Lögberg - 23.05.1940, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.05.1940, Blaðsíða 2
o LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. MAl, 1940 Heimsókn hjá Jóhannesi Nordal--- níræðum Ml \ (l'ramh.) Vorhret. Vorið, sem eg fór vestur til Ameríku, 1887, var mjög i.ll- veðrasamt. Eg átti 50—60 kind- ur og nokkur hross, er eg seldi Jónasi bónda. En 35 gemlinga framgengna misti hann í einu hríðarkastinu. En versta stórhríðin skall á j). 20 mai. Þá var eg laus úr vistinni og orðinn minn inaður. Búið var að sleppa ánum, og voru þa*r í Vatnsdalsfjallinu. Mér leist ekki á veðrið um morguninn. Var þétt kafalds- mugga. Spurði eg Jónas, hvort honum fyndist ekki, að varlegast væri að smala ánum. En hann kvað nei við því. Hann sagði, að bráðlega myndi birta upp. Hann sæi, að það væri góðviðri i fjúkinu. En eg var á annari skoðun. Og eg fór með Pétri nokkrum, sem ráðinn var fjár- maður í minn stað, upp í fjall, út í Hvammsbreið, komst upp fyrir ærnar, en í því var líka komin blindaska og mátti ekki tæpara standa að við næðum heim með féð. Hríðin stóð í hálfan mánuð. Miklir fjárskað- ar urðu víða um sveitir, og mátti Jónas bóndi þakka mér, að hann átti sitt fé. Til Ameríku. En nú fór eg til Ameríku. Margt var samferðafólk mitt vestur, en minnisstæðastur er mér Jón Benediktsson, sem oft- ast var kallaður Hóla-Jón, þó hann væri þá farinn frá Hólum fyrir nokkrum árum. .Hann var ósköp óþrifalegur, karlanginn, og altaf með munntókbakshönk i treyjuvasanum og lafði tóbaks- rúllan svo langt út úr vasanum, að hann gat gripið endann i munn sér, þó hönkin í vasanum væri þar kyr. Það var nú hans máti að umgangast tóbak. Það var orðið annað upplitið á hon- um en þegar hann keypti að því er sagt var 48 blankhatta í einu á Hofsós, til þess að hafa þá ti! skiftanna. —En hvernig stóð á þvi, að þú komst heim aftur, en ílentist ekki í Ameriku? —Eiginlega ætlað eg altaf að koma heim aftur, og langaði alt- af heim. En að úr því varð eftir sjö ár, það er saga lit af fyrir sig og hún er svona: En heyrðu góði, þú bragðar ekkert á þessu, segir Jóhannes um leið og hann hellir i staupið. Það þori eg þó að bölva mér upp á, að þú færð ekki betra ákaviti annarsstaðar. Nytsamir hlutir. Þá skiftum við einum “löjten.” Og síðan hélt hann áfram: Sagan er svona: Hingað heim kom Sigurður frændi minn Jóhannesson skáld. Hann var eitt sinn i glöðum hóp niðri á Hótel ísland. Þangað kom Halldór Jónsson banka- gjaldkeri. Hann sagði við gig- urð svona í glensi, að Sigurður væri líklega einn af þessum vesturfarar-agentum, en þeir væru yfirleitt ekki vel séðir hér heima á Fróni. Sigurður neitaði því harðlega. En Halldór þótt- ist ekki vilja taka það sem gilda vöru, og þótti sem Sigurður gæti rekið erindi sín á laun. En þá blandaði Tryggvi Gunn- arsson sér í málið og sagði, að réttara væri fyrir þá að tala um einhverja nytsama hluti, heldur en vera að pexa um þetta. T. d. ætti Sigurður að visa þeim á einhvern íslending vestra, sem kynni til íshúsagerðar og geymslu á fiski, svo við gætum geymt hann von úr viti eins og þeir Ameríkumenn. Þegar þér byggið nýtt hús er mikils umvert að það sé auðhitað, og þetta fæst með notkun hins rétta efnis. INSULATTNG WALL BOARO Notað til þess að fóðra veggi og loft að innan, heldur húsinu hlýju ft vetrum og svölu um sumur. paS getur veriS málað, kalso- minað eða papplrað. Skrifið á Islénzku ef >ér viljið eftir sýnishornum og upplýsing- um til ARMSTRONG DISTRIBUTORS