Lögberg - 24.07.1941, Page 3
LÖOBERG, FIMTUDAGINN 24. JCLt, 1941
3
Þrátt fyrir það, þó rikið væri
v°na af sér gengið og sundur-
n^olað, var þó keisarinn í Kon-
siantinópel ennþá voldugastur
allra þjóðhöfðingja í hinum
ristni| lörtdum. Hann réði enn-
l’á þrált fyrir hina miklu hrörn-
Un rikisins, yfir fjölbygðari og
^lómlegri lönduin, en nokkur
aonungur í Vestur-Evrópu, og
höfuðborgin Konstantínópel var
ennþá drotning allra borga, hins
s,Öniunnaða heims. Rómaborg
'ar i rústum, París og London
'°rn i þeirri tíð óálitleg þorp,
öorin saman við Kpnstantínópel.
með mjóum krókóttum götum
iallunr allslags óþverra. Rygg-
lngarnar, mestmegnis smekk-
Jausar timburbyggingar, sem var
. ®ni illa og óreglulega fyrirkom-
Konstantínópel bar svo
'angt af öllum borgum í Evrópu
a þeirri tið, og það svo að engin
íking átti sér stað, bæði að feg-
rÖ borgarstæðisins, skrautleg-
1,1 byggingum, auð og allskyns
j'rýÖi, og siðfágun, að minsta
°sti á yfirborðinu, að enginn
sainanhurður var mögulegur við
aÖrar kristnar borgir. Það ein-
ennilega var, að þeim mun
minna, sem umfang ríkisins
Varð, þeim mun meir jókst höf-
noborgin að auð og" íbúum. Á-
st$ðan fyrir því var sú, að til
)<lrgarinnar flúði fjöldi ríkis-
manna frá Sýrlandi, Egyptalandi
JjS Afríku, er Tyrkir lögðu þau
lönd undir sig.
^eð þessu flóttafólki barst ó-
^rynni auðæfa til borgarinnar,
auk þess hin mikla verzlun,
Sen> verið hafði ölduin saman í
A 1
/exandríu, hvarf nú að mestu
Konstantínópel.
(Framh.)
Eining
wkjunnar
^ftir prófessor
*Srnund Guðmundsson.
(Framh.)
VI.
Allsherjar kirkjuþing, er fjall-
aði um “trú og fyrirkomulag,”
Vnr haldið tveimur árum síðar
en ^tokkhólmsþingið, 3. — 21.
a8ást 1927 i Lausanne í Sviss.
ar voru eitthvað 400 fulltrúar
rá Um 70 kirkjufélögum. Engir
át'trúar komu þá heldur frá
joniversk-kaþólsku kirkjunni, en
^ visu hlýddu nokkurir guð-
æðingiar þeirra á umræðurnar
tóku þeim vel. Margt var af
s°niu mönnum sem í Stokk-
°lnii, en auðvitað ýmsir aðrir.
rent biskup stýrði fundinum,
,<J<t nú væri hann farinn að
neilsu.
H|
reyn
ki
Utverk þingsins var það að
a að sjá leið til þess, að
rk.ia Krists yrði aftur eins og
’H' Hver voru skilyrðin fyr
^v>, að það gæti orðið í raun
veru, og hvernig átti sú kirkja
^ vera? Bjartsýnustu draum-
anienn einir munu hafa gert
sér v ■ ö
v°nir um það, að komist yrði
‘astri niðurstöðu í þeim efn-
j. ú þriggja vikna þingi. Leið-
v°gUnum vaP það Ijóst, að ef til
J 1 Uiyndi þetta starf taka aldir.
, Peir voru knúðir til þess að
ke,b þ.l8.
. ‘ngstörfunum var þannig
ngað, ag framsögumenn fluttu
erindi
Uin
um vandamálin fyrir öll-
lungheii
Því næst voru
t>au 718lle'mi-
og lengin í hendur nefndum
a Undirnefnduni og ályktanir
f n{ianna svo að lokum lagðar
bingið i heild sinni. Þvi
, Clns að ályktun væri samþykt
fr.e'nu hljóði, skyldi hún send
U'Júnginu til umræðu í kirkju-
ngUnum.
itl amsöguræðurnar um ein-
hirkjunnar báru þess vitni,
.aatiir.
skoðanir manna voru mjög
r En við umræðurnar
K°Ui u >
Uar|. P° frani sama máttuga
er lrnldan: Eining kirkjunm
hel i * einungis fagur draumur.
