Lögberg - 16.11.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 16.11.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1«. NÓVEMBER, 1939 Ljúffengt skozkt Visky BlandaS og látiÖ í flöskur í Canada undir beinu eftirliti eigendanna ADAIR & COMPANY GLASGOW Goodetlham & Wbrts, Limited This advertisenu-nt is not inserted by the Government Liquor Control Com- mission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of produets advertis'd. Frá Islandi f nýkomnum hagtíðindum er greinargerð um smásölu- verð á nokkrum helztu mat- vörutegundum, eldsneyti og Ijósmeti í Reykjavík í byrjun ágústmánaðar og byrjun septembermánaðar í sumar. Það magn af matvörum þess- um, sem árið 1914 kostaði kr. 846.34, kostaði 1. ágúst í kr. 1766.62, en lækkaði til muna í ágústmánuði og kostaði í byrjun septembermánaðar kr. 1670.1670.92. f fyrra, i hyrjun septembermánaðar, kostuðu þessar vörur kr. 1676.26, og sýnir þetta að verðlækkun á matvörum hefir átt sér stað í Reykjavik frá því í fyrra, mið. að við byrjun septembermán- aðar bæði árin. Eldsneyti og ljósmeti, sem 1914 kostaði kr. 97.40, kostaði i fyrra kr. 181.90, en kr. 183.10 í septem- ber-byrjun í ár. Matvöruteg- undir þær, sem voru í hærra verði í septemberbyrjun i ár heldur en í fyrra, svo að veru- legu næini, voru sykur, kjöt og slátur. Mun lægri nú en þá voru hins vegar brauð Qg garðávextir. Svipað verð var á kornvörum, kaffi, smjöri og feiti, mjólk, osti og eggjum og fiski. ♦ Verðlagsskrár fyrir 1939— 1940 eru prentaðar í síðustu hagtíðindum. Samkvæmt þeim hefir verðlag á fríðum peningi verið skráð mjög svipað og siðastliðið ár, ofurlitið hærra á kúm og hestum, en örlítið lægra á sauðfénaði og nemur hreytingin broti úr krónu. Hæst eru kýrnar verðlagðar í Eyjafjarðarsýslu á kr. 273.21, í Vestmannaeyjum á kr. 265.00 og kr. 261.25 í Árnes- sýslu, en 250 krónur og þar yfir í ísafjarðarsýslu, Gull- bringu- og Kjósarsýslu, Borg- arfjarðarsýslu og Stranda- sýslu. Lægst eru kýrnar virtar í Austur-Skaftafellssýslu, á 197 krónur. f Vestur.Skafta- l'ellssj'slu eru þær virtar á 200 krónur, í Dalasýslu á kr. 202.22, í Suður-Múlasýslu kr. 205.33 og í Snæfellsnessýslu á kr. 207.50. Ær eru hæstar verðlagðar í Þingeyjarsýslu á kr. 35.50, en á kr. 35.29 í Eyjafjarðarsýslu, 34.17 í Norður-Múlasýslu og 34.00 í Strandasýslu. Lægst eru ær verðsettar í Rangárvallasýslu, á kr. 19.45, en 21.43 í Vestur- Skaftafellssýslu, 21.50 í Aust- ur-SkaftafelIssýslu, 23 krónur i Vestmannaeyjum og 25.13 í Árnessýslu. Áburðarhestar eru hæst verðsettir í Eyjafjarðar- sýslu, á kr. 241.43. f Þing- eyjarsýslu eru þeir verðlagðir á kr. 228.88, í Strandasýslu á 192.86 og í Húnavatnssýslu á 190.71. Lægst eru þeir verð- lagðir í Dalasýslu, kr. 137.78, en í Rangárvallasýslu á kr. 145.91 og í Snæfellsnessýslu á kr. 146.67. Meðalalin allra Iandaura hefir siðan 1914 orð- ið hæst árið 1920—21, kr. 1.95. Nú er hún kr. 1.03 og hefir hún eigi verið hærri síð- ustu átta árin, að undanskildu i fyrra, að hún var kr. 1.12. Árið 1914—15 