Lögberg - 27.06.1940, Blaðsíða 1
A'O ‘-1S atuojj íjr
uo*wnl?ci H -SJJV
PHONE 86 311
Seven Lines
Ate'
•á
d«reis an4
Cot- ^
Service
and
Satisfaction
,-Ate'
PHONE 86 311
Seven Lines „ -ifCI
c0<*
>rs atlí Ní^VV
^ For Better
Dry Cleaning
and Laundry
53. ARGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JúNí, 1940
NÚMER 20
Fjárhagsáætlun lögð fram
í Sambandsþingi
Síðastliðinn mánudag lagði
fjármálaráðherrann, Hon. J. L.
Ralston fram í sambandsþingi
ifjárhagsáætlun stjórnarinnar
fyrir nýlega byrjað fjárhagsár,
og flutti við það tækifæri langa
ræðu, er skvrði út í æsar hina
ýmsu útgjaldaliði; eins og al-
inenningur vænti og óhjákvæmi-
legt var vegna stríðssóknarinn-
ar, eru áætluð útgjöld stórum
hærri en áður hefir verið fram
á farið í þingsögu canadiskrar
þjóðar; er gert ráð fyrir, að út-
gjöldin nemi $1,148,000,000, en
tekjur áætlaðar $760,000,000;
áætlaður tekjuhalli nemur því
að minsta kosti $550,000,000, og
getur auðveldlega orðið nokkru
hærri; meðal nýrra tekjustofna
má nefna landvarnarskatt, 2 af
hundraði, sem dreginn skal af
kaupgaldi almennings. Ríla-
skattur hækkar geysilega, svo og
hinn almenni tekjuskattur; of-
gróðaskattur hækkar upp í 75 af
hundraði; þá hækka og að veru-
legum mun skattar á tóbaki,
vindlingum, vindlingapappír, við-
tækjum og viðtækjapörtum;
innflutningstollur, sem nemur
10 af hundraði, verður settur á
allar vörutegundir að þeim und-
anteknum, er forgöngutolurinn
brezki nær til.
Persónufrelsið er helgasta sér-
eign þjóðar hverrar, og því til
verndar getur engin þjóð of
mikið á sig lagt. Málstaður
hinnar canadisku þjóðar er slik-
ur, að hún horfir ekki i fórn-
irnar.
Frá íslandi
Atkvæðamikill
námsmaður
Sigtryggur F. Olafsson
látinn
Robert Ellis Brnndson
Timinn hefir aflað sér fregna
um bifreiðasamgöngur, sem
hafnar eru eða senn byrja á
langleiðum, er færar eru að sum-
arlagi. Á Suðurlandi eru bif-
reiðasamgöngur allar komnar í
svipað horf og venja er til að
sumrinu, nema hvað umferð er
enn bönnuð um Mosfellsdalsveg-
inn til Þingvalla. Lengst austur
eru áællunarferðir að Kirkju-
bæjarklaustri á Síðu einu sinni
i viku. Suður með sjó voru
hifreiðaferðir lengst af i allan
vetur, Yfir Bröttubrekku vestur
i Dali eru áætlunarferðir fyrir
nokkru hafnar að Ásgarði. Eru
þær ferðir bæði úr Borgarnesi
og úr Reykjavik fyrir Hvalfjörð.
Svínadalur, milli Hvammssveit-
ar og Saurbæjar, mun hins veg-
ar eigi hafa verið farinn enn
sem komið er. Á leiðinni til
Hólmavíkur er Steinadalsheiði
einnig ófær. Frá Borgarnesi eru
um það bil að hefjast bifreiða-
frðir til Stykkishólms um Kerl-
ingarskarð. Á leiðinni úr Stað-
arsveit til ólafsvíkur er Fróðár-
heiði ófær bifreiðum. Breiðdals-
heiði, milli önundarfjarðar og
Skutulsfjarðar, verður ófær í
margar vikur enn. Milli Norð-
urlands og Suðurlands eru sem
stendur áætlunarferðir bifreiða
Ivisvar í viku. Ekki komast bif-
reiðarnar þó lengra austur á
bóginn en að Bólstaðarhlíð, en
bifreiðar frá Sauðárkróki koina
upp að Vatnsskarði að austan
°g taka þar farþegana, er verða
að ganga í tvær eða þrjár
klukkustundir yfir fjallið, sem
ófært er ökutækjum. öxnadals-
heiði er ófær bifreiðum, og
verður það sennilega enn um
hinga hríð, ekki sízt þar sem nú
er kuldatíð norðan lands og
snjókoma annað veifið. Yfirleitt
er fönn á fjalllendi á Norður-
•audi í langmesta lagi. Þarf
^njög mikla hláku og langvinn
hlýindi áður en hinar helztu
leiðir opnast. Vaðlaheiði og
hljótsheiði eru eigi færar enn,
en þó er snjór þar þverrandi.
