Lögberg - 24.07.1941, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.07.1941, Blaðsíða 6
6 LÖOBERG, FIMTUDAGINN 24. JOLl, 1941 LEYNIVOPNIÐ (Þýtt úr ensku) “Þér hljótið að vera þreyttur, ” sagði hann, er við gengum út af flugvellinum á eftir hinum snúðuga fuehrer og fylgistaulum hans. “Þetta hefir verið yður einstæð og mikilsverð reynslustund. Eg vona, samt sem áður, að þér verðið ekki of þreyttur til að geta þegið heimboð hjá Staefel Nr. 23, sem langar til að þér heiðrið þá með nærveru yðar við mið'aftansmáltíðina í kvöld. Svo leggjum við á stað heim til Þýzkalands.*’ Mér geðjaðist sízt betur að Mannteufel í þessum mærðarham. “Það skyldi gleðja mig,” svaraði eg, “en eg er nú mjög þreyttur, eins og þér gátuð til, og þætti vænt um að fá hvílt mig' nokkra stund.’’ “Vissulega,” svaraði hann. “Það er ekki nema náttúrlegt.” Eftir að hafa matast svaf eg um tvær klukkustundir í rúmi, sem mér var vísað til, og þegar rökkva tók, var mér fylgt að því- nær mannlausri hermannalest, sem fyrsta ftokks fólksflutningavagn hafði verið tengd- ur aftan í. ‘ ‘ llvert næst ? ’ ’ spurði eg í hrjósturtón. Mannteufel góndi við mér. “Til Weimar,” sagði hann. “Þykir yður ekki vænt um það! ” “Hví vænt um það, með leyfi!” “Brhnnhilde,” sagði hann og leit fram- an í mig eins og ef hann hefði patað fingri ögn glettnislega í síðu mér. “Brunnhilde,” endurtók eg. “Venju- lega fremur styttingsleg. ” Augnabrúnir hans sveigðust lengst upp á ennið með ótal hnikkulínum. “Brunnhilde,” endurtók hann og kink- aði kolli eins og kínverskur dómari, “heit- mey yðar.” “Þér vitið ekki,” vogaði eg mér að segja, “við hvílíkt orðakast við skildum síðast.” Mannteufel ypti öxlum rbyggilega. “Hvað gerir það til? Stúlkan fyrir- gefur yður. Hún þráði yðhr eitt sinn og mun gera svo nú á ný. ’ ’ Hann hallaði sér áfram, er hann sagði þetta. N í u n d i Kapítuli “Þér verðið að ná aftur fyrri afstöðu stúlkunnar gagnvart yður,” sagði Mann- teufel einlægnislega, “og dvelja hér þangað til þér hafið náð takmarkinu, er við stefn- um að. Hún hefir mikil áhrif á Hammer- stein, og þeirra þörfnumst við nú.” Eg starði undrandi á manninn. “Hvað meinið þér eiginlega?” spurði eg önugur. “Þér fáið bráðlega að vita það. En fyrst verðið þér að ná fullu trausti stúlk- unnar. Skiljið þér það? Himmler telur það mjög áríðandi, ef svo færi að Hammerstein reyndist yðUr óþjáll viðureignar. ” “Hvers vegna ætti hann að reynast mér þannig?” “Sleppum því.” Eg rétti stygðarlega úr mér. “Sjáið nú til,” sagði eg, “þetta er ali á huldu fyrir mér, og eg neita því ákveðið, að svona sé farið að við mig.” “Skipanir eru skipanir,” svaraði hann. “Eg á að fvlgja yður til stúlkunnar.” “Eg vil heldur eiga við Hammerstein sjálfan. Vil ekki neitt hafa saman við Brunnhilde að sælda. ” Mannteuifel leit upp stórum augum. “Er það svona slæmt?” sagði hann. Eg kinkaði kolli því til samþykkis. “Gleymið því, Freiburg. Brunnhilde Fuchs hefir ekki tapað unaðsþokka sfnum og fegurð. Margur maðurinn, og yðar auð- mjúkur þjónn þar á meðal, myndi óska sér að standa nú í yðar sporum.” Eg varð að gefast upp. Hér var auð- sjáanlega ekkert undarfæri. “Jæja þá,” sagði eg ólundarlega. “Þetta geðjast mér betur,” mælti