Lögberg - 24.07.1941, Side 8
8
LÖCrBEBG, FIMTUDAGINN 24. JÚLÍ, 1941
Látið Kassa í
Kæliskápinn
.i 2-glasa
flösku
Úr borg og bygð
Dr. Ingimundson verður stadd-
ur í Riverton þann 29. þ. m.
♦ -f ♦
Dr. Tweed verður í Árborg á
fimtudaginn þann 31. þ. m.
♦ ♦ ♦
Mr. og Mrs. Chris. Thomasson
frá Hecla dvelja í borginni þessa
dagana.
♦ . ♦ ♦
Miss Gladys Brynjólfson frá
Chicago er nýkomin til borgar-
innar, og mun bregða sér vestur
í Argyle til ættingja og vina.
♦ ♦ ♦
í greininni “Skin og skuggar”
í síðasta blaði hefir misprentast
nafn kirkjuföðurs Gregors frá
Nazianz. Lesendur eru beðnii
að athuga þetta.
♦ ♦ ♦
Gefin voru saman í hjóna-
band þ. 13. júlí s.l. Ernest
Everett McLaskey, hljómfræð-
ingur frá Minneapolis, Minn., og
Anne Burns, verzlunarkona í
Winnipeg. Séra Bjarni A.
Bjárnason gifti, og fór athöfnin
fram á heimili hans í Gimli.
♦ ♦ ♦
Séra N. S. Thorlaksson og frú,
sem dvalið hafa í Canton, South
Dakota, eru nýkomin til Moun-
tain, N. Dak., og dveljast þar um
hríð hjá þeim séra Sigmar og
frú hans; hinum mörgu vinum
þeirra séra Steingríms og frúar
hans, er það mikið gleðiefni, að
þau njóta bæði hinnar beztu
heilsu, og eru lífsglöð að vanda.
♦ ♦ ♦
Þeir Gísli verzlunarstjóri Sig-
mundsson frá Hnausa, Mr. Jón
Pálsson frá Gysir, og Mr. Pétur
Pétursson frá Árnesi, voru í
borginni á mánudaginn, önnum
kafnir við fullnaðarráðstafanir
viðvíkjandi íslendingadagshátið-
arhaldinu á Hnausum þann 2.
ágúst næstkomandi.
♦ ♦ ♦
TILKYNNING
Þann 4. ágúst fer sérstök
lest frá Winnipeg til Gimli. Kl.
8.30 að morgninum. Munið að
þessi lest er sérstaklega fyrir ís-
lendinga við þetta tækifæri.
Notið það allir, sem ekki farið
á bílum til Gimli. Aðrar ferðir
verða sem vanalega. Siðasta
lestin fer kl. 12 á miðnætti frá
Gimli, og nemur staðar fyrir
ofan garðinn.
♦ ♦ -f
ÞAKKARORÐ
Við undirrituð viljum viljum
hér með votta okkar innilegasta
hjartans þakklæti fyrir alla þá
vinsemd og hluttekningu okkur
auðsýnda við fráfall elskulegrar
eiginkonu og móður. Einnig
þökkum við af hrærðu hjarta
fyrir allar blómagjafirnar. Alla
þessa vini, nær og fjær, biðjum
við algóðan Guð að blessa og
launa ríkulega.
Otto, Man., 19. júlí 1941.
Sigurbjörn Benedictson
og fjölskylda.
♦ ♦ ♦
DÁNARFREGN
Miðvikudaginn 16. þ. m. and-
aðist á Betel, Gimli, Tómas J.
Thorsteinson, 86 ára. Hann kom
til þessa lands árið 1903, með
fjölskyldu sína og var búsettur
i Winnipeg, og stundaði húsa-
smiði, þar til heilsa hans bilaði.
Eftirlifandi er ekkja hans Guð-
rún Thorsteinson og 9 börn
þeirra, 5 synir og 4 dætur, öll
hér vestan hafs. — Jarðarförin
fór fram frá Betel undir stjórr.
Bardals. Séra B. A. Bjarna-
son jarðsöng. — Blessuð sé hans
minning.
SENDIfí FATNAÐ YfíAIi
TIL ÞURHREINSUNAR
TIL PERTH’S
pér sparið tíma og peninga. Alt
vort verk ábyrgst að vera hið
bezta f borginni.
