Lögberg - 23.05.1940, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. MAl, 1940
5
Sólskins drykkinn . . . barmafullan
af ljúfri hressingu.
óskert bragð ferskra úvaxta.
Pantið bjá kaupmanni yðar
Blackwocds Beverages Ltd.
Winnipeg, Man.
greiðslinnaður að Hayland veikt-
ist fyrir 6 vikum siðan og var
fluttur í spítala i Winnipeg. Þar
hafa verið gjörðir á honum fleiri
uppskurðir, og er hann nú sagð-
ur á góðum batavegi. Hann er
vinsæll maður og vel látinn.
Guðm. Jónsson
frá Húsey.
Hann hefir unnið traust og vin-
sældir, bæði sem prestur og
maður. .
Þeir komu hingað Jósef Thor-
son og Einar Páll ritstjóri,
sköjnmu fyrir kosningarnar, og
héldu fund með bændum. Það
var að vísu góð tilbreyting, en
þess hefði ekki þurft hér til
þess að auka Thorson fylgi, því
kalla mátti að hann hefði ein-
dregið fylgi á þessum stöðvum.
Og það hvgg eg, að Thorson
mundi hafa haft mikið fylgi hér,
þótt hann hefði boðið sig fram
fyrir annan flokk. Mörgum hér
er nú farið að skiljast það, að
það skiftir oft meiru hvernig
maðurinn er, sem í vali er, en
hvaða flokk hann fylgir. Þessar
kosningar hafa annars gengið af
hávaðalaust og rólega, svo varla
munu dæmi til slíks. Það er lík-
ast því sem alt væri undirbúið
og ákveðið fvrirfram, og að
mönnum væri sama um úrslitin.
Það er annars furðumargt, sein
gengur öfugt og rangsælis i
heiminum nú.
m
12. MAÍ. — Það hefir fallið
í gleymsku fyrir mér að senda
þetta fréttabréf; eg verð því
að bæta dálitlu við það.
Sumarið er nú komið, en þurt
og kalt hefir það verið alt að
þessu. Tíðin hefir að sönnú
mátt kallast góð, en ckki hag-
stæð fyrir þennan tíma árs. Hér
hefir ekki snjóað eða komið
deigur dropi úr lofti síðan, sem
heitið geti síðan 28. inarz. Snjór
var alveg horfinn um miðjan
apríl og jörðin þá alveg þur, því
hún var svo þur frá haustinu
að snjóvatnið hvarf i hana með
vorinu. Hér er því enginn gróð-
ur ennþá sem teljandi er, og
þarf að gefa öllum gripum fulla
gjöf. Rigningar þær, sem komið
hafa hér fyrir sunnan, hafa ekki
náð norður hingað. Þó er enn
verra að hér hafa geysað sléttu-
eldar víða í bygðinni, sem hafa
hrent ínikið af graslendi. Verður
þvi gróður þar seinfenginn, enda
þótt nú rigni bráðlega. Skógar-
ehlar hafa líka kviknað hér víða,
en ekki hafa þeir valdið miklu
tjóni. Skógar eru víða svo gisnir
að trén hafa ekki brunnið niður;
en víða hefir eldurinn komist í
jörð niður í skógarbrúnum, og
er þar erfitt að drepa hann, því
vatn fæst hvergi nema að flytja
það langar leiðir. Það hefir því
verið mannfrekt og erfitt að
vinna við elda hér að undan-
förnu. Ekki hefir hrunnið
mikið af heyjum hér, og ekkert
af húsum, svo eg hafi frétt; en
kringum Lundar er sagt að þrjii
hús hafi brunnið. Það litur því
illa út með gróður á þessum
stöðvum og horfir til vandræða
ef ekki rignir bráðlega.
ólafur Magnússon, póstaf-
Á hvítasunnudaginn
Winnipegosis,
12. mai, 1940.
Veturinn er liðinn út i tírnans
haf, snjóléttur, frosthægur, stilt-
ur og blíður, og að almannarómi
talinn allra vetra heztur. Þetta
er æfiminningin hans úr þessu
bygðarlagi.
