Lögberg - 23.05.1940, Blaðsíða 1
PHONE 86 311
Seven Lines
aot*
dePclS ^
Co^- s
Service
and
Satisfaction
^.'0 ‘ -JS atuou Cfr
PHONE 86 311
Seven Lines
* o-g!'
tJUJ^'crs ^
^PaUnív\V^ ^ For Better
q0-c.^ * Dry Cleaning
and Laundrv
53. ARGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. MAl, 1940
NÚMER 21
Fregnir af
vesturvígstöðvunum
Ekki verður annað réttllega sagt, en að þunglega horfist á um
þessar mundir af hálfu Bandamanna á vesturvígstöðvunum, þó
mælt sé að þeim hal'i síðustu klukkustundirnar lánast að stemma
eitthvað stigu fvrir hinum þýzka árásarher á þevsireið hans til
hafnarborganna gagnvart Englandi; eru orustur þær, sem haðar
hafa verið undanfarandi í Norður Frakklandi, og enn standa yfir,
taldar að vera þær geigrvænlegustu, er sögur fara af; tala her-
manna, er þar sækjast á skiftir miljónum, auk þúsunda af flug-
vélum og hraðskreiðum brynvögnum; morðvélamenningin sýnist
vera komin í slíkan algleyming á þessari tiltölulega smáu spildu
hnattarins, að þar komist engin önnur æðistegund í hálfkvisti við;
mannfall ;egilegt, og eldi tortímingar hleypt af stokkum viðnáms-
lítið eða jafnvel viðnámslaust.
Forsætisráðherra Frakka, Paul Reynaud, tilkynti franska
þinginu það á þriðjudagsmorguninn, að þýzki árásarherinn væri
þá nýbúinn að ná á vald sitt frönsku borgunum Arras og Amiens,
og færi hraðföriyn niður með Somme-flótinu á leið til sjávar;
en snemmendis á þriðjudaginn er mælt, að Bandamenn hafi rekiö
Þjóðverja út úr hinni fyrnefndu borg, og riðlað allmjög fylkingum
þeirra á öðrum svæðum. Hinn franski forsætisráðherra var ekki
myrkur í máli; hann lýsti því meðal annars yfir afdráttarlaust í
öldungadeildinni, að framrás Þjóðverja í Norður-Frakklandi mætti
að miklu kenna refsiverðri handvömm hinnar frönsku herstjórnar;
alvarlegar fyrirskipanir hefðu verið að vettugi virtar, svo sem
þær, að sprengja upp ýmsar þær brýr, er yfir Meuse-ána liggja,
en slíkt hefði til þess leitt, að vélaher Þjóðverja hefði átt þar
viðnámslausa yfirför; slík hálfmenska yrði eigi liðin í tramtíð-
inni; viðhorfið væri slíkt, að franska þjóðin þvrfti á allri karl-
mensku sinni að halda, heilli og óskiftri. “Þessar tvær voldugu
þjóðir, Bretar og Frakkar,” sagði forsætisráðherra, “geta aldrei
liðið undir lok; og segi einhver mér það, að einungis kraftaverk
fái verndað Frakkland, þá trúi eg hiklaust á kraftaverk vegna
þess að eg trúi á Frakkland ”
Belgiuherinn heldur enn uppi frækilegri vörn þó við raman
sé reip að draga, en svo þóttu horfur tvísýnar, að stjórnin sá
þann kost vænstan, að koma sér fyrir á Frakklandi þar til eitthvað
rofaði betur til.
Hinn brezki foísaétTsráðherra, Winston Qhurchill, talaði kjark
i þjóð sína með hinni voldugu útvarpsræðu, er hann flutti á
sunnudaginn; að brezka þjóðin standi saman sem einn maður
verður ekki um vilst; enda er stjórn hennar nú skipuð slíku
mannvali, að eigi getur annað betra. Forsætisráðherrann kvaðst
eigi ganga þess dulinn, að Hitler hygði á innrás í brezku eyjarnar;
veruleg innrás þangað, hefir eigi komið til framkvæmda síðan
1066. Að Hitler verði kápan úr því klæðinu, mun samt sem áður
mega teljast lítt hugsanlegt, því í mörg horn hefir hann óneitan-
lega að líta eins og sakir standa; enda er brezka þjóðin þannig
viðbúin heima fyrir, að innrás inn í landið, er nokkru fengi áork-
að, þarf naumast að gera skóna.
