Lögberg - 16.11.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.11.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. NÓVEMBER, 1939 5 Lífið í Reykjavík Venjur og siðir hér í bæ eru að mörgu leyti með öðrum hætti en erlendis tíðkast, og vildi til einkennilegur mis- skilningur nýlega af þessum sökum í einu greiðasöluhúsi hér i bænum.— Vestur-íslendingur, sem al- ist hefir upp í Ameríku frá því er hann var 5 ára að aldri, en er nú 34 ára, kom hingað til lands í nóvember í fyrra. fór hann þá út í sveit, en kom hingað til bæjarins fyrir viku. Um kvöldverðarleytið á mið- vikudaginn s.l. var hann á gangi hér á einni götu bæjar- ins, og sá þá i glugga húss eins spjald með áletruttinni: Hér er matsala. Nú tíðkast það vestra, að menn geta gengið inn á greiðasölur, og sezt að snæð- ingi án nokkurs formála, og Vestur-Islendingurinn gekk því þarna inn og byrjaði að matast. Kona sú, sem matsöluna annaðist, kom þá til hans og tilkynti honum, að hann hefði átt að biðja um leyfi, áður en hann settist að borðum, og gerði hún það með allmiklum þjósti. — Manninum kom þetta einkennilega fyrir, en hélt þó áfram að borða eins og ekkert hefði í skorist. Er hann hafði lokið við að mat- ast, greiddi hann máltíðina, tók hatt sinn og fór. Er Vestur-fslendingurinn var skamt kominn niður göt- una, tók hann eftir því að maður einn frá greiðasölu- staðnuin veitti honum eftir- för, en á næsta götuhorni stóð lögregluþjónn. Maður sá, er eftirförina veitti, gekk til lög- regluþjónsins og benti honum á Vestur.íslendinginn, en að öðru leyti vissi hann ekki, hvað þeim hafði farið á milli. Lögregluþjónninn snarast því næst til Vestur-fslendings- ins og kveðst vilja tala við hann, en hinn, sem er rólegur og löghlýðinn borgari, kvaðst þess albúinn og fylgdist með honum á lögreglustöðina, en maður sá, er talað hafði við lögregluþjóninn, hélt einnig með til lögreglustöðvarinnar. Þegar á lögreglustöðina kom, var Vestur-íslendingur- inn leiddur fyrir rannsóknar- lögregluna, sem lét í ljós, að hann væri grunaður um að hafa stolið frakka, sem horfið hafði úr greiðasölunni kveld- ið áður, en Vestur-íslending- urinn færði sönnun á sakleysi sitt, og skýrði lögreglan þá frá því, að frakkinn væri fundinn, og varð svo ekki frekari rekistefna út af þessu. Strax á eftir hitti Vestur- fslendingurinn hinn, sem veitt hafði honum eftirför, rétt utan við lögreglustöðina, vék sér að honum og spurði hann hvernig á því stæði, að hann hefði grunað sig um stuldinn á frakkanum, en maðurinn gerði þá grein fyrir ]iví, að hann væri svo kunn- ugur hér í bænum, að hann þekti hér hvern mann, og þóttist hafa séð að Vestur-ís- lendingurinn var utanbæjar. maður og grunaði hann með- fram af því um stuldinn á frakkanum. Bað hann afsök- unar á heimsku sinni og frumhlaupi, sem bakað hafði Vestur-fslendingnum óþægindi þessi. Vegna ókunnugleika síns lenti Vestur-fslendingurinn í óþægilegu æfintýri þarna, en það sannar, að hér tíðkast hin magnaðasta ókurteisi, fyrst og fremst i greiðasölu- staðnum, og þó einkum frá hendi inanns þess, sem kærði hann, er enga almenna manna- siði hefir kunnað. Það fólk, sem annast greiðasölu, ætti að gæta þess, að koma kurteis- lega fram við viðskiftavini sína, jafnvel þótt ekki sé um meiri viðskifti að ræða en eina máltíð, og er utanbæjarmenn eða erlendir menn eiga í hlut ætti það að gæta þess, að leið- beina þeim frekar en ávíta, þótt sinn sé siður í landi hverju, og alt fari ekki eftir því sem hér tíðkast. —Visir 14. okt. Bréfasamband Lögbergi barst nýverið bréf frá hr. Agli Bjarnasyni í Reykjavík, formanni Vöku- mannafélags íslands, með til- mælum um að nöfn eftir- greindra, islenzkra ungmenna, er komast vilja í bréfasam- band við íslenzkan æskulýð vestanhafs, yrði birt í blaðinu; er oss Ijúft að verða við þessu, því hér er um virðingarverða þjóðræknistilraun að ræða, sem vænta má að beri giftu- vænlegan árangur fyrir þá alla, er að málum standa: 1. Ráðhildur Árnadóttir, Bræðraborg, Vestmannaeyjum 2. Ingunn ósk Sigurðardóttir Tóftum, Stokkseyrarhr., Árnessýslu 3. Elís Pétursson, Hallormsstað, Vallahr., S.