Lögberg


Lögberg - 27.06.1940, Qupperneq 2

Lögberg - 27.06.1940, Qupperneq 2
9 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JúNí, 1940 Niels Dael OG Lísulundur i. Sumarið 1937 brann eg af út- þrá. Eg fann að utanför þá um haustið var nauðsynleg andlegu lífi 'minu. En horfurnar um það, að úr henni gæti orðið, voru att annað en góðar fram eftir sumrinu: Lítill farareyrir og yfirvofandi gjaldeyrisskortur, ef sild brygðist. — En alt fór bet- ur en á horfðist. Síldin varð meiri en nokkuru sinni áður, og fyrir atbeina formanns Gjald- eyris- og innflutningsnefndar, góðkunningja og skólabróður míns, fékk eg gjaldeyrisleyfið.— Fyrsti örðugleikinn var yfirstig- 'inn. — Næst var utanfararleyf- ið, sem sækja varð til biskups. Eg man eftir því, að eg var staddur á skrifstofu hans síðla kvölds. Mér leið þar vel að vanda. Eg mætti þar föðurlegri umhyggju og ástúð. — “Hvernig hafið þér ráð á því, fátækur sveitaprestur, að fara utan til margra mánaða dvalar?” — Eg svaraði með þvi, að vilji minn væri ákveðinn, og þá sjaldan hann væri það, bryti hann sér brautir. — Eg fann að biskupi gast vel að þvi, að eg réðst i ferðalagið og fljótt skfldi eg, að hann vildi greiða götu mína. Hann var hugsi um augnablik og sagði síðan: “Eg á góðan vin, merkilegan frísafnaðarprest og skólastjóra í Liselund hjá Slag- else, Niels Dael. Hann hefir boðið mér að senda til sín ung- an, íslenzkan prest eða guð- fræðikandidat. Eg skal skrifa honum.” Utanfararleyfið var nú veitt, ásamt hlýjum blessunaróskum. Fullur þakklætis kvaddi eg dr. Jón Helgason biskup. stúðlegri né velviljaðri yfirmann hefi eg aldrei þekt. II. Eg og kona min erum stödd i Kaupmannahöfn í miðjum nóv- embermánuði 1937. Einn dag- inn kemur pósturinn með bréf til mín og á baki því stendur: N. Dael, Liselund. Eg gerðist í meira lagi for- vitinn, reif upp bréfið og fór að lesa. En það gekk seint að kom- ast fram úr því, þvi að skriftin var mesta hrafnaspark. Niels Dael segir þar, að hann hafi fengið bréf frá dr. Jóni Helga- syni biskupi, þess efnis, að ung- ur, íslenzkur prestur væri stadd- ur í Kaupmannahöfn og vildi gjarna kynnast Liselundskólan- um.' Dael býður okkur hjónin hjartanlega velkomin til skól- ans og biður okkur að koma strax. En úr því gat ekki orðið, þar sem við vorum ráðin í því að dvelja í Höfn til nóvember- loka. III. Það er 1. desember — full- veldisdagur fslendinga. Regn og dimmviðri er yfir sjálenzku sléttunum, þegar járnbrautar- lestin brunar suður yfir þær, frá Kaupmannahöfn til Slagelse. En rétt utan við Slagelse er Lísu lundarskólinn, og þangað er ferðinni heitið. Eftir fjögra tíma ferð erum við í Slagelse. Þar er hellirign ing. Mér kemur Slagelse ekki með öllu ókunnuglega fyrir, síðan eg og félagar minir vorum að glíma þar fyrir Danskinn fyrir mörgum árum. Þá var að vísu sumar og sól, en nú rigningarkvöld um hávetur. Eftir nokkrar minútur brun- ar bíll með okkur frá bænum. Hann fer krókaleiðir um gamlar götur, en beygir von bráðar inn i þungbúin pílviðartrjágöng. Þar sem þau enda, eygir maður óljóst hliðarmynd af herragarði i gömlum, dönskum