Lögberg - 27.06.1940, Blaðsíða 7
LÖGBEBG, FIMTUDAiGINN 27. JúNí, 1940
7
Brúðarránið
(Framh. frá bls. 3)
haglendi þau, er Bedúínahöfð-
•nginn hafði skift á milli þeirra.
Fauas varð góður veiðimaður og
skaut skógargeitur út um glugga
hifreiðarinnar, þó hún væri á
fullri ferð.
Veturinn næsta á eftir hélt
hann til afa síns og bjó hjá hon-
Um í Damaskus. Þá varð hann
astfanginn af enskri stúlku, sem
hann sá. Kvöld eftir kvöld
fór hann með bifreiðarstjóra sín-
l,m inn i þrönga götu í úthverfi
horgarinnar, þar sem knæpur og
gildaskálar stóðu hlið við hlið
°8 grammófónhljómar gullu út á
götunum og bergmáluðu frá húsi
iil húss. f einni þessari knæpu
dansaði Alix, ásamt nokkurum
óðrum stúlkum. Þegar hún var
húin að dansa nokkra dansa,
settist hún þreytuleg og leiðinda-
full á svip við borð gestanna og
ttyrjaði að drekka þar.
Fauas drakk ekki. Hann sat
j miðri Ijósadýrðinni, hlýddi á
hvella tóna hljómsveitarinnar og
beið með eftirvæntingu að dans-
^yjarnar birtust á hápallinum
1 ofbirtu ljóskastaranna, er vörj)-
l|Öu á þær inarglitum ljósum.
Alix neitaði að setjast að borð-
'nu hans. Það var ekki fyr en
Sudaskálaeigandinn sagði henni,
. Bedúínapilturinn væri höfð-
,ugja ættar og sonarsonur mikils
ráðandi fursta, að hún fékst til
uð setjast við borðið. Fauas vai
ámá]], enskan var bjöguð og
naervera hennar varð þess völd,
enskan, sem hann talaði, var
jagaðri en ella og framkoma
ans öll óstyrkari. Alix leiddist,
en hún þorði ekki að fara og
Sefjast við annað borð. Hún
allaði á vinstúlkur sínar að
°rðinu, en Fauas sá aðeins
hana eina.
Eftir þetta var Alix stolt a
vf> að hafa getað áunnið sé
ylh Bedúínans. En hún fék
e hi skilið, hversvegna han
^bti einskis annars en meg
s,fja eina stund á hverri nótt
1 nærveru hennar á gildaskálan
Uln- Hann sagði henni frá líl
‘nu á eyðimörkinni og hét henr
a® taka hana með sér á veiða
er voraði. “Eg ætla að gefa þér
es,t.” sagði hann. “Þú skalt
^á þitt eigið tjald, með fögrum
úúkum og þá skalt fá svertingja-
HÍón og veiðifálka. Viltu koma?”
Un draup höfði til samþykkis,
enda þótt hún vissi að er vor-
aÓi myndi hún verða komin óra-
^egu burt frá Damaskus, í aðra
°r8 og í annan gildaskála.
^ En wfintýraþráin seiddi hana.
°8ul aðdáunin í augum Fauas
fó hana á dularfullan hátt að
Ser- Hún gleymdi sér, gleymdi
verskonar lífi hún lifði Sýr-
nú. þetta land, sem var eins
önnur lönd — varð í einni
SviPan að nýjum heimi fyrir
ana, að heimi, þar sem hana í
^rsfa sinn dreymdi um sannleik
n8 tilgang í þessu lifi. Þegar
ón sat við borðið hjá Fauas,
0rfði í glóð augna hans og
n'Ustaði á það, sem hann sagði,
HAMBLEY’S
HÆNUUNGA
KJÖRKAUP
í JÚNÍ
Verð gildir frá
15. júní, og pant-
anir afgreiddar
samstundis.
100 50 25
Wh. Leghoms $ 7.75 $4.25 $2.25
W. 19. Pullets lfi.00 8.50 4.50
W. L. Cwkerels 3.00 1.75 1.00
Barretl Koeks 9.75 5.00 2.75
B. K. Ihillets 14.00 7.50 4.00
B. R. Cockerels ... 5.00 2.75
Abyrgst 100% á lífi viS móttöku
AreiSanlega 98% kvenungar.
j. J. HAMBLEY HATCHERIES
Ungar sernlir F.O.B. Winnipeg:, Hrandon,
KeKÍna, Saskatoon, CalRary, Edmonton,
Fortage la Prairie, Danphin.
urðu orðin að eyðimörk, að hill-
ingum, að úlfaldalestum, að
fuglum og vori og flökkulífi, þar
sem Bedúínar riðu í flokkum á
hálftömdum hestum og gistu í
tjöldum.
