Lögberg - 27.06.1940, Page 4
4
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 27. JúNf, 1940
------------Högberg--------------------—
GefiB út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
«05 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave.,
Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg" is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Nýtt átjórnskipulag á íslandi
Ríkisáljóri eða forseti ?
Eftir Jónas Jónsson,
formonn Frnmsóknarfl.
(Þessi skemtilega og fróðlega ritgerð er endur-
prentuð úr Tímanum frá 4 maí, að tilmælum
höfundar. — Ritstj.
I.
Aðfaranótt 10. april síðastliðinn voru allir
þingmenn á ferli. Daginn áður höfðu þeir set-
ið á fundum og rætt hin aðkallandi vandamál
með nefndum hinna færustu manna. Þegar
forseti sameinaðs þings setti fund kl. 2 um
morguninn, voru allir þingmenn viðstaddir,
þeir, sem þá voru við í bænum. Ríkisstjórnin
lagði fyrir Alþingi tvær stuttar tillögur. Aðra
um það að islenzka þjóðin tæki að svo stöddu
í sinar hendur æðsta valdið í landinu og að
það yrði falið stjórn landsins til framkvæmda.
Hin tillagan var um það að þjóðin annaðist
sjálf með sínum mönnum meðferð utanríkis-
málanna.
Forseti viðhafði nafnakall um báðar þessar
þýðingarmiklu tillögur. Og sú forsjón, sem
ræður hlutkesti, olli því, að við Ólafur Thors,
núverandi formenn tveggja fjölmennustu stjórn.
málaflokkanna í landinu, vorum við sína tillög-
una hvor, fyrstir kallaðir fram á hið sögulega
sjónarsvið, til þess að taka afstöðu til þeirrar
spurningar, hvort þjóðin ætli að trevsta sér
til að vera frjáls, eftir nálega sjö alda forustu
erlendra valdamanna yfir landinu. Samhugur
þingmana var svo mikill, að allur þingheimur
fylgdist að um báðar tillögurnar. Hundrað og
tíu ára sjálfstæðisbarátta hafði sameinað ís-
lendinga í frelsismáli sínu. Eg hygg, að þessi
atkvæðagreiðsla sé einsdæmi í sögu hins endur-
reista Alþingis. Eg hygg, að allur þingheimur
hafi aldrei fyr staðið saman sem einn maður
um þýðingarmikið þjóðmál.
Við þessa örlagaríku atkvæðagrei?5slu var mér
falið að kveða fyrst upp úr um heimfærslu hins
æðsta valds. Eg álít, að mér sé þess vegna
leyfilegt að leggja fram fyrir alþjóð manna í
landinu, til athugunar og sjálfsprófunar nokkr-
ar tillögur um framtíðarskipulag hins æðsta
valds í landinu, án þess þó að eg vildi leggja
til, að um þetta efni yrðu hafnar opinberar um-
ræður, á breiðum grundvelli. Eg mun freista
að skýra málið þannig, að hver einstakur borg-
ari i landinu eigi hægra með að meta hinar ein-
stöku úrlausnir i málinu, til að geta síðar verið
reiðubúinn til að gefa glögt fullnaðarsvar, ef
almenn atkvæðagreiðsla yrði að fara fram í
landinu eftir nokkra mánuði um framtíðar
stjórnarskipun landsins, eins og þjóðin vildi
haga henni, ef hún fengi sjálf að ráða sínum
málum.
II.
Eg hefi áður í allmörgum blaðagreinum
leitt nokkur rök að því, að lýðveldið væri það
stjórnarform, sem hentaði bezt íslenzku þjóð-
inni. Þeir menn, sem bygðu landið fyrir þús-
und árum, yfirgáfu ættland og óðul, af því að
þeir vildu ekki beygja sig undir vald hins
skörulega fornkonungs, Haraldar hárfagra. Og
þegar þeir höfðu bygt alt landið, reistu þeir
hér nýtt þjóðskipulag. Það var eina lýðveldið,
sem þá var til í Evrópu. Það er líka fyrsta
lýðveldið i Ameriku, ef fsland er látið fylgja
þeirri álfunni, sem næst er, eins og Vilhjálmur
Stefánsson gerir í hinni nýútkomnu og áhrifa-
ríku bók um stöðu íslands í hinum landfræði-
lega og pólitíska heimi.
Og þetta lýðveldi hinna fornu íslenzku
óðalsbænda var ekki neitt augnabliksverk. Það
var ákaflega fullkomið skipulag, þar sem tekið
var tillit til þjóðareðlis, þjóðhátta, atvinnuskil-
yrða, samgangna og fjárhagsaðstæðanna.
Reynslan sýndi, að vel var bygt og á traustum
grunni, því að þetta skipulag stóð með miklum
blóma i þrjár aldir. Og í skjóli þessa skipu-
lags varð íslenzka þjóðin, þrátt fyrir legu lands.
ins, fámenni og fremur lítil efni, forustuþjóð
i margskonar menningu. Á Alþingi voru sam-
in lög, dæmdir dómar, sýndar íþróttir, kendar
bókmentir, samið um vandamál og undir for-
ustu lögsögumanns látið koma til greina það
framkvæmdarvald, sem þjóðin treysti sér til
að hafa. Jafnvægið í þessu þjóðskipulagi var
aðdáanlegt, og á hinn djúpsæjasta hátt miðað
við frelsisþrána og hina riku einstaklings-
hyggju. Frelsið var svo yfirgnæfandi nauðsyn
hinum einstöku borgurum, að þeir treystu sér
ekki til að skapa neina tegund af framkvæmd-
arvaldi, sem kynni að þróast í þá átt, að geta
orðið efni til persónulegrar harðstjórnar, ein-
stakra ætta eða manna. í þessu var að vísu
fólgin hætta, þegar til lengdar lét. Landnáms-
menn vissu það vel, en þeir voru vitandi vits
um ákvarðanir sinar. í einni af hinum fornu
heimildum er tekið svo til orðs, að á íslandi
séu menn lausir við konunga og aðra yiræðis-
menn. óttinn við persónulega kúgun sterkra
valdhafa gegnsýrði allar ráðstafanir fslendinga
á þjóðveldistimanum. Engin þjóð í heimi var
að upplagi minna hneigð en IslendingaF til að
lúta konungsvaldi eða persónulegri harðstjórn
í einhverri mynd.
Eg hygg, að hægt væri að leiða rök að því,
að íslendingar þeir, sem nú lifa, séu í þessu
efni sannarlega börn feðra sinna. Mér þótti
eftirtektarvert á ferðum mínum milli fslend-
ingabygða í Ameríku, hve sjálfsagt löndum
vestan hafs þótti að íslendingar yrðu lýðveldi
að nýju, og allmargir mérkismenn vestur þar
Jétu ótilkvaddir þá skoðun í ljós, að þeir væru
fúsir til að vinna án endurgjalds, sem umboðs-
menn hins islenzka þjóðveldis, hver í sinni
borg, þegar þjóðin í gamla landinu væri orðin
frjáls um meðferð sinna mála.
III.
En þjóðveldi, sem fslendingar reisa nú.
getur ekki verið nákomin eftirmynd af skipu-
lagi fornaldarinnar. Nú á þjóðin höfuðborg,
hús yfir Alþingi og dómstólana. Nú verður
ekki komist hjá að hafa framkvæmdarvaldið
með myndarlegri lögreglu bæði á sjó og landi.
Nú verður ekki komist hjá að hafa þjóðar-
fulltrúa á nokkrum stöðum erlendis. Og nú
verður ekki hægt, fremur en í öðrum nútima-
.ríkjum, að komast hjá sköttum til sameigin-
legra þarfa. Hitt er annað mál, að einhver
mesti vandi fyrir íslenzku þjóðina er að koma
skipulagi sinu í heppilegt horf með kostnaði,
sem er viðráðanlegur fyrir þjóð, sem verður
hvorki fjölmenn eða rik. Einmitt í þessu efni
getur fordæmi hinna fornu landnámsmanna
verið mikil leiðbeining. Gætni þeirra, er þeir
reistu sitt frjálsa skipulag, er beinlínis aðdá-
anleg. Rröfur þeirra um borgaralega dygð og
fórnfýsi einstaklinganna voru miklar, en þó
ekki meiri en þjóðin taldi sér fært að inna af
hendi. ..,
1V .
Eg hefi áður í greinum um þessi efni bent
á, að nútímaþjóðir hafa tvennskonar skipulag í
lýðveldum. Forsetastjórn með miklu valdi, og
þjóðveldi, þar sem valdið er að mestu i hönd-
um þingsins og ráðuneytis, og þar með háð
vilja kjósenda. Fyrnefnda 'skipulagið er í
Bandaríkjunum. Þar kýs þjóðin til fjögra ára
í senn nokkprskonar' alræðismenn. Forsetinn
er kosinn með atkvæðum allra borgara. Kosn-
ingahríðin er venjulega hörð og dýr. Banda-
rikjaþjóðin leitast við að finna skörunga í
þessa stöðu. Henni verður stundum að ósk
sinni og stundum ekki. En hin volduga Banda-
rikjaþjóð ákveður til fjögra ára i senn megin-
stefnu í forustu landsmálanna.
Evrópuþjóðirnar, sem myndað hafa lýð-
veldi, taka ekki skipulag Bandarikjanna til
fyrirmyndar. Það má miklu fremur segja, að
þær leiti fordæmis til íslands. Lögsögumaður-
inn var hinn vitri og virðulegi forustumaður
í þjóðveldi Islendinga til forna. En honum
voru ekki fengin i hendur mikil völd, og það
var gert með ráðnum hug. Frakkar, Svisslend-
ingar og Finnar fara þessa leið. Forsetastaðan
í þessum löndum er mikil virðingarstaða, en
forsetinn á ekki að hafa forustu í stjórnmál-
um landsins. f þess stað heldur hann jafn-
vægi milli flokka og stétta. Hann er landsfaðir,
hlutlaus um innanlands deilumál, semur sættir,
þegar mikið liggur við, og kemur fram út á við
fyrir hönd þjóðarinnar allrar.
Ef íslendingar efna til lýðveldis í framhaldi
af atburðum síðustu vikna, er um tvær fyrir-
myndir að ræða: Aðra frá Bandaríkjunum
með tímabundna einræðisforustu í þjóðmálum,
og að þjóðin öll kjósi forsetann. Hina frá
Frakklandi, þar sem forsetinn er mildur lands-
faðir og tákn þjóðarheildarinnar. Slikur em-
bættismaður er kosinn tilkostnaðar- og bar-
áttulaust af sameinuðu Alþingi. Mér hefir
lengi verið ljóst, að ef þróunin leiði til lýð-
veldismyndunar á íslandi, þá hentar ekki þjóð-
inni að fylgja fordæmi Bandaríkjanna; Kemur
þar til greina hin sögulega reynsla. Forfeður
vorir þoldu ekki meira sameiginlegt vald en
lögsögumanninn, og þeir hafa orðið þingræðis-
þjóðum Evrópu til fyrirmyndar bæði þeim, sem
hafa konunga, og hinum, sem kjósa forseta,
eftir því sem hægt er að miða við skipulag
fjarlægra tímabila.
Eg álít að islenzka þjóðin sé enn mjög
skaplík forfeðrum sínum, og að hún uni ekki
að gefa neinum starfsmanni ríkisins nokkuð
sem líkist alpæðisvaldi, jafnvel þó að það sé
tímabundið. F’ramkvæmdin er auk þess erf-
iðari í mjög litlu landi, heldur en hjá ríkari
stórþjóð. Tíðar, almennar kosningar um valda-
stöðu eins fslendings myndi vera dýrt fyrir
þjóðina og geta leitt til æstra flokkadrátta í
þjóðfélagi með fáum, gömlum stofnunum og
óstöðugu jafnvægi. Ef þjóðin hefði falið einum
manni samningsbundna valdaforustu, þó ekki
væri nema til fjögra ára í senn, væri hætt við
a§ minni hlutinn teldi sig hjá settan með
landsföðurlega forsjón. Ávinn-
ingur Evrópuþjóðanna við að
hafa landsföðurlega konunga
eða forseta liggur í því, að allir
þegnar þjóðfélagsins geta litið
svo á, að þessi yfirmaður þjóð-
félagsins sé jafnnátengdur þeim
öllum. f slíku landi felur þjóð-
in þingi og ráðuneyti valdið yfir
hinum daglegu baráttumálum.
Stjórnarformaður má gjarnan
vera baráttumaður ákveðins
flokks. Ef þjóð og þingi þykir
slíkur maður fara með vald sitt
öðru vísi en vera ber, þá er hægt
með einfaldri ummyndun þing-
valdsins, að skifta um stjórn og
það jafnvel oftar en einu sinni
á kjörtímabili. Að minni hyggju
kemur þetta sér einkar vel fyrir
íslenzkt lundarlag, eins og það
er nú, og eins og það hefir verið
frá landnámstíð. Borgarar með
ríka einstaklingshyggju finna,
að þeir geta hvenær sem með
þarf skift um, þá trúnaðarmenn,
sem fara með umboð þeirra í
dægurmálunum. En yfir Alþingi
og ráðuneyti stendur eftirkom-
andi lögsögumannsins, forseti
lýðveldisins, kosinn af samein-
uðu Alþingi um nokkurra ára
skeið til að vera hafinn yfir
flokka- og einstaklingshagsmuni
en vera tákn þjóðarinnar allrar.
(Framh. i næsta blaði)
Elzti maður heimsins
Tyrkinn Zaro Agra, sem mikl-
ar sögur fara af sem elzta manni
í heimi á sinni tíð, dó af ergelsi.
Hann stóð sjálfur á þvi fastar
en fótunum, að hann yæri yfir
lþO ára, en þegar læknar fóru
að rannsaka hann og röntgen-
Ijósmynduðu í honum beinin,
staðhæfðu þeir, að hann gæti
ekki verið meira en 120 ára-
Zaro Agra varð fokreiður, er
hann heyrði þetta. Hann sagði
læknana ljúga þessu, en þeir
þóttust geta sannað það. Eftir
það fór Zaro að hnigna. Það
var eins og hann væri rændur
allri lífslöngun eftir að lækn-
arnir höfðu rænt hann frægð-
inni og yngt hann upp um 40
ár. Nú langaði hann ekki til að
lifa og hann skorpnaði og gekk
saman dag frá degi. Þegar hann
dó var hann ekki nema bjór og
bein.
Við dánarbeð hans lá vega-
bréf, sem sló því föstu að hann
væri fæddur árið 1774. Það
hafði hann notað fyrir þremur
árum, er hann fó einu langferð
æfinnar út í veröldina. Enskt-
amerískt félag hafði leigt hann
í sýningarför til að græða á hon-
uin peninga. Hann vakti mikla
athygli i Amríku, sem “Metú-
salem Múhameðstrúarmanna”
og var mikið stáss gert að hon-
um. Græddi hann meira fé á
nokkrum vikum en áður á allri
sinni löngu æfi. Vakti það at-
hygli, að hann gat lýst þátttöku
sinni í orustunni við Acre á móti
Napoleon árið 1799. En þegar
hann var spurður nánar sagð
ist hann ekki vera viss um, að
þessi orusta hefði verið við
Napíleon . . . “en maðurinn var
að minsta kosti lítill og feit-
ur,” sagði hann. Tólf sinnum
hafði Zaro Agra verið giftur og
átti að minsta kosti 36 börn.
Hann var frómur Múhameðstrú-
armaður og reykti hvorki né
drakk. j
En hver er þá elzti maður
heimsins, úr því að Zaro er dá-
inn — og hefir máske aldrei
verið elzti maður heiinsins.
Rússneskar fréttir herma, að í
Ufa í Úralfjöllum sé maður, sem
sannanlega sé 142 ára. Hann
heitir Nikifor og tók þátt i
stríðinu gegn Napoleon, er hann
réðst inn i Rússland. Nikifor
á enn hermannsskírteini sín,
sem ekki er hægt að rengja og
hann barðist sannanlega i orust-
unni við Leipzig sem Kósakki
1813. Nikifor hefir verið kvænt-
ur 17 sinnum og eignast 98 börn.
Læknar, sem hafa skoðað hann
segja, að það sé ekkert því til
fyrirstöðu, að hann geti lifað ein
fimm ár ennþá. —Fálkinn.
Arsskýrla forseta
Séra lí. K. ólafssonar, flutt á kirkjuþingi
á Lundar, Manitoba, 21. júní, 1940.
Síðan við vorum saman á kirkjuþingi fyrir ári síðan
hafa dunið yfir þær hörmungar i heiminum, að þrátt fyrir
ugg og kvíða er á undan voru gengin, hefir veruleikinn
yfirstigið svo alt er nokkurn óraði fyrir að fádæmum sætir.
Hver dagurinn bætir ofan á annan nýjum atvikum í óslit-
inni harmsögu, svo að mörgum fer þannig að þeir veigra
sér við fréttunum, sem hver líðándi stund færir þeim.
Hvað við ber frá því þetta er skráð og þar til það er opin-
berlega lesið, getur verið svo örlagaríkt að það verði ákvarð-
andi um gang sögunnar um óákveðna framtíð. Þetta alt
gengur því nær oss, sem tilheyrum þessu kirkjufélagi,
vegna þess að Canada-þjóðin, er stór meirihluti fólks vors
tilheyrir, á beinan hlutj að máli í hinni ægilegu heimsstyrj-
öld er yfir stendur og öllu ógnar. En engin landamæri eða
takmörk geta innibyrgt hlutdeild í þvi mjög verulega, sem
yfir heiminn er að ganga, fyrir þá er sanna tilfinningu eiga
fyrir þeim verðinætum er teflt er í hættu og eyðileggingu.
Öll þau gæði, sem frjálsar vesturlandaþjóðir hafa metið
mest, svo sem lýðræði, einstaklingsfrelsi, trúfrelsi, hugs-
ana og ritfrelsi ásamt þeim tækifærum til skapandi lífsferils
og mannarlegs þroska, sem þessi verðmæti færa með sér,
virðast nú í þeirri hættu, og verða fyrir þeim atlögum, að
tvísýnt sé um það hver úrslitin verði. Það er ekki einungis
að ljósin séu að slokna í Norðurálfunni eins og komist var
að orði af málsmetandi stjórnmálamanni um heimsstyrjöld-
ina fyrri, heldur að myrkrið, sem að yfir gengur, er að
ögra öllum heimi með óslitinni glórulausri niðdimmu um
aldir fram. Það getur tæpast dulist að þessar ástæður
snerta mjög viðhorf kirkju og kristni, er þær skapa það
andrúmsloft, sem alt kristilegt líf og starf verður að hafast
við í. Það skiftir miklu máli að kirkjan og kirkjunnar
menn átti sig á hvernig ástatt er og hvaða örlög eru að
verki.
Skjót yfirborðsniðurstaða er að fella þann dóm að
þetta sé ragnarökkur allra kristilegra hugsjóna og verð-
mæta. Að einungis vald og ofbeldi tilheyri áhrifum veru-
leikans á þessari jörð. Að alt kristilegt sé draumur — ef til
vill fagur draumur — en samt fráskilið veldi veruleikans.
Þetta er í fullu samræmi við efnishyggju þá, er á undan
yar gengin. Hún hefir endurnýjast og fengið aukinn byr
undir vængi. Það, sem mestu varðar er að kirkja og kristni
fái þannig stýrt fleyi gegnum erfiðleika og öngþveiti sam-
tíðarinnar, að ekki verði máttlaus og haldlaus trúin á Guð
og hið góða. Ef dæma á eftir reynslunni i heimsstyrjöld-
inni fyrri, þá gætti þar innan um allar hörmungarnar í
mörgum einstökum tilfellum hins óviðjafnanlega sigrandi
máttar traustsins á Guði, þó yfirleitt verði við að kannast,
að sú eldraun hafi orðið til hnekkis kristilegri framsókn í
heiminum á flestum sviðum. Úr þessu hafði ekki verið
bætt þegar hin nýja lokasenna hófst. Eðlilega eru því
ástæður, siðferðilegar og andlegar, í hæzta máta ískyggilegar
á þessari tíð. Þau öfl virðast í bili öllu ráða, sem fjærst
eru anda og hugsjón kristindómsins. Þegar þannig er ástatt
reynir verulega á Jiað hvað kristindómurinn merkir í lífi
þeirra, er hann aðhyllast, og hvaða leiðir þeir finna til að
sýna gildi hans og verðmæti þrátt fyrir óhagstæðan tíðar-
anda og erfiðar ástæður. Hlutverk þeirra og hlutverk krist-
innar kirkju er að sýna hin blessunarríku áhrif kristin-
dómsins og mátt í sínu eigin Iífi og útávið, þrátt fyrir
margfalt þngþveiti þessara örlagaþrungnu daga. Hvernig
leyst.er úr þessu hlutverki hefir afgjörandi þýðingu fyrir
viðhorf kristilegra mála og kristindómsins sjálfs langt
fram um ókomna tíð.
