Lögberg - 19.10.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.10.1939, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Liaes nW ‘ ^ Vy • Servioe and Satlsfactlon PHONE 86 311 Seven Eines m <(VC v • * o' . V íl»r Better Dry CleaninR and Tmundry 52. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER, 1939 NÚMER 41 lllllllllllllll|il!llllllllllllllli:illllllll!il!llllllllilll!!IIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!lll!lllllllilUI!lllllllllllllllllUIII!llllllllllllllllll||||||||||||l!!ll!lll|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||| Allra nýju^lu fregnir lllll!IIIU!lllll!ll!llllllllllllll!lllllllll!llllllllll!!ll!lllll!llllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllllli;illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lll!IIIIIIIIIUI!IUIIIIIIIIIIIIIIIII!lllllllllllllll!ll!lllllllllll ÞRETTÁN KAFBÁTUM SÖKT ‘Goðafoss” er tilbúinn til Ameríkuferðar Margir spyrja um það þessa daga, hvað Ameríkuferðum líði, einkum eftir að það kom á daginn, hve erfiðlega það gengur að fá vörur í Dettifoss i Englandi. Blaðið hefir aflað sér upp- lýsinga um þetta. Eins og áður h.efir verið skvrt frá, er Goðafoss hér við land, og til- búinn til að fara vestur, ef svo ber undir. Var það komið vel á veg að viðunanlegur farmur fengist í skipið, mest- megnis síld. En svo kom til- skipun stjórnarinnar um út- flutningsnefndina og að hún á að gefa leyfi til útflutnings hverju nafni, sem nefnist. Þá þarf að taka upp að nýju samninga um væntaniegan út- flutning vestur. En sennilega kemst það mál fljótlega í lag. Nokkrir kaupsýslumenn hér í bænum hafa haft orð á því við “Eimskip,” að þeir myndu vilja taka sér far vestur með fyrstu ferð, er þangað fellur. F"erð héðan 4ij| New York og hingað aftur, tekur aldrei minna en einar fimm vikur. Má búast við 12 daga siglingu hvora leið, en viðstaða í New York gæti aldrei orðið styttri en eina 10 daga. Dettifoss verður líka tilbú- inn að fara vestur, ef ástæða er til, þegar hann kemur frá Englandi. Yfirleitt er það mikill mun- ur nú eða í siðustu styrjöld, hve meiri er hér skipakostur, ]>egar ekki var nema Gullfoss til Ameríkuferða. En nú eru hér Goðafoss, Dettifoss og Brúarfoss o. fl. En öll þessi þrjú skip hvort um sig hafa meira lestarrúm en Gullfoss. —Mbl. 14. sept. VARAFORSETI C.N.R. LÁTINN Síðastliðinn mánudag lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni, Mr. A. E. Warren, vara-forseti þjóðeignabraut- anna Canadian National Rail- ways; hann hafði verið heilsu- tæpur tvö síðustu árin. Mr. Warren þótti i hvívetna hinn mesti ágætismaður; hann kom hingað barn að aldri frá Eng- landi; starfaði fyrst i tólf ár samfleytt í þjónustu Canadian Pacific járnbrautarfélagsins, en tókst því næst á hendur á- byrgðarstöðu hjá C.N.R. félag- inu og hæklcaði þar í tign jafnt og þétt unz hann var kjörinn til vara-forseta. Mr. Warren var kunnur um all meginland Norður-Ameríku fyrir djúpstæða þekkingu sína á því öllu, er að járnbrautar- málum laut; hann var frek- lega 65 ára er dauða hans bar nð, og lætur eftir sig ekkju ásamt fjórum dætrum. ÞYZKITR KAFBÁTUR SÖKKVIR BREZKU HERSKIPI Þau tiðindi gerðust á laug- ardagsmorguninn var, að þýzkur kafbátur sökti við mynnið á Scapa FLow brezka herskipinu Royal Oak; skip þetta var smiðað árið 1914, og endurbætt og styrkt með mikl- um lilkostnaði 1922; það tók þátt í orustunni miklu við Jótland í styrjöldinni miklu frá 1924. Skipið hafði um tólf hundruð hermanna innan- borðs og týndu um átta hundruð þeirra lífi. -f -f SNÖRP ATRENNA Á mánudaginn gerðu Þjóð- verjar snarpa atrennu á her- línu F'rakka og Breta á fjög- urra mílna breiðu svæði í Moselleár dalnum; ruddust sveitir þeirra áfram hvað svo sem það kostaði og komust sem snöggvast á franska grund, þar sem er Apachþorp, skamt frá Luxembourg landa- mærunum; þar urðu þær knúðar lil þess að hörfa til haka undan stórskotaliði Frakka. Áætlað