Lögberg - 18.01.1940, Síða 7

Lögberg - 18.01.1940, Síða 7
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 18. JANÚAR, 1940 7 .i'il!lllll!l!llll||||||||il!ll!l|||!|||||||||!||||||||||||||;i|||||||||||Iil||||||||||l|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||ll. Frá Islandi ''''iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiinr Undanfarna daga hefir blóð- kreppusótt allmögnuð gengið hér í bænum. Hefir fjöldi fólks verið rúmliggjandi af þessum sökum hina síðustu daga, en þó hefir faraldur þessi einkum lagzt á börn. Sjúkdómur þessi veld- ur miklum hita og niðurgangi og vanlíðan, þótt ekki sé hann sérlega hættulegur. Þó ber til, að börn deyja úr veikinni. Sótt- in stafar af sýkli, sem gefur frá sér eiturefni og veldur bráðri bólgu i görnunum. Vanalega varir sjúkleikinn þrjá eða fjóra daga. Magnús Pétursson bæjar- læknir hefir tjáð Tímanum, að faraldurinn muni nú í rénun i bænum, en mest brögð hafi verið að honum um eða eftir síðast- liðna helgi. í gær bættist yfir- leitt fátt við af nýjum sjúkling- um. • 20—30 bátar ganga um þess- ar mundir til fiskjar i Vest- tnannaeyjum, þegar á sjó gefur. Hafa þeir aflað 1 smálest og alt upp í 6—8 smálestir í róðri og þykir það dágóður afli. Bátarnii- afla ýmist á línu og í dragnót, en nokkuð af ýsumiðum Vest- ntannaeyinga liggur utan land- helgislínunnar. Dragnótaveiðar ' landhelgi eru hins vegar ekki leyfðar lengur fram eftir haust- inu en til loka nóvembermánað- ar. Almennur vertíðarundirbún. ingur stendur vfir i Eyjum, en hin eiginlega vetrarvertíð hefst undir eins eftir áramótin. Vestmannaeyjar eru einn af faum kaupstöðum, þar sem ekki hefir verið hemill hafður á hundahaldi af stjórn bæjarins. Er mikið um hunda i bænum. Nú í haust hafa hundar lagst mjög á fé í Eyjum og drepið eigi færri en 20—30 kindur, en auk þess hrakið sumt fyrir hjörg. Á bæjarstjórnarfundi í fyrradag var samþykt bann gegn hundahaldi í bænum vegna þessara atburða. Undanþágur er þó hægt að veita, ef sérstakar ástæður eru til. Sig mundur Guðmundsson á Melum í Trékvllisvik. ritar Tíin- anum á þessa leið: Uppskera garðávaxta var í ár margfalt meiri en hér hefir áður þekst. Eru allflestir bændur sjálfum sér nógir um garðávexti, og er það óvanalegt. Venjulega hefir illa tekist um garðyrkjuna, sök- Ur vorkulda og næturfrosta að sumrinu. — Sauðfé var venju fremur vænt í haust. Kjötþungi sláturdilka var að meðaltali tveim kílógrömmum meiri en undanfarin haust, og muna menn varla slíkt ár, að því er snertir frálag sauðfjár.. — Fisk- afli var mikill og gæftir góðar. Sjóróðrar eru aðallcga stundaðir frá Gjögri, enda er þaðan stutt að sækja og fiskimið trvgg. lelja sumir, að Gjögur sé með beztu fiskistöðvum landsins. í haust gekk fiskur á grynstu mið og inn á hverja vík. Var hlað* fiski um timabil, enda var mik- il! kolkrabhi, sem ætíð drógst á færi, og rak á fjörur í stórum stíl. Var þetta ár eitt hið blóm- legasta, bæði til lands og sjávar, fyrir bygðarlagið, svo að elztu menn muna ekki annað því Hkt. ■—29 jarðir eru í Árneshreppi og hefir engin jörð lagst í eyði hina síðustu áratugi, en mörgum ver- ið skift. Er nú einbýli á 14 jörðum í hreppnum, tvíbýli á 11, þríbýli á 1, fjórhýli á 2 og sex- hýli á 1. Burtflutningur fólks nr hygðarlaginu hefir ekki átt sér stað, og er álíka margt fólk i hreppnum nú og var fyrir 1920. J þeim áruin er fólk flutti til Vesturheims af landi hér, fór enginn vestur um haf af þessum slóðum, þrátt fyrir harðæri og isaliig. — Framfarir í jarðrækt °g húsabætur ,hafa verið miklar í seinni tíð. Munu óvíða jafngóð íveruhús sem hér og er það að nokkru að þakka hve mikill við- arreki hefir verið síðustu árin.