Lögberg - 24.07.1941, Page 5

Lögberg - 24.07.1941, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JÚLl, 1941 5 Sigvalda Nordal haldin álórveizla í Selkirk Á þriðjudagskvölilið þann 15. Þ' ni., stóð mikið til í Selkirk- bæ, og það ekki að ástæðulausu, þyí þá átti Sigvaldi Nordal liinn húnvetnski áttræðisafmæli, og skyldi þess mins<t í íslenzka sam- komuhúsinu fyrir atbeina Sel- kirk-safnaðar; var salurinn þétt- skipaður; háborð blómum skreytt, og svo bjart umhorfs, að hvergi bar á skugga; var slíkl Vel til fundið, því nú var verið Kleðja gleðimann, er haldið ^efir æsku sinni óeyddri, þrátl fyrir erfiði og ár. Veizlustjórn hafði með höndum séra Sigurð- 11 r ólafsson, og tókst hið bezta. Á háborði, rétt framan við Veizlugest, logaði skært á átta- fra kertum, er tákna skyldi hvert æfiár heiðursgestsins; sfafaði út frá þeim mildum hjarma; á kertum þessum slokn- a®> þó brátt, því stökkvara var raiklu í lífskveik þeirra, en heið- arsgestsins, sem enn á vonandi eftir að heiðra samfélagið lengi raeð nærveru sinni. Sigvaldi er bróðir Jóhannesar Nordal fyrr- ura íshússtjóra í Reykjavík, sem 1111 er kominn á tíræðisaldur eins og ekkert hefði í skorist, °g mun Sigvaldi naumast sætta Sl8 við minna en það, að verða Jafnoki bróður síns að lang- hfi. og jafnvel heldur ná feti framar. Dóttir heiðursgestsins, vrú Guðrún Helgason, pianó- kennari frá New York, annaðisl |heð veizlustjóra um skipulagn- lngu þessa eftirminnilega mann- fagnaðar, og tókst hið bezta til. 4varp það til heiðursgests, er hér fer á eftir, flutti Ásmundur Jóhannsson byggingameistari; eru þeir báðir Húnvetningar, og finna til réttláts metnaðar yfir fandnámi Ingimundar á Hofi. Ánnað ávarp flutti Dr. Richard Beck, forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, en auk þess tóku til máls í óbundnu máli þau frú Steinunn Sigurður, dóttir heiðursgestsins, Nikulás Ottenson og Ásgeir Bjarnason. í Ijóðmálum mintust Sigvalda þeir Kristján Pálsson, Stein- grímur Arason og Einar P. Jóns- son, en forseti Selkirksafnaðar, Jóhann Peterson, afhenti honum skrautritað ávarp frá söfnuðin- um í heild. Fyrir hönd barna og barnabarna, afhenti veizlu- stjóri hinu unglega afmælisbarni ýmsar forkunnar fagrar minja- gjafir. Frú Lillian Murdoch skemti með einsöng, en með fiðluspili og slaghörpu þau Gunnlaugur Oddson og frú Guð- rún Helgason; þá var og sungið margt íslenzkra ættjarðar- söngva, er veizlugestir tóku al- ment þátt í. Heillaóskaskeyti bárust heið- ursgestinum víðsvegar að. Áður en borðum var hrundið þakkaði heiðursgestur með nokkrum velvöldum hlýyrðum þá sæmd, er sér væri í té látin með þessu virðulega samsæti, og kvaðst geyma mundu um það ógleymanlegar endurminningar í þakklátu hjarta. Veitingar voru hinar ríkmannlegustu, og kom öllum viðstöddum saman um það, að samsætið hefði verið að öllu hið ánægjulegasta, og i fullu samræmi við hið glaðværa góðmenni, sem verið var að heiðra. Lögberg flytur Sigvalda Nor- dal innilegar árnaðaróskir i til- efni af þessum merka áfanga á hinum drengilega æfiferli hans. E. P. J. -*• -f -f Avarp til Siavalda Nordal fhitt í afmælisfagnaði 1 Setkirk 15. júlí 1941. Eftir Ásmund P. Jóhannsson. Herra veizlustjóri, háttvirti heiðursgestur, virðulega samsæti! Eg vil fyrst af öllu taka tæki- faerið