Lögberg - 20.06.1940, Blaðsíða 7

Lögberg - 20.06.1940, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. .TÚNl 1940 7 Lýðfrelsi-— einrœði Eftir Ingimar Jónsson. Fyrir nokkrum árum þótti orð- i8 “frelsi” eitthvert fegursta orð hingunnar. Við það orð voru þá tengdar minningar um hetju- óáðir og heitar tilfinningar, sem iOeyptu hrifningu í hug ungra ®anna. Eiinstakir . menn og heilar þjóðir höfðu lagt á sig mikið erfiði og fært þungar Tórnir til þess að öðlast rétt til þess að ráða málum sínum án í- hlutunar annara. Stjórnsfarslegt Trelsi hafði orðið að sækja i hendur innlendra harðstjóra eða erlendra kúgara. Jafnrétti þegn- anna í þjóðfélaginu hafði víða kostað hlóð þeirra, sem brautina ruddu. Frelsið varð dýrkeypt °k þess vegna líka dýrmætt. Menn hugsuðu þó ekki alment Ut i það, að jafnáríðandi væri að fíieta hins fengna frelsis og að :,0a þess. Forystumönnum i Tr.elsisharáttu þjóðanna mun þnfa fundist, að öllum hlyti að ''irðast það svo mikils virði, að engin hætta væri á, að þvi vrði klatað aftur. Kn öll viðhorf brevtast eftir þvi seni tímar líða. Það þarf pkki meira en einn til tvo manns- aldra til þess, að mönnum finn- lst það ástand, sem er, svo sjálf- sagt að þeir gleyma þvi, að áður hafi annað verið. Persónufrelsi °g réttur til að hugsa og tala smakvæmt sannfæringu sinni er nú orðið kallað almenn mann- réttindi, og mönnum kemur ekki til hugar, að þessi réttindi verði af þeim tekin. Almennur kosn- 'ngarréttur er lögbundinn og eng- an grunar, að við þvi verði hreyft. Menn verða andvara- lausir um að gæta hins dýr- heypta frelsis. f þessu hlýtur að felast skýr- "igin á því, að nú upp á síð- hastið hefir tekist á stuttum hina að svifta heilar þjóðir þess- um réttindum, sem við teljum s.iálfsögð. Þar hefir heldur aldrei verið gengið beint að verki. Þeir, sem einræðisvöldum reyna að ná, byrja aldrei á að tala um afnám kosningaréttar og annara amennra mannréttinda, hedur um það, sem aflaga kann að fara undir rikjandi stjórnar- f°rmi. Því ætla þeir öllu að hippa i lag, ef lýðurinn vill fá þeim völdin í hendur. En þegar 'öldin eru fiengin, segjast þeir ekki geta komið lofuðum umbót- nm i framkvæmd, nema því að- eins, að þeir fái að vera í friði iyrir ádeilum og kosninguin um sinn. Þess vegna verði að af- nema stjórnfrelsið. En sagan sýnir, að þeir, sem náð hafa ein- ræðisvöldum, sleppa þeim ekki aftur af fúsum vilja. En hvers vegna vakna menn ekki upp við vondan draum, þegar þeir finna klafa ófrelsis lenna að hálsi sér? Tvær orsakir liggja til þess. ön nur er sú, að í flestum þeim inndum, sem nú búa við ein- ræðisstjórn, var lýðfrelsi ýmist skamt á veg komið eða hafði að- eins um stutta stund viðurkent verið. Frelsið var enn ekki orð- ð almenningseign. Hin orsökin er sú. að stjórnir einræðislandanna vaka vandlega yfir því, að almenningur i lönd- um þeirra fái það eitt að vita, sem stjórnirnar óska. öll út- breiðslutæki og áróðurs eru tekin í þarfir ríkjandi stjórnarstefnu. Skólar, útvarp, bækur og blöð, alt verður þetta að túlka hina einu, “réttu” stefnu. Alt annað er bannað og refsivert líkt og fyr á öldum trúarvilla eða drott- insvik. Stundum má heyra þá fullyrð- ingu, að einræðisfyrirkomulagið feli í sér fullkomnara lýðræði en nokkurt annað stjórnarform, því að þar standi öll þjóðin samein- uð bak við leiðtoga sína. Þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra, sem vanir eru frjálsum umræðum um þóðmál. Það mun að vísu rétt vera, að meiri hluti fólks í einræðislöndunum fylgir nú stjórnum þeirra, og triiir þvi jafnvel, að hvergi á bygðu bóli sé eins vel og viturlega stjórnað og þar. Þetta er skiljanlegt, þvi að enginn réttur samanburður við önnur lönd kemur til greina, ef þar er andstætt stjórnarfar. Hið eina, sem fólkið fær að vita þaðan, eru mistök stjórnarvald- anna og erfiðleikar þjóðanna. Refsing er jafnvel lögð við því, ef einhver hlustar á erlent lit- varp. Það er álitið hættulegt, að almenningur