Lögberg - 06.02.1941, Síða 6

Lögberg - 06.02.1941, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR, 1941 Sakleysið sigrar um síðir Þýtt úr ensku Tuttugasti ug Annar Kapítuli Mrs. Gondanza lét Dr. Emilio eftir þá fyrirhöfn að koma skjólstæðing þeirra í skilning um að hann væri í raun og veru . líonald Uilton, annar jarlinn af Dayle — og að hinar drjúgu tekjur Dayle-setursins væri hans réttmæt eign. Það var þegar hún fékk símskeyti frá ,Philip, að hún kallaði Renshaw í talsíman- um og bað hann að tilkynna öllum aðal dag- blöðunum, að innan klukkustunar skyldi hún með ánægju veita fulltrúum þeirra áheyrn í Parnassus gistihúsinu og bera fram fyrir þeim all-þýðingarmikla yfirlýsing. “Þegar þér, heiðruðu herrar heimsóttuð mig hér seinast,” sagði Mrs. Gondanza, “skýrði eg, samkvasmt beiðni yðar, frá viss- um atriðum dvalar minnar í Mexicoborg, sem þér virtust álíta þess virði að birtar væri í blöðum vðar. Þér hafið ef til vill tekið eftir því, að frásögn mín hófst á því tímabili fyrir fimtán árum — þegar eg var skrifstofuþjónn á meSicönskum banka. “Aður en eg fór til Mexico sem Senora Hortenzia, slapp eg út úr Frakklandi eins og Mademoiselle Hortense Guye. Eg kaus mér það nafn að nokkru leyti af handahófi, og á hinn bóginn vegna þess það var heiti fyrrum kenslukonu minnar, sem eg kom í heimsókn til. Þá var og það ein ástæðan •enn, að er eg eftir bifreiðarslys á veginum til hennar, þar sem eg meiddist mjög mikið og mademoiselle Guye beið bana af, var hún jarðsett með mínu nafni. Eg get enga grein gert fyrir þeim mistökum, nerfla helzt þá, að er eg vaknaði til meðvitundar aftur í sjúkra- húsinu, þar sem gert var að andlitsmeiðsl- um mínum, hélt eg dauðahaldi utan um handtösku hennar í stað minnar eigin. “1 stuttu máli sagt, herrar mínir, þá er eg lafði Marbourne. “Þér hafið þá hugmynd að skipunar- bréf hafi verið gefið út um handtöku mína sem lafði Marbourne, er sökuð hefði verið um að myrða Mark Conray fyrir tuttugu og tveimur árum síðan. Ef til vill var sú skip- an út gefin — en hefir nú, að eg held, verið afturkölluð. Ef þér hirðið um að fara yfir í Skotland-garð, munu þeir þar skýra yður frá ástæðunni fyrir þeirri afturköllun.’’ Þetta kvöld gekk Mrs. Gondanza snemma til hvílu og svaf þangað til um næsta há- degisbil. Þetta var fyrsta skiftið um sfö- astliðin tut.tugu og tvö ár, sem hún hafði sofið svo langa stund alveg áhyggjulaus. A leiðinni út til Marbourne Turna fann hún sig líta með æ vaxandi hugaróró til sam - fundanna þar. Samkvæmt fyrirmyndum þeim, er Mrs. Gondanza hafði fylgt, var Sir Arthur lítil- sigldur, fánýtur maður. En hugsanastyrkur Mrs. Gondanza fór nú óðum dvínandi — svo og verðgildismet lífs hennar. En frá sjónarmiði lafði Marbournes var Arthur sefandi og hugljúfur, á marga lund fyrir- myndar eiginmaður konu þeirri, er nóg hafði fengið á umbrotum og aðkasti lífsins að kenna. Þegar leiguvagninn skilaði henni að dyrum Marbourne-Turna atóð Walters gamli á tröppunum og hneigði *ig. “Yelkomin heim — lafði mín,” sagði liann. Eins og hálfgert efins um glampann í augum hennar, bætti hann við : “Eg hefi lesið blöðin—” “Walters, þér eruð dýrmætur aldinn álfa- sveinn!” sagði hún og kysti þennan gamla trygga fastaþjón að Turnum. “Þér vissuð undir eins hver kominn væri, var það ekki? Þér voruð sá eini hér, sem það gerði. ” “Já, lafði mín. Eg þekti yður. Á því, hvernig þér yfirveguðuð