stíl. Og jfáum augnablikum síðar ekur bíllinn inn um hliðið og inn í rúmgóðan húsagarð. Við erum komin til Lísulundar. úti á tröppurnar kemur gamall mað- ur, sem hefir þó ekkert útlit til að vera áttræður, eins og biskup sagði Niels Dael vera. En eg þykist vita, að hann sé maður- inn. Hann er ekki sérlega hár, þó nokkuð yfir meðallag. Hann er mikill um brjóst og herðar. Og einhvern tíma hefði eg getað ætlað, að hann hefði haft þriggja karla afl. — Svipfræðingar mundu telja manninn hafa öll einkenni hins sterka vilja. Höf- uðbyggingin öll, hakan, nefið og eyrun hafa óræk viljaeinkenni. — En augun eru full af mann- gæsku og mildi, og brosið lífgar alt andlitið. Þetta er þá Niels Dael, frægur maður um Dan- mörku, Noreg og Svíþjóð og víð- ar sem prédikari og skólamaður, þó að lítt sé hann þektur hér á landi. Hann býður okkur hjart- anlega velkomin til Lísulundar. Hann leiðir okkur gegnum “Munkaganginn” og sýnir okk- ur skólastofurnar, sem okkur lízt einkar vel á. Það leynir sér ekki, að hann er mikill íslands- vinur og veit ótrúlega mikið um ísland af manni, sem aldrei hef- ir þangað komið. Hann minnist komu íslandsbiskups, dr. Jóns Helgasonar, og fyrirlestrahalds hans á Lísulundi fyrir nokkrum árum með miklu þakklæti. Hann telur sér mikla gleði að því að sjá íslendinga á skólanum: Hér eru Danir, Norðmenn og Svíar, en mig vantar Finna og íslend- inga. Skóli minn er opinn öll- um, en einkum Norðurlándabú- um. IB. Áður en eg lýsi skólanum og dvöl minni þar, vil eg minnast æfiatriða þessa merka mánns í nokkurum dráttum. Niels Dael er fæddur á sveita- bæ einum, Suður-Dal á Vendil- skaga, nyrzt á Jótlandi, 16. júní 1857. Er þaðan góð útsýn til Skagerak, en til hafsins beindi sveinninn oft augum sinum í æsku. Á Vendilskaga hefir jafnan búið kjarnafólk, og það leynir sér ekki, að Niels Dael er dálítið upp með sér af þvi að vera Vendilbúi. Eg minnist þess, að einu sinni heyrði eg hann spyrja fermingarbörn sín. Við það tækifæri fór hann að segja þeim frá stríðinu 1846, þegar Prússar og Austurríkis- menn tóku Suður-Jótland frá Dönum. Eg man, með hvílíkri hrifningu hann sagði frá því, að tvær herdeildir danska hers- ins hefðu verið valdar til að verja meginherinn á flóttanum. Þær voru skotspænir óvinaliðs- ins, “dauðahersveitirnar”, og önnur var frá Vendilskaga. Með tárin í augunum sagði hann börnunum frá því, að Vendilbú- ar hefðu verið valdir til að vera hlífðarskjöldur danska hersins á flóttanum. Meirihluti sveitar- innar féll, en hún tafði Prússa og Austurríkismenn í 2—3 klukkustundir, meðan megin- herinn danski komst undan. Niels var á sjöunda árinu, þegar Danir mistu Suður-Jót- land, og fyrstu endurminningar hans eru frá þeim árum. Hann man eftir því, er prússneskir og austurrískir herir komu alla leið inorður á Vendilskaga. Þeir vildu fá þar hesta keypta, en enginn vildi selja þeim. Beittu þeir þá magni hnefaréttarins og tóku hestana, og urðu bændurn- ir að gera sér það að góðu. Stríð er nú einu sinni strið. Faðir Niels Dael var bóndi, Og var fullorðinn maður, er drengurinn fæddist, sem var yngstur