Lögberg - 20.06.1940, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JtNI 1940
3
sem rís eitt sér upp úr hafinu
°g gýs stöðugt á fárra mínútna
fresti. Spýtist eldleðjan stund-
uni hátt í loft upp og rennur
svo niður eftir fjallinu ofan i sjó.
í*að heldur óþreytandi áfram
þessum sama leik, til ánægju,
undrunar og leiðbeiningar ferða-
nianninum sem fram hjá fer.
Nú nemum við staðar örlitla
stund á Egiptalandi. Þar kann-
■st þið vig margt úr Biblíunni,
t- d. söguna um Jósep og hræður
hans. Þið munið að Jósep var
seldur sem þræli af vondum og
ofundssjúkum bræðrum, en af
Pv> hann var dygðugur og trúr,
'ar hann, er frain liðu stundir,
settur vfir alt Egiptaland. Mikið
nt þessu landi er eyðimörk, sem
ekki er hægt að komast yfir
nenia á úlföldum. Hvað úlfald-
arnir eru þolinmóðir og góðir!
Þeir leggjast niður ef maður vill
komast á hak, svo fara þeir með
niann hvert sem vera vill og
leggjast gætilega niður, þegar
niaður vill komast af baki aftur.
En nú kemur Súez-skurður-'
’nn. Það er ekki nema 15 klukku
tinia verið að fara um skurðinn,
en áður en hann var grafinn,
'arð að fara alla leið suður fyrir
Afríku, sein er mörg þúsund
núlna löng leið. Það eru 70 ár
siðan lokið var við þennan
skurð. Beggja megin við skurð-
ínn er ekkert annað en eyði-
niörk. Dálítið fyrir vestan
^nnn, Rauðahafsmegin, er gam-
aIl ba>r, sem heitir Súez. Ekki
'angt þar frá er staðurinn sem
tsraelsmenn gengu þurrum fót-
Um yfir hafið frá Egiptalandi.
^egar Súez-skurðinum lýkur, er
^omið inn í Rauðahafið. Það
er þúsund milur á lengd eða eins
*ar,gt og héðan til Suður-Eng-
kinds. út úr norðurhliðinni
gengur skagi og á honum er
Sinai-fjallið, þar sem Drottinn
Girtist lýðnum og gaf þeim hin
t'u boðorð sín, sem þið auðvitað
^nnnið. Á norðvesturhluta
ttauðahafsins rignir aldrei. Eng-
ar ár renna í hafið.
Þegar ferðinni um Rauðahafið
er lokið, er komið við í Arabíu.
Bana kannist þið við, ef þið
hafið iesið “Þúsund og eina
nótt.”
Prá Arabíu til Kolombo, sein
er á eyjunni Ceylon, er lengsti
áfanginn, yfir Indlandshafið,
Sem er helmingi lengra en Rauða-
úafið. Það er fátt til skemtun-
ar á þeirri leið, nema ef til vill
að sjá flugfiskana, sem oftast
eru í hópum. Þeir skvettast upp
Ul' sjónum og fljúga svo í smá-
sPölum í kappi við skipið.
Til Ceylon er gaman að koma.
Þessi eyja, sem kölluð hefir ver-
Perlan á enni Indlands, er afar
^a'leg. Undir eins og skipið
Uemur staðar, hópast menn í
smábátum i kringum það, og
'na-na eftir því, að silfurpening-
um sé kastað niður í sjóinn. Þá
steypa þeir sér fimlega út úr
l'átunum, stundum með vindil
1 munninum, og kafa eftir pen-
'ngunum, sem þeir ná í á miðri
te>ð, og hlása svo frá sér reikn-
Uln, um leið og þeir setjast i bát-
lrin aftur. Þessir menn hafa
hatt. þvi þeir hrópa og kalla hver
1 kaPP við annan, til að fá fólk
til að henda fleiri og fleiri silf-
UrUeningum í sjóinn.
