Lögberg - 24.07.1941, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JÚLl, 1941
-------------Hbgbcrg------------------------
OefiS út hvern fimtudag af
THK COL.UMBIA PKKSS, IjiMITKi)
MW5 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utaná.skriít ritstjórans:
ÉDITOR LOOBERG, 695 Sargent A)-e.,
Winnipeg. Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 urn árið — liorgist fyrirfram
The ''Lögberg'’ is printea >»n<i pub ished by
Th*" Columbia Press, Liinited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Fróðlegt yfirlit yfir afkomu
Islenzku þjóðarinnar
á árinu, sem leið
Póstflutríingrir milli Islands og Canada,
hefir af skiljanlegum ástæðum verið ýmis-
konar vandkvæðum bundinn frá því að yfir-
standandi stvrjöld liófst; stafar þetta meðal
annars frá leifturstríðinu á hafinu, tafsamri
ritskoðun, og ef til vill ýmsu fleira; hafa
stundum liðið fullir tveir mánuðir á milli að
blöð hafi borist hingað að heiman. Eftir að
Bandaríkin tó'ku að sér hervemd tslands, er
viðhorfið að sjálfsögðu nokkuð breytt, og
þar af leiðandi ætti að mega gera sér vonir
nm það, að íslenzk stjórnarvöld, fyrir munn
aðalræðismanns síns í New York, hlutist hið
bráðasta lil við stjórn Bandaríkjanna um
umbætur á póstflutningi milli AmeríkTi og
Islands. tslendingar vestan hafs myndi
fagna slíkum tilraunum, og meta þær að
makleikum, því enn er hugsað hlýtt til ts-
lands, og röm sú taug, er rekka dregur föð-
urtúna til.
1 gær kom hingað til borgar nokkur
póstur frá tslandi, auðsjáanlega oftir langa
og harða útivist, því sum blöðin eru frú því
í apríl, máð og snjáð; en þau nýjustu ná
fram í byrjun jiínímánaðar. Meðal marg-
háttaðra fémæta í þessum blaðabunka, ber
að gefna Arsskýrslu Landsbanka Islands
yfir árið 1940. Og með því, að samkvæmt
ríkjandi fjárhagsskipulagi, má líkja bönkum
við efnahagslega áttavita, þá teljum vér víst
að mörgum tslendingum vestan hafs þvki
nokkurs um vert, að kynnast sem allra glegst
núverandi viðhorfi íslenzku þjóðarinnar á
sÁúði hinnar hagsmunalegu afkomu, og með
það fyrir au.gum, verður megin inntak henn-
ar birt hér í blaðinu; fara hér á eftir fyrstu
kaflamir:
Inngangur.
1 eftirfarandi köflum verð'ur nánar gerð
grein fyrir, hvernig atvinnu og viðskiftum
hefir verið háttað í einstökum atriðum á
árinu, en fyrst skal gefið stutt yfirlit um
þessi mál frá almennu sjónarmiði.
Aldrei áðar í viðskifasögu landsins hafa
orðið jafn snöggar og víðtækar breytingar í
atvinnulífi og fjárhagsmálum yfirleitt og á
síðasta ári. Gerbreyting hefir orðið á mörg-
um þeim helztu ytri skilyrðum, ,sem atvinnu-
lífið á við að búa. En einkum er um að ræða
tvent, sem hefir sérstöðu að því leyti að telja
má það frumorsakir flestra annara breyt-
inga, sem orðið hafa. Er það annarsvegar
hin stórkostlega aukna erlenda eftirspurn
eftir vissum íslenzkum framleiðsluvörum, og
hinsvegar þær aðgerðir Breta hér á landi,
sem hafa leitt af sér eftirspurn eftir vörum
og framleiðsluöflum. Verðbólga sú, er hófst
á síðasta ári og fór í vöxt eftir því sem á
árið leið, má þannig meðal annars telja ávöxt
þessara tveggja meginorsaka, þótt vísitölu-
fyrirkomulag við útreikning launa hafi líka
haft sjálfstæða þýðingu. Ef gera á upp hag
og óhag á árinu, kemur þetta atriði til að
vega þungt á metaskálunum. Því að hér er
um þróun að ræða, sem til lengdar hefir
mjög óheillavænlegar afleiðingar fvrir þjóð-
félagið í heild, auk þess sem hún felur í sér
djúptaaka röskun á hinni efnahagslegu að
stöðu stéttanna innbyrðis, sem flestir munu
vera sammála um að telja mjög óréttmæta.
