Lögberg - 09.11.1939, Síða 1
52. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. NÓVEMBER 1939 NÚMER 44
Haraldur á Rauðafelli
Margar ár og illar vaðið,
af scr nornahryðjur staðið,
þolað ótal útilegur,
aldrei veill né fótatregur
gekk á hólni við háa elli
Haraldur á Rauðafelli.
Þó að sviði sorg í taugum
sást ei falla tár af augum;
norræns anda eðli stæltur
orðafár en spekimæltur,
aldrei hnaut á hyggjusvelli
Haraldur á Rauðafelli.
Fellið greypt í gullinn ramma,
gott til bús um nes og hvainma;
hetjustritið myrkra á milli
mótað vits og handarsnilli;
heitorð batt við heimavelli
Haraldur á Rauðafelli.
Búið hafði blessast lengi,
bætt var tún og stækkað engi;
færri blásin berurjóður,
bjartara um hinn nýja gróður.
Snjóflóð hremdi í hæztu elli
Harald kóng á Rauðafelli.
Einar P. Jónsson.
IIIIHiilllII
Il5
Hefja
friðartilraunir
Þau Wilhelmina Hollands-
drotning og Leopold Belgiu-
konungur, sendu þjóðhöfð-
ingjum stríðsþjóðanna tilboð
um það siðastliðinn þriðju-
dag, að beita sér fyrir mála-
miðlanir með það fyrir aug-
um, að binda enda á Norður-
álfustyrjöldina; sendu þau
erindi sitt Hans Hátign Georg
Bretakonungi, Albert Lebrun
lýðveldisforseta Frakka og
Hitler ríkiskanzlara Þjóð-
verja.—
Miss Pearl Pálmason
Eftir tveggja ára nám i
fiðluspili í London, kom Miss
Pearl Palmason heim á laug-
ardaginn var; varð hún til
þess knúð, að binda skjótan
enda á dvöl sína í London
vegna stríðsins; fór hún þaðan
til Kaupmannahafnar og
dvaldi þar í nokkura hríð unz
henni gafst færi á skipakosti
til New York; hálfsmánaðar-
tíma dvaldi Miss Palmason í
Toronto eftir að hún kom
hingað til lands.
Miss Pearl Palmason stund-
aði í London nám hjá Carl
Flesch, heimsfrægum, ung-
verskum kennara, er hefir
hina mestu tröllatrú á hæfi-
leikum hennar.
Eins og vitað er, dvaldi Miss
Palmason um tíma á fslandi
fyrir rúmu ári, og efndi þar
tli hljómleika við góðan orð-
stír; hafði hún af því hið
mesta yndi, að kynnast landi
og þjóð.
Þess mun mega vænta, að
Miss Palmason efni til hljóm-
leika i Winnipeg Auditoriuin
nálægt komandi áramótum, og
munu margir bíða þess með
óþreyju, að hlusta á hana
túlka sína fögru list ineð
vængi vaxna til flugs.
Lögberg býður Miss Palma-
son hjartanlega velkomna
heim!
Hon. Hugh Guthrie
látinn
Á fimtudaginn var lézt að
heimili sinu í Ottawa, fyrrum
dómsmálaráðherra Bennett-
stjórnarinnar, Hon, Hugh
Guthrie, 73 ára að aldri; hinn
mesti hæfileikamaður og
mælskur vel; hann var kos-
inn ungur á þing og átti lang-
an þingmenskuferil að baki
sem fulltrúi South Wellington
kjördæmisins; fram að árinu
1917 fylgdi Mr. Guthrie frjáls-
lynda flokknum að málum,
en tók þá sæti i samsteypu-
ráðuneyti Sir Roberts Borden
ög innlimaðist eftir það aftur-
haldsflokknum; kepti hann
við Mr. Bennett um foringja-
tign flokksins, en beið á
flokksþinginu í Winnipeg
lægra hlut. En er Mr. Bennett
tók við stjórnartaumunum,
gerði hann Mr. Guthrie að
dómsmálaráðherra.