var hún kr. 0.60, en á tveim síðustu ára- tugunum hefir hún orðið lægst 1933—34, kr. 0.81. -f -f Eins og frá var skýrt í Tím- anum fyrir nokkru síðan hafa að undanförnu verið gerðar ýmsar tilraunir með að nota síldaroliu við málningarvinslu. Tiðindajnaður Tímans hefir spurt Gísla Þorkelsson, efna- fræðing í málningarverksmiðj- unni Hörpu, um þessar til- raunir og árangur þeirra. Skýrði hann blaðinu svo frá: —Hér í verksmiðjunni hafa undanfarin ár verið gerðar tilraunir um að nota síldar- olíu í ýmsar málningarvörur. Nú hinar siðustu vikur hefir þannig fernis eingöngu verið framleiðsla verið seld alt frá uppistöðuefni og hefir sú framlieðsla verið seld alt frá striðsbyrjun. Jafnframt því, sem þetta sparar innkaup á erlendum hráefnum, kemur síldarolía í stað efna, sem ill fáanleg eru eins og sakir standa. Ekki verður annað séð en að hin nýja framleiðsla líki ágætlega og engar kvart- anir hafa verksmiðjunni bor- ist. Er þegar orðið allmikið sem notað er af síldaroliu til þessara hluta. Að undanförnu hefir það æ færst í vöxt er- lendis, að fiskiolíur séu notað- ar til málningariðju. Hafa Ameríkumenn og Þjóðverjar að mörgu leyti verið forystu- menn í þeim efnum. ♦ ♦ Niðursuðuverksmiðja Sölu- sambands íslenzkra fiskifram- leiðenda tók sem kunnugt er til starfa í byrjun október- mánaðar í fyrra. Hefir hún því starfað í eitt ár. í verk- smiðjunni eru nú framleiddar um 40 tegundir af niðursuðu- vörum, og eru 5 þeirra úr grænmeti. Þar eru tilreiddar tvær tegundir af niðursuðu- vörum, sem hvergi er að fá annarsstaðar, sem sé karfi í hlaupi og niðursoðin murta. Útflutningur á niðursuðuvör- unum hefir enn sem komið er verið lítill, og er það að vonum, þar eð svo skamt er um liðið síðan verksmiðjan tók til starfa. Til Þýzkalands hefir þó verið sent dálítið af vörum, sem líkuðu vel, en nú hafa þau viðskifti stöðvast. Ofurlítið hefir einnig verið selt til Englands og frá Vest- urheimi hefir verksmiðjan fengið allríflegar pantanir. Á innlendum markaði hafa gaff- albitar, sjólax og fiskbollur selzt bezt.. f verksmiðjunni hafa um eða yfir 20 manns unnið að staðaldri. Nú er ver- ið að færa út kvíarnar og koma upp reykhúsi, þar sem reykja á síldarflök. Gizkað er á, að í þessu nýja reykhúsi verði hægt að fullreykja sem nemur síld úr 100 tunnum á sólarhring, þegar allur útbún- aður þess er kominn í kring. —Timinn 14. okt. * ♦ Virkjun Laxár í Þingeyjar- sýslu er nú að fullu lokið og var rafstraumi hleypt á til Akureyrarbæjar hinn 14. októ- bermánaðar. Voru bæjarfull- trúar Akureyringa viðstaddir þá athöfn, ásamt bæjarstjóra, forstöðumanni rafveitunnar á Akureyri og-Jakobi Gíslasyni forstöðumanni rafmagnseftir- lits ríkisins. Frá sjálfri hinni nýju rafveitu, aðdragandanum að henni og framkvæmduin öllum hefir áður verið greint í viðtali við Stein Steinsen bæjarstjóra á Akureyri, er birtist fyrir skömmu hér í blaðinu. ♦ ♦ Fyrir fáum dögum var lok- ið við að reisa nokkurn hluta hins fyrirhugaða nunnuklaust- urs að Jófriðarstöðum í Hafn- arfirði. Næsta