Lögberg - 27.06.1940, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JúNf, 1940
Forlagahjólið
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ «’♦ <.*♦
Jafnvel í hinu fjarlæga Norðwrlandi
snýst það, þegar ástin hefir mátt til
að yfirstíga örðugar óraleiðir.
Gamall málmleitar-maður, á leið upp
cftir fjallastígnum með vetrarforða sinn,
stanzaði snöggvast við kofadyrnar hjá Mal-
colm Gouthern, og skilaði honum umslagi
með þessu símvskeyti í:
“Malooim Southern — Calgary. —
Hefi loksins spurt til þín. -/- Er nú
á leiðinni. — Helen er með mér.—
Jack. “
I’egar Maloolm las símskeytið, breyttist
undrunarsvipurinn á andliti hans í gremju
út af því, að samkvæmt orðum símskeytisins
var nú verustaður hans. sem svo lengi hafði
verið og hann óskaði að framvegis yrði dul-
inn fyrir vinum hans og atttingjum, nú óvænt
hrifinn úr huldu höndum. Jacqueline systir
hans var nú á leiðinni þangað út — og
Iíelen með henni.
Hann gt;kk þegar yfir að bústað vinar
síns, er stóð litlu ofar með brautinni. Ná-
búinn leit við honum með glaðværðar-bros á
vörum.
“Það virðist svo sem þú sért ekki á-
nægður með þetta,” sagði Iran Campbell —
Hlim, eins og kunningjarnir kölluðu hann.
“Nei, það er eg heldur ekki. Hví er eg
elcki látinn í friði ? Eg hefi skilið við mitt
fyrra líf, og kæri mig ekki um, að eg sé
mintur á þáð. Hefi nú yfirbugað þjáningar
mínar og- náð friðarhöfn. Það hélt eg að
minsta kosti — losnað við hugarangur mitt
og ofsastorminn, er brauzt um í sál minni
eins og þar byggi þúsund árar.” Rödd hans
kafnaði af tilfinningarofsanum, er hann
hafði nú ekki seinustu árin átt við að stríða.
“Eg hefi oft verið að undra mig á því,
Mac, hvað það hefði verið, sem kom þér til
að leita hingáð og staðnæmast hér,” sagði
Slim. Stundum er það manni holt og til
hugarlóttis að brjóta þögn sína — ef mað-
ur getur. ”
“Að rjúfa þögnina — tala! Maður
getur liðið og borið af sér í þögn og vonast
eftir að hugurinn umvefjist gleymskunnar
líknarhjúp. Hann vildi eg eignaist, — þess-
vegna kom eg hingað og hélt að í honum
væri eg nú óhultur. En þetta” — liann reif
sundur símskeytið í smátætlur og kastaði
þeim út í vindinn — “þetta sýnir mér fá-
nýti slíkrar vonar. Systir mín er á leiðinni
hingað. Og með henni er kvenmaðurinn,
sem eg eitt sinn hélt að verða myndi konan
mín. Hún hvarf mér vegna annars manns
— skildi mig eftir. þar sem eg stóð við
altarið og beið þess að líta hana koma inn
um kirkjudymar þangað til mín.”
Nú þagnaði hann meðan hann barðist
við að ná haldi á geðshræring sinni. Þegar
hann eftir stundarþögn hafði nokkurnveginn
náð vanalegu jafnvægi sínu, sagði hann með
hægð: “Hvernig gátu þær komist eftir um
verustað minn? Eg hélt að götuslóð mín
væri hulin og gleymd — eins og eg ætlaðist
til. ” Þrátt fyrir hinn kyrlátari tókn orð-
anna, er fram af vörum hans komu, fyltu nú
óróa-umbrot það rúm í hjarta hans, þar sem
eftir margar þrautir friðurinn hafði að und-
anförnu náð yfirráðunum. Þessari tilfinn-
ing hrinti hann frá sér með viljakraíti
manns, er áður hafði þrautir bugað og sigur
unnið í eigin hjarta. Gat hann nú aftur
gengið í gegnum slíka eldraun og sigrast á
henni?
“Þú verður að fara til móts við þær,
81 im. Eg get það ekki. Verð að fá tóm
til að jafna mig. Þetta kom að mér eins
og þruma úr heiðum himni.”
Hinn maðurinn þagði við þessu nokkra
stund. Eldurinn í pípu hans hafði dáið út.
Hann fylti hana aftur með tóbaki og þrýsti
því vandlega niður með hægð. Þegar hann
svo tók til máls, var eins og hann þyrfti að
hugsa vandlega það sem hann vildi segja.