LTD. BOX 404 WINNIPEG - MANITOBA Þá sagði Sigurður, að hann vissi af manni vestra, sem kynni nú alt til þeirra hluta og hann langaði einmitt til að hverfa heim. Og Sigurður beinlíni* lof- aði jieim því þarna á Hótel ís- land, að fá mig til að koma og setja á fót íshúsgeymslu. Hann skrifaði mér svo um þetta alt vestur og sagði sem var, að hann hefði í votta viður- vist lofað þeim að útvega þeim manninn. Þetta varð til jiess að eg kom heim. Meðan eg var vestra var eg talsvert við húsasmíðar, og svo hjá miklu fisveiðafélagi, er rak hvítfiskveiðar og seldi hvítfisk- inn ísaðan suður um öll Banda- ríki. Alla leið til Englands var hann sendur í ís. Eg var við alt, sem að þessu laut, við að byggja ishús og ísa fiskinn. Auk þess var eg stund- um við verzlun hjá þessu félagi. Með Indíánum. Ein af bækistöðvum félagsins var fyrir norðan Winnipegvatn. Þar þurftu menn að hafa vetur- setu til að hafa umsjón með verzlunarhúsum og vörubirgð- um, svo Indíánarnir færu ekki með alt saman. Þarna var mik- ill sægur Indíána. Meðan veiðar stóðu yfir voru þarna um 120 manns hjá félaginu. Indíánarnir höfðu þarna kirkju fyrir sig. Eg var oft í kirkju hjá þeim. Eg vann oft með Indiánum. Þeir voru eins og hundar hrædd- ir við okkur, en illa var þeim við okkur, þó jieir þyrðu ekki að æmta né skæmta. Mér líkaði vel að vinna með þeim, nema einu sinni, þegar einn þeirra ætlaði að drepa mig. Við vorum þrír sendir út í eyju í vatninu, tveir Indíánar og eg. Við áttum að höggva þar við og byggja kofa fyrir ísgeymslu, þ. e. a. s. þeir áttu að höggva viðinn og eg átti að “kanta” hann. Þetta líkaði ekki öðrum Indí- ánanum. Hann kemur til mín og segir, að eg eigi að bera timbrið með þeim. Eg þvertók fyrir það með öllu, og sagði, að jiað væri þeira verk að bera trén til mín. Þá reiddist Indiáninn þetta litla. Hann hafði hárbeitta skógaröxi. Hann reiðir exina til höggs og býst til að keyra hana í hausinn á mér. En eg bíð ekki boðanna, stekk í hann eins og köttur, skelli honum og lem hann miskunnarlaust. Þá kallar hann á félaga sinn og spyr, hvort hann ætla að horfa upp á það, að fslendingsforsmán. in drepi sig þarna fyrir augunum á honum. Hann var seinn til. En eg reif upp skammbyssu og skýt rétt yfir hausinn á mót- stöðumanni mínum. Þá rétti hinn upp hendurnar og bað Guð að hjálpa sér. Því hann var kristinn og alt svoleiðis, það vantaði ekki. Þannig lauk þeirri viðureign og við bygðum ískof- ann. Indíánarnir unnu vel og þorðu ekki annað, því eg hótaði þeim, að annars myndi eg klaga þá. f annað skifti lenti eg í tuski við Indíána. Það var í Selkirk. Eg var þar hjá ólafi bróður mínum. Við vorum þar einir 20 að spila einn dag í skúr frammi á hlaðinu. Það var að vetri til. Við sátum þarna snöggklæddir og skemtum okkur vel við spilin. Þá kom Indíáni til ólafs bróður míns til að fá borgun hjá honum fyrir eldivið, er ólafur hafði fengið hjá hon- um. Indíánanum sinnaðist við ólaf, sagði að hann vanborgaði sér viðinn,' réðist að Ólafi og barði hann í andlitið, svo hann fékk rokna blóðnasir. Eg sá þetta út um glugga. Mér líkaði það ekki að sjá svona farið með bróður minn, snaraði mér út og í Indíánann og barði hann niður. Ekkert karlaraup. Heyrðu góði. Þú mátt ekki halda, að eg sé orðinn svo gam- all, að eg sé lniinn að fá í mig karlaraup. En sem eg er lif- andi maður, þá hefi eg ekki leg- ið fyrir neinum — nema einum manni. Hann hét Finnbogi. Hann var vestan úr Ólafsvik.. Hann kom stundum niður