— Refaeldi hefir aukist mikið, en fæstum orðið ábatasamt. Mikið hefir orðið vart við vilta refi, og þegar verið skotnir 6 í Ófeigs- firði. • Kaupfélag Norðurfjarðar hefir starfað um rösklega 40 ára skeið. Má mikið þakka kaupfélaginu og forráðamönnum þess, hve af- koma bygðarlagsins er góð. Hef- ir það jafnan sýnt fylstu sann- girni við vöruálagningu, þrátt fyrir erfiða aðstöðu. Áður en kaupfélagið var stofnað, urðu hreppsbúar að sækja vörur sín- ar til Skagafjarðar og Blöndú- óss. Voru það erfiðar sjóferðir á opnum skipum. —Tíminn, 16. des. Tilraunir um sölu á frijstum fiskflökum vcstan hafs Fréttamaður Tímans hefir leitað upplýsinga hjá Runólfi Sigurðssvni, skrifstofustjóra Fiskimálanefndar, um nýmæli, sein á döfinni eru hjá nefndinni. Runólfur skýrði svo frá tilraun, sem nú er verið að gera um sölu á frystum fiskflökum vestan hafs: Fiskimálanefnd hefir sent til Vesturheims tilraunasendingu af frystum þorsk- og ýsuflökum, alls nokkrar smálestir, og á Vil-* hjálmur Þór að sjá um sölu á henni. Fór vörusending þessi með Dettifossi á dögunum. Mjög hefir verið vandað til alls frágangs á sendingunni, sýnishorn, sem send voru vestan um haf, höfð til fyrirmyndar og umbúðir einnig keyptar í New York. Fiskimálanefnd hefir áður gert samskonar sölutilraunir vestan hafs, sem þá mishepnuð- ust. Hefir nú betur verið vand- að til vörusendingarinnar en nokkru sinni áður. Vafasamt er, að unt verði að selja fiskflökin vestan hafs fyrir það verð, er samhærilegt sé við verð á frystum og ísuðum fiski í Evrópu. Veldur þvi mikill tilkostnaður, bæði mikill um- búðakostnaður og há flutnings- gjöld. Fiskimálanefnd ráðgerir þó að senda aðra tilraunasendingu til Vesturheims með Dettifossi næstu ferð.—Tíminn 16. des. Refaeign landsmanna cr 8,010 dýr. Eins og frá hefir verið skýrt í Tímanum er refamerkingum í ár lokið fyrir nokkru. Loðdýrarækt- arfélaginu hafa nú borist allar skýrslur um merkingar og hefir Metúsalem Stefánsson greint blaðinu svo frá niðurstöðum þeirra: — Silfurrefayrðlingar, sem merktir voru í haust, voru alls 3,700, en 2,300 í fyrra haust. Fullorðnir silfurrefir eru nú 2,760, en 1,960 i fyrra. Eru silfurrefir landsmanna því nú alls 6,460 og hefir silfurrefa- stofninn aukist um rösklega 50% frá þvi i fyrra; var jiá 4,260 dýr. Blárefayrðlingar, merktir í ár, vorn alls 960, en 440 í fyrra, og fullorðnir blárefir nú 590, en 340 í fyrra. Blárefaeignin er því nú 1,550 dýr, en var 780 dýr i fyrra. Hefir blárefunum því fjölgað sem næst um 100%. Alls eiga landsmenn nú um 8,010 refi, en áttu í fyrra 5,040. —Tíminn 4. des. Dánarfregn Matthildur Pálsdóttir Johnson andaðist á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Th. Sigurdson, fyrir norðan Hallson, laugardaginn 9. desember. Matt- hildur sál. fæddist í Eyjafirði á fslandi annan þriðjudag i apríl 1848. Hún giftist Árna Jónssyni úr Norður-Múlasýslu i ágúst- mánuði 1873. Árni dó 12. júlí 1936. Þau Árni og Matthildur fluttu til Ameriku árið 1883 og settust fyrst að í Pembina en fluttu á heimilisréttarland í grend við Akra, N.D. 1886, og bjuggu þar þangað til þau brugðu búi fyrir 12 árum. Síðustu 8 árin var Matthildur hjá dóttur sinni Mrs. Sigurdson þar sem hún nú and- aðist. Árni og Matthildur eignuðust 10 börn, tvo syni og átta dætur. Son mistu þau í æsku á íslandi; en fulltiða dóttir þeirra (Mrs. J. Westford) dó 1903. Hin átta systkinin lifa móður sína. Matthildur sál. var skörungur mikill og dugnaðarkona; trú- mensku mikla sýndi hún á sínu verksmiði og var hún ástrík eig- inkona og móðir. Hún var vel gefin og vel að