Lögberg - 23.10.1941, Page 1
t
PHONE 86 311
Seven Lines
***$%^*
** rttt%1£‘vv
ftn°
Cot-
Servioe
and
Satisfaction
PHONE 86 311
Seven Lines
Cot-
d
L»tttt-*v.
Cl<
anV^
For Better
Dry Cleaning
and Laundry
efs N
54. AEGANGUB
LÖGBERG, FIMTU D AGINN 23. OKTÓBEE, 1941
NÚMER 43
Ameríska herskipið Kearny
sætir árás um 350 mílur
suðvestur af Islandi
Pattullo-stjórnin bíður
ósigur í British Columbia
Á föstudagsmorguninn þann
17. þ. m. veittist kafbátur, vafa-
laust þýzkur, að ameríska her-
skipinu Kearny eitthvað um 350
mílur suðvestur af íslandi, að
því er símfregnir frá Washing-
ton herma; skipið laskaðist
nokkuð, en komst þó hjálpar-
laust í höfn. i fyrstu var svo
frá skýrt, að skipverja hefði eigi
sakað, en nú er það komið á
daginn, að ellefu týndu lífi, en
Eftirspurn eftir
matreiðslukonum
Stjórnarderild sú, er Hon. J. T.
Thorson veitir forustu, Depart-
ment of Natiönal War Services,
hefir nýverið auglýst eftir 300
matreiðslukonum, sem innritað-
ar verði í herþjónustu, og fá
fallega einkennisbúninga; þær
konur, er fullnægja settum kröf-
um, i'nnritast annaðhvort í Cana-
dian Women’s Axiliary Air Force
eða C^nadian Women’s Army
Corps. Umsækjendur þurfa ekki
hð vera neinir sérfræðingar,
heldur kunna einungis góða, al-
genga matargerð; kaupgjald er
níutiu cent á dag, auk einkenn-
isbúnings, fæðis og læknishjálp-
ar ef þörf krefur.
Umsóknareyðublöð fást hjá
R.C.A.F. hersöfnunarstöðvum,
yfirherstöðvum fylkjanna og
skrásetningarstjórn N ationai
War Services stjórnardeildarinn-
ar víðsvegar í borguin og bæj-
um.
-------V--------
Ástandið á Frakklandi
Þann 20. þ. m., réðust tveir
franskir menn á þýzkan herfor-
ingja, er hann að morgni þess
dags var á leið til herstöðva
sinna, og skutu hann til dauðs;
þetta gerðist í bænum Nantes á
Frakklandi; ekki hefir lögregl-
unni tekist, enn sepi komið er,
að handsama þá tvo menn, er
að tilverknaðinum voru valdir.
En í hefndarskyni, létu þýzk
hernaðarvöld taka af lífi fimmtíu
franska menn, öldungis án dóms
og laga.
-------V--------
Borgarstríð í Júgóslavíu
Svo er gremjan í Jugóslavíu
við hernámssveitir Hitlers í
landinu orðin mögnuð, að stað-
hæft er, að þar sé nú í rauninni
um borgarastríð að ræða; eink-
um eru það ibúar Svartfjalla-
lands, er halda uppi mótþróa
gegn Hitler og fylgifiskum hans.
Nokkuð var af itölsku setuliði í
Jugoslavíu, og er mælt að tvö
þúsund ítalskir hermenn hafi
fallið í þessari nýju borgara-
styrjöld.
-------V------
Brezki loftflotinn
herðir á sókn
Á aðfaranótt síðastliðins
þriðjudags, veittist brezki loft-
flotinn þunglega að borginni
Neapel á ítalíu, og ýmsum fram-
leiðsluborgum Suður-Þýzka-
lands; er það staðhæft, að hvor-
irtveggja aðilja, ítalir og Þjóð-
verjar, hafi beðið gífurlegt tjón
af völdum árásanna. Bretar
mistu tíu orustuflugvélar, en
Þjóðverjar ellefu.
tíu sættu mismunandi meiðsl-
um; skip þetta er einungis árs-
g.amalt, 1,630 smálestir að stærð.