MiHi Akureyrar og Dalvíkur eru
fastar bílferðir og annars staðar
'nnan héraðs í Eyafirði. Um
heykjaheiði og Fjarðarheiði
'nun ekki hefjast bifreiðaum-
ferð fyr en á miðju sumri. Um
h agradal ganga bifreiðar milli
eyðarfjarðar og Fljótsdalshér-
a8s 0g hefir sú leið verið fær
lungum í vetur.
Kaupfélag Árnesinga hefir í
vetur látið reisa beinamjölsverk-
smiðju í Þorlákshöfn. Er verk-
smiðjan nýlega tekin til starfa.
Getur hún unnið úr 25,000 kg.
af beinum á sólarhring og fást
úr þeim um 5,000 kg. af beina-
mjöli. Er það mjög mikilsvert
fyrir útgerðina í Þorlákshöfn að
hal'a fengið verksmiðjuna, þar
sem ihún tryggir fullkomnari
hagnýtingu aflans en áður hefir
verið.
Þessi bráðefnilegi sveinn,
Robert Ellis Brandson, 17 ára
miðskólanemandi, er sonur Mr.
og Mrs. Einar Brandson, og
stundar nám í Fremont High
School i Los Angeles; er árleg-
ur nemendaf jöldi skólans yfir
3,600. Nú hefir Robert hlotið
fjögra, ára námsstyrk við School
of Journalism, University of
Southern California; hann er
talinn frába'rlega gáfaður ungl-
ingur, og ástundunarsamur að
sama skapi; jafnframt gefur
hann sig mjög við ýmiskonar
íþróttum, og gegnir forustustörf-
uin mörgum í félagslífi skóla-
bræðra sinna. Robert er bróður-
sonur Dr. B .J. Brandson í Win-
nipeg, en dóttursonur Mrs. Ellis
Frakkar hafa samið
Á fimtudaginn þann 20. þ. m.
lézt að heimili fóstursonar síns
Sigtrvggs Bjerring, hér í borg-
inni, sæmdar- og atorkumaður-
inn Sigtryggur Freeman Ólafs-
son á fjórða ári hins níunda
tugar, fæddur að Garði i Aðal-
Reykjadal þann 25. október
1856; dvaldi hann einkum á
Húsavík þar til vestur kom; en
hingað fluttist hann 1885. Sig-
trvggur rak um langt skeið eldi
viðarsölu hér i borg í félagi við
bróður sinn ólaf, sem lengi var
ráðsinaður á Betel, en nú er þar
vistmaður. Sigtryggur heitinn
var maður heilstevptur í lund-
arfari, og vildi eigi vamm sitt
vita í neinu; hann lætur eftir
sig ekkju, Sigurlaugu Jóhönnu
Indriðadóttur frá Kasthvammi i
Laxárdal, auk tveggja fóstur-
barna, Sigtryggs og Theodoru
Herget; einnig lifa hann tvö
systkini, ólafur á Betel og Sig-
ríður í Winnipeg.
útför Sigtryggs fór fram frá
Fyrstu lútersku kirkju á inánu-
daginn að viðstöddu iniklu fjöl-
menni. Séra Valdimar J. Ey-
lands jarðsöng og flutti við at-
höfnina fögur og hrífandi
kveðjumál.
um vopnahlé
við Þjóðverja og Itali
Kalt hefir verið i veðri undan-
farið, en heiðríkt og gott veður
að öðru leyti á Suðurlandi. Á
Norðurlandi hefir oft verið hríð-
arveður þessa viku og stundum
stórhrið sumsstaðar. í Eyjafirði
hefir verið hvítt niður í sjó og
talsverð fönn er i Siglufirði. Á
Melrakkasléttu hefir snjóað
nokkuð flesta hina síðustu daga,
og er snjólag, þegar dregur frá
sjó, en á láglendi hefir étið af
að deginum. Á Suðurlandi hef
ir verið nokkurt næturfrost nú
í vikunni, og jafnvel í lágsveit-
um í Árnessýslu hefir jörð
stirðnað tvær nætur.
