Lögberg - 19.10.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.10.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER, 1939 -----------Iö8t)£rg---------------------- Gefið út hvern íimtudag af THE COLiUMBlA PKESS, UiMlTKO «95 Sargeiit Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LUGBEKG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fjTirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Uimited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Konungaátefna í Stokkhólmi og Finnland Fyrir atbeina Gústafs Svíakonungs, sem nú er kominn yfir áttrætt, stendur yfir fundur norrænna þjóða í Stokk- hólmi; auk hins aldurhnigna konungs Svíanna, eru mættir á fundi þessum Kristján hinn tíundi, konungur Danmerkur og fslands, og Hákon Norðmanna konungur; af hálfu Þúsund vatna landsins, eða Finnlands, situr fundinn forseti hinnar finsku þjóðar; utanríkisráðherrar hlutaðeigandi fjögurra þjóða, eiga og sæti á fundinum. Ekki verður finska þjóðin réttilega talin norræn þjóð; meirihluti hennar er slafneskur; sænski minnihlutinn hefir þó engu að síður jafnan átt hlý ítök í hjörtum hinna norrænu þjóða; enda svarið sig glögt í ætt; Ijóð Runebergs eru enn á hvers manns vörum, og margt fleira fagurra óma hefir bergmálað frá ströndum Finnlands vítt um heim; má þar meðal annars tilnefna strengleika Sibelíusar. Þetta er í annað sinn sem núverandi Svíakonungur kveður til móts norrænna þjóða á styrjaldartimum, því hann gerði það einnig í heimsstyrjöldinni miklu frá 1914. Fundur sá, sem nú stendur yfir í Stokkhólmi, snýst vitanlega mestmegnis um varúðarráðstafanir og sameigin- leg hagsmunamál hinna norrænu þjóða vegna núverandi Norðurálfustyrjaldar; grípur þetta svo að segja inn í líf allra þjóðanna jafnt; þær eiga allar að meira og minna Ieyti efnalega afkomu sína undir erlendum markaðssamböndum; allar hafa þær þegar sætt þungum búsifjum af völduin þýzkra kafbáta, er sökt hafa fyrir þeim einu vöruskipinu af öðru; hafa Svíar og Finnar þó verið einna harðast leiknir í þessum skilningi. Sem einungis eitt dæmi þvi til sönnunar hversu alvarlegt ástan/iið er meðal hinna norrænu þjóða eins og sakir standa, má geta þess, að Danir hafa tapað sem svarar tveim miljónum króna á dag fyrir þá sök að þeim hefir ekki orðið það kleift, að koma megin framleiðslutegundum sinum til markaðar á Bretlandi, svo sem reyktu svínakjöti og smjöri. Ofan á allan þann óvina- fagnað, sem frá kafbátum og ótryggum siglingum stafar, bætist svo hin samvizkulausa landránsstefna Kommúnism- ans rússneska, sem á hálfum mánuði eða svo, hefir hnept í efnahagslegan þrældóm Esthoníu, Latviu og Lithuaníu, og nú siðast reiðir loðna villimensku loppu að hinu finska lýðveldi; þessar aðfarir hinna siðustu og verstu tíma, hafa af eðlilegum ástæðum vakið megnan óhug meðal norrænna þjóða; þykir þeim, sem von er til, nærri sér höggvið sé stofnað til fjörráða við frelsi og sjálfstæði Finnlands; hafa Svíar og Norðmenn styrkt mjög vajnarvirki sín undanfarnar vikur vegna atfara Stalins meðal baltisku þjóðanna; erind- reki af hálfu finsku stjórnarinnar sat fund með þeim Stalin og Molotoff um síðustu helgi; og þó enn sé eigi vitað að fullu um kröfur Rússa gegn Finnum, þá staðhæfa blaða- og útvarpsfregnir, að þær muni vera næsta strangar; fylgir það sögu, að þeir krefjist þess af Finnum að fá Álandseyjar til fullra yfirráða; fullyrt er að Finnar hafi ekki séð sér fært að ganga að slikum afarkostum, en hafi á hinn bóginn verið tilleiðanlegir til þess að selja af hendi við Rússa tvær eða þrjár eyjar í Finska flóanum, er nota mætti til herskipa- stöðva; finska þjóðin er öll undir vopnum, staðráðin í því að verja frelsi sitt í lengstu lög ef i það versta slæst, þó við ofurefli sé að eija. Vera má að eitthvað kunni að greiðast fram úr þessari flækju áður en langt um líður þó viðhorfið sé óneitanlega tvísýnt og óráðið um pólitiskt veðurfar.