Lögberg


Lögberg - 20.06.1940, Qupperneq 6

Lögberg - 20.06.1940, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚNl 1940 ♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦$* Sonur hinnar dánu (Rússneskt œfintýri) <♦♦♦♦<♦♦♦♦♦♦♦<♦<♦<♦<♦<♦<♦<♦♦*♦<♦<♦♦><♦♦>•<♦ Þegar hann stóð upp, fann hann að hann var orðinn hár og stór. Hann var ekki barn lengnr. Hann gekk áfram og heilsaði með fögnuði í hjarta lífinu á jörðunni, sem nú var fædd honum að nýju. Þó fann hann mjög til þess, að eitthvað var það, sem hann þráði og hvorki skin sólar, grænn akurinn né hressandi skuggi skógarins megnaði að veita honum. Þá kom yndisleg, skraut- klædd mær á móti honum og hann þekti hana þegar. Það var Isidóra, alveg eins og hann hatði séð hana í draumnum sínum. Hún þekti hann líka undir eins, rétti honum höndina vingjarnlega og talaði blíðlega við hann, enda þótt hann va;ri í fátæklegu görm- unum sínum. En ekki höfðu j)au lengi ræðst við, er hinn drembni faðir meyjarinnar kom gangandi og sá j>au. Dóttirin roðnaði og varð að snúa við með föður sínum eftir bendingu hans. Piltinum ánauðuga sendi hann ógnandi augnaráð, sem gaf til kynna reiði hans. niður í bylgjurnar, rétti hún honum frá djúpinu dýrmætan gimstein og sagði sorg- mædd í bragði: “Feldu hann á brjóstinu á þér!” Að svo mæltu hvarf hún. En sonur hinnar dánu féll ekki í freistinguna. Hann rétti hand- legginn upp til merkis um að hann hefði fundið nokkuð, eftirlitsmaðurinn kom, en þegar hann sá steininn, sagði hann: “Þú ert b.jáni. Svona stórir gimsteinar eru ekki til!” Og hann kastaði steininum meðal hinna steinanna á fljótsbakkann. “Hún hefir ætlað að reyna ráðvendni mína,” hugsaði sonur hinnar dánu og gekk til vinnu sinnar aftur. Um kvöldið var hann á gangi einn síns liðs við fljótið og var að vonast eftir vin- konu sinni. en hún kom ekki, og hnugginn var hann að íhuga, hvers vegna hann væri daundur til eymdar og volæðis alla sína æfi. Þá varð honum litið á grjóthrúgurnar og sá j>ar aftur steininn, sem eftirlitsmaðurinn hafði forsmáð; hann lá þarna og tindraði í sólskininu í hinum dýrlegasta ljóma. Ilann tók steininn upp og ætlaði að fara með hann upp á skrifstofu landeigandans. Á leiðinni mætti hann Gyðingi, sem læddist um í laumi og spurði, hvort hann hefði ekki eitthvað til sölu. Ánauðugi maðurinn neitaði því, en sýndi honum steininn og spurði hvers virði hann væri. Augu Gyðingsins urðu kringlótt af gleði, en hann svaraði rólega: , Þegar sonur hinnar dánu kom aftur til þorpsins, fór á alt aðra lund en hann hafði búist við. Enginn undraðist yfir því að sjá hann aftur og enginn spurði hann, hvar hann hefði verið fjarverandi og allir voru jafngóðir við hann og vingjarnlegir eins og áður. En undir eins daginn eftir varð hann ásamt öðrum ungmennum þorpsins, sem kall- aðir voru saman, að mæta fyrir utan bústað landstjórans. Bréf hafði komið frá landeig- andanum þess efnis, að hann ætlaði að setja á fót gullþvott á yztu takmörkum eigna sinna. Þangað skyldi senda j>essa ungu menn, og en^inn skeytti neitt um sorg for- eldra og annara ættingja yfir því að skilja við ástvini sína. Ennj)á einu sinni kom Isidóra að máli við son hinnar dánu: “Þegar j)ú varst barn og gekst fram hjá glugganum mínum,” mælti hún, “fleygði eg oft blómi til jhn. Tabtu nú }>essa greni- grein, það er blóm dauðans. Minstu þess, þegar þú lítur á greinina, að það sem lífið