-Múlasýslu 4. Halldóra Björnsdóttir, Þambárvöllum, óspakseyrarhreppi, Strandasýslu 5. Hlíf Böðvarsdóttir, Reykjaskóla, V.-Húnavatnssýslu 6. Inga Jónsdóttir, Svertingsstöðum, Miðfirði, V.-Húnavatnss. 7. Guðrún Jónsdóttir, Tannstaðabakka, Hrútafirði, V.-Húnavatnssýslu 8. Sigriður Halldórsdóttir, Efri-Þverá, Þverárhr., y.-Húnavatnssýslu 9. Ragna Erlendsdóttir, Hvammstanga, V.-Húnavatnssýslu 10. Tryggvi Jóhannsson, Stóru-Borg, Þverárhr., V.-Húnavatnssýslu 11. Halldór Sigurðsson, Hvammstanga, V.-Húnavatnssýslu 12. Matthildur Jónsdóttir, Skálholtsvík, Bæjarhr., Strandasýslu 13. Björn Svanberg, Grænumýrartungu, Bæjarhreppi, Strandasýslu 14. Jóh. O. Pétursson, Saurbæ, Vatnsdal, A.-Húnavatnssýslu 15. Ástvaldur Magnússon, Fremri-Brekku, Saurbæjarhreppi, Dala.s. 16. Soffía Jónsdóttir, Prestabakka, Bæjarhr., Strandasýslu 17. Böðvar Guðlaugsson, Borðeyri, Bæjarhr., Strandasýslu 18. Torfi Þ. Guðbrandsson, Heydalsá, Kirkjubólshr. Strandasýslu 19. Benedikt Gíslason, Stórholti, Saurbæjarhr., Dalasýslu 20. Skarphéðinn Jóhannsson, Hlíðarenda, Haukadal, Dalasýslu 21. Anna Jónsdóttir, Prestsbakka, Bæjarhr., Strandásýslu 22. Steinunn Júlíusdóttir, Miðjanesi, Reykhólasv., A.-Barðastrandasýsl u. 23. Guðrún Valdimarsdóttir, Ægissiðu, Vatnsnesi, V.-Húnavatnssýslu 24. örn Gunnarsson, Þverárdal, Bólstaðarhlíðarhreppi, A.-Húnavatnssýslu MHERST DlSTlU-ERS t-lMHED . advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Government of Manitoba. 25. Gunnlaugur Björnsson, Litla-ósi, KirkjuHV.hr. V.-Húnavatnssýslu 26. Guðmundur Kr. Axelsson, Valdarási, Þorkelshólshreppi, V.-Húnavatnssýslu 27. Jónas Finnbogason, Harðbak, Presthólahr., N.-Þingeyjarsýslu 28. Jóhann E. Sigurðsson, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Húnavatnssýslu 29. Leifur Jónsson, Prestsbakka, Bæjarhr., Strandasýslu 30. Daði Daníelsson, Syðri-Ey Vindhælishr., A.-Húnavatnssýslu 31. Þorgerður Jónsdóttir, Svertingsstöðum, Miðf., V.-Húnavatnssýslu 32. Inga Runólfsdóttir, Kornsá, Vatnsdal, A. Húnavatnssýslu 33. Haraldur Jónsson, Hvammstanga, V.-Húnavatnssýslu 34. Eyjólfur Valgeirsson, Norðurfirði, Strandas. 35. Böðvar Guðmundsson, ófeigsfirði, Strandas. 36. Bjargmundur Guðmundss. Bæ, Árneshreppi, Strandasýslu 37. Torfi Torfason, ófeigsfirði, Strandas. fílBUA KARLS XII. Sögumenjasafnið nýja í Moskva var opnað almenningi í desember síðastliðnum. Þetta eru fimm stærðar bygg- ingar og í bókasafninu er ná- lwgt hálf önnur miljón bóka, um söguleg efni. Hefir safn- ið fengið allar bækur hins gamla sögusafns og bætt við ýmsum nýjum og fágætum bókum og blöðum, sem fund- ist hafa í söfnum og einstakl- ingseign víðsvegar um Rúss- land. Sumar gömlu bækurn- ar eru taldar afar mikils virði, svo sem swnsk biblía, er fanst í valnum við Poltava árið 1703. Hafði Karl XII. átt hana, en skilið hana eftir, er hann varð að flýja. í Albany, höfuðborg New York rikis mega hundar bita bæjarpóstinn einu sinni, án þess að eigendur Jieirra séu skyldir til að greiða póstinum skaðabætur. Póstunum þykir súrt í brotið, en þegar þing- fulltrúinn Condon bar fram frumvarp um, að þessu yrði breytt þannig, að hundaeig- endur yrði lika skaðabóta- skyldir fyrir fyrsta bit, þá var þetta felt ineð miklum at- kvæðamun. Svól og SAFARIK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.