Bezta dragnótaveiði,
sem þekst hefir
Fjöldi vélbáta stunda drag-
nótaveiði héðan úr bænum frá
öðrum verðstöðvum. — Hefir
dragnótaveiði aldrei verið eins
mikil og nú. Einnig hefir
botnvörpuveiði vélbáta verið
með ágætum.
Til stórvandræða horfir þó
eins og er vegna þess að ekki
er hægt að flýtja út aflann á
markað. Eru öll íshús að
verða full og rætist ekki úr
með fiskflutning til Englands
má búast við að sjómenn
neyðist til að hætta þessum
veiðum.
Afli dragnóta- og botnvörpu-
vélbáta hefir verið undanfarið
frá 20, upp í 80—100 körfur
yfir nóttina og á laugardag-
inn kom vélbáturinn “Aðal-
björg,” sem veiðir með botn-
vörpu, hingað með 180 körf-
ur eftir eina nótt.
Sjómennirnir telja að þessi
góða veiði stafi m. a. af því,
að togararnir stunda ekki
veiðar. Hefir aflast ágætlega
í dragnót utan landhelgislínu.
Þrjú fyrirtæki hér við Faxa-
flóa hafa keypt afla af vélbát-
um til frystingar. Það eru
Fiskimálanefnd, Sænsk-ís-
lenzka frystihúsið og Elías
Þorsteinnson i Keflavík.
Fiskimálanefnd hefir orðið
að fá rúm fyrir fisk sinn i
Sænsk-islenzka frystihúsinu
og i íshúsinu Herðubreið. En
einnig þessi leigupláss eru nú
að fyllast að því er Runólfur
Stefánsson skrifstofustjóri
Fiskimálanefndar sagði Morg-
unblaðinu í gær. Runólfur
sagði ennfremur að nefndin
hefði aðeins keypt kola og
lúðu af bátunum, en lítið af
ýsu og alls ekki þorsk. Afl-
inn er allur flakaður til þess
að nýta betur plássið í íshús-
unum.
Morgunbl. 10. okt.
TELEGRAMI
Nov. 1, 1939
Grettir Johannson
Royal Icelandic Consul,
910 Palmerston Ave.,
Winnipeg.
Your letter 10/25 all mails
for Iceland reaching New
York until 5th instant will he
forwarded steamer Dettifoss
sailing following day. Postal
authorities here inform ine
all Iceland mail will be for-
warded direct whenever pos-
sihle.
Vilhjalmur Thor, Com-
missioner General of
Iceland to New York
World’s Fair.
Sæmdir
Riddarakrossi
Þeir Jóhann Magnús Bjarna-
son og Sigurður J. Jóhannes-
son skáld, hafa verið sæmdir
riddarakrossi Fálkaorðunnar
af konungi Islands og Dan-
merkur. Fregn þessi barst
Dr. Rögnvaldi Péturssyni, for-
seta Þjóðræknisfélagsins. Séra
Rúnólfur Marteinsson hefir
einnig nýverið hlotið sams-
konar sæmd.
Karlakórinn
frá Mountain
Síðastliðið mánudagskveld
söng Karlakór íslendinga á
Mountain í Fyrstu lútersku
kirkju við afarmikla aðsókn;
ýms þau lög, er flokkurinn
bauð almenningi upp á sung-
ust prýðilega; má þar eink-
um til telja lagið “Það árlega
gerist” eftir fsólf Pálsson og
“Skarphéðinn í brennunni”
eftir Helgason. Flokkur þessi
er ekki nema liðlega ársgam-
all, og stendur vafalaust til
góðra bóta, haldi hann fram-
vegis uppi æfingum, sem
nokkurn veginn má víst telja.
Eitt lagið var glænýtt, “Fífil-
brekka, gróin grund,” eftir
Halldór Björnson á Moun-
tain. Einsöngvarar voru Mr.