Æfintýraþráin barðist í brjósti
hennar. Áður en hún vissi af
var hjarta hennar helgað Fauas
— honum einum.
Kýöld nokkurt skýrði hún
Fauas frá því, að nú væri dans-
flokkurinn á förum frá Dama-
skus. “Við flytjum til borgar
norður á ströndinni,” sagði hún.
Fauas sagði: “Á ströndinni eru
margar borgir og margar dans-
meyjar.”
“Sérðu ekki eftir mér?” spurði
Alix.
Hann leit á hana. “Hvað heit-
ir borgin?” spurði hann. Hún
hristi höfuðið. “Þú veizt það
ekki,” hélt hann áfram, “og þú
ætlar að láta teyma þig burtu
eins og ambátt og ætlar að
dansa frammi fyrir öðrum karl-
mönnum rétt eins og að sál þín
sé sofnuð.”
“Sál min dvelur ætíð hjá þér,”
sagði hún brosandi — en þegar
hún sá augnaráð hans hætti hún
að brosa. “Þetta er sannleikur,”
sagði hann, “eg hefi vakið sál
þína og hjarta þitt úr svefni, og
eg ætla að halda þér kyrri.”
Hún mótmælti ekki og hún
óttaðist ekki.
Daginn eftir fór forstjóri
dansflokksins á fund brezka
konsúlsins og tilkynti honum
að hvíta dansmærin ætlaði sér
að rjúfa gerða samninga til að
geta gifst átján ára gömlum
Bedúínadreng. Þegar konsúllinn
varð þess áskynja, að þetta var
Fauas sem hlut átti að máli,
fanst honum málið vandast.
Hann fór í eigin persónu til
gistihússins þar sem dansmeyj-
arnar bjuggu og bað um að
mega tala við ungfrú Alix. “Þér
eruð i hættu staddar,” sagði
hann, “eg skal gera það sem í
mínu valdi stendur til að hjálpa
yður.” Hún skýrði honum frá
því, að hún ætlaði sér ekki að
dansa framar, og að hún hafi
af frjálsum vilja og á eigin á-
byrgð tekið ákvörðunina um
það, að vera kyr hjá Fauas.
“Þér þekkið ekki Bedúín-
ana,” sagði hann. “Þeir gera
yður óhamingjusama. Við get-
um ekki leyft að enskar stúlk-
ur standi í slíku sambandi við
þá innfæddu. Auk þess brjótið
þér skuldbindingar yðar og
samninga gagnvart forstjóra
dansflokksins.”
Alix varð hugsað til Fauas, og
það eitt að minnast hans, gaf
henni vonir um frelsi frá þvi
lifi sem hún hafði til þessa lif-
að. Þessi sælukenda þrá var
svo sterk að hún vóg gegn öllum
ytri áhrifum. Alix hlustaði
hvorki á hótanir né ráðlegging-
ar, aðxar en síns eigin hjarta.
“Hvað varðar yður um mig?”
spurði hún. “Af hverju skiftuð
þér yður ekkert af mér þegar
forstjóri dansflokksins kom mér
fyrir í þessari saurlifnaðargötu,
enda þótt samningurinn hafi að-
eins verið bundinn við Norður-
álfu? Hvers vegna látið þér það
afskiftalaust, að maður skuli
dreginn þvert gegn vilja sínum
úr einu glæpamannahverfinu í
annað, úr einni saurlfinaðar-
knæpunni í aðra, unz maður er
orðinn að viljalausri og glataðri
skepnu?”
“Hafi forstjórinn neytt yður
hingað til Sýrlands þvert ofan
í gerða samninga, mun eg láta
senda yður aftur heim til Eng-
lands,” sagði konsúllinn.
“Eg vil ekki fara aftur til
Englands.”
“Hvað kemur til þess?”
Eg vil vera frjáls minna ferða
og gerða. Eg heimta að eg sé
látin í friði.”
“Eg bið afsökunar,” sagði
hann óþolinmóðlega, “en það er
skylda mín, að vernda yður fyr-
ir þessum Fauas. Það er skylda
mín, að vernda landa mína i
þessari borg gegn fyrirsjáanleg-
um hættum.” Hún lét ekki
sannfærast. Hann heimtaði af
henni vegabréfið. Skömmu
seinna komu tveir vopnaðir her-
menn, tóku Alix og fluttu hana
að bústað konsúlsins.