í stórum systkinahóp. Faðirinn hafði verið í Napóleons styrjöldunum, öðlast mikla lifs- reynslu og kunni frá mörgu að seRja> því að hann var fróður og minnugur vel. Móðir Niels hét Sara, góð kona og guðrækin, bjartsýn og hjartahlý, boðin og búin til hjálpar hvar sem var, með djúpa samhygð til allra er áttu bágt, hvort heldur þeir liðu af and- legri eða efnalegri neyð. Minn- ist Niels hennar með miklum kærleika, og svo segja kunnugir menn, að hann hafi erft flesta eiginleika hennar. Drengurinn ólst upp við hver þau störf, er komu fyrir heima, og varð snemma þrekmikill og duglegur til allrar vinnu. Sam- fara likamlegu þreki og ósér- hlífni við alla stritvinnu hafði hann ágæta námshæfileika. — Vildu foreldrarnir bæði setja hann til menta, en þá greindi á um það, hvað hann ætti að verða. Faðirinn taldi hann hafa kennarahæfileika, en móðirin, sem var trúuð kona, vildi láta hann læra til prests og þóttist finna hjá honum ákveðna hæfi- leika i þá átt. Bæði sáu rétt, því að seinni tíminn hefir sann- að það, að Niels Dael varð af- bragðs prestur og ágætis kennari í senn. — En sá sem vildi hvor- ugt var Niels. Hann var að vísu mjög fróðleiksfús, og las ósköpin öll um hitt og þetta, en hann vildi ekki læra til þess að hafa atvinnu af því siðar meir, heldur til þess eins að fræðast. — Hann hafði ekki enn fundið sjálfan sig, ekki fundið köllun sína. Það varð ekki fyr en löngu siðar. — Það varð því ekkert úr því, að Niels réðist í langskólanám. Hann hafði ýmu- gust á því, og þóttist af æfisög- um margra manna er hann hafði lesið, merkja það, að langskóla- námið hefti stundum persónu- legan þroska, — væri í vegi fyr- ir því, að hinn rétti maður fengi að vaxa upp og njóta sín. Þegar Niels Dael var 18 ára, gekk hann á landbúnaðarskóla. Að loknu námi gerðist hann bú- stjóri á stórjörð einni heim í sveit sinni. Hann inti af hendi varnarskyldu sína í þjónustu hersins og varð korpórall í Ála- borg. Niels Dael hefir aldrei tekið annað próf en porpórals- próf um dagana. Um það leyti sem hann var i þjónustu hersins, hlustaði hann einu sinni á hinn fræga lýðhá- skólafrömuð L. Schröder frá h3?3 kvænst og verið vígður Askov. Sá atburður hafði mikla þýðingu fyrir Niels Dael. Fyr- irlesarinn hafði svo mikil áhrif á hann, að hann réðst til náms- dvalar á Askov, haustið 1881. f byrjun ætlaði Niels sér að dvelja þar aðeins eitt misseri. En hon- um féll vistin á skólanum svo vel, að hann gat ekki slitið sig þaðan, og dvaldi hann þar vetr- um saman, en vann fyrir sér á sumrin. Dvalartíminn á Askov mótaði hinn unga mann. Þar voru ágætir kennarar og margir þroskaðir nemendur, sem hann batt við órofa trygð, en urðu síðar þekt nöfn i sögu Danmerk- ur. “Andlegan sköpunarlíma” hefir Niels Dael kallað Askov- dvölina jafnan síðan. Lengst af þess tíma var hann þó mjög reikull, því að enn var ekki fyll. ing tímans komin. Viljaþrek hans og skapfesta hafði ekki tekið út sinn vöxt. Og engan grunaði þá, að úr honum yrði eins mikill maður og raun ber nú vitni um. Um þessar mundir trúlofaðisl hann ungri stúlku heima í átt- högum sínum. Martine