Atburður þessi hefir sem vænta
mátti, vakið óhemju gremju í
Bandaríkjunum.
Er utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, Mr. Hull, var spurðúr
um það, hvort stjórnin hefði ekki
þegar sent mótmæli til Þýzka-
lands, lét hann svo um mælt’, að
tilgangslaust væri að bera fram
mótmæli við stigamenn.
Frá þýzk-rússneska
stríðinu
Þó fregnir af vettvangi stríðs-
ins sé daglega næsta sundurleit-
ar og þokukendar, þá mun það
þó sönnu næst, að umsát Þjóð-
verja uin Mo'skva miði seint á-
fram þrátt fyrir aukið magn
skriðdreka og aukinn liðsafla, er
þeir síðustu, undanfarna sólar-
hringa, hafa sent til þessara vig-
stöðva. Stalin hefir persónu-
léga tekist á hendur yfirstjórn
alls varnarliðsins í Moskva og
umhverfis borgina. Þjóðverjar
sækja enn að úr þremur áttum,
og haf« komist næst borginni
að vestanverðu, eða um 50 mílur.
í Donhéruðunum hefir Þjóð-
verjum unnist einna mest á, að
því er síðustu fregnir herma, og
hafa náð þar haldi á ýmsum
mikilvægum hergagnaframleiðslu
borgum.
--------V--------
Heimsókn til Selkirk
Hin góðkunnu hjón Séra
Steingrímur N. Thorláksson og
frú hans dvöldu í Selkirk um
“Thanksgiving” helgina í gisti-
vináttu Mr. og Mrs. Jón Hinriks-
son. Heimsóttu þau inarga af
fornvinum sínum hér í bæ. Á
sunnudagskvöldið þann 12. okt.
prédikaði séra S'teingrímur í
kirkju Selkirk-safnaðar fyrir
margmenni, postullegan boðskap,
fluttan af miklum styrkleika og
sannfærandi krafti.
Eftir messu var haldið hátíð-
legt 44. afmæli Kvenfélags Sel-
kirksafnaðar, er starfað hefir
jafnan af dæmafárri trúmensku
og markvissu fylgi við málefni
safnaðar síns. — Einnig þar
flutti séra Steingrimur erindi.
Mrs. Lillian McKeag, söng þar
yndislega að venju. Mrs. S. Sæ-
mundsson, varaforseti félagsins
stýrði samkomunni og flutti á-
varp í sjúkdómsfjarveru Mrs.
Capt. J. Sigurdur, forseta félags-
ins. Sóknarprestur mælti nokkur
orð. Mr. L. Oddson var við
hljóðfærið.
Selkirk-söfnuður þakkar Thor-
lákssons hjónunum heimsóknina
og kynninguna gegnum hin
mörgu umliðnu ár, og árnar
þeim allrar blessunar.
Mrs. J. A. Sigurðsson, ekkja
séra Jónasar A. Sigurðssonar,
hefir dvalið um hríð í Selkirk
meðal kunningja og vina þar.
Um undanfarna tíð hefir hún
dvalið með systur sinni, Mrs.
Johnson, og dætrum hennar, í
Pembína, N. Dak. — í nálægri
tíð mun Mrs. Sigurðsson nú fara
til Elínar dóttur sinnar, Mrs. H.
Kjartansson í New York borg,
til dvalar. Hennar morgu vinir
árna henni blessunar og farar-
heilla á öllum óförnum æfiveg-
um. S. ólafsson.
Hon. T. B. Pattullo
Eins og frá er skýrt á öðrum
stað hér í^blaðinu, beið Liberal-
flokkurinn, undir forustu Mr.
Pattullo’s forsætisráðherra, til-
finnanlegan ósigur í kosningum
til fylkisþings, sem fram fóru í
British Columbia síðastliðinn
þriðjudag.