A þessari eyju er aðalheim-
^ynni fílanna og þar eru þeir
nutaðir á líkan hátt og úlfald-
•'inir á Egiptalandi og í Arabíu.
t’eir bera sig að eins og úlfald-
arnir. þegar farið er á bak. En
þeir eru stærri og hættara við að
111 ann svimi á bakinu á þeim.
sLi]naði stinga margir ban
eða öðru góðgæti í munninn
1 unann á þeim. Þeir eru c
Jengi að stinga upp í munn
þ'í sem látið er í ranann.
t’eá Cevlon er farið til Singa-
Puie og þaðan svo til Kína. Þetta
er liing leið, en hún er álíka löng
°f tólf ferðir héðan úr Reykja-
'lk til Suður-Englands. En hvað
s|and virðist nú langt, langt í
nirtn. jrn skujyjn halda á-
rain og litast dálítið um í Kína,
því þangað var ferðinni heitið.
Landið sjálft er stærra en öll
Evrópa. Það er mjög frjósamt
og vel ræktað. Þar eð landið
nær yfir 35 lengdargráður, gef-
ur að skilja, að gróður er mjög
fjölbreyttur og margvúslegur.
Það er víst varla til i jurtarik-
inu sú planta, sem ekki vex i
Kína og margar jurtir eru þar
til, sem hvergi finnast annars-
staðar. f Suður-Kína eru tvær
grjóna-uppskerur á sumrin og
grænmeti og blóm eru í mestum
blóma á veturna. Meginhluti
Kína er hálendi. Aðeins með-
fram neðri hluta Gulár (Hoang-
ho) og Bláár (Yangtse Kiang) er
láglendi, sem nær til strandar-
innar og norðurs og suðurs, mörg
hundruð mílur. Gulárdalur er
fiOO.OOO enskar fermílur að flat-
armáli eða fimtán sinnum stærri
en ísland. Yangtse-dalurinn er
jafn stór. Gulá er 2500 mílur á
lengd, en héðan til Suður-Eng-
ladns eru þúsund mílur, svo það
getur kannske gefið ykkur ein-
hverja hugmynd um lengdina.
Að sögn bjuggu Kinverjar fyrst
í Gulárdal, en það á að hafa ver-
ið fyrir hér um bil 5 þúsund
árum síðan. Það þarf minni til
að geta verið góður í kínverskri
sögu. Kínverjar eru um fjórð-
ungur mannkynsins og elzta lif-
andi menningarþjóð heimsins.
Það er misskilningur að halda að
allir Kínverjar séu litlir. Það er
eins mikill munur á Norður-
og Suður-Kinverjum eins og
Norður- og Suðurlandabúuin
Evrópu. Kínverjar frá Mið-Kina
eru oft mjög stórir, en Suður-
Kínverjar aftur minni, en það
eru þeir, sem eru æfintýraþyrst-
astir og hafa mest dreifst út um
heiminn til að freista gæfunnar.
Musteri og aðrar byggingar í
'Kína eru svo fallegar og skraut-
legar, að eg treysti mér ekki til
að lýsa þeim.
f dýraríkinu er inargt, sem
ykkur rnyndi þykja gaman að
skoða, þar á meðal risavillikind-
ur, hláar kindur, hestar, sem eru
svo líkir þeim íslenzku, að þið
“getið ekki trúað öðru en að þeir
hafi fvlgst með okkur, vilta asna
í stórum hjörðum, úlfalda, tófur,
tígrisdýr og allskonar ajia, þar á
ineðal hinn nafntogaða ljóshærða
apa. f Kína er tigrisdýrið kon-
ungur dýranna. f sambandi við
þetta dettur mér í hug saga um
mann, sem var á gangi í dal og
rakst á tígrisdýr. f skyndi
klifraði hann upp tré. En þegar
tígrisdýrið ætlaði líka að klifra
upp tréð til að rifa hann i sig,
datt hann dauðhræddur ofan af
trénu, en lenti á baki tígrisdýrs-
ins. Hann gat ekki annað en
riðið á baki þess og haldið sér
dauðahaldi í skrokkinn. Þannig
þeyttist hann um alt, að vild
tígrisdýrsins. Einhver sem sá
þetta, en vissi ekki um ástæð-
urnar sagði við annan mann:
“Líttu á þenna náunga. Hann
ríður á baki tígrisdýrsins, hann
situr á því og er líkastur ein-
hverjum guði. Hvað hann á
gott!” Þegar maðurinn, sem sat
á baki tígrisdýrsins heyrði þetta,
sagði hann: “Þið horfið á mig
og haldið, að eg sé svona hugað-
ur, en hvernig getið þið vitað,
hvernig mér er innan brjósts;-
I*hr eð mig sárlangar til að
Iosna, en get það ekki, getur eng-
inn vafi leikið á því, hve bágt
eg á.”