Simið 37 261
eftir ökumanni vorum
I einkennisbúningi.
Perflís
Cleanrrs - Dyers - Launderers
Nýlega lézt af slysi skamt frá
Portage la Prairie, Thordur
Thordarson, 31 árs að aldri, bú-
settur að 276 Berry Street, St.
James; auk ekkju og eins barns,
ladtir hann eftir sig föður, Guð-
mund Thordarson, 471 Queens
Street.
♦ ♦ ♦
JUNIOR ICELANDIC
LEAGUE NEWS
Members of the Junior Ice-
landic League will swim at the
Sargent Baths on Thursday,
July 24th, around 5.30 to 6
o’clock.
♦ ♦ ♦
Eftirfylgjandi neinendur Mr.
O. Thorsteinssonar á Gimli,
Man., tóku próf við Toronto
Conservatory of Music:
Grade 1, Piano—
F"irst class honors,
Maria Isfeld.
Grade 2, Piano—
First class honors,
Elín Arnason
Phillis Shaventaske.
Grade 3, Violin—
Honors,
Burbank Kristjanson.
Graíde 4, Piano—-
Pass,
Limmian Albertson
Jón Arason.
Grade 5, Piano—-
Honors,
Sigurveig Arason.
♦ ♦ ♦
Síðastl. fimtudag barst Mr.
M. Markússon skáldi hraðskeyti
frá dóttur sinni, Mrs. De Haven
í Cincinnati, Ohio, þess efnis.
að maður hennar, Mr. Lloyd De
Haven hefði andast að kvöldi
þess 16. þessa mánaðar, eftir
stutta legu. Mr. De Haven var
ættaður og ujipalinn í Banda-
ríkjunum. Hingað til Winnipeg
kom hann árið 1908 og réðist í
þjónustu hjá Crescent Creamery
félaginu, þar vann hann í 11 ár,
mest af þeim tíma var
hann formaður í mjólkurdeild
þess félags. Árið 1913 giftist
hann Guðfinnu dóttur Magnúsar
Markússonar og konu hans, sem
þá var látin.
Mr. og Mrs. De Haven eignuð-
ust eina dóttur í Winnipeg, sem
heitir Laura Marguerite, nú gift
innlendum manni í Cincinnati.
Árið 1919 flutti Mr. De Haven
suður til Bandaríkjanna og sett-
ist að í borginni Cincinnati; þar
stofnaði hann heildsölu ísrjóma-
félag ásamt þremur öðrum;
þeirri verzlun stjórnaði hann til
siðustu stundar.
Mr. De Haven var ötull og
framsýnn, ráðvandur og sann-
gjarn í öllum viðskiftum, prúð-
ur og vingjarnlegur í allri fram-
komu, ástríkur eiginmaður og
umhyggjusamur faðir. Hans er
sárt saknað af eftirlifandi konu
og dóttur, ásamt fjölda margra
sein nutu hans vináttu og mann-
kosta.
'♦ ♦ ♦
The following pupils of S. K.
Hall,% Bac., Mus., passed ex-
aminations in piano playing,
June 28th, 1941. George C.
Palmer was examiner.
Conrad Bardal, (high honors).
June Enerson, (honors).
Bernice Frederickson, (hon-
ors).
Corinne Helgason, (honors).
Joyce Hulks, (honors).
Valdis Johannson, (high hon-
ors).
Svafa Kristjanson (honors).
Kenneth Melsted, (honors3.
Shirley Miller, (honors).
Elsie Shepherd, (high hon-
ors).
Ruth Shepherd. high hon-
ors).
Benton Taylor, (honors).
Yvonne Utis, (honors).
The following pupils of Miss
Vala Arngrimson also passed in
piano playing:
Joey Josephson, (high hon-
ors).
Olina Asgeirson, (high hon-
ors).
