulsárhlið i Norðurmúla-
sýslu. + 4.
Aðalfundur fslendingadags-
nefndarinnar í Seattle, Wash.,
verður haldinn þann 12. októ-
her 1939, i Calvary Lutheran
Church, kl. 8 að kveldi; legg-
ur nefndin fram skýrslur all-
ar í sambandi við síðastliðið
hátíðarhald við Silver Lake,
auk þess sem kosning embætt-
ismanna fyrir árið 1940, fer
þar jafnframt fram. Seattle
fslendingar leggja mikið á sig
við undirbúning íslendinga-
dagsins þar í borg, og hafa á
sér orð fyrir góða samheldni
í þeim efnum; er þess því að
vænta að fundur þessi verði
fjölsóttur, því auk venjulegra
fundarstarfa verður þar margt
um hönd haft til skemtunar
og fróðleiks. Munið stað og
stund, fimtudaginn þann 12.
október 1939. kl. 8 e. h.
♦ ♦
SAMKOMUR f
NÝJA fSLANDI
Þjóðræknisfélagið efnir til
samkvæma í Nýja íslandi á
þeim stöðum og tíma er hér
segir:
Víðir, mánudaginn 16. okt.
kl. 2.30 e. h.
Árborg (í lútersku kirkj-
unni) 16. okt., kl. 8.30 e. h.
Geysir (í kirkjunni) þriðju-
daginn 17. okt., kl. 2.30 e. h.
Riverton (Parish Hall)
þriðjudagskvöld, 17. okt., kl.
8.30 e. h.
Fyrir hönd Þjóðræknisfé-
lagsins mæta þar þeir séra
Valdimar J. Eylands, Dr.
Richard Beck og Mr. Ásmund-
ur P. Jóhannsson.
Vonast er eftir að fólk fjöl-
menni á þessar samkomur.
Inngangur ókeypis. Allir boðn-
ir og velkomnir.
Framkvæmdarnefnd
Þ jóðræknisfélagsins.
Deild Nr. 2 Kvenfélags
Fyrsta lúterska safnaðar hef-
ir ákveðið að halda “Silver
Tea” að heimili Mrs. H. Thor-
olfson. 728 Beverley St., á
föstudaginn 20. október.
-f -f
Gefin saman í hjónaband á
prestsheimilinu í Árborg, 1.
okt., Albert Leonard Hólm frá
Gimli, Man. og Sigríður Jó-
hanna Jóhannsson sama stað-
ar. Framtiðarþeimili ungu
hjónanna verður að Dverga-
steini við Gimli, Man.
-f -f * ,
Athygli skal hér með leidd
að þakkar hátiðar skemtan-
inni, sem haldin verður undir
umsjón kvenfélags Fyrsta lút-
erska safnaðar í kirkju safn-
aðarins á mánudagskvöldið
þann 9. þ. m. Vandað hefir
verið hið bezta til skemtiskrár,
og getur almenningur þvi reitt
sig á að njóta uppbyggilegrar
skemtunar kvöldstund þessa.
Messuboð
FYRSTA LÚT. KIRKJA
Séra Valdimar J. Eylands
prestur
Heimili; 776 Victor Street
Simi 29 017
Guðsþjónusta á ensku kl. 11
f.h.; Sunnudagaskóli kl. 12.15
e. h.; fslenzk messa kl. 7 e. h.
-f -f
GIMLI PRESTAKALL
Sunnudaginn 8. október
Betel, morgunmessa.
Gimli, islenzk messa kl. 7 e. h.
Sunnudagsskóli Gimli safnað-
ar kl. 1.30 e. h.
B. A. Bjarnason.
-f -f
LÚTERSKA PRESTAKALLIÐ
f VATNABYGÐUM
Þakklætisguðsþjónustur
8. okt. 1939
Mozart kl. 11 árdegis.
Wynyard kl. 3 síðdegis.
Kandahar kl. 7.30 síðdegis.
Allar á ensku máli.
Vinsfunlegast.
Carl J. Olson.
-f -f
Séra K. K. ólafson flytur
íslenzka messu í Vancouver,
B.C., sunnudaginn 15. okt.. kl.
2 e. h. Messan verður flutt i
dönsku kirkjunni á nítjándu
götu og Burns stræti. Allir
er sjá þessa auglýsingu þar í
borg, eru beðnir að greiða
fyrir messuboðunum og styðja
að aðsókn.
-f -f
SELKIRK LÚTERSKA
KIRKJA
Sunnudaginn 8. .október ’
Kl. 11 að morgni, sunnu-
dagsskóli, biblíuklassi, og lesið
meðfermingarbörnum.—
Kl. 7 að kvöldi, íslenzk
messa, séra Jóhann Bjarnason.
-f -f
Sunnudaginn 8. okt. messar
séra H. Sigmar í Garðar kl.
11. Eyford kl. 2.30 og á Hall-
son kl. 8 að kveldi. Messan
í Hallson á ensku. Allir vel-
komnir.
-f -f
VATNABYGÐIR
Sunnudaginn 8. okt.
Kl. 11 f. h„ sunnudagaskóli í
I Wynyard.
KI. 11 f. h„ (seini tíminn),
messa i Hólum.
Kl. 2 e. h„ ensk messa í Wyn-
yard.
Jakob Jónsson.
Séra Valdimar .1. Eylands
leggur af stað á föstudaginn
norður til Vopar, Man„ til
þess að jarðsyngja Jóhannes
Johnson frá Fossvöllum i
Jökulsárhlið.
-f -f
Minningar guðsþjónusta, til
minningar um séra Ragnar E.
Kvaran fór fram i íslenzku
kirkjunni í Wynyard á sunnu-
daginn var. Sóknarpresturinn
flutti ræðu, en auk þess talaði
vara-forseti þjóðræknisdeild-
arinnar, Jón Jóhannsson,
nokkur orð. Kirkjan var fag-
urlega skrýdd blómum.
-f -f
29. ágúst síðastliðinn voru
gefin saman af séra Jakob
Jónssyni í Wynyard, Erling
Bjarnason, sonur Mr. og Mrs.
Páll Bjarnason í Vancouver
og Evelyn Jónasson, dóttir óla
Jónassonar rafstöðvarstjóra í
Wynyard, og fyrri konu hans,
Ingibjargar. Athöfnin fór fram
á heimili brúðarinnar, og var
margt manna viðstatt í boði
húsráðenda. Var þar rausn-
arlega veitt, glatt á hjalla og
stundin hin ánægjulegasta. —
Ungu hjónin hafa sezt að í
Vancouver, þar sem Erling
hefir fasta stöðu við lyfjabúð.
-f -f
Þann 3. sept. síðastl., voru
gefin saman í hjónaband að
Bourlamaque, Quebec, Pearl
Amelia White og Eithor
Franklin Gillies. Brúðurin er
frá Ottawa, dóttir Mr. S. W.
White er þar býr og konu
hans. sem nú er látin. Brúð-
guminn er sonur Mr. og Mrs.
J. S. Gillies hér i bæ. Hann
hefir haft stöðu hjá einu af
hinuin stóru gullnámufélögum
þar eystra nú í nærfelt tvö
siðastl. ár. — Séra E. L. Mc-
Quarrie, prestur United
Church, framkvæmdi hjóna-
vígsluna. Framtíðarheiinili
ungu hjónanna verður að
Sudbury, Ontario.
TIL MINNISVARÐA
YFIR K. N. JÚLIUS
Mountain, N.D. — Mr. og
Mrs, St. Hallgrimsson, $2;
Mr. og Mrs. W. G. Hillman,
$2; Oscar Heary, $1; K. Ind-
riðason, $1; Pétur Hermann,
$1; Th. Thorfinson, $1.
Hallson, N.D.—B. Stefáns-
son, $1.
Elfros,, Sask.—A. ,1. Hördal,
$1.
Garðar, N.D.—Gam. Thor-
leifson, $1; Thorl. Thorleifson,
$1; S. S. Laxdal, $1.
Akra, N.D.—Mrs. Málfríður
Einarson, $1.
Milton, N.D.—Helgi Finns-
son, $1.
Alls .............$15.00
Með þakklæti,
W. G. Hillman.
Pœkil tíminn er kominn
BARRELS - DRUMS - KEGS
Vér höfum allar gerðir og
stærSir. Seljast við lægsta
gangverði. Skrifið eftir upp-
lýsingum & yðar eigin máli
ef þér viljið.
WINNIPEG C00PERAGE
COR. DUFFERIN & SALTER
Winnipeg, Man.
The Watch Shop
Diamonds - Watches - Jewelry
Agents for BULOVA Watches
Marriage Licenses Issued
THORLAKSON & BALDWÍN
Watchmakers and Jeioellers
699 SARGENT AVE., WPG.
Wolseley Hotel
186 HIGGINS AVE.
(Beint á mðti C.P.R. stöðinni)
SlMI 91 079
Eina skandinaviska hóteliO
i borginni
RICHAR LINHHORM,
eigandi
Jakob F. Bjarnason
TRANSFER
Annast greiðlega um alt, sem að
flutningum lýtur, smáum eða
stðrum Hvergi sanngjarnara
verð.
Heimili: 591 SHERBURN ST.
Sími 35 909
SARGENT and AGNES
ÞAKKARHÁTÍÐ
f h'yrstu lútersku kirkju
MÁNUDAGINN 9. OKTÓBER, 1939
undir umsjón kvenfélagsins
SKEMTISKRÁ:
1. Sálmur sunginn afi öllum.
2. Ávarp forseta .........Séra V. J. Eylands
3. Einsöngur Mrs. K. Johannesson
4. Upplestur ............Mrs. E. P. Jónsson
5. Einsöngur Mr. R. L. James
6. Ræða ......................Mr. A. Piggot
7. Söngur St. Matthews Church Boys Choir
8. Upplestur ...........i...Miss M. Patrick
9. Einsöngur Mr. R. L. James
Veitingar - - - Byrjd-r kl. 8.15
Frjáls samskot
% MLAD CCWL
Phone 35 887 SARGENT AT ARLINGTON We Deliver
FOK ARRIVAL FOK THE WKEK-ENI) Per lb.
FRESH-KILLEI) p|||p|/r||C FOR
SFKINO ulllulVCnO KOASTINí;
25 £3 TO 5 I HS.
tVHILK THKV LA8T
FIRST-C.KADE .. BUTTER Ib. 30c SUGAR œs, 5 Ibs. 33c
APPLES5.™ 5lbs. 25« ORANGES 22c-30c and 35c Doz.
SPECIAL FOR SATURDAY ONLY
TENDER LEAF TEA, 12 oz. 49c; 7oz. 29c
WHII.K
STOC'K
I.A8TS
FANCY FRUIT BASKETS—MADE UP—VARIOUS PRICES
MHERST
--«*«> -
t~.n 55