Nýjustu fregnir herina, að hersveitir Bandamanna hafi
sprengt til agna allar brýr yfir Somme ána til þess að hnekkja
framgangi Þjóðverja. Staðhadt er, að flugvélatap Þjóðverja síðan
innrásin í Belgíu, Holland og Norður Frakkland hófst, sé þrefalt
meira en tap Bandamanna, slíkrar tegundar.
Ægilegt manntjon
á Hollandi
Staðhæft er, að l'jórði hluti
hollenzka hersins, hundrað þús-
Und manns, hafi fallið í orustu
við hinn þýzka innrásarher þá
limin daga, sem baráttan um
yfirráð landsins stóð yfir; áttu
Hollendingar ekki annars úr-
kosta eins og i pottinn var húið,
en að gefast upp. í Rotterdam,
einum mikilvægasta hafnarbæ
Hollands, er mælt að um hundr-
að þúsund af ílnium borgarinn-
ar, hafi látið líf sitt af sprengj-
úm og öðrum morðtólum Þjóð-
verja; borgin hafði að sögn orð-
ið allsendis vatnslaus um hríð.
Barney Stephen Benson, BSc.
Þessi ungi og efnilegi menta-
maður lauk Bachelor of Science
prófi með ágætum vitnisburði
við Manitobaháskólann við ný-
afstaðin vorpróf; hann er sonur
Björns S. Benson lögfræðings,
sem lézt í Selkirk, og Floru
Benson bókhaldara hjá Columbia
Press, Ltd.; hann er fæddur í
Selkirk 5. júní 1919, sama árið
og faðir hans dó.
Stríðssókn
canadisku
þjóðarinnar
Forsætisráðherrann, Mr. King,
lýsti yfir því í þingræðu á mánu-
dagskveldið, að kostnaður þjóð-
arinnar vegna stríðsins yfir fjár-
hagsárið 1940—41, næmi að
minsta kosti $700,000,000. Mr.
King lét þess ennfremur getið,
að gerð yrði tafarlaust gangskör
að því, að safna liði í hina þriðju
herdeild, jafnframt þvi sem flýtt
vrði fyrir sendingu 2 herdeildar
austur um haf; jafnframt þessu
yrði ÖIl hugsanleg áherzla lögð á
eflingu hins canadiska loftflota;
á öllum sviðum yrði á striðs-
sókninni hert unz yfir lyki.
Woodsworth veikur
f lok fyrri viku fékk .1. S.
Woodsworth, þingmaður Mið-
Winnipeg kjördæmisins hins
nyrðra, og foringi C.C.F. flokks-
ins í Canada, aðkenning af slagi
í Ottawa, og liggur rúmfastur;
fregnir á þriðjudagskveldið telja
líðan hans eftir atvikum sæmi-
lega. Mr Woodsworth hefir ver-
ið veill á heilsu undanfarin ár;
hann er 65 ára að aldri.
Miss Guðrún J. Bjcrring, B-A.
Miss Bjerring hefir nýlokið
Bachelor of Arts prófi með á-
gætri einkunn við Manitobahá-
skólann; hún er dóttir þeirra
Mr. og Mrs. S. O. Bjerring hér í
borginni. Miss Bjerring hefir
tekið mikinn þátt í félagsmálum
háskólastúdenta, og er frábær-
lega vinsæl og vel gefin stúlka.
Frá Islandi
úr Jökulsárhlið i Norður-
Múlasýslu skrifar Björn Krist-
jánsson bóndi i Grófarseli: —
Tíðarfar síðastliðið surnar var
hið hagstæðasta, sem komið
hefir síðan 1925; þá var hið á-
gætasta tíðarfar alt sumarið, en
þó hvassviðrasamara en hið síð-
astliðna. Síðastliðið sumar voru
hér. óþurkar aðeins hálfan mán-
uð i byrjun sláttar. En gras-
spretta var aðeins i meðallagi á
túnum, en ekki það á útjörð.
Þó varð heyfengur sæmilegur
vegna hagstæðrar veðráttu. Fyr-
ir fáum árum var talið, að garð-
rækt væri ekki gerleg á þessum
slóðum, og hún rekin á sárfáum
bæjum aðeins. Nú hefir þetta
breyzt svo, að kartöflur og róf-
ur eru ræktaðar allsstaðar, meira
eða minna, og er sveitin sér nú
nóg i þeim efnum. En þó eiga
rnenn alt undir veðráttunni um
garðræktina, en hér er jafnað-
arlega mjög stormasamt. — Sið-
astliðið sumar var bygt stein-
steypt íbúðarhús á einum bæ og
3 steinsteyptar hlöður. Er á
siðustu árum búið að byggja upp
á 9 bæjum af 18, alt steinhús,
flest með nútímaþægindum.