Miss Arngrimson is an ad-
vanced pupil of S. K. Hall,
Mr. Ragnar H. Ragnar, píanó-
kennari, sem starfað hefir að
söngkenslu í íslenzku bygðunum
í North Dakota undanfarnar sex
vikur, kom heim um síðustu
helgi; æfði hann þar karlakór,
blandaðan kór og barnasöng-
flokka, er héldu í sameiningu
söngsamkomur víðsvegar um
[hlutaðeigandi bygðarlög við
mikla aðsókn og hinn bezta orð-
stír; rómaði Mr. Ragnar. þann
mikla þjóðræknisáhuga, er hvar-
vetna gerði vart við sig þar
syðra. Væntir Lögberg þess, að
geta birt í næsta blaði grein frá
Mr. Ragnar um þessa mikilvægu
söngfræðslustarfsemi meðal fs-
lendinga í North Dakota.
♦ ♦ ♦
Sigurbjörg (Jónsdóttir) Good-
man, ekkja Kristins heitins
Goodman, andaðist föstudaginn
18. þ. m., og var jarðsungin af
séra Rúnólfi Marteinssyni, laug-
ardaginn 19. s. m., frá heimili
sínu að 765 Simcoe St., Winni-
peg. Hún var 85 ára, ættuð frá
Saurbæ í Borglarfjarðarsýslu á
Hvalfjarðarströnd. Eftirlifandi
er einn bróðir, Magnús Johnson,
i Winnipeg, þrjár dætur, Guð-
rún, gift Jóni Sigurðson að Cran-
berry Lake, B.C.; Þuríður, gift
D. D. Nimmons, R.R. 2, Winni-
peg, og Þórdís, gift A. J. Bonnar,
Winnipeg. Einnig lifa hana þrír
synir, Gisli, að Oak View, Man.,
Guðmundur í Winnipeg, og
Kjartan, að Clarkleigh, Man.
♦ ♦ ♦
Siðastliðinn laugardag voru
gefin saman í hjónaband að
heimili Dr. B. J. Brandson og
Mrs. Brandson, 214 Waverley
Street hér í borginni, þau Miss
Margaret Ann Björnson og Mr.
Alan H. Adamson. Séra Rún-
ólfur Marteinsson framkvæmdi
hjónavígsluathöfnina í fjarveru
sóknarprests. Brúðurin er syst-
urdóttir Dr. Brandson, dóttir Dr.
ólafs Björnssonar og frú Sigríð-
ar Björnson, sem bæði eru látin;
en brúðguminn sonur Mr. og
Mrs. C. A. Adamson; er faðir
hans fyrir nokkru látinn. Brúð-
urin er útskrifuð af háskóla
Manitobafylkis, og hefir gefið
sig mikið við bókfræði og skáld-
skap. Framtíðarheimili ungu
hjónanna verður í Winnipeg.
L’Ögberg flytur þeim hugheilar
árnaðaróskir.
Með morgunkaffinu
—Hversvegna ertu að gráta,
litli vínur?
Drengurinn: Kötturinn okkar
eignaðist ketlinga í gær, og nú
er stóri bróðir minn búinn að
drekkja þeim öllum.
—Það var ljótt af honum!
—Og hann var meira segja bú-
inn að lofa því, að eg mætti
drekkja helmingnum af þeim.”
* * *
Skömmu eftir síðustu heims-
styrjöld var haldin málverkasýn-
ing í Vínarborg. Málverkin
hafði málað hermaður, sem
•
hafði lamast á báðum höndum í
stríðinu. Hann málaði þau með
hægra fæti.
* * *
Fyrir nokkrum árum lét ame-
rískur tannlæknir þau orð sér
um munn fara, að hægt væri
að sjá á tönnunum, hvernig fólk
væri skapi farið. Bláleitar tenn-
ur bæru vott um mikið skap, en
gulleitar tennur sýndu kæru-
leysi.
* * *
Sú trúlofaða: Þegar Pétur hef-
ir lokið herþjónustunni, giftum
við okkur.
Vinstúlkan: Jæja! Hann er
þá líka búinn að læra hlýðni!
★ * *
Ræðumaðurinn: “Og þegar eg
kem inn í hús mitt, sé eg við-
bjóðslegan halanegra. Hvað
haldið þið, að eg hafi gert?”
Áheyrandi: “Flutt spegilinn.”