sundurskilur mun dauðinn sameina.” Hún hraðaði sér á brott og grenigreinin var eina huggun munaðarleysingjans, eina eignin, sem hann tók með sér í land sorgar- innar. Þegar ungu mennirnir komu til Úral- fjallanna og hið nýja starf þeirra var hafið, glöddust margir í voninni um, að hamingjan kvnni að verða þeim liliðholl. Ef þeír fyndu dýran gimstein í gullsandinum, unnu }>eir til lausnar sér, voru ekki ófrjálsir menn framar. Sonur hinnar dánu vonaði eins og hinir, en lengi sýndist svo, sem öll heill væri frá honum vikin. Hvenær sem hann fann fagran stein í fljótssandinum, kom það í ljós við rannsókn. að liann var svikinn. Kvöld nokkurt var hann á gangi við fljótið mikla, sem skilur tvo heimshluta, og iiugsaði ýmist um Isidóru eða vinkonuna horfnu, sem hann bjóst ekki við að sjá fram- ar. Alt í einu hrærðist eitthvað úti í bylgj- unum og litla rússalkan kom í ljós, en hún var föl og sorgmædd á svipinn. “Undir jörðinni eru allar ár tengdar saman, ” sagði hún, “og eg get komið til þín hvar sem }m ert. Eg kem nú til }>ess að boða þér hamingju þína. Þegar þú byrjar á vinnu þinni í fvrramálið, þá horfðu fast niður í öldur fljótsins og eg mun rétta þér mjög dýrmætan gimstein. Þú getur vel falið hann hjá þér og selt bann á laun. Þá verður þú svo auðugur, að þú getur dulið ættsmæð þína og meira að segja gengið að eiga Isidóru. Að vísu drýgir þú glæp. þar sem landeigandinn á gimsteininn en fyrir að skila honum færðu ekki annað en' frelsi þitt. Þú verður iúásnauður vesalingur eftir sem áður. ” Ungi maðurinn starði á verndarveru sína og skyldi naumast, hvað hún fór. Alt af hafði hún verið hrein og flekklaus í fram- komu sinni við hann, og nú var það hún, sem taldi hann á að fremja þjófnað. Rödd henn- ar hafði líka titrað, meðan hún talaði. Hún stóð niðurlút fyrir framan hann og áður en hann hafði ráðrúm til að svara henni, var hún horfin í fljótið. Sár og nöpur tilfinn- ing fór um hann allan. Nú var hann fyrst verulega ógæfusamur þegar hann gat ekki lengur treyst henni, sem verið hafði heilla- dísin í lífi hans. Daginn eftir fór alt eins og rússalkan fagra hafði sagt honum. Þegar hann starði “Steinninn er ekki mikils virði, en samt get eg eitthvað gert við hann, eg skal láta j)ig fá 50 rúblur fyrir hann.” Unglingurinn gekk burt, en Gyðingurinn hljóp á eftir honum og bauð tvö hundruð, þrjú, fjögur, fimm hundruð. “Eg sel hann ekki!” var svarið. Gyð- ingurinn tók í föt hans, hélt honum föstum pg hrópaði: “Eg læt þig fá þúsund rúblur!” “Steinninn er ekki mín eign,” svaraði ungi maðurinn loks, “láttu mig fara minna ferða með Guði mínum. ” Við þessi orð hvarf kaupmaðurinn. Skömmu síðar mætti ungi maðurinn Armeníumanni, sem inti hann ákaft og með gráðugum au|gum, hvort nokkur af verka- mönnunum hefði fundið gimstein. Sonur hnnar dánu sýnd honum steininn sinn og Armeníumaðurinn bauð honum tíu þúsund rúblur fyrir hanii og lofaði að flytja hann heilan á húfi til Persíu, þar sem hann gæti lifað óáreittur og notið auðæfa sinna. En hann stóðst einnig þessa freistingu. Eigi leið langur tími þar til hann mætti aldurhnignum manni, sem spurði, hví hann hefði svo hraðan á svona seint á degi. Gamli maðurinn fékk og að sjá steininn og bauð fimtíu þúsund rúblur fyrir hann. “Eg á ekki steininn,” svaraði finnand- inn, “eg ætla sjálfur að fara með hann til landstjórans.” “Gerðu það, sem þú veizt réttast vera,” sagði