Þegar forstjóri dansflokksins
kom um kvöldið til að sækja
AIix á danssýninguna, var hún
horfin.
•
Fallega Buick-bifreiðin stað-
næmdist við bugðu á Líbanon-
veginum. Tíu Bedúínar komu
hlaupandi, umkringdu hana og
heilsuðu, Fauas. Einn þeirra
sagði: “Þín er leitað, Fauas!
Þrisvar sinnuin vorum við
stöðvaðir af hermönnum!”
“Hvað sögðuð þér þeim?” spurði
Fauas: “Við sögðumst ætla á
markaðinn í Beyrouth.” “Leita
mín,” sagði Fauas, “þeir halda
að eg muni hafa riðið til tjalda
frænda minna á eyðimörkinni.”
Bedúínarnir viku þegjandi til
hliðar svo Fauas gæti stigið út
úr bifreiðinni.
“Það væri betra að þú héldir
áfram,” sagði maðurinn er fyrst
hafði ávarpað Fauas, “við skul-
um stöðva hvern þann sem dirf-
ist að veita þér eftirför.
Fauas var litið til Alix, þar
sem hún stóð á vegbrúninni.
“Já, strax,” sagði hann. Hún
sneri sér við, og hann gekk á
móti henni og þrýsti hönd henn-
ar. “Ertu nokkuð hrædd?”
spurði hann. Augu hennar leiftr-
uðu. Þarna lá borgin — en hve-
nær hafði hún átt heima í stór-
borg svo hún gerði greinarmun
printinq...
L distinctn)e í
and persuasi^e
B)i
Ip UBLICITY that attracts and compels action on
the part of the customer is an important factor
in the development of busines.s. Our years of experience
at printing and publishing it at your disposal. Let us
help you with your printing and advertising problems.
nhe COLUMBIA PRESS LIMITED
695 Sargent Ave. WINNIPEG Phones 86 327 - 8
dags og nætur? Hvenær hafði
hinn svali náttvindur leikið um
lokka hennar og andlit sem nú?
Hafði hún ekki altaf verið fugl
í búri, fangi milli tómlegra
veggja, eða dansandi ambátt
frammi fyrir lostafullum múg?
Nú var það gleymt — alt gleymt.
Hún var orðin að ungri, táp-
mikilli stúlku, titrandi af ham-
ingju og þrungin af eldheitri ást:
“Eg elska þig,” sagði hún og
brosti um leið og hann þrýsti
hendi' hennar. “Og eg mun elska
þig alt mitt líf,” sagði hann.
Dlmm augun ljómuðu þegar
hann laut brosandi niður að
henni.
Þau tóku ekki eftir báðum
lögreglubifreiðunum er komu
niður brekkuna fyr en um sein-
an. Þau tóku fyrst eftir þeim.
þegar kastljósin lýstu þau upp,
þar sem þau stóðu á miðjum
veginum.'
Bedúínarnir stóðu í þéttri röð
til að verja bifreiðunum veg-
inn, hófu byssurnar á loft og
ibjuggu sig til að skjóta. Alt í
einu var sagt með skipandi
raustu: “Er Fauas meðal ykk-
ar?”
“Nei!” a'ptu þeir.
“Við þekkjum bifreiðina
hans,” þrumaði sama röddin,
“gefist upp, því Fauas er fangi
okkar!”
Fauas gekk fram fyrir hópinn.
Það hvíldi dauðakyrð á meðan
hann sagði einbeittur og skip-
andi: “Eg er ekki fangi ykkar.
Farið þið sjálfviljugir í burtu,
annars skjótum við-”
Fauas stóð í björtu geisla-
flóði bifreiðarljósanna. Bedúín-
arnir stóðu í þéttri fylking í
kringum hann, hófu byssurnar
á loft og bjuggu sig til að skjóta.
f hinni viltu skothríð sem nú
hófst, tóku Bedúínarnir ekki
eftir bifreiðaljósunum sem varp-
að var á þá að neðan. Fauas tók
fyrstur eftir því, hvað um var
að vera og í hvílíkri hættu hann
var staddur. Alt í einu varð
honum litið á brezka fánanna á
einni bifreiðanna. Hann stóð
sem steini lostinn nokkura
stund, hann sá hvar afi hans
sat í bifreiðinni og hann lét
vopnið falla úr höndum sér.
Hinir Bedúínarnir séu líka hvað
um var að vera, þeir fóru að
dæmi Fauas, þvi þeir vissu að
hann myndi ekki leyfa neinn
mótþróa úr þessu.
öldungurinn reis upp í bif-
reiðinni: “Fauas,” kallaði hann:
“Þú hefir brotið alþjóðarétt er
þú braust inn i hús brezka kon-
súlsins, og hér með tek eg þig
til fanga.” Fauas svaraði ekki.
Hann gekk hægum skrefum til
hliðar — inn í skuggann, og þar
sá hann hvar Evrópumaður í
pokabuxum leiddi Alix að bif-
reiðinni með brezka fánanum.
Hann sá hana í birtu ljósker-
anna og sá að hún var föl eins
og forðum er hún dansaði á
gildaskálanum í Damaskus og
horfði sljóum, draumlausum
augum á drykkjusvallið við veit-
ingaborðin. Þannig stóð Fauas
og horfði, hann horfði á bif-
reiðina sem brunaði hratt en
hljóðlaust niður bugðurnar á
veginum. Svo rankaði hann við
sér, er einhver klappaði á öxlina
á honum. Það var hermaður
sem skipaði honum að koma upp
í bifreiðina.
Um eyðimörkina æða stund-
um stormar og sandurinn fýkur
i háar öldur, en stundum brenn-
ur hann í hitaglóð sólarinnar
svo að varla nokkurri lifandi
veru er vært i þessari glóandi
sandauðn. En i þessari auðn
hafa menn ef til vill rekist á
tvær höfuðkúpur — jafnvel
beinabrindur — af tveim feðg-
um er lágu hlið við hlið í sand-
inum og beðið höfðu sömu örlög
og sama dauðdaga. Munurinn
var aðeins sá, að annar hafði
unnið til dauðadómsins vegna
þess, að hann fylgdi Bretum að
málum, hinn af þvi að hann
braut gegn þeim. En kaldhæðni
örlaganna voru fólgin i því, að
flMHERST
I
II
Tinííijnl'Sý^
»rYt 25QZ.^
40 oz.
40 oz. $4-40 —
dómarinn var í bæði skiftin sá
sami: faðir annars sakbornings-
ins, en afi hins.
—Sunnudagsbl. Vísis.
Skraddaraþankar
Vandlætingargremjan er sér-
stök hneigð til þess að reiðast
eða gremjast yfjr viðburðum
lífsins og fyrirbærum. Þetta er
sérstök tilfinning, sem skipa
verður á bekk með hinum svo-
nefndu samsettu tilfinningum,
vegna þess að í henni er jafnan
þreföld uppistaða: reiði, hrygð
og blygðun. Þessi þrefaldi
hljómur kemur skýrt fram i
kvæði Ibsens: “Bróðir í neyð.”
Hæfileikinn til að reiðast og
vandlæta er manninum þýðing-
armikill. Það var gremjan yfir
misbeitingu páfavaldsins, sem
knúði Lúter til uppreisnar, það
var gremjan, sem réð niðurlög-
um Bastillunnar í Paris. En
gremjan hefir eigi aðeins valdið
uppreisn og byltingum, heldur
hefir hún lika orðið til að kæfa
þær. Og á sama hátt og hún
hefir hlúð að þróun og framför
hefir hún gengið á mála hjá kyr-
stöðunni og afturhaldinu. —
Það var gremja borgaranna í
Aþenu, sem dæmdu Sókrates til
að drekka eitrið.
Maðurinn getur fylst gremju
og vandlætingu á tvennan hátt.
Hann fær þetta stundum frá
eigin brjósti, en stundum lærir
hann það af öðrum, og það er
algengara. Vandlætingin er eld-
ur, sem læsir sig mann frá
manni.
Vandlætingin virðist vera
manninum þægileg, jafnvel
nautnarkend. Honum líður vel er
hnnn vandlætir — sérstaklega,
ef aðrir geta hlýtt á vandlæting-
una, því að annars er hún lítils
virði. Þessvegna eru þeir
margir, sem iðka vandlætingu,
ekki sín vegna, heldur vegna
vandlætingarinnar s j á 1 f r a r.
Menn hafa ekki veitt þessu at-
hygli sem skyldi, en það er auð-
velt að fá sannanir fyrir þvi.
Litum á mann, sem hefir lítið
fyrir stafni og ekkert til að tala
um, en fær svo atburð upp í
hendurnar, sem gefur honum til-
efni til vandlætingar. Hann
réttist undir eins í bakinu, vilji
kemur í augnaráðið, hreimur i
röddina, og orðin streyma eins
og árflóð. Þegar mikið er um
að vera, tekur vandlætarinn
blátt áfram andköf af eintómri
vandlætingu. En þetta á ekki
skylt við þá siðfræðilegu vand-
lætingu, sem hefir erindi út á
\ið. Þetta er ekki heilög vand-
læting, heldur útblásin vandlæt-
ing. og hún er afar skaðleg
vegna þess, að hún veldur oft
ofbeldisverkum og hermdarverk-
um á saklausu fólki — eða til-
tölulega saklausu, þegar hún
hefir farið eins og Iogi yfir akur
frá upphafsmanninum til múgs-
ins, sem hefir margfaldað hana
og gefið henni mátt. Slik vand-
læting hefir valdið umbrotum
og byltingum, sem oftast hafa
þó fallið um sig sjálfar, vegna
þess að vandlætingin var fölsk.
—Fálkinn.
Dánarfregn
Þann 10. júní, árdegis, andað-
ist á Providence sjúkrahúsi í
Moose Jaw, Sask., Mrs. Jessie
Sigurdson, frá Árborg, Man., eft-
ir uppskurð, og nokkra legu þar.
Hún var fædd 25. marz 1898, i
Huddersfield á Englandi, og voru
foreldrar hennar Kilnor og
Annice Wilson. Ásamt foreldr-
um sínum fluttist hún til Can-
ada 1902, og ólst upp hjá þeiin
i Elmwood, Winnipeg. Hún var
eina dóttir foreldra sinna, hið
fjórða barn þeirra eftir aldurs-
röð. Tveir bræður hennar dóu
í bernsku, yngri bróðir hennaú
Frank að nafni dó i Florida-riki
árið 1937, en þangað höfðn
foreldrar hennar flutt búferlunl
1921, og þar dó faðir hennar, 13
árum síðar. Einn bróðir hinnar
látnu er á lifi, Arthur Wilson i
Moose Jaw, Sask., kvæntur og á
börn, og hjá honum dvelur öldr-
uð móðir þeirra Wilsons syst-.
kina. Þann 27. júní, 1923, gift-.
ist Jessie Elíasi S. Sigurðssyni'
frá Hofi við Árborg, er hann:
sonur landnámshjónanna Sig-
urðar Hafliðasonar og Sigriðar
konu hans, merkishjóna, eru
þau nú bæði látin, S.igurður fyr-
ir mörgum árum, en Sigriður á
síðastliðnu sumri. Elias og kona
hans bjuggu jafnan, i Árborg, er
hann einn þeirra er þjónuðu í
stríðinu mikla, um nokkuft
skeið stundaði hann rakaraiðn,
en um mörg síðari ár hefir hann
verið meðlimur firmans Árborg
Implements & Motors; er hann
hinn ábyggilegasti og ágætasti
starfsmaður og hjálparhella
hvers þess málefnis eða félags-
skapar, er hann annars lætur sig
skifta. Þau áttu ágætt og vand-
að heimili, er bæði unnu að að
prýða, úti og inni, og góðar efna-
legar kringumstæður, en áttu oft
við veila heilsu að stríða, eink-
um hún, um mörg siðari ár.
Þau eignuðust einn son, Lloyd
Ralph að nafni, ná 14 ára að
aldri, stór piltur og mannvæn-
legur. Sviplegt fráfall Mrs. Sig-
urdson hefir numið nærri nán-
ustu ástvinum hennar, því vonir
voru um það, að hún fengi
heilsubót eftir uppskurð þann
er hún hafði gengið undir, en
það fór á annan veg, sein frá
hefir verið greint. Hún hafði
notið góðs uppeldis og mentun-
ar, því foreldrar hennar voru í
góðum kringumstæðuin; átti
hún yfir göfugum hugsjónum að
ráða, var kona hjartahrein og
prúð, en var að upplagi til baka
haldandi. Hún var innilega trú-
uð, listræn að eðli og hagvirk í
höndum. Hennar er sárt sakn-
að af eiginmanni og ungum
syni og nákomnum ástvinum og
trygðavinum hennar. Eiginmað-
urinn kom með líki konu sinnar
heim til Árborgar og fór kveðju-
athöfn fram á ensku á heimilinu
og í kirkju Árdalssafnaðar i Ár-
borg, þann 13. júní, að mörgu
fólki viðstöddu; kveðjuorð voru
einnig flutt næsta dag á útfarar-
stofu Bardals í Winnipeg og
jarðsett i Elmwood-grafreit. Sá
er línur þessar ritar jarðsöng.
Sigurður ólafsson.
♦ BORGIÐ
LflGBERG ^