Mann- teufel. “Nú get eg þá líklega náð að sofna aftur. ” Og það gerði hann. Bráðlega fór eg Jíka að móka. Hvað svo sem á huganum liggur, verður líkam- inn að njóta hvíldar. Eg vaknaði að fullu í dögun. Veðrið var hið yndislegasta og áfram var haldið hægfara með viðkomu á mörgum stöðum, í Berlín meðal annars; þar kevrðum við þvers um bæinn til að ná í W eimar-iestina. Er til Weimar kom, keyrði Mannteufel frá stöðinni á kerru, sem eitt hross gekk fyrir, og hægði ferðina í útjaðri bæjarins á götu, þar sem röð þýzkra höfðingjasetra blasti við okkur. Þegar kerran nam staðar, hnvpti Mannteufel í handlegg mér. “Hafið það hugfast,” sagði hann, “að Fraulein Fuchs er einlæg og hjartfólgin vinkona Hammersteins. Það er okkar sterk- asta vopn. Fáið hana til að ræða um hann við yður, og við högum okkur ,svo samkvæmt því hvernig og hvenær við færum okkur í nyt vináttu hennar við hann.” Við höfum naumast numið staðar fram- an við númer 59, þegar ljósgræn framdyra- hurð hússins var opnuð og niður tröppurn- ar gekk yfirlitsbjört, há stúlka, íturvaxin og sköruleg á að líta, klædd málmblámablæs litum bol, sem í skini nónbilssólarljóssins virtist helst myndi svipa til hins sögufræga stálbrynjuvestis Valkryjunnar sjálfrar; aug- un voru djúpblá og fölgult hárið hringað í þykkum og löngum fléttum um höfuðið. Lát- bragð og hreyfingar Fraulein Fuchs bar vott um að hér væri um sanna hefðarmær að ræða. Að baki henni stóð kona með gránandi hár og vaxtarlag, sem ungdómslínurnar voru löngu horfnar af, en þó líktist Brunnhilde nógu mikið til þess ljóst yrði greint, að þetta væri móðir hennar. Herrmaðurinn, er aðeins kom fram í dymar, bar prófessorsins yfirbragð. Afdrifa augnablik mitt nálgaðist. Brunn- hilde var á leið' niður stíginn fram að garðs- hliðs járnhurðinni, sem aðskildi garðinn og •gangstétt strætisins. Hún nam skyndilega staðar, starði á mig stórum, bláum og undr- andi augum, sem sviplaus virtust, eins og í marmarastyttu væri, svo eg fókk tóm til að gera mér grein fyrir því, að Mannteufel hefði ekkert ofsagt um yndisþokka hennar —mjúklegu varirnar, beint nefið, örlætis- bilið milli augnanna, hátt og ógárað ennið. Mér skildist það óðara, að hún hefði þegar gert sér grein fyrir grímuleik mínum, en væri auðsjáanlega þetta augnablikið of undrandi til þess að hrakyrða mig þama upphátt út af því. Eg leit einnig framan í hana með hót- andi augnaráði. “Eg kem beint hingað frá hinum mikil- láta fuehrer.” Þetta hafði eg ætlað mér að segja og orðin þutu fram á varir mínar, en eg kom þeim aldrei lengra. T»ví mér til mestu undr- unar breyttist nú skyndilega svipur andlits- ins, sem eg horfði í. Um bústnu varimar færðist bros og undmnarsvipurinn í augna- ráðinu hvarf svo snögglega, að eg fór að efast um að hann hefði nokkuín tíma birzt mér þar. Hún opnaði garðshliðið. “Ætlarðu ekki að kyssa mig, Oarl?” sagði hún og roðablær færðist um kiynar henni. Næstum óafvitandi vafði eg hana örm- um, og hún hvíldi þar augnabliksstund. Svo færði hún sig fjær, greip um handlegg mér og horfði með skörpu tilliti beint í vand- ræðaleg augu mín. Svo hallaði hiin höfðinu yfir vinstri öxl mér. “Kysstu á háls mér,” hvíslaði hún. Þetta var mér sem