Lögberg - 20.06.1940, Qupperneq 8
«
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 20. JÚNl 1940
Bezti Svala-
drykkurinn
2-glasa
flösku
Úr borg og bygð
MA TREIÐSLUBÓK
Kvepfélaga Fyrsta lúterska safn-
aðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723
Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld-
sted, 525 Dominion St. Verð:
$1.00. Burðargjald 5c.
-f -f -f
Dr. Tweed verður í Árborg á
fimtudaginn þann 27. þ. m.
-f -f -f
Dr. A. B. Ingimundson verð-
ur staddur í Riverton þann 25.
þessa mánaðar.
-f -f -f
Mr. .1. H. Norman frá Hensel,
N. Dak., komu til borgarinnar á
mánudaginn og dvaldi hér fram
um miðja vikuna.
-f -f -f
Ákveðið hefir verið að guðs-
þjónustur falli niður í Fyrstu lút.
kirkju frá fyrsta júlí ti! 11.
ágúst. Þá hefjast aftur guðs-
þjónustur á islenzku að kvöld-
inu.
-f -f -f
Á skrifstofu Lögbergs er
geymt íslandsbréf með eftir-
greindri áritan: To Maryand
Valdis, daughters of Mrs. Inga
Valdasen, Winnipeg, Canada.
Bréfið er frá frú Steinunni
Stefánsdóttur i Skálholti í Bisk-
upstungum.
•f -f -f
Þann 11. þ. m. lézt að heim-
ili sínu i grend við Otto pósthús
hér i fylkinu, Guðmundur bóndi
Thorleifsson 82 ára að aldri;
hann var jarðsunginn þann 13
þ. m. í Ottografreit af séra Valdi-
mar .1. Eylands.
-f -f -f
Ungmenni fermd í Víðissöfn-
uði sunnudaginn 16. júní:
Sesselja Grace Eyjólfsson
Jóhanna Guðbjörg Kristjánson
Emily Magnússon
Jakobína Guðrún Benderson
Sigfús Franklvn Pétursson
Torfi Sigurðsson.
-f -f -f
You can possibly afford to
lose vour car in an accident, but
you cannot afford to be sued for
injury or death to a person
caused by your car. Liability
insurance protects you against
this.
In addition to insurance of all
kinds we arrange the finance of
automobiles being purchased.
J. J. SWANSON & CO„ LTD.
308 Avenue Bldg.
-f -f -f
Þann 12. þ. m. lézt hér í borg-
inni frú Jórunn Kristolina Hall-
dórsson, ekkja H. K. Halldórs-
sonar, mikilhæf kona og vel
metin; hún var fædd á íslandi
1864, en fluttist hingað til lands
1883. Eftirgreind börn lifa móð-
ur sína: Wilhelm, Laura, Mrs.
Ward Shaver, Halldór, Franklin
og Annabella, öli í Winnipeg, og
Mrs. Harry VVhite í Vancouver.
Bræður hinnar látnu, búsettir í
Winnipeg, eru þeir William,
Kristján, Magnús og Alex. —
Útför frú Jórunnar fór fram frá
Fyrstu lútersku kirkju á föstu-
daginn þann 14. þ. m. Séra
Valdimar J. Evlands jarðsöng.
MIRACLE YEAST
Bakar brauð á 5 tímum.
Borðið það heilsunnar vegna.
Gott ger fyrir bruggun.
Framleitt hjá
DYSON’S LTD.
WINNIPEG MANITOBA
Hinn 17. júní s.l. voru gefin
saman í hjónaband á prests-
heimilinu í Glenhoro, þau ungfrú
Alice Florence Joel og Sveinn
Sigurjón Sveinsson bæði frá
Baldur, Manitoba. Brúðurin er
dóttir Friðbjarnar Joel og konu
hans Guðnýjar Antoníusdóttur,
sem búa skamt frá Baldur, en
brúðguminn er sonur Jóns
Sveinssonar og konu hans Sig-
urveigar Jóhannsdóttur, sein
heimili eiga í Baldur. F.ftir
brúðkaupsför til Winnipeg og
annara staða í Manitoba, verður
framtíðarheimili ungu hjónann:-
í Baldur, þar sem brúðguminn
vinnur á járn- og trésmíðaverk-
stæði í íélagi með föður sínutn.
Séra Egill H. P'áfnis framkvæmdi
hjónavígsluna.
