Lögberg - 19.10.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.10.1939, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER, 1939 R | Leyndarmálið í turninum j Eftir ANTHONY HOPE SÍIIIII!lll!lllllllllllllllllllll!!lllllllllll>llll!llllllllll!ll!llllllll!IIIIIIIHHII!!l!llllllllllllllllllllllllll!lllllllllllillllUIIIUII!!lil!lllllllllllllllllll!lll!ll!!iillll]l Mary gat ekki staðist gegn þessari áfrýjun; það gat naumast verið skylda hennar, og vissu- lega var það ekki eðli hennar. Angur hennar var alls ekki gegn gamla Mr. Saffron, aumingjanum, er þjáðist af aumkunarverðri blekking um tign sína og göfgi, sem þó einnig nú hafði hrunið í rústir, með þvínær eins sorglegum hætti eins og henti hans eigin vit. Hvílík kaldhæðni var ekki nú hans óða eftirherma göfginnar! “Eg skal koma, Mr. Beaumaroy, með því skilyrði að þér látið mér hreinskilnislega og að fullu í té allar upplýsingar, sem eg eins og læknir Mr. Saffrons hefi rétt til að spyrja um og fti.” “Eg skal segja yður alt, sem eg um hann veit, og um sjálfan mig líka.” “Yðar athafnir og — eða —- staða, kemur mér aðeins við að svo miklu leyti sem hún snertir Mr. Saffron.” “Svo sé það. Komið aðeins sem fyrst, og hafið með yður eitthvað af því, sem orðið getur til bóta manni, sem þjáist af hjartabilun.” Mary fór inn í skrifstofu sína og kom að vörmu spori aftur með læknistöskuna. “Eg skal ná út bilnum,” sagði hún. “Þó eg viti, að það taki ögn lengri tíma, þá vildi eg spyrja hvort þér hafið nokkuð á móti því að ganga? Hann verður altaf órólegur þegar vögnum er ekið að húsinu; heldur að komið sé til að sækja sig. I hvert sinn, sem keyrt er um veginn, æsist hann og hefir auga á því hvort stanzað sé. Og þegar yðar vagn stanzar—” Hann þagnaði og ypti öxlum. Nú var það sem Mary fann í fyrsta sinn til sárrar meðaumkunar. Aumingja gamli maður- ínn! Að hugsa sér það, að hann skuli lifa við þetta! Og umferðin, jafnvel af hermanna-vögn- um, hafði verið svo mikil um heiðarg'ituna. “Eg skil þetta. Við skulum leggja strax af stað. Þér komuð sjálfur gangandi, geri eg ráð fyrir?” “Eg hljóp,” sagði Beaumarpy og gerði nú fyrst tilraun til að brosa, er hann þurkaði svit- ann af enni sínu með handarbakinu. “Eg er ferðbúin, Mr. Beaumaroy,” sagði Doktor Mary. Þau gengu samhliða þegjandi fullan helming leiðarinnar. Svo hóf Beaumaroy máls og sagði: “Hann var ákaflega æstur — með versta móti — þegar hann fór inn í húsið. Eg varð að haga mér í öllu eftir geðþótta hans; það var hið eina, sem eg gat gert fyrir hann. Svo varð hann ákaflega þreytulegur, eða eimS' og féll saman, og eg fékk hann til að fara í rúmið. Eg vona að við komum þar að honum, þó eg viti það nú ekki. Hann slepti mér burt aðeins með því skilyrði, að eg skildi við turnhurðina ólokaða, svo að hann gæti farið þangað inn, ef hann vildi. Hafi hann gert það, er eg hræddur um, Dr. Arkroyd, að þér fáið kannske að sjá eitthvað — jæja, eitthvað fremur undarlegt.” “Alt slíkt heyrir til verkahring mínum.” Þögn féll aftur á milli þeirra, þangað til í daufa mynd Turnhússins grylti gegnum nætur- húmið. Beaumaroy yrti aðeins einu sinni á föru- naut sinn áður en þau komu að garðshliðinu. “Ef hann skyldi nú vera rólegri,” mælti hann, “vona eg að yður finnist ekki nauðsynlegt að segja honum, að yður gruni nokkuð óvanalegt.” “Hann mun vera pukursgjarn?” “Hann lifir í sífeldum ótta.” “Við hvað?” “Að vera lokaður inni. Má eg ganga inn á undan yður, Dr. Arkroyd?” Þau fóru inn í húsið, og Beaumaroy lét aftur dyrnar. Dauft ljós logaði á lampa í ganginum. Beaumaroy glæddi það með því að hækka kveik- inn. “Viljið þér vera svo góð að bíða hérna eina mínútu?” Hún hneigði sig því til samþykkis, hann gekk hljóðlega upp stigann og hún heyrði hann opna dyr uppi á loftinu; hún vissi að þær voru að svefnherbergi Mr. Saffrons, þar sem hún hafði áður vitjað gamla mannsins. Kvíða tilfinn- ing koin snögglega að henni, meðan hún beið. Kyrðin í húsinu var svo alger. Beaumaroy kom niður.aftur mjög skjótlega. “Það er eins og eg óttaðist,” sagði