dagdraumur einn — með Ijúfri uppbót þó, er eg lagði varir mín- ar á hlýjan og mjúkan háls henni. “Þér emð ekki Carl. Hví komið þér hingað?” Eg hafði gripið hina eiginlegu afstöðu okkar. Bmnnhilde ætlaði ekki að opinbera grímuleik minn — að minsta kosti ekki þessa stundina. Fynr aftan mig heyrðist sem hamukvaks hljómur. “Yndislegt,” hneggjaði Mannteufel að baki okkar, þegar Brúnnhiide leiddi mig við hlið sér upp eftir garðstígnum. Næstu orð hennar færðu mér enn nýja fullvissu um fvrirætlanir hennar mér viðkomandi. “Þú kyntist aldrei foreldrum mínum, Carl. Þau dvöldu þá um hríð yfir í Bavaríu á þeirri fornu tíð. Mamma, þetta er Carl. Pabbi — ” Eg laut þegar eins og óafvitandi niður og kysti á þriflega hönd frú Fuchs, sló svo saman hælunum og hneigði mig fyrir hr. Fuchs, samkvæmt algengri landsvenju. Þessi gamli herramaður, sem, eins og eg síðar komst að, var aðeins um fimtugt, leit kyrlátlega við mér. “Hvernig líður yður?” sagði hann, ef ekki beinlínis kuldalega, þá í fremur óþýðum rómi. “Agætlega, herra, og eg gleðst af að kynnast yður,” svaraði eg, og sneri mér svo aftur að frú Fuchs. Eg sá tár glitra í augum henni, er virt- ust bera vitni um hlýhug hennar gagnvart mér. “Gerið svo vel að koma inn, hr. Frei- burg,” sagði gamli maðurinn svo loksins. Frú Fuchs sneri sér að bónda sínum. “Otto,” sagði hún í ávítunartón, “þetta er Carl; þú ættir að ávarpa hann með skírn- arnafninu.” Ilr. Fuchs leit kuldalega til mín. Svo, eins og til að þóknast konu sinni, þótt ljós- lega væri honum það ógeðfelt, breytti hann innboðs orðalaginu. “Komið inn, Carl, gerið svo vel,” sagði hann, og þér einnig, hr. Mannteufel. ’ ’ “I dagstofunni er til reiðu kaffi með kökum, Otto,” sagði frú Fuchs. Gamli maðurinn svaraði þessu engu, en hratt opinni eikarmálaðri hurð setustofunn- ar. Við settumst þar við kringlótt borð; kaffi var helt í bollana og kökumar fram- reiddar. Eg lenti við hlið Brunnhilde. Sam- ræðurnar reyndust fremur strembnar. Þann- ig var kaffið líka, þvínær ódrekkandi, þótt eg svolgraði það í mig með þrautum. “Mér hefir hlotnast sá mikli heiður,” sagði eg, “að vera í fylgd með foringjan- um, hr. Hitler sjálfum. Hann var að yfir- vega afleiðingar loftfarahernaðar síns í Pól- landi.” Gamli Fuchs laut höfði yfir disk sinn. En Mannteufel hafði gát á athöfnum hans. Þá rétti gamli maðurinn skyndilega úr sér aftur. Eg get þess til að kona hans, er næst, honum sat, hafi ýtt við honum undir borðinu. “Það var yður mikill heiður,” sagði Fuchs. Málrómur hans bar greinilegt merki um örðugleikann, sem hann átti í, við að geta látið nokkurn samúðarvott birtast í rödd sinni. “Hann leit mjög vel út,” sagði eg. “Það voru mér mikil hlunnindi að mega hitta hann að starfi. Hann var að sýna þessum Pólverjum hverjar afleiðingar and- staða þeirra hefði í för með sér.” Mannteufel hallaði sér fram í sæti sínu. “Foringinn leit vel út,” sagði liann. “Það eru góðar fréttir, hr. Fuchs, þykir yður það ekki?” Gamli maðurinn leit framan í Mannteu- fel. Sá litli roði, sem verið hafði í kinnum hans var nú horfinn og hörundið á andlitinu líktist gömlu bókfelli. Alt í einu stökk haim á fætur og rétti upp hendina. “Heil Hitler,” sagði hann. “Heil der