öldungurinn, “og Guð mun vera með þér á öllum þínum vegum.u Þeg-ar hann kom inn á skrifstofuna, voru þar allir í uppnámi. Hinn tigni aðalsmað- ur, sem átti allar þessar lendur hafði komið þangað og }>að var ekkij fyr en daginn eftir, að ungi maðurinn fékk tækifæri til að sýna fjársjóð sinn fagmönnum þeim, sem áttu að* rannsaka hann. Lengi athuguðu }>eir liann með fylstu nákvæmni. Að lokum hrópuðu j>eir: “Ilann er ósvikinn!” og einn þeirra skuiidaði með gersemina inn til landeigand- ans. Þegar í stað kom boð um það, að herra- maðurinn vildi sjá þrælinn, sem hefði fund- ið steininn og kunngera honum frelsið sjálf- ur. Sonur hinnar dánu fylgdi leiðsög’umanni sínum með titrandi hjarta; sál hans gat. naumast rúmað })á hugsun, að nú ætti harin að verða frjáls. Hljóðum skrefum var hann leiddur inn í herbergi, sem ljómaði af gulli, silfri og ýmsum gersemum. Aldrei hafði hann séð annað eins, nema hjá Rússölkunni litlu niðri í sölum fljótsins. 1 purpurarauð- um hægindastól sat maður, veiklulegur útlits með hrukkur óánægjunnar eða e. t. v. iðrun- arinnar á fölu andlitinu. Allar dásemdir jarðlífsins höfðu hlotnast honum í ríþasta mæli og þó var hann gæfusnauður. Hann hafði átt í fjandskap við einkasystur sína og hún hafði dáið frá honum, þegar liann var ungur. Seinna hafði hann kvrænst, en dauðinn hafði svift hann bæði konu og börn- um. Honum fanst hann einmana og yfirgef- inn í heiminum, hár hans var grátt og lífs- þrek hans var brotið á bak aftur. Hann vrar orðinn ellihrumur fyrir aldur fam. Herra- maðurinn bauð unglingnum að ganga nær, en á því augnabliki, sem sljó augu hans féllu á fagurt andlit unga mannsins, hrökk hann skelfdur við. Hann stóð upp, gekk að einu af málverkum þeim, sem héngu á veggnum. Það rar hulið d.ökku klæði, sem hann dró til hliðar. Myndin, sem kom í ljós, var af ungri, yndisfagurri stúlku, skrautlega klæddri. Herramaðurinn liorfði á myndina og þrælinn, sem stóð fyrir framan hann, á víxl, og ungi þrællinn horfði engu síður undrandi á hið fagra málverk. Hin unga kona á mvndinni bar undarlega mikinn svip af vinkonunni hans, rússölkunni litlu. Herramaðurinn lét klæðið aftur falla fyrir myndina ogspurði: “Hverjir eru foreldrar þessa ófrjálsa manns?” Og hann fékk að vita, hvernig móðir unga mannsins hefði komið til þorpsins við Lena og borið þar beinin. “Móðir hans var útlagi . . . hún dó í Síberíu!” sagði ríki maðurinn við sjálfan sig og veifaði því næst hendinni til merkis um að allir skyldu fara út, nema ungi mað- urinn. Lengi horfði hann hvast á unga mann- inn og virtist rifja upp fyrir sér margar fornar minningar. Loks mælti hann: “Þú lítur út fyrir að vera óspiltur maður. Ef þú vilt vera sonur minn, skal eg sýna þér fulla föðurást.” Hann breiddi út faðminn og þrællinn áræddi að kasta sér að barmi hans. Öldungurinn snéri sér nú að myndinni og sagði: “Yiltu nú sættast? Viltu nú hætta að birtast mér á andvrökunótt- um og í erfiðum draumum?” Nú varð skjót breyting á æfi unga mannsins. Hann, sem áður var ánauðugur maður, þræll, var nú orðinn auðugur herra- maður, en sál hans var jafn flekklaus og auðmjúk eins og hún hafði verið á löngum árum þjáninga hans. Þegar fvrsta tungl- skinsnóttin lagðist yfir, læddist hann út úr skrautsölum hallarinnar út á auðan árbakk- an, en þar vonaði hann, að hann hitti vel- gerðakonu sína. Hún kom, brosti ástúðlega við vini sínum og sagði: “Nú