hann stilli- lega. “Hann hefir þotið upp úr rúminu aftur og gengið inn í turninn. Á eg að reyna að ná honum út þaðan, eða ætlið þér—” “Eg fer auðvitað þangað með yður, Mr. Beaumaroy.” Hið gamla og glaðværa hrygðar-bros lýsti sér á vörum háns — aðeins eitt augnablik. Svo varð hann aftur alvörugefinn eins og hann átti að sér. “Gerið svo vel að koma þá þessa leið, Dr. Ark- royd,” mælti hann kurteislega. XI. KAPÍTULI. Vngninn að baki trjánna. Mr. Percy Bennett, herramannlegi gesturinn ó- kunni, var andvígur því að draga á langinn fyrir- ætlanir sínar; bæði að eðlisfari og vegna fenginn- ar reynslu ófú^ til að leika sér með hamingjuna; taldi fangaðan fugl meira virði en. heilan hóp þeirra, sem enn hafði ekki verið hnuplað frá ná- unganum. Hann hugsaði sem svo að Beaumaroy hlypi kannske burt með fjársjóðinn; svo vissi hann, að hvenær sem væri gæti það óvelkomna, en þó ekki óvanalega atvik skeð, að klappað væri á öxl hans og sagt: “Eg er að leita yðar” (er undir öðrum kringumstæðum og af öðr'um framborið, gæti verið ánægjulegt), en gerði honum nú ómögu- legt að framkvæma fyrirtæki sitt (hann bar fram þessa hugmynd sína í fremur ósnotrum og algeng- um orðatiltækjum, en ákveðnum); og svo hafði hann lka hreinasta vantraust á samverkamönnum sinum, sem nauðsynlegt er til þess að ódáðaverk hepnist; ef til vildi brygðist Hooper flokksforingi, þegar mest á riði. Hooper flokksforingi var hikandi; hann mót- mælti of miklum flýti og vildi láta bíða og velja hina réttu stund er hún sýndi sig. Hann hafði verið undir yfirráðum Mr. Beaumaroys í Frakk- landi og vildi heldur (hverjar aðfínslur, sem Punnett herforingi kynni að hafa fram að færa gegn framkomu þess foringja) að hann yrði fjar- verandi þá stundina, sem Mr. Bennett og hann sjálfur kæmi óboðnir dg leyfislaust, í heimsókn til Turnhússins. “Hann er snarpur í ryskingum,” sagði flokksforinginn, þar sem hann að kveldi annars í jólum sat í veitingahúsi í Sportsfield ásamt Mr. Bennett og ýmsum öðrum gestum frá London, er voru þar að skemta sér. “Keyrarinn minn lítur eftir honum,” sagði Mr. Bennett. Það virðist kannske skrítið, að Mr. Bennett skyldi hafa keyrara; en hann hafði — eða ætlaði að hafa — bilstjóra — eða aðstoðar- mann við þetta sérstaka hlutverk, sem ráðgert var að framkvæma. Án flutningstækis yrði hlut- urinn Turnhúsinu — einhversstaðar i Turn- húsinu — erfiður viðfangs, eða til flutnings. Enn var flokksforinginn hikandi, þó engan veginn af því að hann langaði til að hlífa bjórnum á Mr. Beaumaroy, heldur enn aðeins af þeirri á- stæðum er áður voru nefndar; en þó varð hann að játa, að hann gat ekki tilnefnt nokkurn tíma, er hann gæti ábyrgst að Mr. Beauinaroy yrði ekki heima í Turnhúsinu. “Hann skilur gamla durg- inn aldrei eftir einan seinna en kl. ellefu og sjaldan svo seint.” “Nú, jæja, það gildir þá einu hvert kveldið er,” sagði hinn herramannlegi Bennett; “og hvað er svo um afstöðunU, kæri flokksforingi!” Hooper flokksforingi örvænti um að hægt væri að komast með leynd inn um dyrnar. Hús- dyrnar sjálfar mætti ef til vildi opna hávaðalítið, með þeirri líklegu áhættu þó að vekja athygli Beaumaroys — og jafnvel gamla durgsins líka. En óyfirstíganlegir örðugleikar væri á því, að komast gegnum dyrnar, sem opnuðust úr stof- unni inn í turninn. Þeim væri ávalt læst af; skráin væri mjög margbrotin; hann hefði aldrei einu sinni séð lykilinn álengdar, og jafnvel þó hann hefði haft tækfæri til, þá væri hann alls óæfður í þeirri list að taka þrýst-mót af lyklum— slíkt yrði ekki gert með nákvæmni eins hæglega og sumir virtist halda. “Hvað mig snertir,” sagði Mr. Bennett og kinkaði kolli, “þá hefi eg ávalt hallast að glugga- leiðinni. Við getum opnað turngluggann án svo að segja hins minsta hávaða, og það ætti ekki að vera nema fárra minútna verk. Hlerinn er, geri eg ráð fyrir, bara úr þunnum borðum! Líklegast svæfu þeir, gamli maðurinn og félagi yðar Beau- maroy — flokksforinginn fussaði við — svæfu vært á meðan!” “Séu þeir ekki í sjálfum turninum,” skaut