En vorið hefir verið kalt, og
vindurinn sjaldan þiður; norðan
átt 39 daga, talið frá vorinn-
göngu til þessa dags. Þó hefir
ekki hlessuð sólin látið sakna
sin, því hún hefir bæði sézt og
skinið í 40 daga af þessu tíma-
bili sem hér um ræðir. Aftur hafa
rio-ningar látið bæði menn og
skepnur horfa löngum augum
eftir sér því hér hefir ekki það
sem liðið er af þessu vori rignt
jiað talist getur. Þessu ber jörð-
in bezt vitni því enn í dag er
hún haustbleik, gróðurlaus grá-
síða. Loftið er þrungið af
reykjarmóðu, sól og máni vaða
þessa kólgu nótt og dag, blóð-
rauð út undir eyru; ár og lækir
eru að vexti aðeins seytlur, sem
varla geta haldið fótaferð fyrir
þorsta. Og nú er komin hvíta-
sunna; hún er býsna snemma
þetta vor sökum páskanna, sem
voru 24. marz og kallaðir Góu-
þáskar, og verða aldrei framar
svo snemma á þessari öld
Já, eg var að minnast á hvíta
sunnuna núna, sem er glansandi
björt. En þó hvarflar hugur
minn frá henni heim á fornar
slóðir 05 ár til baka heim til
annarar hvitasunnu, sem þá var
fermingardagurinn minn. Eg
halði dvallð viku á prestsheim-
ilinu, kirkjustaðnum Svalbarði
Þistilfirði, við yfirheyrslu undi
ferminguna, en var nú á heim-
leið, sjálfsagt glaður í anda,
yfir því að vera kominn í krist
inna manna tölu, eins og full
orðna fólkð kallaði það.
Þessa daga, sem eg var á Sval-
harði var tíðarfarið indadt, dagar
og nætur lögðu saman öfl sín að
hjálpa vorinu til að framleiða
gróðurmagn sitt; dagarnir lögðu
fram sólskin og sunnanvind, en
næturnar dögg og úða. Allar
æðar himins og jarðar sýndust
opnast vorinu til liðs. Snjórinn
hvarf á fáum dögum. Árnar,
þessar fjállbornu dætur Búrfells-
heiðar uxu dagvöxtum, gerðust
hainrammar að kröftum, gengu
í þyngstu voranna verkin við
það að flytja afurðir vetrarins,
ís og snjó, út í hafið. Þá stóð
ylur og óður islenzkrar vor-
náttúru í almætti sínu. En þessi
aumingja áar-sytra, sem lykkj-
ar sig hérna fram hjá bænum,
sýnist ekki taka eftir því að vor-
ið sé komið; líður bara áfram
hægðum sínum nokkur hamufet
á dag og “lyftir ei fæti í foss
eða streng.” Svona er nú sam-
anburður minn á þessum tveim-
ur hvitasunnudögum, mjög étlik-
ur að vísu en eðlilegur þó, eftir
því sem árstíðir og veðraföll eru
breytileg.
Eg hefi í þetta sinn engu að
bæta við fréttirnar héðan frá
Winnipegosis, því góðkunningi
minn, Kristján ólafsson frá Ed-
lield, Sask., sem dvaldi hér á-
samt konu sinni síðastliðinn vet-
ur, mintist allra helztu frétta
héðan í sínu vel stílaða sendi-
hréti til kunningja síns, Víg-
lundar \ igfússonar í Winnipeg.
Kærar þakkir til Kristjáns fvrir
það, og alla góða viðkynning
heggja þeirra hjóqa.
F. Hjálmarsson.
“Norska ljónið
er ekki
varðhundur”
“Það getur hugsast, að til séu
þeir inenn, sem hafa haldið að
ljónið í skjaldarmerki Noregs sé
meinlaust dýp, en þeir munu
komast að raun um, að norska
ljónið verður aldrei hægt að nota
sem varðhund í þjónustu ein-
æðisins.”
Á þessa leið fórust norsku
skáldkonunni Sigrid Uundset orð
gær í ávarpi frá henni til
norsku þjóðarinnar, sem út-
varpað var frá brezka útvarpinu.
Skáldkonan sagði ennfremur:
“Kæru landar!
f rúmlega 100 ár hafa Norð-
menn ekki þurft að taka sér
vopn í hönd Við höfum verið
þjóð, sem höfum elskað lífið og
ekki kært okkur um að hrópa
hátt um blóð og járn. En það
er vitað, að Norðmenn hafa get-
að barist ef út í það fór. Norska
þjóðin sýndi það í sjö ára stríð-
inu og aftur 1814. Hermenn
vorir munu og nú sýna, að þeir
eru þess megnugir að berjast.