er að þessi atrenna hafi kostað Þjóðverja um sex þúsund mannslíf. -f -f TVENNAR LOFTÁRÁSIR Á SKOTT.AND Á mánudaginn gerðu Þýzk loftför, tólf að tölu, árás á brezka flotastöð og Firth of Forth brúna miklu; vörpuðu þau þar allmiklu af sprengj- um, og löskuðu lítillega eitt herskip; um þrír tugir brezkra manna létu lif sitt i þessari ó- svifnu árás; að minsta kosti þrjú þýzk loftför voru skotin niður i þessari viðureign. Ekki létu Þjóðverjar sér þetta að kenningu verða, heldur sendu þeir aðra loftflotafylkingu til hinna sömu stöðva daginn eftir, og skemdu þá annað herskip “The Iron Duke.” Manntjón varð ekkert af Breta hálfu að þessu sinni. Lávarður Chatfield skýrði frá atburðum þessum í lávarða- deildinni á þriðjudaginn, og lét þess jafnframt getið, að í þessari seinni árás hefðu Þjóð- verjar mist eina af flugvélum sínum, er skotin var niður og brann til kaldra kola með allri áhöfn. -f -f FREGNIR FRÁ OSLO Símað er á mánudaginn frá Oslo, að norskir fiskimenn hafi þá um daginn orðið sjónarvottar að fast sóttri sjó- orustu í Norðursjónuin milli brezkra og þýzkra herskipa með aðstoð flugvéla á báðar hliðar; lætur símfregnin þess getið, að minsta kosti eitt þýzkt herskip hafi sokkið á sjávarbotn. Flotamálaráðherra B r e t a, Winston Churchill, lýsti yfir því í brezka þinginu á þriðju- daginn, að frá því í byrjun nú- verandi styrjaldar hafi brezki flotinn sökt 13 þýzkum kaf- bátum; kvað hann þetta nema munu að minsta kosti einum f.jórða af neðansjávarflota Þjóðverja. Verzlunarjöfnuðurinn óhagstœður Samkvæmt bráðabirgða- skýrslu Hagstofunnar nam heildarinnflutningurinn til ágústloka kr. 40,724,250, en útflutningurinn kr. 33,060,300. Verzlunarjöfnuðurinn var því 8 fyrstu mánuði ársins ó- hagstæður um 7.6 milj. kr. Á sama tíma í fyrra var verzlunarjöfnuðurinn óhag- stæður um 4.6 milj. kr. I nn- flutningurinn hefir orðið um 6 milj. kr. meiri nú en í fyrra, og útflutningurinn tæp- um 3 milj. kr. meiri. f ágústmánuði nam útflutn- ingurinn tæpum 8 milj. kr., en innflutningurinn rúmum 4 milj. kr. Batnaði þannig verzlunarjöfnuðurinn um nál. 4 milj. kr. i þessum mánuði. Síld og sildarafurðir eru langstærstu liðirnir i útflutn- ingnum þenna mánuð, eða um 5V2 milj. kr. —-Mbl. 16. sej)l. AÐALSLÁTRUN SAUÐFJÁR Aðalslátrun sauðfjár hefst allsstaðar á landinu eftir næstu helgi. Sumsstaðar er hún þegar hafin. Verð sláturafurða verður hið sama og í fyrra, því að lög (gengisbreytingin) skipa þannig fyrir. lin þar fyrir eru allar líkur til þess, að verðið til bænda hækki frá því í fyrra. í fyrra var tekið verðjöfnunargjald, 10 aurar pr. kg. af öllu dilka- kjöti, sem notað var á inn- lenda markaðinum. Gjald þetta var svo notað til npp- bótar á útflutla kjötið. Nú eru hinsvegar allar horf- ur á þvi, að verðið á útflutta kjötinu verði það hátt, að ekki þurfi að bæta það upp. Kæmi þá verðjöfnunargjaldið, að nokkru eða öllu leyti, bænd- um til góðs.—Mbl. 16. sept. KOSINN ÁN GAGNSÖKNAR Mr. J. H. Fraser, lögfræðing- ur, hefir verið kosinn gagn- sóknarlaust á fylkisþingið í Saskatchewan fyrir hönd liberal flokksins í Prince Al- bert kjördæminu. ÍSLENZKjl KARLAKÓRINN Á MOUNTAIN KEMUR TIL WINNIPEG Ráðgert er að íslenzki karla- kórinn á Mountain komi hing- að í öndverðum nóvember- mánuði og haldi hér samsöng; söngstjóri flokksins l er Mr. Ragnar H. Ragnar. Þessi ís- lenzki söngflokkur, sem telur 40 meðlimi, gat sér góðan orð- stír á júbílhátíð Dakota-ríkis, sem haldin var fyrir skömmu í Bismarck. Meðspilari karla- kórsins er Miss Kathrvn Ara- son á Mountain. Telja má víst að söngflokknum verði tekið hið bezta hér i borginni. Söngskrá verður birt síðar hér i blaðinu ásamt stað og átund þar sem samsöngurinn fer fram. Illllllllllllllllllllllllllllli;illlllli!!!ll!llliill!i;!llllllllli!llll!lllll!l!ll!!lllllllllllllll!llllllllllllllllll FRÁ ÍSLANDI !l!llllllllllllllllllllílll!lll!l!lll!ll!llllllll!llllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllll!IIIIIIIII