-f -f -f
Hjónavígslur framkvæmdar af
séra H. Sigmar í fyrri hluta júní
mánaðar:
Joyce M. Oihus og William
Baldwin, á heimili foreldra
brúðarinnar í Nash, N. IX, á
laugardaginn 8. júní.
Thóra G. Björnson og Kristján
Dinus Dinusson, á heimili for-
eldra brúðarinnar, Mr. og Mrs.
S. T. Björnson, Hensel, N.D.,
þriðjudaginn 11. júní.
Sigurjóna H. Johnson og
Barnie Matthiasson á heimili
móður brúðarinnar, Mrs. John-
son í Edinburg, N.D., laugardag-
inn 15. júní.
Kristbjörg Ethe! Rristjánson
og Harold Steingrimur Sigmar,
í Víkurkirkju, Mountain, N.D., á
laugardaginn 15. júní.
-f -f -f
Þann 11. þ. m. voru þau
George Guðni Thompson og Guð-
mundína Jóhanna Guðjónsson
gefin saman í hjónaband á heim-
ili brúðarinnar nálægt Mozart,
Sask. Séra Carl .1. Olson em-
bættaði. Foreldrar brúðarinnar
eru þau Gisli Guðjónsson og
kona hans Guðbjörg Hólmfriður
Sigurðardóttir. Foreldrar brúð-
gumans eru búsett að Svold,
N. IX, og heita Kristján Thomp-
son og Rebecca Benson Thomp-
son. — Framtíðarheimili brúð-
hjónanna verður að Cavalier,
N. D. Fjöldi af ættmönnum og
vinum óskar þeim allrar ham-
ingju og blessunar. Brúðhjónin
voru sem dagurinn og hann var
sólríkur og indæll.
-f -f -f
Eins og auglýst er á öðruin
stað í þessu blaði ætlar Karlakór
íslendinga í Norður-Dakota, að
takast all-langa ferð á hendur
síðustu dagana af júnímánuði,
og syngja undir leiðsögn Ragnars
H. Ragnar, söngstjóra, í Wyn-
yard, Sask., 27. júní, i Mozart,
Sask. 28. júní, og í Leslie, Sask.
29. júní. Og eiga allar þessar
samkomur að byrja kl. 8.30 að
kveldinu.
Söngsveitin hér syðra er ekki
að ráðgjöra þessa ferð til fjár
eða frama, heldur er það miklu
fremur í vinsemdar erindum,
sem ferðin er fyrirhuguð. Marg-
ir hér í Norður Dakota bygðun-
um, og þá Iíka ýmsir í karla-
kórnum, eiga náin skyldmenni
og kæra vini í Vatnabygðunum
i Saskatchewan. Og er þeim
það nú óblandið ánægjuefni, að
stefna á fund frnda og vina þar
vestra, sein hafa boðið þá svo
einlæglega velkomna til sín. Er
það mjög einlæg Iöngun karla-
kórsins, að ferðin geti orðið þeim
öllum, sem hlut eiga að máli til
mikillar ánægju, og megi eiga
sinn þátt í þvi, að treysta vin-
áttuböndin milli bygðanna þar
vestra og suður hér. x.
A Speclal Message to
Canadian Housewives
Your house cleaning can now be made a pleasure by
using our modern up-to-date cleaning brushes, polishes,
moth-preventatives, cleaning powder, etc.
Over 69 different articles designed purpoi3ely to take
the drudgery out of your houáe work. All goods fully guar-
anteed.
WEAR EVER BRUSH COMPANY
622 Mclntyre Blk., Winnipeg. Phone 94 885
Offices in all leading cities. .
Represented by Mrs. Ása Jónasson
Mr. W. J. Arason, Valdi son-
ur hans og Björn Johnson frá
Gimli, voru staddir í borginni á
föstudaginn var.
f f f
Á laugardaginn 15. júní voru
þau Sigurður Oscar Gíslason frá
Havland P.O. og Guðrún (Rúna)
Johnson frá Vogar, gefin saman
í hjónaband að 776 Victor St.
Séra Valdimar J. Eylands gifti.
f f f
Vígð voru til hjónabands í
Fyrstu lútersku kirkju á laugar-
dagskvöldið þann 15. júní, þau
Duncan Douglas Forrester og
Thelma Eileen Nicholson. Brúð-
urin er dóttir Mrs. Bertha David-
son Nicholson að 557 Agnes St.
