Lögberg - 16.11.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.11.1939, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN lfi. NÓVEMBER, 1939 3 og síldarmjöl fyrir 3233 þús- und krónur. Aðrir stærstu liöirnir eru óverkaður salt- fiskur fyrir 4857 þúsund, verkaður saltfiskur fyrir 3283 þúsund, ísfiskur fyrir 2203 þúsund, freðfiskur fyrir 1626 þúsund, lýsi fyrir 4962 þús- und, fiskimjöl fyrir* 1021 þús- und, ull fyrir 1098 þúsund og freðkjöt fyrir 972 þúsund krónur. At útflutningsliðum, sem telja má til nýjunga hin síðustu ár, eru hvalafurðir fyrir 263 þúsundir kr., loð- skinn fyrir 60 þúsund kr. og vikur fyrir 13 þúsund krónur. Innflutningur útlendra vara nemur orðið 44,533 þúsund krónum á þessu ári og er það mun meira en verið hefir hin sfðustu ár. -f ♦ Samkvæmt fregn, er hlaðinu hefir borist úr Skagafirði, er slátrun þar að verða lokið. Hefir fé reynst í vænsta lagi. Fram að miðjum mánuðinum hefir kúm verið beitt og mjög lítið gefið, er svo jafnvel enn sumstaðaf’. Er það mjög ó- venjulegt, að svo mild og góð tíð haldist þetta lengi fram eftir haustinu. Umtal er manna á meðal um að setja nú gætilega á, svo að fénaði sé sem bezt borgið, þótt harð- an vetur beri að. Fundir hafa verið haldnir í öllum hreppum sýslunnar til að ræða um fóð- urbirgðamálin. Fiskafli hefir verið góður þar nyrðra upp á síðkastið og kolkrahbi alveg upp við landsteina. —Tíminn 17. okt. Þoráleinn Eyjólfsson bóndi og landnámsmaður afí Hóli við íslendingafljót. (Minningabrot) Hann var fæddur þann 4. nóv. 1854, að Unaósi, í Norð- ur-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Eyjólfur Magnússon, og fyrri kona hans Steinunn Stefánsdóttir bónda á Hey- skálum Guðmundssonar. Stein- unn dó 1864. Alsystkini Þorsteins voru: Magnús, er lærði sjómanna- CALONA MEÐALSÆT ÞRÚGNAVlN petta eru Ijúf- feng og tær þrúgnavín press- uð úr ljúfustu vínþrúgum rækt- uSum í hinum Sólríka Okanag- an dal í British Columbia. Hreinindi þessara vina, fegurð, b r a g ð gæði og hressingarmagn hafa fengið lof hjá öllum, er skil kunna á g 6 ð u m vínum. Hrein, velgörótt Þrúgnavín þvl nær 30% að styrk- leika. 1 flöskum eða gallðnum. Calona vín búið til vestanlands fyrir vestanlands fðlk. CALONA WINES LIMITED Kelowna, B.C. This adVertlsement Is not inserted by the Government Llquor Control Com- nilsslon. The CommlHHlon Is not re- sponslble for statements made as to the quallty of products advertlsed. fraiði og var lengi í siglingum með iNorðmönnum og fórst við Noreg 1878. Stefán, land- námsmaður í Nýja íslandi, og síðar í Norður Dakota. Slg- urður, bóndi í Viðirbygð. Sesselja, fyrri konai Þorvaldar heitins Þórarinssonar á Skriðulandi við íslendinga- fljót, og Guðrún, er dó ung. Seinni kona Eyjólfs Magnús- sonar var Vilborg Jónsdóttir, bónda i Breiðuvík i Borgar- hreppi eystra; sonur þeirra, en hálfbróðir Þorsteins og téðra systkina hans var Gunn- steinn skáld og bóndi á Una- landi við Riverton, látinn 1909. Þorsteinn ólst upp á Unaósi, en fluttist ásamt föður sínum, fóstru og systkinum til Seyð- isfjarðar vorið 1875, um sum- arið vann hann hjá Norð- mönnum, en sigldi með þeim utan um haustið; með Norð- mönnum var hann svo í milli- landasiglingum um tvö sumur en dvaldi á vetrum í Noregi og vann við skipasmíði. Á árinu 1878 sigldi hann með skipi frá Mandal til Englands, en þaðan til Baltimore, Mary- land, og afskráðist þar, en hélt svo ferð sinni áfram og kom til íslendingafljóts þann 6. júní, þá um sumarið, — en þangað voru faðir hans og systkini þá komin. Þann 6. júní 1885 giftist Þorsteinn Lilju Halldórsdóttur af skagfirskum ættuni, hún andaðist að Hóli 1936. Börn þeirra 13 að tölu voru: Eysteinn, d. 1929, kvæntur Sigurlaugu Sigurðardóttur, Riverton. Gnnnar, dó ungur. Magnús, kvæntur Aðalheiði Jónsdéittur Eastmann. Sigrún, ekkja Stefáns John- son, Hólmi í Argyle-bygð. Ástvaldur, d. 1927, kvæntur Emmu Halldórsson. Sigurjón, kvæntur Lilju Guðmundsdóttur Borgfjörð. Stefán, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur Eastmann. Emilg, gift Robert Love, hann dó 1937. Jóhann, dáinn i bernsku. Una, dáin 1937. Frifírik, kvæntur Arnheiði Guttormsdóttur skálds Gutt- ormssonar. Sesselja, gift F. H. Fisher. Gunnar, heima á Hóli. Þorsteinn á Hóli, var sem um er getið einn af frum- byggjum hinnar víðkunnu Fljótsbygðar, eins og hún hef- ir venjulega verið nefnd, með- al manna i Nýja íslandi. Á sú hygð langa og merka sögu og margt valinna og þjóðkunnra þróttstyrkra manna hefir ]>ar ln’iið hæði fyr og síðar. Ærið varð það þungt og stórt hlut- verkið sem Þorsteini á Hóli og Lilju konu hans féll í hlut, við framfærslu hins stóra harnahóps, sem þeim vær lán- að, til að elska og annast, en þar naut hann ágætrar að- stoðar góðrar konu, er aðstoð- aði hann í lifsbaráttunni og auðgaði hann, með góðvilja og göfugum áhrifum til hinztu æfistunda. mörg og foreldrum hin mesta heimilinu Börnin þeirra, mannvænleg urðu sínum og heimili aðstoð, og störfuðu til heilla eins og samstilt heild, unz leiðir lágu að heiman, og sum fóru aldrei að heiman til langdvalar.