Rétt áður en eg í vor sem leið fór frá
Montreal hitti eg þar Mrs. Brainard, sem
nú er ekkja. Hún sagði mér, að hún hefði
eitt sinn verið þér kunnug, og sig langaði
til að hitta þig aftur. Af tilviljun komst
eg að því, að hún hefði áður verið Helen
Maitland. Gæti það verið hún. sem þú ert
að tala um?”
“Eg vissi aldrei hvaða nafn hún bæri
eftir giftinguna. Kærði mig ekkert um að
vita það. Hún hafði horfið alveg af lífs-
leið minni.”
“Þetta er mjög aðlaðandi kona,” sagði
Slim.
“Og kemur nú hingað til að státa með
unaðsþokka sinn. ” svaraði Malcolm með
ákefð, er angrið náði aftur haldi á huga
hans.
“Þú hefir orðið fyrir þungri raun.
Mac,” sagði Slim. “En haltu beint fram
gegn þessari þraut. ÍMrðu sjálfur til Cal-
gary og taktu á móti systur þinni og Mrs.
Brainard, Þú hafðir áður þrek til að sigr-
ast á þessu. Og það sem þú hefir einu sinni
getað, ættir ]>ú að geta aftur gert. ”
Slim sagði þetta með óvanalega ein-
lægnislegum hreim í röddinni. Inst í hug-
anum fann hann til samvizkubits út af því
að hafa, þótt óviljandi væri, gefið vin sinn
andstæðingunum á hönd, því það var hann,
sem skýrt hafði frá því hvar Southem væri
að leita. Þá hafði honum ekki dottið í hug
að afleiðing þess yrði önnur en ef til vildi
bréf frá Mrs. Brainard til að minnast aftur
á Soutliem og eggja sig á að fá hann til að
slást í förina til Montreal þá um haustið
til vetursetur. En þetta símskeyti kom nú
í bréfs stað, og gerði afstöðuna honum ó-
geðfelda.
“Eg er hræddur um, ” sagði Malcolm
dauflega, “að engin bardagalöngun sé nú
lengur í mér. Jafnvel karlmenskulundinni
í mér var veitt svöðusáí, annars hefði eg
tekið aftur upp lífsþráð minn og spunnið
hann sem bezt eg gæti. Það hefir hlotið að
vera heigulsken'd í eðli mínu. og vera þar
enn, því eg er nú huglaus. Afskaplega ótta-
sleginn við það sem fram undan mér ligg-
ur. ” Hann sneri sér ákyndilega við og
þrammaði niður eftir djúptroðnu fjalla-
slóðinni ofan í árgljúfrin, þaðan sem niður-
inn barst frá elfinni, er um grýtta1 leið rann
langt þar fyrir neðan.
+ + +
Fimm ár vora nú liðin frá deginum,
þegar Sertánda stræti í Washington, alt frá
Lafayette Park til K-strætis, var alsett
skrautreiðum ásamt leigubílum hér og þar
inn á milli. Hinir fögru gluggar gömlu St.
Johns kirkjunnar skrautlegu gáfu frá sér
mjúkan ljósaljóma og gegnum virðuleg
bogagöng hennar svifu hópar hefðarfóllcs;
sendiherrar, ráðherrar. dómarar úr yfirrétt-
inum og fjölskyldur valins samkvæmislífs-
stéttanna, er alt stefndi inn í hið skrautlega
og ljósumfylta musteri.
Blómskrúðið lá í löngum iöðum á báða
bóga um ganga og kór, og blandaði blædýrð
sinni við litauðgi skrautkjólanna, skínandi
gimsteina og annara fegurðardjásna hefð-
arfrúnna. Þetta var kveldið, er þau Helen
Maitland og ]\Ialcolm Southern skyldi vígj-
ast til heilags hjónabands, og húsið þétt-
skipað alt til dyra viðhafnargestunum, er
ókyrrast tóku, þegar brúðin lét þá bíða sín
lengur en venjulegt var við svona athafnir.
En svo féll skyndilega kyrð á um alt húsið
og hinir lágu og laðandi orgeltónar hættu
er presturinn gekk inn í kórinn og leit aug-
um út yfir hinn fríða gestahóp, er kirkjuna
fylti. Nokkur augnablik stóð hann þarna
þegjandi með augnn á bréfmiða, sem hann
hélt á í hendinni. Svo sagði hann í mál-
rómi, sem engan veginn var laus við klökkva-
titring, því Maloolm Southern var góður
vinur hans:
“Hér fer nú ekki fram nein giftingar-
athöfn. Eg bið þá, sem hér eru staddir, að
ganga kyrlátlega út úr kirkjunni.”