f Kína er ein fuglategund
tamin, til að veiða fiska. Það
er skarfurinn. Það eru menn,
sem fara á flekum út á ár og
vötn með skarfana, en hafa hring
um hálsinn á þeim, svo þeir
gleypi fiskana ekki sjálfir.
Hvergi í heimi hefir verið eins
inikið framleitt af silki og i Kína.
Samkvæmt sögu Kínverja var
fyrst farið að rækta silkiorminn
til nytja fyrir 4—5000 árum. f
þrjú þúsund ár var þessi fram-
leiðsluaðferð geymd eins og helg-
asti leyndardómur. Það er í
frásögur fært, að Prinsessa, sem
giftist valdhafa í fjarlægu landi
hafi lagt líf sitt í hættu með því
að flytja burtu með sér fræ mór-
berja-trésins (blöðin eru notuð
til fóðurs silkiorminum). önnur
sögusögn hermir, að munkar hafi
smyglað þessu út úr landinu til
Konstantinopel í pílagrímsstöf-
um sínum.
Greint er á milli tveggja teg-
unda silkiormsins, sem lifir i
mórberjatrénu og þess vilta, sem
lifir á eikarblöðum. Mölurinn
verpir venjulega um 400 €ggj-
um. Þegar ormurinn er þrosk-
aður spinnur hann hýði utan
um sig og er trefjan á lengd frá
400 til 1300 metrar. 18 pund
af nýjum hýðum fara í eitt pund
af hráu silki. Mörg börn í Kína
gera sér það til gagns og gamans
að rækta silkiorina.
Barnaskólum er skift í yngri
og eldri deildir, hin fyrri er fjög-
ur ár, hin síðari tvö ár. Þær
geta verið skildar að. Náms-
greinar eru: Borgarafræði, þjóð-
félagsfræði, alþjóðarmálið eða
mandarin, náttúrufræði, reikn-
ingur, leikfimi og söngur.
Það eru ekki nærri öll börn í
Kína, sem hafa fengið að fara i
skóla, þó mörg þúsund barna-
skólar séu dreifðir um landið.
En það hefir verið ákveðið, að
frá ágúst 1940 verði almenn
skólaskylda.
Börnum er líka kend kurteisi.
í gamla daga var þeim kend
“Hsiao King,” sem er gömul
bók„ sem á að kenna þeim
yngri framkomu i öllum smáat-
riðum við þá eldri, sérstaklega
foreldrana. Þau verða t. d. að
hneigja sig virðulega fyrir þeim,
sem eldri eru, þau mega ekki
rétta eða taka við neinu með
annari hendinni, eg tala ekki um
að rétta það aftur fyrir sig, held-
ur með háðum höndum, stand-
andi. Það má ekki taka sitjandi
á móti neinu eða rétta það. Þau
mega alls ekki tala ljótt og ekki
skella hurðum.
'önnur hók, sem börn urðu að
Iæra, voru tuttugu og fjórar sög-
ur um umhyggjusemi við for-
eldrana, til að hvetja þau með
fordæmum annara. Hér eru
tvær af þessum söguin. Ef til
vill hafið þið hevrt þær áður,
en samt ætla eg að segja ykkur
þær, því að sjaldan er góð vísa
of oft kveðin.
Drengur var nefndur Pu Yu.
Hann var óhlýðinn, og eitt sinn
refsaði móðir hans honum með
vendi. Við fyrstu höggin tók
drengurinn að gráta beisklega.