Ijó "r knýjan(li nauðsyn. Allra
Húl>S^ Var ^Ha fulltrúunum frá
Ui . 0^slöndunum. E inn þeirra
11 • “Klofin kristni kann að
)
vera aðeins veiklun í Vestur-
löndum, en í heiðingjalöndunum
veldur hún syndasekt. Því að
hún fælir menn frá kirkjunni.
Hverja af kirkjudeildunum eiga
þeir að aðhyllast?” Annar sagði :
“Eg ber hér fram beiðni frá 24,-
000 samstarfsmönnum í kristn-
um kirkjum í Kina. Við sam-
einumst aldrei, meðan við horf-
um á skoðanamuninn i milli, en
ef við lítum á eymd allrar ver-
aldarinnar og inn í ljós óendan-
legs kærleika Guðs til alls, sem
hann hefir skapað, þá hjaðna
örðugleikarnir niður. Og hinn
þriðji sagði : “Það, sem aðgrein-
ir kirkjudeildirnar á Vesturlönd-
um, má sín einskis á Indlandi.
Betur að við mættum einir ráða
fyrirkomulaginu, en það eru alt-
af gömlu kirkjudeildirnar, sem á
síðustu stund reynast Þrándur
í Götu. Sé það hættulegt að
sækja fram, þá er það margfalt
hættulegra að hafast ekki að. Við
megum ekki fresta því að stíga
skrefið, sem stíga þarf.” Og allir
funidarmenn, einnig grísk-ka-
þólskir, urðu sammála um boð-
skap þann, er þingið skyldi
senda gjörvallri kristninni.
Um trúarjátningar kirkjunnar
var mikið rætt, því að þær höfðu
hvað eftir annað á liðnum öld-
um valdið klofningu í kirkjunni.
Spurning var borin fram, hvort
nauðsyn væri á því, að allir
sameinuðust um trúarjátningu
fastmótaða frá orði til orðs.
Grisk-kaþólskir fulltrúar héldu
því fram annarsvegar, að það
ætti að vera Nikeu-Konstantín-
ópelsjátningin, sem öll kirkjan
bygði starf sitt á. Enda væru
nú þegar tveir þriðju hlutar
kristninnar samþykkir þeirri
játningu, og í henni væri falinn
kjarni kristindómsins. Hinsveg-
ar héldu Svisslendingar því
fram, að kirkjufélög þeirra væru
yfirleitt ekki bundin við neinar
trúarjátningar. Svo hefði verið
síðan um 1870 og afleiðingin
engan veginn orðið sú, að kristni
þeirra hefði hnignað. Kristin-
dómur þeirra hefði sífelt orðið
jákvæðari. Að lokum var sam-
in ályktun á þá leið, að við um-
ræðurnar og alt starf þingsins
hefði öllum orðið það íjóst, að
bak við orðin rikti djúp eining
í milli þeirra: “Vér, sem kom-
nir erum úr öllum áttum heiins
til þess að efla einingu kristinna
manna, höfum reynt það og
þökkum Guði, að vér erum við
sameiginlega guðrækni, tilbeiðslu
og bænahald eitt í Guði, föður
vorum, og syni hans Jesú Kristi
í samfélagi andans.” Einingin
er með öðrum orðum þegar að
þessu leyti komin á. Og hún
verður að vaxa. Um trúna og
trúarreynsluna varðar mest,
meir en um trúarkenningarnar.
Stundum var þó ágreiningur-
inn á þinginu svo mikill, að við
sjálft lá, að alt samstarf færi i
mola. En við það að menn
fengu að tala út sefuðust þeir,
og samvistirnar urðu til þess að
eyða gömlum hleypidómum.
Þetta varð til mestu blessunar,
og menn skildu, að fyrst um
sinn myndi heillavænlegast að
sækja hægt fram, í stað þess að
j taka stæyri stökk en andlegar
aðstæður leyfðu.
Þess vegna tókst þingið vel,
þótt langt væri frá því, að sum
vandamálin yrðu leyst. Virtist
sumuin jafnvel að fulltrúarnir
hefðu kynst betur hverir öðrum
en í Stokkhólmi. Mönnum varð
það enn betur ljóst, að eining
andans var á bak við starf
þeirra. Nefnd var skipuð eins
og í Stokkhólini til þess að halda
störfunum áfrain og 'leita álits
kirkjufélaga heimsins uin vanda-
málin.