Verðbólgan er enn sem komið er tiltölulega
stutt á veg komin og ríður á, að hafist sé
handa meðan svo er. Miklir fjárhagsörðug-
leikar eru í vændum að stríði loknu og jafn-
vel fyr, en þeir verða öllu erfiðari viðfangs,
ef ekki tekst að st#ðva verðbólguna.
1 samræmi við þau sem búast má við í
byrjun verðbólgu, hefir afkoma atvinnuveg-
anna yfirleitt verið góð á árinu og í sumum
greinum ágæt. Sérsaklega hefir útflutning-
ur ísfisks gefið góðan hagnað, og hefir ]>að
í bili orsakað, að megináherzla hefir verið
lögð á þessa grein sjávarútvegs á kostnað
annara, sem þó hafa átt við gott afurða-
verð að búa, borið saman við árin á undan.
Landbúnaðurinn hefir átt við nokkra erfið-
leika að stríða á árinu, en þó má segja, að
afkoman hafi eftir atvikum verið góð.
Framan af árinu var útlitið mjög slæmt í
byggingaiðnaðinuim, en seinni hlutann var
óvanalega mikið að gera í þessum iðnaði.
Stafaði það nær eingöngu af brezkri eftir-
spurn, þar sem byggingaframkvæmdir í
þágu landsmanna lágu að mestu leyti niðri
á árinu. Mjög mikil eftirspurn var eftir
vörum hins innlenda neyzluvöruiðnaðar, en
skortur á efni dró úr framleiðslugetu hans.
Hinar mjög auknu peningatekjur höfðu í för
með sér, að verzlunarvelta var óvanalega
mikil, enda mun á sumum sviðum hafa átt,
sér stað minkun á birgðum. Ganga má út
frá, að neyzla hafi á síðasta ári verið mikið
meiri en undanfarin ár, en ekki hefir sú
aukning komið jafnt niður. — Þó að at-
vinnuvegunum hafi þannig famast vel á ár-
inu, verður að hafa í huga, að slíkt þarf ekki
— eins og ástandið er nú — að fela í ,sér, að
þjóðfélagið í heild hafi liagnast.
Mikil eftirspurn og hækkandi verðlag
olli á síðasta ári þeim umskiftum, að fram-
leiðslukraftar landsins voru notaðir meira
en nokkra sinni áður, sérstaklega seinni
hluta ársins. Mjög nærri lætur, að fram-
leiðslugetan hafi verið nýtt til hins ýtrasta.
Með þessu hefir orðið möguleg mikil aukn-
ing í peningatekjum manna, sem skilyrði
hafa verið fyrir að öðru leyti. Ef þessi
mikla nýting framleiðsluaflanna hefði leitt
af sér samsvarandi aukið útboð af vörum og
þjónústum til neyzlu um leið og bygður hefði
verið grundvöllur undir aukna framleiðslu-
getu í náinni framtíð, hefði aukningin í pen-
ingatekjum getað átt sér stað án þess að
verðlag hækkaði til muna. En það er ein-
mitt þetta, sem á hefir vantað. Hin aukna
notkun framleiðslukraftanna hefir að miklu
leyti verið við framkvæmdir, sem er hinum
íslenzka þjóðarbúskap óviðkomandi. Raun-
verulegar tekjur þjóðarinnar hafa ekki vax-
ið í hlutfalli við þjóðartekjurnar, mældar í
krónum, og því hefir verðlag hlotið að
hneigjast til hækkunar.