------V-------
Ömurleg tíðindi
frá Grikklandi
Á mánudaginn bárust þau
ömurlegu tíðindi á öldum ljós-
vakans vítt uin heim, að búlg-
arskir ræningjar-hefði ráðist inn
í grískt hérað, látið þar greipar
sópa um öll verðmæti, og skotið
til dauðs fimtán þúsundir varn-
arlausra, grískra manna.
--------V-------
• /
Fyrátu bœkur
Menningarsjóðs
komnar
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
sendir nú frá sér tvær fyrstu
bækurnar á þessu ári og von er
á fleirum síðar. \
Bækurnar, sem eru nýkomnar
á markaðinn eru: Um mannfé-
lagsfræði eftir J. Rummey í þýð-
ingu dr. Guðm. Finnbogasonar,
og Ljóð og sögur, eftir Jónas
Hallgrímsson (íslenzk úrvalsrit);
Jónas Jónsson hefir annast út-
gáfuna og er framan við löng
ritgerð um Jónas Hallgrímsson,
eftir J. J. — Fást báðar þessar
bækur í ágætu bandi og einnig
heftar.
Morgunblaðið hefir grenslast
eftir því, hvaða bækur fleiri séu
væntanlegar frá Bókaútgáfu
Menningarsjóðs á þessu ári.
Bækurnar verða alls sjö, eða
e. t. v. átta, sem Menningarsjóð-
ur gefur út á þessu ári. Auk
þeirra tveggja bóka, sem komn-
ar eru á markaðinn, eru þessar
væntanlegal:
Uppreisnin á \ eyðimörkinni
(síðari hluti). Fylgir þessuin
hluta ágætur uppdráttur af
Arabíu. Þá er von á sagnfræði-
riti, eftir Skúla Þórðarson, sagn-
fræðing. Er það sagnfræði og
mannkynssaga yfir timabilið frá
lokum heimsstyrjaldarinnar til
vorra daga. Hér verður án efa
mikinn og margvíslegan fróðleik
að fá, því þetta tímabil hefir ver-
ið harla viðburðaríkt. Verður
í bók þessari skýrt frá helztu
viðburðum sem skeð hafa á
þessu tímabili, svo og getið
þeirra hel2tu manna, sem komið
hafa við sögu.
Væntanleg er “Anna Karenina”
eftir ToLstoj, fyrsti hluti, í þýð-
ingu Magnúsar Ásgeirssonar. Svo
er Almanakið og birtist í því
m. a. yfirlitsgrein um helztu is-
lenzka fjármálamenn. Loks er
Andvari og flytur m. a. aúisögu
Jóns ólafssonar bankastjóra.
Til orða hefir komið, að Menn-
ingarsjóður sendi og áttundu
bókina, en ekki mun þetta full-
ráðið ennþá.—(Mbl. 26. ág.).
Komnir heim
úr söngför
til Norðurlandsins
Eggert Stefánsson og dr. Ur-
bantschitsch eru nýkomnir hing-
að til bæjarins úr söngför til
Norðurlandsins.
Tíðindamaður Morgunblaðsins
hitti. Eggert að máli í gær og
spurði hann hvernig. ferðin
hefði gengið. Eggert lék á alls
oddi, eins og hann er vanur.
Hann lét hið bezta af ferðinni.
-—Við fórum aðalega í þessa
för, sagði Eggert, til þess að
kynna þjóðinni gamla íslenzka
sálma, sem dr. V. Urbantsc-
hitsch hefir útsett úr hinu stór-
merka þjóðlagasafni próf. Bjarna
Þorsteinssonar. Eru það 30
gamlir sálmar, sem dr. Urbantsc-
htisch hefir útsett. Eg ritaði
um hið merka safn séra Bjarna
Þorsteinssonar 1923, í merk
músík-tímarit í New Yorlc og
París; þar lét eg útsetja “Angus
Dei” og söng lagið; vakti það
mikla athygli.
—Létuð þið víða til ykkar
heyra að þessu sinni?
—Við byrjuðum á Akranesi.