“Eg hefi oft refsað þér þungleg-
ar en nú, en þér hefir varla
nokkurntíma vöknað um augu.
Hvernig stendur á því, að nú
virðist þið kenna svo mjög
til?” spurði móðir hans hissa.
“Eg græt ekki af því, að
þú hefir barið mig fast, heldur
at þvi, að þú hefir alls ekki bar-
ið mig fast. Af léttum höggum
þínum ræð eg hve hröðum fet-
um afl þitt fjarar út og það
hryggir mig.”
Einu sinni var fátæk kona.
Hún átti son er var 9 ára að
aldri. Hún varð veik og hafði
lengi ekki getað nevtt nokkurs
matar, en langaði þó óstjórn-
lega til að borða fisk. En hún
átti enga peninga til að kaupa
hann fyrir, en auk þess var þetta
um hávetur, öll vötn og víkur
harðfrosin og þvi engan fisk að
fá. Sonurinn var í öngum sín-
um yfir þessu, því hann hafði
gei^t margar árangurslausar til-
raunir til að verða við ósk móð-
ur sinnar. Hann gekk i kring-
um tjörn nálægt heimili sínu, en
það eina sem hann sá var snjór
og ís. Loks varð drengurinn
hamslaus. Hann afklæddi sig
og fleygði sér út á ísinn. Hiti
líkamans þýddi ísinn og vatnið
gaus upp úr holunni sem mynd-
aðist þannig. Með vatnsbununni
þeyttust upp tveir fallegir karf-
ar. Frá sér numinn af fögnuði
hljóp litli di'engurinn að sjúkra-
beði móður sinnar. Hún lét mat-
reiða karfana, fékk hinn lang-
þráða rétt og frá þeirri stundu
fór henni daglega batnandi.
Kjinversku börnin læra ekki
stafrof eins og þið, heldur merki
eða teikn fyrir hvert orð. Þau
hyrja að lesa efst í horni hægri
handar og lesa svo niður eftir,
svo byrjar næsta lina vinstra
inegin við þá síðustu, efst á blað-
siðunni og þannig heldur það á-
fram, alveg gagnstætt því sem
þið eruð vörn. Það eru mörg
hundruð mállýzkur í landinu, en
þar er líka alþjóðarmál eða
Mandarín, sem kent er í öllum
skólum. (Þetta er þýðing á
sögu sem lesin var á kínversku
til að lofa fólki að heyra hvernig
hún hljómaði).
Nú ætla eg að segja ykkur
sögu um börn, sem voru að leika
sér úti á akri í yndislegu veðri.
Loks kemur þeim saman um að
vita hvert þeirra geti hent bolt-
anum lengst. Lítill drengur, sem
mikið kapp var í, hendir honum
mjög langt, svo hann fer ofan í
stórt leirker, sem var hátt i af
vatni. Jú, börnin sáu greinilega
að boltinn fór ofan i kerið, svo
þau hlupu þangað öll og sáu
hann þar á floti. Litli drengur-
inn, sem átti boltann, teygði sig
upp .á barminn á kerinu, en í
stað þess að ná í boltann, dett-
ur hann ofan í kerið. Hin börn-
in verða dauðhrædd og hlaupa
sitt í hverja áttina ráðalaus, að
undanteknum einum dreng, sem
stóð hjá kerinu og sá, að dreng-
urinn sem datt ofan í, gæti
druknað á þeirri og þeirri stund-
inni. Loks dettur honum ráð í
hug. Hann tekur stein og fer að
berja á kerið. Kerið var þykt,
en hann kraftalítill; samt tókst
honum að lokum að brjóta gat
á það svo vatnið rann út. Þannig
bjargaði hann lífi drengsins.
Þetta skeði fyrir 600 árum síð-
an og nafn drengsins var Sze Ma
Kwang.
En hér er önnur saga. Fyrir-
sögnin er: Hvernig á að vigta
þetta þunga dýr?