A árinu hefir orðið gerbreyting á gjald-
eyrisástandinu gagnvart Bretlandi. Hefir
mjög skift í tvö horn frá því sem áður var,
þar ,sem tugir milj. króna hafa hlaðist upp í
brezkum bönkum. Yilji hefir verið fyrir
hendi til að nota eithvað af þessum fjárhæð-
um til að borga upp föst lán, en lítið hefir
orðið ágengt í því enn sem komið er. Inn-
eignimar hafa meðfram myndast af þeim
ástæðum, að Bretland hefir ekki verið að
sama skapi gott innkaupaland eins og það
var söluland. Hefir með köflum gengið
erfiðlega að fá pantanir afgreiddar, en meiri
þýðingu hefir það haft, að vissar vöruteg-
undir hafa alls ekki fengist. Nefir m. a.
orðið að sækja svo að segja allar matvörur
til Ameríku, en gjaldeyrir til innkaupa þar
hefir verið af skornum skamti.
Erfitt er að svara þeirri spurningu,
hvort síðasta ár hafi verið hagstætt eða ó-
hagstætt fyrir landið í heild. Það er ljóst,
að margt hefði getað farið ver en orðið hefir.
Því verðhr ekki neitað, að bati hefir í bili
orðið á hag landsins að því leyti, að útflutt-
ar vörur hafa stigið meira í verði en inn-
fluttar vörur jafnframt því að aðstaða hefir
verið til að auka útflutningsmagnið stór-
lega. En þess ber að gæta í þessu sam-
bandi, að einmitt þetta atriði hefir átt aðal-
þátt í því að hrinda af stað verðbólgu, sem
haft getur í för með sér hrun við'skiftalífs-
ins, ef ekkert verður við gert. Annað mikil-
vægt atriði er, að allar þjóðhagslega nytsam-
ar framkvæmdir hafa verið látnar bíða, og
að margskonar rýrnun hefir orðið á hinum
innlenda efnahag. Hinar miklu erlendu inn-
eignir vega upp á móti þessu, en sem stend-
ur er alls ekki hægt að meta verðmæti þeirra.
Eramtíðin á eftir að leiða í ljós, að hve
miklum notum þær koma, þegar grípa verð
ur til þeirra til nauðsynlegra framkvæmda
innanlands. Af þessum ástæðum verður ekki
komist að annari niðurstöðu en þeirri, að
of snemt sé að kveða á um, hvort síðasta ár
hafi verið hagsitætt eða óhagstætt fyrir þjóð-
félagið í heild.
Landbúnaður.
Frá áramótum var veturinn fremur
mildur, en gerði þó harðindakast nokkurt á
útmánuðum norðanlands og austan. Vor-
boði kom snemma, en þó var vorið kalt og
gróðtir framfaralítill langt fram á vorið.
Hófst heyskapur víða 2—3 vikum síðar en
1939 og var þó grasvöxtur enn lítill Úr
t þessu rættist þó, og er leið á sláttinn varð
harðvelli og áveituland vel sprottið. Sum-
arið var mjög kalt, sólarlítið víðast og úr-
fellasamt. Gekk heyskapur erfiðlega og hey
hröktust í sumum landshlutum, einkum
framan af slætti, en annars staðar mest er
á leið, og austanlands og norðaustan hrökt-
ust hey fram á veturnætur. Þótt sumarið
væri erfitt til heyskapar, mun heyfengur
yfirlei]t hafa orðið nálægt meðallagi að vöxt-
um, en heyin meira eða minna hrakin. Aust-
anlands og norðaustan gerðist snemma á
austinu hretviðrasamt og setti þá niður snjó
og fénaður hraktist. Síðar um haustið tók
upp snjóa og gerði öndvegistíð um alt land,
svo að sauðfé gekk víðast sjálfala og bygðir
allar a heita mátti snjólausar. — Sumarveðr-
áttan háði allri garðrækt mjög tilfinnanlega.
Þannig varð kartöfluuppskeran
ekki nema um 50 þúsund tunn-
ur eða tæpleg'a 2/5 móts við
uppskeruna 1939 og sáðlöndin
þó engu minni síðara árið. Fyr-
ir gulrófnaræktina varð afkom-
an ekki betri og líku gegnir um
aðra matjurtarækt, þrátt fyrir
viðleitni. Jafnvel í gróðurhús-
um háði veðráttan sprettunni og
kom það einkum niður á blóma-
ræktinni.