-f
í lok aprílmánaðar var að
telja má sæmilegur afli á sum-
um veiðislóðum Austfirðinga.
Bátar frá Djúpavogi fengu ágæt-
an afla, þiljubátar 9—12 skip-
pund í róðri. Hreyfilbátar frá
Stöðvarfirði tvíhlóðu suma daga
um svipað leyti, og fengu þá
3—7 skippund í róðri. Horna-
fjarðarbátar fengu talsverðan
afla, er leið fram yfir miðjan
mánuðinn. Bátar frá Eskifirði
og Vattarnesi öfluðu dável und-
ir) mánaðarlokin. Nokkrir bátar
frá Vattarnesi sintu hákarlaveið-
um og höfðu veitt 20 hákarla í
lok mánaðarins. Hver hákarl
er talinn 140—180 króna virði.
Thorvaldson fyrrum að Mou’j
tain, N. Dak.
Þingráðstafanir
um atvinnuleysis
tryggingar
inn sátu 8 fulltrúar frá öllum
búnaðarfélögum í Vestur-Húna-
vatnssýslu og stjórnarinnar.
Samþykt var að veita félags-
mönnum styrk til framræzlu
ilands, samtals 500 krónur á
þessu ári, og að veita gróður-
húsinu á Reykjum í Miðfirði 300
krónu styrk, gegn því að það
hafi kálplöntur til sölu. Þá var
ákveðið að styrkja byggingar á
Tveir norskir bátar með flótta-
menn, er forðuðu sér, þegar
Þjóðverjar réðust inn í Noreg,
hafa komið hingað til lands.
Síðastliðinn þriðudag kom bát-
ur með 16 manns innanborðs til
Akureyrar. Voru það 10 karl-
menn, 3 konur og 3 börn, alt frá
Álasundi. Til Seyðisfjarðar kom
einnig i byrjun mánaðarins hát-
ur með flóttafólki frá Molde, alls
10 manns.
—Tíminn 18. maí.
geymsluhúsum fyrir kartöflur,
með alt að 25 krónum á hverja
byggingu, þó ekki yfir 400 krón-
ur samtals á árinu, og stjórn
heimilað að verja alt að 300
krónur til fiskiræktar á sam-
bandssvæðinu á yfirstandandi
ári. Loks var samþykt að veita
kvenfélagssambandi sýslunnar
175 kr. styrk. Auk þess, sem
hér er getið, samþvkti fundur-
inn nokkrar ályktanir um bún-
aðarmál. Eignir sambandsdeild-
arinnar um siðastliðin áramót
voru kr. 3,031.71 og áætlaðar
tekjur á þessu ári kr. 2.135.00.
Stjórn deildarinnar skipa Gisli
Eiríksson á Stað, Jakob H. Lín-
dal á Lækjarmóti og Steinbjörn
Jónsson á Syðri-Völlum.
Búnaðarsamband Húnavatds-
sýslu er í tveim deildum, vestur-
deild og austurdeild. Aðalfund-
ur vesturdeildarinnar var hald-
inn að Staðarbakka í Miðfirði
9. og 10. maí siðastliðinn. Fund-
Innflutningstolli á ísfiski til
Englands hefir verið aflétt, sam-
kvæmt fregnum, er borist hafa.
Hingað til hefir tollur þessi
numið alt að 10 af hundraði af
0
söluverði fisksins. Er því mikill
hagsbót að þessari ívilnun fyrir
íslendinga. óvísl er þó, hvort
þessi niðurfelling innflutnings
tollsins tekur einnig til hrað-
frystra fiskflaka, eða hvort ein-
vörðungu er um að ræða ísaðan
fisk.