Þessi saga gerðist fyrir löngu
siðan, þegar ekkert var til að
vigta með nema reyzlur. Það
var fjöldi manns á samtali í stór-
um sal en fyrir utan hópinn stóð
gáfulegur drengur og var að
horfa í kringum sig. Hú! En
það einkennilega hljóð sem barst
til eyrna fólksins. Allir litu við
og komu auga á það, sem dreng-
urinn var að horfa á. Það var
stór fíll í járnbúri. Ekkert land-
dýr er eins stórt og hann. At-
hugið bara fæturna. Þeir eru eins
sverir og vatnsfötur og raninn
7 til 8 feta langur. En hvað
ætli hann sé þungur?
Sumir halda því fram að hann
sé 800 jiund, sumir að hann sé
minna, sumir meira. Það urðu
skiftar skoðanir um þetta, en
fólkið gat alls ekki orðið sam-
mála. Eigandi fílsins var keis-
arinn sjálfur. Hann hafði ný-
lega fengið hann að gjöf frá suð-
lægum löndum. Þessi keisari,
sem var orðlagður fyrir hvað
hann væri vitur og ráðagóður
hefði átt að geta fundið ráð til
að vigta fílinn, en hann var á-
rangurslaust að brjóta heilann
um þetta, í hálfan dag. Hann
bað hina og aðra í hópnum að
stinga upp á einhverju. Einn
stakk upp á því að láta búa til
stóra reyzlu, þá væri hægt að
vigta hann nákvæmlega. Mörg-
um fanst það ágætt. En keisar-
inn sneri sér til mannsins, sem
stakk upp á þessu og sagði: “Ef
á að vigta fílinn liggur í augum
uppi, að það þarf reyzlu, en —
-----,k. Áður en hann lauk máli
sinu greip einn maður fram í og
sagði: “Ef á að vigta 800 jiund,
þyrfti reyzlan að vera afar stór.
Það þyrftf þungt lóð, sterkan
krók og sterk reipi. Ekki er ó-
liklegt, að erfitt yrði að ná i alt
þelta. En eflaust þarf hinn vold-
ugi keisari ekki annað en að láta
óskir sínar í ljósi, og þá berst alt
upp í hendurnar á honum.”
Keisarinn hló að öllu þessu.
“Þótt alt þetta fengist, hvar eig-
um við að fá svo sterkan mann,
að hann geti haldið reyzlunni
iÖiiöirteöð anb
DR. B. H. OLSON
Phones: 35 076 . 906 047
Consultatlon by Appolntment
Only
Heimlli: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
^ Caibð
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
Res. 114 QRENFEIiL BLVD.
Phone 62 200
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Oífice timar 3-4.30
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
DR. ROBERT BLACK
SérfræCingur 1 eyrna, augna, nef
og hálssjúkdðmum
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
ViStalsUmi — 11 til 1 og 2 til 6
Skrifstofustmi 22 251
Heimilisslmi 401 991
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
•
906 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 27 702
Dr. S. J. Johannesson
806 BROADWAY
Talsimi 30 877
•
ViCtalstlmi 3—5 e. h.
DR. K. J. AUSTMANN
512 MEDIC'AL ^ARTS. BLDG.
Stundar eingöngu, Augna-
Eyrna-, Nef og Háls-
sjúkdöma.
ViCtalsUmi 10—12 fyrir hádegi
3—6 eftir hádegi
Skrifstofusími 80 887
Heimiliasími 48 651
H. A. BERGMAN, K.C.
islenzkur löyfræOingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
Phones 95 052 og 39 043
J. T. THORSON, K.C.
islenzkur lögfrœOingur
800 GREAT WEST PERM. Bldg.
Phone 94 668
A. S. BARDAL
848 SHERBROOOKE ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaCur sá besU.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarCa og legsteina.
Skrifstofu talslmi 86 607
Heimilis talslmi 601 562
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPEG.
•
Faateignasalar. Leigja hús. Ct-
vega peningalán og eldsábyrgð,
bifreiðaábyrgð o. s. frv.
PHONE 26 821
ST. REGIS HOTEL
286 SMITH ST., WINNIPEG
•
pœgilegur og rólegur bústaöur
i miObiki borgarinnar
Herbergi $2.00 og þar yfir; meC
baðklefa $3.00 og þar yflr.