Það skal enginn fá um okkur
sagt, að við séum bleyður, Norð-
menn.
Við skulum taka upp merki
sjómanna okkar, sem hafa barist
og fallið. Við skulum halda hátt
merki Friðþjófs Nansens og
verja heiður vorn og sjálfstæði.
Með stolti og gleði í hjarta
fylgjumst við ineð hinni hreysti-
legu vörn hermanna vorra.
Eg heiti á alla norska karla
og konur að berjast fyrir frelsi
föðurlandsins við hlið banda-
manna vorra.
Hver og einn einasti Norðmað-
ur verður að láta sér skiljast að
hann berst nú fyrir sinni eigin
tilveru.”
—Morgunbl 24. apríl.
Francisco, Buenos Aires, Lima
og Hamborg. Hann var Chargé
d’Affaires í Haiti 1932; E1 Salva-
tor 1933, og aftur í Haiti 1935—
1938.
Hann var í Barcelona nokkurn
tíma á meðan á borgarastyrjöld-
inni stóð og síðan konsúll í Dres-
den í Þýzkalandi-
Var í Danzig.
Mr. Shepherd var í Danzig
þegar innrásin var gerð i Pólland
í haust er leið og í “Bláu bók-
inni,” sem brezka stjórnin gaf
út um innrásina í Pólland og
fildrög hennar, eru margar
skýrslur frá Mr. Shepherd, sem
hann sendi brezku stjórninni.
—Morgunbl. 24. apríl.
FIORGIÐ
I.ÖGBERG
Nýr brezkur
aðalkonsúll
Til Reýkjavíkur er kominn
nýr brezkur aðalkonsúll, Mr.
F'. M. Shepard. Tekur hann við
störfum af Mr. John Bowering,
sem nú gegnir aðalkonsúlsstörf-
um, en er á förum af landi burt
til að taka við aðalkonsúlsstöðu
i Svisslandi.
Það var vitað fyrir löngu, að
Mr. Bowering var á förum og
stendur þessi breyting engan
veginn í sambandi við atburði
þá, sem undanfarið hafa verið
að gerast á Norðurlöndum.
Blaðamaður frá Morgunblað-
inu hitti Mr. Shepherd að máli í
gærkvöldi.
—Hingaðkoma min er alveg
eðlileg, sagði aðalræðismaðurinn,
þvi eins og þér vitið er algengt
að skift er um starfsmenn i
ulanrikismálaþjónustu nni-
Kgnnin af íslandi.
Fg hefi hlakkað til að koma
til íslands og kynnast landi og
þjóð, því þó eg hafi aldrei kom-
ið hingað til lands, hefi eg kynst
mörgurn Englendingum, sem lát-
ið hafa vel af landinu. Eru það
aðallega laxveiðimenn, sem hafa
skýrt mér frá verii sinni hér
T d. sagði Mr. Shepherd, hefi
eg séð kvikmyndir hjá kunn-
ingja mínum, dr. Harold Gilles,
sem ferðast hefir um landið og
stundað laxveiðar á Norðurlarrdi.
Kvikmyndir hans, sem teknar
eru í eðlilegum litum, eru ein-
hverjar þan- alfallegustu áhuga-
manns-kvikmyndir, sem eg hefi
séð.
Mr. Shepherd taldi ekki ástæðu
til í>ð fjölyrða neitt meira um
hingaðkomu sína, nema að hann
tæki við af Mr. Bowering, er
hann færi.
