Lögberg - 19.10.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.10.1939, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER, 1939 3 Klettafjöll og Kyrrahaf Efti-r Sig. Júl. JóhnnneSson * * (Framh.) Eg hefi farið nokkrum orð- um um Kyrrahafsströndina og fólkið en lítið sagt um Kletta- fjöllin. En eg hefi orðið var við að marga langar til að fræðast eitthvað um þau. Þeir sem aldrei hafa séð þau, vita eðlilega lítið um þau annað en það, að þau eru fjarska stór fjöll, Nú er það vitan- lega býsna ófullkomin lýsing á einhverju, þó sagt sé að það sé stórt. Eg ætla því að rita dálítinn kafla — nokkurs konar ábæti um Klettafjöllin. Ekki svo að skilja að eg þyk- ist geta skapað trúa og full- komna mynd af þessum fjöll- um, svo að þeir, sem ekki hafa séð þau, horfi á þau í huga sínum og sjái þau eins og þau eru; langt frá. Hitt ætti að1 vera mögulegt að lýsa þeim svo, að þau yrðu litið eitt glöggari en áður þeim, sem ekki hafa séð þau; segja eitthvað, sem hugmynd geti gefið um stærð fjallanna og tilveru þeirra, útlit þeirra, svip og einkenni. Hefði einhver sagt mér ])að á íslandi að þar væru engin stór fjöll til í samanburði við fjöllin i Canada, þá hefði eg verið sannfærður um að sá hinn sami væri argasti lygari. Mér fanst sem hvergi á jarð- ríki gætu verið stærri fjöll en á íslandi. En stærstu fjöllin heima eru eins og dvergar hjá risum, þegar þau eru borin saman við Klettafjöllin. Árið 1930, þegar brezka læknafélagið hélt ársfund sinn hér í Winnipeg gaf læknafé- lagið í Canada út bók, sem heitir: “The Book of Canada.” Eg hefi nýlega lesið kafla i þessari bók, sem heitir: “Jarð- fræði Canada.” Sá kafli er eftir A. P. Coleman fyrverandi prófessor í jarðfræði við há- skólann i Toronto. Sökum þessa lesturs var það hægra fyrir mig að taka eftir ýmsu i sambandi við Klettafjöllin, því próf. Coleman hefir svo mikið og margt um þau að segja. En áður en eg legg á Klettafjöllin langar mig til að segja hér sögu, sem margir vita, en nllir Canadamenn ættu að vita; frá henni er einnig sagt i þessari bók; hana segir W. Stewart Wallage, M.A. Hún er svona: “f desember- mánuði árið 1866 var fundur haldinn í Westminster Palace hótel i Lundúnaborg; voru þar mættir fulltrúar frá Can- ada til þess að ræða um stjórnarskrána. Skoðanir urðu skiftar um það hvað kalla ætti landið. Sumir vildu kalla það nýlendu; aðrir konungs riki, o. s. frv. Einn fulltrú- inn var Sir Leonard Tilley frá New Brunswick. Það var sið- ur hans að lesa altaf kafla í biblíunni áður en hann sofn- aði; hann valdi aldrei kafl- ann heldur lét bókina opnast hvar sem hún vildi og las það sem augað fyrst festist á. Þetta kvöld hitti hann á 72. sálm Davíðs og þar stendur þetta: “Og hann skal ríkja frá hafi til hafs, frá Fljótinu til endimarka jarðar.” Á ensku er það svona: “He shall have dominion also from sea to sea, and from the rivervunto the ends of the earth.” Þarna þóttist Tilley hafa fundið nafn, sem við ætti — “dominion,” og þeir féllust allir á það, eftir því sem sagan segir.— Klettafjöllin sjást í fjarska ef heiðskirt er veður hér um bil 60 milur áður en komið er til Calgary. Jörðin hefir verið í miljónir ára að myndast, og Canada er jarðfræðilega eitt af allra elztu löndum heimsins. Nátt- úran hefir oftast verið hæg- fara við þetta mikla verk. Á vissum stöðum hefir hún myndað fastar undirstöður og svo hlaðið ofan á þær einu laginu eftir annað. Seint á þessu byggingar- eða sköpun- ar timabili myndaði hún nokkurs konar krítarlag yfir meginhluta allrar Vestur-Can- ada, og var það lítið eitt hærra en sjávarmál. Yfir þessu þessu geysimikla