sér, þrátt fyrir þó að störf hennar hafi að sjálf- sögðu altaf verið mikil. Matthildur sál. var jarðsungin frá Hallson-kirkju þriðjudaginn 12. desember. Fylgdi henni stór hópur ástmenna og annara vina og samferðafólks til grafar. Séra H. Sigmar jarðsöng. Hitt og þetta A TVINNULEYSl IÐNAÐARMANNA Enginn vafi er á því að iðn- aðarmenn verða einna harðast úti hvað atvinnu snertir nú, þeg- ar stríð er skollið á og hvers- konar efni til iðnaðarframleiðslu verður dýrt og nær ófáanlegt. Og allra verst kemur atvinnu- leysið niður á byggingamönnum. í 2. hefti Timaritsins skrifaði framsýnn reykvískur iðnaðar- maður grein, er hann nefndi: Atvinnubætur fyrir iðnaðar- menn. Benti hann þar á ágæta úrlausn þessa vandamáls. Hann hafði sjálfur reynslu af afla- brögðum á “trillu”-báta hér í Flóanum og vildi að iðnaðar- menn kæmu sér upp slíkum bát- um og stunduðu sjóróðra meðan vertíð stendur, en sleptu þá byggingavinnu. Hann hefir á- reiðanlega rétt fyrir sér. Það ynnust við þetta tvö meginatriði: Meiri byggingavinna kæmi á hvern hinna, sem heima sætu, og aukinn gjaldeyrir fengist, sein meðal annas yrði til aukinna byggingarefniskaupa. En þati mundu aftur auka bygginga- starfsemina. Byggingamenn ættu að fletta upp í 2. hefti Tímaritsins og lesa þessa grein aftur. LJÓSM YNDA LIS TIN í tilefni af 100 ára afrnæli ljós- myndalistarinnar, var í sumar haldin vegleg ljósmyndasýning fyrir Norðurlönd í Charlotten- borg í Kaupmannahöfn.—Nokkr- ir islenzkir Ijósmyndasmiðir sendu þangað safn nokkurt, sem fékk mjög góða dóma. f tíma- riti danskra ljósmyndasmiða er sagt frá sýningu þessari og standa þar þessi uinmæli um is- lenzka safnið: “íslenzka safnið skipaði heið- urssætið í salnum, beint á móti innganginum. Það vitnaði ekki einungis unt hin sérstöku pg þróttmiklu “inotiv,” heldur einnig um persónulegan dugnað einstakra þátttakenda. Hin merkasta og mest áberandi inynd var “Regnbogi” Vigfúsar Sigur- geirssonar, vel hepnað og fágætt “motiv,” sem vekur dulræn, forntrúarleg áhrif. Ljómandi línur i fvlsta samræmi við skuggaskifti, sem sett eru fram mjög lifandi, niður i svo að segja biksvartan hafflötinn, gerði athugun myndarinnar að tilkomumikilli nautn mynd- fræðilega séð, samtímis þvi sem hinn lýsandi regnbogi svo að segja brendi sig fastan i huga áhorfandans. Fræðilegar fugla- myndir voru sýndar af Birni Arnórssyni og skýrar stemnings- myndir af Halldóri E. Arnórs- syni. Mannamyndir Jóns Kaldal munu seint gleymast.” Þannig farast Dönum orð um islenzka ljósmyndasmiði. ólafur Magnússon, formaður félags Ijósmyndara, hefir lofað Tíma- rijinu grein í tilefni af 100 ára afmæli Ijósmyndalistarinnar. BINDINDISMA LA VIKA var haldin hér í októbermánuði að tilhlutan Stórstúkunnar. Fyr- irlestrar fluttir og ritgerðir birt- ar í blöðunum. Fátt mun þó hafa verið betur sagt en þetta, að Sigurjóni Daníelssyni, bilstjóra í Tímanum, 3. október: “Allur almenningur veit vel, sem eitthvað þekkir til skemt- analífs Reykjavikurbæjar, að ó- þarfa eyðslan er langmest á víni og tóbaki, öll önnur eyðsla er hverfandi. Er því furðulegt hve hljótt er um þessa hlið málsins, en ýmsar ' aðrar sparnaðarráð- stafanir gerðar, sem skifta minna máli en takmörkun á vín- og tóbaksnautn. Eða skilja þeir enn ekki, sem um stjórnartaum- ana halda, að sú uppskera, sem landið fær af sölu víns og tóbaks, er rányrkja i orðsins fylstu merkingu. Hefði greinarhöfundur um leið gjarnan mátt minna á nætur- og leynivínsalana, sem Áfengis- verzlun islenzka ríkisins fóstrar hér í Reykjavik og víðar og eru sjálfsagt ötulustu starfsmenn umræddrar rányrkju. —Tímarit Iðnaðarmanna, desember, 