Hlöður er búið að byggja vfir
2/3 hluta hevsins og á 4 bæjum
eru öll hús undir járni- Mjög
víða pr neyzluvatn leitt til bæj-
ar. Síðan 1920 hafa verið gerð
4 nýbýli. Sláttuvélar eru 9 í
sveitinni, 4 þeirra með hey-
skúffum, er smiðað hefir Stein-
dór Jóhannesson járnsmiður á
Akureyri. Er slíkur útbúnaður
til mikillar hjálpar, einkum þó
ef slegið er á graslitlu útengi.—
Árið 1931 var byrjað að leggja
akveg eftir sveitinni og hefir
jafnaðarlegast verið unnið dá-
lítið að framlengingu han« á
hverju sumri. Er nú svo komið,
að ekki er eftir að leggja nema
um 5 kilómetra vegarkafla til
þess að fært sé bifreiðum um
sveitina endilanga. Var þessa
vegar mikil þörf, því að 80 kíló-
metra leið er til kaupstaðar úr
miðri sveit, og því erfiðar lesta-
ferðir. — 1 vetur hefir tíðarfar
verið fremur milt og stórviðra-
lítið. Fé var þó víðast tekið um
9 nóvembermánaðar, og hefir
þurft að gefa þvi fullkomlega í
meðallagi, og á mörgum bæjum
hefir fé verið gefið alveg inni í
nokkrar vikur.
P
Úr Skagafirði hafa blaðinu ný-
Iega borist þessi tiðindi: —
Marzmánuður hefir orðið erfið-
asti mánuðurinn á þessum vetri.
Hríðarveður með talsverðu frosti
héldust fram yfir miðan mánuð-
inn og setti þá niður snjó all-
mikinn. Síðari hluta mánaðar-
ins stilti til og gerði þá rifa-
hjarn, isalög mikil og akfæri
gott. Af þessum sökum hefir
orðið haglítið, einkum i Blöndu-
hlíð, og þó viðar, og er það
afar sjaldgæft Hefir orðið að
taka talsvert af hrossum í hús
og á hey.—
Fiskafli i firðinum er að glæð-
ast og er fiskurinn nú genginn
alveg inn að söndum við fjarðar-
botn og er það mest hrygnandi
stórþorskur. Vart hefir orðið
við loðnu, en náist hún til beitu
er gefinn hlaðafli, að rninsta
kosti um stund. Annars má
heita dágóður afli á frosna síld
sem beitu.
KSÍ
Sæluvika Skagfirðinga og
sýslunefndarfundir héraðsins var
Nefndarstörfum
lokið
Sú hin konungjega nefnd, er
skipuð var af sambandsstjórn
fyrir tveimur árum til þess að
kynna sér til hlýtar hagfræði-
lega afstöðu fylkjanna til lands-
stjórnarinnar, og bera fram
uppástungur til umbóta, hefir
nú lokið starfi, og stjórnin lagt
nefndarálitið fram í sambands-
þinginu; er hér um margbrotið
álitsskjal að ræða, er fer fram
á ýmsar mikilvægar og róttækar
breytingar frá núverandi fyrir-
komulagi; ein uppástungan geng-
ur í þá átt, að sambandsstjórnin
taki að sér að sjá farborða því
fólki öllu, sem atvinnulaust er,
en talið er vinnufært.
Fjármálaráðherra Manitoba-
fylkis, Mr. Stewart S. Garson,
var framarla í hópi þeirra, er
rannsóknarnefndarinnar kröfð-
ust, og bjó málið að miklu undir
af hálfu fylkisstjórnarinnar.
A víðavangi
Mr. Soffonías Thorkelsson
verksmiðjustjóri, sem nú dvelur
á íslandi, biður þess getið í
Lögbergi, að bréf til sín verði
send c-o Eimskipafélag íslands
yfir England. Mr. Thorkelsson
segir blíðviðri á íslandi, og líð-
an almennings auðsjáanlega
góða í höfuðstað >|andsins Mr.
Thorkelsson fékk ágætt veður á
leiðinni heim.