VII.
Báðar nefndirnar héldu áfram
störfunum, sem þeim höfðu ver-
ið falin. Einkum kvað mikið að
störfum Stokkhólmsnefndarinn-
ar, sem átti að fjalla um “líf og
starf” kirkjunnar. Hún kom á
fót stofnun, sem á að helga
störf sín félagsmálum og sið-
gjæðilsmálum, vera einskona
miðstöð allra félaga innan
kirkjunnar, sem vinna að um-
bótum á því sviði. Hefir stofn-
unin i þjónustu sinni bæði sið-
fræðinga og hagfræðinga, sem
taka þessi mál vísindatökum og
gefa kirkjufélögunum raunhæf-
ar bendingar. Árið 1930 fjölgaði
nefndarmönnum upp í hundrað,
og hafa þeir síðan koniið saman
annaðhvert ár. Við dauða
Söderbloms erkibiskups 1931
misti nefndin bezta mann sinn,
en þó hefir ekki orðið minsta
lát á störfum hennar, heldur
hefir hún stöðugt fært út kvíarn-
ar. Hún hefir hrundið af stað
fundahöldum, þar sem menn frá
ýmsum þjóðum hafa tekið fé-
lagsmálin til vísindalegrar með-
ferðar, stuðlað að því, að ágæt
vísindarit hafa verið samin og
gefin útj og sett á stofn sumar-
skóla í Genf. Með þessu móti
undirbjó nefndin, eða ráðið sem
nú er kallað, annað mikla alls-
herjar kirkjuþingið í Oxford
sumarið 1937.
Þingið stóð yfir dagana 12.—
26. júlí. Voru fulltrúar kirkju-
félaganna, sem sóttu það, alls
um 270, aðallega andlegrar
stéttar menn. Samfara jieim, var
tæpt hundrað fulltrúa, sem voru
sérfræðingar í þeim málum, er
áttu að verða rædd á jiinginu,
vru meðal þeirra ekki allfáir há-
skólakennarar í guðfræði, stjórn-
lagafræði og hagfræði. Auk
þeirra voru um hundrað fulltrú-
ar frá æskulýðsfélögum og mik-
ill fjöldi fulltrúa frá ýmiskonar
kristilegum félögum. Voru
fundarmenn um 750—800 alls.
Enginn frá íslandi, þvi miður.
Aðalforseti þingsins var John
Mott, leiðtogi Kristilegu stú-
dentahreyfingarinnar. En mest-
ur áhrifamaður á þvi mun erki-
biskupinn af Kantaraborg hafa
verið, C. G. Long. Hann flutti
í þingbyrjun ræðu mikla í
stærsta sal Oxfordháskólans og
mælti þá þegar þeim orðum, sem
endurómuðu í hugum manna
þingið á enda: “Tímarnir nú eru
svo miklir andlegir byltinga-
tímar hjá þjóðum jarðarinnar,
að þeim verður helzt líkt við
hnignun Rómaveldis eða við-
reisnaröldina og siðaskiftaöld-
ina. Og þegar þetta byltingar-
timabil stendur hæst, þá erum
vér kallaðir til þess að íhuga
í sameiningu, hver eigi að verða
afstaða kristindómsins til þess,
og hvaða vitnisburð kristin
kirkja skuli bera fram.”
Hann benti á það, að í öllu
þessu myrkri bæri birtu af vax-
andi samtökum kristninnar, og
kvaðst vænta fyr eða síðar sam-
vinnu við rómversk-kaþólsku
kirkjuna.
“Vér, sem hér erum sanian-
komnir, erum sannfærðir um, að
fagnaðarerindið um Guðs ríki
sé eina valdið, sem muni fá ráðið
bót á núverandi ástandi. En
það er ekki nóg að játa trú sína
á fagnaðarerindið. Oss verður
fyrst og fremst að vera ljóst
sannarlegt gildi þess, svo að það
fái blásið afli i hugarstefnur
mannlífsins og hugsjónir. Kjarni
fagnaðarerindisins breytist ekki.
En hýðið, búningurinn, sem það
birtist í, mótast af kringumstæð-
unum, og um það skiftir, eftir
því sem árin óg aldirnar líða.
Boðun þess og útlistun getur
ekki verið eins á 20. öld og á 1.