og þakka Jyrir þann vin- aftuvott að mér og konu minni skyldi vera boðið að vera með i hessum mannfagnaði hér í kvöld. var sérílagi fyrir þrjár á- staeður, að eg var búinn að á- hveða með sjálfum mér að hér y^ði eg að vera, þótt eg gerði siálfan mig að boðflennu. f fyrsta lagi er hér um ekta Eúnvetning að ræða, sem hér er Verið að heiðra og þakka. Sveit- ln hans er mér kærari en aðrir Þartar lanidsins, og ekki að á- stæðulausu. Flestum mun þáð Vera kunnugt, að eins og sveitin er blómleg og falleg, þá hefir Eúnavatnssýsla að fornu og nyju frá landnámstíð Ingimund- ar á Hofi í Vatnsdal framleitt hina ágætustu menn, og hér er he>ðursgesturinn til sýnis hvern- að þeir endast. f öðru lagi hefi eg til inargra ara kynst heiðursgestinum Sig- Valda Nordal og fundið þar heil- ^eyptan íslending, eins og hann — kyn til. Eyrir rúmuimll árum, 1930, Var eg þeirrar ánægju aðnjót- yi að sitja mjög veglegt og .íólment heiðurssamsæti á Hótel °rg i Reykjavík er Jóhannesi Nordal bróður heiðursgestsins var haldið, er hann var 80 ára ungur. Mjög glögt ættarmót er það með þeim bræðrum hvað þeir bera árin og aldurinn glæsi- Iega; hjá hvorugum verður ell- innar vart enn svo séð verði. 1930 er Jóhannes var áttræður, hafði hann aðalumsjón með ís- húsinu í Reykjavík, er hann var stofnandi <að; því fyrsta er á íslandi var reist fyrir aldamót. Minnist eg þess er konungur, Kristján 10., kom heim á hátíð- ina, að hið mesta fjölmenni var saman komið niður við höfnina er konungur sté á land við bryggjuna í Reykjavík, ishús Jóhannesar var þar ekki alllang.t frá; unnu þá margir menn við ishúsið, lýsti Jóhannes því sjálf- ur þannig: “Hlupum við þá all- ir strákarnir ofan á uppfyllingu til að sjá það 'sem allra bezt.” Finst ykkur þetta ekki svipa nkkuð til þess, sein heiðursgest- urinn mundi sjálfur segja á sama aldursári, ef um slíka lýs- ingu væri að ræða, báðir ungir menn í anda sem á æskuskeiði væri. Á öllum ferðum mínum til íslands heimsæki eg þá vini mína feðgana Dr. Sigurð Nordal og Jóhánnes, og gengur það næst því að vera kominn norður í hinn fagra Vatnsdal. í fyrra- sumar er eg heimsótti Jóhannes síðast, (og var hann þá fullra 90 ára) sýndist enginn bilbugur á honum vera, hið sama lífs- glaða glæsimennið; virtist mér hann að sumu leyti þá enn ung- legri en fyrir 10 árum, er hann KAUPIÐ AVALT LUMBER hj* THE EMPIRE SASH & D00R C0. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 hafði þá fyrir nokkru slept öll- um áhyggjum og starfi. Hvað þig, heiðursgesturgestur áhrærir, veit eg að þú ert enginn efturbátur bróður þíns. Er það min ósk, von, og sannfæring, að þú megir bæta við þig minsta kosti 20 árum enn, án þess að það gæti nokkurra ellimarka. öll óskum við þér til blessunar í framtíðinni, og þökkum þér fyrir samleiðina. ♦ -f -f Sigvaldi Nordal áttræéur KUNNINGJA-KVEÐJA Mér leynist ei, að það er vandaverk Að velja orð, er hæfa stöðu þinni. Hér bæri að mæla eldheit orð og sterk, í En engan vil eg hneyksla í þulu minni. Og svo er það í svip þinn ritað skírt Að sannindi og einurð bezt þér falli, Og eg hef aldrei að því marki stýrt Að æra menn með gullhömrum pg skjalli. Þeir bogna oft með byrði sina fyrst, Sem bera minst, en reyrast óttans hafti, En þú munt aldrei eiga með þeim vist Sem ekki þora