Lögberg - 20.06.1940, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚNl 1940
This a.ivc-rtiw.nnn^ not inserted by the Oovernment l^auor
misslon. The Commission ls not responsible for statements made as to q Y
Við orf
og altari
Sumarþankar úr sveitinni.
I.
Þessi tími, heyannatíminn, er
stórtíðindalítill i sveitinni. Hver
dagur hefir að visu sin tíðindi,
sina tilhreytni i störfum, sin úr-
lausnarefni, alt eftir því, hvernig
veðrið hagar sér. En þau ganga
hjá umtalslítið og heilahrota-
laust, og hver dagur þokar bónd-
anum nær takmarki sumarsins:
Að verða bvrgur að heyjum.
Fram að þessu hefir hver dag-
urinn verið öðrum líkur, eða öllu
heldur hver öðrum betri. Hver
morgunn hefir birzt eins og nýtt
undur, nvtt kraftaverk, með sínu
óslökkvandi sólskini og óhjúp-
uðu heiðríkju — einstakt sumar
á íslandi. Margur hefir svitnað
vel við að slá túnið í rekjuleys-
inu, en þeir svitadropar erii ekki
taldir eftir, þegar heyið, grænt
og gallalaust vex jafnt og þétt,
næstum án annarar fyrirhafnar
en að losa það.
II.
Það barst fregn hingað til
okkar i annirnar og fásinnið,
sem þótti nokkrum tíðindum
sæta: Spakir menn lengst úti
i löndum spáðu einhverjum
“kosmiskum” ósköpum, helzt
heimsendi, að því er við heyrð-
um, 5. ágúst, ef eg man rétt. Þeir
sögðust hafa orðið varir við hala-
stjörnu, sem stefndi geigvænlega
nærri jörðinni — eða var ekki
svo? Bóndinn dengdi ljáinn
sinn að kvöldi og lagði hann
að stráunum að morgni, eins og
ekkert væri, hann skyldi geta
hárað kindunum sínum í vetur,
hvað sem öllum spaklegum
stjörnuútreikningum liði. Hann
hefir sínar skoðanir um heim-
inn og tilveruna, heyrði enda i
hámessu einn sunnudaginn í
kirkjunni sinni þessi orð undir-
strikuð: Um þann dag eða stund
veit enginn. Það er honum nóg.
Og þó ekki nóg. Hann heyrir
fyrir eyrum sér önnur orð, töluð
af sama guðdómsþunga í sama
sambandi: Gætið yðar, vakib og
biðjið, því að þér vitið ekki hve-
nær tíminn er kominn. Þetta
veit hann og hefir í huga, þar
sem grasið fellur af Ijánum
hans eða hann tekur saman
grænt heyið til hirðingar. Hann
— bóndinn, sem eg tala um —
er óflasgefinn og fastur i trú
feðra sinna. En hann gat ekki
varist þvi að hugsa þessi tíðindi
svona alment, skoða þau frá
sjónarmiði mannkynsins í heild.
Og hann, sem lifir í nánari
tengslum við jörðina en svo
inargir aðrir, honum fanst það
snerta sig svo ótrúlega lítið,
hvort jörðin stendur eða fellur,
hvort hún bætir einni áramiljón-
inni enn við aldur sinn, eða
splundrast í smátt á morgun.
III.
Eg átti viðtal við bóndann um
þetta og fór á eftir að hugsa
meira um þessi halastjörnutíð-
indi en eg hefði annars gert.