öld, á 4. öld, 16. eða 19. Hún
hlýtur að endurnýjast eins og
lifið sjálft.”
í anda þessarar ræðu voru
þingstörfin unnin. Þeim var svo
háttað, að þingmenn skiftust i
deildir, og hafði hver deild sitt
inál til meðferðar og samdi um
það álitsgjörð. Þessar álits-
gjörðir voru hinar merkustu.
Aðalinálin, er þær fjölluðu um,
voru þau, sem hér segir: 1.
Kirkjan og þjóðin. 2. Kirkjan
og rikið. 3. Afstaða kirkju, þjóð-
ar og ríkis til allsherjar félags-
skipunar. 4. Afstaða kirkju,
þjóðar og rikis til uppeldismála.
5. Allsherjarkirkjan og þjóðirn-
ar. Frá sumum þessum sam-
þyktum hefir verið skýrt áður
í Kirkjuritinu og frá boðskap
þeim, er það tók saman og sendi
um heim allan.
Að síðustu ræddu allar deild-
ir um nauðsyn þess, að “lífs og
starfs” hreyfingin sameinaðist
“trúar og fyrirkomulags” hreyf-
ingunni, og var 7 manna nefnd
kosin til þess að vinna að sam-
einingunni.
VIII.
Lausanne-nefndin vann einn-
ig gott starf, en átti innan fárra
ára um sárt að binda eins og
Stokkhólmsnefndin, því að hún
missir oddvita sinn og ágætasta
mann, Brent biskup, árið 1929.
Þá tók við Temple erkibiskup af
York, og hefði verið vanidfund-
inn í skarðið betri inaður.
Samþyktir Lausanneþingsins
höfðu verið sendar viðsvegar um
kristnina og svör borist aftur til
nefndarinnar.' Gekst hún nú
tyrir því, að bréfaumræður hóf-
ust um málin og ýmsum guð-
fræðingum var falið að rita um
þan. Þannig varð til fjöldi af
úrvals ritum um ýms höfuð-
vandamál guðfræðinnar, svo sem
kenningu kristindómsins um náð
Guðs, sakramentin, orðið og
kirkjuna og einingu kirkjunnar
i lífi og guðsþjónustu.
Þannig var undirbúningi hátt-
að fyrir næsta allsherjarkirkju-
þingið, sem fjalla skyldi um
“trú og fyrirkomulag” kirkjunn-
ar. Ymsir leiðtoganna voru æði
áhyggjufullir um, hvernig það
myndi takast. Ef sameiningin
yrði aðeins um “líf og starf,” en
ekki um “trú og fyrirkomulag”,
þá myndi markið enn óralangt
fram undan.
Kirkjuþingið var haldið í
Edinborg fáum vikum síðar en
Oxfordþingið, og var allmargt af
sömu fulltrúunum á báðum.
Kristnir menn komu saman “af
öllum þjóðum, kynkvíslum og
tungum,” 414 fulltrúar frá 122
kirkjufélögum og 43 löndum.
Þar voru Kínverjar og Indverj-
ar i Austurlanidabúningum sín-
um við hlið Vesturlandabúa, og
grísk-kaþólskir kirkjufeður, eins
og á Stokkhólmsþinginu. Páfa-
kirkjan sat enn hjá, en kveðja
harst þinginu frá príor þeim,
sem páfinn hefir falið að fylgj-
ast með einingarstefnu kirkj-
unnar. Var látið svo um mælt
m. a.: Böndin, sem tengja oss að
einu marki, því að hrinda í
framkvæmd hugsjónum Krists
sjálfs, hafa knúð oss til að óska
þess innilega að taka persónu-
legan þátt í þessum fundum . . .
Þótt vér séum nú fjarri Edin-
borg, þá erum vér með yður i
anda og vér þráum það heitt, að
þinginu megi auðnast að leggja
trausta trúarundirstöðu undir
einingu kristninnar. Svipuð orð
bárust þinginu frá rómversk-"
kaþólska erkibiskupnum á Skot-
landi.
Þingmenn skiftust í deildir,
eins og i Oxford, og fékk hver
þeirra sitt vandamál til íhugun-
ar. En þau voru þessi hin
helztu: 1) Náð drottins vors
Jesú Krists. 2) Kirkja Krists og
Guðs orð. 3) Kirkja Krists: Em-
bættið og sakramentin. 4) Ein-
ing kirkjunnar í lífi og guðs-
þjónustu. Samfélag heilagra.