í ís- hús til mín, við vorum svolitið að reyna okkur. En þú þarft ekkert að skrifa neitt sérstak- lega um það. Það segi eg satt, sagði Trvggvi gamli einu sinni við mig, að aldrei hefi eg séð svona lítinn mann vera eins hraustan eins og þig. Eg var einu sinni að hjálpa honum að gera út skip, sem hann átti. Við vorum niðri í bryggjuhúsi. Þar þar akkeris- keðja uppi á loftinu, fantalega þung, eins og akkeriskeðjur eru. Eg fór upp á loftið til að rétta hana fram af stigagatinu. Þá sagði Trvggvi: “Hvað er að sjá til þín, maður. Þú rekur þetta niður eins og snæri.” Með handabandi. En við vorum að tala uin Indíánana. Það var veturinn, sem eg var þarna á fiskstöðinni við verzlunina og til að gæta húsanna, að til mín komu á jól- unum 30 Indíánakerlingar í ein- um hóp til þess að þakka mér fyrir viðskiftin og lipra af- greiðslu. Þær höfðu valið sér fyrirliða til að hafa orð fyrir þeim. Og þegar hún hafði lokið máli sínu, sveif hún að mér og ætlaði að kyssa mig fyrir. En eg bandaði henni frá mér og hún varð að láta sér nægja að þakka mér með handabandi. Eg sá það á eftir, að eg hafði með þessu móðgað hana og þær allar, og sá eftir því. En eg er annars að tefja þig með þessum útúrdúrum. Þetta fer að verða eins og sagan hans Hjalta. Hagalín hefir nú eflaust eitthvað fært hana í stílinn. Hann er talsvert pennafær, strákurinn. —Var það í Ameriku, sem þú tókst upp Nordalsnafnið? —Eg átti ekki upptökin að því, heldur var það Sigurður bróðir minn. Þeir voru tveir Sigurðar Guðmundssynir í Sel- kirk, sem altaf var brenglað saman, og því tók bróðir minn upp þetta nafn og þeir bræður minir, er voru komnir vestur á undan mér. Og þegar allir vissu, að eg var bróðir þeirra, þá varð eg eðlilega líka að heita Nordal. Eg kom heiin haustið 1894, ineð Thyru norðan um land og var hálfan mánuð frá Akureyri til Reykjavíkur. Þá hitti eg ólaf vert á Oddeyri og tók hann mér með mestu virktum. Þetta var afbragðsmaður. ísfélagið. Þegar hingað kom átti eg að fá fargjaldið borgað. En Tryggvi sveik það alf. Hann sagði, að fsfélagið ætti ekkert. Þar væri ekkert nema skuldir. Og við það sat. En eg hafði larið frá góðu kaupi fyrir vestan. —Hve mikið var stofnfé fs- félagsins. —Eg veit ekki hvað eg á að segja um það. Það voru ekki miklir peningar manna á milli í þá daga. Stofnfé var safnað 40 þús. krónum. En það var flMHERST «i im.. AMHEBrMH«*TBURORONT- M, This advertisement is not published or displayed by the Liquor ) Control Board or by the Government of Manitoba. ' mest í loforðum um fjárfram- lög. Hlustabréfin hljóðuðu upp á 50 krónur hvert, og dreifðust þau milli margra. Og nokkuð var það, að altaf þegar það kom til orða með peninga, var sama viðkvæðið hjá Tryggva, að engir peningar væru til. En hlutahafarnir sumir vildu þó ráða ýmsu um rekstur fé- lagsins. Eg man t. d. eftir því, hve Magnúsi Stephensen lands- höfðingja sárnaði við mig einu sinni út af smáatriði. Gull fyrir ts. Svoleiðis var, að hingað kom enskur togari, sem vantaði ís ofan á lestarnar. Hann bað mig um 5 tonn af möluðum ís og eg lofaði honum því. Þá kom landshöfðinginn til mín og spyr mig með þykkju, hvort eg hafi lofað Englending- um 5 tonnum af ís. Já, sagði eg, og ætla að enda það. Þá segir hann, að ef eg selji þessum Englending isinn, þá segi hann sig úr fsfélaginu. Þá segi eg að það gildi einu, það muni aldrei svo mikið um þessar 100 krónur, er hann hafi lagt fram. Eg sé opinberlega auglýstur íshússtjóri, og hann