Héldum svo til Borgarness,
Stykkishólms, ólafsvíkur,
Hvammstanga, Blönduóss og
Akureyrar, og héldum kirkju-
hljóinleika á öllum þessum stöð-
um. Á flestum stöðunum voru
textar hinna gömlu sálma frá
miðlödunum, eftir hina óþektu
höfunda, lesnir upp áður en þeir
voru sungnir. Séra Sigurður
Lárusson . las textana i Stykkis-
hólmi, séra Jóhann Briem á
Hvammstanga, Páll Kolka læknir
á Blönduósi, séra Helgi Kon-
ráðsson á Sauðárkróki og vígslu-
biskup, séra Friðrik Rafnar á
Akureyri.
Áhrifin frá gömlu sálmunum
voru sterk á áheyrendur. —
Merkir prestar þökkuðu mér fyr-
ir það menningarstarf, sem eg
væri hér að vinna, með því að
flytja fólkinu aftur þessa gömlu
sálma; þeir fóru miklu lofsorði
um starf dr. Urbantschitsch;
hann hefði gert þjóðinni mikinn
sóma með þvi að draga þessi
undurfögru lög fram i dagsljós-
ið.
—Það er mín skoðun, segir
Eggert, að þetta sé bezta mið-
aldalistin, sem við eigum, sálm-
arnir, kva^Tíin og lögin í hinum
nýja búning dr. Urbantschitsch.
—Fá ekki Reykvíkingar að
heyra þessi lög?
—Jú, væntanlega í september.
mér hafa og iiorist óskir víða
að hér í nágrenninu, um að við
komum þangað.
Að lokum segir Eggert: ís-
lendingar þekkja vinsældir gamla
lagsins “Víst ertu Jesús kóngur
klár,” sem Páll fsólfsson hefir
útsett. — Nú er hér komið úrval
af fegurstu lögum gömlu kirkj-
unnar, frábærlega vel útsett af
dr. Urbantschitsch. Eg er þess
fullviss, að hér eftir verði hið
gullfagra kvæði Hallgríms Pét-
urssonar, Nýársbæn, sungið i*öll-
um kirkjum landsins á nýárs-
dag.—(Visir 24. ágúst).
--------V--------
Krefst afnáms
hlutleysislaga
Wendell Willkie hefir opin-
berlega skorað á þingmenn Re-
publicana i báðum deildum þjóð-
þingsins í Washington, að þeir
beiti sér fyrir um afnám hlut-
leysislaganna, er hann nú telur,
vegna breytts viðhorfs, standa í
vegi fyrir öryggi þjóðarinnar.
Síðastliðinn þriðjudag fóru
fram almennar kosningar til
fylkisþingsins í British Columbia
og lauk þeiin á þann veg, að
Liberalflokkurinn undir forustu
T. D. Pattullo’s, er setið hefir að
völdum í tvö kjörtímabil beið
ósigur. C.C.F. flokknum grædd-
ist langmest fylgi, auk þess sem
íhaldsflokkurinn vann nokkuð
á. Enginn flokkur út af fyrir
sig, nýtur ákveðins þingmeiri-
FRA ÍSLANDI
Síldarverksmiðjur ríkisins
höfðu í gær fengið 190 þús. mál
(rúm 140 þús. á Siglufirði og 47
þús. á Raufarhöfn), en höfðu i
fyrra um sama leyti fengið 476
þús. mál.
Þrærnar á Raufarhöfn voru
um það bil tómar í gær, en
þrærnar á Siglufirði aftur á
móti fullar.
Skip þau, sem komitS hafa
með síld undangenginn sólar-
hring, hafa þó ekki þurft að bíða
eftir löndun nema í hæsta lagi
3—4 klst.
f fyrrinótt komu um 30 skij>
til Siglufjarðar með um 12—15
þús. mál. Mörg skipin voru að-
eins meðslatta, en höfðu leitað
til Siglufjarðar með hann vegna
óhagstæðs veðurs.
í gær var veður óhagstætt tii
veiði á miðunum.