flatlendi var grunt vatn; náði það yfir alla Vesturálfuna sunnan frá Mexi- co og norður að fshafi; þetta vatn var svo grunt að í því og upp úr því óx víða alls konar gróður. Stórvaxin dýr sem Dinosaurus nefndust skriðu og busluðu i þessu grunna vatni. Svo telzt jarð- fræðingum til að 50,000,000 ára séu liðnar siðan þau voru ráðandi verurnar á jörðinni, ef svo mætti að orði komast; en svo telst til að ríki þeirra hafi varað í 150,000,000 ára. Frá Kvrrahafinu blésu heit- ir vindar, sem smátt og smátt þurkuðu upp þetta grunna vatn. Lífsskilyrðin hurfu fyrir þessi stóru dýr og þau dóu smátt og smátt, huldust þau i sandi og loksins eru engar leifar eftir af þeim nema beinin. Það vill svo til að Red Deer áin í Alberta rennur um það svæði sem beztur var -bústað- ur þessara geysistóru dýra. Þessi á er 300 mílna löng frá upptökum sínum í fjöllunum þangað til hún rennur saman við Suður-Saskatchewan ána. Hún hefir grafið sér 400 feta djúpan dal. í Red River daln- ,um er svo mikið af beina- grindum þessara stóru dýra, að jarðfræðingar og aðrir vís- indamenn koma þangað hóp- um saman úr öllum áttum til þess að safna beinagrindum og öðrum minjum, ýmist fyrir hönd merkra háskóla og safna hér í landi og annarsstaðar, eða fyrir sjálfa sig í því skyni að selja það út um allan heim. Af þeSsum ástæðum er Red Deer áin í Alberta heimsfræg. Þessi hluti Canada er með allra merkustu stöðum, sem lil eru, því þar er rekin stöðug rannsókn með miklum árangri til þess að skýra og skilja breytiþróunina. Fyrir mörg hundruð þúsund árum hafa átt sér stað elds- eða hitaumbrot í iðrum jarð- arinnar eins og það er kallað. Þá hafa orðið svo geysimiklir jarðskjálftar að yfirborðið hefir hafist upp sumstaðar lit- ið eitt, en sumstaðar í himin- háum öldum; sumstaðar hefir yfirborðið sprungið og jarð- lögin hallast; á öðrum stöð- um hafa þau hrunið á vissum svæðum. Klettafjöllin eru var- andi vottur þessara umbrota; þau hafa fæðst á þennan hátt Til þess að gefa örlitla hug- xnynd um það hversu stórkost- Ieg þessi fjöll eru má geta þess að í þeim eru yfir 600 tindar 6,000 feta háir, 300 tindar 7,000-10,000 feta háir, 160 tindar 10,000- 12,000 feta háir og fjórir yfir 12,000 feta háir. Hæsti fjallstindur i Canada heitir Mount Logan og er 20,000 feta hár. Til þess að hægra sé að njóta útsýnisins á ferðinni um Klettafjöllin, eru opnir vagnar í lestinni með þægilegum sæt- um; þangað þyrpist fólkið og getur horft þaðan i allar áttir. Þegar komið er vestur fyrir Calgary, fer lestin eftir Bog- árdalnum (Bow River), ýmist sunnan árinnar eða norðan yfir meira en 120 mílna svæði. Er þessi á með allra stærstu vatnsföllum í Vesturheimi. Hún rennur út i Saskatchewan ána og með henni í Winnipeg- vatn. Hér um bil 22 mílur fyrir vestan Calgary byrja fjöllin; heitir fyrsta járnbrautarstöðin í þeim að austan Cochrane, en frá þeirri stöð til síðustu stöðvarinnar í fjöllunum, sem Mission heitir, eru 600 mílur, og er fljótasta ferð yfir fjöllin 23 klukkustundir. Fjörutiu mílur fyrir vestan Calgary er stöð, sem Morley heitir. í því héraði býr flokk- ur Indiána, sem “Steingerv- ingar” eru kallaðir (Stoney Indians). Voru þeir fyr meir afar illvígir og herskáir, en eru nú hinir mestu friðsemdar-, dugnaðar- og iðjumenn. Til er fjöldinn allur þjóðsagna, seiu skapast hafa af hjátrú og hindurvitnum meðal þess- ara Indíána. Örnefnin segja þessar sögur að nokkru leyti. Þær eiga flestar upptök sin í héruðunum kringum stóra fossa, sem Kananaskis heita og eru í Bogánni. Alla hliðina i þeim hluta dalsins hugsuðu Indíánar sér eins og heljar- stóra veru i