Lögberg - 09.11.1939, Síða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. NÓVEMBER 1939
fi
Leyndarmálið í turninum
Beaumaroy sefaði ótta hans og lagaði sig í
hvívetna eftir kenjum hans — til hvers væri að
gera annað, hugsaði hann, og hagaði sér eftir þvi.
Mr. Saffron þótti vænna um Beaumaroy en nokk-
urn annan mann, nema sjálfan sig. Gegnum hina
viltu flækju óðra ímyndana rann að lokum í huga
hans þessi gullni þráður mannlegrar kæríeiks-
kendar, sem færði gamla manninum marga kyrð-
arstund og við og við þvínær fulla rænu.
Þannig mætti hann dauða sínum, beinlínis
af völdum langdregins líkamlegs veikleika, og þó
vissulega fyrir lamandi áhrif síns eigin ofsa. Og
þarna sat hann nú í faðmi dauðans, umkringdur
lélegri eftirstæling konunglegs ríkislætis. Nú hafði
honum horfið hásætið, hann jafnvel yfirgefið
Turnhúsið, — nema þá svo, að hinn veiklulegi
skuggi hans ætti að halda þar samræður við hinn
hraustlega og eldfjörga svip Duggles kafteins, þar
sem annar miklaðist af sínum ímyndaða og horfna
mikilleik, fleipurslega ræðuhaldi og viðhafnar
eftirlíking, en hinn teldi fram með orðalagi
þrungnu óvenju viðbjóðslegum blótsyrðum, alla
hina hræðilegu myrkraríkisins viðburði, sem rekið
hefði hann út úr húsi þessu og skilið það eftir í
björtu báli. Það myndi vera óvenjulegir tví-
menningar og samræða þeirra ekki síður óvenju-
leg!
Og þó átti þessi holdlega íbúð, er hýst hafði
hinn sturlaða anda gamla mannsins, íbúalaus eins
og hún nú var — sem Duggles gröf — enn eftir
að vera vitni að einni jarðneskri athöfn og taka
óafvitandi þátt í henni.
XIII. KAPÍTULI.
Réttindi sigurvegarans.
Það, sem sagt hefir verið um æfiferil Mr.
Saffrons áður en hann komst í hásætið í turnin-
um þar sem hann enn sat, var alt sem Beaumaroy
vissi um hinn aldna vin sinn, áður en þeir kynt-
ust — og eiginlega heldur meira en hann vissi.
Þá stuttu sögu hafði hann upp fyrir Doktor Mary
meðan þau sátu í stofunni til að hvíla sig. Hún
hlustaði á hann án þess að sagan vekti hjá henni
nokkurn áhuga; henni fanst, að því er virtist,
frásögn hans ekki stefna að því atriði, sem hugs-
anir hennar snerust um og ekki vera neitt svar
upp á ráðgátuna er vaknaði i huga hennar við að
horfa á það, sem fyrir hana bar í turninum. Hún
var nú búin að ná fullu valdi á tilfinningum sín-
um — en sneypt með sjálfri sér fyrir að hafa tap-
að hugarró sinni.
“Jæja, svona stóð nú þetta, að því er mér
skildist, þegar eg tók verkið að mér — eða
skömmu seinna,” sagði Beaumaroy. “Gamli mað-
urinn hélt að hann væri ofsóttur eða eltur; og svo
var lika, í vissum skilningi. Hefði Radbolt-hjónin
komist að sannleikanum um hvernig í öllu lá.
mundu þau vissulega hafa elt hann, reynt að loka
hann inni, og hamla honum frá að sleppa burtu
með peningana eða ánafna þá einTiverjum öðrum
en þeim sjálfum. í byrjun hafði eg enga hugmynd
um, hve álitlega fúlgu fjár hann átti. Hann hataði
Radbolts-hjónin; jafnvel þó hann hætti að kann-
ast við þau sem venzlafólk sitt, voru þau altaf í
huga hans; hann hugði þau óvini sína, eða njósn-
ara, leynilögreglu-tól, er altaf væri á hælum sér —
vesalings gamli drengurinn! Jæja, hvi skyldi þau
ná í hann og peninga hans? Eg sá aldrei neina
ástæðu til þess. Og hefi alt til þessa ekki komið
auga á neina slíka ástæðu.”