— Svo mikinn góðhug á Finnland vitt um heim; meðal annars í Bandaríkjunum, að Roosevelt forseti skarst í leik- inn, og fór þess persónulega á leit við Stalin, að hann þröngvaði á engan hátt þannig kosti hinnar finsku þjóðar, að sjálfstæði hennar yrði hætta búin; um undirtektir við málaleitun Mr. Roosevelts er ófrétt enn.— Konungastefnan í Stokkhólmi fer vafalaust að fordæmi Roosevelts forseta, og krefst þess af Stalin að hann láti Finnland í friði, þó liklegt megi telja, að hann og hinir marglitu fylgifiskar hans skelli við því skollaeyrum, því við fáu góðu má búast úr þeirri átt; ekki hvað sízt eftir faðmlagið við Hitler og djöfulæði Fasismans þýzka. Líknarsamlag Winnipegborgar h'rá 23. þ. m. til þess 31., að báðum meðtöldum, fer fram hér í borg hin árlega fjársöfnun Líknarsamlags Win- nipegborgar, The Federated Budget. Það liggur í auguin uppi, að eins og nú hagar til með þjóð vora í stríði, þá fari hugurinn af eðlilegum orsökum víða, því óneitanlega verður í mörg horn að líta. Engu að síður ber oss að taka karl- mannlega sérhverju því, er að sendi ber, og leggja marg- augna rækt við þá fórnar- kend sem hverjum heillyndum manni er í brjóst lagin; því meir, sem á þolrifin reynir, þess sterkari og ómótstæði- legri verður krafan um mann- dóm og þrek. Þær stofnanir, sem Líknarsamlag Winnipeg- borgar fyrir atbeina almenn- ings styður, eru tuttugu og sex 1 alt; þær eru allar saman óhjákvæmilegar mannúðar- stofnanir, sem fyrir brjósti bera velfarnan þeirra, ungra sem aldinna, er af óviðráðan- legum ástæðum hafa borið skarðan hlut frá borði, og þarfnjast ^iðsinnis. Minnist þess þegar að fjársöfnuninni kemur, áð þó enn gangi ýmsir fram hjá særðum bróður eins og í fornri tíð, þá er þó hinn miskunrisami Samverji enn á ferð mitt á meðal vor, og vis- ar oss veginn. Frá Islandi Næsta vika er 22. vika sum- ars og fara þá fram smala- menskur og réttahöld i öllum héruðum landsins. Munu skilaréttir alls vera nær 200 í landinu og nær allar haldnar 16.—22. september. Langsam- lega víðast er réttað í fyrri hluta næstu viku, en sumstað- ar þó þegar i lok þessarar viku, til dæmis sumstaðar í Þingeyjarsýslu. Hér suðvest- an lands, f Gullbringu- og Kjósarsýslu, Borgarfjarðar- sýslu og Árnessýslu, eru fyrstu skilaréttir í næstu viku frá mánudegi til fimtudags. Fjall- leitir eru þegar hafnar, þar sem leita skal fjarlæg og víð- lend afréttarlönd, svo sem er hjú þeim, er eiga leitir inn til öræfanna. Munu fyrstu fjall- leitarmennirnir hafa lagt af stað í göngurnar nú um helg- ina, á laugardag eða sunnu- dag. Koma þeir aftur til bygða að viku liðinni. Á Arnarvatns- heiði reka Borgfirðingar, Mið- firðingar, Yatnsdælir og Víði- dælir saman til sundurdráttar við Réttarvatnstanga á laug- ardaginn, áður en þeir halda til bygða með safnið. Hófust leitir þar um helgina. + Varðmenn þeir, sem verið hafa í sumar við fjárgæzlu í óbygðum, á Holtamannaaf- rétti, Kili og á afréttunum norðan aðalhálendisins, munu hætta vörzlu innan skamms, að afstöðnum fjallleitum. Bygðavarzlan heldur hins veg- ar áfram og fer það eftir tíð- arfari, útbreiðslu mæðiveik- innar og öðrum kringumstpeð- um, hve lengi fram eftir haust- inu er þörf á varðmönnum þar. * Hvalveiðarnar eru enn stundaðar af fullum krafti og er fyrirhugað að halda þeim áfram fram eftir þessum mán- uði, ef afli bregst ekki og