Jacob- sen að nafni. Það sem einkendi hana öðru fremur var það, hve hún átti hreinan og sterkan vilja. Hann misti hana eftir skamma sambúð, en það var eins og vilji hennar yrði eftir með honum. Varð kynning þeirra og samlíf Niels Dael drjúgur og happasæll skóli. Saknaði Niels unnustu sinnar sárt og innilega. Eftir lát henn- ar sökti hann sér ofan í sálfræði og náttúrufræði, en einkum þó grein grasafræðinnar, og hlaut þar nokkurn frama. En þegar honum bauðst góð staða á þessu sviði, þá var eins og “andinn” léti fyrst alvarlega til sín taka. Nú byrja hin andlegu störf að laða hug hans. Hann elskaði þá sem nú alt sem grær, hvort heldur er á sviði efnij eða anda. En nú var það ræktunin á akri andans, sem hann vidi. Hann hafnaði stöðunni við grasafræði- stofnunina. Hér sem fyr var það hin frábæra frelsisþrá Niels Dael, sem lokaði dyrum laun- aðrar stöðu fyrir honum. Aftur liggur leiðin til Askov. Hann aflar sér þar allmikillar prestlegrar mentunar. Þar voru haldin námskeið fyrir þá, sem vildu verða prestar hjá dönskum söfnuðum í N.-Am. Það var ekki fyr en nú, að hann vissi hvað hann vildi verða—prestur —En hann vildi ekki fara hina venjulegu embættisleið til að ná því marki. Bæði var það, að sú leið var honun móti skapi, og svo var hann orðinn helzti full- orðinn til þess að fara hana. Er Niels Dael hafði dvalið kringum eitt ár i Askov, kom L. Schróder, hinn ágæti kennari hans og vinur, að máli við hann og sagði honum, að hann hefði fengið bréf frá dönskum manni í Suður-Ameríku, er stofnað hefði danska nýlendu í Tandil í Argentínu, all-langt fyrir sunnan Buenor Ayres. Maður- inn gat þess í bréfi sínu, að Tandil-búar óskuðu mjög ein- dregið eftir því að fá danskan prest þangað suður. Hann sagði ennfremur í bréfinu, að engin nauðsyn væri til þess, að hann væri kandidat í guðfræði, en “kjól og kraga” varð hann að hafa til að geta framkvæmt prestsverk. — En Schröder hafði sagt Dael erindi bréfsins, réð hann honum að taka stöðuna Niels Dael var lengi tregur til og átti í miklu sálarstríði um hvað gera skyldi. Honum þótti ilt að yfirgefa fósturlandið, og auk þess fanst honum sem um- hverfið þar syðra myndi ekki falla honum í geð, né einskonar trúarstarf í fjarlægu landi. En nú fyrst hlustar hann alvarlega á sina “innri rödd”, og hún seg- ir að lokum eins og spámaður inn: “Hér er eg, sendu mig.” Árið 1886 leggur Niels Dael upp í hina löngu suðurför eftir Frestið Engu! Pantið Nú! COCKSHUTT NO. 6 HARYESTER COMBINE 5/7" oK «' fitærttir. AthiiKÍfi hinn háa ok wt6t*a korn- jfeymi! af frisafnaðarpresti á eynni Mors í Limafirði. Ferðin til Suður-Ameríku gekk að óskum, þó að hún tæki langan tíma, og dvaldi hann þar árum saman sem eini danski presturinn í Suður-Ameríku. Starf sitt leysti hann prýði- lega af hendi, og kom nú fyrst verulega í ljós, hvílíkur af- bragðsmaður Niels Dael var. Prestakallið var óhemju viðlent. Fór hann oft heilar dagleiðir út fyrir það til danskra manna, er búsettir voru á við og dreif um Argentínu, sem í sjúkdómstil- fellum óskuðu eftir að ná tali af honum. Á þessum dögum voru sam- göngur