Mary sat í bríkarstól Mr. Saffrons, en Beau-
maroy stóð framan við eldinn. Hún leit upp til
hans og mælti:
“Það virðist svo, sem þau hafi meiri rétt til
þessa fjár en aðrir. Og þér vitið — þér vissuð —
að hann væri sturlaður.”
“Þó að hann sé frávita, þá gefur það þeim
engin réttindi til arfs eftir hann! Nú, jæja, um
það er þýðingarlaust að þrátta. Eg geri ráð fyrir
að þau eigi að lokum kröfurétt — líklega að lög-
um — þó eg hvorki viti eða vilji vita um lögin—
þau, sem gæfi heimild til að hafa gamla manninn
fanginn, géra hann þannig enn aumari en venzla-
fólkinu auðveldara fyrir að ná í eigur hans. Það
virðist einmitt rétturinn, sem lögin veita manni
gagnvart öðru fólki — vegna þess að fyrir fimm-
tíu árum giftist Betsy frænka John sínum og sá
ávalt síðan hörmulega eftir því!”
Mary brosti og svaraði: “Þessi skoðun mun
bygð á meginreglu hjá yður, Mr. Beaumaroy?”
“Nei — á eðlishvöt, held eg. Það er mér
eiginlegt að vera andvígur því sem hæfilegt þykir
og alment er, að hrjá einstaklinginn i nafni ein-
hverrar mjög þokukendrar og almennrar megin-
reglu.”
“Eins og heraga?” skaut Mary inn í og mint-
ist orða Punnits herforingja.
“Já,” sagði Beaumaroy og hneigði sig, “það
er ein hliðin á þessu máli. En svo var hitt, að
viðhorfið kitlaði gáskakend mína. Eg held að það
hafi í fyrstu ráðið athöfnum mínum fremur en
nokkuð annað. Eg hafði gaman af að leika við
að lyfta undir missýningar hans. Eg benti hon-
um á, að sjalið væri mjög þarflegt við útferðir
okkar — og fékk hann þannig til heilnæmra
hreyfingar-iðkana; það ætti að falla yður í geð,
Doktor Mary! Eg útvegaði honum hnifapars-
samstæðuna; er stuðlaði til þess að hann naut
matar síns með meiri ánægju en ella — sem
honum var líka hollara, doktor- En eg gerði
hvorugt þetta vegna þess að hann hefði gott af
því, heldur af því það skemti sjálfum mér. En
þetta hýrgaði aldrei huga Hoopers, sem er leiðin-
legur, önugur, og — mér liggur við að halda —
undirförull svika-rakki.”
“Hver er hann?”
“Hann var rekinn úr hernum — í varðhald.
Er því aðeins tugthússlimur, sem eg hefi haldið
lausum. Og eg hafði um hrið gaman af þessu.
En svo —” hann þagnaði.
Mary leit til Beaumaroys og tók eftir ein-
kennilegum viðkvæmnissvip í augum hans og
brosi, er hann mælti enn fremur: “Vesalings
gamli maðurinn var svo átakanlega þakklátur.
Hann hugði mig sem hinn eina, sanna og áreið-
anlega fylgismann, er hann ætti. Og það var
eg lika — þó ekki á þann hátt sem hann hugði.
Og hann treysti mér algerlega. Jæja, átti eg þá
að yfirgefa hann — í hendur laganna, Rodbolts-
hjónanna og fangavarða hælisins — mann, sem
treysti mér svona einlæglega og afdráttarlaust?”
“En hann var vitstola,” sagði Doktor Marý
þrákelknislega, eins og til mótmæla.
“Maður hefir eða getur haft sínat tilfinning-
ar, jafnvel þó hann sé vitstola,” svaraði Beauma-
roy. “Hann treysti mér, og þótti vænt um mig.
Viljið þér ekki viðurkenna það, Doktor Mary, að
eg hafi nokkuð til míns máls — hingað til?” Hún
gaf ekkert merki um viðurkenninguna. “Jæja þá,
og mér þótti vænt um hann — fellur yður það
nokkru betur? Ef ekki, er eg ráðþrota; því það
sem eg hefi nú verið að tjá yður, eru mínar styrk-
ustu varnir fyrir framkomu minni í þessu máli.”