Fóðurbirgðir urðu nægar um
vorið hvarvetna, fénaður gekk
vel fram, lambahöld voru ágæt
og fénaðarhöld að öðru leyti góð
þar, sem ekki eru fjárpestirnar.
Gerði mæðiveikin enn mikinn
usla á sumum svæðum, en
garnaveikin breiddist út um
Austurland, alt norður að Jök-
ulsá á Fjöllum. Valda þessar
pestir miklu tjóni og ærnum út-
gjöldum af almannafé. Vegna
sumarveðráttunnar gerðu kýr ó-
venjulítið gagn um suinarið.
Sauðfé var þó í meðallagi til frá-
lags. Var meðalskrokkþungi
dilka 13.7 kg., en 14.41 kg. árið
áður. Slátrun var meiri en í
meðallagi eða 388,325 (345,000
árið 1939) fjár. Því nær alt
kjötið var fryst, aðeins saltað í
þeim héruðum, sem engan kost
áttu þess að koma kjötinu í
frystihús, þar sem saltkjöts-
markaðurinn á Norðurlöndum
var með öllu lokaður. Mikið af
freðkjötinu var verkað til út-
flutnings, en um áramót var að-
eins búið að flytja út 994 tonn
eða rúmlega 1/5 af kjötmagninu
og talið óvist, að meira yrði flutt
út af kjöti. Keypti brezka setu-
liðið um 100 tonn af kjöti á
mánuði frá haustkauptíð til ný-
árs. Verðið á útfluttu freðkjöti
var svipað og árið áður eða um
kr. 1.20 fyrir kg. f. o. b. fyrir
þann hluta, sem seldist á árinu,
en þar við bætist verðuppbót
samkvæmt sérstökum samningi.
Á innlendum markaði var heild-
söluverð kr. 2.10 (1.25 árið 1939)
fyrir kg. i haustkauptíð, en kr.
2.30 (1.40 árið 1939) að lokinni
haustkauptið til áramóta. Slátr-
un hrossa var meiri en nokkru
sinni áður.
Því nær öll ársframleiðslan af
ull og gærum var óseld um ára-
mót, nema það sem notað var i
landinu. Samist hafði um sölu
á 4000 sekkjum af ull til Sví-
þjóðar i ágústmánuði. Var verð-
ið kr. 7.80 fyrir kg. af 1. fl. ull,
en kr. 7.15 fyrir kg. af 2. fl.
ull f. o. b. Er það rúmlega tvö-
falt verð miðað við árið á und-
an. En þau skilyrði voru sett
fyrir kaupum þessum, að ullin
yrði því aðeins greldd, að hægt
yrði að koma henni til Svíþjóð-
ar, en hún var ófarin um ára-
mót. — Mjólkurverðið á verð-
jöfnunarsvæði Reykjavikur og
Hafnarfjarðar smáhækkaði úr
40 aurum á líter upp í 56 aura,
en smjörverð úr kr. 3.90 fyrir
kg. upp í kr. 5.85. Mikil verð-
hækkun varð einnig á öðrum
landbúnaðarvörum innanlands,
sérstaklega eggjum, kartöflum
og gulrófum.
Vöxtur loðdýrræktar er stöðv-
aður í bili nema minkaræktin.
Lífdýrasála hefir verið mjög
lítil og verð lágt á erlendum
markaði. En stofninn er í fram-
för og þar með gæði skinnanna.
Er og nú skinnamarkaður inn-
anlands stórum meiri en nokkru
sinni áður, enda kaupa setuliðs-
menn töluvert af refaskinnum.
Styrkur sá til jarðabóta, sem
veittur var samkvæmt jarðrækt-
arlögunum fyrir jarðabætur,
mældar 1939, nam sömu upphæð
og árið áður, þ. e. um 560 þús.
kr., en fjárframlög úr opinber-
um sjóðum til bygginga í sveit-
um lækkuðu um meira en helm-
ing, eða úr 670 þús. kr. niður
í 315 þús. kr. Er verulegur
hluti þess fjár lokagreiðslur til
bygginga, sem áður var stofnað
til, en aðeins 20 nýbyggingar
hafnar árið 1940.
(Framh.)