Malcolm, sem naumast fékk trúað sín-
um eign eyrum, gekk eins og í leiðslu gegn-
um skrúðhúsdyrnar út í næturhúmið.
Innan klukkustundar komii auka-útgáf-
ur dagblaðanna með þá fregn, að Helen
Maitland og maðurinn, sem hún hefði vígst
heilögu hjónabandi í prestssetri St. Markús-
ar kirkjunnar, þvers um bæinn gegnt gamla
St. Johns musterinu, hefði lagt á stað frá
Union-stöðinni áleiðis til New York í víð-
förla langferð umhverfis jörðina.
Þrunginn af örvænting og hugarkvöl út
af því, að konan, sem hann elskaði, hafði
brugðist honum, lagði Malcolm Southern á
stað frá 'VVashington kvöldið þetta, er honum
fanst sem lífstilverunnar lokastund fyrir
sig. Enga greinilega hugmynd hafði hann
um það þá hvert halda skyldi, en inni í
dofnum huga hans vaknaði þó að lokum
endurminning um staðinn, er hann gæti far-
ið til, þar sem götuslóð lægi upp að smá-
hýsi í fjallshlíð. Þarna í faðmi canadiskra
Klettafjalla skildist honum, að svo miklu
leyti sem föst hugsun náði yfirráðunum, að
hann gæti átt varanlegan samastað. Þar
myndi áhrif hins volduga og hátignarlega
fjallageims vinna bug á hinum óðu umbrot-
um í sál hans, færa honum líknarfró
gleymskunnar hjálpa honum til að vernda
manndóm sinn. Seinna undraði hann sig
á því, hvernig honum hefði komið í huga
þpssi staður, sem fyrir svo löngu hafði
gleymst honum við annir daglegra áhuga-
mála. Þetta var aðeins smáhýsi til sumar-
dvalar, sem hann hafði ásamt tveimur vin-
um sínum dvalið í um fárra vikna bil við
dýraveiðar, er þó síðar varð honum griða-
staður gegn hnýsni og vorkunnarsemi vin-
anna.
Nú var hann enn í þessum hulduheimum
f jallageimsins og stóð við húsdyr sínar star-
andi eins og í leiðslu hugans út yfir ár-
gljúfrin og upp til fjallahnúkanna, er við
blöstu frá verustað hans.
Að baki lians hringaði sig reykjar-
strókurinn beinn upp í hreinan víðbláinn,
úr grjótstrompnum, er hann hafði með ná-
kvæmri vandvirkni hlaðið við gafl tíu feta
kofans, sem áður hafði staðið þarna, en nú
orið að víkja fyrir öðru skýli. sem allmikið
var frábrugðið því er algengt var á slíkum
stöðvum, stærra og rúmbetra, í tveimur
álmum tengdum með þakskýldu anddyri.
Þetta hafði hann bygt með aðstoð nokk-
urra Indíána, sem komið höfðu úr heima-
högum sínum og tjaldað sumarlangt í ár-
gilinu nálægt verustað hans. Það var við
stranga vinnuna, sem blessun gleymskunnar
hlotnaðist honum; þreyttur að kveldi, eftir
hinar honum óvenjulegar athafnir dagsins,
féll liann uppgefinn í væran og draumlaus-
an næturblund.
En hin hrífandi mynd náttúrunnar, er
við blasti alt um kring, þótt starandi augu
Malcolms sæi hana nú ekki, var vissulega
eftirtektarverð, fegurðin mikilúðg og hríf-
andi — sí-iðandi espiviðurinn, blá grenitrén
og furan klæddu hinar bröttu gilshlíðar alt
niður að grjótauðgum árfarveginum, fjalla-
tindarnir teygjandi sig gráir og ægilegir alt
um kring upp í heiðblámann, með hetturnar,
snæviþaktar glitrandi í purpuradýrð há-
loftsins. og efst í fjarlægð merlandi geisla-
flóð strejrmandi um víðan geim þaðan sem
sólarljósið og berar jöklahlíðar féllust í
faðma Hugsanir Malcolms voru hjá mann-
inum, sem farið hafði til móts við hina ó-
boðnu gesti, er nú mátti búast við á hverri
stundu. Aftur var konan að koma inn á
lífsleið hans — koma óboðin og óvelkomin,
leitandi hans í þeim griðastað, er verið hafði
honum skjól og vernd gegn hugsuninni um
hana.