húsið, lafði mín.” Þetta var þeim báðum viðkvæmniþrung- in augnabliks*tund. “Eg var rétt að færa Sir Arthur tcbolla upp í viðhafnarstofuna, lafði mín.” Sir Arthur var þar einn með dagblöðin dreifð á ýmsa vegu umhverfis sig. “Ó, mín ka>ra, góða Mrs. Gondanza!” hrópaði hann og spratt upp úr sæti sínu. Gondanza! Eitthvað utan við sig ímynd- aði hún sér. En hve undarlegt þó að vera sem úti á þekju um jafn örlagaþrunginn at- burð fyrir ]>au ba>ði, eins og þann, er nú væri að gerast. “Þetta er mér vissulega mjög ánægju- leg og óvænt heimsókn,” var hann að muldra. “Eg hafði naumast þorað að vonast eftir yður, fyr en á morgun.” Hann beindi augnaráði sínu að dagblöðunum og madti ennfremur: “Yður er auðvitað kunnugt um livað blöðin hafa að segja?” “Já” svaraði hún lágt. “Dóttir mín gift falsara! — níðing! — morðingja! Það mín sök, líka—” “Og mín!” greip hún fram í, en hann heyrði ekki orð hennar. “Segið mér nú alt um sjálfa yður, Mrs. Gondanza.” Mrs. Gondanza! Hann hafði tekið í hönd henni og leitt liana ,til sætis á stóli. “Hafið þér lesið — hina sönnu — yfir- lýsing um sjálfa mig í blöðunum?” “Þar sem yður eru lögð orð í munn og þér beinlínis látin staðhæfa að þér séuð lafði Marbourne!” svaraði Sir Arthur og skellihló. “En—” “Yður er auðvitað kunnugt um hvern- ig alt hefir leiðst út. Hér er fyrst alt þetta oskaplega Dayles athæfi. Hvað sannar það í ' ’ Hann þagnaði eitt augnablik og bætti svo við í alvarlegTÍ tón: “Það sannar, mín góða Mrs. Gondanza, að aumingja konan mín var, eftir alt, saklaus, og að Hilary hafði rétt fyrir sér. Svo eru þessir blaða- menn; hvað gera þeir ? Þeir rugla þessu tv'ennu saman. Þeir liafa í liuga að þér voruð á hlægilegan hátt handtekin og færð fram fyrir dómara. Og nú, er það sannast að einhver önnur manneskja framdi morðið, álykta þeir tafarlaust, að úr því þér séuð sakiaus, þá hljótið þér að vera lafði Mar- bourne.” Eafði Marbourne fékk engu orði upp komið. Það hafði ávalt verið erfitt að upp- ræta þá ímyndan er rót hefði tekið í huga Sir Arthurs. Þeirri hörðu raun, sem hún hafði vonast eftir að losast úr, varð hún enn að mæta. Segja honum að hún væri í raun og veru konan hans. Hún misti móð- inn, og hallaði höfði aftur á bak með lok- uðum augum. A næsta augnabliki stóð hann við hlið henni, strauk hönd hennar mjúklega og mælti: “Mrs. Gondanza! Elg vona einlæglega, að yður sé ekki ilt.” “Það gengur ekkert að mér, þakka yður fyrir!” ‘ ‘ Agætt! ’ ’ sagði Sir Arthur. ‘ ‘ Og hlust- ið nú á mig! Alt þetta hefir gert mér léttara um að bera fram nokkuð, sem mig langar ’ mjög mikið til að segja við yður. Eg — vildi — segja þetta: hvernig væri það, að við, þér og eg, leikum á þessa blaðamenn og alla fingrafara-heimsku lögreglunnar 1 Eg meina — á auðvitað við með því, að þér gerisit lafði Marbourne í raun og veru.” “Eruð þér — ert þú að biðja mín, Arthur ? spurði hún alveg forviða af undrun. “Já, kæra frú. Vegna þess, mín góða, að eg hefi nú fengið ást á yður. Þetta virð- ist víst sem fjarstæða frá manni á mínum aldri, og eg bjóst aldrei við að segja slíkt aftur. Á hinn bóginn hygg eg, að við séum á — það er — nokkurn veginn á sama aldri, ef eg mætti komast svo að orði. Það voruð þér, sem létuð mig sjá, að það væri þýðing- arlaust að ala æ í brjósti hinn forna ástar- funa. Þegar á alt er litið, verður maður að viðurkenna þá staðreynd, að aumingja kæra Christine hafi hin