heyri málin rædd frá l'leiri hliðum en einni. f þessari einokun upplýsing- ar og hugsunar er fólgið hæði styrkur og hætta. Það er viss styrkur að geta kæft alla gagn- rýni, jafnvel áður en hún lætur á sér bæra. En það er líka mikil og hræðileg hætta, þegar heilar stórþjóðir eru óvitandi uin, hvernig með þær er teflt, svo að þær hafa ekki hugmynd um, þótt hársbreidd einni muni, hvort þeim er steypt út í ægi- lega styrjöld eða ekki, eins og nýleg dæmi eru til. Svipuð hræðsla við sannar upplýsingar kemur, því miður, stundum fram hjá mönnum í lýðræðislöndunum, þegar þeir vilja ekki heyra neitt um það, sem betur kynni að fara þar, sem einræði er. Þetta er óviturlegt. Vitanlega getur ýmislegt nýtt og gegnlegt komið fram við breytta stjórnarhætti, sem nota má víð- ar, þótt annað stjórnarfar sé. Og þeir, sem lýðfrelsi unna, eru skyldir að hafa það helzt, sem bezt reynist, hvaðan sem það kemur. Með því tryggja þeir bezt, að ekki verði hlaupið út í ótímabærar, breytingar i ófrelsis- átt út af óánægju eða vandræð- um, sem afstýra hefði mátt með meira víðsýni. Fingin likindi eru til, eins og nú horfir, að þær þjóðir, sem búa við einræðisstjórn, fái aftur stjórnfrelsi, nema eftir margvís- legar hörmungar og ef til vill blóðugar byltingar. En því fremur er ástæða til fyrir þær þjóðir, sem vanar eru frelsi, og enn halda því, að láta ekki svifta sig því. Það hljómar óneitanlega dálítið einkennilega, þegar menn í lýðfrjálsu landi, eins og hér er, eru að kvarta undan höftum og ófrelsi í öðru orðinu en í hinu dást þeir að ástandinu í þeim löndum, þar sem frelsið er afnumið. Ætli þeim hinum sömu brygði ekki illa við, ef hér kæmi ströng ein- ræðisstjórn, sem skipuð væri skörpustu andstæðingum þeirra? Hvað yrði þá úr kvörtunum þeirra og kröfum á hendur vald- hafanna? Og hvað yrði um þá sjálfa, ef þeir færu líku fram og nú? Þetta ættu einræðissinnar að reyna að hugleiða, hvaða öfgastefnu, sem þeir fylgja. Það er holl regla að setja sig öðrp- hvoru í annara spor. Fyrir skömmu var þess hátíð- lega minst, að íslendingar fengu fult lýðfrelsi fyrir tuttugu ár- um, er fullveldi íslenzka rikisins var viðurkent. Fyrir þessu Frá liðnum dögum Eftir Oscar Clausen. Bóndakona með úr og hring Kona Einars gamla, sem var hafnsögumaður í Flatey fyrstu áratugi siðustu aldar, hét Guð- rún og var mesta rnyndar og skartkona. Einar var vel efnum búinn, þegar hann var á bezta skeiði, þó að hann að lokum yrði gustukamaður madömu Guðrúnar Magnúsdóttur á Ball- ará, þegar hann var orðinn elli- hrumur einstæðingur. — Það voru ekki nema ríkustu hefðar- frúr og prestsmadömur, sem i þá daga höfðu hring á hendi og úr í vasa, en þetta hvorttveggja hafði hafnsögumaðurinn i Flatey tillagt Guðrúnu konu sinni. - Þessi einstaki “luxus” hefir hneykslað almenningi, og var því þessi vísa kveðin: höfðu beztu menn þjóðarinnar barist mannsöldrum saman. öllum þótti frelsið gott. En það er vandi að gæta þess. Og fleira er athugavert fyrir þá kyn. slóð, sem nú er að alast upp og ekki þekkir frelsisbaráttuna nema úr sögunni. Hún þarf að muna, að það má misnota frels- ið, og að vandi hvílir á öllum að nota það vel. Það er bein misnotkun, ef þeirrar aðstöðu, sem ritfrelsi og málfrelsi veitir, er neytt til þess að rífa burtu þá hornsteina, sem lýðfrelsið sjálft er reist á. Grundvöllur lýðfrelsisins er jafn- rétti. 4n þess verður aldrei til frelsi, nema handa fáum útvöld- um, þeim, sem sterkastir eru í þann svipinn. Jafnréttið má því aldrei skerða. Réttur annara verður að vera hverjum einstök- um jafnhelgur og hans eigin réttur. Annar hornsteinninn er vit og Jiekking, og einkum þó almenn upplýsing. Þar leggur einnig lýðfrelsið miklu þyngri skyldur á herðar hvers þegns þjóðfélags- ins en einræðið. Þvi er treyst, að óhætt sé , að trúa hverjum manni til þes£ að rita ekki né tala neitt til verulegs ógagns fyr- ir þjóðarheildina. Ennfremur er gert ráð fyrir því, að hver þegn geti lagt til inálanna