Framtíðarheimili ungu hjónanna
verður í Vancouver, B.C. Séra
Valdimár J. Eylands fram-
kvæmdi hjónavígsluathöfnina.
, f f f
IiRlSTlN BENSON
In loving memory of our
darling mother who passed away
June 12th, 1935:
Sunshine passes shadows fall
Loves remembrance outlasts all,
And though the years be many
or few
They are filled with remembrance
of your, inother dear.
—Jean Powell.
f f f
VEITIÐ ATHYGLI !
Á öðrum stað hér í blaðinu
birtist auglýsing frá Wear Ever
Brush félaginu, sem orðlagt er
frá hafi til hafs fyrir vamlaðar
vörur’. Félag þetta selur gólf-
bursta, ryksugur, og margt ann-
að, sem að því lýtur að halda
einkaheimilum og fjölbýlishús-
um hreinum og fáguðum. ís-
lenzk kona, vinsæl og velmetin,
frú Ása Jónasson, 215 Kensing-
ton Street, St. James. starfar í
þjónustu þessa umrædda félags,
og sýnir vörur þess, og hvernig
þeim skal beitt, þannig, að sem
beztu haldi megi koma. Mrs.
Jónasson sýnir Wear Ever
áhöldin á heimilum. og væri þá
gott, að sem flestar konur slái
sér saman um að verða sýning-
anna aðnótandi og það á sem
allra flestum heimilum; þar sem
sýningar eru haldnar, fær hús-
móðirin eitt þeirra áhalda, sem
sýnt er, að gjöf. Kirkjur og
klúbbar geta einnig fært sér
þetta i nyt, og kemur það sér
vel fyrir stofnanir, sem þurfa að
afla sér peninga, því álitleg upp-
hæð af því, sem með þeim hætti
selst, rennur i sjóð þeirra.
Wear Ever Brush Company
hefir skrifstofu að 622 Mclntyre,
Winnipeg. Sími 94 885.
f f f
Mannúðarálarfsemi
Kvenfélag Fyrsta lút. safn. í
Winnipeg hefir tekið að sér að
vinna eftir mætti fyrir Red Cross
félagið í næstu tvo mánuði, júlí
og ágúst. Er vinnan í því inni-
falin að sauma og prjóna ýmis-
konar fatnað, sem herinn þart
á að halda. Kvenfélagið hefir
fengið lofun fyrir húsnæði í
Jóns Bjarnasonar skóla og er
Æflast til að vinnan fari aðallega
þar fram. Einnig hefir það
fengið lofun fyrir þremur sauma-
vélum til afnota þessa tvo mán-
uði. Red Cross leggur til efnið,
en kvenfélagið ætlar að Ieggja
fram eins mikla vinnu eins og
það getur í þessa tvo mánuði.
Margar konur hafa nú þegar
boðist til að taka þátt í þessu
verki, en þær sem ekki hafa enn
gert það, en kvnnu að eiga þess
kost að hjálpa eitthvað til, hvort
sem þær tilheyra kvenfélaginu
eða ekki, eru vinsamlega beðnar
að gefa sig fram við undirritaða
við fyrstu hentugleika. Hér er
um mikið nauðsynjaverk að
ræða og allar íslenzkar konur,
sem hér eiga heima, eru vafa-
laust viljugar að leggja fram þá
hjálp sem þær eiga kost á, hver
um sig.
Mrs. Finnur Johnson,
14 Thelmo Mansions,
Burnell at Ellce.
Sími 73 424.
Þann 22. maí síðastliðinn, lézt
af lungnabólgu á hermanna-
spítala í Toronto, Lance-Corporal
Clifford MacDonald Anderson,
meðlimur Royal Canadian En-
gineers, maður á 34. aldursári;
hann var fæddur í Winnipeg,
elztur sonur Árna heitins Ander-
sonar lögfræðing, og frú Annie
Anderson. Clifford fór suður í
Bandaríki árið 1928, og réðst þar
í þjónustu United States Gypsum
Company í Chicago. Árið 1930
kvæntist hann Miss Guðvaldinu
(Ena) S. Neilson, dóttur þeirra
Mr. og Mrs. Carl G. Neilson í
Winnipeg. Árið eftir fór Clif-
ford til Toronto og vann þar í
þágu sama félags, er gekk undir
nafninu Canadian Cypsum Com-
pany of Canada; ferðaðist hanní
erindum félagsins um Strand-
fylkin og Muskoka Lake hérað-
ið fram á árið 1938. í stríðs-
byrjun innritaðist hann í herinn
eins og þegar var getið.
