Lögberg - 18.01.1940, Síða 8

Lögberg - 18.01.1940, Síða 8
SVÖL EINS OG FJALLABLÆR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JANÚAR, 1940 '/££■ 5C Úr borg og bygð 1!III!IIIIIIIIII!!III!IIIIIIIIIII!!II!!IIIIII!IIIIIIIIIIIIIII!!IIIIIIIIIIIIIII!!IIIIF Mr., Th. Thordarson kaupmað- ur á Gimli dvaldi í borginni í vikunni sem leið. -f ♦ ♦ Séra E. H. Fáfnis frá Glen- boro var staddur í borginni í fyrri viku. •f -f -f Þeir G. J. Oleson lögreglu- dómari og G. Lambertsen skraut- munakaupmaður frá Glenboro, Man., voru staddir í borginni í fyrri viku. -f -f -f Mr. Guðmundur Grímsson hér- aðsdómari frá Rugby, N. Dak., kom til borgarinnar ásamt frú sinni á föstudaginn í vikunni, sem leið. Brugðu þau hjón sér norður til Gimli, en héldu heim- leiðis á Iaugardaginn. ♦ ♦ ♦ iA Jón G. Gíslason (Gilli£) lézt að heimili sínu, Gimli, Man., sunnudaginn 14. þ. m., Iiðlega 87 ára að aldri. Hann var bróðir Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki í Skagafirði, fs- landi. Þessa velmetna manns verður nánar getið siðar. -f -f -f Bárður Sigurðsson, hniginn allmjög að aldri, og lengi blind- ur, lézt að heimili sinu 562 Sher- brook Street á laugardaginn var; hann lætur eftir sig ekkju og tvö uppkomin börn. Bárður heit- inn var hinn vænsti maður, og óvenju næmur á íslenzk ljóð. Hann var jarðsunginn á þriðju- daginn frá útfarastofu Bardals af séra Philip Péturssyni. -f -f -f Bréf, sem eiga að komast til íslands með Goðafossi, næstu ferð hans, þurfa að vera koihin til New York ekki siðar en að morgni þess 25. þ. m. Upplýs- ingar þessar lét hr. Árni Eggerts- son fasteignakaupmaður Lög- bergi í té á mánudaginn, en honum hárust þr bréflega frá Jóni Guðbrandssyni, umboðs- manni Eimskipafélags fslands í New York. ISLENZK neimilisiðnaðarverzlun Seltir allar tegundir af heima- munum, ullarvörum, svo sem sokka, sport vetlinga, trefla, vél. band og einnig íslenzk flögg og spil. — Sérstakur gaumur gefinn pöntunum utan af landi. Halldóra Thorsteinsion PHONE 88 551 Heimili: 662 Simcoe St. Mr. Ragnar Eggertson fésýslu- maður frá Wynyard, Sask., kom til borgarinnar á mánudaginn í heimsókn til föður síns, Árna Eggertssonar fasteignasala. f -f -f STAKA Það er sæla að geta geymt gleði bernskuára. Einnig fró ef fengjum gleymt fjölda sorgartára. B. S. Lindal. f f f Mr. Landeryon, sambandsþing- maður frá Alberta. talar á Marl- borough-hótelinu næstkomandi mánudagskvöld kl. 8. Þeir. sem hafa áhuga fyrir Alberta-hreyf- ingunni og ánægju af því að hlýða á góðan ræðumann ættu að vera viðstaddir. f f f Herra P. O. Enerson bifreiða- kaupmaður í Wynyard hefir gef- ið Sambandskirkjunni í Wyn- yard tvo rafmagnslampa með skygnum. Eru þeir hvorttveggja í senn, til hinnar mestu prýði og bera viðfeldna birtu um kirkjuna. Þessi rausn og sam- úðarvottur til kirkjunnar, verð- skuldar þakklæti allra, sem hlut eiga að máli.