1938. V ökudraumsýn í skammdeginu úti i dimmum fjarska greiðast sundur þykkir þokuflókar og á bak við gefur að líta lága heiði í glæstum sólarljóma. En hærra gnæfa tindar blárra fjalla. Þessi sumarfagri heimur ná- lægist. Eg sé lyngi vaxnar brekkur og finn gróðurilm. Eg er staddur g heiðarlirúninni. Þaðan gefur sýn yfir dal í skjóli heiðarinnar. Og handan við dal- inn er það, sem föllin rísa. Blik- andi elfa streymir eftir dalnum. Hún fellur í ótal fossum, sem sindra í öllum litum regnbog- ans. Á bakkanum sem fjær er, vex dökkgrænn birkiskógur. Skyndilega er eg staddur inni í skóginum. Að baki mér hljóma niðir elfunnar, eins og huldu- söngvar. En framundan kliðar skógurinn af fuglaröddum. Ein- hversstaðar lángt inni i þykninu er sólskríkja að syngja. Eg þekki þessa yndislegu, léttu tóna alt of vel til þess, að geta vilst á þeim. ósjálfrátt geng eg á hljóðið. Og eg greini það æ betur gegnum skógarþysinn. Fyrri en varir er eg kominn inn í undurfagurt rjóður. Lág- vaxinn gulvíðir og allskonar blá- gresi grær í skjóli birkitrjánna. Og í mosavaxinni skriðu, sem auðsjáanlega endur fyrir löngu hefir hrapað úr fjallinu, og teyg- ir sig nú kuldaglottandi inn á blómlendi rjóðursins, vex einir á stöku stað. Þarna hátt iippi í hlíðinni slútir kræklótt hrisla yfir urðar- skúta. Og í hríslunni situr sól- skríkjan, sem eg hefi hevrt til, og syngur án afláts. Og nú staðnæmist eg undrandi, því að eg skil mál sólskríkjunnar. Eg heyri að hún syngur þetta litla Ijúð: Gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar! Ljósið og fegurð, lif og vndi ljómar nú um gjörvalt stirndi. Gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar! Vetur burt úi' véum skríður. Vorið kemur! Starfið biður! Gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar! . . . Aftur er eg staddur fjarri þessum litfagra dal, og skvnja angan skóga hans og fuglasöng- inn álengdar. Svo falla rökkur- tjöldin saman. Sumarmyndin er horfin.—Sigfús Daviðsson. —Dýrverndarinn. ’l'o My Dear Friend the Late Hallgrímur S. Eyford O, the present is too sweet Tö go on forever thus! Round the corner of the street Who can say what waits for us? Meeting — greeting, night and day. Faring each the self — same way — Still somewrhere the path must end.— Reach your hand to me, my friend! I am awreary waiting here For one who tarries long from me. O, art thou far, or art thou near? And must I still be sad for thee? Or wilt thou straightway come to me? Friend, answer. I am near to thee. I care not what sharp thorns grow thick below And wound my hands and scar my anxious feet I only care to know God’s roses grow. And’ I may somewhere be with you and find their odor sweet. And so the stately ships move on To their haven under the hill. But, O, for the touch of a vanished hand, And the sound of a voice that is still. flnserted by Christiana Oddson) J Tvö skáld Einar Benediktsson hefir gefið þjóð sinni konunglega gjöf, hverjum einasta fslending, er vill við henni taka. Eg finn mér skylt að þakka E. B. fyrir ljóð- in hans, fyrir þær ógleymanlegu ánægjustundir, er þau hafa veitt mér. Hverjum fslendingi ætti að vera það metnaðarmál að lesa þau og læra, láta þau hrista burt hversdagsleikann og vekja til lífsins það fegursta, er býr í hverri mannssál, því það gera þau óhjákvæmilega, ef menn á annað borð fást til að kynnast þeim. Það glajdi mig þvi mjög mikið, þegar eg sá og heyrði í blöðum og útvarpi að minst var rækilega 75 ára afmælis E. Benediktssonar. f þessu sambandi kemur mér í hug atvik frá alþingishátíðinni 1930, á Þingvöllum. Mér varð ásamt mörgum öðrum gengið fram