Lögberg - 20.06.1940, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚNI 1940
-----------HögtiErg-----------------------
GefitS út hvern fimtudag af
THE COIiUMBIA PRESS, I.IMITKi)
•05 Sorgent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave.,
Winnipeg, Man.
Edltor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — ltorgist fyrirfram
The “Lögberg" is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Frakkland í sárum
Svo hafa vítisvélar Adolfs Hitler gengið
nærri frönskn þjóðinni, að hún taldist ekki
eiga annars úrkosta, en að leitast fvrir um
frið; þetta gerðist á mánudagsmorguninn,
og íoru þá fram með skjótum atburðum
stjórnarskifti á Frakklandi; hinn harðsnúni
stjórnmáiaviíkingur, Paul Keynaud, baðst
lausnar fyrir ráðuneyti sitt, en við stjórn-
arforustu tók Henri Petain marskálkur, 84
ára að aldri, sá, er frægur varð í orustunni
miklu við Verdun í heims.styrjöldinni frá
1914; er ráÖuneyti hans að meiri hluta skip-
að þaulreyndum herforingjum, svo sem
Maxim Weygand, er haft hafði með hönd-
um yfirstjórn hersins á Frakklandi undan-
farnar vikur, en nú tekst á hendur forustu
hervarnaráðuneytisins.—
Eftir að Petain marskálkur tók við völd-
um, gerði hann frönsku þjóðinni það heyrin-
kunnugt í útvarpsræðu, að ráðuneytið hefði
þegar hafið samkomulagstilraunir við Hitler
um vopnahlé og frið; þjóðin ætti ekki annars
úrkosta úr því sem komið væri; franski her-
inn væri dauðþreyttur og aðframkominn;
miljónir barna og kvenna ætti hvergi höfði
sínu að að halla, en slíkt væri háleitasta
skylda hinnar nýju stjórnar, að ráða að svo
miklu leyti sem auðið yrði bót á neyðarkjör'-
um þessa aðþrengda, saklausa fólks. Og
kvaðst stjórnarformaður fara fram á það
sem hermaður við hermann, að Frakklandi
vrði veittur drengilegur friður; að öðrum
friði gæti franska þjóðin ekki gengið, hvað
sem framtíðin ba>ri í skauti sínu; hann
kvaðst hafa farið þess á leit við Franco
Spánarhöfðingja, að hann tilkynti Þjóðverj-
um hvernig komið væri, og beitti sér fyrir
um drengilega friðarsamningá. Og nú sýn-
ist það eiga að verða hlutskifti hins frjáls-
borna Frakklands, að ganga að friðarskil-
málum, eða öllu heldur afarkostum })eirra
Hitlers og Mussolini. En seinna koma dag-
ar, og seinna koma ráð.
Noregur og átríðið
Lögbergi hefir nýverið borist sérprent-
un af ræðu úr American-Scandinavian
Foundation eftir Einar Haugen, prófessor
við háskólann í Visconsin; var ræðan flutt í
Madison-borg á þjóÖminningardag Norð-
manna, þann 17. maí síðastliðinn; höfundur
heldur uppi í erindi þessu sterkri vörn fvrir
málstað Noregs, og unir þvi illa, að ætt-
bræðrum sínum þar í landi sé brugðið um
drottinsvik; tveir kaflar ræðunnar eru á
jæssa leið;
“Aldrei fyr höfum vér, amerískir þegn-
ar af norskum stofni, safnast til mannfund-
ar undir jafn dapurlegum kringumstæðum
og nú í dag; í meira en mánuð hefir hjörtum
vorum blætt vegna tilhugsunarinnar um það,
að land feðra vorra sé orðið að logandi or-
ustuvelli án þess að stofnþjóð vor eigi þar
nokkra sök í máli; vér höfum setiÖ eins og
límdir við \úðtækin, grandskoðað hverja línu
dagblaðanna í von um það, að eitthvað kæmi
þá og þegar á daginn, er stöðva mætti inn-
rás erlendra herskara í landið; en í þess
stað höfum vér orðiÖ sjónarvottar hins
gagnsta^Sa; borgir hárra hugsjóna hafa
hrunið, og hin viðkvæmustu ættartengsl
slitnað; mörg sölt tár, hafa hljóðlega falKð
um vanga mannþúsundanna í þessu landi,
sem ra>tur áttu í Noregi; vér höfum enga
mótmælafundi haldið, og ekki slegið um oss
með neinum stóryrÖum; þó hefir engum
dulist hvernig oss var innanbrjósts; og ekki
minnist eg þess, að hafa áður fvr séð jafn-
mörg sorg-stimpluð andlit og þau, er orðið
hafa á vegi mínum síðustu vikurnar.