hluta þess er ráðgert að ljúka við á vori komanda. Verður þá komin upp tveggja hæða bygging, sem alls er 247 fermetrar að flatarmáli og í eru 25 íbúðar- herbergi. Kostnaður við þessa byggingu er áætlaður 100 þús- und krónur. Alls á nunnu- klaustrið að vera 1400 fer- metrar að flatarmáli, fjórar álmur er lokast sainan og op- inn garður á milli. Alls mun klaustrið hafa til umráða einn hektara lands og verður það umgirt tveggja metra háum múr, Þrjár hollenzkar nunn- ur, sem eiga að setjast hér að, eru þegar komnar til landsins og hafast þær enn sem komið er við i kaþólska barnaskólan- um í Hafnarfirði. Ntinnur þessar eru úr hópi svonefndra Karmel-systra, en þær láta byggja klaustrið. ♦ ♦ Sunnan við öskjuhlfðina við Reykjavik hefir, sem kunnugt er, allstórt landsvæði verið ætlað til íþróttavalla og fyrir leikvang. Á unganförnum ár- um hefir nokkuð verið unnið að framræslu hinna fyrirhug- uðu íþróttasvæða. Nú nýlega skrifaði stjórn íþróttasam- bandsins bæjarráði bréf, þar sem þess var farið á leit, að Reykjavikurbær léti vinda að þvi bráðan bug, að brjóta þetta land. Tíminn hefir átt um þetta tal við Benedkit G. Waage, forseta iþróttasam- bandsins, og sagðist honum svo frá: — Það, sem fyrir stjórn iþróttasambandsins vak- ir, er að stuðla að því að þetta land verði brotið og unnið í haust og er henni það kapps- mál að byrjað verði á því verki áður en tíðarfar spillist. Síðan hugsum við okkur, að landið verði mælt út og látið félögunum í té. Þar eð hætt er við, að framkvæmdir farist fyrir um skeið, ef ekki verður hafist handa bráðlega, viljum við fá úr því skorið sem allra fyrst, hvort bæjarstjórnin hygst að sinna málaleitun okkar. — Bréf íþróttasam- bandsstjórnarinnar var lagt fyrir bæjarráðsfund síðastlið- inn föstudag og vísað til bæj- arverkfræðings til athugunar. ♦ ♦ Bráðabirgðaskýrsla hagstof- unnar um útfluttar, islenzkar afurðir í septembermánuði síðastliðnum sýnir, að alls hafa verið fluttar út vörur fyrir 6572 þúsundir króna. Á tímabili frá ársbyrjun til septemberloka hafa verið flutt- ar út vörur fyrir 39,633 þús- undir kr. Hefir útflutningur Jtenna tíma ársins eigi orðið meiri um fjögurra ára skeið nema 1937. f fyrra var hann ta>par 37 miljónir. Af út- flutningi þessa árs eru síldar- afurðirnar langstærsti liður- inn. Saltsild hefir verið flutt út fyrir 8453 þúsund krónur, síldarolía fyrir 4,558 þúsund ALÞJ0ÐAR RAUÐA KR0SS Stríðsfjársöfnun fyrir $3,000,000 Rauðakross félagið þarfnast hjálpar yðar strax. Sérhver dollar frá yður miðar að því að vernda líf og lina þján- ,y ingar. Það er áríðandi að sérhver Canada-horgari taki á sig sinn hluta " ' þe.irrar byrðar, sem þessu nauðsynja- verki er samfara. Hópur sjálfboða reynir að finna eins marga og unt er meðan á söfnuninni stendur. Nái einhver þeirra ekki til yðar, eruð þér vinsamlegast beðnir að senda tillag yðar til deildar hins Rauða Kross í umhverfi yðar. Þörfin er BRÝN— Farið ívasann og gefið! CANADIAN RED CR05S

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.