hjá þar sem æðsta stjórn landsins ásamt nokkrum helztu mönnum þjóðarinnar var að halda veizlu konungi og fylgd- arliði hans. Mér varð starsýnt á einn mann, er stóð fyrir dyrum úti og studdist við staf. Maðurinn var óvenju aðsóps- mikill og tígulegur þó ekki væri hann í veizluklæðum. Augun voru starandi og fjarskygn. Mér var sagt að þessi maður væri E. Benediktsson. Eg hafði aðeins séð hann á myndum. Mér brá við, þarna stóð þá þessi stórbrotni maður, skáldkonungur fslands, eins og hvcr annar beiningamaður úti fyrir dyrum veizlusalsins. Hann hafði þó ort hátíðaljóðin, — sem aðeins fengu önnur verðlaun. Ef til vill hefir það ekki legið fyrir E. B. að vrkja tækifæris- ljóð, þau þurfa helzt að vera auðskilin og fljótlærð, en þess háttar ljóðagerð hentaði ekki E. B. Hann kann ekki að vaða grunt. Hitt skáldið, er eg stend i þakkarskuld við, er Jakob Smári. Hann átti fimtugsafinæli nýlega, og kom þá út 3. ljóðabók hans. Þessi skáld eru eins ólík og tvö skáld geta verið, en þó hafa þau margt sameiginlegt. Báðir eru frumlegir og fara sinar göt- ur, en ekki annara. Hvorugur þeirra er alþýðuskáld eins og það hugtak er skilið. Báðir erii hárfínir í skáldskapnum, svo fínir, að hvergi verður vart við örðu af sora. Báðir hafa inni- lega samúð ineð þeim, er bera skarðan hlut frá borði. Báðir fyllast þeir lotningu fyrir því æðsta og háleitasta i tilverunni, guðdóminum og öllu því feg- ursta, er mannsandann dreymir um. E. B. geysist áfram með storminum um víða veröld. Hann er eins og vormorgunn í upp- rennandi sól, sem heimtar alt og alla til starfs og dáða. J. S. lætur andblæinn vagga sér um himingeiminn, í fylgd með hon- um er friður hið innra og töfr- andi hillingar inn í framtíðar- löndin. Gimsteinadjásn og glitr- andi perlur E. B. sjást í gegnum brimrótið og stórfengleik ís- lenzkrar náttúru. Gimsteinar .1. S. birtast í bláma víðáttunnar, angan blómanna og hjali barns- ins. Hver á sinn hátt lyfta þeir anda manns upp úr grárri þoku hversdagsleikans og hugurinn fvllist lotningu fyrir tilverunni eins og alheimssálin hefir ætlast til. Með þessum linum vildi eg vekja athygli allra, er fögrum ljóðum unna, á bókum þessara tveggja skálda. Á meðan eruð þið í góðum félagsskap og ykk- ur líður betur á eftir.—A. ./. —Alþbl., 13. des. Dánarminning Snemma morguns á aðfanga- dag jóla (24. des.) andaðist Sig- ríður Jónasson á heimili bræðra sinna Jóns og Sigurðar Johnson, suður af Mountain, N.D. Hafði hún verið mjög heilsutæp síðasta árið. Þó hafði hún fylgt fötum þar til fáum dögum fyrir and- látið. Sigriður fæddist á Stafni í Reykjadal í Þingeyjarsýslu 15. október 1860. Fullu nafni hét hún Guðrún Sigríður, og voru foreldrar hennar sæmdarhjónin Kristján Jónsson og Sésselia Sigurðardóttir, bæði úr Þingeyj- arsýslu. Sigriður giftist Birni Jónassyni, sem einnig var úr Þingeyjarsýslu, árið 1882. Flutt- ust þau hjón til Ameríku árið 1883 og settust na'rri strax að í þessari bygð og liafa ávalt dval- ið hér síðan. Björn lézt i hárri elli 1938, og Sigriður nú, einu ári síðar. Þeim hjónum varð ekki barna auðið; en þau ólu upp eina stúlku, Kristínu Jak- ohsdóttur, sem nú býr í Wvn- vard, Sask. Sigríður var heilsusterk og dugleg kona, starfsöm og skörp. Hún var bókhneigð og las all- mikið, og var vel að sér. Á starfssviði sínu sýndi hún ávalt hina einlægustu trúmensku. Hún tilhej'Tði Víkursöfnuði í Moun- tain. Hin látna var jarðsungin frá heimli bra'ðra sinna og Eyford- kirkju miðvikudaginn 27. desem- ber. Fylgdi lienni stór hópur vina og samferðafólks til grafar. Séra IJ. Sigmar jarðsöng.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.