Lögberg - 15.02.1940, Side 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. FEBRÚAR, 1940
0G SVO AUÐVELDLEGA TILBÚIN
úr FISKI fást lokkandi, ljúffengir réttir — til á-
nægjulegs dögurðar — og óviðjafnanlegs kvöldverð-
ar . . . lystveitandi hitar. Og þér getið búið til fjölda
tegunda — því í Canada eru yfir sextíu mismunandi
tegundir fiska og skelfiska til taks allan ársins hring.
Iramleiðið handa bónda yðar dásamlegar máltíðir
úr Fiski, sem auðvelt er að búa til. Sendið eftir
ókeypis matreiðslubók þegar í dag. Hafið iðulega
Fisk á borðum — og bóndinn fer að stæra sig af
því hve meistari húsmóðirin sé!
DEPARTMENT OF FISHERIES, OTTAWA
Þorskbollur
Ferskið nokkruni sinnum þorsk f vatni og sem
svarar hálfum bolla af saltvatni; hellið síðan k köldu
vatni og komið því til suðu. purkið. Flakið. Bætið
við bolla af kartöflumauki og 1 matskeið af smjöri,
ásamt pipar og salti (ef þörf gerist). Sláið síðan
rækilega. Bræðið 2 matskeiðar af fitu á steikar-
ponnu. Bætið svo 1 þvf, er með þarf. Sjóðið hægt
þar til skorpa kemur 4 að neðan. Snóið við og
brjótið saman á heitum diski.
Department of Fisheries, Ottawa.
Please send me your 52-page
Booklet, “100 Tempting Fish TJ fí
..............
tPLEASE PRINT LETTERS PLAINLY) SU« *'
Addre ss...........
.............T......'."..fiAis i ¥ p i/
ALLIR DAGAR riOlS.
DAGAR
Miðaldajól
á Islandi
Eftir GUÐBRAND JóNSSON,
prófessor.
Renni maður í flýti augum
vfir spjöld sögunnar, þykir
manni það vera ærið margt og
margvíslegt, er fyrir augun ber.
Satt er það, að margt er það,
sem maður sér, en hitt er annað
mál, hvort það muni, vel að gáð,
vera eins margbreytilegt eins og
sýnist. Rétt athugað eru það
altaf sömu málefnin, sem altaf
hafa verið og eru að velkjast
fyrir mönnunum öld eftir öld, og
svo mun altaf verða unz yfir
lýkur. Það eitt breytist, að mál-
efnin taka í hvern tíma á sig
svip, er' tíðarhætti og tíðarmenn-
ingu líðandi stundar samsvarar,
og kann það þvi að vera með
ærið annarlegum blæ eftir því
sem stundir liða, en eðlið er alt-
af óumbreytanlega hið sama, og
iná upp á það að vissu leyti
heimfæra hin alkunnu orð:
hold er mold, hverju sem
það klæðist.
Hið frumstæða eðli mannsins
hverfur ekki eða deyr með vax-
andi menningu, sem svo er
nefnd, það gerist það eitt, að
úlfur frumeðlisins sveipar sig í
sauðargæru menningarinnar —
eins og hún kann að vera lit í
hvern svip, en nær, sem til stefja
kemur, gægjast hin gömlu vargs-
hár út undan spánnýrri gær-
unni. Og svona teygist lopinn ó-
endanleikans um aldirnar inn i
þrotlausa eilífðina.
Eitt helzta viðfangsefni manna
hefir alt frá því að Eva girntist
eþlið forðum daga, sem hún átti
ekkert í, og alt til þessarar
stundar, verið háttalag fjármuna
og meðferð þeirra. — Fjármun-
irnir eru eins og vatnsföllin, sem
ýmist renna þrútin og bólgin í
einn sjó, eða kvíslast í ótal mis-
mikla læki, er renna í ótal staði.
Það eitt hefir verið mönnunum
ærið viðfangsefni á öllum öld-
um, að reyna að veita peninga-
rásinni í jöfnum straum til
manna, svo að allir hefðu nóg,
og engir of mikið, meðan nokk-
urn skortir. Það hefir þó enn
alla daga farið svo, að engar
fvrirhleðslur eða stýflur hafa
dugað, og alt hefir, hvað sem að
var gert, viljað fara i sama far-
ið. Og Cíin er ekki fæddur sá
félagsmálanna ögmundur i
Auraseli, er geti tekið gráan
fresskött laga og grátt ullarreifi
skipulags, stungið því í poka
almenns samhuga, kettinum í
aðra skálmina og reifinu i hina,
og riðið síðan til fljótsins og veitt
því i hinn æskilega farveg.