eitt- hvað af heilbrigðu viti og haft heppileg áhrif á afgreiðslu þjóð- mála með atkvæði sínu. Hér eru viðhorfin gerólík. Annars vegar er krafist þekking- ar og ábyrgðar sem allra flestra einstaklinga þjóðfélagsins. Hins vegar er allri ábyrgð kastað upp á einhverja foringja, en litið á þekkingu almennings eins og hættulega pest, er verjast þurfi með öllum ráðum. Eg skil ekki, að inenn og konur, sem stunda nám og leitast á þann hátt við að auka þekkingu sina, eigi erfitt með að velja þarna á milli. Og eg er sjálfur ekki í neinum vafa um, hvor stefnan er íslenzku þjóðinni hollari. —Vaka. HAMBLEY’S HÆNUUNGA KJÖRKAUP í JÚNl Verð gildir frö 15. júní, og pant- ajiir afgreiddar samstundis. Wh. I.eKhorns W. L. Pullets.. \V. L. (’m’kerels. liarred Hoeks . B. H. Pullets . B. R. Cockerels . 9.00 Ábyrgst 100% á líft vi« móttftku Áreiðanlega 98% kvenungar. J. J. HAMBLEY HATCHERIES Ungar sendir F.O.B. Winnipeg. Brandon, Kegina. Saskatoon. Calgary, Edraonton, Portage la Prairie, Dauphin. 100 50 25 ...$ 7.75 $4.25 $2.25 16.00 8.50 4.50 ... ».00 1.75 1.00 ... 9.75 5.00 2.75 ... 14.00 7.50 4.00 ... 9.00 5.00 2.75 prmhnq L distii stinctrJe and persuasWe 1 ir^UBLICITY that attracts and compels action on the part of the customer is an important factor in the development of business. Our years of experience at printing and publishing it at your disposal. Let us help you with your printing and advertising problems. OLe COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Ave. WINNIPEG Phones 86 327 - 8 Mér list Guðrún mesta þing, mikið er sagt af henni, á sér ber hún lir og hring, en á þó bóndamenni. -f ♦ Séra Giiðlaugur yrkir i hrakning. Séra Guðlaugur Guðmundsson, faðir Jónasar skálds, Kristjáns ritstjófra og þeirra systkina, var prýðilega gáfaður maður og vel skáldmæltur. Hann var af fá- tæku foreldri og áður en hann fór í skóla, réri hann undir Jökli og var þá farinn að yrkja. — Eitt sinn var hann háseti hjá Árna nokkrum formanni í Kefla- \úk og hrakti þá yfir þveran Breiðafjörð, vestur á Rauðasand. — Aftakaveður var og ekki sjá- anlegt annað en að þeir færust þá og þegar. f þessum hrakn- ingi kvað séra Guðlaugur þetta: Við erum frá, þá fölnar brá, felur strá sem rósin. Glampa sjá, má öldum á, eftir dáin ljósin. Ilrognakaup fyrir 100 árum. Fvrir tæpum 100 árum var mönnum vist ekki ljóst, hversu mikið fóðurgildi var í fiskhrogn- um, handa skepnum. Getið er um mann, sem Sigurður hét og Var í innanverðum Breiðafirði, líklega í ReykhólaSveit. Það þótti nýlunda, að hann keypti hrogn af sjómönnum, saltaði þau og gaf skepnum á vorin. — Sigurð- ur þessi var hagmæltur og orti bæjarvísur, en þær þóttu nokk- uð skömmóttar og nærgöngular mönnum. Einn þeirra, sem fyrtist af vísnakveðskap Sigurð- ar, var Ari Jochumsson, bróðir Matthiasar skálds og þessvegna kvað hann þessa visu: Yfir þveitir urð og mó orðstir sveita spillir, með silfurfægða svarta skó Sigurður hrognakyllir. Sigurður mun, eins og visan bendir til, hafa verið mikill á lofti, og má m. a. sjá það á því, að hann gekk á “silfurfægðum svörtum skóm,” en slikt gátu þá ekki veitt sér aðrir en helztu höfðingjar og ríkismenn. — Það mun hafa fokið í Sigurð, þegar hann héyrði vísu Ara, því að þá svaraði hann svona: Þá sinnuleysis sultarlogn sa’kir að og horinn, yrði feginn ef að hrogn, ætti þá á vorin. Kaþólska sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Guðmundur Gunnarsson frá Nýp á Skarðsströnd er nú bók- bindari i Stykkishólmi. Hann er vel hagmæltur maður. — Þeg- ar ákveðið hafði verið að byggja kaþólska sjúkrahúsið á hæð einni i Stykkishólmi, kvað Guð- mundur þessa visu: Bráðum rís bygging á hólnum, brosir hin heilaga mær. Þar verður klerkur á kjólnum. kaþólskur ofan í tær. ♦ ♦ Ilarða vorið 1882 i harðindunum og hungrinu 1882, þegar flestir hér á landi urðu að svelta heilu hungri, var eins og létti yfir fólkinu og það gæfi mönnum nýja lífsvon, þeg- ar fréttist, að gjafakornið væri i