En nú mætti spyrja. Verðskuldar Nor-
egur endurheimt frelsis síns og fullveldis?
Hverju hafa þessar þrjár miljónir manna á-
orkað, er fært geti öllum þjóðum heim sann-
inn um það, að þær geti af sjálfsdáð borið
þær byrðar, og int af hendi þær skyldur,
sem krafist er af frjálsum ríkjum? Þessar
fáu miljónir eyða æfinni við vötn og jökla,
og í námunda við háfjöll, tígulegri en önnur
lönd eiga í eigu sinni; innan við þrír af
hundraði landsins eru undir rækt. En þrátt
fyrir þetta, hafði Noregur á undangengnum
öldum gróðursett hjá sér menningu, sem
eigi aðeins stóð menningu annara Vestur-
Evrópu þ.jóÖa á sporði, heldur náði í ýmsum
tilfellum feti framar; þetta lánaðist þjóðinni
með látlausri starfsemd, og viturlegri skipu-
lagningu; með því að halda opnum öllum
þeim farvegum, er stórþjóðirnar leyfðu, og
færa sér þá í nyt, varð norsku þjóðinni það
kleift, að sjá drengilega farborða meira en
þrisvar sinnum stærri mannfjölda en í land-
inu var í lok átjándu aldar; siglingafloti
hinnar norsku þjóðar varð hlutfallslega hinn
mesti í heimi; fullum þrem f jórðu þjóðar-
innar var veittur aðgangur að ódýrri raf-
notkun, auk ])ess sem á síðasta mannsaldri
voru stofnuð freklega 50,000 nýbýli fyrir
atbeina ríkisstjórnarinnar, og með fjárfram-
lögum af hennar hálfu; börn á skólaaldri
gróðursettu árlega þrjár miljónir mismun-
andi trjátegunda, auk þess sem samfélags-
legt öryggi þjóðarinnar, svo sem heilsutrygg-
ingar og tryggingar gegn atvinnulevsi, hafði
fyrir löngu verið trygt með lögum.
Almenn velmegun í Noregi var komin á
slíkt stig, að til fyrirmyndar taldist; bók-
mentir þjóðarinnar mótuðust af eldlegum
þjóðræknisáhuga, eins og ritsmíðar Björn-
sons, Ibsens og Sigríður Undset bera svo
ljóst vitni um.”
Með hliðsjón af drottinsvikaákærunni,
kemst prófessor Haugen þannig að orði:
“Þvngsta rothöggið, sem norskum þ.jóð-
armetnaði hefir verið greitt hér í álfu, und-
anfarnar vikur, verður að telja þá rakalausu
staðhæfingu, sem amerísk blöð hafa flutt,
þar sem norsku þjóðinni eru borin á brýn
landráð, eða drottinsvik; er ]>ví þar haldið
ósleitilega fram, að Þjóðverjar hefði aldrei
náð fótfestu í Noregi ef eigi hefði verið fyr-
ir þá sök, að hópar norskra manna hefði
verið liliðhollir Þjóðverjum og innrás þeirra
í landið; ef ásakanir þessar hefði stuðst \uð
rök, myndi eg persónulega hafa litið svo á,
að þjóð, sem þannig væri ástatt með, ætti sér
í rauninni ekki viðreisnarvon, og verðskuld-
aði hvorki samúð né utan aðkomandi hjálp.
En nii vill svo til, að hér er einungis um
villandi sakargiftir að ræða, og þessvegna
horfir málið alt öðruvísi við; sagan um
Trójuhestinn, eða hina svonefndu “fimtu
fylkingu,” á ekki nema að örlitlu leyti við
norsku þjóðina. Og víst er um það, að
flokkur Quislings majórs varð aldrei mann-
margur; hitt var vitað, að Noregur úði og
grúði a£ þýzkum spæjurum er ferðast höfðu
landshornanna á milli sem grímuklæddir
farandsalar eða skemtiferðamenn; ekkert af
þessu fær nokkru sinni réttlætt þá ásök-
un, að norska þjóðin hafi sek gerst um drott-
insvik, eða brugðist drengskaparskyldum
sínum.