★ ★ *
Robert H. Scott frá Seattle í
Washingtonfylki 'höfðaði einu
sinni mál gegn bænum fyrir
“tjón, er nagli í strætisvagni
hafði unnið ágætum brókum
hans.” Hann krafðist 75 aura i
skaðabætur: Fyrir efni til við-
gerðar: 18 aura að viðbættum
57 aurum fyrir þann tíma, er
hann hefði orðið að vera í rúm-
inu, meðan verið var að gera
við flíkina. Þess má geta, að
þegar þetta gerðist voru pening-
ar í töluvert hærra gildi en nú.
* * *
Efnuð kona ein frá Lublin í
Póllandi var einu sinni fyrir
nokkrum árum á gangi úti á
götu og nam staðar til þess að
gefa betlara ölmusu. En hana
rak í rogastanz, þvi að hún þekti
þegar í stað betlarann. Hann
var eiginmaður hennar. Hafði
verið í heimsstyrjöldinni, mist
minnið og verið saknað æ síðan.
★ * ★
Gvendur gamli hafði glatað
100 króna seðli og fór á lög-
reglustöðina til þess að tilkynna
það.
“Eruð þér vanur að hafa
svona mikla peninga á yður?”
“ónei, það er langt síðan eg
hefi átt hundrað króna seðil,
fyr en eg eignaðist þenna.”
“Þér hafið þá kannske skrif-
að niður númerið á honum?”
“Já, það gerði eg.”
“Hvaða númer var á honum?”
“Það man eg bara ekki. Eg
skrifaði það á sjálfan seðilinn.”
—(Mbl.)
Messuboð
FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili: 776 Victor Street. ,
Síini 29 01J.
♦ ♦ ♦
GlMLl PRESTAKALL
27. júlí — Betel, morgun-
messa; Gimli, íslenzk messa kl.
7 e. h.
3. ágúst — Víðines, kl. 2 e. h.
B. A. Bjarnason.
♦ ♦ ♦
MESSA AÐ HNAUSUM
Séra Bjarni A. Bjarnason
messar i kirkju Breiðuvikur-
safnaðar næsta sunnvidag, 27.
júlí, kl. 2 e. h. Fólk vinsamleg-
ast beðið að fjölmenna.
♦ ♦ ♦
Lú TERSKA PRES TA KA LIAfí
1 VATNABYGÐUM
Sunnudaginn 27. júlí 1941:
Westside kl. 2 e. h. (á ís-
lenzku).
Iæslie kl. 7.30 e. h.
Vinsamlegast,
Carl J. Olson.
Bréf til Forseta
Bandaríkjanna
um vernd íslands
Grand Forks, North Dakota,
July 9, 1941.
The President,
The White House,
Washington, D.C.
My Dear Mr. President,—
I have learned with profound in-
terest that the United States has
taken over the military protection
of Iceland. As a native of that
country and as a naturalized Ameri-
can citizen, I thoroughly approve of
this action. I consider it both a wise
and a most timely measure in the
interest of the denfense of the west-
ern hemisphere and likewise — as
one deeply concerned about the fate
and future of Iceland—an import-
ant step in the direction of safe-
guarding Iceland against invasion.
I believe, Mr. President, that the
great majority of the several thous-
and Icelanders in the United States
share my view on this matter. In
approving the action in question, I
am, of course, taking for granted
that the United States will not inter-
fere with Icelandic governmental
affairs and that the military forces
of the United States will be with-
drawn at the end of the war.
Respectfully yours,
RICHARD BECK, President.
Icelandic National League of
America. «
Minniát BETEL
í
erfðaskrám yðar
ÞINGBOÐ
Bandalag lúterskra kvenna helJ-
ur ársþing sitt i Canadian Sun-
day School Mission Camp 6. 8.