síðastliðnu tuttugu og tvö ár hvílzt í dauðans faðmi. Viljið þér giftast mér, Mrs. Gondanza?” Þetta var henni um megn. Hér voru engar skýringar mögulegar. “Já, Artliur,” sagði hún aðeins. I hinum draumkendu orðum hennar fann hann unaðshreim kvenlegrar undirgefni og kysti hana jafn innilega eins og þau bæði hefði verið tuttugu árum yngri. “Það er hlægilegt, Mrs. Gondanza, en þó veit eg ekki skírnarnafn yðar.” “Christine,” sagði lafði Marbourne. “Christine! En sú ánægjulega tilvilj- un!” Hann faðmaði hana að sér aftur. Bæði spruttu þau feimnislega á fætur, eins og ungir elskendur, þegar dyrnar opn- uðust og Hilary gekk inn í stofuna. “Ó, þetta er dásamlegt! Það fyllir mig fögnuði, ” hrópaði Hilary. Hún flýtti sér til lafði Marbourne og kysti hana innilega. “ Elskulega móðir mín!” sagði hún/ Sneri sér svo að föður sínum og mælti enn fremur: “Þessa augnabliks höfum við orð- ið að bíða svo lengi, pabbi! En mig drevmdi altaf um það, þótt eg yrði að hugsa um þig, mamma, sem dána, að einhvern tíma myndir þú, eins og nú er orðið, koma aftur til að dveljast alt af hér með pabba og mér. ” “Elsku Hilary mín!” sagði Sir Arthur. “Eg er himinglaður af að njóta blessunar- óska þinna út af því, að Mrs. Gondanza hefir lofast til að giftast mér.” Hilarv deplaði augunum. “Mrs. Gondanza! En hún er móðir mín!” “Hvernig veiztu það, kæra barn! Þú varst svo ung þegar þú sást móður þína síðast.” “Sleppum þessu nú sem stendur, Hilarv ástin mín.” sagði lafði Marbourne. “Hvar er Philip?” “Það veit eg ekki,” svaraði Hilary eins og í mesta kæruleysi. “Hann var svo góður að koma mér til aðstoðar — hann var mér mjög vænn. Hann kvaddi mig í London. Og af einhverjum orðum, er hann lét falla, skildist mér að liann yrði að fara aftur til Mexico.” En Philip Clemming liafði ekki snúið á leið til Mexico aftur. Hann hafði aðeins fjarlægt sig, í þeirri trú, að hann vrði að sýna algenga viðurkenning þeirri staðreynd að Hilary væri nú ekkja. Lafði Marbourne sendi hoiium símskeyti og sagði honum að»wera ekki heimskulega vanabundinn af lxefðinni. Hún sagði ekkert um þetta við Hilary, en þegar fólksflutninga- bifreiðarinnar var von frá jámbrautarstöð- inni, sagði hún Hilary að fara út í sumarhús- ið og bíð þar. Hilary hafði séð í gegnum ráðstafanir móður sinnar. Meðan hún sat ein í innra herbergi sumarhússins, vissi hún vel eftir hverjum hún beið. Hún þráði komu lians, en var þó ]>akklát fýrir að eiga þessa kyrðar- stund ein og út af fyrir sig. Hér var það, sem fyrstu þræðirnir í við- burðum þroskaára hennar höfðu spunnist. Hér las hún í fyrstu nafnlausa bréfið, sem tilkynti sakleysi móður hennar. Hér hafði hún afráðið að gera samningana um að fórna æskufegurð og yndisþokka tilveru sinnar fyrir auðsældina, er henni gerði mögulegt að hreinsa nafn móður sinnar af óhróðrinum, er á því hvíldi. Nú heyrði hún gengið að dyrunum og stóð á fætur til að fagna Philip Clemming. Hún hafði ætlað sér að segja honum aftur hreinskilnislega hvað komið hefði sér til að giftast manninum, sem þektur var eins og Ronald Dayle. Hefði Philip nokkurn grun um }>að, að auðsgræðgi hefði ráðið þar nokkru um, þá væri nú hin rétta stund upp- runnin til þess að leggja allar málsástæð- urnar undir sjálfdæmi hans. En hann gaf henni enga tómstund til að gera þetta. Hann laut, með útlendingslegri prúðmensku sinni yfir útréttar hendur henn- ar og byrjaði í hikandi orðum að seg'ja henni frá þeirri löngun hjarta síns að mega styðja hana um lífsins leið til síðustu stundar. Þá horfðust þau í augu og voru á sama augna- blikinu umvafin hvort í annars örmum. 