að lifa fullum krafti. Að geyma um áttrætt æskufjör og hug Er ekki mörgum lánað, nú á dögúm, Og sýna i verki víkings þrótt og dug, Og viljastyrk, en fara þó að lögum. Eg flyt þá bæn — og flestum mun það kært — Að forsjón tímans daga þína lengi, Og mælist til, að sjái hún sér það fært, Þá sendi hún okkur fleiri slika drengi, Með stöðugt þrek að stefna í sólarátt, Og styrk, sem þolir aðföll mótgangs hranna. En orðstýr þinn mun ætíð gnæfa hátt f íslendingasögum Vestanmanna. • Kristján Pálsson. -f ♦ -f Afmœlisvísur til Sigvalda Nordal Sá dagaði ei uppi á öræfum lífs, er eignaðist Nordal að vin, þvi Húnaþingseðlið er örlátt á margt, og ekki neitt saltstólpakyn. Þó frostbitinn stundum hann ferðaðist langt og fengi ekki verkalaun tvenn, þá var honum gróði að gleðja hvert barn, og hann gerir það fagnandi enn. Og enn er hann fremstur i fjörkálfasveit, rétt fertugur tvisvar í dag, og tekur með hlýleik í hendina á þeim, sem hirða um vísu og lag. Þó leið sé í fangið og lýjandi oft, og lífshöfin brimótt og ólm, þá ferðast hanp öruggur eins fyrir þvi, við ellina gengur á hólm. EAST INDIA PROVIDED BRITISH SPITFIRE SQUADRONS Two “East India” Squadrons of the British Royal Air Force are equipped with Spitfire fighter aircraft purchased with funds raised by East India for 1,'he British war effort. Pilots of the “East India” Squadrons are seen here with their Spitfores. Gaman, gaman! Þann fjórða ágúst næstkom- andi,' verður gaman að koma til Gimli, og þann dag ættu allir, sem út úr borginni fara sér til skemtunar, að leggja leið sína þangað. Það verður skemtun fyrir aldna og unga, eins og þið munið komast að raun um er þið lesið skemtiskrána og í- þróttaskrána, sem þar fer fram. fþrótaiðkanir fara nú í vöxt með hverju ári, og enginn getur haft margbreytilega og góða skemtun úti við, nema því að- eins að þar séu íþróttir. Að Gimli á íslendingadaginn eru allskonar íþróttir hafðar um hönd, fyrir börn, unglinga, ung- ar stúlkur, unga menn, giftar konur, gifta menn og gamal- ^nenni. Stjórnað af E. A. ísfeld. Bikarar og þrenn verðlaun eru veitt fyrir hverja íþrótt, svo all- ir, sem keppa hafa tækifæri að ná í fyrstu, önnur eða þriðju verðlaun. Þá megið þið ekki gleyma því, að þar fer fram hin nýja - gamla og fagra iþrótt, bogalistin, undir umsjón Halldórs M. Swan. Það geta allir, sem vilja tekið þátt í þeirri íþrótt undir umsjón Mr. Swan, og ættu allir ungir drengir og stúlkur að nota tækifærið og kynnast þessari íþrótt. Það er ákaflega gaman og spennandi að keppa í öllum íþróttum og auk þess heilsusamlegt og nytsamt. Sækið iþróttirnar á íslend- ingadaginn þann fjórða ágúst. Þið getið hvergi skemt ykkur betur þann dag. D. B. Hún: — Munnurinn á mér er fullstór. Hann: — Þvi stærri, þeim mun betri, þegar jafnfallegur munnur á i hlut. Hann: — Þvi stærri, þeim mun betri, þegar jafnfallegur munnur á í hlut. Tveir druknir menn lentu í ógurlegum áflogum, sem end- uðu með þvi, að annar beit eyrnasnepilinn af hinum. Sá bitni: — Éttu hann bara, helvitis ormurinn þinn, þú færð vist ekki svo mikið ætilegt heima hjá kerlingamorninni þinni. Einar P. Jónsson. -t -t -f' Afmælisóskir Á ÁTTRÆÐISAFMÆLI SIGVALDA NORDAL (undir nafni Guðrúnar dóttur hans). Steingrímur Arason orkti. Flyt eg þér, faðir, feginshugar