♦
Dómsniálaráðherra sambands
stjórnarinnar, Ernest L^pointe,
lagði fram í þingi á mánudag-
inn tillögu til þingsályktunar, er
fram á það fór, að senda stjórn
Breta og þingi bænarskrá þess
efnis, að breyta þannig stjórn-
skipulögum landsins, British
North America Act, að sam-
bandsþingi veittist til þess vald-
svið, að innleiða lög um trygg-
ingar gegn, atvinnuteysi; lýsti
Eins og frá var skýrt í siðasta
blaði, hafði hinn nýi forsætis-
ráðherra Frakka, Petain mar-
skálkur, leitast fyrir um vopna-
hlé við Hitler, og jafnframt
gefið i skyn, að stjórn sin myndi
sömu erindum leita samninga
ð Mussolini eins fljótt og því
rði við komið; nú hefir þetta i
báðum tilfellum komið til fram-
kvæmda, og var þá samtímis á
iriðudaginn tilkvnt frá Róm,
Berlín og Bordeaux, að vígaferli
milli þessara þjóða væri á enda;
um friðarkosti, eða öllu heldur
einhliða afarkosti, er enn hvergi
nærri kunnugt, þó vitað sé, að
Þjóðverjar krefjist umráða yfir
iví nær hálfu Frakklandi, af-
vopnun hins franska herliðs,
mikilvægra itaka i frönskum
nýlendum, og allrar strandlengju
Frakklands; ennfremur var það
gert að skilvrði, að F'rakkar létu
af hendi við Þjóðverja franska
sjóflotann; alð öllum þessum
hörðu kostum gekk Petain
stjórnin skilyrðislaust, þó vafa-
samt þyki, að flotinn, sem verið
hefir undir sameiginlegri her-
stjórn við Breta, hlýði slíkri
ýippgjafar fyþirskipan; kröfur
Mussolinis á hendur Frökkum
munu engu mildari; er mælt, að
hann krefjist einnig allmikilla
andsvæða á Frakklandi, auk
Tunisíu og fleiri nýlendufláka;
jafnframt krefst hann marghátt-
aðra afstöðuhlunninda við Mið-
jarðarhaf.
Mr. Churchill flutti í brezka
þinginu á þriðjudaginn eina af
sínum snjöllustu ræðum um
uppgjöf Frakka og viðhorf
ráðherrann yfir því, að öll fylkin
hefðu nú fallist einhljóða á nyt-
semi slíkrar löggjafar. Uppá-
stunga þessi var samþykt í einu
hljóði í neðri deild, og þess
vænst, að öldungadeildin geri
henni sömu sk.il. Stjórnin
væntir þess, að hin fyrirhugaða
löggjöf um atvinnuleysistrygg
ingar nái fram að ganga á yfir-
standandi þingi.
Samkvæmt fregnum frá Seyð-
isfirði er töluverður fiskur þar
á miðum, en beituskortur. Gæftir
hafa verið slæmar. Fyrir hálf-
um mánuði öfluðu vélbátar þar
4—8 skippund í róðri. Hina
síðustu daga hafa ýmsir róið
með lélega beitu og fiskað litið.
— Jörð er tekin að gróa þar
eystra; hefir grænkað síðustu
daga. Heybirgðir manna í sveit-
um í grend við Seyðisfjörð eru
nægar.
-f
Um hvítasunnuna minntist
Leikfélag Þórsþafnar 25 ára af-
mælis síns með leiksýningu hér
á staðnum. Var sýnt leikrit það
“Varaskeifan,” er leikfélagið
sýndi hér i fyrsta sinn fyrir 25
árum. Undan leiksýningu var
afmælisins minst með nokkrum
stuttum ræðum. Leikfélagið
hefir starfað næstum óslitið öll
árin, síðan það hóf starfsemi
sina, og hafa félagsmenn þess
lagt mikið á sig til að halda
uppi leikstarfsemi í þorpinu
Hefir félagið haft sýningu
mörgum þektum leikritum. Má
þar á meðal nefna “Galdra
Loft,” sem það sýndi árið 1931
Veðrátta hefir verið mjög ó-
stöðug og slæm á Langanesi, alt
frá miðjum febrúar, og fé stöð
ugt á gjöf á beztu sjávarjörðum
Um sumarmálin gerði góðan
bata og auðnaðist í bygð. Aftur
striðsmálanna; kvað hann eng-
um blöðum um það að fletta, að
Frakkar hefði gengið á gerða
samninga við Breta; um það
hefði verið samið, að eitt skyldi
yfir báða ganga; að Frakkar
semdi ekki sérstakan frið án
vilja og vitundar stjórnarinnar
brezku; að því hefði verið ský-
laust heitið af hálfu hinnar
þingtmndnu og lögmætu frönsku
stjórnar, að franski flotinn félli
aldrei í hendur Þjóðverja; öll
þessi loforð hefði Petain-stjórn-
in rofið, og gengið í þess stað
að samningum við þá Hitler og
Mussolini, er að minsta kosti
eins og viðhorfði í svipinn, gerði
hið fornfræga, franska lýðveldi
að umkomutausu peðríki á
skákborði hinna grimmúðgustu
landránsmanna. Mr. Churchill
skoraði á franskar nýlendur, og
þjóðrækna franska menn, hvar
sem þeir væri niðurkomnir, að
hefjast þegar handa, og berjast
til þrautar fyrir endurreisn
Frakklands.