slæmar í Argentínu. Langferðir sínar allar fór hann á hestbaki. Dag eftir dag reið hann yfir Pampasslétturnar í steikjandi sólarhita og oft við talsverða lífshættu. Einu sinni hafði hann næstum orðið fyrir byssukúlu. Árásarmaðurinn “tók feil” á manni. Niels Dael var engin fórn of stór, er sjúkir og deyjandi landar hans áttu í hlut. Þarna sem annars staðar bar hin rika kærleikslund hans sína ávexti. Hinir miklu erfiðleik- ar, er hann stríddi við, þrosk- uðu vilja hans og hertu hann í hverskonar karln\ensku. Sjálf- ur segir Niels Dael svo frá, að dvölin í Tandil hafi verið sér ómetanlegur skóli og að Guðs vilji hafi leitt spor sín þangað. Síðari árin, sem Niels Dael dvaldi í Suður-Ameríku, bar þungan skugga á æfi hans. Kona hans veiktist af alvarlegum sjúkdómi, og kom betur og betur í 1 jós, að hún þoldi ekki til lengdar loftslagið þar syðra. Sendi hann hana heim til Dan- merkur árið 1896, en fór sjálf- ur ári síðar. — Vissi hann þá ekki betur en að leiðin lægi aftur til Tandil. En það fór nú öðru visi. Læknar töldu heilsu konu Skarar álveg fram úr stœrri gamal- dags Com bines. IIEFIR 20 NÝJ.A AUKAKOSTI • Vér trúum að þessi endurbætta Cockshutt No. 6 sé heims- ins notadrýgsta Combine. Hálf stærð, hálft verð til móts við gamaldags combines, með frábæra kosti til þreskingar. vinnur nákvæmar og þreskir fleiri ekrur á dag en inargar 12 og 15 feta vélar. Fáið allar upplýsingar hjá Cockshutt umboðsmanni. P’ræðist um hina 20 sérkosti, ineiri starfshæfni og aukna þreskingarkosti. COCKSHUTT No. 6B BINDARI Heimsins léttasti bindari í drættil HANN ER BETUR SMÍÐAÐUR—HEFIR 25 SÉRSTÆÐA AUKAKOSTI • Verið viðbúnir að þreskja á skömmum tíma, og spara álitlegt safn af korni. Pantið þenna nýtízku Cockshutt Bindara Nú ÞEGAR! Frá hníf til hnýtara óviðjafnanlegur að styrk og starfshæfni. The 6B á við allar uppskeruaðstæður, hefir marga einkakosti, ásamt skjótvirkri skiftistöng (2 hestar beggja vegna). Skoðið vélina hjá Cockshutt umboðsmanni — og spyrjist jafnframt fyrir um No. 2 Tractor Bindara. KSHUTT PLOW CDMPANY LIMITED WINNIPEG KEGINA SASKATOON CAIXJARY EDMONTON hans hættu af þvi búna, ef þau færu aftur til Tandil. Og því gaf hann upp ferðina, og kvaddi sinn ástríka söfnuð með hjart- næmu bréfi, þar sem hann segir, hvernig á breytingunni standi, að hann komi ekki aftur. —Eftir heimkomuna ferðast Niels Dael víða um Danmörku og flytur fyrirlestra og prédik- anir. Vöktu prédikanir hans frábæra hrifningu, því að þær voru vitnisburður lífsreynds og innilega trúaðs manns. Um þessar mundir var fri- söfnuðurinn í Höve í Suður- Sjálandi prestlaus. Hafði safn- aðarstjórnin samið við ungan kandidat um að taka við prests- þjónustu í söfnuðinum. Nú vildi svo til, að Niels Dael var á ferð og prédikaði í kirkjunni. Eftir þá prédikun var söfnuðin- um strax ljóst, að “þama var maðurinn, sem hann vantaði,” eins og einn safnaðarmaður komst að orði. Og Dael, sem vildi einmitt vera frísafnaðar- prestur, réðst til safnaðarins eftir að kandidatinum hafði ver- ið bætt upp fyrir brigðmæli safnaðarins. Síðan hefir Niels Dael verið óslitið