Clifford var meðlimur Mary-
land Methodista kirkjunnar í
-Winnipeg meðan hann átti hér
heima, og hafði faðir hans gegnt
þar forstöðu sunnudagsskóla
safnaðarins í seytján ár; en er
til Toronto kom, gerðist Clifford
þegar meðlimur York biblíu-
flokksins.
Auk ekkju sinnar lætur Clif-
ford eftir sig son, Carl Arthur
að nafni, og þrjár systur, Alice
í Toronto, Mrs. L. Taylor í
Morris, Man., og Mrs. William
Flatt í Trenton, Ont., ásamt ein-
um bróður, Ralph.
útför Cliffords fór fram að
hermanna sið í Toronto þann
24. maí; tóku um hundrað og
fimtíu herdeildarbræður hans
þátt í kveðjuathöfninni, ásamt
miklum fjölda annara vina. Jarð-
sett var i Prospect Military
Cemetary í Toronto.
Clifford var maður vinsæll
eins og hann átti kyn til, og‘
ljúfmenni hið mesta; er þungur
harmur kveðinn að ekkju, syni
og öðrum ástmennum við
skyndilega burtköllun hans.
Dánarfregn
Þriðja dag júní mánaðar and-
aðist af slysi á þjóðveginum
milli Hnausa og Riverton, Man.,
Axel William Hokanson, bóndi
frá Howardville, norðanvert við
Riverton. Hann var fæddur í
Lutson, Minnesota, 24. júlí 1910,
en fluttist barn að aldri með
foreldrum sínum til Riverton-
umhverfis og ólst þar upp. For-
eldrar hans eru hjónin Mr. og
Mrs. Carl Hokanson af sænsk-
amerískum ættum, mannvænleg
og ágæt hjón. Systkini hins látna
eru: Carl Július, bóndi við
Howardville, kv. Evelvn Mc-
Lennan; Anna Marie, gift Mr.
Benedikt B. Johnson, Howard-
ville; Clara Helen, gift Mr. Guðm.
Martin, Hnausa, Man. og Agnes
Christine, kona Stefáns Thor-
arinson, við Riverton. — Þann
12. apríl 1933, giftist Axel Clöru
Ingibjörgu, dóttur Mr. og Mrs.
Jón Thordarson, Hnausa, Man.
Þrjú börn i bernsku eru eftir-
skilin ásamt ungri konu er harm-
ar ágætan eiginmann og öldruð-
um foreldruin er mist hafa að-
stoð sína, og systkinum, er
harma hjartfólginn bróður — og
samferðamönnum, er sakna
djarfs og skyldurækins manns, er
með hjálpfýsi og bróðurhug á-
vann sér tiltrú og hlýhug þeirra
er honum kyntust. Útförin fór
frain frá kirkju Bræðrasafnaðar
í Riverton 5. júní, að mörgu
fólki viðstöddu.
Sigurður ólafsson.
PETERS0N BROS.
verzla með
ís og Við
Box 46
GIMLI, MAN.
Jón Sigurðson Chapter, I.O.
D.E. hélt samsæti að heiinili Mrs.
B. .1. Brandson (Hon. Regent)
214 Waverley St„ á mánudaginn
17. júní. Gestir félagsins voru
íramkvæmdarnefnd Municipal
Chapter I.O.D.E. og Provincial
Chapter I.O.D.E.
♦ -f -f
Frá því var nýlega skýrt hér
í blaðinu, að Selkirk söfnuður
hefði á fjölsóttum safnaðarfundi
kvatt séra Sigurð Ólafsson til
prestsþjónustu; nú er vitað. að
hann hefir tekið kölluninni, og
flytur því til Selkirk og tekur
þar við embætti áður en langt
um líður.
-f -f -f
FERMING / BLAINE
Þessi ungmenni staðfestu
skirnarheit sitt við mjög fjöl-
menna guðsþjónustu í lútersku
kirkjunni að Blaine, Wash. á
hvítasunnudaginn 12. maí:
Eleanor Olson
LiIIian Sigríður Westford
Swain Westford.
Einniig var færð Drotni í heilagri
skírn Jeanene Sandra, dóttir
þeirra ungu hjóna Mr. og Mrs.