-t- ♦ ♦
Þau Mr. og Mrs. McGraw frá
La Platte, Nebraska, komu til
borgarinnar á föstudagskveldið
var; en að því var vikið í síð-
asta blaði, að þeirra væri þá
von hingað. Mrs. McGraw
(Hrefna Finnbogadóttir) er
fyrsti islenzkur kvenlæknir á
meginlandi Norður Ameríku, og
hefir unnið sér víðtækan orðstir
á sviði fræðigreinar sinnar; hún
var við messu í Fyrstu lútersku
kirkju á sunnudagskveldið, og
ávarpaði safnaðarfund, sem
haldinn var að aflokinni guðs-
þjónustu.
haldin í Sauðárkróki siðustu
viku marzmánaðar. Var mjög
mannmargt í Sauðárkróki síðari
hluta vikunnar, enda veður og
færð hið ágætasta, og inikið um
dýrðir, svo sem venja er til. Al-
mennir málfundir voru haldnir
í barnaskóla þorpsins tvö kvöld
og flutt fjögur mál. Karlakór
Sauðárkróks undir stjórn Ey-
þórs Stefánssonar hélt söng-
skemtun eitt kvöld. Sjónleikir
voru sýndir af U.M.F. Tindastóll
sjö sinnum, Hinu skagfirzka
kvenfélagi tvívegis og V.KF.
Aldan tvivegis, og söng kvenna-
kór félagsins þá einnig. Tvi-
vegis var sýnd leikfimi, dans og
“plastik.” Kvikmyndasýningar
voru þrisvar i vikunni. Loks
voru danssamkomur fimm kvöld
á vegum U.M.F. Tindastóll. All-
ar,voru þessar skemtanir vel
skipulagðar, og svo hagað til,
að ekki fór fram nema eitt
.skemtiatriði samtímis.
i heilbrigðisskýrslum ársins
1937 er útdráttur úr skýrslum
frá ljósmæðrum landsins. Þó
er yfirlit þessu nokkuð áfátt
þar eð skýrslur vantar úr þrem
læknishéruðum. Eru barnsmæð-
ur alls taldar 2,301, ]>ar af 644
frumbyrja. Fædd börn eru talin
2,301, en fósturlát 54. Af þess-
um börnum hafa samkvæmt frá-
sögn ljósmæðranna 1915 verið
Hhomas Leonard Brandson,
Bachclor of Commerce.
Thomas er sonur þeirra Dr- og
Mrs. B. ,1. Brandson, og hlaut
Bachelor of Commerce menta-
stig við nýafstaðin vorpróf Mani-
tobaháskólans; hann er glæsi-
menni hið mesta, eins og hann
á kyn til.
Roosevelt krefst
feikna fjárhœðar
til aukinna vígvarna
Roosevélt forseti hefir farið
fram á það við þjóðþing Banda-
rikjanna, að það heimili á fjár-
lögum eina biljón og átta hundr-
uð miljónir dala til aukinna víg-
varna vegna hins ískyggilega við-
horfs á vettvangi heimsmálanna;
mest mun áherzlan verða lögð á
aukning loftflotans; krafa þessi
hefir þegar fengið góðan byr í
neðri málstofunni og er komin
til íhugunar í öldungadeild.
Aldrei hefir Bandarík jastjórn
áður farið fram á slíka feikna
fjárhæð til vígvarna í einu lagi.
LÁGMA BKSVERÐ HVEITIS
Vegna verðhruns á hveiti á
kornmiðlarahöllinni í Winnipeg
í síðustu viku, ákvað sambands-
stjórn að skerast í leikinn, og
fastsetja fyrst um sinn lág-
marksverð hveitis.
Kristján Thor Austmann, B.Sc.
Þessi ungi námsmaður er son-
ur þeirra Dr. og Mrs. Kristján ,1.
Austmann; lauk hann nýverið
Bachelor of Science prófi með
ágætum vitnisburði við Mani-
tobaháskólann.
nærð á brjósti einvörðungu, en
önnur ýmist á pelamjólk eða
pelamjólk og brjóst^mjólk, en
um nokkur börn vantar greinar-
gerð um þetta atriði. 78 börn
eru talin hafa verið eigi full-
burða er þau fæddust, og 10
hafa verið vansköpuð. Tvær
mæður er skráð að hafi látist
við barnsburð
—Tíminn 9. april.
Hauál
Hvítur eins og heilagur andi
haustsnjór sig um akrana þandi,
faldi þá í faðminum hlýjum,
fylti þá af lífskrafti nýjum.
Lifið sagði: “Sofið i næði,
sofið undir dúnmjúku klæði;
látið ykkur dýrðlega dreyma
daga þá, sem upprisu geyma.
Hræðist enga draugborna drauma,
drekkið svlefnsins lífrænu strauma;
etg skal yfir vöggunni vaka,
vel á m'óti draugunum taka.
Vakið ei þó vindarnir syngi,
vetrartröllin ísklukkum hringi,
sofið meðan völd þeirra vaka,
vaknið þegar fuglarnir kvaka.
Sig. Júl. Jóhannesson.