Tani Björnson, Mr. Mundi
Snydal, Mr. Carl Erlendson,
Mrs. H. Sigmar og Mr. Eric
Sigmar; vakti söngur hins síð-
astnefnda einkum djúpa at-
hygli áheyrenda; þar er efni-
viður, sem leggjandi væri
rækt við. Mrs. Sigmar söng
meðal annars Vögguvisu eftir
frú Þórdísi Ottenson-Guð-
mundson, yndislegt lag, er
söngkonan gerði hin beztu
skil; textinn er eftir frú
Laúru Goodman-Salverson.
Heimsókn karlakórsins að
sunnan varð Winnipeg-fslend-
ingum til óblandinnar ánægju,
og vonum vér, að gagnkvæm
tilfinning hafi hreyft sér í
hjörtum meðlima flokksins,
sem og þeirra gesta annara,
er að sunnan komu við þetta
tækifæri. Séra H. Sigmar
þakkaði með drengilegum orð-
um viðtökurnar fyrir flokks-
ins hönd.
Mr. Ragnar H. Ragnar hafði
söngstjórn með höndum, en
meðspilari var Miss Kathryn
Arason; leysti hún þann
starfa prýðilega af hendi.
Að afloknum samgöngum
voru bornar fram veitingar i
samkomusal kirkjunnar.
Otto Jónasson látinn
Á miðvikudaginn þann 1.
þ. m., lézt á Almenna sjúkra-
húsinu hér í borginni Otto
Jónasson, starfsmaður hjá
Standard Dairies, Limited,
nýtur maður og vel að sér ger ^
á hezta aldri. Otto var fædd-
ur í Bolungarvík þann 10.
október 1904; var hann sonur
Þorkels Guðmundssonar og
Jóhönnu Ámundadóttur þar í
þorpinu; móðir hans giftist i
annað sinn Jónasi Jónassyni
frá Húki i Miðfirði, og tók
Otto upp ásamt bræðrum sin-
um nafn hans, er til þessa
lands kom.
Þann 21. febrúar árið 1924
kvæntist Otto, og gekk að eiga
Ásrúnu Vopnfjörð, dóttur
þeirra Mr. og Mrs. Jakob
Vopnfjörð, er nú eiga heima
í bænum Blaine í Washing-
ton ríki, hina glæsilegustu á-
gætiskonu; var sambúð þeirra
hin ástúðlegasta; auk ekkju
sinnar og móður á íslandi,
lætur Otto eftir sig þrjú efni-
leg börn, tvo sonu og eina
dóttur.
Otto Jónasson var skyldu-
rækinn dugnaðarmaður, er á-
vann sér traust hvar sem leið
hans lá; bræður hans tveir,
sem samtímis honum komu
vestur um haf, eru þeir Guð-
mundur í Vancouver og Haf-
steinn í Winnipeg; báðir
kvæntir menn.
Útför Ottos fór fram frá
Fyrstu lútersku kirkju sið-
astliðinn laugardag, að við-
stöddu miklu fjölmenni. Séra
Valdimar J. Eylands jarðsöng.
Þjóðverjar missa
níu ílugvélar
Samkvæmt skýrslu frá upp-
lýsingaráðuneyti Breta, mistu
Þjóðverjar níu flugvélar á
hinum ýmsu vígstöðvum í
vikunni sem leið. Frakkar
mistu eina flugvél á sama
tímabili, en Bretar enga.
Hauál
Mörkin öll er hélu hjúpi falin,
Hnígur blóm í freðið jarðarskaut,
Skrúðlaus stendur björkin, ber og kalin,
Bliknuð laufin fylla hverja laut.
Himinn fela haustsins gráu töld,
Hug minn skelfir nóttin löng og köld.
Þó mun aftur vorsól velli klæða,
Vindar hlýir bæra lauf á grein,
Andi vorsins yl og ljósi græða
Alt er særði haustsins kulda mein.
Glitra á lofti gulls og silfur ský.
Guðspjöll lífsins vekja alt á ný.
Eins og vorsins andi mildur, þýður
Endurklæðir frosti svæfða mörk;
Eins og morgunvindur vær og bliður
Viðkvæmt sveigir laufi klædda björk.
Lifsins faðir lát þú anda þinn
Lífga, efla og sveigja huga minn.
Kristján Pálsson.