afmælisóskir, ástarkveðju. Eins og mig áður unga stunddir, leiðir þig hinn ljúfi ljóssins faðir. Fluttirðu af Fróni fjársjóð andans: trú á táp þitt og traust á Guði. Frumbýlings fangbrögð fas þú sóttir, glæstra geðheima goðorðsmaður. Léðir mér lykil, laukst upp himni heilagra hljóma hæstu dýrðar. Þú gafst mér snauður þann andans auð, sem æfinnar hnoss mér varð. í söngvanna hljóm nú bera blóm þín blessuð fræ í minn garð. Er lyftist eg hátt við hljómsins mátt í hæð yfir líf pg deyð, þá minnist eg þín og mynd þín skín í minninu björt og heið. Hinn dýrasta arð„ sem alt þér varð af íslandi tókstu með. Og ættlandið þitt varð Eden mitt, þar alt hef eg fegurst séð. Og þaðan var flest, sem fékk eg bezt i framtíðarmesti á braut: að lúta ei lágt, en horfa hátt og harðna við hverja þraut. Haf hjarta míns þökk er krýp eg klökk og kyssi þann helgidóm, sem austan um haf mér æskan gaf þín íslenzku munablóm. -f ♦ -f Þakkarávarp Innilegasta þakklæti til lút- erska safnaðarins í Selkirk, fyr- ir það ágæta heiðurssamsæti, sem mér var haldið; sérstaklega þakka eg fyrir það skrautritaða ávarp, sem mér var afhent frá söfnuð- inuin og er og verður mér svo dýrmætt. Svo einnig þakká eg islenzka lúterska kvenfélaginu fyrir gjafirnar, sem mér voru afhentar og hinar ágætis veit- ingar á’ þessu áttatíu ára afmæli mínu. Einnig þakka eg öllum Winnipeg-gestum, sem heimsóttu mig þetta kvöld og heiðruðu mig með nærveru sinni. Sömuleiðis var það mér mikið gleðiefni að sjá börnin min og barnabörn samankomin á þessu heiðurssamsæti, sem mér var haldið þetta kvöld, og einnig gladidi það mig að fá skeyti frá þeim sem i fjarlægð voru. Svo þakka eg innilega presti safnaðarins, sem afhenti mér það ágæta skrautritaða ávarp, og forseta safnaðarins fyrir að hafa sótt mig heim og leitt mig á þetta samsæti. Eg vona að sá, sem alt launar, launi vinum og vandamönnum mínum fyrir þetta ágæta vinar- mót. Sigvaldi Nordal, Selkirk, Man. \ Islendingadagurinn HNAUSA, MAN. 2. ágúst 1941 BYRJAK KLUKIvAN 10 ARDEGTS Inngangur í garðinn 25c fyrir fídlorðna og lOc fyrir börn innan 12 ára. • Fjúllkonan: Frú GUÐRÚN ERLENDSON, Arborg Miss Canada: Miss STEFANIA SIGURDSON, Riverton • Skemtiskrá dagsins bvrjar kl. 2 e.m, MINNI ISLANDS— Ræða: Dr. Eggert Steinþórsson Kvæði: Einar P. Jónsson MINNI CANADA— Ræða: Gissnr Elíasson Ivvæði: Vigfús Guttormsson. Fjölmennur blandaður kór fir bygðum Norður Nýja Islands, unclir stjóm Jóliannesar Pálssonar, skemtir milli ræðanna með' al-íslenzkum söng. • íþróttir, aðeins fyrir Islendinga, byrja kl. 10 f. h.: Hlaup fyrir yngri og eldri, langstökk, hástökk, egg- lilaup fyrir stúlkur, þriggja fóta hlaup, hástökk á stöng, o. s. frv. — Dans í Hnausa Oommunity Ilall og verðlaunavals byrjar kl. 9 e. h. • Þar sem þessi hátiðisdagur okkar íslendinga hér vestan hafs 2. ágúst, er nú hinn virkilegi 2. ágúst, ættu menn að fjöluienna að Iðavelli þetta ár, þar sem báran kyssir svalan sand í hinni fögru Breiðuvik, njóta þar ánægju- stundar á grundinni grænni eða í skugga bjarkanna, sem skýla vellinum, þar býðst enn á ný tækifæri. til að heilsa upp á gamla og nýja vini og hafa glaðan dag. Fjölmennið! Allir boðnir og velkomnir! GISLI SIGMUNDSSON, forseti JÓN PÁLSSON, ritari

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.