Lögberg - 27.06.1940, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JúNí, 1940
&
alls kristilegs, mun af því lýsa hvað mjög sem dimmir
yfir. Það er þetta og þetta einungis, sem getur verið að
liði, þegar kosti kirkjunnar er þröngvað og horfurnar
verða eins viðsjárverðar og raun er á um sífelt vaxandi
svið, með sífelt vaxandi hættu fyrir þau lönd, sem enn eru
niinna snortin.
Með þessu er ekki átt við að hinn eini verulegi styrkur
trúarlífsins sé í því fólginn að kenna mönnum að þola mót-
byr og mæðu án þess að örvinglast. Það er stórt atriði,
sem ekki ber að lítilsvirða. f hinni ýtrustu neyð er það
hið eina, sem verulega kemur til greina. Það er mikils um
vert ef kirkja og kristni geta veitt þar fullnægju. En meira
þarf til. Að varðveita trú á sigurmátt Guðs og hins góða
hvað oft og hvað lengi, sem dregur fyrir sól, gengur lengra
en það eitt að þola og bera. Það gefur mönnum von og
fullvissu um merkingu lífsins og verðmæti þess, sem er
þeim algjört skilyrði fyrir að geta beitt sér réttilega til
heilla og sigurs. Vitanlega má þetta ekki vera nein blind
hjartsýni, sem lokar auguin fyrir veruleikanum og treystir
því að vel rætist fram úr án tillits til þess hvernig menn-
irnir sjálfir haga sér og beita. En að halda við og glæða
heilbrigða von samfara ábyrgðartilfinningu er hlutverk
samboðið kirkju Krists, sem á krossinn að sigurmerki og
táknar með honum sigur mitt í ósigri. Sigurvissa obeldis-
ins fer um heiminn með hyr miklum. Kirkja Krists getur
lagt til stærri von og heillavænlegri sem leiðarstjörnu mann-
anna börnum. Það er hennar heilaga hlutverk nú eins og
svo oft áður, þegar mest hefir þurft við, að lýsa leið til
niöguleika og tækifæra til lífs, sem betur fullnægja þörf
og velferð. Þetta verður einungis níeð því móti að kristnir
menn ræki með alúð kristilegan hugsunarhátt og hjartalag,
beri byrðar lífsins með kristilegu hugrekki og von, og vaxi
i glöggskygni á tækifæri til að heimfæra heilbrigði trúar-
áhrifanna í umbrotum lífsins.
Til alls þessa þarf kirkjan að sækjast eftir ríkum skerl'i
af náðargjötum Guðs. Hún þarf að eiga sanna auðmýkt
til að þekkja sína eigin fullkomleika og áræði til að treysta
kristilegum áhrifum og aðferðum fram yfir skammsýn
heimshyggju bjargráð. Hún þarf að læra að sameina krafta
sína þannig að óþarfir klofningar og sundrung innbyrðis
.ekki standi fyrir þrifum. Hún þarf að eiga umburðarlyndi
kærleikans í garð allra manna, en bera því jafnhliða stöð-
ugt vitni að ofbeldið eitt til úrslita í málum mannanna,
getur aldrei orðið til sannrar g'æfu. Hún þarf að hefja það
að bróðurandinn einn þarf og á að umskapa mannlífið alt
og sameina hugina í einingu réttlætis, mannúðar og þjón-
ustu til sameiginlegrar velferðar. Hvað oft sem þessi leið
er lítilsvirt og friðarhugsjónin fótum troðin af ofbeldi,
þarf hin kristilega hugsjón að lifa og skilningur á því að
breytt hugarfar einstaklinga liggur til grundvallar allri
sannri framför. Stryjaldir eru óumflýjanlegar þegar alsak-
lausar þjóðir, sem þráð hafa það eitt að fá að lifa Iífi sínu
óáreittar, verða fyrir árásum. Þó þetta verði að bæla niður
eins og upphlaup i horg, er úrlausnin ekki í því einvörð-
ungu, heldur þurfa að komast að hin græðandi og blessandi
áhrif hins kristilega bróðuranda, sem ekki aðeins fyrirgefur
alt að sjötíu sinnum sjö sinnum, heldur vill ákveðið beina
áhrifum að því að miða alt skipulag lífsins við umhyggju
fyrir velferð allra manna. Til alls þessa þarf kristin
kirkja að gera sér grein fyrir að hún þarfnast ekki einungis
þess að eiga góðar hvatir og tilfinningar, heldur líka sanna
vizku, sem þroskast við að hagnýta alt, sem samboðið er
köllun hennar undir áhrifum Guðs.