Síldin hefir veiðst undanfarið
aðallega á Skjálfandaflóa, en
einnig á Eyjafirði.
Sildarverksmiðjurnar á Siglu-
firði halda áfram vinslu yfir
helgina.
Dr. Pauls verksmiðjan, sem
stækkuð var í vor og í sumar
úr 1500 mála afköstum á sólar-
hring, í 4 þús. inál á sólarhring,
hefir nú verið í gangi í 10 daga
samfleytt, og hefir reynst ágæt-
lega.
Söltun er byrjuð lítilsháttar,
en lítil veiði hefir borist og veð-
ur er óhagstætt til söltunar.
—(Mbl. 13. 'ágúst).
hluta, og má þess því vænta, að
samsteypuráðuneyti verði mynd-
að. Tveir ráðherranna töpuðu
kosningu. Kosningaúrslit enn
eigi að fullu kunn, er blaðið fei
í pressuna, en flokkaskifting þá,
sem hér segir: Liberalar 17;
C.C.F’. 14; ihaldsmenn 10, og 1 er
telst til óháðs verkamannaflokks;
í 6 kjördæmum var talningu eigi
lokið. Alls eiga sæti á fylkis-
þingi í British Columbia 48 þing-
menn.
tþróttahöll Akureyrar
Akureyri 29. ágúst.
Á síðasta fjárlagaþingi var
samþykt að veita 100 þús. krón-
ur til byggingar íþróttahúss á
Akureyri, gegn því skilyrði, að
jafnhiikil kæmi annarsstaðar
frá.
Á fundi bæjarstjórnar Akur-
eyrar í dag var samþykt að veita
alt að 75 þús. kr. úr bæjarsjóði
í sama augnamiði. íþróttafélög
bæjarins ætla að leggja fram 25
þús. kr. til íþróttahússins.
Má þvi gera ráð fvrir, að haf-
ist verði handa hið fyrsta um
undirbúning þessa fyrirhugaða
íþróttahúss, sein svo lengi hefir
staðið íþróttamáum bæjarins
fyrir þrifum, því ekkert full-
nægjandi húsnæði hefir verið fá-
anlegt til iþróttaiðkana.
Tveimur
Bandaríkjaskipum
sökt
Samkvæmt fregnum frá Wash-
ington, hefir tveimur amerísk-
um flutningaskipum verið ný-
lega sökt, auk þeirra, sem áður
var getið; skipinu Lehigh var
’sökt við strendur Afríku á laug-
ardag|snóttina, en hinu, Bold
Venture, skamt frá íslandi; skip
lietta taldi 32 manna áhöfn, og
hafa 17 þeirra lent í Reykjavík,
en mjög þykir tvisýnt um líf
hinna, að því er ráða má af nýj-
ustu símskeytum.
90 ÁRA AFMÆLI
Elínar Petrínu Pétursdóttur Þiðriksson
frá Steinstöðuin í Viðines-bygð i Nýja íslandi
10. OKTóBIíR, 1941
Skagafjarðar fjórðung aldar
fékstu að horfa dásemd á.
F'imtíu ár og fimtán betur
fóstru nýrri bjóstu hjá.
Ennþá renna æfi kembur
upp i timans mikla rokk.
Enn með snild þú plögg þín prjónar,
postulanna hyllir flokk.
Manstu, er þú með barn á brjósti
borgar ungrar knúðir hlið,
vanst þar fyrir litlum launum,
lærðir Engla nýjan sið?
Enginn man og enginn telur
æfisporin þung og hörð —
allar fórnir frumbýlingsins
færðar sinni ungu jörð.
Þú ert ein í þeirra tölu
þjóðarnafn, sem okkar hófst:
þjóðar arf og þjóðar dygðir
þú í nýja dúka ófst.
Yfir svipnum enn þá ljómar
íslenzk birta og þjóðar vit,
sem til enda leiðar lýsir,
löndum, gegnum alt sitt strit.
Þ. Þ. Þ.
0