1 viðtalsherbergi stóra hússins á Harley götu var Dr. Emilio á örlagaþnmginni ráð- stefnu með þremur mjög alvarlegum mönn- um; tveir þeirra voru læknar og einn lög- maður — formaður félags þess, er um margra ára skeið hafði haft umsjón með Dayle eignunum. “Dayle lávarður er ekki ómyndugur maður,” benti lögmaðurinn á, “og í þessu landi hefir ekkert vottorð verið gefið út um það, að hann hefði veiklaða sálarkrafta. 1 Suður-Afríku var honum leyfð burtför úr geðveikrahæli eins og allæknuðum, að mér skilst. Hann verður því að teljast í flokki þeirra einstaklinga, er ábyrgð beri á athöfn- um sínum, og vilji hann ganga undir þennan uppskurð, er Dr. — Dr. Emilio leggur til að gerður sé á honum, þá er enginn honum svo nákominn að geta mótmælt því. ” “Eg framkvæmi það þá,” sagði Dr. Emilio og hneigði sig. “Við erum allir sam- mála —” Hann leit til stéttarbræðra sinna — “að því er snertir veilustaðinn. ” Þeir voru undantekningarlaust allir á einu máli um þetta. Og þannig atvikaðist það, að þegar Hilary Clemming fylgdi 'eiginmanni sínum til stóra hússins við Harley-götu, er var brúðargjöf til þeirra beggja frá móður henn- ar, skildu þau Jarlinn af Dayle, sem nú var á hraðri leið til fulls afturbata, eftir í um- sjá lávarðar og lafði Marbourne að Turnum. Uppskurðurinn hafði hepnast ágætlega, og Dayle myndi nú geta sezt að, heill heilsu, á óðalseign sinni, er honum svo lengi hafði fyrir öfugstreymi atburðanna verið af öðr- um meinað að njóta sem réttmætur eigandi. Og göfugmennið Dr. Bmilio, á hraðri leið heim aftur til hins kæra sjúkrahúss síns í útjaðri Mexicoborgar, gat með glöðum huga sagt með sjálfum sér: “Nú er það ekkert meira eða betra, sem eg get óskað nokkrum þessara ástkæru vina minna; mér virðist svo, sem þau hljóti að verða hamingjusöm ávalt héðan í frá og .til æfiloka.” S Ö G U L O K I litla þorpinu Eftir Cecil C. Foster. Þau voru á heimleið úr smávægilegri kaupskaparferð frá þorpsbúðinni og nærri komin að garðshliðinu sínu, þegar þau hevrðu drunur loftfarsins yfir hægfara at- hafnaklið litla þorpsins, er hjúfraði sig' af- skekt og ánægt í faðmi grassvarðarins alt um kring; virtist þeim titrandi æðasláttur vélknúða hreyfilsins eins og fjarstæður og ó- trúlegur atburður. En nú var slíkur hávaði viðurkendur sem óhjákvæmilegur, því þorp- ið stóð skamt uppi á'strönd Ermarsundsins. “Heldurðu að þetta sé eitt af okkar loft- förum, eða þýzkarans, Arthur?” spurði lnin. Mr. Devlin leit til konu sinnar. “Þetta hljómar líkt og í Messerschmidt,” sagði haiin og hagræddi litlu sykurs og- smjörs bögglun- um á handlegg sínum um leið og hann gaut augum upp í glatt sólskinið. Eftir ofurlitla stund kom liann auga á loftfarið skamt ofan við háreistar álmviðar-bjarkirnar í vestur- átt. “Þarna er það, Janet,” sagði hann og' benti fingri í áttina til loftfarsins. Hún leit þangað, sem fingur lians vís- aði; gaf til kynna að einnig hún sæi fluguna, og hrukkurnar út frá augnakrókunum urðu fleiri og dýpri við áreynsluna af að greina loftfarið úti í geimnum. “Við skulum komast lieim,” sagði hún kvíðafull. “Þetta getur verið sprengju- f luga. ’ ’ Hann leit aftur til konu sinnar, á silfur- hærurnar ofan við rauðbleikar kinnarnar, og' í augu hans