flokksforinginn inn í þungbúinn. “Hvar sem þeir kunna að vera,” sagði Mr. Bennett hálf óþolinmóðlega — hann var sjálfur mjög bjartsýnn maður og hafði ömun á hugs- unarhætti sem þrunginn væri af mótbárum —*■ “þá geri eg ráð fyrir að hlutirnir séu geymdir í turninum, væri það ekki líklegt?” “Þangað er farið með þá, og eg hefi aldrei orðið þess var, að neitt væri flutt burt þaðan, Mr. Bennett,” svaraði flokksforinginn, og af hljómnum í rödd hans mátti merkja, að hér væri hann viss í sinni sök. “En hvar í turninum, flokksforingi?” “Hvernig ætti eg að vita það? Eg hefi aldrei komið inn í skollans klefann.” “Þetta eru alt saman fremur hlálegar at- hafnir,” mælti Mr. Bennett, og leyfði nú sjálfum sér að líta eitt augnablik á allar kringumstæður hlutdrægnislaust. “Svei þvi,” sagði flokksforinginn stuttlega. “En þegar við erum komnir inn, þá hljótum við að finna það! Og svo komum við því — í bílnum — til London á fjörutíu mínútum, og eftir aðrar tiu — þangað, sem það á að vera; hvar sá staður er, þurfið þér ekki að hafa neinar áhyggjur út af, kæri flokksforingi.” “En hvað yrði svo, ef einhver færi um veg- inn og sæi til okkar?” sagði hinn efagjarni flokks- foringi með ákafa. “Það er ekkert fyrirtæki til, sem svona spurn- ing gæti ekki átt við um. Hvernig hefði til dæmis farið, ef Ludendorf hefði vitað fyrirfram hvað Foch ætlaði að gera, kæri flokksforingi? Að minsta kosti væri sá, sem kynni að sjá okkur í tveggja mílna fjarla>gð frá Iögreglustöð í hvora áttina sem hann færi — og ef til vildi miklu lengra, færi hann að skifta sér af okkur! Lík- indin eru hundrað gegn einu móti því að nokkur væri á ferð eftir veginum á þeim tíma nætur; við skulum vona að myrkrið verði mikið og veðrið slæmt — sem, að því er eg þykist hafa tekið eftir, er einmitt það sem þið eigið að venjast í þessu viðbjóðslega umhverfi.” Hinn höfðinglegi Bennett laut áfram, klappaði á öxl flokksforingj- ans og bætti við: “Við skulum ákveða, að beri ekkert slys að höndum til hindrunar, segjum þetta kveld næstu viku til framkvæmdanna; þangað til munum við Neddy” — hann brosti, þegar hann bætti við til skýringar: “Neddy er keyrarinn okkar — hugsa um reglurnar fyrir þessari litlu herferð okkar.” “Verið þér nú ekki of örlátur! Skiljið mér ekki eftír öll tækifærin til að vinna heiðursmerkin fyrir góða útkomu þessa fyrirtækis,” grátbændi floksforinginn. “Neddy er beinn hákur í slík heiðursmerki. Vandinn er að halda honum frá manndrápum’ Hann er sex fet, fjóra þumlunga á hæð og vegur tvö hundruð og fimtíu pund.” “Eg stend honum að baki til varnar og hjálp- ar sem vörður,” mælti flokksforinginn glottandi og töluvert hughraustari eftir þessa lýsing á að- stoðarmanninum. “Þú verður á þeim stað sem þér er ætlaður, maður minn,” sagði Mr. Bennett með aðdáanlega skringilegu herforingja sniði. “Fylkingaroddinn er þar sem hermanninum er skipaður staður — eins og Kítchener svo aðdáanlega orðaði það! Munið það, flokksforingi!” “Já, herra,” sagði flokksforinginn, enn glott- andi. Honum fanst Mr. Bennett fremur skemtilegur félagi, þótt hann legði stundum áherzlu á það, sem ótta gæti vakið; honum fanst, til dæmis, engin sérstök ástæða til þess að dregin væri nú fram drápsgirnin hjá Neddy; þó auðvitað væri, að svo stór og sterkur inaður gæti orðið öðrum að bana vegna ofurlítils og afsakanlegs misgánings í beiting krafta sinna. “Svo sem eins og ef þessi Naylor kafteinn danglaði til manns!” hugsaði flokksforinginn með sjálfum sér, um leið og hann lauk við hinn drjúga skerf sinn af romminu, sem svo mjög hafði fjörgað samræðuna. Hann var, að honum fanst, orðinn ánægjulega kendur og sá nú, vegna sjóndepru, hina skörpu andlits- mynd Mr. ©ennetts aðeins óljóst, sem í þoku. Samt sem áður var ljósa hárkollan og yfirvara- skeggið, sem sá herramaður notaði — eins og ein persónan í jóla glaðskapar hóp — enn aðal ein- kennin í augum flokksforingjans. Um slík ein- kenni hefði hver sem væri getað lagt fram dýran eið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.