Urðu menn sammála um ýms
höfuðatriði, en mest varð ein-
ingin, þegar þeir ræiddu um náð
Guðs fyrir Jesú Krist. Þá var
auðfundið við umræðurnar, að
þeir skildu hverir aðra, sama
reynsla var á bak við orðin.
“Þegar vér tölum um náð
Guðs, hugsum vér um Guð sjálf-
an eins og hann hefir opinberast
í syni sínum Jesú Kristi. Þeir
einir þekkja djúp náðar Guðs,
sem vita að Guð er kærleikur.
Náð hans birtist i því, að hann
hefir skapað oss og heldur oss
við, í allri blessun þessa lifs, en
um fram alt við endurlausnina
fyrir líf Jesú Krists, dauða og
upprisu, við sendingu heilags,
lifgandi anda sins, við samfélag
kirkjunnar og orðið og gjafir
sakramentanna. Heill manna
og hjálpræði byggist á Guði ein-
um, hann auðsýnir þeim náð
Námsskeið!
sina, ekki vegna afreka þeirra,
heldur eingöngu vegna frjálsrar
kærleiksgnóttar sinnar. Þannig
réttlætir hann oss og helgar fyr-
ir Krist, þeirri náð hans veitum
vér viðtöku í trú, trú, sem einn-
ig er Guðs gjöf.”
Voldug hrifning fór um hugi
manna á þessu þingi og tengdi
þá saman bræðrabönduin. Þeir
fundu, að þeir voru eitt. I?að,
sem sameinaði þá i dýpstum
skilningi, voru hvorki samvist-
irnar þessa daga né vinsamlegar
umræður, heldur sameiginleg trú
þeirra á Krist, krossfestan og
upprisinn, sigurvegarann. Það
kom í ljós aftur og aftur, hvort
sem það var evangelskur maður
eða orþódox, er talaði, hvort sem
það var prestur eða leikmaður,
hvítur maður eða öðru vísi litur.
Það var Jesús Kristur, sem allir
þessir óliku kristnu menn og
sérstöku kirkjufélög sameinuð-
ust um. Og enn eitt: Trúin á
heilagan anda Guðs sem veru-
leika. Það var auðsjáanlega
sannfæring þingheimsins, að
mennirnir myndu ekki geta af
eigin ramleik sigrast á torfærum,
heldur vrðu þeir að treysta anda
almáttugs Guðs til þess að koma
á einingu í kirkjunni.
Þingið samþykti það, að báð-
ar hreyfingarnar, lífs og starfs”
hreyfingin og) “trúar og fyrir-
komulags” hreyílngSn, skyldu
renna saman í eitt, og kaus fyrir
sitt leyti 7 manna nefnd, er ætti
að vinna með Oxfordnefndinni.
Þannig varð til 14 manna alls-
herjar kirkjuráð, sem á að halda
áfram einingarstarfinu i sama
anda og þessar tvær stefnur hafa
unnið og hafa forystu um þau
mál, er það varða. Það á að
koma á 90 manna miðstjórnar-
fundi einu sinni á ári, en 5. hvert
ár allsherjar kirkjuþingi.
IX.
Við þetta einingarstarf eru nú
tengdar miklar vonir um allan
hinn kristna heirn, vonir uin
það, að máttur kirkjunnar aukist
og margfaldist, svo að hún
megni að flytja frið og guðsríki
á jörðu. Því að hvaðan skyldi
annars staðar vera hjálpar að
vænta? Hefði ei,,ningarstarfinu
nú verið svo langt komið, að all-
ar kirkjudeildir um víða veröld
hefðu tekið höndum saman, þá
mundi nær um, að hinni einu,
heilögu, allsherjar kirkju myndi
hafa tekist að koma í veg fyrir
styrjöldina nú eða stöðva hana.