—Jakob Jónsson. f f f Látin er nýlega héh í borginni Miss Jakobína Gillis, systir Sveinbjörns Gíslasonar trésnriðs hér í borg, freklega sjötug að aldri; hún ól upp tvær bróður- dætur sínar og gekk þeim i góðr- ar móður stað. Útför hennar fór fram frá Clark-Letherdale síðastliðinn mánudag. f f f Sunday, Jan. 21st, a meeting will be held in the Icelandic Federated Church in Wynyard. Rev. Jakob Jónsson will speak on the subject : “Our Church, its origin, its History and its Ideals.” After the talk there will be a round table discussion by the younger people regarding the subject delt with hy the minister. — Jakob Jónsson. f f f Þann 30. desember síðastlið- inn, voru gefin saman í hjóna- band að 818 Arlington Street hér í borginni Arthur William Le- Blanc og Bergþóra Sigurðsson frá Viðir; er brúðurin dóttir Jóns heitins Sigurðssonar fyrr- um sveitaroddvita í Bifröst, og seinni konu hans Sigrúnar. Brúðguminn er af frönskum ætt- um. Rev. Manning framkvæmdi hjónavígsluna. Heimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. mmmmmmwA Söngsamkoma Söngflokkur Sambandssafnaðar efnir til samkomu í kirkjunni fimtudagskvöldið 25. janúar. Margir vinsælir íslenzkir söngvar sungnir. Thelma Guttormsson — Piano Solo Ragna Johnson — Einsöngur Pétur G. Magnús — Einsöngur Árni Sigurðsson — Upplestur. Aðgangur ekki seldur, en samskot tekin. Samkoman byrjar klukkan 8.15 e. h. FJÖLMENNIÐ m i 1 Hmmmmmmm mrnmm MMmm PCACL CALH/iS€N VIOLIN RECITAL CCNCECT EALL WINNIPEG AUDITORIUM VORK AVE. ENTRANCE THURSDAY, HÍB. ®th AT 8.30 P.M. SNJÓLAUG SI(iURDSON at the Piano AIjIj 8EATS RESERVED 50<- Box Office: James Croft & Son »19 GARRY STREET Tlckets also available at: 054 BANNING STREET — PHONE 37 843 Mr. Peter Anderson forstjóri North-West kornsölufélagsins hér í borginni, lagði af stað suður til Miami, Florida á sunnudagskveldið, og ráðgerði að dvelja þar að minsta kosti i tveggja mánaða tíma. f f f I dánarfregn Mrs. Hélgu sál. Sólriiundson á Gimli, er birtist í síðasta blaði, er þess getið, að hún hafi verið fædd á Hafnar- strönd í Skagafirði. En, sam- kvæmt frekari upplýsingum mér gefnum, er hún fædd í Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði. Leið- réttist því þessi ritvilla hér með. —B. A. Bjarnason. f f f BARNAKÓR R. H. RAGNAR Barnakór sá, er R. H. Ragnar hefir æft undanfarin ár, byrjar æfingar þessa viku. F'yrsta æf- ingin verður föstud. 19. jan. n.k. í Jóns Bjarnasonar skóla, kl. 6.30 e. h. Börn þau er óska eftir að taka þátt í söngnum eru beð- in a-ð koma stundvíslega. Með- limagjald er einn dollar fyrir hvert barn. Frekari upplýsingar má fá hjá R. H. Ragnar, — sími 31 476. f f f Næsti Fróns-fundur verður hjaldinn þriiðjudagskvöldið 23. þ. m„ í efri sal Goodtemplara- hússins. Dr. Kristján Austman flytur ræðu. Mrs. Grace John- son syngur einsöngva. R. H. Ragnar leikur á píanó, og fleira verður þar til skemtunar. For- seti deildarinnar, Mr. S. Thor- kelsson