Sakargiftanna um brot á þegnhollustu
norsku þjóðarinnar, er ekki langt að leita;
þær áttu rót sína að rekja til þess, að um
þær mundir, er Þjóðver.jar með sviksamleg-
um hætti réðust inn á Noreg, var staddur
í Oslo amerískur blaðamaður, Leland Stowe
að nafni á vegum blaðsins Ohicago Daily
News. Eftir fjögurra daga dvöl í Oslo, lán-
aðist honum að smokra sér inn yfir landa-
mærin til Svíþjóðar, og þaðan símaði hann
svo drottinsvikasöguna til margra amerískra
blaða, er feitletruðu tíðindin og fluttu þau
út um land alt; var þar áherzla á það lögð,
að Norðmenn hefðu orðið undir í viðureign-
inni við Þjóðverja vegna stórhópa norskra
landráðamanna er greitt hefði innrásinni veg.
Ef taka ætti Leland Stowe trúanlegan, yrði
það naumast á annan veg skilið en svo, að
norska þjóðin væri fáránlega illa upplýst, og
léti sér í léttu rúmi liggja hver yrði örlög
landsins; þeir, sem til þekkja vita, að hér
var um örgustu blekking að ræða, vósam-
boðna að öllu drenglyndi Norðmanna og við-
urkendum þjóðarmetnaði þeirra. Og hvernig
gat Leland Stowe, maður, sem allsendis var
ókunnur norskum þjóðháttum, skildi ekki eitt
einasta orð í tungunni, og þaðan af síður
bar nokkurt skynbragð á sálfræði þjóðar-
innar, kveðið upp sinn stóradóm, og jafn-
framt stært sig af })ví, að hafa aldrei áður
símað út um heim jafn mikilvæg tíÖindi?
Mjög stinga í stúf við staðhæfingar
Lelands Stowe, ummæli Harolds Callender
í New York Times, er lúta að hernámi hinna
norrænu þjóða; en þau eru á þessa leið:
“Langstærsta yfirsjón Norðurlanda-
þjóðanna var fólgin í því, að þær efuðust
ekki um, að þær byggi á meðal þjóða, er að
minsta kosti sta*ði þeim jafnfætis í menning-
arlegum skilningi.”
Prófessor
Watson Kirkconnell
Hinn árvakri útvörður ís-
Ienzkra menningarverðmæta í
Vesturvegi, prófessor Watson
Kirkconnell, er á förum héðan
úr borginni, að likindum fyrir
fult og alt; hann hefir gegnt
prófessorsembætti við Wesley
(lollege, og nú síðast við United
College i 20 ár; nemendur hans
af islenzkum stofni skifta
hundruðum, og þeir munu und-
antekningarlaust ljúka upp ein-
um munni um það, að hjá hon-
um fari saman frábærir kenslu-
hæfileikar og mannkostir; þeir
munu lengi búa að giftusamleg-
um áhrifum hans, og minnast
hans jafnan með virðingu og
þakkarhug; fyrir margháttuð af-
skifti hans af islenzkum bók-
inentum austan hafs og vestan,
stendur íslenzka þjóðin við pró-
fessor Kirkconnell í djúpri þakk-
arskuld; hann hefir um langt
áraskeið, verið vakinn og sofinn
í því, að útbreiða þekkingu á
sérkennum íslenzkrar þjóðmenn-
ingar vitt um þetta mikla megin-
land, og hafa ljóðaþýðingar hans,
ásamt ritgerðum bókfræðiiegs
efnis, aflað honum slíks aðals-
manns orðstirs, er seint mun
fyrnast yfir-
Með haustinu tekst prófessor
Kirkconnell á hendur embætti
við McMaster háskólann i Hamil-
ton, sem yfirprófessor hinnar
ensku fræðideildar við þessa
þjóðkunnu mentastofnun; ís-
lenzkir vinir hans á vesturslóð-
um kveðja hann með söknuði,
þó þeir á hinn bóginn fagni ein-
huga yfir víkkuðum verkahring
hans, þar sem ný sund opnast
til frekari átaka, og — “meira
að starfa guðs um geim.”
Kynningarátarf
PfíóF. RlCHAfíDS BECK
Richard Beck, prófessor í
Norðurlandamálum við háskól-
ann í Norður Dakota, hefir í
vetur ritað fjölda greina um ís-
land og íslenzkar bókmentir í
ýms blöð og timarit í Banda-
rikjunum. Eru afköst hans i
þessu efni ótrúlega mikil, þar
sem greinar þessar eru ritaðar í
hjáverkum, og kenslustarfið við
háskólann krefst mikils tíma og
undirbúnings. En prófessor Beck
er fyrir löngu búinn að sýna, að
hann er einhver mesti vinnuvik-
ingur þeirra íslenzkra fræði-
manna, sem við erlendar
fræðslustofnanir starfa. Hér
skulu nefndar nokkrar þessara
nýjustu ritgerða Richards Beck.
í desemberhefti tímaritsins
The American Scandinavian Re-
view 1939 ritar hann grein um
skáldið Einar Benediktsson und-
ir fyrirsögninni The Dean of
Icelandic Poets og lýsir þar stutt-
lega skáldskap hans og áhrifum
á islenzkar bókmentir og menn-
ingu. Um Einar ritar hann
einnig 29. desember 1939 í blaðið
Grand Forks Skandinav (“Ice-
Jand’s Poet Laureate”) og í
Decorah-Posten í Decorah, Iowa-
riki, aðra, sem hann nefnir Sam-
tidens islandske Digterkonge, en
Decorah-Posten er útbreiddasta
blað Norðmanna vestan hafs, og
talið að hafa milli 30 og 40 þús-
und áskrifendur; þá hefir Beck
ritað forustugrein í síðasta jóla-
hefti timaritsins Sanger-Hilsen,
málgagns norskra söngmanna í
Bandarikjunum og Canada.
Greinin, sem er rituð á ensku,
hefir yfirskriftina “Skaldeguden
skanked evne mig at sjunge,”
sem er hending úr Örnólfsdrápu
Ibsens í “Víkingunum á Háloga-
landi.” Greinin fjallar meðal
annars um þetta skáldverk Ib-
sens og áhrifin á hann frá is-
lenzkum sögum og skáldum,
fyrst og fremst frá Agli Skalla-
grimssyni, sem er Ibsen að
nokkru fyrirmynd örnólfs, og i
sambandi við þetta ræðir höf.
um bragsmiðanna og söngsins
mátt og kyngi á Norðurlöndum
alt frá Agli og til Björnsons lof-
gerðar um sönginn, sem “verm-
ir, hann lyftir í ljóma lýðanna
kvíðandi þraut.” I síðasta jóla-
númeri eins blaða Dana í Vest-
urheimi, sem kemur út í Cedar
Falls, Iowa, Dannevirke, birtist
saga Einars Kvaran, Góð boð, í
þýðingu Richards Beck, og í sið-
asta árgang eins kunnasta tíma-
rits Dana vestra, Julegranen,
sem komið hefir út samfleytt i
43 ár, ritar hann grein um ljóð-
og sálmaskáldið Matthías Joch-
umsson. Greinin er prýdd mynd-
um frá Akureyri og af skáldinu.
Loks ritar dr. Beck allítarlega
grein um Gunnar Gunnarsson og
skáldskap hans í timaritið
Friend, sem kemur út i Minne-
apolis, Minnesota. Grein þessi
sem er í desember-hefti ritsins
og hefir að undir-fyrirsögn An
Icelandic Master of the Novel
(íslenzkur meistari í skáldsagna-
gerð), er skýrt og ljóst yfirlit
um ritstörf Gunnars Gunnarsson-
ar, efni helztu skáldsagna hans
og einkenni hans sem rithöfund-
ar. Sv. S.
—Eimreiðin.
“Sœluvika”
V atnabygðanna
Það mun vera venja i Skaga-
firði á íslandi, að haldin er á
vori hverju svonefnd sæluvika.
Þá streymir fólkið tugum og
hundruðum saman á einn stað.
Þar fara fram í heila viku ýmis-
konar samkomur til uppbygging-
ar, fróðleiks og skemtunar. Það
er messað, sungið og talað, leikn-
ir sjónleikir og dansað. Fólkið
varpar frá sér áhyggjunum og
hættir allri veraldarívasan til
þess að auðga anda sinn við
mentabrunna og gleðilindir sælu-
vikunnar.
Þegar Guðmundur góði mess-
aði forðum í Svarfaðardalnum,
sáu menn fugl einn svifa vfir
höfði hans fyrir altarinu. En,
menn vissu eigi, hvað fugla það
var, því að menn voru óvanir að
sjá heilagan anda. Við hérna
í Vatnabygðunum ættum yfirleitt
ekki að vera óvanir að sjá heil-
agan anda, en við erum þvi ó-
vanir, að andans auðæfum sé
helt yfir okkur dag eftir dag og
kvöld eftir kvöld, svo að aldrei
verði hlé á. Er því ekki nema
von, að okkur fari fyrst í stað
likt og karlinum sem voru boðn-
ir fjórir kaffibollar í rykk. Hon-
um varð að orði: “Eg held það
væri betra að hafa það minna
og jafnara.” Það setti marga
hljóða, er það fréttist, að hér
mundi verða samtímis fjölment
kirkjuþing og samkomur frægs
karlakórs. En karlinn vildi
heldur drekka alla bollana i
einni lotu, heldur en að missa
nokkurn þeirra. Við viljum
heldur fá eina fimm eða sex
fyrirlestra, þrjár messur, þrjár
söngsamkomur og svo svo marga
umræðufundi á fimm daga
timabili, heldur en að sleppa
nokkru, sem getur flutt hress-
andi strauma inn í hinar stóru
en afskektu Vatnabygðir.. Allir
fslendingar frá Dafoe til Foam
Lake, munu nú taka höndum
saman um að fara að dæmi Skag-
firðinga og efna til sæluviku,
sem beri nafn með rentu.
Eitt þurfa allir að hafa i
huga: Bæði kirkjuþingið og
heimsókn karlakórsins frá Norð-
ur Dakota eru mál, sem varða
alla bygðarinenn, hverjir sein
þeir eru og hvar í flokki sem
þeir standa. Auk venjulegra um-
ræðufunda verða í sambandi við
þingið fyrirlestrar og erindi,
flutt af ræðumönnum, sem bú-
ast má við miklu af. Á einni
aðal-samkomu þingsins talar til
dæmis kona, sem tvímælalaust er
með ágætustu ritsnillingum ís-
lenzkuj þjóðarinnar, sakir fagurs
máls og framsetningar, auk þess
sem hún ávalt sýnir skarpan
skilning á mannlegri skapgerð
og sálarlífi. Eg á þarna við
Guðrúnu Finnsdóttur skáld
(Mrs. Gísli Johnson) frá Winni-
peg. Heimsókn hennar ein út
af fyrir sig er merkisatburður
fvrir bygðina.
Þessi samkoma, sem haldin
verður á laugardagskvöldið 29.
júni, verður undir umsjón
kvennasambandsins, en forseti
þess er Mrs. Dr. Björnsson frá
Árborg, sem fyrir löngu er kunn
orðin af framkvæmdum sinum.
Hún mun á þessari samkomu
segja frá austurför sinni til
Boston og kvennaþingi þvi, er
hún tók þátt í þar. — Samkom-
an er haldin til ágóða fyrir
barnaheimilið að Hnausum, sem
kvennasambandið stend u r
straum af, í samvinnu við
kirkjufélagið.
Um söngflokkinn þarf ekki að
fjölyrða. Frammistaða hans
við hátíðahöldin í Bismarck er
alkunn, söngstjórinn Ragnar H.
Ragnar er nú orðinn “þektur
bæði heima og hér,” sem einn
hinn snjallasti listamaður í
sinni grein og auk þess raminur
íslendingur af beztu tegund.
Ferðalag kórsins er öllu öðru
fremur þjóðræknismál. Sérstök
nefnd manna víðsvegar úr bygð-
unum sér uin samkomurnar, og
framkvæmdarnefnd þjóðræknis-
deildarinnar ljær fyrirtækinu
stuðning sinn. Mjög náin sam-
vinna verður með þessum að-
ilum og þeim, sem vinna að
kirkjuþinginu, til þess að sam-
komur þess og kórsins komi ekki
í bága hverjar við aðra. Karla-
órinn syngur fyrst í Wynvard,
daginn áður en kirkjuþingið
hefst. Kvöldið eftir syngui* hann
í Mozart, en það kveld verður
fyrirlestur fluttur í Wynyard. Á
laugardagskvöldið syngur kórinn
í austurhluta bygðarinnar, , en
samkoma kvennasambandsins í
Wynyard. Mun ekki vera von-
laust um, að einhverjir af Dakota
söngmönnunum skemti líka á
þeirri samkomu, án *þess að
dregið verði nokkuð af þeim í
Leslie. Á sunnudaginn eru
messur, fundir og fyrirlestrar og
þá verða menn orðnir svo vanir
því að taka þátt í sæluvikunni,
að þeir tolla ekki heima fvr en
alt er búið. Á mánudagsmorgun
verður siðasti þingfundur.—
Eg vil láta þá ósk og von í
ljósi, fyrir eigin hönd og margra
annara, að íslendingum í Vatna-
bygðum takist að gera sæluvik-
una svo ánægjulega, að hún verði
flMHERST
m
[l
I