“Ef þú liefðir verið hér, væri
bróðir minn ekki dáinn,” sögðu
þær við Jesú forðum Marta og
Maria. Sama geta þær nú sagt
þúsundirnar og miljónirnar, sem
harma látna ástvini og örkumla-
menn: Ef kirkjufélögin hefðu
auðgast svo af anda Krists, að
þau hefðu látið deilur og mis-
klíð niður falla og beitt öllum
jirótti sínum sameiginlega i þágu
friðar og* kærleika, þá væri
heimurinn naumast á ný flekk-
aður heiftarblóði. Það er ekki
nóg eitt út af fyrir sig, að kristn-
in sendi Rauða kross sveitir til
þess að kanna valinn, hjúkra og
binda um sár, heldur verður
hún að gerast sá friðflytjandi í
nafni Jesú Krists og krafti hans,
að morðvopnin verði brotin og
Námsskeið!
blóði stokknar brynjur og hark-
mikil hermannastígvél brend. En
það megnar hún því aðeins, að
hún varðveitti sjálf hið innra
með sér einingu og frið. Þess-
vegna mun engin viðleitni innan
kristninnar á vorum dögum geta
orðið til jafn mikillar blessunar
og einingarstarfið, ef vel verður
unnið í anda Krists.
Kirkja íslands hefir enn fylgst
of lítið með því og þátttaka
hennar verið af harla skornum
skamti. Þetta verður að breyt-
ast. Söguna um einingarstarfið
á að skrifa áfram, svo að al-
þjóð megi vita, hvað er að gjör-
ast, og kirkjan þarf á komandi
árum að eiga fulltrúa á allsherj-
ar kirkjuþingunum. Að vísu er
þess trauðla að vænta, að þátt-
taka íslands fái ráðið neinum
úrslitum. En engu að síður er
það mikils vert, að kirkjufélög
annara þjóða viti, að Island er
með og vill gjöra skyldu sína
eftir því sem kraftar þess leyfa.
Myndi samskonar gifta fylgja og
talin er hljótast af kristniboðs-
starfi þjóðanna í heiðingjalönd-
unuin, gifta heima fyrir i því
landi, sem trúboðana sendir.
Hressandi, heilbrigður andi
myndi glæðast í kirkjulífi voru
við hluttökuna í samstarfinu, og
hans þörfnumst vér mjög þegar
í stað.
Því að eins og kirkja heims-
ins hefir eytt til ónýtis afli sínu
i einskisverðar deilur, þannig
hefir það idregið úr þrótti kirkju
vorrar, að bræður hafa dæmt
bræður og taRð sig eina þekkja
guðsríkisveginn, en hina vaða í
villu og svima. Þessvegna m. a.
hefir hún ekki megnað að verja
þjóðina spillingu fremur en
kirkjudeildirnar heiminn stríði.
En það er einnig hér eitt, sem
getur sameinað, alveg eins og í
þjóðaheiminum stóra: Trúin á
Jesú Krist sem frelsara og drott-
in. Alt annað má hjaðna niður
og hverfa. Aðeins ekki hann
starfand og stríðandi, krossfest-
ur og upprisinn, sonur Guðs.
Þau geta átt við um hann að því
leýti, orð sálmaskáldsins he-
breska:
“Hafi eg þig, hirði eg eigi um
neitt á jörðu.”
í krafti hans ber að hugsa
frjálst og djarft og snúa baki við
öllu, sem gagnstætt er anda hans,
einnig því, er í Gamla testament-
inu stendur og hann sjálfur reis
öndverður gegn. Frammi fyrir
kærleiksanda hans verður allur
smásmugulegiir kritur um auka-
atriði og vesaldómur að líða
undir lok. Þegar orð hans og
andi lýsa á öllum vegum, þá
má sleppa bókstafnum, sem
veldur svo oft sundrung og
dauða. Þegar Kristur er hirðir,
á eklci að þurfa kvíar til þess
að skifta hjörðinni.
Gegn öflum eyðingar og dauða
fer nú andi einingar um kirkju-
félögin — andi Jesú Krists. Svo
frainarlega sem kirkja íslands
vill í raun og sannleika vera
kirkja hans, má hún ekki standa
gegn honum. Þaðan mun henni
koma þróttur og líf, hlýr
straumur verma á hættutimum
kaldar strendur.
Ásmundur Guðmundsson.
Nú er sá tími árs, sem ungt fólk fer að svipast um
eftir aðgangi að verzlunarskólum borgarinnar; enda
sannast þar hið fornkveðna, að ekki er ráð nema í
tíma sé tekið. Það borgar sig fyrir yður að finna oss
að máli eða skrifa oss viðvikjandi verzlunarskóla
námsskeiðum; vér getum veitt yður þau hlunnindi,
sem í hag koma. Símið eða skrifið við fyrstu hentug-
leika. Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs!
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG