Lögberg - 05.10.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 05.10.1939, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER, 1939 i 7 Fréttabréf frá Seattle 18. sept. 1939 Herra ritstjóri Lögbergs, Winnipeg. Þar sem íslendingar eru bú- settir og hafa félagsskap með sér, er ávalt eitthvað sem skeður, sem íslenzku blöðin ættu að fá til birtingar. Þó það sé kannske ekki mjög við- burðaríkt í sumum félagsskap á meðal landa, þá eru margar þær fréttir, sem skrásetjast ættu til þess að hjálpa sögu- riturum seinni tima. Hér i þessum bæ eru töluvert margir íslendingar búsettir, þar af leiðandi ætti einhver að senda blöðunum fréttagreinar ein- staka sinnum, en það hefir farist fyrir um all-langan tíma undanfarandi. Lestrarfélagið “Vestri”, sem stofnað var um síðustu alda- mót er eitt af merkustu félög- um á meðal landa hér á Kyrrahafsströndinni. Það hef- ir reynt af fremsta megni að skemta, fræða og viðhalda ís- lenzkri tungu, enda þótt dauf- legt hafi verið yfir félags- skapnum stundum. Félagið byrjaði á því hér um bil strají, að gefa lit mán- aðarblað, sem lesið var upp á fundum félagsins; blaðið var kallað “Geysir.” Núverandi ritstjóri blaðsins er Jón Magn- ússon, og hefir verið það i mörg undanfarandi ár, og far- ist það ágætlega úr hendi. Jón skrifar í blaðið flesta þá við- lnirði, sem ské á meðal landa hér í bæ, og þaðan eru teknir fréttamolar þeir, sem birtast hér. Það virðist vera siður hér eins og víða annarsstaðar í bygðum Islendinga hér vest- an hafs að heiðra hjón þau með samsæti, sem lifað hafa saman í heilögu hjónabandi i 25 ár. Þann 28. ágúst 1937 höfðu Þorsteinn Pálmason og Lilja kona hans verið gift í 25 ár; til minningar um giftingar afmæli þeirra undirbjó félagið “Vestri” og kvenfélögin til samkomu, sem var bæði skemtileg og fjölmenn. Pálma- sons hjónin eru búin að vera búsett hér í þessum bæ í mörg ár og eru hér mjög vel þekt. Mr. Pálmason hefir verið póstur yfir 30 ár í þessum bæ, en er nú hættur og seztur i helgan stein. Þann 24. sept. 1938, var silfurbrúðkaup haldið hátið- legt Jóni Sigurðssyni og Krist- björgu konu hans. Skemti- skrá var fjölbreytt; var silfur- brúðkaup þetta hið ánægju- legasta. Mr. og Mrs. Sigurðs- son hafa verið búsett hér um langt skeið og kynt sig ágæt- lega. Mjög fjölment silfurbrúð- kaup var haldið 29. jan. 1938, þeim velþektu hjónum Mr. og Mrs. Árni S. Sumarliðason. Mr. Sumarliðason hefir verið búsettur i þessum bæ kringum 40 ár; hann er sonur sumar- liða heitins gullsmiðs, sem tnargir hinir eldri menn munu kannast við. Kona Árna er Guðrún Jóhannsdóttir. Sum- arliðasons hjónin hafa stutt af fremsta megni allan ís- lenzkan félagsskap í þessum |>æ og staðið mjög framarlega i viðhaldi íslenzkrar tungu og þjóðareinkenna. Þann 19. maí 1938 var 25 ára giftingarafmæli hátíðlegt haldið þeim heiðurshjónum Kristni Þorsteinsson og Elinu konu hans. Lestrarfélagið Vestri og kvenfélögin stóðu fyrir silfurbrúðkaupi þessu sem fór fram með mikilli rausn og skörungsskap hvað prógram og veitingar snerti. Geta má þess, að Mr. Þor- steinsson er náfrændi Jónasar Jónssonar alþingismanns frá Hriflu. Mr. og Mrs. Thor- steinsson hafa verið búsett hér í borg um langt, §keið og stað- ið framarlega í íslenzkum fé- lagsskap og komið vel fram. Þá skal minnast á nokkur mannalát, sem íslenzku blöð- in hafa ekki getið um. Þann 15. marz 1938, andað- ist á sjúkrahúsinu hér i bæ, Brandur Ormson, 84 ára gam- all, ættaður úr Dalasýslu. Konu sina (Margréti) hafði hann mist fyrir tveim árum. Brandur heitinn var prýðilega vel greindur og listfengur, hann lætur eftir sig einn son. Þann 4. ágúst 1937, andað- ist að heimili dóttur sinnar hér skamt út úr bænum Jón Jónsson, 77 ára, ættaður frá Veiðilæk i Mýrasýslu, lætur eftir sig 2 börn og konu. Jón heitinn var vel greindur og hagorður; var búinn að dvelja hér vestan hafs i mörg ár; fór til Alaska að leita gæfunnar, eins og fleiri; stundaði verzlun hér í bæ upp á síðkastið. Þann 18. marz 1938, andað- ist Indriði Indriðason, 77 ára; hann var sá fyrsti af löndum, sem settist að í þessum bæ, það mun hafa verið 1887; vav þó ekki búsettur hér allan þann tíma. Konu sína misti hann fyrir nokkrum árum; eftir lifa tveir synir og ein dóttir. Sigmundur Folmer andaðist 2. nóv. 1938, maður á efra aldri; hafði stundað múrara- vinnu; var ættaður úr Eyja- fjarðarsýslu; lætur eftir sig þrjú börn og konu. Þann 5. desember s.l. and- aðist að heimili sinu hér í Seattle Stefán Friðbjörn Stef- ánsson, 86 ára gamall; hafði dvalið hér vestan hafs i 62 ár; var ættaður úr Eyjafjarðar- sýslu; maður vel skýr og ís- lenzkur í anda; var tvígiftur; átti þrjá syni með fyrri konu sinni, en einn með þeirri seinni, sem lifir hann. Konan Magdalena Björnson andaðist 26. marz 1938, 91 árs gömul; hún var búsett hér i Seattle í allmörg ár. Þann 28. sept. 1938, andað- ist á almenna spítalanum hér í bæ Einar Einarsson Grandy, maður fróður og frjáls í anda, Þingeyingur að uppruna; hafði verið ekkjumaður í mörg ár; bjó með börnum sínum. Þann 29. ágúst s.l. andað- ist að heimili sonar síns ekkj- an Þuríður Jónasdóttir Magn- ússon, 87 ára að aldri, ættuð úr Mýrasýslu, dugnaðar og skýrleikskona, lætur eftir sig einn son, Jón Magnússon, sem búsettur hefir verið hér í Seattle í allmörg ár. J. J. Middnl. í Budapest fór hjónaband út um þúfur fyrir skák. Kona heimtaði skilnað og færði það sem ástæðu, að maður sinn lægi ölluin stundum í skák, en vildi ekki keniia sér hana. Canada Year Book 1939 Samkvæmt tilkynningu frá hagstofunni í Ottawa, er Can- ada Year Book fyrir árið 1939 nýkomin á bókamarkaðinn; bókin er gefin út að tilhlutan verzlunarráðherrans, Hon. W. D. Eulers; þetta er stór bók og harla vönduð að frágangi; hefir hún til brunns að bera nákvæmt yfiríit yfir hag cana- disku þjóðarinnar á téðu ári, ásamt sögulegu yfirliti yfir stéfnur og strauma, er hæzt risu á árinu í viðskiftalífi þjóðarinnar; þessi bók ætti að komast í sem allra flestra hendur, þvi svo er hún lær- dómsFÍk og kemur víða við. Skrautlegar myndir hinna brezku konungshjóna í tilefni af heimsókn þeirra til Canada, prýða bók þessa, ásamt fjölda annara mynda. Þegar tekið er tillit til frá- gangs og stærðar, selzt árbók þessi i raun og veru við gjaf- virði; kostar einungis $1.50. Sérstök hlunnindi ná til presta og kennara, er geta fengið bókina i pappírsbandi fyrir fimtíu cents eintakið; upplag- ið er Iítið, svo vissara er að tryggja sér eintak sem allra fyrst. Pantanir, ásamt andvirði, sendist til Dominion Bureau of Statistics, Ottawa, Canada, c-o R. H. Coats, Dominion Statistician, Ottawa. Reikningsskil (Framh. frá síðasta blaði) Safnað á Milton, N. D.: Mrs. Kristín Goodman og Guðrún Goodman, $1; Mrs. Anna M. Grímson, 50c; Mr. og Mrs. Walter Hallgrímson, 75c; G. T. Gunderson, 50c; Mr. og Mrs. H. Ásgrímson, $1; Normi Ásgrímson, 75c; Blanche Ás- grímson, 50c. Safnað af Judge'G. Grímson í Rugby, N. D.: Dr. O. W. Johnson, $5; Dr. C. G. Johnson, $5; Judge og Mrs. Grímson og Mr.. og Mrs. Lynn Grímson, $7; Nels G. Johnson, Towner, N. D., $5. Safnað af K. Kristjánson, Garðar, N. D.: Garðar, N. D.: S. M. Guðmundson, $1; Hans Einarson, $1; óli John- son, $1; Jóh. Jóhannson, $1; G. Thorleifson, $1; Mrs. ísfeld, 50c; O. K. ólafson, $1; S. H. Sigurðson. $1; Kon. Jóhannes- son, 50c; Fred G. Johnson, $1; Jón ólafson, $1; Jónas Bergman, $1; M. S. Jóhannes- son, $1; Helgi Laxdal, $1; K. Kristjánson, $2. Safnað af G. Grimson í fíottineau: Bottineau, N. D.: Thorleifur Thorleifsson, $1; A. Benson, $1; Geo. Free- man, $1; Hal. Stefánsson, $1; Sig. Sigurðsson, $1; Oscar Benson, $1; Arne Arneson, $1. Safnað af Jóni Hannessyni og fíegga Thorvarðssyni: Hallson, N. D.: Hávarður Erlendson, 50c; Th. G. Sigurðsson, 50c; B. G. Jóhannson, $1; W. B. John- son, $1; Árni Jóhannson, 50c; ZIGZAG 5 Orvals pappír í úrvals bók C 5' 2 Tegundir SVÖRT KÁPA Hinn upprunalegi þunni vindlinga pappír, sem flestir, er reykja “Koll YouV Own” nota. BiSjiS um “ZIG-ZAG” Black Cover BLA KÁPA “Egyptien” úrvals, h v i t u r vindlinga pappír — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vafSir I verksmiSju. BiSjiS um "ZIG-ZAG” Blue Cover Fingur örlaganna Omar Iíhayyam (þýtt af E. Fitzgerald) —Free Press— Eg út í Eilífð sendi mina sál, ef sæi hún Eftirlífsins dularmál. Min sál kom brátt — og svarið mér hún gaf:— “Eg sjálf er Himinsæla og Vítisbál.” Sú hönd er ritar, hefir löngu skráð: “Þitt háa vit — og trú á bæn og náð, hér getur ekki einni línu breytt, né orði af þvi með tárum burtu máð.” S. fí. fíenedictsson. Sig. Paterson, 50c; John Berndson, 50c; John Einarson, 50c; Barney Eastman, $1; Tryggvi Dínusson, $1; John Hannesson, $1; Júlíus Björns- son, $1; Mr. og Mrs. Einar Einarson, $1. Svold, N. D.: H. W. Vivatson, $1; Helgi Jackson, $1; H. K. Hannes- son, 50c; Ásgeir Sturlaugson, 50c; Ásbjörn Sturlaugson, $1; Sveinn Northfield, 50c; Barney Dínusson, 50c; G. A. Vívatsorí, 50c; G. P. Dalsted, 50c; Guð- jón Stefánsson, $1; Mrs. óskar Sturlaugson, 50c. Cavalier, N. D.: óli Bernhoft, 50c; ónefnd- ur, 25c; Reimar Jóhannsson, 50c. Akra, N. D.: Beggi Thorvardson, $1. Crystal, N. D.: J. J. Myres, $1; Afgangur af Kneeshaw’s sjóð, $2.85; Mrs. Pat Brown, Hensel, 25c; Til- lag frá séra H. Sigmar, $4.50. Samanlagðar inntektir $167.15 ÚTGJÖLD Fyrir keyrslu til Bismarck $100.00 Hotel kostnaður að Bismarck 25.00 Fyrir máltíðir 15.10 Ivostnaður við drotn- ingar kerruna 7.00 Telephone calls 2.50 Fyrir keyrslu á Sain- son, Sig. Sigmar og búningnum til Win- nipeg ............... 4.50 Fyrir lán á samkomu- húsinu við æfingar 1.05 Til Miss Kathryn Ara- son, pianospilara 9.00 Til R. H. Ragnar fvr- ir fargjald heim 3.00 Shmanlögð útgjöld...$167.15 Th. Th. N ý j a s t i spámaðurinn í Bandar.kjunum heitir Arthur Gerke. Hann prédikar það, að menn eigi að leggjast í híði, eins og birnir. Sjálfur segist hann hafa legið í hiði alla vetur síðan 1910. Að vísu hef- ir hann ekki getað sofið altaf, heldur þurft að rjátla svolítið um gólf endrum og eins til þess að verða syfjaður aftur, og einstaka sinnum þurft að glefsa í mat. Þetta telur hann svo heilsusamlegt, að hann geti áreiðanlega orðið 200 ára gamall. This advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Govemment of Mánitoba.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.