Jörðin var i hættu, jörðin sjálf,
þetta virkilegasta og áþreifanleg-
asta af öllu, jörðin, sem vér
göngum á og nærumst af — hún
gat verið orðin að eimyrju eftir
fáa daga. Og þetta var enginn
Aðventista-spádómur, heldur blá-
kaldur, vísindalegur útreikning-
ur. Hverjum hafði annars dott-
ið í hug, að jörðin gæti verið í
hættu? Jú, mér stöku sinnum,
og einmitt þess vegna hefi eg
furðað mig á, hvað fjöldinn er
öruggur og áhyggjulaus, þar sem
hann fleygist áfram dinglandi á
þessu hnattkrýli, hring eftir
hring, snúning eftir snúning. Það
er eins og jörðin sé ófallvaltari
en alt annað. Kynslóðirnar
hverfa hver af annari í duftið,
lífsskoðanir fæðast og deyja, trú-
arbrögð steypast og ný fæðast —
en jörðin stendur. Henni einni
skulum vér helga störf vor og
krafta, hugsjónir vorar og
drauma, hún er áþreifanleg, hið
eina áþreifanlega í tilverunni og
því hið eina raunverulega, hún
er tilveran, hún og það, sem við
hana hangir á öllu hennar ferða-
lagi. Vertu ekki að hugsa um
himnana og hið ósýnilega hér,
þar sem þú gengur og stendur,
er veruleikinn fyrir okkur alla,
hér, þar sem vísindin geta
gripið fullar lúkurnar af á-
þreifanlegum, næstum því æt-
um sannleika, upp úr hverri
þúfu. En hversu fátækt er ekki
inannsbarnið með þetta eitt,
hversu innantómt þetta eilífa
hringsól í kringum sólina, hversu
dagurleg örbirgð að vakna til
vits á þessum Hornströndum í
geimnum og þeysast nokkra
meiningarlausa hringsnúninga
umhverfis sólina- Er það und-
arlegt, þó að spekingum, sjáend-
nm og spámönnum hafi fundist
þeir vera útlagar hér á þessum
hnetti, og er boðskapur þeirra
um það, að heimkvnni manns-
barnsins séu raunverulega ann-
arsstaðar, mas eitt og markleysa?
Margir ágætir vinir minir
segja: Alt þetta kemur okkur
ekkert við. Hér eigum við nóg
verkefni, nóg að gera við að
bæta okkur stundirnar, meðan
lífið endist, og visindin opna að
lokum alla leyndardóma, sem
okkur varðar um.
Vísindin, já, og verkefnin —
— en hvað svo um þessa óboðnu
halastjörnu, sem lýtur engum
lögum, virðir hvorki vísindi né
mannfélagsumbætur, heldur álp-
ast áfram í blindni, já, álpast
e. t. v. í fullkomnu skeytingar-
leysi á sjálfa jörðina, án þess
að veita því athygli, að hún er
hið eina raunverulega í tilver-
unni? Hvað, ef alt bis og öll
merkilegheit hinnar visu veru,
mannsins, tæki skjótan og ógn-
um þrunginn enda aðeins að fá-
um dögum liðnum? Hvað, ef alt
lif skyldi mást út af jörðinni “á
snöggu augabragði” vegna eitr-
aðra lofttegunda frá hinum ó-
boðna gesti, hinn mikli hnöttur
geysast liflaus um geiminn og
geimþögnin vera eilífur líksöng-
ur yfir honum?
Hvað, ef jörðin skyldi hrökkva
í smátt á litlu vetfangi, vegna
áreksturs við stefnulausan geim-
fara, mitt í öllum önnunum, mitt
i öllu þvi, sem mannkvnið hefir
að strita og áforma?
IV.
Okkur hér í fásinninu er vit-
anlega ekki kunnugt um, hvaða
áhrif þessi heimslitaspádómur
hefir haft á mannkynið víðsveg-
ar um heim. Síðast þegar svip-
uð tíðindi bárust um, stjökuðu
þau ónotalega við mörgum, ein-
hverjir urðu sturlaðir, einhverjir
mistu vitið. Þessi möguleiki, að
jörðin geti verið í yfirvofandi
hættu, verður því hræðilegri,
sem meir kemur að óvörum.