eigi ekkert með að taka ráðin af mér í hverju smáatriði, sem hon- um þóknist. Hann segist þá fyrirbjóða mér að selja ísinn, en eg stend upp í hárinu á honum og segist gera eins og mér sýnist. Hann gæti þá rekið mig, ef hann vilji. En bætti því við, að mér þætti und- arlegt, ef ætti að setja lands- höfðingjabann á það, að menn hefðu skifti á gulli og ís. Hann sagði þá að þetta yrði til þess að hæna Englendingana að landinu. En eg hélt að þeir myndu hafa einhver ráð, ef þá vantaði ís, þó við neituðum að selja þeim. Eg fór svo með peningana til Tryggva gamla og þótti honum þetta ágæt verzlun og aurarnir komu sér vel í tóman kassann. En Iandshöfðingja var illa við mig eftir þetta. Tiiskup og landlæknir. —Komu ekki margir í heiin- sókn til þín i ishúsið? —Það voru nú mest skipstjór- ar og aðrir sjómenn. En ýmsir komu til mín aðrir. T. d. Hall- grímur Sveinsson biskup. Hann hafði ákaflega gaman af.smíð- um. Hann kom oft til mín til þess að skoða verkfæri, sem eg kom með að vestan og sem hann aldrei hafði áður séð. Hann var viðfeldinn maður. Og eins Jónassen landlæknir. Eg hafði oft gaman af honum. Hann var svo ræðinn og skemtilegur, og altaf til í að segja sögur af sér og öðrum. Einu sinni sagði hann mér, hvernig hann hefði læknað mann með lungnabólgu. Þetta var drykkjumaður. Eg læknaði hann með whisky, sagði hann. Eg lét karlinn taka inn whisky annan- hvern klukkutíma, þangað tii honum fór að skána. Þetta gekk svo tvisvar. En svo fékk hann lungna- bólgu í þriðja sinn. Þá var eg ekki sóttur. Þá kom annar læknir til hans. Og hvernig fór þá? spurði eg. Iss-ss. Hann dó undir eins. Gröndal. —Þektir þú ekki Gröndal vel? —Jú, eg held nú það. Hann skifti altaf við mig og sendi jiantanir sínar í Ijóðum. Eg á einhversstaðar talsvert af þeim “pöntunarseðlum” frá honum. Hann sagðist myndi koma oft- ar til mín, ef ekki væru hest- arnir í Zimsensporti. Honum var svo illa við hesta. En þó var honum ennþá ver við kýr °g naut. Eg sagði honum, að hestarnir væru svo meinlausir, að maður gæti skriðið undir kviðinn á þeim án þess þeim dytti í hug að slá mann. En það kom fyrir ekki. Hann forð- aðist í lengstu lög að koma ná- lægt hestum. Og þessvegna forðaðist hann Zimsensport og íshúsið. En honum var sérlega vel við mig. Því eg bölaði Ameríku- agentum og vildi ekki sjá Ame- ríku eins og hann, og hafði kom- ið þaðan heim. Hann var hun- angsmaður. / hákarlaveizlu. Hafðir þú ekki mikil skifti við Tryggva Gunnarsson ? —Hvort eg hafði! Jú Jú, bæði í blíðu og stríðu. Mér lik- aði ekki altaf hans fjármála- stjórn. En hann var bezti ná- ungi. Hann bjó i Hafnarstræti rétt hjá mér, uppi á lofti, þar sem nú er Smjörhúsið. Eg kom oft til hans. Einu sinni var eg þar i há- karlsveizlu með Eiriki Briem. Jóni forna og Birni Guðmunds- syni timbursala. Tryggvi var altaf með þessar hákarlsveizlur fyrir þá, sem þótti góður hákarl. Hákarlinn fékk hann frá Guð- jóni á Ljúfustöðum. Við rifum í okkur hákarlinn, og Tryggvi hafði eina flösku af brennivini með. Þegar minst varði var búið úr brennivinsflöskunni. Nú er .eg illa staddur, sagði Tryggvi. Eg átti ekki nema þessa eina flösku. Jú, sagði eg, eg sá aðra til, þegar eg kom. Hvar komstu auga á hana? segir þá Tryggvi. Hún stendur þarna hjá komm- óðunni. Nú, þú hefir J)á komið með hana sjálfur, sagði hann. Það var gaman að heyra þá eigast við, Eirík og Jón forna. Þeir voru að gera upp gamlar væringar, Jón með sinn liðuga talanda, en Eiríkur stirðmáll