Hann hafði nýlega frétt. að hún hefði
verið ekkja nálega öll árin, sem hann hafði
dvalið þarna í afdalaheimili sínu. Meðan
hann stóð nú þar og beið í skjóli fjallanna,
sem með tignannætti sínum höfðu skapað
hjá honum rólega hugarsjón og enda þessa
stund virtust vefjast um hann blessandi
örmum sínum, barst honum alt í einu
skruðningshljóð frá grjóthnullungi er kast-
aðist niður í gljúfrin, og heyrði á sama
augnabliki sagt í kvörtunarrómi:
“Hamingjan góða, en að hann bróðir
minn skyldi fela sig fyrir ástvinum sínum í
slíku tröllavígi sem þessu. ”
Út af þessum kveinstöfum systur hans
hljómaði um loftið glaðvært hláturshljóð, er
óþægilég áhrif hafði á Malcolm og vakti hjá
honum sárar endurminningar.
“Þetta getur ekki verið, ” hugsaði hann
með sjálfum sér, því jafnvel þótt hláturs-
hljómurinn ómaði í eyrum hans, átti hann
bágt með að trúa því, að hún hefði leitað
hann uppi, og hann staldraði enn við eftir
að heyra málrómsblæ er samstemdi hláturs-
ómnum, sem hann kannaðist svo vel við, og
efaðist nú um að hann gæti, þrátt fvrir á-
kveðinn ásetning sinn, komið fram gagnvart
henni eins og ókunnugur maður væri. Þegar
málrómurinn barst nú til hans, liikaði hann
enn við, að ganga á móti gestunum, því nú
heyrði hann hinn sama rómblæ, sömu á-
herzlumar, sama léttlyndishljóminn, sama
hikandi orðalagið, sem svo oft áður fyrri
hafði heillað hann, en nú barst honum aftur,
er hún sagði eins og honum til málsbótar
gegn umkvörtunum systurinnar:
“Geturðu láð honum það? Líttu á sjón-
deildarhringinn hérna. fjallahnjúkana tign-
arlegu og hvítfyssandi fossana stevpast
niður í gljúfrin. Hve loftið hér er líka heil-
næmt og liressandi.”
“Jæja,” svaraði systir hans, “þetta er
kannske hressandi fyrir þig, en mér eins og
örðug fjallgönguför. Og auk þess finst mér
nú þessi söðull minn fremur ómjúkur, eftir
að hafa setið í honum klukkustundum sam-
an.”
“Hér eru leiðarlok,” kallaði Malcolm
um leið og hann nú gaf sig fram og bætti
við. “Eg sé það nú, Jaoqueline, að þú held-
ur enn af ]>eim leik, að sækja að manni ó-
vöram, þó þú ættir að vera nógu gömul til
að kunna þig betur.” Hann óskaði þess
með sjálfum sér, að hann hefði getað sagt
þetta í vingjarnlegri tón, en komu þeirra bar
svo bráðan að, og hann hafði ekki náð valdi
yfir sér sem skyldi.
“Eg vona, Malcolm, að heimsókn okkar
sé þér ]ió ekki ógeðfeld,” sagðl Helen í
mjúkum og honum of minnisstæðum rómi.
“Jack hefði farið hingað einsömul, nema
af því eg félst á að fara með henni. Eg
er nú að undra mig út af því, hvernig þú
takir á móti okkur. Hreinskilnislega jatað,
langaði mig til að hitta þig — sem og allir
gömlu vinimir vildu gjarnan geta gert,”
bætti hún við eins og, í eftirþanka.
Hann leit beint framan í hana með ein-
kennilega rannsakandi augnabráði. “Liðnu
árin hafa farið mjúkum höndum um l>ig,”
sagði hann með kuldalegu látbragði. “Þú
ert furðanlega lítið umbreytt. ”
Hún bandaði með óþolinmóðri handar-
sveiflu við þessari athugasemd lians, en
gat ekki varist ofurlitlum titringi í röddinni
er hún svaraði: “Mér fanst eg mega til að
hitta ]>ig, Malcolm, og hefi beðið alt til
þessa, í þeirri von að þú kæmir aftur til
Washington. En ]>ú komst ekki — og eg
varð þá að fara til þín.”
1 augum mannsins tendraðist reiði-
glampi. sem liann reyndi ekkert til að dylja.
“Það væri bezt, Helen, að róta ekkert við
kaldri öskunni. Látum liðna tíð liggja í
þagnargildi. Eg kæri mig ekkert um að
vokja upp endurminningar hennar.”
“Svo þú hefir gleymt henni?”