Vegna þess flestalt er í uppleysingu, sem áður var talið
örugt, vill svartsýni og örvænting sækja að mörguin, hvað
framtíð kristindómsins snertir. í sjálfu sér er engin rétt-
mæt ástæða til þessa. Vagga kristninnar stóð í svipuðu
róti á uppleysingar tímabili. Ljósið skein í myrkri. En
þá gætti ljóssins verulega. Það varð ekki um það vilst
eða merkingu þessu. Þrásinnis í gegnum söguna hafa ljós-
in deprast og yfirgrúfandi skuggar orðið svo ægilegir að
kristninni hefir verið spáður skjótur aldurtili og það ekki
án tilefnis. En við nánari athugun kemur í ljós hve oft
kristindómurinn hefir komið út úr rústum slíkra tímabila
með endurnýjuðum krafti. Auðveld velgengni og yfirborðs
framför hafa ekkert síður reynst til tálmunar. Aftur og
aftur hefir kraftur hinnar kristnu trúar verið leystur úr
læðingi á erfiðum tímum, og þrátt fyrir vonlausar horfur.
Þegar á reynir geta möguleikarnir glegst komið í ljós.
Engum ber þó að ganga út frá neinum sjálfsögðum
sigri fyrir kristilegar hugsjónir og líf á ákveðnum tíma eða
stund í hafróti tímans. Vonleysi og óréttmæt von geta
jöfnum höndum steypt í örvinglan. Það ríður á að vera
glöggskygn á allar hættur, en vita þó að hvað alvarlegar
sem þær kunna að vera þurfa þær ekki að útiloka kristi-
legar framtíðarvonir, ef trúmenska fær að njóta sín. En
það er margfaldur vandi mitt í æðisgengnum umbrotum
samtíðarinnar, þegar alt leikur á reiðiskjálfi og hverful-
leiki og óvissa blasa við í hvívetna, að varðveita naegilega
jafnvægi huga og hjarta til að festa í meðvitundinni að
það má ekki vera neinn gjaldfrestur á að leggja til heil-
brigð kristileg áhrif til lífsins eftir fremstu getu, þó érfitt
sé að dæma um árangur, í þeirri fullvissu að það hefir
engu síður þýðingu en þegar betur horfir við. Þetta leggur
til kirkju, kristni og kristnum lýð ótakmarkað tækifæri,
sem þörf er á að sinna í það ýtrasta. Sönn kristileg við-
leiíni að rækja kristileg hlutverk í andá Kárists, er bezta
vörn gegn því að tapa fótfestu í öryggi kristilegrar lífs-
skoðunar.
Kirkjunni ber ætíð að minnast, og það sérstaklega á
vandkvæða tíð, að hennar sanna lífsskilyrði er það lífs-
magn, sem fólgið er í boðskap hennar, þegar hann er rétti-
lega ræktur. Að koma ár sinni fyrir borð í tímanlegu til-
liti, að njóta sérstakra hlunninda og valda og koma sér
þannig á framfæri, vill oft heilla jafnvel leiðtoga kirkjunn-
ar á kostnað sjálfs málefnisins. En þegar hörmungarnar
dynja yfir og ytri hagur kirkjunnar þrengist, kemur í ljós
að hennar eina verulega bjargræði er fólgið í þeim boðskap
er henni er trúað fyrir. Til byrjunar í sögu kirkjunnar
átti hún ekki bakhjarl í neinu nema þeim andlegu áhrifum
er meðlimir hennar höfðu þreifað á og eignast hlutdeild í.
Þrátt fyrir andvíg öfl og yfirgnæfandi erfiðleika báru þessi
andlegu áhrif hana uppi. Og hvenær sem verulega þrengir
að fyrir kirkjunni og hinar ytri stoðir bregðast, kemur að
þvi sama aftur. Sé um andlegt þrotabú að ræða hjá
henni, kemur það í ljós. En eigi hún andleg óðöl og með-
limir hennar það lifandi samfélag við Guð, sem er lífæð