FRÁ ÍSLANDI
óttast um bát með
fjórum mönnum
Vélbáturinn “Hólmsteinn,” 14
smálestir að stærð, reri frá Þing-
eyri s.l. fösudag, en hefir ekki
komið fram síðan, og er farið að
óttast um afdrif bátsins og fjögra
manna, sem á honum voru.
Veður var hið bezta fyrir
Vesturlandi þangað til í gær, að
nokkuð hvesti og komst vindur-
inn upp í 6—1 vindstig, og er
því næsta óskiljanlegt, hvað orð-
ið hefir að hjá bátnum.
Vélbátur frá Þingeyri fór að
leita “Hólmsteins“ á hvítasunnu-
dag. Fundu bátverjar 6 bjóð af
lóð “Hólmsteins”, en hann var
alls með 14 bjóð. Slysavarna-
félagið hefir beðið skip að svip-
ast eftir bátnum, en hann hefir
ekki fundist.
Flugvélin Haförnin ætlaði kl.
3 i nótt til að leita básins.
— (Mbl. 4. júni).
* * *
Allar vínbúðir á landinu
lokaðar frá deginum í gær
Allar vínbúðir ríkisins voru
lokaðar í gær og verður svo fyrst
um sinn, af þeirri einföldu á-
stæðu, að birgðir á megin
neysludrykkjum eru þrotnar.
Þetta var svarið, sem Morg-
unblaðið fékk hjá Guðbrandi
Magnússyni, forstjóra Áfengis-
verzlunar ríkisins, er blaðið
spurði hann um ástæðuna fyrir
lokuninni. En það var ekki að-
eins aðalútsalan hér í Reykjavík,
sem var lokuð, heldur og allar
vínbúðir Áfengisverzlunarinnar í
kaupstöðunum úti um lamd.
—Já, birgðirnar eru þrotnar
af styrjaldarástæðum. Erlend
firma afgreiða hægar en áður og
siglingaörðugleikana þekkja all-
ir, segir Guðbrandur, þegar við
fórum að tala um þetta nánar.
Og svo er eins og skömtuninni
hafi ekki tekist að draga veru-
tega lir neyslunni. En megin
orsökin er þó skortur á spíritus,
en úr honum hefir verið blandað
það neysluáfengi, sem mest hef-
ir selst. Og Guðbrandur heldur
áfram:
Á tímabili keypti Áfengisverzl-
unin spiritus ýmist frá Englandi
eða Ameríku. Svo var gert ráð
fyrir því, að við gætum fengið
þann spiritus, er við þyrftum,
frá Englandi. En fyrir nokkru
var okkur tilkynt, að þaðan
myndum við ekki fá spiritus
nema sem svarar til lyfja og
iðnþarfa, en það er um 10% af
þörfinni.
Þegar svo var komið, var tek-
ið til yfirvegunar hvort gjald-
eyrir myndi fáanlegur til kaupa
á spíritus frá Aineríku. — Fékst
gjaldeyrisleyfi og var pöntun
þegar gerð. En vafasamt er
hvort nokkuð næst af spíritus í
þau islenzk skip, sem nú eru
stödd vestan hafs.
—Hvenær var ákvörðunin
tekin, að loka vinbúðunum?
í raun og veru hefði verið
tímabært að loka nokkru fyrir
mánaðamótin, því að þá voru
m. a. þrotnar hjá birgðaskemmu
Áfengisverzlunarinnar allar þær
tegunidir, sem blandaðar. eru úr
spíritus. En frá þessu var þó
horfið, þareð við áttum von á
vörum með Eddu frá Portúgal.
Einnig þótti hagkvæmara, að
þrauka út maímánuð, til þess
að þurfa ekki að eiga eftirkaup
gagnvart skömtunarmiðum þess
mánaðar.
—Fengu þið birgðir með
Eddu?
—Já, talsvert af birgðum. En
þær eru of einhliða til þess að
fært þætti að halda búðunum
opnum. Þegar sterku drykkina
þraut síðustu daga mánaðarins,
seldist sem svaraði ársbirgðum
af portvíni í Rvík og Hafnar-
firði, en sala á þessu víni er líka
að jafnaði fremur lítil.