“Nei. En þegar ástn deyr, þá tekur
friðarkendin sæti hennar. ”
“Þú hefir þá fundið liér nægjuseminnar
dís?”
“Já.” svaraði liann styttingslega, með
gremju í rómnum út af ágengni hennar, og
steig um leið út af götunni í því skyni að
hún héldi áfram á undan honum upp að hús-
inu, en leit svo niður eftir troðningnum er
þær höfðu ferðast um, og spurði:
“Hvar er Slim? Vissulega liafið ]>ið
ekki lagt fvlgdarlaust á stað hingað upp í
fjöllin.”
“Hesturinn hans féll um með hann.”
svaraði hún. “Við erum hræddar um að
hann hafi meitt sig allmikið, því hann bað
að segja þér. að hann þyrfti lijálpar við.”
“Þetta er sameiginleg hrakför fyrir
hest og mann,” sagði Slim glaðlega, ]>egar
Malcolm kom til hans nokkru síðar. “Hest-
urinn steig niður í liolu og eg kastaðist fram
af honum, en reyndi þó að staulast áfram
sem eg ekki gat. ” Slim var all-mikið meidd-
ur og það var enginn gamanleikur, að koma
honum heim. Hvorugur þeirra hefði getað
sagt greinilegilega frá hvernig sú ferð tókst,
en þeir fengu að lokum klöngrast uyip eftir
lirjóstrugri krókaléiðinni, með harmkvæl-
um, sem aldrei virtust adla að taka enda.
Þegar þeir komu ínn í herbergið, gretti Slim
sig framan í konumar tvær og kastaðist svo
niður í yfirliði.
“Hann cr mjög ásjálegur maður,” sagði
Malcolm nokkru seinna þar sem þau stóðu
yfir Jiessum Ijósa risa, og höfðu búið um
hann eftir beztu föngum. “Fyrir fimm ár-
um hittumst við á fjallaslóðinni, með sinn
malpokann hvor á bakinu. Það var hin
skynsamlega og óbrotna framkoma hans.
sem lrjálpaði mér til að ná sönsunum aftur
— og svo laðandi áhrif fjallageimsins. Þú
spvrð hvort eg hafi glevmt fyrri tíð. Nei,
en í háfjallakyrðinni hefir mér skilist þetta:
að utan okkar sjálfra er eitthvert annað og
meira afl, sem fyrst kennir manni þolgæði
og skapar honum síðan hjartafrið.”
Þessi ákveðnu orð hans og ávítunar-
hroimur raddarinnar settu titring að Ilelén
og hún hugsaði með undran um það, livort
hin volduga fjallaauðn, sem skapað gat hon-
um ró í hjarta, gæti lægt hugarangur lienn-
ar og samvizkubit út af þætti þeim er hún
liafði spunnið í lífsvef hans.
Hann sneri sér frá henni, lagði hand-
legginn utan um systur sína og þrýsti henni
upp að sér. “Eg hefi sannarlega gaman af
að sjá þig hér, Jack, og ykkur Mrs. Brain-
ard getur liðið bærilega þann stutta tíma,
sem þið tefjið hér.”
‘,‘Hví stu'ttan tíma, Mac? Við komum
til langrar heimsóknar-dvalar.”
“Þú ert ókunnug þessu landsvæði.
Fjögra þumlunga snjór féll vlð Lewis-vatn
fyrir viku síðan, sem er aðvörun þe^s hvað
í vændum er. Þegar þið hafið hvílst og náð
ykkur eftir ferðina hingað, fer eg með ykk-
ur til Nordegg.”
“Ekki lengra?” stamaði Helen með
klökkva í rómnum.
“Nei. eg er ánægður hér. Náttúran
hefir reynst mér sannari vinur heldur en
mannfélagið, sem eg bar traust til,” svaraði
Malcolm og kinkaði um leið kolli til fjar-
lægra fjallaitindanna, er hann bætti við:
“Þeir voru og eru míns frjálsræðis skjól.”
En jafnvel meðan hann mælti þessi orð
hreyfði sér innra hjá honum vafaspurning
um það, hvort þessi með þrautum unna ró-
semi hansi væri ekki aðeins látalæti, er hyrfi
við frekari áreynslu. Hið fyrrum lokkandi
töframagn var allareiðu farið að segja til
sín með eggjandi áhrifum frá nærveru henn-
ar, er vakti þá spurning í huga hans, hvort
hann eft.ir alt væri nú ekki sjálfur í flokki
þeirra manna, sem aldrei gæti gleymt þeirri
kvenveru, sem haldið hefði öllu ráði þeirra í
hendi sér og síðan eyðilagt þá.