Maður druknar við uppskipun á ólafsvik Það slys varð i ólafsvík i fyrradag að maður druknaði við uppskipun á salti úr e.s. Eddu. Maðurinn var Kristþór Sigþórsson, Péturssonar is- hússtjóra í ólafsvik. Slysið vildi til með þeim hætti, að uppskipunarbátur, hlaðinn salti, rakst á akkeris- festi skipsins og sökk þegar. Fimm menn voru i bátnuin og náðu ])eir allir í akkeris- festina og gátu haldið sér þar unz menn á skipinu heyrðu hjálparköll þeirra. Skutu þeir út báti og gátu bjargað öllum nema Kristþóri, en hann hafði þá mist tök á festinni. Veður var ágætt, er slysið vildi til. Lík Kristþórs heitins er ó- fundið ennþá, þótt slætt hafi verið í höfninni og leitað með ströndum fram. Uppskipunarbáturinn hefir uáðst upp.—Mbl. 20. sepl. -f ♦ Hundrað og þrjátiu hvalir til Súðiireyrarstöðvar Til hvalveiðistöðvarinnar á Suðureyri voru! á þessu sumri komnir 130 hvalir á mánu- daginn var. Var framleiðslan orðin um siðustu helgi um 3000 föt af lýsi. En hvalkjöt var komið þangað 450 tonn. Hefir altaf fengist markaður fyrir hvalkjötið í Noregi til refafóðurs. Hvalirnir hafa yfirleitt verið sóttir all-langt vestur í haf í sumar, þetta 100—130 mílur. En þegar svo langt þarf að sækja veiðina, er ekki hægt að nota hana eins vel eins og þeg- ar hún er nærtækari. í fyrra hættu hvalveiða- menn 1. september. En nú var ráðgert að halda veiðuin á- fram sem lengst. Er hætt við, að úr þessu sé tíð farin að spillast, svo lítið verði um veiði hér á eftir. —Mbl. 15. sept. Hreindýrin hans Matthiasar Einarssonar F'rá því var skýrt hér í vor, að örn flugmaður sótti 4 hreindýrakálfa austur á Hérað fyrir Matthias Einarsson lækni og flaug með þá vestur á Þingvallavatn. Matthías á sumarbústað ná- lægt Arnarfelli. Hefir hann sett girðingu um fellið til þess að hreindýrin séu þar geymd. Vorið 1938 lét Matthías gera tilraun til þess að ná i hrein- dýr austur á öræfum. F7n sú tilraun mistókst þá. 1 vor handsömuðu veiðimenn 5 hreindýrakálfa á öræfunum. En einn þeirra drapst, þrátt fyrir varfærna meðferð. Höfðu veiðimenn mjólk með sér, og blönduðu mjólkina að sögn þannig, að hún yrði sem lík- ust hreindýramjólk að efna- samsetningu. F'erðin með kálfana í flug- vélinni gekk vel, eins og fyr hefir verið frá skýrt. Og síð- an þeii; komu í Þingvallasveit- ina hafa þeir dafnað ágætlega. —Þetta eru 3 tarfar og ein kvíga. Eru dýrin eins gæf eins og heimagangar,) þau fá altaf mjólk. Þarf ekki annað en kalla á þá í matinn til þess að þau komi hlaupandi. Halda þau sér yfirleitt nálægt mannabústöðum enn sem komið er.—Mbl. 15. sept. Ullllllllllllllllillllllll!ll!l!llllllllllllllllllll!l!llllllllllll!l!!lllllll!lll!lllllllllll!llll!>llll!!llllli!!l Ur borg og bygð lllli|llllill!illllllllli:!!!llllllllllllllllllllll!!llllllll!lll!l!!llllllllllllí!lllllllílll!lllllllllllllllllllllllll Mr. G. A. Williams, kaup- maður frá Hecla, Man., kom til borgarinnar á þriðjudags- kvöldið ásamt frú sinni og tveimur börnum; dvelst fjöl- skyldan hér i borg fram yfir næstu helgi. + Jóns Sigurðssonar félagið, I.O.D.E., þakkar hér með vin- samlegast þeim öllum, er stuðluðu að þvi að hið árlega “Tea” félagsins i Eaton’s As- sembly Hall á laugardaginn var, yrði eins arðvænlegt og raun varð á. * Siðastl. þriðjudagsmorgun lézt að heimili sínu 606 Alver- stone Street hér í horginni, Mr. Matthías Einarsson, er verið hafði tollþjónn hjá C.P.R. Ex- press í 32 ár; prúður maður i fasi og hvers manns hug- ljúfi^ hann var sextugur að aldri, og kom af íslandi 15 ára gamall. Mr. Einarsson var dyggur meðlimur Fyrsta lúterska safnaðar í 40 ár; hann lætur eftir sig ekkju á- samt þrem dætrum og tveim sonum; er annar sonurinn i New Zealand. útför Mr. Ein- arssonar fer fram frá Mordue Bros. F'uneral Home í dag, fimtudag, kl. 3.30 e. h. Séra Valdimar J. Eylands jarð- syngur með aðstoð Rev. Andrew Elliotts.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.