“Eg fæ alls ekki skilið, Mr. Beaumaroy, hvers
vegna þérskylduð tjá fyrir mér, eins og þér kom-
ist að orði, undirstöðu-varnir yðar í þessu máli.”
Hann horfði á hana með ásakandi undrunar-
svip. “En þér virtust taka yður nærri það sem
— sem þér voruð sjónarvottur að í turninum.
Eg hélt að dauði gamla mannsins og trúnaðar-
traust hefði hrifið huga yðar. Mér finst ómögu-
legt að fólk geti sameiginlega gengið í gegnum
slíkt og það, sem fyrir okkur bar, án þess að
það veki tilfinning þess gagnvart hvers — jæja,
eða einhvers konar samhygð. En ef þér eigið
ekki neina slika samhygðarkend, nú, þá kæri eg
mig ekki um að bera fram fyrir yður varnir mínar
í þessu máli.”
“Haldið áfram málsvörn yðar,” sagði Doktor
Mary, eftir augnabliks þögn.
“Þótt mér sé eiginlega als ekkert ant um
sjálfs mín vegna, að skýra þetta fyrir yður, þá
hefi eg ekkert á móti því að játa fyrir yður að mér
þætti betra ef þér skilduð allar kringumstæður
því viðvíkjandi — áður en eg fer burtu héðan.”
Hún leit til hans með spyrjandi augnaráði, en
sagði ekkert. Beaumaroy settist á lága stólinn og
skaraði í eldinn.
“Eg kemst ekki frá þessu, haldið þér það?
Það var nokkuð annað, sem þér sáuð í turninum,
var það ekki, og eg tel vafalaust að þér setjið það
í samband við það, sem við vorum að tala um
fyrir skömmu? Jæja, eg skal þá segja yður alt,
eins og það er. Og, nú, eg hlýt auðvitað að segja
yður það, er það ekki sjálfsagt?”
“Eg vil gjarnan hlusta á sögu yðar.” Bitur-
leikinn virtist horfinn úr rödd hennar; og hann
var nú kominn að ráðgátunni.
“Honum fanst hann vera konungur,” byrjaði
Beaumaroy alvarlegur, “en í raun og veru var
það eg, sem öll völdin hafði. Eg gat látið hann
gera hvað sem mér þóknaðist, hafði alt vald yfir
honum. Hann var mín eign — samkvæmt rétti
sigurvegarans eða máttarins. , Réttur, — vald
sigrarans var í mínum huga mikið og réttmætt;
það var hér um bil eini rétturinn, sem eg hafði
kynst í þrjú ár eða meira. Já, það var — og er —
voldugt afl, réttmætt — hið eina vald í víðri
veröld, sem enginn vafi leikur á um. Annars
konar réttur er aðeins hugarburður, getgátur,
stólræðumál. Réttur sigurvegarans er áþreifanleg
sannrevnd. Eg átti þann rétt. Hafði vald til að
láta hann gera hvað sem eg vildi; segja hvað sem
eg vildi, skrifa undir hvað sem mér þóknaðist.
Eruð þér nú farnar að skilja þá afstöðu, sem eg
fann mig í gagnvart gamla inanninum? Fann
sjálfan mig í, segi eg, af því að þessi sigurvegara- «
réttar-staðreynd kom mér að óvörum, án míns
eigin tilverknað. í fyrstu fanst mér öldungurinn
fremur smásmugulegur — hann borgaði mér að-
eins eitt hundrað auk fæðis og húsnæðis. Að
vísu var hann sí og æ að tala um peninga sína,
og eg taldi það sem afleiðing hugsana-grillu hans.
En það var þó satt, að hann átti heilmikið af
peningum — verulega mikla fúlgu. Allmiklu
meira en það, sem þér sáuð þarna inni; hann
hlýtur að hafa verið naskur eða heppinn í gróða-
fyrirtækjum sínum, held eg, því hann hefði ekki
getað grætt það alt á atvinnu sinni. Hvað mikið
gull haldið þér, Doktor Mary, sé í gröfinni þarna
inni?”
“Um það hefi eg enga hugmynd. Þúsundir?
Hvar fenguð þið það?”