Þó vér séum “fáir, fátækir smáir,” þá blasir við oss
hið sama viðhorf og kristninni í heild sinni. Einnig hinar
sömu skyldur, hið sama hlutverk. Hér í álfu er oss enn
hlíft við hinni sárustu reynslu, J>ó samhygð og kend með
öllum í hinni ýtrustu neyð ættu að gefa oss vaxandi hlut-
deild í þeirri byrði er i raun réttri hvílir á öllum heiini. Þó
verkahringur vor sé smár og áhrif vor hverfandi, dregur
það ekki úr ábyrgð vorri að sýna og rækja kristilegt hugar-
far og lifsferil ennþá fremur vegna þess að ástæður eru ’svo
alvarlegar í þeirri fullvissu trú að einungis eftir þeirri leið
getur nokkur sönn og sameiginleg velferð eflst. Viðleitni
vor í’ kristilega átt þarf að draga úr öllum sérgæðingshætti
og skorti á samtökum og samvinnu inn á við á meðal okkar
sjálfra, og út á við þörfnumst vér skilnings og bróðurhugs í
rikum mæli gagnvart öllum án undantekningar, en til sam-
vinnu með þeim sérstaklega, er með oss eiga sammerkt i
því að sjá í samfélaginu við Drottinn Jesúm og í leiðbein-
ingu hans anda hina einu hjálpræðisleið fyrir mennina.
Hin yfirstandandi öld þarfnast mjög þess vitnisburðar i
þjónustu og lífi, sein sú trú flytur með sér, þar sem hún er
einlæg og þroskuð. Það sem er smátt og lítið áberandi,
getur orðið stórt i áhrifum og afleiðingum.
-f -f *
Harmur var að oss kveðinn er séra Jóhann Bjarnason
skrifari kirkjúfélagsins nú í fimtán árin síðustu, varð bráð-
kvaddur að heiinili sinu í Selkirk, íimtudaginn 18. janúar
síðastliðinn. Sem embættismaður kirkjufélagsins, kenni-
öiaður og einstaklingur hafði hann áunnið sér hylli og
virðingu fyrir vel unnið lífsstarf. Hann var gæddur ágætum
hæfileikum, var áhugamikill trúmaður og ötull starfs-
maður í hvívetna. Um þrjátíu og tveggja ára skeið hafði
hann starfað sem prestur í kirkjufélagi voru. Verk hans
^ylgja honum. Vér munum ætíð minnast hans ineð þakk-
ladi. Hann var trúr og yfirlætislaus í lífi og starfi. Ekkju
han6, frú Helgu, börnum hans dg ástmennuih öllum tjáum
vér samhygð vora í þeirra þunga missi.
Einnig er að minnast fráfalls annars starfsmanns félags
v°rs, Thorsteins E. ITiorsteinson, er um langt skeið hefir
verið yfirskoðunarinaður reikninga kirkjufélagsins. Bar
dauða hans að eftir stutta legu. Var hann kirkjufélagi voru
mjög þarfur maður og veitti þvi þýðingarmikla þjónustu
endurgjaldslaust. Hann tók mikinn og góðan þátt í sunnu-
^agaskólastarfi í söfnuði sinum (Fyrsta lúterska söfnuði)
°g var yfirleitt áhugamaður um kristileg mál. Um fjórðung
aldar gegndi hann starfi sem bankastjóri í Winnipeg. Síðan
Vel þektur umsýslumaður og altaf tilþrifamaður í íslenzk-
um félagsskap. Vér samhryggjumst ekkju hans, frú Svövu
°g hörnum þeirra.
-f -f -f
Safnaðatala vor mun vera hin sama og á síðasta kirkju-
Þingi. Annars gefur skýrsla skrifara nákvæmt yfirlit yfir
tölu safnaða, meðlima þeirra og ýmislegt er við kemur á-
stæðum þeirra og starfi. Verður því einungis vitnað til
þess hér.
Nokkrar breytingar hafa orðið á tilhögun starfs og
Pfestakalla og skipun presta á þessu ári. Séra Carl J. Olson
tók við starfi í Vatnabygðunum í Saskatchewan að áliðnu
S1ðasta sumri með aðsetur lengst af í Foam Lake. Starfaði
honn með samþykki voru undir umsjón United Lutheran
t^hurch in America, með þeim skilningi að þegar útkljáð
væri um inngöngu kirkjufélags vors í þá stóru heild, yrði
ákveðið nánar um starfið á þessum stöðvum samkvæmt
vali safnaðanna. Vonum vér ákveðið að á næsta ári verði
þetta starf ákveðið á vegum kirkjufélags vors.