ágúst. Kvenfélög eru hér meö
beðin að veita þessu eftirtekt og
senda erindreka á þingið. Þar
sem þingstaður að þessu sinn*
er í “camp” eru gestir og erind-
rekar vinsamlega beðnir að hafa
með sér sín eigin rúmföt, hand-
klæði og sápu. — Dagskrá þings-
ins verður auglýst í næsta blaði-
The Watch Shop
Diamonds - Watches - JewelrT
Agrents for BULOVA Watchee
Marriagre Licenses Issned
THORLAKSON & BALDWIN
Watchmakers and JexoeTlert
699 SARGENT AVE., WPG.
Til þess að tryggja yðar
skjóta afgreiðslu
SkuluB þér ftvalt kalla upp
SARGENT
TAXI
AND TRANSFER
FRED BUCKLE; Managar
•
PHONE
34 555 - 34 557
8ARQENT and AQNB5S
ISLENDINGADAGURINN
Seattle, Washington
3. ágúst 1941 að Silver Lake
PRÓGRAM BYRJAR KLUKKAN 12:30
Söngstjóri: W. Alfred Albert
Meðspilari: Erna Johnson
1. Star Spangled Banner Allir
2. Ávarp forseta ..............K. F. Frederick
3. íslenzkir söngvar .........Söngflokkurinn
4. Kvæði Frú Jakobína Johnson
5. Einsöngur ..............Frú Ninna Stevens
6. Ræða: “Iceland’s Heritage to the West.”
.........................Loptur L. Bjarnason
7. Instrumental Trio.
8. Ávarp Frederick A. Olafson
9. Enskir söngvar ............Söngflokkurinn
10. Eldgamla fsafold, og America .............Allir
11. Fjölbreyttar iþróttir fyrir unga og gamla byrja
á eftir.
12. Frítt kaffi klukkan 12 og 3—6.
13. Dans frá 7:30 e. h. til 11 e. h. Nefndin.
ÍSLENDINGADAGURINN
i GIMLI PARK
Mánudaginn 4. ágúst 1941
Forseti, DR. B. J. BRANDSON
Miss Canada
MISS DORIS BLONDAL
Winnipeg, Man.
“Fjalllcona”, MRS. G. F. JÓNASSON
Miss Ameríka
MISS KATHRYNE ARASON
Mountain, N. Dakota
Formaður iþróttanefndar, E. A. ISFELD, Winnipeg.
Kl. 10 f. h., íþróttir og bogailist á íþróttavellinum.
(Skemtiskráin byrjar kl. 2 e. h.)
(Dansinn byrjar kl. 9 e. h.)
SKEMTISKRÁ
1.
o
3.
4.
5.
6.
/7-
8.
O Canada.
Ó, Guð vors lands.
í’,orseti, dr. B. J. Brandson, setur
samkomuna.
Karlakórinn.
Ávarp “FjallkonunnarM, Mrs. G.
F. Jónsson, Winnipeg.
Karlakórinn, O Canada.
Avarp, Miss Canada, Miss Doris
Blondal, Winnipeg.
Karlakórinn, The Star Spangled
Banner.
9. Ávarp, Miss Ameríka, Miss Kath-
ryne Arason, Mountain, N. D.
10. Karlakórinn.
11. Einsöngur, Birgir Halldórsson.
12. Minni Islands, ræða, Thor Thors,
New York.
13. Minni Islands, kvsfeð'i, Mrs. Jakohína
Johnson, Seattle, Wash.
14. Einsöngur, Birgir ITalldórsson.
15. Minni Canada, ræða, Thorbergur
Thorvaldsson, SSskatoon, Sask.
10. IMinni Canada, kvæði, Guttormur J-
Guttormsson, Riverton, Man.
17. Karlakórinn syngur nokkur lög.
Kl. 4, skrúðganga. “Fjallkonan” leggur blómsveig á landnema minnisvarðann.
Kl. 8, almennur söngur, undir stjórn Paul Bardal. Kl. 9, dans í Gimli Pavilion.
Aðgangur að dansinum 25c. Óli Thorsteinsson’s Old Time Orchestra spilar fyrir
dansinum. Inngangur í garðinn, 25c fvrir fullorðna, 10c fyrir börn innan tólf ára.
Gjallarhorn og hljóðaukar verða við allra hæfi. Sérstakúr pallur fvrir gullaf-
mælisbörain og gamla fólkið á “Betel”. Karlakórinn syngur undir stjórn E. H-
Ragnar. Gunnar Erl'endsson verður við hljóðfærið.
“Special Train” frá Winnipeg kl. 8.30 að morgninum, og kl. 12; frá Gimli á
miðnætti, og stanzar það “train” fyrir ofan garðinn.