Vorir tímar þræða sínar götur
í þessum efnum, og verður fram-
tíðin að skera úr, hvernig valið
á þeim hefir tekist, enda er
venjulegast, að framtíðin kemur
altaf auga á eitthvað, sem nú-
tið og fortíð hafa ekki séð, er
myndi hafa breýtt afstöðu
þeirra. En miðaldirnar þræddu
aðrar slóðir um þessi mál en nú
er gert. Þær reyndu með valdi
kirkjunnar að beina fjár-
straumnum réttar brautir með
þvi, að brýna fyrir þeim er í
allsnægtum sátu, að láta af
hendi rakna ölmusur Við þá, er
skorti. Kvað kirkjan svo fast
að því, að í kristinrétti Árna
biskups er sagt, að ölmusan
þiggi af guði miskunn sínum
gjafara og slökkvi svo hans
syndir, sem vatn slökkvir eld.
F"yrir því voru miðaldirnar ölm-
usufúsastar allra alda, og svo er
kirkjan enn í dag. Þetta setti
nokkurn svip á þjóðlífið, því
ölmusugæðin voru svo mikil, að
menn fóru að reka fla"kkið bein-
línis sem atvinnu og gátu auðgast
á. Er um það ljósast dæmið af
Kvæða-önnu, sem var orðin svo
efnuð tuttugu árum eftir að hún
hafði verið brennimerkt fyrir
þjófnað, að hún á hallæristimum
gat lánað klaustrinu á Þingeyr-
um, sem sjálft var auðugt, sex
vættir smjörs, og var það mikið
fé í þann tíð. Það var um þess-
ar mundir orðin kynfylgja hér
í landi, að múgur manns gekk
hús af húsi vetur og sumar og
hafði enga næringu, nema ölm-
usugjafir góðra manna, að því er
bróðir Arngrímur Brandsson á-
bóti segir.
En það voru ekki ölmusurnar
einar, sem til fátækra gengu,
heldur féll fjórði hluti allrar tí-
undar þeim í skaut. Svo sem
kunnugt er, voru margir dagar
i þann tíð á ári hverju, er fasta
skyldi, og hafði það við brunnið,
að sinkir húsbændur drægju mat
við hjú sín í blóra við föstu-
skylduna, og hafði kveðið svo
ramt að, að gera varð við þvi.
Var þá ákveðið, að allan þann
mat, sein húsbændur spöruðu á
fostuhaldi hjúa sinna skyldu
þeir gefa til fátækra, en þeir voru
undanþegnir föstuskyldu og kom
það sér vel fyrir báða, hjúin og
guðs fátæka menn, eins og þeir
voru þá kallaðir.
•
Árið 1549 hófst jólafasta
sunnudaginn 1. desember eftir
gamla stíl. Ekki er líklegt að
menn hafi þá norðanlands frek-
ar en endranær verið neitt gin-
keyptir fyrir því að þurfa að
fasta. Það höfðu menn aldrei
verið hér á landi. Má meðal
annars sjá það á því, að þegar
mælt er svo fyrir í kristinrétt-
inum, að þeir, sem vinni erfiðis-
vinnu, þurfi ekki að fasta, þá
er þess jafnframt getið, að menn
megi ekki hlaupa til erfiðisverks
til þess eins að þurfa ekki að
fasta, og maður skilur þetta fyr
en skellur í tönnum. Ástæðan
tíl þess, að menn hér á landi
hafa verið ófúsir til föstu, mun
ekki fyrst og fremst hafa verið
sú, að mönnum þætti hún óþægi-
leg, heldur miklu fremur það
einkenni íslenzkrar lundar frá
fornu fari, að fslendingum er illa
við að láta skipa sér. Fastan á
jólaföstu var þá ekki heldur
neitt ægileg. Hún tók aðeins til
6 daga vikunnar, en þá máttu
menn ekki borða nema einmælt,
og ekki nema fiskmeti, gras,
aldin og jarðarávöxt, en hvítan
mat, sem var mjólkurmatur og
egg, máttu menn ekki neyta;
hins vegar máttu menn drekka
vatn eftir vild. Þetta mundu
ýmsir læknar nú á dögum telja
h\»lt og fullnægjandi mataræði,
en menn vildu nú í þá daga hafa
mat sinn og engar refjar, rétt
eins og Grettir. Svo var og það,
að skoðun manna á því hvað
væri fiskakyns var í þá daga
nokkuð frábrugðin þvi, sem nú
er, því að Grágás, hin forna lög-
bók vor, telur til þeirrar ættar
allskonar hvali, að undantekn-
um hrosshval, náhveli og rauð-
kembing, og auk þess seli. EHt
sinn var það á síðari hluta 15.