prestur í Höve. Og “ástin við fyrstu sýn” hefir orðið haldgóð milli prests og safnaðar. Allþungt reynslustríð gekk Dael í gegnum fyrstu árin eftir heimkomuna, og báru prédik- anir hans nokkurn vott þess. Mikill strangleiki einkendi þær. Þær voru gegnsýrðar af lögmáls- anda, ekkert evangelíum. / Eftir langvarandi þjáningar lézt kona hans, árið 1901. Það sem jafnan hafði einkent hana var heilsteyptur vilji( og hafði hún verið manni sínum trúr og áhrifarikur lífsförunautur. Skömmu eftir dauða hennar tókst Dael á hendur prestsþjón- ustu i Havrebjerg skamt frá Höve og hefir haft hana á hendi síðan. Árið 1909 var myndaður frísöfnuður um hann í Fredriks- borg á Norður-Sjálandi, og fer hjann þangað fjórða hvern sunnudag enn, jafnt vetur sem sumar, til guðsþjónustuhalds, þó að kominn sé á níræðisaldur. Ber þetta vott um hinn frábæra kraft öldungsins, sem ekki kem- ur þó síður fram i skólastarfi Hans en preststarfi. — Margir kunnugir menn líta svo á, að Niels Dael yxi sem prestur eftir dauða konu sinnar, er hann “hafði yfirstigið sorgina, sem dauða hennar var samfara. Og kemur þetta heim við það. sem oft hefir verið haldið fram, að þeir prestar séu meira fyrir söfnuði sína, er séu ókvæntir og barnlausir, þar sem þeir geti þá helgað sig prestdóminum óskift- ir — og er sjálfsagt talsvert rétt í þessu. ?]kki hafði Dael dvalið mörg ár heima, er hann aflaði sér mikils álits sem prédikari, og eignaðist hann brátt marga vini meðal háttsettra kirkjunnar manna, þótt frisafnaðarprestur væri. Eg átti þess kost að vera þrisvar sinnum í kirkju hjá Niels Dael, og eru guðsþjónust- ur hans mér mjög minnisstæðar. Það sem einkendi þær var eink- um það, hve léttur) og óþvingað- ur blær var yfir þeim, og eru þær um margt ólíkar þjóðkirkju- guðsþjónustunum. Það leyndi sér ekki, þegar Niels Dael steig í stólinn, hve honum var það eðlilegt að prédika og hve vel hann kunni við sig í stólnum. Enda sagði hann svo sjálfur frá, að það væri sitt mesta yndi í lífinu að halda ræður. Undir ræðum hans getur mað- ur grátið og hlegið á víxl. Þær ólga af lífi, eða maðurinn, sem flytur þær. Lífshamingjan end- urspeglast í svip þessa æruverða öldungs, sem yngist um mörg ár um leið og hann er stiginn í stól- inn. Eg hefi aldrei hlustað á prédikara, sem hefir haft öllu meira lag á því að ná til fólksins en hann. Það gerir persónu- leiki hans og flutningur orðsins meira en ræðan sjálf. Enda fer svo, þegar ræður-Niels Dael eru lesnar, að þá eru þær vart hafn- ar yfir meðallag. — Þrjú smá- prédikanasöfn hefir hann gefið út. En því má sízt gleyma, að hann er meira en prédikarinn, þegar hann er kominn í kirkju. Það er talið, að altarisþjónustu- gerð fari engum presti i Dan- mörku eins vel úr hendi og hon- um. Hefi eg engan jafningja hans séð á þessu sviði, og hjá engum presti notið blessunar altarissakramentisins í eins rik- um mæli og honum. Við flestar guðsþjónustur Niels Dael fara fram altarisgöngur, sem næstum því allur söfnuður- inn tekur þátt í. Hafa kunnir menn komið langt að til Höve og

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.