veð- urfar ekki hamlar sjósókn. Um þetta leyti í fyrra var hvalveiðunum hins vegar lok- ið o& virðist sæmileg afla- brögð ætla vara lengur fram eftir haustinu í ár. I gær voru hvalveiðaskipin búin að veiða 130 hvali í sumar, en í fyrra sumar fengust 147 hval- ir. Við þennan samanburð er þó þess að gæta, að veiði- farir hófust um mánuði síðar í sumar heldur en í fyrra, svo að sé miðað við lengd veiði- tímans er aflafengur síður en svo lakari nú. + Kvenfélagasambandið vest- firzka hélt aðalfund sinn á Suðureyri við Súgandafjörð síðastliðinn föstudag og laug- ardag. Var þetta tíundi aðal- fundur sambandsins. Ellefu konur sátu fundinn í umboði sex félaga. En alls eru í sam- bandinu tíu félög með 485 fé- lagskonum. Rætt var um hús- inæðrafræðslu, heilbrigðismál, garðræktarmál, áfengismál og tóbaksneyzlu, framleiðslu fegr- unarefna og margt fleira. + Tíminn hefir fengið upp- lýsingar um laxgöngu í Elliða- árnar i sumar hjá Ágúst Guð- mundssyni eftirlitsmanni raf- magnsstöðvarinnar við Elliða- árnar. Er laxinn, sem í ána gengur, allur veiddur í kistu neðan við stöðvarhúsið og meginhluti hans fluttur upp fyrir stífluna, svo að hann geti óhindrað haldið þar á- fram göngu sinni. Þetta sum- ar reyndist annað mesta lax- árið siðan árnar voru virkj- aðar og varð þó laxmergðin eigi jafn mikil og likur bentu til um skeið. AIls gengu 2200 laxar í kistuna. Laxagangan varð mjög endaslepp í sumar og hætti laxinn að mestu að ganga í árnar í lok júlímán- aðar. Komu eigi nema 30— 40 laxar í kistuna eftir það. Orsakir þessa eru taldar þær, hve árnar voru vatnslitlar og vatnið í þeim hlýtt og tært. , —Tíminn 12. sept. í þangmjölsverksmiðjunni í Hveragerði er í sumar búið að vinna um 80 smálestir af mjöli og verða enn unnar 20— 30 smálestir áður en vinslu verður hætt í haust. í fyrra voru frainleiddar um 130 snlá- lestir í verksmiðjunni og voru þær birgðir allar uppseldar áð- ur en vinsla hófst að nýju í vor. Keyptu Mjólkurfélag Reykjavikur og Samband ís- lenzkra samvinnufélaga meðal annarra talsvert af þangmjöl- inu í fóðurblöndur. Ýmsir ein- staklingar keyptu og mjöl frá yerksmiðjunni. Bændaskólinn á Hvanneyri keypti sjö siná- lestir þangmjöls og var ekk- ert eitt heimili jafn stórtækt í mjölkaupunum. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið hjá Steingrími Stein- þórssyni búnaðarmálastjóra, mun þangmjölið vera mjög hentugt til íblöndunar eggja- hvíturíkum fóðurbæti eins og síldarmjöli. — Þangið, sem notað er til vinslunnar, hefir verið skorið á skerjunum við Stokkseyri. Hófst þangskurð- urinn í sumar um miðjan júnímánuð. En samkvæmt rannsóknum sem Norðménn hafa framkvæmt á sjávar- gróðri við Noregsstrendur, er þangið frjóast að næringarmikl um efnuni að sumrinu og haustinu. Áður en þangið er flutt til verksmiðjunnar, er það látið síga dálítið og þorna, en er síðan fullþurkað uppi í Hveragerði við hverahita. All- mikið hefir þegar borist af pöntunum í framleiðslu þessa árs, enda aldrei meiri ástæða en nú til að nota sem bezt þau fóðurefni, er fást í landinu sjálfu. —Tíminn 14. sept. Eaton’s for Men’s Underwear! Britannia Combinations Light all-wool. Short or long sleeves with ankle length legs. stto 50 $3.75 Eatonia All-Wool Combinations Medium weight, their all-wool yarns givé real comfort. Full- fashioned. Natural shades. 5„..$4.50 Turnbull’s All-Wool Combinations Knit from soft, botany all-wool yarns—full l'ashioned. Long sleeves, ankle lenth legs. Sizes 3(í tn 44 $6.95 CHld $8.50 —Men’s Furnishings Section, The Hargrnve Shops for Men, Main Floo-r <*T. EATON C<2«™

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.