Lögberg - 19.10.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.10.1939, Blaðsíða 5
5 Samkvæmt áætlunum, sem árlega eru gerðar um slátur- fjártölu, mun í haust verða slátrað um 42 þúsundum í Reykjavík og Hafnarfirði á veguin Sláturfélags Suður- lands. Er það nokkru minna en meðalslátrun, en trúlegt. að raunverulega verði nokkru færra slátrað en gert hefir ver- ið ráð fyrir. í fyrra var alls slátrað 44,500 kindum í Reykjavík og Hafnarfirði. Aðalslátrunin hér í Reykja vík hefst upp úr miðri vik- unni.—Tíminn 19. sept. Mrs. Sigríður J. Sigurðsson A HOFI í ÁRDALSBYGÐ F. 19. ágúst 1855 D. 23. sept., 1939 * “Móðnrást hve þinn nuðnr er öllu fegri og betri.” (Hulda) Mrs. Sigríður J. Sigurosson Þessi landnámskona úr hópi frumherja andaðist, sem að ofan er getið að heimili dótt- ur sinnar, Mrs. E. Thorvalds- son í Selkirk, Man., eftir að hafa þjáðst lengst af, frá þvi á útlíðandi vetri, mun hjarta- sjúkdómur hafa verið bana- mein hennar. — Foreldrar hennar voru Jón Plétursson og Helga Þorsteinsdóttir; hún ólst, upp á Litlu-Brekku i Borgarfirði syðra og var el/.t systkina sinna; hún dvaldi á þeim stöðvum til þroskaald- Urs. Árið 1875 giftist hún Sigurði Hafliðasýni Sigurðs- sonar, ættuðum af Suðurlandi. Þau bjuggu á íslandi til árs- ins 1887, en fluttu þá til Kan- ada; sitt fyrsta dvalarár hér, Voru þau í Winnipeg, en fluttu svo til Nýja íslands, og eftir þriggja ára dvöl i héraðinu, keyptu þau Hof, og bjuggu þar jafnan síðan. Sigurður dó 5 apr. 1925, eftir þjáningar er varað höfðu um eins árs bil. Höfðu þau hjón þá átt 50 ára samfylgd í hjónabandi. Þeim varð tólf harna auðið, of þeim eru sjö dáin, en á lífi eru: Magmis, bóndi á Hofi, kvæntur Leta (f. Sando). Guðrún, gift Einari Thor- Valdssyni, Selkirk, Man. Elías Sæmundur, kvæntur Jessie (f. Wilson), Árhorg, Man. Ktristin, Mrs. Aikenhead, Winnipeg. Dýrleif, gift ,T. Oddleifssyni, Winnipeg. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÖBER, 1939 Barnabörn hinnar látnu eru tólf á lífi. — Af systkinum Sigríðar eru þessi á lífi: Jón og Guðm. Borgfjörð, bænd- ur í grend við Árborg; Mrs. S. Landy, Baldur, Man. og Mrs. Sesselja Harpell, Winnipeg. Eins og þegar er að vikið voru hjónin á Hofi i hópi fyrstu frumherja hér um slóð- ir; þau, ásamt Borgfjörðs- bræðrunum, Gesti Oddleifs- syni og öðrum fleiri, voru um nokkur ár vestustu búendui* í hinni víðlendu Geysisbygð, þá var Árdalsbygð enn ónumin og “No-mans-land.” Sigríður á Hofi þekti því ásamt manni sínum og börnum hin hörðu kjör landnemalifsins, meðan að segja mátti að enn væri kyr- staða í sveitum Nýja íslands og lífsbaráttan var hörð og oft vonlítil. Böinin urðu mörg, heimilið þungt, og barnadauði svarf nærri henni. En atorka og iðjusemi hennar var mikil, framsóknarvilji og hagsýni fóru saman hjá henni og manni hennar, og nutu þau aðstoðar efnilegra barna sinna er þau þroskuðust. Sigríður átti mjög góða greind, mikið líkamsþrek, trausta skapgerð og sterkan vilja að vöggugjöf. Allur hálfleikur var henni mjög fjærri skapi, hún var á- kveðin til meðhalds eða mót- stöðu. Trygglyndi við vini og hugsjónir og loforð var henni eðlileg. Hún elskaði trú og kirkju feðra sinna, og studdi hana æfilangt, með mikilli trúfesti; var meðal stofnenda Árdalssafnaðar, og á fyrri ár- um starfandi í sunnudaga- skóla, en fylgdist ávalt af al- hug með málum safnaðar sins, og bar heill og heiður andlegu málanna mjög fyrir brjósti, ti hinztu æfistunda. — Að sögh kunnugra var hún mjög hagvirk og léku verk i höndum hennar, og iðjusemin hin sama, eins lengi og kraft- ar entust. Börnum sínum var hún hvorttveggja í senn, góð- ur félagi og umhyggjusöm og góð móðir, er krafðist mikils af þeim, sem hún unni, eins og hún einnig var kröfuhörð við sjálfa sig. Hin síðari ár dvaldi hún oftast hjá Guðrúnu dótt- ur sinni, en einnig hjá hinum dætrum sínum og sonum, einkum að sumri til; bandið ér tengdi börn og móður var jafnan mjög traust. Hún naut góðrar aðhjúkrunar á heimili dóttur sinnar og and- aðist þar, sem að ofan er um getið, treguð af börnum sin- um, tengdafólki og afkomend- um, sem að öll voru mjög elsk að henni, — og hún ávalt bar fyrir brjósti. Kveðjuathöfn fór fram í Selkirk þann 27. sept. undir umsjón séra B. A. Bjarnason- ar, í fjarveru séra Jóhanns Bjarnasonar. Fjölmenn út- för fór svo fram næsta dag, frá kirkju Árdalssafnaðar í Árborg, að viðstöddum börn- um hinnar látnu, flestum barnabörnum hennar og tengdafólk i, f jölmennu frændaliði og fornum sam- herjum, ep kvöddu með sökn- uði hana, sem heim var kvödd frá stóru æfistarfi er vel og dyggilega hafði verið af hendi leyst. S. ólafsson. yyyyVVVVyVVWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWs DAY SCHOOL EVENING SCHOOL ESTUDY MANITOBA By one of these three methods every young man or woman can obtain a business training. Circumstances must\ietermine which one is most suitable. Our DAY SCHOOL is almost filled to capacity and early enrolment is necessary to avoid having to wait. EVENING SCHOOL is held every Monday and Thursday from 7:30 to 10 p.m. Fees are $5.00 a month for any combination of subjects. HOME STUDY students can take any subject or full course, right in their own home by mail. Ask for our HOME STUDY bulletin. CIVIL SERVICE—You can train for the Civil Service either in school or at home. The MANITOBA has led all other institutions in the successes of its students in Federal Civil Service Examinations. COMMERCIAL % COLLEGE 5 Most spacious accommodation per student in Western Canada ^ 334 PORTAGE AVE. 4th Door West of Eaton’s ^ President: F. H. BROOKS, B.A., S.F.A.E.. S.F.C.C.I. Phone 2 65 65 ^ MAAMAAWAMAAMMMAAAAAAMWAAAAAAAAAMAAAAAAAAMA . && K.'T Sýnið að yður sé ant um þau

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.