Melanktonsöfnuður i Upham, North Dakota, sótti um
inngöngu laust fyrir áramótin síðustu í prestakall séra
Egils H. Fáfnis. Var það veitt. Teljast því fimm söfnuðir
nú i þvi prestakalli.
Selkirk söfnuður varð aftur prestsþjónustulaus við frá-
fall séra Jóhanns Bjarnasonar. En nú nýafstaðið hefir
hann sent köllun séra Sigurði ólafsson í Árborg, og hefir
hann tekið kölluninni. Mun, hann taka við starfi í Selkirk
seint á þessu sumri. Rætist þannig frábærlega vel úr fyrir
Selkirk söfnuði, en stórt og þýðingarmikið prestakall í
Norður Nýja íslandi verður autt. Vonandi er að sem allra
fyrst verði hægt að bæta úr því.
Séra Guðmundur P. Johnson í Blaine hefir enn ekki
fengið sig leystan frá Manitoba sýnódunni eftir venjulegri
leið. Tel eg þetta einungis formsatriði, því hann er nú
orðinn fastur prestur hjá Blaine söfnuði. Legg eg til að
hann sé viðurkendur á ný sem prestur kirkjufélags vors,
samkvæmt ósk hans sjálfs. Er séra Guðmundur húinn að
ávinna sér mikla hylli i Blaine og gengur starfið inæta vel
að allra kunnugra dómi.
Það er mikil uppörfun í sambandi við framtíðarhorfur
vorar að nú er betra útlit með aukna krafta til prestsþjón-
ustu. Harold Sigmar yngri hefir ákvarðað sig að byrja guð-
fræðinám á komandi hausti við prestaskólann lúterska í
Mt. Airy, Philadelphia. Annar ungur maður með Collegf
inentun, Jónas Rafnkelsson, hefir hug á þvi einnig að stunda
guðfræðinám. Enn aðrir, sem ekki eru komnir eins langt
áleiðis, hafa líka löngun og ásetning að gerast prestar. Er
þetta gleðilegt vormerki í starfinu, sem mun að einhverju
leyti standa í sambandi við breyttar horfur út af væntanlegri
inngöngu kirkjufélagsins í United Lutheran Church in
Ainerica. Þá má einnig benda á að betri von virðist á því
að fá til baka til vor aftur í starfið hæfa menn, sein um
hríð hafa verið burtu frá oss. Þetta alt skiftir mjög máli,
því án starfsmanna á starfið énga framtíð.
Starfsmálin krefjast svo athygli.
Innynnga kirkjufélagsins í United Lutheran Church in
America. — Eg vík að þessu fyrst, því um það verður ekki
vilst að það hefir verið aðal mál vort á þessu ári. Menn
minnast hvernig að gengið var frá því á síðasta kirkjuþingi.
Þar var lýst yfir með samþykt, er aðeins skorti þrjú eða
fjögur atkvæði á að vera í einu hljóði, að það væri álit
þingsins að kirkjufélaginu bæri nú að ganga inn í United
Lutheran Church in America. Einnig var framkvæmda-
nefndinni íalið að leggja málið fyrir söfnuðina til úrslita,
liðsinna þeiin með leiðbeiningum og upplýsingum og til-
kynna svo og framkvæma úrslit þau er málið yrði fyrir.
Þessu hefir nefndin leitast við að framfylgja eftir beztu
getu. Fyrst fékk hún ráðstafað þvi að Dr. F. H. Knubel.
íorseti United Lutheran Church in America, flutti erindi í
Winnipeg. Fekk nokkur hópur leikmanna og presta hlýtt
á hann þar og fengið úrlausn á spurningum málinu við-
víkandi. Einnig átti framkvæmdanefndin itarlegt tal við
hann, og gaf hann henni hin glöggustu skil á öllu er hann
var um spurður. Nefndin ráðstafaði svo því að séra Valdi-
mar J. Eylands flytti erindi um málið í útvarpið frá Winni-
j>eg. Hann útskýrði málið mjög rækilega. Þetta erindi var
svo aukið og birt í Sameiningunni og úthýtt til safnaðanna.