“ó-já, þúsundir — og aftur þúsundir. Við
fengum mest af því hjá útlendingum í ^Austur-
London; þeir höfðu nurlað því saman, eins og
þér skiljið, en voru viljugir til að selja það ögn
fyrir ofan ákvæðisverð. Iðgjaldið var að hækka
alt að síðasta mánuði; þá lækkaði það dálitið —
ekki mikið þó, vegna þess að við höfðum tæmt
sumar stærstu lindirnar. Alla þessa gullpeninga,
sem þér sáuð í gröfinni, flutti eg í brúnu tösk-
unni frá London og hingað.” Hann brosti að eigin
endurminningum og sagði svo: “Vitið þér, Dr.
Mary, hvað þúsund gullpeningar eru þungir?”
“Um það hefi eg enga hugmynd,” sagði
Mary aftur. Hún hallaði sér nú áfram í sætinu,
hlustaði nákvæmlega, og horfði í andlit Beauma-
roys með augljósri eftirvænting.
“Seytján og einn fjórði verzlunar-punda —-
það er hin nákvæma þyngd þeirra. í fyrsta og
annað skiftið náðum við ekki í mjög mikið —-
gullseigendurnir voru enn varir um sig gagnvart
okkur. En eftir það hlotnuðust okkur ýmsir
vænir drættir. Tvisvar sinnum keyptum við ná-
lega tvö þúsund; og eitt skiftið voru það þrjú
þúsund þvínær upp á hár. Jafnvel menn, sem
verkinu voru vanir — málmforða flytjendur, eins
og þeir eru nefndir í Englands bankanum — telja
svo til, að fimm pokar með þúsund gullpening-
um hver (segldúkspokar, sem eru þvínær sex feta
langir, og sex þumlunga að vídd, eins og þér
vitið) sé fullkominn burður — og vildu ekki held-
ur þurfa að bera þá langa leið. Jafnþyngd þriggja
slikra poka var alveg nógur burður fyrir inig frá
Inkston stöðinni upp að Turnhúsinu — reynandi
að láta Hta svo út að eg ekki bæri nokkuð, sem
um munaði! Maður þarf ekki, með fullan her-
göngupoka á öxl, að látast vera lausbeizlaður —-
eða bera það alt í annari hendi sér. En hann
vildi aldrei reiða sig á að vera óhultur í leigu-
vagni — hélt sér og gullinu yrði þá stolið, skiljið
þér! Þótt eg viti það ekki nákvæmlega, þá get eg
þess til, eftir því að reikna er við fluttum heim í
miðvikudags ferðum okkar, að þetta sé hér um
bil tveir-þriðju hlutar af allri peningaeign hans.
Þér hafið nú líklega fengið hugmynd um fyrir-
ætlanir hans. Hann var með sjálfum sér sann-
færður um að vera Saffron í dulargerfi — og var
mjög stoltur af að lifa í samræmi við lyndisein-
kenni þeirrar persónu. Sem Saffron aflaði hann
peninga sinna smátt og smátt — breytti veðbréf-
um sínum í bankaseðla og seðlunum í gull. En
hann hafði mist alla vitneskju um það, að pen-
ingarnir væri hans eigin eign — safnað af sér —
Saffron sjálfum. Hann hélt að það hefði bjarg-
ast úr hruni sinna keisaralegu fjársjó'ða. Og það
átti að notast til endurreisnar hins hátignarlega
inálstaðar eða valds. Hann gat ekki, að svo
stöddu, hugsað til að geta komist burt frá Eng-
landi, allra sízt með hrúgur gulls. En hann hélt
að eg gæti það. Eg ætti að fara til Morocco og
viðar, ná haldi á fólkinu fyrir hann, fara með alt
það gull, sem eg kæmist með, og koma svo aftur
eftir meiru. Hann efaðist alls ekkert um það, að
eg myndi koma aftur! En í sannleika sagt, hefði
það ekki verið auðveldara fyrir mig að komast
burt úr landinu, en fyrir hinn verulega keisara
sjálfan. En, Dr. Mary, það sem eg hefði getað,
var að fara eitthvað annað, eða jafnvel til ein-
hverra staða, sem mér voru kunnir, þar sem eng'
um spurningum væri að svara — breyta gullin11
aftur i seðla, eða í veðbréf í eigin nafni, og segja
honum svo að eg hefði framkvæmt Morocco-
fyrirætlanir hans. Hann hafði engan skilning 11
líðandi stund, og hefði ekki grunað neitt.”