aldar, að það greip einn hinna
ágætu Skálholtsbiskupa, Magnús
Eyjólfsson, illur grunur um það,
að selskrattinn myndi nú eftir
alt saman eiginlega ekki vera
fiskur. Hér var auðvitað mikið
vandamál á ferðinni, og dugði
því ekki minna, en að spyrjast
fyrir á páfagarði um það, hverr-
ar ættar selurinn væri. Þá sat á
Pétursstóli Sixtus páfi IV., sem
að visu ekki var sem heppileg-
astur kirkjuhöfðingi, enda þótt
hann léti byggja hina frægu
Sixtusar-kapellu í Vatikanhöll-
inni, en hann var lærður maður,
að minsta kosti það vel, að hann
hlaut að þekkja þorsk frá ýsu.
Friðaði hann huga Skálholts-
biskups hinn 6. febrúar 1481
með þeim spaklegu orðum, að
um föstutimann væri heimilt að
borða “sævarfisk þann, sem al-
ment er nefndur selur.” — Menn
hafa því á föstunni ekki verið
kjötlausir með öllu, ekki sizt el'
menn hafa borðað annað dýr úr
fiskaríkinu, hinn svonefnda
klauflax. Á þessu ári kann það
reyndar að hafa verið Norðling-
um mun ógeðfeldara en ella að
halda föstu, fyrir þá sök, að með
siðaskiftunum í Skálholts-
biskupsdæmi var hún afnumin
þar, en auðvitað getur eins vel
verið, að þeir hafi verið mun
sprækari að halda hana en áður
af þessum ástæðum, því þeir
voru manna fastheldnastir við
hinn forna sið. En hvernig sem
það kann að hafa verið, þá gátu
snauðir menn ekki annað en
glaðst yfir föstunni, því hún var
þeirra gróði.
Um jólaföstuna var nóg fyrir
fólkið að gera, því þó hún að
nafninu til væri fyrst um garð
gengin um miðnætti nóttina
helgu, þá var henni í raun réttri
lokið um miðnætti aðfaranótt
Þorláksmessu, sem er daginn
fyrir aðfangadag og hæsta há-
tið, þar eð vildi verða lítið úr
henni eftir það. En annrikið var
mikið vegna þess, að í raun réttri
var verið að búa sig undir 13
verklausa daga. Það voru dag-
arnir frá og með jóladegi til
þrettánda, sem er sjálf jólahelg-
in. Var þó naumast teljandi að
henni væri að fullu lokið þá, því
þrettándinn var i átta daga haldi,
og var áttadagurinn, 13. janúar,
kallaður geisladagur eða affara-
dagur jóla. Hefir mönnum því
bersýnilega verið fullljóst, að
fyrst þá voru jólin á enda. Jóla-
dag sjálfan skyldi halda sem
páskadag og mátti þá ekkert
vinna, svo var og um áttadaginn
og þrettándann, en 2., 3., 4. og
5. jóldag skyldi halda sem drott-
insdaga — sunnudaga — og þá
máttu menn ekkert gera eða fara
af bæ, nema brýn nauðsyn væri.
Sjötti og 7. og 9.—12. jóladagur
voru kallaðir ineðaldagar,* og
mátti þá ekkert vinna, nema
slátra fé til matar og veita öl.
Var því Ijóst, að nauðsyn var
fólki að hafa biifé sitt heima við
um jólin, og draga saman hey-
föng, ekki síður en mat handa
heimamönnum. Þó var heimilt
að sækja hey handa skepnum
um meðaldaga, ef menn höfðu
ekki getað fengið hesta til þess
fyrir jólin. Að öðru leyti var
bókstaflega öll vinna, nema að
mjalta búpening og gefa honum
og brynna, bönnuð, og lágu við
þungar sektir ef út af var brugð-
ið. — Heimilin urðu þvi að búa
sig undir jólin, rétt eins og þau
væru að fara í langferð, eða öllu
heldur að væri verið að flytja
búferlum. Það var því uppi fót-
ur og fit á öllum mönnum um
hið kaþólska Norðurland að búa
sig undir þessa langferð um
verkleysisdaga jólanna.