Auk þess flutti forseti erindi um málið í nokkrum söfnuð-
um og svaraði fyrirspurnum. Svo hafa allir meðlimir
nefndarinnar átt þátt í því að skýra málið munnlega f sam-
ræðum, bréflega og á fundum. Svo hefir málið komið fyrir
söfnuðina og hefir atkvæðagreiðsla farið fram í 36 söfnuð-
um er telja yfir 90 prósent af meðlimum kirkjufélagsins.
Með inngöngunni hafa fallið atkvæði í 28 söfnuðum, en á
móti í 8 söfnuðum. Söfnuðir þeir er samþykt hafa inn-
gönguna telja 370 fermda meðlimi frarn yfir tvo þriðju af
fermdum meðlimum alls kirkjufélagsins. Tilkynni eg hér
fyrir hönd nefndarinnar að hún fann inngöngu kirkjufé-
lagsins í United Lutheran Church in America því samþýkta
og heíir framkvæmt úrslitin með því að senda inngöngu-
beiðni í United Lutheran Ghurch in America til Dr. F. H.
Knubel forseta þess félags. Kemur beiðni þessi fyrst fyrir
framkvæmdarnefnd þess félags og síðan til fullnaðarúrslita
á alsherjar þingi þess í Omaha i október næstkomandi. Er
málið því að öllu leyti afgreitt samkvæmt ráðstöfun síðasta
kirkjuþings. — Ef framkvæmdanefnd U.L.C.A. samþykkir
inngöngubeiðni vora, þá er ætlast til að erindrekar frá
kirkjufélagi voru — einn kennimaður og einn leikinaður
— sæki þingið í Omaha fyrir okkar hönd.
Æskilegt hefði verið að mál þetta hefði fengið einhuga
fylgi í öllum söfnuðum vorum. Sjaldnast er það þó unt í
ríki eða kirkju þó um áríðandi mál sé að ræða. öll félags-
leg og borgaraleg samvinna hvílir á því í lýðræðislöndum
að atkvæðamagn ráði úrslitum og að minnihluti sætti sig
við úrslitin. Minni hlutans tækifæri kemur aftur til greina
ef ráðstöfun sú er gerð hefir verið ekki reynist vel. Hefir
það að jafnaði mjög heilbrigð áhrif á meðferð mála og er
ein af öryggis aðferðum lýðræðisins. — Því miður hefir
einn söfnuður — Garðarsöfnuður i Norður Dakota — til-
kyilt að hann segi sig úr kirkjufélaginu ef af inngöngunni
verði. Kemur það ekki i ljós til fullnustu hvort inngangan
tekst fyr en í október að þing U.L.C.A. verður haldið i
Omaha. Eg vil vona og treysta að við frekari íhugun kom-
ist þeir allir, er þessari ráðstöfun hafa verið andvígir, að
þeirri niðurstöðu að heppilegt sé að gefa reynslunni tækifæri
að sýna hvernig þetta gefst, en hrapi ekki að því að grípa
til annara úrræða. Eg er þess fullviss að reynslan verði
farsælust til að leiða í Ijós gildi þess er gjört er, eða hið
gagnstæða.
Heimatrúboð. Auk þess er séra Carl J. Olson hefir
unnið á sviði er heyrir undir kirkjufélag vort bæði að
Langruth og í Saskatchewan, starfaði forseti kirkjufélags-
ins frá kirkjuþingi til júlí mánaðar loka að Lundar, norður
með Manitobavatni lengra, og siðast að Upham í Norður
Dakota. Síðan hefir hann auk þess að þjóna söfnuði sínum
í Seattle, flutt guðsþjónustur í Vancouver einu sinni í
mánuði og tvisvar í mánuði að Pt. Roberts um sex mánaða
bil. Til þess að anna þessu þurfti hann nokkrum sinnum
að flytja guðsþjónustur á öllum þremur stöðunum sama
sunnudaginn. Starf forseta var stutt sem nemur $300 af
kirkjufélaginu. Nokkrir af prestum kirkjufélagsins er
þjóna föstum prestaköllum hafa orðið við tilmælum síð-
asta kirkjuþings og með samþykki safnaða sinna farið yfir
eina helgi til prestslausra safnaða og veitt þjónustu. Mér
er kunnugt um þá, séra Valdiinar, séra Egil, séra Sigurð
ólafsson og séra S. S. Christopherson, er allir veittu slíka
hjálp. Ef til vill hafa fleiri af prestunuin verið að verki.