Ágætar máRIðir 40c—60c
Free Parking for Quests
ujipi?” spurði hann.
Margir töldu engan vanda að
hengja krók á gamalt tré og festa
reyzluna svo á krókinn. Þá
þyrfti ekki þenna sterka mann.
Mörgum fanst þetta heillaráð.
Keisaranum lanst þessi uppá-
stunga heimskuleg og spurði,
hvar hægt væri að finna tré, sem
væri svo sterkt, að það þyldi
þunga 800 punda. Það væri alls
ekki auðfundið og áhyggilega
ekki þar um slóðir. Þótt það
fyndist einhversstaðar langt í
burtu, væri það óhugsandi erfið-
leikum bundið að ferðast með
fílinn og reyzluna vfir fjöll og
firnindi. Og hvers vegna að van-
rækja alt fílsins vegna?” Fólkið
hlustaði á keisarann, en gat ekki
dottið gott ráð í hug. Hver
uppástungan var annari fjar-
stæðari og heimskulegri. Ein
uppástungan var að skera filinn
í stvkki, vigta svo hvert stykki
út af fyrir sig og leggja svo alt
saman. Meðan á öllu þessu
samtali stóð, stóð litli drengur-
inn utan við hópinn. Allir vissu
að hann var óvenju gáfaður,
hældu honum við keisarann og
sögðu, að ekki væri að vita nema
honum.dytti eitthvert ráð í hug.
Keisarinn bað hann þá að stinga
upp á einhverju. “Drengurinn
svaraði: “Þetta getur ekki ein-
faldara verið. Það þarf ekki
annað en bát á tjörnina, sem er
hér við dyrnar, láta svo filinn i
bátinn og gera merki á hann
hvað djúpt hann fer niður í
vatnið; að því loknu getur fíllinn
farið úr bátnum. Svo á að láta
steina í hann þangað til hann
sekkur að markinu. Siðan má
taka grjótið og vigta það alt og
þar með er fengin þyngd fílsins.”
Allir hlustuðu á þetta undrandi
og fullir af aðdáun. Jafnvel
keisarinn sagði að þetta væri
heillaráð. Hvað finst ykkur? Og
hver haldið þið að þessi ráðagóði
drengur hafi verið? Hann var
sonur keisarans.
Sögurnar, sem eg hefi sagt
hafa verið um drengi, en það eru
lika til margar góðar um stúlkur.
Er hér ein þeirra.
Nafnið Hwa-mu-lan kannast
hver einasti Kínverji við, lærður
og ólærður. Kvæði um Hwa-
rnu-lan lifa enn á hvers manns
vörum eins og fyrir mörg hundr-
uð árum.
Einu sinni þegar útlendar
þjóðir réðust á Kína, var það
gert að skyldu, að allir vopn-
fa'rir menfn hjálpuðu til að verja
landið. Faðir litlu stúlkunnar
Hwa-mu-lan, sem var um fimm-
tugt, átti að fara í striðið. Þegar
Hwa-mu-lan heyrði það, varð
hún afar sorgmædd. Hún sagði
föður sínum að hann væri of
gainall til að fara í stríð, en
bróðir hennar of ungur. Þess
vegna vildi hún fara. Foreldr-
arnir aftóku það ineð öllu. Faðir
hennar sagði, að hann væri orð-
inn gagnslaus, og ef hann dæi
ekki á vígvellinum, myndi hann,
hvort sem væri deyja heima.
Hwa-mu-lan fór þegjandi inn í
herbergi sitt. Hún náði í her-
mannabúning, klæddi sig í hann
og barði að dyrum hjá föður sín-
um. Þegar hann sá hermann-
inn standa við dyrnar, brá hon-
um mjög í brún, því hann hugði,
að nú væri verið að sækja sig í
stríðið. Þegar Hwa-mu-lan sá,
hvernig fólkinu varð við, varð
hún viss um, að enginn mundi
þekkja hana, úr þvi nánustu
ættingjar þektu hana ekki. Faðir
hennar þverneitaði að hún færi,
(Framh. á bls. 7)