ert þú hamingnisamur, ekki vegna þess, að þú ert orðnn voldugur og ríkur, heldur af því, að þú ert góður og hefir stað- ist freistinguna. Þú veizt ekki, hvað oss svíður það sárt, að verða að freista liinna veiklyndu, dauðlegu manna, og hværsu sárt vér syrgjum, þegar þeir standast ekki raun- ina.” / Þá gladdist ungi maðurinn yfir því, að heyra, að hún var líka hrein og góð, og hann mælti. “Þú hefir verið engill æfi minnar, segðu mér, með hverju hefi eg verðskuldað alla ástúð þína?” Þá tók litla stúlkan hönd hans og tárin strevmdu niður kinnarnar á lienni, um leið og hún sagði: “Ó, Guð minn gður! Eg, sem er hún litla systir þín, sem var borin út nýfædd og hefi aldrei þekt gleði jarðlífsins. Mamma okkar var töfrandi fögur, auðug og ættstór. Margt stórmennið bað hennar, en hjarta sitt liafði hún gefið ungum manni ánauðugum, sem var fríður sýnum og vel gefinn og hafði verið förunautur bróður hennar á ferðalög- um hans hingað og þangað um allan lieim. Þau vroru gift á laun og eg var fvrsta barnið þeirra, en fyrir drambsemissakir og ótta við 'bróður sinn, lét hún gömlu fóstruna sína bera mig út og fleygja mér í Neva-fljótið. Þar vaknaði meðvitund mín. Ódæði rak mig úr mannlegu samfélagi, og nú varð eg Rúss- alka og íbúar árinnar tóku mig í sinn fé- lagsskap. Föður okkar sagði mamma, að gamall þjónri hefði verið sendur með mig langt inn í land og þar ætti að ala mig upp. Þar kom þó, að hinn strangi bróðir mömmu komst að öllu saman, og óður af gremju og heift kom hann því til leiðar, að skipun var út gefin um, að hún skyldi send til Síberíu, til þess að dvljast þar fyrir umheiminum. A bökkum Lenu fæddst þá svo, bróðir minn, og þar er leiðið hennar móður okkar. Faðir okkar liggur á sléttum Finnlands, en þar féll hann í orustu sem óbrevttur hermaður. Þú varst yfirgefinn á jörðunni eins og eg í djúpi elfarinnar. Kærleikur dró mig til þín og eg varð vinkona þín og verndarengili, leiðsögumaður J)inn á lífsleiðinni. Nú hefi eg opinberað alt fyrir þér, en nú þori eg heldur ekki að birtast þér framar, enda mun og hjarta þitt og bráðum bundið annari. En ef })ú lendir í einhverri hættu, mun eg ósýni- lega standa nærri þér.” Að svo mæltu kysti hún hann á augun og munninn. Dimman flóka dró fyrir tungl- ið og þegar ungi maðurinn leit aftur í kring- um sig, var systir hans horfin.. Hann lieyrði aðeins óm frá öldum fljótsins, sem hrærðust hægt í kyrðinni, það var ein.s og livíslað væri: “Vertu sæll!” Fóstursyni hins tigna herramanns var lotning sýnd og sómi, eins og hann hafði verið elskaður og virtur, á meðan hann var ekki nefndur annað en “sonur hinnar dánu. ” I herferð gegn Tyi'kjum gekk hann mjög hraustlega fram og varð frægur fyrir og fékk heiðursmerki og frama. Hann var huggun og gleði móðurbróður síns og gamli maðurinn gaf lionum nafn sitt og arfleiddi liann að öllum eigum sínum. En í hamingju sinni gleymdi hann ekki henni, sem hann hafði einu sinni hrifið úr dauðans klóm, þegar hún var bam. Hann fór af skyndingu til jarðeignanna við Úral og sýndi Isidóru skorpnu grenigreinina, sem einu sinni liafði verið auðæfi hans og eina liuggun. Isidóra hafði með jafn mikilli trygð viðhaldið ást sinni til lians og varð nú hamingusöm eigin- sveig úr yndislegum vatnsliljum á borðinu kona hans. Á brúðkaupsdaginn fann hún lijá sér, og var röð af dýrum perlum ofin inn í sveiginn. Enginn liefir nokki’u sinni komist að því, hver hafði lagt þær þar.