hefir heitið verðlaunum til þess manns eða konu, sem flesta meðlimi fær til að ganga í félagið. Þar sem timinn er nú útrunninn, er óskað eftir að menn komi með nöfn þeirra, sem hafa gengið i félagið og verða verðlaunin afhent á fund- inum. Fundurinn byrjar stund- víslega klukkan 8.15. Allir vel- komnir. f f f Skafti Grímólfson og Jónasína Ruby Benson voru gefin saman í hjónaband af séra Bjarna A. Bjarnason 14. janúar, í kirkju Mikleyjar lúterska safnaðar, að viðstöddu miklu fjölmenni. Eftir giftinguna var vegleg brúðkaups- veizla haldin í samkomusal eyj- arinnar, undir lipurri stjórn Skúla Sigurgeirssonar. Til máls tóku, auk samsætisstjórans og prestsins, þau systkinin Helgi Tómasson og Mrs. Christine Jefferson, svo einnig brúðurin með þakkarorð. Skemtiskráin var fjölhreytt og góð, veitingar rausnarlegar, brúðargjafir marg- ar og verðmætar, og kvöldstund- in öll hin ánægjulegasta. For- eldrar brúðgumans eru Jóhannes og Guðrún Grímólfson á “Ljós- hússtanganum” í Mikley; en brúðurin er dóttir Benedikts og Guðrúnar Benson, einnig i Mikley. Heimili hinna ungu og vinsælu brúðhjóna verður þar í heimabygðinni.—B. A. R. f f f MINNISVA RÐA SJÓÐUR K. N. JÚLÍUSAR Friðrik Sveinsson, $5; Þ. Þ. Þ„ $1; H. A. Bergman $10; Soffanias Thorkelson, $10; Peter Ander- son, $5; Páll S. Pálsson, $2; Dr. Sig. JÚI. Jóhannesson, $2; Árni Eggertson, $3; Thorleifur Han- son, $1; ónefndur ðl; Halldór Swan, $1.50; Guðman Levy, $1; Gísli Johnson, $1; Jón J. Sam- son, $1; Jón ólafson, 50c; Sig- urður Sigurðsson, Flin F'Ion, $1; Friðbjörn Friðrikson, $1; ó- nefndur, 50c; Ásgeir Guðjohn- sen, $1; Johann Beck, $1; Frið- rik Kristjánsson, $10; Jakob Kristjánsson, $1; Dr. Baldur H. Olson, $2; Dr. Rögnv. Pétursson, $5; Hannes Pétursson, $5; ólaf- ur Pétursson, $10; Rev. Philip M. Pétursson, $2; B. E. Johnson, $2; Mrs. Hallbera Gislason, $1; Dr. M. B. Halldórson, $2; G. ,1. Johnson, $1; Mrs. Jónína Davíð- son, Giinli, $1; Mrs. Ingibjörg Bjarnason, Gimli, $1; Mrs. C. B. Júlíus og fjölskylda, $7; Mrs. J. Júlíus, $1; Mrs. B. S. Benson, $2. — AIIs ...............$102.50 The Wolf Cubs and Bov Scouts of the 71 st Winnipeg Pack and Troop, of the First Lutheran Church, will hold a Silver Tea on Tuesday night, January 23rd, in the Church Parlors. There will be a short variety program. All friends are cordially invited. f f f Á fjölmennum safnaðarfundi, sem haldinn var í Fyrstu lút. kirkju á þriðjudagskvöldið sam- þykti söfnuðurinn með meiri hluta atkvæða að aðhyllast tillög- ur síðasta kirkjuþings um sam- vinnu íslenzka lúterska kirkju- félagsins við United Lutheran Church in America. Málið er enn óafgreitt í nokkrum söfn- uðum, endanleg úrslit þess því epn óráðin. f f f YOUNG ICELANDERS’ NEWS The annual meeting of the Y.I. will be held on Sunday, January 28th, 1940 — at the home of Mr. and Mrs. A. S. Bar- dal, 62 Hawthorne Ave„ East Kildonan. The meeting com- mences at the usual time, 8.30. All members and prospective members are urged to be present. All wishing to go meet at the Jón Bjarnason Academy at 8.15 o’clock sharp. Car owners are asked to co-operate in transport- ing those who have no cars. A skating party will be held next Wednesday evening, Jan. 24, at River Park. All those going will meet at the J.B.A. at 8 o’clock. A good time is as- sured. f f f ÞAKKLÆTI Okkar innilegt þakklæti biðj- um við Lögberg að færa kvenfé- lögunum báðum, Fríkirkju safn- aðarins á Brú P.O. og Grund Ladies’ Aid, fyrir jólagjafirnar, sem þær sendu okkur mæðgun- um um jólin. Við urðum svo hissa, að alókunnugar konur skyldu hugsa til okkar um jólin. En mannúð og vinsemdar hlut- tekning til þeirra, sem eru veikir, er eitthvert það fegursta kær- leiksverk, sem unnið er. Og við biðjum þann, sem alt sér og alt launar, að blessa ykkar göfuga starf í framtíðinni. Guð gefi ykkur öllum farsælt nýtt ár og mörg af þeiin. Með vinsemd, Björg og Friðrika Johnson. Manitoba Sanitoriuni, Ninette, Man. f f f Forstöðunefnd K. N. Minnis- varðans, hefir valið eftirgreint fólk til þess að veita viðtöku fjárframlögum í minningarsjóð- inn: Kristján Kristjánsson, Garðar, N. Dakota G. B. Olgeirsson, Garðar, N. Dakota W. G. Hillman, Mountain, N. Dakota T'h. Thorleifsson, Mountain, N. Dakota B. Stefánsson, Hallson, N. Dakota B. Thorvardson, Akra, N. Dakota Ásgrímur Ásgrímsson, Hensel, N. Dakota S. S. Einarsson, Upham, N. Dakota ólafur Pétursson, Winnipeg, Man. Friðrik Kristjánsson, Winnipeg, Man. Mrs. B. S. Benson, Winnipeg, Man. N OTIC E Silver Tea will be held under the auspices of the Grand Lodge of Manitoba and the lodges Hekla, Skuld and Britannia, I.O.G.T. on Monday, Jan. 22, in 7th floor Assembly Hall, T. Eaton Co„ from 2.30 to 5.30. Receiving will be Mrs. A. S. Bardal, Mrs. V. J. Eylands, Mrs. G. Belton; in charge of Home Cooking: Mrs. G. Johannson and Mrs. S. O. Bjerring. Table Con- venors: Mrs. ,1. T. Beck, Mrs. H. Isfeld, Mrs. S. Oddleifson, Miss S. Eydal, Mrs. E. Carr, Mrs. Battley, Mrs. P. Guðmundson, Mrs. J. Magnússon. Illllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllll!!lllllllllllll!lll!lllllllll Messuboð FYRSTA LÚTERSKA IURKJA Séra Valdimar ./. Eglands Heimili: 776 Victor Street. Sími 29 017. Sunnudaginn 21. janúar: Guðsþjónusta á ensku kl. 11 f. h.; sunnudagsskóli kl. 12.15; íslenzk guðsþjónusta kl. 7 e. h. f f f VATNABYGÐIR Sunnudaginn 21. janúar: Kl. 11 f. h„ sunnudagaskóli í Wynyard; kl. 2 e. h„ fundur (samkv. sérstakri augl.). Jakob Jónsson. f f f GIMLI PRESTAKALL Sunnudaginn 21. janúar: Betel, morgunmessa; Gimli, ís- lenzk messa og ársfundur, kl. 3 e. h.; sunnudagaskóli Gimli- safnaðar kl. 1.30 e. h. — Ferm- ingarbörn á Gimli mæta föstud. 