Lögberg - 23.05.1940, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. MAI, 1940
Fannatöfrar
(Þýtt úr ensku)
Nú varð löng þögn. Þegar í'ullur skiln-
ingur á mikilvægi þessara orða rann upp
fyrir Sylvíu, stökk blóðið fram í kinnar
henni, en svo varð hún aftur föl, leit niður
og fór með skjálfandi fingrum að snúa upp
á bandsenda, er losnað hafði á peysunni,
sem hún var í.
“SkiJjið þér nú, hvernig í þessu ligg-
ur ? ’ ’ sagði hann. ‘ ‘ Þér eruð ekki í rieinni
skuld við mig.”
Hið hógværa spaug, er birtist henni í
þessum orðum hans, var síðasta stráið, er
haldið liafði tilfinningum hennar í hömlu, og
brennheit tárin streymdu nú niður um kinn-
ar henni. Þótt hvorugt þeirra vissi hvernig
það atvikaðist, þá hvíldi hún á sama augna-
blikinu í faðmi hans.
“Ó, Lewis,” sagði hún með grátekka í
röddinni, ‘‘ ]ni getur ekki ímyndað þér hve
mikla kvöl og hvílíka auðmýking eg hefi lið-
ið. Og alla tíð saknaði eg l>ín svo mikið að
mér fanst lijarta mitt myndi springa.”
Höfuð hennar hvíldi á handlegg hans;
hún var eins og barn, sem komið væri í ör-
ugt skjól. Hann hélt henni fast að brjósti
sér, og þrýsti brennheitum kossi á varir
hennar, er við honum sneru. Og hún brosti
til hans gegnum blikandi tárperlurnar, er í
augum hennar stóðu.
N í t j á n <1 i K a p í t u l i
Hið mikla eimskip Normandie var rétt í
þann vegirin að hefja för sína áleiðis til
New York. Þetta var síðla dags, og léttur
regnúðinn lá ein.s og mistur yfir Cherbourg
höfninni, svo að hinir löngu öldubrjótar um-
hverfis hana og borgin sjálf upp frá vog-
skorinni ströndnni sáust aðeins sem í ]>oku.
Á þiljoim skpisins fór hvarvetna fram liið
óhjákvæmilega umstang, sem sífelt er fyrir-
boði brottferðar hinna risavöxnu ferðafólks-
halla. Síðasti flutningsbáturinn úr landi
hossaðist á öldunum við skipshliðina, og var
að skila um borð seinbúnum farþegum og
farangri þeirra. Efstu þjlförin voru sleip
af vætunni, er úðinn var iðinn við að læða
að þeim, og ]>ar var ekki aðra farþega að
líta en ])á, sem harðgerðastir voru og alvanir
rápinu hvernig sem viðraði. En á neðri
þiljum og í vellýstum göngunum var mikið
um glaðværð og glundroða, er prúðbúið
liefð'arfólk rásaði til og frá í leit eftir eigin
klefum sínum eða kunningjanna. Hvítklædd-
ir þjónar voru allsstaðar á þönum með blóm-
vendi, símskeyti og ávaxtakörfur. Þar
heyrðist margt talað og mikið hlegið, auk
hins óviðráðanlega endurhljóms er kork-
tappar sluppu úr flöskustútum. f stuttu
máli sagt virtist alt benda til ánægjulegrar
ferðar.
f klefa þeirra á B-þiljum hoppaði
Connie í galsa-kátínu um alt og yfirvegaði
sérhvað eina með.eignarhalds-nákvæmni ný-
giftrar konu, en Steve lá letilega endilangur
á legubekknum og horfði brosandi á athafnir
hennar.
“Eg verð að játa það,” sagði hann,
“að það er mjög ánægjuleg tilhugsun að
vera nú á heimleið. ”
“]\reð mér,” bætti Connie við, eins og
orðum lians til frekari álierzlu.
“Já, vissulega, með þér,” viðurkendi
Steve. “Og með þeim Lewis og Sylvíu.”
Connie skellihló,
“Þú færir mér dásamlegt hrósyrði, ást-
goðið mitt! En eg skal játa, að það er á-
nægjulegt fyrir okkur að vera öll samferða.
^ ið ættum að njóta góðrar ferðar.”
Steve kveikti í vindlingi sínum og blés
langri reykjargusu út um annað munnvikið.
“Nú er eg svo nátengdur ykkur, Connie,
að mér er víst óhætt að tala eins og mér
finst. Hann er ágætur náungi, þessi bróðir
þinn. Það gleður mig mjög mikið, að at-
burðirnir hafa nú snúist honum í vif. Að
gefa þér annan gimsteininn var sannarlega
fagur vottur um hjartalag hans og stór-
lvndi.”
“Það var Sylvíu hugmynd, á'stvinur
minn! Eg skal feggja eið út á ]>að, að hann
ætlaði henni bá l>áða.”
“Sjáðu nú til, Connie, að þegar eg fer
að hugleiða alt, sem fyrir okkur hefir komið,
])á er það aðeins eitt er eg harma.”
“Hvað er það f ”
Nú var klappað á hurðina, og á næsta
augnabliki komu þau Lewis og Sylvía inn
í klefann, með ljómandi bros á andlitunum,
og Lewis sagði, eins og þeim til afsökunar:
“Við ættum nú að vera uppi á efstu
þiljum til að virða Evrópu að lokum fyrir
okkur í töfrahjúp mánaskinsins. En nú er
ekkert tunglsljós, og eg hygg líka, að við
liöfum öll fengið nóg af Evrópu í þetta sinn.
0g mér datt í hug að við mættum eins vel
í þess stað gleðja okkur yfir vínstaupi hérna
niðri.”
“Meistaraleg hugmynd, , Lewis, ” sam-
.þykti Steve. “Alveg eins og það væri mín
eigin. Hvað væri öllum þóknanlegast?”
An ]>ess að rísa upp af legubekknum
teygði Steve sig eftir símanum, er þar var
rétt við hendina, og sendi út fyrirskipanir
um drykk þeirra.
“Við vorum,” hélt Stéve áfram, “rétt
núna að ræða saman, Connie og eg — þið
vitið hvernig löngu gift hjón tala — um alt
æfintýrið. Það var býsna gaman að því,
meðan á því stóð. Aðeini var það eitt, sem
mér þykir nú leitt að minnast. ” Hann leit
með afsökunarsvip til Sylvíu. “Það er
prófessorinn. Ó! — og þó hann væri kann-
ske mjúkyrtur og margmáll, gat maður ekki
annað en fengið hlýjan hug til hans. Hann
hafði mig alveg á valdi sínu. Það er mér
harmsefni, að hann sé farinn. ”
“Vertu hægur!” sussaði Connie, og leit
um leið til Sylvíu, sem fölnaði við að heyra
minst á föður sinn.
“Eg tala af einlægni, og Sylvía skilur
{)íið. Velvild mín stefnir nú öll að minn-
ingu gamla mannsins, jafnvel þótt hann sneri
á mig við pókereikinn. Eg sting upp á að !
við drekkum minnngu hans til, þegar vín-
glösin koma. Hann dó að minsta kasti ó-
bugaður.”
“Hérna eru drykkirnir, herra.”
An }m‘Ss eftir honum væri tekið, liafði
brytinn komið inn í klefann með þéttsettan
bakka í höndunum. Tilvalinn og athugull
heyrnarvottur að seinni hluta ræðunnar hjá
Steve, batt hann enda á liana með því að
gefa sig kurteislega fram ó hagkvæmri
stundu.
“Þökk, hr. bryti,” sagði Steve. En
þegar hann um leið' sneri sér við, var hann
þvínær fallinn um sjálfan sig, er hann leit
manninn með bakkann. Öll störðu þau nú
sem steini lostin á brytann, er þaraa stóð
sem góðlátleg, sköllótt og gildvaxin mann-
vera, snyrtilega búinn hvítum þjónsjakka,
og brosandi hæversklega við þeim, eins og
sönnum þjóni sæmdi.
“Pabbi!” hrópaði Svlvía með skjálfandi
röddu.
“Já, barnið mitt, þetta er ]>itt allsóverð-
uga foreldri,” sagði prófessorinn og lagði
handlegginn auðmjúklega með karlmannlegri
liugdirfð um axlir henni.
Steve bandaði höndum út í loftið, eins
og til að bægja frá sér vofu-aðsóknum.
“Þetta getur ekki verið þér sjálfur. Þér
eruð dauður,” sagði hann lágt. -
“Eg ætti að vera það, ka*ri drengur,”
svaraði prófessorinn og leit til himins. “Eg
mundi vera það, ef ekki væri fvrir hina
miklu, himinsendu náðarveiting forsjónar-
innar. Eg lenti ekki, eins og þið getið nú
öll skilið, undir aðal snjóflóðinu, en kastaðist
til hliðar út úr því. Þið minnist kannske
hinna eftirminnilegu orða skáldsins, sem eg
man nú ekki að nefna ,er svo hljóða: ‘Sem
strá í hvirfilvindi og sem korkur í stríðum
straumi. ’ Þannig, í einu orði sagt, var eg.
En guð hlífði mér, kæri drengur! Ó-já, hann
einn gat veitt mér hjálp! Eftir ósegjanlegar
þrautir tókst mér að' komast til Frakklands.
Eftir að eg las í Meginlands-Dispatch hina
gleðiþrungnu og heillavænlegu fregn um
sameiginlega gifting ykkar og ákvarðaða
burtför á Normandie, var eg svo heppinn
að fá lífilmótlega ]>jónsstöðu á skipinu,
svro eg gæti orðið þeirrar miklu ánægju að-
njó'tandi að ná aftur sambandi við ykkur
öll, og byrja svo ef til vildi, eins og endur-
fædd sál, nýjan og betri lífsferil á hinu
mikla meginlaridi Ameríku, sem ])ið stefuið
nú til. ”
Ofurlítil þagnarstund leið nú; þá
skríkti ögn í Connie. Og á næsta augnablik- |
inu voru þau öll farin að hlæja. Að lokum
rétti Lewis fram hönd sína og sagði.
“Jæja, prófessor! Þér eruð þá kominn
hingað! Og við gleðjumst öll af að sjá yður.
Eg skal líka ljá yður aðstoð mína. En minn-
ist þess—”
Hér greip Steve frgm í með áherzlu:
“Þér verðið að ganga framvegis ráð-
vendninnar braut.”
Prófessorinn lagði hönd á brjóst sér.
“Því tofa eg yður, kæri drengur, með
allri viðkvæmnis-gnótt þakkláts hjarta míns,
að eg skal — jafnvel ])ó svo vilji til að við
leikum saman póker, — að eg skal hegða
mér eins og verulegur erkiengill.” Hann
hneigði sig, tók tómt glas, lielti í það ögn af
víninu og hélt því svo á lofti. “Og má eg
nú, með viðeigandi auðmýkt, benda á vel-
farnaðar-minnið, er við nú klingjum inn:
Minni framtíðarinnar! Megi hún verða okk-
ur öllum gleðileg og dygðarík!”
Hann ]>agnaði og beið ]>ess, að hitt fólk-
ið lvfti upp glösum sínum, svo dreypti hann
á sínum bikar og hneigði sig hátíðlega um
leið og hann rendi augum til hæða.
Thyssens duldu sorgir
Fritz Thyssen hjálpar Hitler til hæstu tignar—
Er mí sjálfur landflótta.
Á seinustu árum keisarastjórnarinnar
þýzku, og alt t'rarn til síðastliðins árs, er Hitler
fór að eiga mök við Bolsana rússnesku, var
Thyssen einn voldugasti maður Þjöðverja og
áhrifamesti, bæði sem stóriðjuhöldur og inesti
styrktarmaður Nazistanna.
Hann var maðurinn, sem kom Hitler í
kanzlarastöðuna, en situr nú sjálfur sem flótta-
maður suður í Sviss, og allar eignir hans: nám-
ar, vopnaverksmiðjur, lönd og lausafé; sölsað
af yfirgangs hákörlunum i þarfir hers og
hermdarverka, manndrápa og kúgunar, er þeir
hyggjast að steypa gervallri Evrópu í — og
víðri veröld að lokum, verði för þeirra ekki
heft af öflum þeim, er siðmenning og sjálf-
stæði einstaklinga og þjóða unna.
f útlegðinni dvelur Thyssen nú hjá bróður
sínum í kastal'a hans við Lucern og elur rauna-
tölur sínar með þungum huga og þrá eftir
hefnd gagnvart þeim, er þrautum hans valda.
En um mann þenna á að miklu leyti við mál
tækið, að “sér grefur gröf þó grafi.”
Eftir að stóra stríðinu lauk, og þýzka lýð-
veldið reis upp með Hindenburg gamla sem
forseta, var Thvssen einn aðal máttarstólpi
þess, vegna auðs síns og stóriðjuathafna. Hann
vildi koma Þýzkalandi aftur á styrkar fætur
og gera Þjóðverja hernaðarlega volduga sem
áður. Alt, sem að þessu marki stefndi, stuðlaði
einnig að aukinni auðsæld og áhrifavaldi Thys-
sens.
Voldugt Þýzkaland þurfti að hafa gnægð
hernaðartækja, og það myndi kveikja aftur
undir öllum rauða-blásturs ofnum Thyssens,
kaupa kolin hans, láta vopnasmiðjurnar hans
starfa dag og nótt til að framleiða byssur og
aðrar vítisvélar — sein alt myndi veita pen-
ingum í fossaföllum inn í vasa hans.
Þá kom Thyssen auga á hinn málóða en
allslausa æsingasegg Adolf Hitler, og fékk þá
hugmynd að hann gæti orðið sér þarflegt verk-
færi til að koma hugmynduin sinum í fram-
kvæmd: endurreisn Þýzkalands og aðal-ráði
þess i hendur sér.
Það er vafamál, hvort Hitler sjálfan hefir
nokkurn tíma grunað hver ástæðan var til þess,
að Thyssen vildi verða alráðandi í Þýzkalandi.
En hann var nógu kænn til að sjá það, að
Thyssen sem æðsti maður þýzka hergagna-
framleðislu-hringsins lifði og starfaði fyrir þá
hugsjón, að Þýzkaland yrði alt ein stór hernað-
arvél, með sjálfan hann við stýrið, og Hitler
iramkvæmandi skipanir hans.
Og ástæðan fyrir því, að Thyssen yfirgaf
Þýzkaland, er nú jafn augljós. Hann sá að
Hitler var að leiða þjóðina út i stríð, sem hlyti
áreiðanlega að verða óheillavænlegt fyrir Þýzka-
land og fyrir Thyssen sjálfan.
En hér lá og önnur ástæða á bak við. Auð-
safns- og valdafíknin ein út af fyrir sig er ekki
nægileg til þess að fylla huga og eftirlanganir
manns og halda honum um tuttugu ára skeið á
vaidafíknis-veginum.
Hvað hratt Thyssen inn á þessa braut?
Hvers vegna þráði hann að ná í sinar hendur
æðsta áhrifavaldi yfir Þýzkalandi?
Svarið er — kona, eða öllu heldur minn-
ingin um kvenmann, sem fyrir löngu er nú
dáin.
Nú situr Thvssen, sextíu og fimm ára
gamall, gráhærður öldungur, aleinn innan
garðsveggja á landsetri bróður síns í Locarno.