og stamandi. Trvggvi sagði um þá: En það er bót í máli, að það er þó altaf að gagni, ]>að sem Eirikur segir. Grjót fyrir pentnga. Einu sinni var eg í kvöldboði hjá Þorsteini Erlingssyni með Þorvaldi á Þorvaldsevri. Þor- steinn hafði ákaflegá gaman af að fá Þorvald til að segja eitt og annað, sem á daga hans hafði drifið. Hann sagði okkur meðal ann- ars söguna af því, þegar timbur- skipið strandaði í Eyjum, og hann tók sigr upp til að gera þar góð kaup, fylti hnakktösku sína af smá hellublöðum og (ét vaka yfir henni um nóttina áður en uppboðið var, svo allir héldu statt og stöðugt, að þetta væru peningar, en enginn þorði að bjóða á móti því auðvaldi, sem rogaðist með hnakktöskufylli af silfri eða gulli, svo hann fékk góð kaup og gat bvgt sitt land- fræga Þorvaldsevrarhús úr ó- dýru tinibri. Tölt. Einu sinni átti að sekta mig, sagði Nordal, og sólskinsbrosið sem er honuni svo eðlilegt, færð- ist yfir alt andlitið, en hann lyfti sér í sæti af ánægju yfir Jivi, að fara yfir þá endurminn- ingu í' huganum. Það var Þorvaldur pólití, sem klagaði mig fyrir, að eg hefði riðið of hart eftir götunum. Við vorum nokkrir saman, sem fór- um í reiðtúr, Guðmundur Olsen, Bernhöftsbræður Vilhelm og Daníel og Hannes Thorarensen. Við vorum allir í bezta skapi þegar við komum til baka og klárarnir fjörugir eftir þvi. Daginn eftir gerði Halldór Daníelsson bæjarfógeti mér orð og bað mig að finna sig. Þút ert kærður, sagði bæjarfó- getinn. Og fyrir hvað? spurði eg. Fyrir að ríða of hart eftir göt- unum. Hver hefir klagað mig? spyr eg- Þorvaldur, hann sá það sjálf- ur, sagði Halldór* þá. Reið eg meira en tiilt? spyr eg þá bæjarfógeta. Það væri annað mál, ef eg hefði farið á stökki eða skeiði. Eg skal spyrja Þorvald, sagði bæjarfógeti. Siðan var Þorváldur kallaður. Jóhannes segist ekki hafa rið- ið nema tölt, segir hann við Þorvald. Það var alveg satt, segir Þor- valdur, hann var á tölti, en hann för eins og örskot. Þá sagði eg, að það þætti mér helvíti hart, ef ætti að fara að sekta mig fyrir að fara tölt. Eg mintist ekki á það, á hvaða gangi hinir fóru. En bæjarfógeti gekk inn á, að ekki væri hægt að kæra mann. sem færi á tölti. Og með það slapp eg. Vantaði kraftaskáld. ' —Hvernig gast þú slitið þig frá íshúsinu, eftir öll J)essi ár, sem þú varst búinn að vera J)ar? —Það kom af sjálfu sér. Mig vantaði eitthvert kraftaskáld til þess að yrkja úr mér gigtina, sem alveg ætlar inig lifandi að drepa enn í dag. Svo sagði eg ríð Þorleif Bjarnason einn dag, hann var þá formaður ísfélags- ins: Eigum við ekki að gefa strákunum íshúsið, sem búið er að pina í mörg ár með lágu kaupi, en hafa þó unnið vel og samvizkusamlega, og eiga ekki nema skyrtuna utan á kroppinn, en nóg af krökkum. Þorleifur félsþ á það. Hann var altaf svo sanngjarn. Eg sé ekki eftir því, að við gáfum piltunum húsið. Þeir voru vel að því komnir.— Heyrðu góði, nú fáuin við okkur einn, sagði Jóhannes og helti í staupið með stvrkri, ó- skjálfandi hendi. Því hann er ekki enn orðinn skjálfhentur. Nii drekk eg ekki nema helm- inginn, sagði eg, þvi nú þarf eg að fara að sinna alvarlegum störfum. —Ekki nema helminginn! Ja, hafðu það alveg eins og Guð hefir skapað þig, sagði Jóhannes, um leið og hann rendi út úr glasinu.—V. St. (Lesbók Mbl.) Dvergurinn Leach, sem Iézl árið 1818, hafði svo langa hand- leggi, að hann náði með hend- urnar niður á gólf, J)ó hann stæði uppréttur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.