—Útibviunum í kaupstöðunum
út um land var lokað — voru
þá birgðirnar einnig þrotnar
þar?
—Þeim var lokað. — Að vísu
voru birgðirnar þar ekki eins a
þrotum, en með því að l°^a
samtímis á öllum stöðununir
verður hægt að opna allar búð-
irnar aftur á sama tíma.
—Hvenær búist þér við, að
hægt verði að opna aftur?
Um það verður ekkert sagt :|ð
svo stöddu. En það verður ekk>
gert fyr en Áfengisverzluni11
verður orðin sæmilega birg af
þeim vörutegundum, sem hun
verzlar aðallega með.
-—'En hvernig er þá ine®
spíritus til lyfja og iðnaðar?
—Iðnaðurinn hefir vafalaust
liðið nokkurn baga fyrir þá tak-
mörkun, sem orðið hefir á l>t-
hlutun iðnaðaráfengis bseði
menguðu og ómenguðu.—SönU1'
leiðis þeir, sem þurft hafa a
suðuspritti að halda. En spirl'
tus til lyfja og rannsóknastart'
semi er ekki með öllu þrotina
ennþá.—(Mbl. 4. júní).
* * *
Kona biður bana á
Suðurlandsbraiit
Það slys vildi til s.l. laugardag
kl. 11 árd., að kona nokkuÞ
Pálína Sigrún Jóhannesdóttir ti
heimilis að Snælandi við ElHða'
ár, varð unðir bíl og slasaðist
svo mikið, að hún beið bana-
Slysið vildi til á SuðurlandS'
braut skamt frá Skeiðvellinum-
Pálína var að fara út úr strætiS'
vagni og gekk aftur fyrir bilinH
og ætlaði yfir götuna, en í sama
mund kom hermannabíll Htir
veginum og varð konan undir
honum.
Hún var flutt á sjúkrahús,
andaðist þar skömmu síðar.
Pálína var 43 ára og bjó nie®
Oddi Halldóri ólafssyni að Sn#'
landi. — (Mbl. 4. júní).
Frá aðalræðismanni
íslands í Bandaríkjunum
New York City,
hinn 14. júlí 19^'
Herra ritstj. Einar P. Jónsson,
Lögberg,
695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Canada.
Kæri vinur,
Samkvæmt tilkynningu, selT1
inér hefir borist frá ríkisstjórH
fslands var Alþingi kvatt sainan
til aukafundar miðvikudagiý11
9. þ. m. til þess að rikisstjórnin
gæti lagt samkomulagið v1^
stjórn Bandaríkjanna um hpr
vörn fslands á meðan ófriðurinn
stendur, fyrir þingið.
Svohljóðandi þingsályktunar
tillaga var lögð fyrir Sameinaó
Alþingi:
“Alþingi fellst á samkoniulag
það, sem rikisstjórnin hefir
við forseta Bandaríkja Norður
Ameríku um að Bandaríkjunun
sé falin hervernd íslands á ineoit
an núverandi styrjöld stendur-
Þessi þingsályktunartillaga var
samþykt einróma af öllum Þ'né
mönnum stuðningsflokka
stjórnarinnar, að undanteknun1
atkvæðum kommúnista; Þelf
greiddu atkvæði á móti till°»
unni.
Ályktunin verður nú tafarIauS
staðfest i ríkisráði.
Eins og sjá má af þessu hel,r
íslenzka þjóðin ennþá einu sin°g
sýnt, að hún stendur einhuga a
málum sínum og að hún hef*r
tekið þessum frjálsa samninf!1
við Bandarikin með fullum sam
hug.
Með beztu kveðjum,
Thor Thor*.
Faðirinn (við unga ’mannin*1’
sem er að enda við að biðja dó
ur hans):
Haldið þér,
ung'
inaður, að þér getið nú séð Hel
fjölskyldu farborða?
Maðurinn (vandræðalegui') •
Eg hafði nú hugsað mér, að c*
þyrfti ekki að sjá fyrir tleir11
en dóttur yðar.
Hann: — Má eg róa þér gegn
um tilveruna. ^
Hún: — Sjálfsagt, ef eg f06 ‘l
stýra bátnum.