Mannsbarnið er annars svo ör-
ugt og áhyggjulaust, ekki svo ó-
líkt skepnunum, sem sinna
stundarþörfunum, eltast við
augnabliksdutlunga, án þess að
lif og dauði, himinn og jörð
komi þeim nokkuð við. En þó
hefir halastjörnufregn stjörnu-
fræðinganna engin áhrif á
gripina í haganum. Kauphallar-
braskarinn getur mist vitið og
samkvæmisstjarnan orðið sturl-
uð út af slíkri fregn. Hvað kem-
ur til? Kemur virkilega þessi
fregn yfir þetta fólk eins og
miskunnarlaus spurning: Hvað
hefirðu gert við lífið? Leynist
e. t. v. bak við óttann við þessa
fregn, þennan möguleika, marg-
bældur grunur, margkæft hug-
boð um, að það sé einhver, ein-
hver voldugur og réttlátur og vís,
sem muni krefjast reiknings-
skapar, muni birtast sem dómari
í ægilegum “kosmiskum” at-
burði? En halastjarnan fer hjá
og mannlífið gengur sinn gang,
mannsbarnið leitar sér saðning-
ar og skapar sér gleðistundir jafn
undrunar- og óttalaust og önnur
dýr jarðarinnar. Engin “kosm-
isk” tíðindi raska áhyggjuleysi
jess, bis dagsins og gleðistund-
arinnar er þess heimur. Jörðin
má hringsóla eins og hún vill,
hún fer ekki að tlækjast af spor-
inu, hún er búin að æða svona
síðan hver veit hvenær, og
stjörnufræðingarnir, sem vita
svo mikið um leyndardómana í
geimnum, þeir bisa við sitt eins
og hinir, enginn sér á þeim, að
heimurinn búi yfir blindum öfl-
um, sem kynnu að geta afmáð
hina vísu veru, homo sapiens, á
mjög einfaldan hátt, enginn sér
á þeim, að nokkuð geti komið
fyrir, sem setti hnattkrýlið, sem
dandalast á hjarta vetrarbrautar-
innar, út af sporinu.
V.
Er mannkynið hætt að geta
óttast, hætt að geta undrast? Á
það ekki lengur hæíileika nátt-
úrubarnsins, spekingsins og spá-
mannsins, til Jiess að horfa út i
tilveruna með óttablandinni,
undrandi skynjun, þennan hæfi-
leika, sem öll heimspeki og öll
trúarbrögð eru sprottin af? Facit
timor deos, óttinn skapar guðina.
Þetta er satt, þó að Lucretius,
höfundur þessarar setningar,
hafi ekki sjálfur vitað, hvað
hann var að segja, né síðar verið
yfirleitt lagður réttur skilningur
í það. óttinn og undrunin rúm-
ast hvorttveggja í gríska hugtak-
inu þavma, þavazein. Þessi for-
vitni geigur, spyrjandi ótti, sem
leiddi til fyrstu úrlausnanna á
gátum tilverunnar. Og skelfing
var samfara skynjun spámann-
anna í ísrael, þeir stóðu augliti
til auglitis við mysterium trem-
endum, því ægilegra og dular-
fyllra, sem það kom þeim nær
og opinberaði sig meir. Hin ótta-
blandna undrun opnar skynjun
mannsins á því, sem fyrir utan
er og ofan, vekur vitund hans
um smæð sína, en miklu mögu-
leika í stórum, dularfullum og
óendanlegum auðugum heimi,
þar sem jörðin er aðeins fátækt
fis, alheimurinn, sýnilegur og
óísýnilegur, vettvangur andans
um eilífð. Hann gleymir ekki
jörðinni, sein hann gengur á, né
viðfangsefum hennar, þó að
hann horfi til himins, enda þótt
Þalesi yrði það /á, að hrapa í
brunninn, vegna þess, hvað hann
horfði mikið á stjörnurnar og
hlyti fyrir snuprur og glósur
ambáttarinnar. — Það væri ann-
ars ekki ónýtt, ef maður gæti
fengið hausinn af honum, eða
einhverjum öðrum þessara undr-
andi, spyrjandi trölla, hausinn,
sem nú er orðinn að mold og
fæðu orma og jurta í óteljandi
ættliði- Var annars, svona með-
al annara, leyndardómur snildar
þeirra grafinn í þessum hlut,
hausnum, þessum undursamlega
sem þó verður svo ómerkilegur
við þennan “process” náttúrunn-
ar, sem heitir dauði, að enginn
vildi kaupa hann fyrir túskild-
ing, nema þá til þess að geyma
hann í spíritus og sýna “sensa-
tions”-gírugum lýð — eins og
vanskapaðir kálfar eru geymdir
á Náttúrugripasafninu og sýndir
og við hugsum: Þetta hefði get-
að orðið kýr eða þarfanaut.
Þannig hefði mátt gera hausana
af Platon og Jeremia, Ibsen og
Matthíasi, Orfevs og Beethoven,
að túristabeitu, ef mönnum
hefði hugsast það, vegna þess að
innan um þessar frumur, sem
spíritusinn hefði getað varðveitt
frá að verða að engu, fæddust
einu sinni hugsanir, sem skepnan
í okkur þorir ekki annað en dást
að og hinn þátturinn í okkur
vegsamar. En nú eru hugsanir
hættar að fæðast innan um þess-
ar frumur, og það þó þær væru
geymdar í spíritus á frægu safni.
En eru samt þessir hausar ekki
•efnafræðilega séð svipaðir og
þegar Faidon fæddist og 9. sym-
fonian varð til? Hvað er nú um
þetta að segja? Er hér ekki á-
sta'ða til þavma, til undrunar?
Er ekki þó nokkur munur á
þessum kemiskt verðlausu kíló-
um, sem persónan samanstendur
af hið ýtra, og mannlegri per-
sónu í heild, þó að ekki séu einu
sinni til teknir hinir risavöxnu
skapendur, sjáendur og heyrend-
ur? Getir þú ekki undrast yfir
þessu, vinur sæll, þá ertu ekki
öfundsverður a. m. k., hvað sem
þii annars kant að vera.
VI.
Eg hefi hugsað meira um is-
lenzka náttúru nú í sumar en
flest sumur fyr. Ystæðan er
e. t. v. sú, að hún hefir blasað
við óhjúpaðri en oftast áður, hún
hefir óvenju sjaldan formyrkv-
ast af ólundarhjúpi hafþokunn-
ar, hún hefir baðast í geislum
óvenju örlátrar sólar. önnur á-
stæða er efalaust sú, að eg dvel
í bygðarlagi, sem mér er ókunn-
ugt og nýtt. En sjálfsagt er
veigamesta ástæðan fyrir þessu
sú, að eg hefi dvalið nokkur und-
anfarin sumur samfleytt erlend-
is. Hið islenzka landslag er þess
vegna eins og að kvnna sig fyrir
mér á ný, verkar á mig að
nokkru levti sem nýjung, en að
nokkru leyti mætir það mér sem
gamall, endurfundinn vinur. Og
fagurt er fsl-and enn sem fyr. En!
í hverju er fegurð fslands fólg-j
in? Eg hefi um fjögurra ára
skeið dvalið í vndisfögru landi,
heillast af náttúru þess, svipur
þess eðlilega haft nokkur áhrif
á það, hvaða mælikvarða eg legg
á náttúrufegurð. En nú er það
land hið ólíkasta fslandi, miklu
frábrugðnara en ætla mætti 'um
svo nálægt land. Myndunarsaga
þess er önnur, lífið, sem það el-
ur og nærir, með talsvert öðrum
blæ. Það sem framar öllu mótar
svip Sviþjóðar, landsins, sem hér
er um rætt — er greni- og furu-
skógarnir, rofnir aðeins af stöðu-
vötnum og ám, auk þess sem
mannshöndin hefir gengið á ríki
leirra, til þess að gera til akra
og skapa bygð sinni rúm. Það
er ekki fyrri en í fjallahéruðun-
um, sem svipurinn sveigist til ís-
lenzkrar ættar, þar er loks ekki
líft öðrum gróðri fvrir hæðar
sakir yfir sjávarmál en klæklóttu
birki, og að lokum verður einn-
ig það að láta undan síga, en við
tekur jarðskriðull fjalldrapi,
lyng og mosi. En í meginhluta
landsins er skógur og aftur skóg-
ur, hann þekur hvern ás og
hvern hnúk, skyggir alstaðar á,
lokar alstaðar fyrir. Þar sem
eru víðlendar sléttur eða stór
vötn, blámar fyrir hinu megin,
stundum ekki ólíkt og blámi
fyrir lágum ás. Það er skógur-
inn aftur, eilífur, endalaus.
Þess.i stórvaxni, ósigrandi
skógargróður, gerir samanburð-
inn á þessum tveim löndum
erfiðan. Og eins mun vera um
flest lönd í álfunni. ísland er
og verður sérstætt að útliti. Það
á ekki sömu fegurð og önnur
lönd, þá fegurð, sem einkennist
af stórfenglegum og fjölskrúðug-
um gróðri.
En á þá ísland yfirleitt neina
fegurð til? Á orðið fegurð yfir-
leitt við, þegar rætt er um ís-
lenzka náttúru? Margir útlend-
ingar mundu svara þessum
spurningum neitandi. útlendur
vinur minn hefir oft sagt: ísland
er ekki fagurt, alsl ekki fagurt.
Og þetta er maður, sem hefir
dvalið hérlendis oftar en einu
sinni.
Það, sem útlendingum mun
fyrst og fremst finnast, er þeir
koma til íslands, er að þeir séu
komnir á eyðimörk, í dauða
náttúru, líflaust land. Þar sem
vér sjáum bygðirnar með allri
sinni búsæld og blundandi auð-
legð, sjá þeir ekki annað en fá-
tæklega fláka með örbirgðar-
gróðri, hinir grænu töðugrónu
blettir umhverfis bæina eru i
þeirra augum eins og tritilsmáir
óasar í auðninni, þar sem lífs-
vonin tyllir niður tánni, hverf-
ul og hikandi, reiðubúin til þess
að láta auðninni blettinn eftir,
ef máttur dauðans skyldi seilast
til frekari valda.
Það þarf glögt gestsauga til
þess, að ekki skjótist yfir lífs-
markið á móunum og mýrunum,
svo að ekki sé minst á hraunin
og holtin, og hið sérstæða í svip-
einkennum og yfirhragði lands- .
lagsins lærist ókunnum mönnum
flestum ekki að sjá, fvr en eftir
nokkur kynni.
VII.
Samtöl við erlent fólk, sem ís-
land hefir séð og kynni min af
því, hver áhrif það hefir á flesta
útlendinga að sjá land vort í
svip, hefir sannfært mig um, að
þetta land hafi mjög takmörkuð
skilyrði til þess að verða fjölsótt
ferðamannaland. Og vel er það,
ef sú skoðun reyndist rétt. ís-
land er að visu stórgjöfult á
fegurð við þann, sem ber skyn
á fegurð þess og ekki leitar hér
að öðru en því, sem á boðstól-
um er, en hefir líka opin skiln-
ingarvit fyrir þvi. En náttúra
landsins er seintekin og föst fyr-
ir, hún flevgir sér ekki flatri
fyrir flysjunga, birtir ekki töfra
sína öðrum en þeim, sem nálg-
ast hana með eitthvað af afstöðu
biðilsins. Þeir, sem ferðamanna-
löndin helzt heilla til sin, eru
hinsvegar yfirleitt fólk, sem
nálgast hana með eitthvað af af-
stöðu biðilsins. Þeir, sem ferða-
mannalöndin helzt heilla til sín,
eru hinsvegar yfirleitt fólk, sem
nálgast náttúruna með kröfum
og ásælni hins lífsþreytta manns,
fólk, sem ekki vill þurfa að hafa
fyrir verðmætunum, jú, það vill
borga þau með peningum, því þá
hefir það til, en lykillinn að
hjarta islenzkrar náttúru er ekki
silfur eða gull. Geysir lætur
ekki heldur gosin refjalaust í té,
þó að kastað sé í hann sápu
fyrir marga dollara.
Það verða aldrei nema tiltölu-
lega fáir, sem fá opin augu fyrir
ægifegurð öræfanna, hinni köldu
tign jöklanna, ró og helgi heiða-
flákanna. Og þessir fáu hafa
ekki altént fyrirferðarmestu
pyngjuna, flytja ekki erlendan
gjaldeyri inn í landið svo miklu
nemi. En það eru þó þeir, sem
oss ber að gleðjast yfir, þó að
þeir verði oss engin gullkista.
Þeir verða oss verðmætari inn á
við og út á við en þúsundir
grunnskynugra heimshorna-
manna, sem láta vaggast í dýrum
skipum, yfir dýrum dægrastytt-
ingum til dýrra tizkustaða, reka
fýldan nefbroddinn í það, sem
ferðamannaskrifstofurnar hafa
lil siðs að sýna, án snefils af
skynjun heilbrigðrar sálar á
fegurð ósnortinnar náttúru, án
minstu tilfinningar fyrir sögu,
menningu og lífsbaráttu þess
fólks, sem alist hefir við þessa
náttúru og án þess að láta sér
nokkuð við koma framtið þess
og örlög. Margir hafa látið í
ljós áhuga sinn á því að laða
hingað miljónalýðinn frá London
og Ameríku, þann, sem Sviss-
lendingar og Norðmenn hafa gert
að féþúfu. Eg hefi séð þetta
fólk stara skynlausum augum
nokkur innantóm augnablik á
allskonar fábjánaleg furðuverk,
sem verið er að tildra framan
í það, séð það þeyta þjórfénu
með meiri fyrirlitningu en nokk-
ur matarillur flækingur sýnir
rakkanum, sem hann réttir roð-
tuggu. Fyrir mér er íslenzk
náttúra of heilög til þess að gera
hana að skækju fyrir þetta bless-
að fólk, islenzk alþýða of verð-
mæt til þess að gera hana að
þeytispjöldum eftirtalins þjór-
fjár, ekkert, sem til er á fslandi
nógu fánýtt til þess, að ekki sé
eftirsjón og spjöll að því, að
sveigja það að smekk þess fólks,
sem flæðir yfir héruðin í Noregi
og Sviss.
Sem betur fer l^tur islenzk
náttúra liklega ekki selja sig,
þótt vér förum að bjóða hana
fala. Það mun vera eitt af gæfu-
mörkum þessa lands. Látum þá
síðan koma, sem koma vilja og
tökum þeim með flærðarlausri
kurteisi, ósvikinni, íslenzkri
gestrisni, en förum ekki að hafa
í frammi neitt apaspil að hætti
sumra annara kotþjóða, til Jiess
að ná i óhófsfé tizkutúrista. Það,
sem oss varðar um, er hitt,
hvaða gildi islenzk náttúra hefir
fyrir oss sjálfa. Vér þurtum að
verða glöggir á einkenni hennar,
næmir á þann boðskap, sem hún
hefir að flytja. Vér eigum hana
að móður, hún er oss gefin og
engum öðrum, sköpulag landsins
og náttúrufar hlýtur að vera í
samræmi við köllun þjóðarinnar,
svo farmarlega, sem hún á
nokkra köllun. Gleggra auga
fyrir og næmari skynjun á latid-
inu, sem vér eigum, leiðir til
næmari og sannari meðvitundar
um ætlunarverk vort, þýðingu og
köllun þjóðarinnar.
Sigurbjörn Einarsson.
—Kirkjuritið, maí, 1940.
Frá Kína
útvarpserindi flutt i barnatíma
2. april af frii Oddnij E. Sen.
Vorið er komið, vorvindurinn
blæs, vorregnið fellur til jarðar-
innar. Hvíti snjór, flýttu þér í
burtu. Sól, komdu og gerðu ver-
öldina bjarta og fagra. Andaðu
svali blær og vektu alt af dvala.
Regn, sendu dropana þína sem
fvrst til jarðarinnar. Bróðir vor-
vindur, systir regnskúr og frú
Sól, rekið í burtu frost og snjó
og vekið yndislegu veröldina af
blundi. (Lausl. þýðing á visu,
sem sungin var á kínversku í
útvarpið í upphafi þessa erind-
is).
Til Kína leggjum við á stað
frá Englandi með stóru skipi.
Eftir tvo, þrjá daga á sjónum
liggur leiðin um Njörfa eða
Gíbraltarsund, sem er nokkurs-
konar hlið inn i Miðjarðarhafið.
En við skulum nema staðar eitt
augnablik og athuga Gíbraltar-
klettinn ofurlítið. Hann lítur út
eins og ljón, sem grúfir, en er á
verði. Þessi vörður er hinn
rammgerðasti herkastali heims-
ins og eign Breta. Norðurhluti
hans rís lóðrétt í loft upp, hér
um bil 14 hundruð fet, eða átta
sinnum eins hátt og turninn á
kaþólsku kirkjunni hér í Reykja-
vík. Kletturinn er álika langur
og Reykjavíkurbær.
Nú erum við komin fram hjá
klettinum og inn í fallega, bláa
Miðjarðarhafið. Skipin koma
oftast við á Frakklandi og ítalíu,
en við höfum ekki tíma til að
skoða þar neitt, en lítum aðeins
á Stromboli um leið og skipið
fer fram hjá. Það er eldfjall,