— Þorsteinn á Hóli bar á full- orðins árum sinum mjög svo sýnilega hin sönnustu heið- ursmerki er menn geta öðlast: þreytumerki starfsmannsins, sem fórnað hefir kröftuin sín- um af fúsum og glöðum hug á altari helgrar skyldu, verka- mannsins, sem enn gengur að verki og finnur sælu og sefjun í þeiin störfum, sem hann get- ur af hendi leyst, þótt með öðrum hætti sé, en fyr á æfi- degi, er hann stóð framarlega í fylkingu samherja sinna mitt i stórræðum og önnum dags- ins. En svo varð hann fyrir áfalli, og gat ekki lengur haft fótavist fimm síðustu æfiárin, en lá þá rúmfastur og ósjálf- lijarga. En það var bjart um- hverfis hann, olli því ástúð- Ieg umhyggja dætra hans og sona, og kærleiki ástvina hans og frændaliðs. En birta hugar hans stafaði öllu: öðru fremur af djúpstæðri og innilegri trú- arvissu er var orkulind ör- yggis hans og hugrekkis; um handleiðslu Guðs hafði hann sannfærst á ungþroska árum, er hann sem sjómaður lenti í lífsháska og mannraunum, og æfilangt var traustið til Guðs helgur stafur er hann studdi sig við. Eg hygg að hin fornu orð “þéttur á velli og þéttur í lund, og þolgóður á rauna- stund,” megi með sanni heim- færa um Þorstein á Hóli, sem sönn og vel viðeigandi lýsing á honum og einkunnum hans. Hann var að dómi kunnugra fjör og athafnamaður á fyrri árum sínum, þrautseigur og fastur fyrir. Skyldurækinn eiginmaður, og umhyggjusam- ur faðir, er jafnan lét sér anl um heiður og heill ástvina sinna og heimllis síns. Hann var affarasæll og traustur stuðningsmaður velferðarmála umhverfis síns og sveitarfé- lags allra, er hann annars lét sig nokkru um skifta. Hann og hin látna kona hans ásamt öllu ástvinaliði hafa ávalt ver- ið meðal trúfastra stuðnings. manna og unnenda Bræðra- safnaðar í Riverton. Þorsteinn var einn hinna mörgu góðu liðsmanna, er sjaldan standa í brpddi fylk- ingar, sem lítið ber á en sem eiga þó sinn stóra þátt i þvi að “gera garðinn frægan,” í virkilegri merkingu. Kynning þess er þetta ritar varð aðeins 11 ár, er voru hinztu æfiár hans, en hann kom mér fyrir sjónir sem sannur maður, og falslaus, úr ósviðnum málmi ger, er tók með þreki og still- ingu hverju sem að höndum FIVE ROSES FLOUR Bezta mjölifí verður langdrýgst Pantið poka af FIVE ROSES MJÖLl hjá kaupmanni yðar í dag bar, og er sorgarél endurtekins barnamissis dundu yfir hann, sást það bezt hve sönn og djúp að trú hans var. Það varð hlutverk mitt, einn regn- þrunginn haustdagsmorgun að færa honum og ástvinum hans fregnina um skyndilegt frá- fall elskaðs sonar. Þá urðu honum á vörum orðin: “Hann var að láni, eins og alt ann- að.” Tilsvarið lifði mér i minni, — þrungið af heitri trú en fumlaust, að hætti hug- umstyrkra forfeðra vorra, og í anda norrænna manna mælt. Við, sein stundum komum til hans upp í loftherbergið þar sem hann dvaldi hinztu æfi- ár, minnumst viðtalsstund- anna, sem helgra stunda og fórum þaðan jafnan styrkari en við komum, því hinn aldr- aði maður er þar hvíldist, miðlaði okkur nokkru af sín- um eigin yfirlætislausa trúar- styrk — í hvers ljósi að öll æfireynslan var fögur viðhorfs — og vistaskiftin sem fram undan voru, indæl um að hugsa. útför hans fjölmenn að frændaliði, vina hans og ná- granna og sVeitunga, fór fram frá Hóli og kirkju Bræðra- safnaðar í Riverton þann 30. október. Ljúf er minning látinna vina. S. ólafsson. ijusinesð anb DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba ÖLaibð Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viötalstlmi — 11 tii 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi 22 251 Helmilisslml 401 991 KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & D00R CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 Dr. S. J. Johannesson 806 BROADWAY Talsimi 30 877 • Viðtalstími 3—5 e. h. DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdóma. Viðtalstlml 10—12 fyrir hádegi 3—6 eftir hádegi Skrifstofusimi 80 887 Heimilissími 48 551 H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrceOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur iögfrœMngur 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talslmi 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG • pægilegur og rólegur bústaOur í miObiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Guests

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.