Vitanlega hefir þessi viðleitni öll ekki fullnægt þörfunum,
en á öðru var ekki val með þeim kröftum sem á var að
skipa. Hér verður á þessu þingi Dr. Tappert er hefir um-
sjón á heimatrúboði fyrir U.L.C.A. og flytur erindi. Gerum
vér oss von um að væntanleg samvinna við þá heild verði
starfinu til eflingar, einkum nú er auknir starfskraftar
virðast í vændum. Eftir samtal við Dr. Tappert verður
betur unt að ákveða starf fyrir framtíðina.
Erlent trúboð. Trúboðshjónin séra Octavíus Thorlaks-
son og frú Thorlaksson sneru aftur til starfsins í Japan
siðastl. haust eftir að dvelja hér í Ameríku nokkuð á annað
ár. Fréttir frá þeim hafa komið í Sameiningunni. Þau
höfðu heimsótt allmarga af söfnuðum vorum og flutt mál-
efni trúboðsins. Vér leggjum, því miður, litið til þessa
málefnis. Á þessu ári hafa verið sendir $400.00 til féhirðis
trúboðsnefndarinnar i U.L.C.A. Hvað inn hefir komið ná-
kvæmlega ber skýrsla féhirðis með sér. Það gengur erfitt
að auka áhuga fyrir þessu málefni eins og skyldi. Vér von-
um að í þvi efni einnig verði samband við stærri heild
heillavæníegt.
Ungmennastarfið. Nefndin í þvi máli skýrir þingi frá
framkvæmdum. Einnig verður venjulegt ungmennamót á
laugardagskvöldið 22. júní. Þar að auki verður “Kristilegt
ungmennastarf” rætt á trúmálafundi þingsins. Vort mest
áríðandi mál er að hafa lagt á því að vinna æskulýðinn
til trygðar við kristileg mál og hugsjónir. Þökk sé þeim
leiðtogum vorum er fyrir þessu máli beita sér sérstaklega.
Vér vildum styrkja hendur þeirra, en margfalt meira þarf
til.
Kristileg uppfræðsla. Þetta er náknýtt ungmennastarf-
inu ofangreinda. Hjá oss er starf kirkjunnar í þessu efni
einkum tengt við sunnudagaskólana og uppfræðslu undir
íermingu. Allir prestarnir munu reyna að gera sitt ýtrasta
til þess að undirbúningurinn undir fermingu megi vera sem
vandaðastur. En vitanlega finnum við allir til þess að
mikið vantar á að við náum! því takmarki, sem við vilduin.
Hjá prestlausum söfnuðum verður vandinn enn meiri. Al-
staðar þar sem sunnudagaskólar eru, veita þeir hinn mesta
stuðning. En sunnudagaskólastarfið er mest komið undir
hæfum kennurum, góðuin kenslutækjum og stuðningi og
samvinnu heimilaiina. Góð kenslutæki er auðvelt að fá.
The Christian Life Course, gefið út af U.L.C.A. er sönn
fyrir mynd. Mun það notað í mjög mörgum sunnudaga-
skólum voruin. Kemur það þvi fremur að liði sem víðast
vegna þess að mikið eða mest af kenslunni fer orðið fram
á ensku. — lvennaravalið og samvinna heimilanna við
sunnudagaskólana er meiri vandkvæðum háð. Miklar
þakkir á Bandalag lúterskra kvenna fyrir að stofna til
námsskeiðs fyrir sunnudagaskólakennara og aðra í Camp
nálægt Gimli í ágúst mánuði á liðnu sumri. Stóð náms-
skeiðið í tíu daga og fékk ágæta aðsókn (52). Láta allir
hið bezta af mótinu. Hefir Bandalagið í undirbúningi
annað slíkt mót á þessu sumri á sama stað. Að sjálfsögðu
vill kirkjufélagið styðja þetta af ráði og dáð. Ætti þetta að
vera mikill stuðningur i því að undirbúa hæfa kennara fyr-
ir þann hluta kirkjufélagsins er getur hagnýtt sér mótið.