kom skyndilega kærleiksþrung- inn umhyggjusvipur. “Það er ekki sprengju- far,” sagði liann í hughreystingartón. “Það er bara bardaga-fluga, á leið til Erakklands, og ónáðar okkur ekkert. ” Alt í einu stefndi Messerschmidt-flug- farið niður á við og urr hreyfilsins barst eins og þrumuguýr að eyrum þeim. Við aðkomu þessarar óvæntu hættu, greip liann um handleg'g konunnar og þau liröðuðu sér hálf-hlaupandi til skjólsins í lieimili sínu. Hann hafði aðeins lyft garðshliðsklinkunni þegar hann heyrði reiðiþytinn, er vélbyssu- kúlurnar skullu á götunni að baki þeim. “Hraðaðu þér, Janet,” sagði hann. “Við skeytum ekkert um að loka hliðinu. ” “Já, Ar . . . .” Orðin hljóðnuðu í hálsi henni og liendur liennar hnigu máttvana, en hún féll örmagna upp að lionum. Skelfing greip huga Mr. Devlins og hann vafði örmum haltrandi konuna við hlið sér. Hann lagði hana mjúklega á grassvörð- inn, og er hann losaði hendur sínar voru þær blóði litaðar. Hann starði á þetta eitt augnablik, eins og hann gæti ekki trúað eigin sjón sinni. Svo leit hann á brjóst hennar. Einnig þau voru roðin blóði. “Janet! Janet!” sagði liann í bænar- rómi. “Þetta getur ekki verið. Talaðu við mig!” Eftir augnabliksstund opnaði hún aug- un og brosti til hans. “Þetta ert þú, Arthur,” hvíslaði hún og þreifaði um leið með skjálfandi fingrum um háls sér. “Er ekki . . . keðjan . . . hér?” Eitt augnablik lokaði liann augum sín- um eins og í bæn; er hann leit upp aftur örlaði blóð af vörum henni. “Þú sendir hana burtu,” livíslaði liann. Hún hrevfði liöfuðið ögn og sagði: “Eg' . . . man . . . nú . . .” Augu hennar lokuð- ust þreytulega og höfuðið hallaðist ögn út af eins og niður á kodda, er þar væri. Nokkra stund kraup Mr. Devlin með lotnu höfði yfir hinn máttvana líkama Janet sinnar og þrýsti höndum hennar að brjósti sér, en er hann stóð á fætur aftur skein reiði- blossinn gegnum angistar-tárin í auguffi hans. Hann reiddi upp hnefann í áttina, er flugreiðin hafði stefnt burt og sólarljósið kastaði dýrðarljóma á silfurhært höfuð hon- um. “Þú skalt gjalda þunglega fyrir þetta ljóta óhæfuverk!” mælti hann í hótunartón. “Svo vissulega, sem blóðið bifast í æðum mér, munt ]>ú gjalda þessa!” Og á þessu sama augnabliki fór ungi Nazista-flugmaðurinn, með liáðslegt yfir- lætisbros á vör, áleiðis austur geiminn. Þetta hafði verið happadrjúg morgunför, jafnvel þótt Karl kæmi ekki aftur með hon- um austur, til flugfaraistöðvauna í Frakk- landi. En Karl var líka ekki dauður, því hann hafði séð hann kasta sér út til land- töku í fallhlíf, þegar loftvarnarbyssumar höfðu skotið beint á annað flugfarið, ]>að er Karl stýrði, þeirra tveg'gja, er samfara höfðu flogið þennan morguninn. Já, þet.ta hafði verið afrekarík morgun- ferð, hugði hann og brosti aftur, er hann leit yfir athafnir sínar. Hann liefði séð sprengjurnar sínar sundrast á strætinu, stóru fólksferðabifreiðina þeytast í loft upp eins og þistilgein í vindhviðu, rekast á vegg. stórrar kaupsýsluhallar og veg'gi hússins hrynja saman eins og pappa-leikliús barna væri. Það hefði verið gaman að sjá ensku svínin þyrpast eins og maur inn í þúfur sín- ar, er Messerschmidt-flugan hans þrumaði yfir höfðum þeirra. Atvikið í litla þorpinu hefði aðeins yerið gamansamur aukaleikui', til dægrastyttingar, því sprengjur hans hefði þá þyrir æðitíma allar verið uppnotaðar.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.