fuehrer!” Við öll hin gerðum óðara eins. Og frú Fuchs með kaffibollann í hönd sér. “ Við ættum að klingja skálum honum til heilla,” sagði hún. “Það er leitt, að við skulum ekkert vín hafa, en—” Hún þagnaði með vandræðasvip á and- titinu, og bar kaffibollann að vörum sér. “Við höfum orðið fyrir tjóni,” muldr- aði hr. Fuchs yfir brúnina á sínum bolla. Brunnhilde greip hönd mína, sneri sér jafnskjótt að Mannteufel og sagði: “Við Carl höfum margt að segja hvort við annað. Hann er nú í þjónustu foringj- ans og á yfir litlum eigin tíma að ráða. Fáum við nú stutta leyfisstund ? ” Hún hélt enn um hönd mér, meðan eg færði mig' fram að stofudyrunum. “Við skulu ganga út,” sagði eg. “Þetta er frjálsræðisins land, er ekki svo, hr. Mann- teUfei?’ ’ Mannteufel kinkaði kolli. “Frjálsræðisins í þjónustunni,” sagði hann hátíðlega. Eg var kominn að hurðinni, með stúlk- una eins og í eftirdragi. “En tefjið ekki lengur en hálfa klukku- stund,” bætti Mannteufel við þurlega, er við fórum fram úr dyrunum. Eg slepti haldinu á liönd henni strax og' hurðin lokaðist á eftir okkur. “Vissara er að við sleppum ekki hand- fanginu, meðan til okkar verður séð út um húsgluggana, ” sagði hún. Við leiddumst svo niður eftir stígnum. í garðsbrúninni stóð dálítið byrgi við smá- tjörn, þar sem velhirtur og angandi rósa- ninnar alt um kring löðuðu mann til dvalar í skjóli sínu. “Við skulum sitja hérna,” sagði hún og leiddi mig inn í byrgið. Þar slepti hún handtakinu og færði sig ögn fjær mér. “Hvar er Carl?” spurði hún jafnskjótt. “Er hann dauður?” Svo greip hún um handlegg mér og spurði enn í höstum tón: “Deydduð þér hann?” Eg starði beint í augu henni og svarað'i mjúklega: “Eg sá hann drukna.” “Hamingjunni sé lof,” sagði hún lágt og skildi eg þá, að hún hataði Oarl. “Deydduð þér hann?” spurði hún aftur. “Já,” svaraði eg. T í u n d i Kapítuli Hún starði enn á mig nokkur augnablik, og brá þá upp hendinni með snöggri sveiflu, eins og hún væri að banda við einhverju. “Eg var seytján ára þegar eg kyntist Carli Freiburg fyrst,” mælti hún nú. “Síð- an eru liðin fimm ár. Þá hafði eg sterka trú á fuehrer Hitler. Eg umvafðist fvrsta dýrð'arljóma sjálfsafneitunaröldunnar, °8 þráði að fórna mér fyrir málefnið.” Hún þagnaði snöggvast, en bætti svo við með mjúkri en beiskjukendri áherzlu. “Yður er kunnugt um viðhorf Nazista- foringjans. Sonur minn er nú í skólanuu1 þeirra. Með glaðværðarsón laða þeir ungl- inginn fljótt til fylgis við sig. Og ýmislegt skeður svo þar á eftir. Eg var lærlingu1' prófessor Hammersteins. Fyrir sex niau- uðum tók hann mig í hóp aðstoðarfólks sins- Hann var líka eitt sinn góður Nazisti. Eu svo handtóku þeir bezta vin hans, Gottfried Steiner, af því hann var Gyðingur, og hneptu í einangursgerðis fangavist. Skömmu seinna var tilkynt, að' Gottfried Steiner hefði verið skotinn, er hann reyndi að strjúka úr varð" haldinu. Prófessor Hammerstein hefir ekk1 getað fyrirgefið þeim þetta. Hann lifir að- eins vísindanna vegna, og unni mjög þess- um vini sínum.” “En barnið yðar,” sagði eg viðkvæmn- -islega. “Fáið þér aldrei að sjá hann?” Hún hristi höfuðið. “Þeir tóku hann frá mér,” mælti huu enn. “Eg sætti mig auðvitað við það, eius og sjálfsagða