Og Jiessi er sagan um Fritz Thyssen, per-
sónuleg sorgarsaga manns, sem leiddi hann til
víðtækustu valda hjá einni þjóð og ógnaði, með
öllum þeim krafti er Þýzkaland bjó yfir, ör-
yggi annarar þjóðar. Það er ástarsaga:
Þegar Thyssen var ungur maður, auðugur,
unaðslegur og gáfaður, var kastali föður hans í
Rínarlöndum iðulega samkomustaður fólks frá
keisarahirðinni. Ekki aðeins kom þýzkt hefð-
arfólk, þangað, heldur einnig vinir þess, hefðar-
menn og hefðarkonur úr rússneska keisara-
dæminu.
Það var í veiðifarar-ferð, sein faðir hans
bauð til í skógunum umhverfis hið fagra Land-
berg Schloss sitt, að Fritz Thyssen, þá þrítugur
maður, fyrst leit augum hina fögru Nadya
prinsessu, dóttur eins hinna auðugustu og mest
ráðandi stórhertoga i Rússlandi.
Hún var þá aðeins sextán ára gömul, en að
sjá allareiðu sem fullþroska, fögur kona, með
stór dökkbrún augu og Ijósa hárlokka er skáru
sig mjög unaðslega og egnandi iir sem umgjörð
dökku augnanna.
Þá, eins og nú, virtist Thyssen líkastur því,
sem væri hann kaldlyndur og hjartalaus maður.
Og i viískiftalífinu hefir hann enn það orð á
sér. Einmitt, ef til vill, vegna þessa, hafa
menn aldrei haft nokkurn grun um leyndarmál
hans. En í veiðiförinni áminstu í Landsberg
skógunum varð hann ástfanginn i hinni fögru
og heillandi Nadya.
Eftir það hittust þau iðulega hann og
prinsessan og þegar hún náði fullum þroska,
hafði glöggur skilningur vaknað hjá þeim báð-
um um afstöðuna milli þeirra. Ástin sagði
til sín.
Þeoar stríðið mikla brauzt út, þá virt-
ist svo sem þau væri aðskilin að fullu og öllu.
Þýzkaland og Rússland voru þar sitt á hvorri
lilið, og verksmiðjur Thvssens framleiddu
byssurnar og skotfærin, sein þýzku og austur-
rísku herdeildirnar notuðu til að hrjótast með
gegnum Pólland og til Rússlands.
gvo kom stjórnarbyltingin og flótti rúss-
neska aðalsins. Faðir Nadya prinsessu var
myrtur, en sovét-hermenn og bændalýðurinn,
ærðir af uodAa-drykkju, dönsuðu óðan bylt-
ingardansinn á brunarústum heimilis hennar.
Thyssen reyndi alt, sem hann gat til að
ná sambandi við prinsessuna, sem þó reyndist
árangurslaust. Mánuðir liðu án nökkurra frétta
um hana, unz njósnarar hans færðu þá fregn,
að hún væri dáin. — Þessi fregn var að visu
ósönn. En frá þeirri stundu lagði Thvssen
megnasta hatur á Rússa. Og hann sór þess
dýran eið að hefna sín á þeim.
Seint á árinu 1918, þegar stríðinu var
lokið, barst honum dag einn, frá umboðsmönn-
um í Stokkhólmi, ofurlítið ófrímerkt umslag.
Þegar hann sá, að utanáskriftin var með hönd
prinsessunnar, tók hjarta hans snöggan tjör-
kipp.
“Eg er í Finnlandi,” skrifar hún.
Alt fram að stjórnarbyltingunni var Finn-
land partur af Rússlandi, en var nú orðið sjálf-
stætt lýðveldi.
Það var frá finsku smáþorpi, sem Nadya
prinsessa skrifaði Thvssen og skýrði honum
frá hættuför þeirri er hún hefði komist úr.
Thyssen, sem haldið hafði hana dána, reyndi
nú að komast til hennar, en vegna stríðsins,
sem Hvít-Rússar áttu þá í við Bolsana, var
honum varnað þess. En fé sitt lagði hann ó-
spart því stríði til styrktar.
Hann skrifaði prinsessunni mörg bréf.