uppsiglingu. Jón bóndi í Hólkoti í Staðar- sveit kvað þá þessa vísu við Her- dísi dóttur sína, sem mun hafa verið að kvarta um svengd sina: Má ei skrafa um matverk fremur, mjólkur- svalar blandan grá. Þegar gjafakornið kemur, köku skal hún Dísa fá. —Fálkinn I Frá Kína (Framh. frá bls. 5) en Hwa-mu-lan sat við sinn keip, og faðir hennar varð að láta sér það lynda. Nokkrum dögum seinna komu hermenn að sækja föður hennar, en Hwa-mu-lan fór i hans stað án þess að nokk- ur vissi. Hún var tólf ár í strið- inu, og það var að miklu leyti framkomu hennar og hreysti að þakka, að óvinirnir urðu sigrað- ir. Að striðinu loðnu var hún leidd fyrir keisarann. Keisarinn vildi gera hana að landstjóra. Hún afþakkaði þá tign, en keis- arinn sagði, að hver ósk hennar skvldi verða uppfylt. Einasta ósk hennar xar að fá úlfalda til að komast heim á. Hún fékk tvo hermenn sér til fvlgdar. Þeg- ar heim kom, þekti bróðir henn- ar hana, og allir fögnuðu henni. Það var stofnað til mikillar veizlu, og undir borðum urðu hermennirnir ekki lítið undrandi, er þeir sáu, að fallega stúlkan við borðið var herforinginn, sem hafði frelsað landið. —Heimilisblaðið. BORGIÐ I.ÖGBERG Innköllunar-menn LÖGBERGS Amaranth, Man............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota ........B. S. Thorvardson Arborg, Man.................Eiías Elíasson Arnes, Man.............. Sumarliði Kárdal Baldur, Man...................0. Anderson Bantry, N. Dakota......Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash........Arni Símonarson Blaine, Wash............Ami Símonarson Brown, Man...................J- S. Gillis Cavalier, N. Dakota.....B. S. Thorvaldson Cypress River, Man............O. Anderson Dafoe, Sask.............J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota........Páll B. Olafson Edmonton ............................... Elfros, Sask.....Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask.......................... Garðar, N. Dakota.........Páll B. Olafson Gerald, Sask............................C. Paulson Geysir, Man.................Elías Elíasson Gimli, Man. .................O. N. Kárdal Glenboro, Man.................O. Anderson Hallson, N. Dakota.........Páll B. Olafson Hayland, P.O., Man....Magnús Jóhannesson Hecla, Man...............Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota ........... John Norman Hnausa, Man.........................Elías Elíasson Husavick, Man.................0. N. Kárdal Ivanhoe, Minn...................B. Jones Kandahar, Sask............J. G. Stephanson Langruth, Man.........................John Valdimarson Ijeslie, Sask.........................Jón Ólafsson Lundar, Man...................Dan. Lindal Markerville, Alta......................0. Sigurdson Minneota, Minn..................B. Jones Mountain, N. Dakota.......Páll B. Olafson Mozart, Sask............................. Oakview, Man............... Otto, Man....................Dan. Lindal Point Roberts, Wash...........S. J. Mýrdal Red Deer, Alta.........................O. Sigurdson Reykjavík, Man.......................Árni Paulson Riverlon, Man.......................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash................J. J. Middal Selkirk, Man..........................Th. Thorsteinsson Siglunes P. O., Man....Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man.......... Svold, N. Dakota........B. S. Thorvardson Tantallon, Sask...........J. Kr. Johnson ITpham, N. Dakota......Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man.........................Eílías Elíasson Vogar, Man..........................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man.......................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man....Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach, Man..........O. N. Kárdal Wvnyard, Sask............J. G. Stephanson L ,u —lim.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.