skyldu mína. Oarl fór tu Ameríku og skildist mér þá hvað alt l>etta þýddi. Eg reyndi að fá barninu skilað iuel’ aftur. En nú var það um seinan. Gmuu1 var vakinn um próf. Hammerstein, en e» var honum til aðstoðar í starfi hans, °o var þá ekki álitin hæf manneskja til að anu- ast um uppeldi drengsins.” “Hví eruð þér að segja mér alt þetta? Hún ypti öxlum og svaraði svo. “Þér ættuð að vita um allar aðstæðuru- ar, því mér er það ljóst, að við verðum bera fult traust livort til annars. Þér urðuð banamaður Carls og standið nú í hans spor- um. Þér verðið að segja mér bvert sé áform yðar og á hvern hátt eg fái veitt yður aðstoð mína.” Eg starði ráðalaus á hana. “Hvernig vitið þér, að eg sé ekki 1 þjónustu Mannteufels og gestapó-liðsins? spurði eg hastur. “ Gestapó-liðið getur tekið mig hvenm1 sem því þóknast,” sagði hún. “Hr. Mau»- teufel veit hvaða álit eg hefi á lionum °S starfa hans. Hann þarf ekki að siga njósu- urum sínum á mig. Eg hygg ekki, að þef séuð hér staddur í því skyni að bregða f®^1 fyrir fnig. Og kannske þér sóuð heldur kominn til að hjálpa meistara mínum?” “Meistara yðar?” ‘t'Prófessor Hammerstein.” ‘ ‘ En próf. Hammerstein er fuehrernum ómissandi,” svaraði eg í mótmælatón, “Hvl skyldi hann þarfnast hjálpar okkar?” “Þér vitið þá ekki hvar hann er nú?” “Nei.” “I fangakvínni við Buchenwald.” “Einmitt það,” sagði eg. “Og hverá vegna er Hammerstein í Buclienwald? Það virðist einkennilegur staðúr til samstarf® við hann.” . “Þeir hafa ásett sér að ná haldi á niö' urstöðu uppgötvana-tilrauna hans, en þegar þeir handtóku Rudolf Steiner neitaði han11 að halda áfram starfinu. Fyrst reyndu þel1 að telja um fyrir honum. Himmler °S Goering voru sendir til að sannfæra hanu um skyldu hans í þessu efni. En þegar f°r' tölur þeirra höfðu engan árangur, send11 þeir hann til Buchenwald, í þeirri von a^ geta á þann liátt yfirbugað viljaþrek hauý Að lokum leituðu þeir til mín. Eg var upPa' hakis-nemandi prófessörsins. Hann leit 11 mig næstum eins og dóttur sína. Þeir héldu að eg gæti kannske fengið hann til að beyg,ia vilja sinn samkvæmt óskum þeirra. En e& neitaði að ljá þeim aðstoð mína, og dvel þv{ nú líka í skugga ónáðar þeirra. Eg hrf1 verið mint á það, að til væri einnig í DaehalJ fangakvíar fyrir kvenfólk. Hingað til hafa þeir þó ekki áreitt mig. ” Hún hikaði sig eitt augnablik, og blóði® bljóp fram í kinnar henni. “Mannteufel hefir hér umráðin,” bæG1 hún við í flýti “og hann er tregur til nota fylstu nauðungaraðferðina við mi&' Þér skiljið, að hann —” Hún þagnaði í miðri setningu. “Eg skil þetta, ” sagði eg með áherzln- Eg hafði tekið eftir augnaráði hans» J>egar við Brunnhilde gengum og leidduinst út úr húsinu. Hann var æðislega öfunds- sjúkur út af tækifærinu, sem hann nauðngnr viljugur hafði orðið að veita mér til að sfrft' ast við hana. Eftirgjöf hans mér í vil var af sannri skyldurækni gerð í þjónustu f°r' mgjans. “Heyrið mig, ungfrú,” sagði eg. verð að hitta próf. Hammerstein. E.n nhk1 foringjans Hitler vegna. Því hann hata og alt lians umstang. Eg er enginn nazisti- “Eg var eitt sinn nazisiti,” mælti hun í skvndi, “en er það nú ekki lengur.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.