Ekki var minna um að vera
á biskupssetrinu um jólaföstu,
því auk allrar venjulegrar prests-
þjónustu og tíðasöngs var bæði
verið að undirbúa sig undir hið
langa verkleysi, og jafnframl
undir jólaveizlu mikla, sem
halda skyldi að aflokinni bisk-
upsmessunni á miðnætti nóttina
helgu. Höfðu þær veizlur altaf
verið haldnar með hinni mestu
rausn af Hólabiskupunum, en
hans náð, Jón Arason, undir
guðs þolinmæði biskup á Hólpm
í Hjaltadal og administrator alls
Skálholtsbiskupsdæmis, var einn
ríkasti biskup, er á Hólum hafði
setið, og var rausn hans eftir
því. Var það venja hans á jól-
um, að hann lét halda prestum
öllum og klerkum á staðnum
sæmilegustu veizlu, og hana sátu
líka próventumenn, bryti og
ráðskona og allir heimamenn.
Höfðu þeir þar allir nógan
fögnuð, þvi biskup hafði hina
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hj&
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
mestu forsjá að afla drykkjar-
fanga til staðarins, hvar sem
hann kunni að fá þau á íslandi,
og hann átti jafnan part í fs-
landsförum nokkrum. Með þeim
fékk hann heim vin og mungát,
Rostokkarbjór, prýssing og ann-
að þýzkt öl, enda var kjallari
biskups annálaður, og lét hann
hina trúustu menn sína hafa á
hendi kjallarmeistarastörf. En
auk þess var öllum, sem til
messu komu á staðnum jólanótt
veittur einhver beini, og skorti
hvorki mat né íslenzkt öl, enda
var ölhita mikil höfð á staðnum
fyrir jólin. Svo var biskups-
stóllinn vel byrgur af öllu, sem
höfðingjasetur þarfnast, að alt
var þar til, hvort sem nokkur
sigling hafði verið til landsins
um sumarið eða ekki.
Á Þorláksmessu, sem var upp
á mánudag, söng herra biskup
eins og venja var til, hátíðlega
messu um morguninn, en þó
hæsta hátíð væri, kom þar fátt
nema staðarfólk, því jólin
skygðu á þessa hátíð. Þar var
öðru máli að gegna í Skálholti,
biskupssetri hins helga manns,
meðan þar hélst kaþólskur sið-
ur, því þar voru í þann tíð svo
rækilega bumbur barðar og org-
an troðin í orðsins fylsta skiln-
ingi — Skálholtsdómkirkja hafði
þegar siðaskiftin koinu, átt organ
i ein 200 ár — að ekki var um
að villast, að af Þorláksmessu
bar mikinn skugga yfir sjálfa
burðarhátíð Krists.
Á aðfangadag eru allar hend-
ur á lofti á staðnum. Sumir
eru að tjalda kirkjuna og draga
um haíia refla. Aðrir klæða
háaltarið dýrasta skrúða og
hengja fyrir það fordúkinn góða
með myndum Þorláks, Jóns og
Guðmundar góða, sem enn er til,
breiða dúka á skrínin yfir öltur-
unum og taka sótdriftirnar af
likneskjunum, koma fyrir kögr-
um og bjarnarfeldum á altaris-
gráðunum, opna vængina á alt-
aristöflunni á háaltarinu og á
hinni miklu töflu á formessu-
altarinu, sem báðar enn eru við
líði, og klæða englana, sem stóðu
á stöngunum er báru uppi alt-
arisvængina í föt sín. Enn aðrir
voru að ljreiða sessur og klæði
á hásæti biskups og á formana
á kóri, en skrúðhúsvörður var
að leggja á altarið skrúða þann
hinn mikla, er biskup'Jón hafði
sjálfur lagt til og allur er gulli
stunginn og enn við liði, og
herra biskup ætlaði að skrýðast í
messunni um nóttina. Hann var
og að taka til skrúða þá, er
djúknar biskups skyldu bera, og
leggja þá til reiðu í skrúðhús-
inu ásamt kórkápu, sem enn er
til, handa kapeláni biskups, taka
til gullkaleikinn mikla, sem
vóg með patínu nær hálfa ní-
undu mörk, og Ilanir tóku til
sín, reiða til corpóraldúka og
brauð og vin. Sumir voru að
koma fyrir kertum i hjálmum
ogl stjökum um alla kirkjuna og
aðallega á háaltarið, þar sem
voru sjö stikur.
Ekki var minni handagangur-
inn í bænum. Þar var verið að
búa alt undir jólaveizluna. Bisk-
upsstofa, prestabúr og stóra
stofa voru tjölduð, og borð voru
fram sett, en bekkir með hæg-
indum annars vegar við borðin.