Edwin G. Laine frá Seattle. Móð-
irin er íslenzk. 47 manns gengu
til altaris. þar á meðal margt
ungt fólk. — Nýr söngflokkur
var myndaður fyrir þessa há-
tíðlegu messugjörð, hann saman-
stóð aðeins af ungu fólki undir
leiðslu Mrs. Erlingur ólafson.
Alt þetta indæla fólk í Blaine,
bæði ungt oig gamalt, á því sér-
stakar þakkir skilið fyrir sína
hluttekningu og samtök í því að
gjöra hvítasunnuhátíðina að
dýrðlegri stund í lútersku kirkj-
unni okkar í Blaine.
Guðm. P. Johnson.
-f -f -f
Sunnudagsmorguninn 9. júní
kl. 1 f. h. andaðist að heimili
fósturdóttur sinnar, Mrs. önnu
Garryson, í Blaine. Wash., hin
háaldraða og vel látna hefðarfrú
Kristín Jónsdóttir Magnússonar
frá Tindum í Geiradal; móðir
hennar var Karitas Níelsdóttir
frá Kleifum í Gilsfirði, systir
séra Sveins Níelssonar á Staðar-
stað og Daða hins fróða, sagn-
fræðings. Frú Kristín var fædd
17. september 1849, hún var
ekkja eftir herra Einar Magnús-
son Westford, sem dó árið 1911.
og var um mörg ár álitinn einn
hinn mesti búsýslumaður bæði í
Garðarbygð i N. D. og Mouse
River. Eftirlifandi synir þeirra
hjóna eru þeir Sveinn og Jakob
báðir búandi menn hér á strönd-
inni. Mrs. Westford var jarð-
sungin frá lútersku kirkjunni í
Blaine Þriðjudaginn 11. júní að
viðstöddu mörgu fólki; hennar
mun síðar verða getið í íslenzku
vikublöðunum. Séra Guðm. P.
Johnson talaði yfir likbörum
hinnar látnu og jós hana moldu.
Messuboð
FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA
Séra Guttormur Guttormsson
frá Minneota, Minn., prédikar við
árdegismessuna á sunnudaginn
kemur 23. júní. Guðsþjónusta
fer einnig frain að kvöldinu eins
og venjulega.
-f -f -f
Áætlaðar messur, sunnudaginn
30. júní—Árborg, kl. 11 árd.,
ensk guðsþjónusta, Young Peo-
ples Service; Geysis kirkja, kl.
8.30 siðdegis.
S. ólafsson.
-f -f -f
VATNABYGÐIR
Sunnudaginn 23. júni:
Kl. 11 f. h„ messa i Grandy;
kl. 2 e. h„ íslenzk messa í Wyn-
yard. Fundur í þjóðræknisdeild-
inni eftir messu.
Jakob Jónsson.
-f -f -f
GIMLI PRESTAKALL
23. júní—Engar messur, vegna
kirkjuþings.
30. júní — Betel, morgunmessa,
Árnes, messa kl. 2 e. h.; Gimli,
íslenzk messa kl. 7 e. h.
Enginn sunnudagsskóli á Gimli
yfir sumarmánuðina.
B. A. Bjarnason.
Minniát BETEL
*
1
erfðaskrám yðar
H. BJARNASON
TRANSFER
Annast greiClega um alt, sem a8 flutningum lýtur, smáum e8a
stórum. ver8. Hvergi sanngjarnara
Heimili 591 SHERBURN ST. Stmi 35 909
The Watch Shop
Diamonds - Watches - Jewelry
Agents for BULOVA Watches
Marriage Licenses Issued
THORLAKSON & BALDWIN
Watchmakers and Jewellers
699 SARGENT AVE., WPG.
----------
! Til þess að tryggja yður
skjóta afgreiðslu
SkuluO þér ávalt kalla upp
SARGENT
TAXI
FRED BUCKLE, Manager
I.ight Delivery Truck
PHONE
! 34 555 - 34 557
SARGENT and AGNES
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hJA
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTO.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
SONGFÖR TIL VA TNABYGÐA
Karlakór Islendinga í North Dakota
undir stjórn
RAGNARS H. RAGNAR
• HLJÓMLEIKAR •
verða á þessum stöðum:
Wynyard, Fimtudaginn 27. júní
Mozart, Föstudaginn 28. júní
Leslie, Laugardaginn 29. júní.
Við píanóið: Kathryn Arason
Samkomurnar hefjast kl. 8.30 e. h.