19. jan„ kl. 3 e. h„ á prests- heimilinu. B. A. Bjarnason. f f f PRESTAKALL NORÐIJR NÝJA ISLANDS Áætlaðar messur um nokkra næstu sunnudaga: 21. jan. Árborg, kl. 2 síðd. 28. jan. Hnausa, kl. 2 síðd. 4. febr. Víðir, kl. 2 síðd. 11. febr. Geysir, kl. 2 síðd. 11. febr. Árborg, kl. 8 síðd., ensk messa. 18. febr. Riverton, kl. 2.30 síð. 18. febr. Riverton, kl. 8 síðd. ensk messa. 25. febr. Framnes, kl. 2 síðd. 25. febr. Árborg, kl. 8 síðd. S. ólafsson. Minrýát BETEL í erfðaskrám yðar Hefðarfrú í London þurfti, vegna sjúkdóms, að fá blóði úr öðrum manni sprautað í æðar sér. Skoti einn varð fvrir val- inil, að láta dæla úr sér blóðinu og fékk frúin honum fimm punda seðil að því loknu. En svo varð hún að tara til hans í annað sinn, og rann- þá svo mik- ið Skotablóð í æðum hennar, að hún lét sér nægja að kinka kolli og segja við Skotann: “Þakka yður fyrir. • Maður kemur i heimsókn að skozkum heiðabæ. Hann gefur sig á tal við bónda og spvr hann hvernig hann geti látið búskap- inn á þessu heiðarbýli bera sig. “Jú,” segir bóndi, “þessi mað- ur vinnur hjá mér, en eg get ekkert kaup borgað honum. Eftir tvö ár fær hann jörðina upp í skuld og þá gerist eg vinnumað- ur hjá honum, og þannig geng- ur það koll af kolli. • MacTean hefir keypt sér nýtt bindi. Hann borgar með stórum peningaseðli og fær mikið af smápeningum til baka. Hann telur þá vandlega tvisvar. Þegar hann, byrjar að telja þá í þriðja skiftið, segir kaupmaðurinn: “Er þetta ekki rétt, herra?” “Jú, jú,” tautar MacTean, “en heldur ekki meirá!” • Konan: “Hefirðu ekki séð fingurbjörgina mína, Angus?” Maðurinn: “Jú, hún stendur hjá whiskyflöskunni. Eg gaf MacWhister whisky í ‘ gær- kvöldi.” Jakob F. Bjaroasoo TRANSFER Annast greiBlega um alt, sem aC flutningum lýtur, smáum eða stórum Hvergi sanngtjarnara verB. Heimili: 591 SHERBURN ST. Slmi 35 909 ■Til þess að tryggja yður shjóta afgreiðslu SkuluC þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI FRED BUCKDE, Manager Light Delivery Truck PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT and AGNES The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Ag’ents for BULOVA Watches Marriage Licenses Tssued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers and JeioeTlers 699 SARGENT AVE., WPG. Wolseley Hotel 186 HIGGINS AVE. (Beint á móti C.P.R. stöðinni) SÍMI 91 079 Eina skamlinavlska hóteliO i borginni RICHAR LINDHOLM, eigandi Ársþing Þjóðrœknisfélagsins verður haldið í Groodtemplarahúsinu í Win- nipeg dag-ana 19., 20. og 21. febrúar næst- komandi. Dagskrá þingsins verður auglýst síðar. Winnipeg, 15. janúar, 1940. GISLI JÓNSSON, ritari.. Ú3 For Good Fuel Values ORDER WILDFIRE LUMP $11.75 PerTon (DRUMHELLER) BIGHORN SAUNDERS CREEK (Saunders Area) LUMP $13.50 PerTon CANMORE BRIQUETTES $13.75 PerTon SEMET-SOLVAY COKE $15.50 PerTon STOVE OR NUT PHONES 23 811 23 812 C^\URDY OUPPLY ’BUILDERS LICENSE No. 51 iO. Ltd. ^and COAL fSUPPLIES 1034 ARLINGTON ST. I

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.