“Farið til Parísar,” sagði hann. En hún var
kyr í Finnlandi.
f nábúa lýðveldinu Estonia, sem eins og
Finnland hafði áður verið partur af rússneska
keisaradæminu, bjó höfðingjafólk, sem föður-
fólki hennar hafði áður fyrri verið mjög ná-
tengt. Það bauð prinsessunni í heimsókn til
sín. * Hún var svo gestur þar um nokkurra
vikna bil, og skrifaði Thyssen þá þvínær dag-
lega, til þess hann vissi að hún væri enn lif-
andi og í góðum stað. En svo hættu bréf
hennar að berast honum. Og bréfum hans,
hverju eftir annað, var ósvarað. Að lokum
afréð Thyssen svo að fara sjálfur og komast
að ástæðunni fvrir þessari undarlegu þögn ást-
meyjar sinnar. Hann fór ineð skipi frá Danzig
til Tallinn í Estoníu, og leitaði þangað til hann
hafði upp á hinu litla og lágreista heimili vina-
fólks prinsessunnar í iitlegð, eins og hún. Með
tár í augum sagði það honum sorgarsöguna:
Dag einn, eftir hádegið, fór prinsessan á-
samt þjónustumær sinni út til að ganga að
vanda um skóginn umhverfis Tallinn. Um
kvöldið kom þjónustustúlkan jein aftur grát-
andi. Eina or'ðið, sein hún gat komið fram af
vörum vér, var “Ochrana — Ochrana.” Það
var orð, sem alt rússneskt flóttafólk óttaðist
mest af öllu. Ochrana var nafn hinnar hræði-
legu leynilögreglu Sovét-stjórnarinnar. Seinna
gat stúlkan þó sagt greinilega frá því, sem fyrir
hafði komið:
Þegar þær, prinsessan og hún, voru þar
sem tvær götuslóðir mættust í skógnium, komu
þrír menn út úr þéttum kjarrviðnum hjá göt-
unni og gengu í veg fyrir þær. Þjónustustúlkan
hljóðaði af hræðslu, en prinsessan gaf henni
bendingu um að hafa hægt um sig.
“Hvað viljið þið?” spurði Nadya kyrlátlega.
“Yður, held eg,” sagði fyrirliðinn. Hann
rétti lit höndina, svifti opinni yfirhöfn hennar
og hrifsaði gimsteinum settan léross, sem hún
bar í gullkðeju á brjóstum sér. “Já,” sagði
maðurinn, “þér eruð sú, sein eg leita að.”
“Gott og vel,” sagði hún, sneri sér svo að
þjónustustúlkunni og bætti við: “Þú inátt fara
heim.”
Stúlkan hikaði við. “Hafðu þig á burt
héðan,” urraði fyrirliði sovétanna. “Við höfum
ekkert ineð þig að gera.” Hún lagði því á stað
heimleiðis.
Þetta var það seinasta, sem Thyssen nokk-
urn tíma frétti af Nadya prinsessu, nema nokkr-
um mánuðum seinna orðin þrjú: “Hrm er
dáin.” f þetta sinn neyddist hann til að trúa
fréttinni.”
“Hatur mitt gegn þessum Sovét-morðingj-
um mun lifa að eilífu,” sagði Thyssen. Nú
situr hann einmana innan veggja Locarno-
setursins.
Mögulegt er, að þótt Fritz Thyssen hefði
aldrei kynzt Nadya þrinsessu, þá hefði honum
hugkvæmst sú gifurlega framkvæmd að verða,
ásamt vopnaverksmiðjueigenda hópnum, sem
hann réði fyrir, alls ráðandi í Þýzkalandi. En
sjaldan hefir í veraldarsögunni komið fram sá
maður, sem fýstist eftir auði og völdum aðeins
þeirra vegna. Að baki hlaut að standa einhver
hulinn máttur, er til framkvæmda rak, eða
neisti er fýstarbálið tendraði, og í níu tilfellum
af tiu hefir það verið kona. Nadya prinsessa
var sú kona í lífi Thyssens.
(Framhald á bls. 7)