Eg vildi mæla með því sterklega að mótið fái sem bezta
aðsókn um leið og eg vil tjá Bandalagi lúterskra kvenna
alúðarþakkir fyrir mjög þarft fyrirtæki. Ýmsir af kennur-
um og kennaraefnum, sem ekki eiga kost á að sækja þetta
mót, eiga kost á því, að nota námsskeið innlend í sinu ná-
grenni, sem nú eru orðin mjög tíð. Ætti það einngi að geta
verið til mikils gagns. Samvinna við heimilin fæst bezt
þannig að hægt sé að vekja hjá þeim skilning á því að krist-
in heimili þurfa og eiga aðverakenslustofnanir. Að þau geta
í þessu tilliti verið að meira liði, en nokkur önnur stofnun,
og mega ekki varpa allri sinni áhyggju upp á aðra. Það
þarf á hvatningar og fræðslustarfi að halda fyrir hina full-
orðnu. Eg hefi reynt það í mínum eigin söfnuði að hafa
fellowship meetings innan safnaðarins á eftir guðsþjónust-
um til þess með samtali að auka þekkingu og skilning á
starfi og þörfum safnaðarins sjálfs. Margir safnaðarmenn
eru furðu ófróðir í þeim efnum, inálefninu til skaða. Hefir
þetta gefist furðu vel. Það má færa út þessa aðferð til að
glæða og auka skilning og þekkingu á öllu kristilegu, þar á
meðal nauðsyn á samvinnu milli heimilanna og sunnudaga-
skólans. Áframhaldsfræðsla hinna fullorðnu í veradleg-
uin efnum er nú að verða að stóratriði í veraldlegum
kenslumálum. Á hinu sama er þörf í kristilegum efnum.
Gott spor í átlina er líka útbreiðslu kirkjulegra og kristi-
legra rita og lestur þeirra. Er það þarft starf fyrir leik-
menn og presta að útbreiða Sameininguna og önnur kristileg
rit.
Mannfélagsmál og kirkjan. Það mannfélagsmál er nú
þrýstir að mönnum athygli er stríð eða styrjaldir. Hugur
manna ex eðlilega allur bundinn við þá eldraun, sem yíir
heiminn er að ganga. Kirkjan hefir lagt ýinislegt til þess-
ara mála meðan friður hélst, en með aðkomu styrjaldar
verður hið eina er kemst að oftast hver ráð séu til að binda
farsælan enda á stríð það er yfir stendur. Þó má benda á
ýmislegt, sem nú er á döfinni í þessu efni og á rót sína að
rekja til áhrifa kirkjunnar, beint eða óbeint. Meðal lýð-
veldisþjóðanna er orðin sterk tilfinning fyrir því að stríð
séu óheppileg og óhæf aðferð til að útkljá ágreiningsmál.
Mikill hluti kirkjunnar mundi bæta við að það sé ókristileg
aðferð. En í þessum synduga heimi verður hún ekki um-
flúin eins lengi og ráðist er á alsaklausar og friðelskandi
þjóðir með ofbeldi. — Það er samt mikill gróði að tifinn-
ingin fyrir því að stríð þurfi að gera litlæg er að húa um sig
meir og meir, þó horfurnar nú, því miður, stefni í gagn-
stæða átt. Enginn getur um það spáð hvað upp af því
kann að spretta. Ef að því kemur, eins og maður vöhar* að
saminn verði friður en ekki ofbeldisfriði þröngvað upp á
neina þjóð eða þjóðir, þá þurfa öll siðferðileg og andleg
öfl, í heiminum og þar á meðal kirkjan að beita sér fyrir
að þannig verði gengið frá að ekki verði lagður grundvöllur
til nýrra styrjalda. Þá má benda á að í þessari styrjöld
hefir í brezka veldinu verið tekið margfalt meira tillit til
þeirra, sem samvizku sinnar vegna ekki geta gengið í vig.
Auðvitað er þess gætt að þetta sé ekki notað í blóra, en
þeir sem reynast einlægir fá tækifæri að inna af hendi þegn-
skyldu sina með þvi að bjarga lífi og likna í stað þess að
fremja víg. Gefst þeim kostur á að bera særða af vígvelli
og rækja annað starf, sem ekki er síður ha'ttulegt en að
vera hermaður. Þessi virðing fyrir einstaklingsafstöðunni
i þessu efni er nokkuð nýtt og af kristilegum uppruna. Þá
er ekki að efa að hugur alls fjöldans hér í Canada og
Bandaríkjunum að einræðisrikin bíði ósigur innibindur þá
von að þannig verði hnekt hervaldi og stefnt til friðar. í
þá átt eru einbeitt áhrif mikils hluta kirknanna. — Þá er
atriði í óbeinuin afleiðingum styrjaldarinnar, er sérstaklega
verðskuldar athygli. Þegar í það alvarlegasta kemur og
alls verður að gæta, byrjar takmörkun á framleiðslu á-
(Framh. á bls. 8)