mannslíki, sem sé hálfliggjandi og hálfsitjandi. Er þessi vera verndarvættur héraðsins og fólksins, sem i því býr. Örnefndin i hlíðinni eru öll í samrwmi við Jxessa sögu; þau tákna hvert um sig einhvern vissan lim eða lík- anxshluta hins rnikla verndara. Þar eru t. d. “ölnbogahæðir,” Hnéhæðir,” “Handhæðir,” “Höfuðhæð” og “Brjósthæð.” Þegar allar þessar og fleiri hæðir eru skoðaðar samtímis og hver í vissri afstöðu til annara, mynda þær heilan lík- ama, sem Indíánarnir hafa séð í huga sínum íueð augum í- myndunaraflsins. . Jafnvel ferðamaðurinn, sem gys gerir að þessum barnalegu hugsunum, getur tylt saman öllum þessum limum í huga sér og horft á hinn mikla jötun eða verndarguð þeiria Indíánanna, þegar honum eru sýndar hæðirnar, sögð ör- nefnin og skýrðar sögurnnr. Sálarlíf hins rauða manns er ekki eins snautt og fáskrúð- ugt og margir halda. Þeir eiga margar merkilegar sagnir, sein geymast og ganga mann frá manni alveg eins og sögurnar okkar gerðu á íslandi í gamla daga. Væri þar djúpur og auðugur brunnur úr að ausa fyrir einhvern, sem vildi leggja fyrir sig að skrifa merkilega bók og fróðlega um hið and- lega líf Indíánanna. Svo telst til að þessir Stein- Indíánar séu milli 300 og 400 alls; þeim fækkaði mjög um tíma, en er heldur að fjölga aftur. f Morley, sem er dálítill bær mitt á milli Calgary og Banff (fjörutíu mílur vestur frá Calgai-y og 40 austur frá Banff) halda þessir Indíánar nokkurs konar hátíð á hverju sumri; er það kölluð Indíána- hátíðin og talin mesta hátíð sinnar tegundar í Norður- Ameriku. Halda þeir glæsi- lega skrúðför á hverjum morgni meðan hátíðin stend- ur yfir; sumir ríðandi og aðr- ir gangandi. Eru bæði menn og skepnur hlaðin svo marg- breyttu skrauti að ekki verð- ur með orðuin lýst. Sézt þar alls konar handaverk, sem lýsa hinni mestu list og ná- kvæmni, smekkvísi og hugviti. Sjötíu mílur fyrir vestan Cal- gary sjást háir steindrangar í þyrpingu, mjóir og beinir. Er það stuðlaberg, sem staðist hefir allar árásir náttúrunnar þó alt annað hafi skolast burt umhverfis það. Þessir drang- ar eru sumir tiu mannhæðir; eru þeir nefndir “Hoodoos” eða skripildi. Skamt þaðan sjást þrír háir tindar í röð, sem líta út alveg eins og horft sé á vangann á þremur kon- um; enda heita þessir tindar “Systurnar þrjár.” Hæsti tindurinn er um 10,000 fet. (Framh.) $usme0s anb DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only j Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba & $ ^ ÖLaibs Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 !dr. b. j. brandson 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. ; Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUIL.DING Cor. Portage Ave. og Snoith St. PHONE 26 545 ' WINNIPEG DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViStaistlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi 22 251 Heimilissími 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 Dr. S. J. Johannesson 806 BROADWAY Talsimi 30 877 • Viðtalstlmi 3—5 e. h. DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdóma. Viðtalstlmi 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofusími 80 887 Heimilissími 48 551 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœðingur 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sl bezti. Ennfremur selur hann ailskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimiljs talslmi 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG • Pœgilegur og rólegur bústaður 1 miðblki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Ouests

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.