♦
♦
Mr. Francis Michie Shepherd
M.B.E. er 47 ára og ókvæntur
Hann stundaði nám við Grenohle
háskólann og hefir verið í utan-
rikismálaþjónustu Breta í San
Dánarfregn
Mrs. Björg Kristjánsson, ekkja
Benedikts bónda Kristjánssonar
fyr bónda á Finnsstöðum, and-
aðist þann 10. maí síðd., að
heimili Mr. og Mrs. Georg Sig-
urðsson, við Riverton, Man.,
rúmlegn 82 ára að aldri. Hún
var fædd að Efranesi í Borgar-
firði; foreldrar hennar voru
Auðunn Nikulásson og HeJga
Gestsdóttir. Ung að aldri giftist
Björg Hallhirni Þorvaldssyni;
dætur þeirra eru: Kristjana,
gift Georg Sigurðssyni, Riverton,
Man. oig Sigurhjörg Þóra gift
Sigurbirní Freeman, við Lundar,
Man. Björg fluttist til Vestur-
heims og kom hrátt til Riverton-
umhverfisins. Hún varð ráðs-
kona hjá Benedikt hónda Krist-
jánssyni fvrnefndum Þau
giftust árið 1893. Synir þeirra
eru: Friðhólm Valdimar, verzl-
unarmaður í Riverton í þjónustu
Sigurðson- Thorvaldson félags-
ins, kvæntur Sigfriði Kristínu
Hallgrímsdóttur F riðrikssonar,
eiga þau 5 börn; Renedikt, til
heimilis í Riverton, kvæntur
Magneu Hansen, en misti hana
frá 5 börnum þeirra ungum. Tók
'þá Björg móður hans að sér
umönnun á börnum og heimili
sonar sins og annaðist hvort-
tveggja af ítrustu kröftum og
með afbrigðum vel. Björg var
að sögn þeirra er bezt til þektu
fórnfús og sönn móðir, og vildi
öllum til góðs fram koma. Til
daganna enda hélt hún trygð
við það er hún hafði í æsku
numið. Hún naut góðrar að-
hjúkrunar dóttur sinnar er hún
dvaldi hjá hinzta æfiárið.
Útförin fór fram frá kirkju
Bræðrasafnaðar og frá heimili
Sigurðssons hjónanna, þann 14.
maí, að mörgu fólki viðstöddu.
Sóknarprestur jarðsöng.
S. ólafsson.
SIA'S VIÐ HÖFNINA
/ REYKJAVIK
Það slys vildi til um borð í
ttogaranum “Belgaum” í gær-
morgun klukkan rúmlega 7, að
maður lenti í togvinduna og stór-
slasaðist
Maðurinn heitir Sigurjón Guð-
mundsson, til heimilis- á Hverfis-
götu 89. Handleggsbrotnaði
hann og slasaðist á höfði.
Verið var að skipa kolum út
í “Belgaum,” er slysið varð og
er ekki vitað ineð vissu, hvernig
það bar að höndum. Sáu vinnu-
félagar Sigurjóns alt í einu, að
hann var orðinn fastur inilli
vindutopps og vindutósins. Vafð-
ist hann nokkra snúninga áður
en hægt var að stöðva vinduna
og ná honum úr henni.
Sigurjón var þegar fluttur a
Landsspítalann og liggur hann
þar.—Mbl. 24. apríl.
Falleg bók
Árbók miðskólans á Mountain
fyrri þetta ár, “Mountain Mem-
ories,” sem minst var á í síðasta
tölublaði Lögbergs, hlaut hæsta
vitnisburð í rikinu, i sínum
flokk, við samkepni, sem fram
fór við háskólann (university) i
Grand Forks 9. maí þessa árs
Bókin var dæmd í þeim flokk,
sem er nefndur “Section B,” og
geta allir miðskólar Norður Dak-
ota ríkis, sem hafa 200 eða færri
nemendur kept í þeim flokki-
Mun Mountain miðskólinn hafa
verið sá lang minsti, sein tók
þátt í samkepni þessari. Nem-
endur þar núna eru 42.
Fáum dögum eftir að þessi
samkepni fór fram, skrifaði Dr.
.1. C. West, forseti háskólans i
Grand Forks bréf til H. Sigmar,
Jr., sem hafði haft forystu á
hendi við útgáfu þessarar bókar.
Bréfið skýrir sig sjálft, og er það
þvi birt hér eins og það kom frá
forsetanum.
m
The Vniversity of North Dakota
Office ol' the President.
University Station
Grank Forks,
North Dakota.
May 10, 1940
Mr. Harold S Sigmar,
Mountain, North Dakota.
Dear Mr. Sigmar:
The annual called MOUNTAIN
MEMORIES is before me. I just
finished a conference with a
member of the Journalism
faculty and he tells me that this
is by far the best annual of its
class that they have judged.