---- Sigurbjörn Einarsson þýddi. —Heimilisblaðið. IIVERSU MARGAR DÝRATEGUNDIR ERU TIL 1 HEIMINUM Eins og auðskilið er, þá er því sem næst ómögulegt að koma á nákvæmu “dýratali” á jörðunni, þar sem sú verður raunin á, að svo telst til að lifandi rottur séu einar um 10 miljarðar. Vér verðum því að láta oss nægja að vita tölu á dýrategundunum, og þó er heldur ekki hægt að komast að alveg nákvæmri tölu á þeim, því að það er ekki svo sjaldgæft að nýjar tegundir finnist, og af því má svo ráðxx, að enn séu margar teg- undir dýra ófundnar. Jafnvel meðal spendýranna sem við }»ekkjum bezt, getum vér rekist á óvæntar skepnur. Það eru ekki svo fjarska mörg ár síðan, að skepna fanst í flóunum í Kóngó, sem nefndist Okapi, sem svipar bæði til gíraffa og zebradýrs, en er ekki lífrænlega skyld þessum spendýrum og er því algerlega ný fyrir vísindin. Annað dæmi er zebra, sem fundist hefir í hálendinu í Aebssíniu og var liún verulega ólík öllum áður þektum zebrategundum. Og fuglinn Abxx Mai'kúl), sem lifir í flóunum við livítu Níl, er einn af binum nýfundnu dýrategundum. I djúpi hafsins eru þó enn fleiri gátur óráðnar en á landi. Vér l>ekkjum ekki f jöldann allan af marglit'tutegundum og öðr- um hveljutegundum og hið sama er að segja um skelfiskategundir, sem eru komnar af hinum merkilegu dýrum, sem hafdjúpið var fult af áður en sögur hófust. Til þess að gefa dálitla hugmvnd um, hversu nútíma rannsókn hefir aixkið tölu hinna þektu dýrategunda, þarf eigi annað en geta þess, að Linné, hinn mikli kerfasmiður þekti ekki nema 1100 lifandi dýrategxxndir á jörðunni. Nxx erxx vísindamenn búnir að finna um 400,000 tegundir og raða í kerfi. Skordýradeildin er fremst af öllum dýra- tegnixdum nxi á dögum, að því er tegunda- fjöldann snertir. Taldar eru um 280,000 skordýrategundir, þar af 120,000 bjölluteg- xxixdir (járnsmiðir, brunnklukkur, jötunuxar o. s. frv.), 50,000 fiðrildategundir, og 40,000 vespur (geituixgar). Næst eru fiskarnir 12,000 tegundir. Að fiskæturnar liér heima þekkja ekki nema örlítið af þessari stóru ætt kemur eðlilega af því, að flestar fisk- tegundir er að finna sumpart í fjarlægum höfum og sumpart á hafsbotni. 1 ósöltu vatni liafa fundist 300 fiskategundir. Fugladeildin getur lii’ósað sér af því að lixxn jafnast á við fiskideildina að tölunni tií. En hérlendis er ekki nema örlítið brot af öllum þeim grúa, exx á meginlandi Ame- ríku þekkjast um 6000 tegundir. Fjórða deildin er lindýrin, eða um 10,- 000 teguixdir (snyglar, skelfiskar o. s. frv.), þvínæst eru krabbar (liðdýr) 8000 tegundir og 4000 skrápdýrategundir, ígulker, kross- fiskar o. s. frv. Þá en.x skriðdýrin um 25,000 tegundir, spendýrin 23,000. Loks má xxefna kóngulóarættina um 2000 tegundir og froskana og pöddurnar xxm 1200 tegundir og önixur láðs og lagardýr. Það er staðreynt, að skifting' dýranna á hnettinum er hvergi eins og f jöldi dýrateg- uixdanna stendur í öfugu hlutfalli við fólks- fjöldann. Hitabeltislöndin eru talin að vera mjög auðug af dýnxm, bæði grúi dýrateg- xxndanna og einstaklinganna. Suðui'-Ameríka er sömuleiðis næsta auð- ug að dýrategundum, Ástralía aftur á móti langfátækasta meginlandið að dýrum. Því nær sem dregur heimskautunum, þá fækkar dýrum smámsaman, en ekki eru heimskauta- löndin sneydd öllxx dýralífi. —Heimilisblaðið.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.