Franskur hershöfðingi, Charles
de Gaulle, sem staddur er í Lon-
don, hefir þegar beitt sér fyrir
um það, að koma á fót þar í
borginni franskri stjórn, er
staðráðin verði i þvi, að berjast
á hlið Breta þar til yfir ljúki,
og veldi þeirra Hitlers og Musso-
lini molað til agna. Sagt er, að
þrir fyrverandi forsætisráðherr-
ar Frakka, Herriot, Blum og
Paul Boncour, sé nýkomnir til
London til aðstoðar nýrri stjórn-
armyndun, og víst talið, að
Reynaud sigli í kjölfar þeirra
einhvern hinna næstu daga.
komu kuldar og hríðar 8. þ. m.
og siðan hefir verið frost á
hverri nóttu og enn var alveg
gróðurlaust um miðjan mai, og
víða gefið mikið af töðu og síld-
armjöli.
Hinn 17. mai, á þóðhátiðar-
degi Norðmanna, gengust Nor-
ræna félagið og Normandslaget,
Norðmannafélagið hér, fyrir
fjársöfnun handa norska flótta-
fólkinu, sem hér er. Fór fjár-
söfnun þessi fram i Reykjavík,
Hafnarfirði og á Akureyri. Á
Ákureyri voru tvær skemtisam-
komur haldnar og boðið þangað
norska flóttafólkinu, er þar dvel-
ur. Þar fluttu Davíð Stefánsson
skáld og Sigurður Guðmunds-
son skólameistari snjallar ræður.
Tekjur af þessum samkomum
námu 1522 krónum. í Revkja-
vík voru merki seld og gjöfum
safnað og nam það fé, er þann-
ig safnaðist, alls 4,718 krónum.
Hafnarfirði söfnuðust 150
krónur.
-Timinn 23. maí.
Úr borg og bygð
útiskemtun efna Norðmenn til
hér í baenum til styrktar að-
þrengdum ættbræðrum í Noregi.
Skemtunin fer fram næstkom-
andi laugardag frá kl. 3—9 e. h.
á hinu fagra heimili Mr. E.
Parkers, 185 Oakdean Blvd.,
Sturgeon Creek, skamt frá Deer
Lodge; verður þarna margt til
skemtana, og gnægð norskra
þjóðrétta til þess að hressa sig.
Málefnisins vegna ættu íslend-
ingar að fjölmenna á þessa
skemtisamkomu.
Mr. Jón Sigurgeirsson frá
Hecla, Man., hefir dvalið í borg-
inni undanfarna daga á heimili
bróðurdóttur sinnar og manns
hennar, Mr. og Mrs. Einar P.
Jónsson.
-f ♦ ♦
Athygli er hér með dregin að
auglýsingu á öðrum stað í blað-
inu um ársþing Bandalags lút-
erskra kvenna. Að þessu sinni
fer ekkert “chartered bus” frá
Winnipeg með þinggesti, eins og
tíðkast hefir undanfarin ár. Er
ástæðan sú að ekkert “bus” var
fáanlegt með því verði sem að-
gengilegt var. Er því vonast
eftir að gestir og erindrekar
þingsins komi í bilum. Eru þeir
beðnir að koma að kirkju Glen-
boro safnaðar ekki seinna en
kl. 6—7 e. h. þann 4. júlí.
♦ ♦ -f
Bandalag lúterskra kvenna
efnir til námskeiðs í kristilegri
fræðslu — Christian Leadership
Training Course — dagana 30.
júlí til 8. ágúst. Hefir Banda-
lagið leigt sama pláss og síðast-
liðið sumar, Canadian Sunday
School Mision Camp, tvær mílur
fyrir norðan Gimli. — Þangað
býður Bandalagið æskulýð,
sunnudagaskólakennurum og
öðrum leiðtogum i kristilegu
starfi. — Skrifið eftir upplýsing-
uin. Bæklingum útbýtt ókeypis
til allra sem óska eftir. Upp-
lýsingar gefa: Séra E. H. Fáfnis,
Glenboro, dean of camp, og séra
Sigurður ólafsson, camp man-
ager.