I want to compliment you, the
staff of the school, the Board of
Education, and the citizens and,
of course, including the student
body that made this annual pos-
sible.
The University has always
heen proud of its Icelandic
graduates and this book is a
token that our pride has not
been misplaced.
Wishing you and your asso-
ciates everv continued success,
I am
Verv truly yours,
John C. West,
President.
REGLUR UM ERLEND PENINGA SKIFTl
ÁRÍÐANDI TILKYNNING
Eins og tilkynt hefir verið af fjármálaráðherra, hafa reglur um erlend
peningaviðskifti árið 1940, verið löggiltar af stjórnarráðinu eins og heim-
ilað er í herlögum landsins (War Measures Act).
Nema því aðeins að undantekning sé veitt frá reglu þessari, verður
hver búandi maður i Canada, sem 1. maí 1940 hefir nokkra erlenda peninga
í fórum sínum, til eignar eða umráða, og hvort sem í Canada eru eða
erlendis, að selja þá peninga undir eins þar til völdum stofnunum (þ. e.
löggiltum bönkum) og verður fyrir þá borgað i canadiskum dollurum á
verði þvi sem ákveðið hefir verið af Foreign Exchange Control Board
“Erlendir peningar,” að því er reglu þessari kemur við, eru allir
peningar (excluding coin)’’ aðrir en canadiskir og heyra þar til: banka-
seðlar, póst-ávísanir, peninga-ávísanir, banka-ávísanir, ferðamanna-ávís-
anir, fyrirfram borguð verðbréf, bankavíxlar og önnur svipuð verðbréf,
sem greiðanleg eru í erlendum peningum; það felur einnig í sér hvaða
fjárhæð sem er í erlendum gjaldeyri, sem íbúi þessa lands hefir nokkurn
rétt til greiðslu á, hvort sem er með bankainnleggi, láni eða annari greiðslu
í banka, sparisjóði, Trust-félagi, lánfélagi, hjá hlutahréfasala (stockbroker),
hjá kaupmanni, sem ávaxtar fé, eða öðrum svipuðum fjármálastofnunum.
Regla þessi krefst ekki sölu neinum útlendum eignum.
Regla þessi áhrærir EKKI erlent fé, innlegg eða verðbréf, sem eru eign
manna, sein ekki eiga heimili í Canada Og til frekari tryggingar, er því
lýst yfir í reglu þessari, að menn sem hér eru ekki til heimilis, en eru i
heimsókn til Canada á skemtiferð eða í viðskifta-erindum, fvrir tímabil,
sem ekki fer fram úr sex mánuðum á árinu, teljast ekki eiga hér heima,
að þvi er reglu þessa áhrærir, nema því aðeins að persónan hafi við
komu sina hingað, ákveðið að verða hér fraim-egis til heimilis.
Enginn íbúi er skyldaður til að selja erlendar eignir sinar, ef hann
fullnægir kröfum Foreign Exchange Control Board um það, að hann hafi
haft hið erlenda fé 1. mat 1940, aðeins sem umboðsmaður eða agent erlends
borgara i höndum sínum, og að hinn erlendi eigandi hafi ekki komist yfir
eignina af hérlendum borgara síðan 15. sept. 1939, nema á þann hátt, er
stjórnamefndin (the Board) telur reglunni samkvæmt.
Ef sérstaklega stendur á, er svo ráðgert í Section 1 (b) í reglu þessari,
að íbúi, sem ekki er canadiskur borgari, geti verið undanþeginn, en aðeins
þó með þvi að sækja um þá undanþágu og ef hún fullnægir kröfum stjórn-
arnefndar.
Af vátryggingarfélagi, stofnuðu í Canada, er ekki krafist, að það selji
erlendan gjaldeyri sinn sem það þart' með til að gera sin viðskifti utan
Canada. \
Frekari upplýsingar eru fáanlegar hjá úthúum löggiltra banka. Hver
íbúi, sem nokkurn erlendan gjaldeyri á eða hefir undir höndum 1. mai
1940, hver sem fjárhæðin er, ætti að ráðfæra sig við hanka sinn hið hráð-
asta til þess að fullvissa sig um, að hve miklu leyti regla þessi áhrærir
hann.
FOREIGN EXCHANGE CONTROL BOARD