Borðin voru dúkuð og kertastik-
um með ljósum dreift um þau.
f biskupsstofu skyldu heldri
klerkar og gestir sitja með bisk-
upi, í prestabúri aðrir klerkar og
betri aðkomumenn, en alt heima-
fólk og kirkjufólk I stóru stof-
unni. Kjallarameistarinn var í
'ejallara með ýmsum sveinum
og tappaði vini, miði og bjór á
stórar könnur, sem brytinn tók
við og set’ti á borðin, vín og mjöð
í biskupsstofu, — Rostokkarbjór
og prýssing í prestabúri, en ís-
lenzkt öl í stóru stofu. í biskupa-
stofu setti hann fram silfur-
spírur, silfurbikara, mösurker og
minnishorn, í prestabúri krúsir,
en í stóru stofu urðu allir að
drekka beint af könnunni. f
steikarahúsi hljóp kæmeistarinn
eldrauður í framan fram og aft-
ur milli inargra steikarasteina,
er stóðu yfir eldum. Á sumum
voru lambskrof, sumum sauðar-
krof og öðrum nautsföll og jafn-
vel fuglar, en smásveinar stóðu
hjá teinunum og snéru þeim í
sifellu. Á hlóðum stóðu kraum-
andi katlar fullir af hangikjöti,
er framleiða skyldi fyrir allan
almenning.
Þegar bryti var búinn að koma
fyrir öllu í stofunum, gekk hann
í skemmur og fór að stika vað-
mál og taka smjör úr grásiðunni
miklu, en þetta var ætlað i ölm-
usur til fátækra, þvi biskup hafði
skipað svo fyrir, að hverjum
fátækum manni, sem til staðar-
ins kæmi um jólin, skyldi gefa
til sex álna í vaðmálum og
smjörvum.
Á aðfangadagskvöld um klukk-
an fjögur gekk biskup með
klerkum til kapellu, því þar var
sungið þann dag vegna þess að
verið var að skrýða kirkjuna, og
sungu þeir náttsöngstið. Siðan
mötuðust allir og gengu til náða,
nema herra biskup, er varð að
þurfasta, af því að hánn skyldi
syngja messu um miðnættið.
Gekk hann því beint í svefnhús
og lagðist fyrir, en lokusveinn-
inn settist fyrir utan svefnhús-
dyrnar og vakti. Smám saman
seig nokkur kyrð yfir staðinn,
því allir, sem áttu þess nokkurn
kost, reyndu að fá sér stundar
dúr, svo að þeim veittist auð-
veldara að vaka um nóttina.
Steikarahúsið var eini staðurinn,
þar sem alt var stöðugt á ferð
og flugi, þar þaut kæmeistarinn
fram og aftur milli steikartein-
anna, sem snúið var í sífellu,
og potta, sem stundum sauð upp
úr, og jagaðist jafnt og þétt og
bölvaði sér upp á, að maturinn
yrði hneyksli, eins og vill verða
um suðufólk.
1 sveitinni var ekki eins kyrt,
því þaðan fór nú að drífa að
fólk, og vildu allir, sem vetlingi
gátu valdið, frekar hlýða bisk-
upsmessu heima að Hólum, en
sunginni messu að sinni sókn-
arkirkju. Þeir, sem lengst áttu
að úr sveitinni, urðu að leggja
snemma dags af stað, og sumir,
sem voru gangandi, lögðu að
heiman daginn áður, en fólk,
sem kom úr fjarlægum héruð-
um, hafði verið lengi á leiðinni
og tekið sér gistingu á næstu
bæjum. Nóttin var dimm og
sumir gangandi menn voru því
með skons og skriðljós. Þegar
leið fram á ellefta tímann fór
fólkið að þyrpast að staðnum;
urðu þar brátt full öll hús, og
varð allmikið hark og háreysti
um skeið, en stundu fyrir mið-
nætti hnöppuðust menn i kirkj-
una, heimamenn um 300 og ann-
að eins af aðkomumönnum, en
sumt af þeim voru sjúkir menn,
er komnir voru til þess að snerta
skrín hins heilaga biskups Jóns,
í þeirri von, að þeir fengju heilsu
af.
Klukkan 11 gekk skrýddur
forklerkur til svefnhúss herra
biskups og vakti hann með því
að syngja fyrir dyrum “Venite
xesulteum dominum” — vér
skulum koma og lofsyngja
drottinn—, og hrökk hann upp
víð og svaraði á latínu “vér skul-