Lögberg - 23.10.1941, Side 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. OKTÓBER, 1941
Viltur á Sahara
Eftir A. F. Filby.
Flestir þeir, sem leggja það i
vana sinn, að flakka um fjarlœr,
og ókunn lönd, munu einhvern
tímann hafa villst. En venjulega
geta menn áttað sig fljótlega á
ýmsu í umhverfinu. Þegar mað-
ur hinsvegar villist í eyðimörku,
eins og korn fyrir mig, ekki alls
fyrir löngu, er nokkuð öðru
máli að gegna. Vindur og sand-
ur ráða ferðum manns, og oft
er ekki hægt að átta sig á neinu.
Þegar eg var síðast í N.-Afríku,
fengum við tveir vinir þá flugu,
að aka suður yfir Sahara-eyði-
mörkina i 12 hestafla brezkum
bíl, smíðuðum 1928. Við vissum
að röð virkja hafði verið bygð
þvert yfir eyðimörkina, en ann-
að fólum við forsjóninni. Við
lögðum af stað frá Algier og eftir
þusund mílna viðburðasnautl
ferðalag, komum við að virkinu,
sem stóð við enda þjóðvegarins.
Þegar við sögðum yfirmönnum
virkisins, að það væri ætlan okk-
ar, að halda áfram og fara þvert
yfir ógreiðfærasta hluta eyði-
merkurinnar, þá litu þeir á okk-
ur forviða, horfðu svo á bílinn
og hristu höfuðin. “Þið hljótið
að vera gengnir af göflunum!”
sögðu þeir. “Það er ómögulegt!”
Þessi ummæli skutu okkur
skelk í bringu, en við gerðum
það, sem við gátum, til þess að
láta ekki bera á þvi, kvöddum
og fórum leiðar okkar.
Við komum bráðlega á enda
Tademit-ihásléttunnar, sem er
afar grýtt og mikið flæmi. Hún
er umhverfis 28° n. br. og 2'
a. 1. Framundan lá hjarta eyði-
merkurinnar. Það var allhvasst
og þegar vindurinn þeytti sand-
inum til, myndaði hann hijóð,
sem var eins og hvíslingar. Nú
fór að ganga ver. Bíllinn sökk
oft í sandinn, dýpra í hvert
skifti. Þegar þetta gerðist, og
ómögulegt var að komast áfram,
ýttum við vírnetum, sem til þess
voru ætluð, undir afturhjólin.
Það er styzt að segja að við
urðum að ferðast í rykkjum og
urðum hvað eftir annað að grafa
vagninn lausan úr sandinum. Við
þorðum ekki að fá okkur að
drekka, nema við værum til-
neyddir, því að okkar voru þegar
farnar að fljúga í húg ýmsar
sögur um menn, sem farist höfðu
í eyðimörkinni.
Við komumst til næsta virkis
stórslysalaust. Taldi eg þá, að
björninn væri unninn og fór átS
gorta af því. Eg vissi ekki hvað
framundan var.
Þegar við fórum frá þessu
virki, ætluðum við að fara nýja
leið, nokkuru vestar, en foringi
virkisins og loftskeytamaður þess
tjáðu okkur, að þeir teldu hættu
á, að sandstormur væri i aðsigi.
“Leggið ekki á stað að svo
stöddu,” sögðu þéir. “Verið okk-
ur til skemtunar, þangað til
stormurinn er búinn.”
En við vorum ungir og þráir
og vildum ekkert vera að bíða
Business and Professional Cards
DR. A. V. JOHNSON
Dentiat
9
606 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 27 702
! H. A. BERGMAN, K.C.
’ ialenzkur lögfrœOingur
Skrlfstofa: Room 811 McArthur
Bullding, Portage Ave.
P.O. Box 1666
Phones 95 052 og 39 043
Dr. A. Blondal
Phyaician & Surgeon
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Slmi 22 296
Heimili: 806 Victor Street
Sími 28 180
A. S. BARDAL
848 SHERBROOOKE ST.
Selur llkklstur og annast um ðt-
farlr. Allur ðtbðnaSur sA besti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarOa og legstelna.
Skrlfstofu talstmi 86 607
Helmilis talstmi 501 562
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPEG.
9
Fasteignasalar. Lelgja hðs. Út-
vega peningalán og eldsábyrgO,
bifreiOaábyrgO o. s. frv.
PHONE 26 821
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST„ WINNIPEO
9
pægilegur og rólegur búataöur
i mAObiki borgartnnar
Herbergi $2.00 og þar yfir; meO
baOklefa $3.00 og þar yfir.
Agætar málttOir 40c—60c
Free Parking for Gueata
Dr. P. H. T. Thorlakson
206 Medicai Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
P*hone 22 866
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
DR. B. H. OLSON
Phones: 35 076 . 906 047
Consultation by Appointment
Only
9
Heimill: 5 ST. JAMES PLACB
Winnipeg, Manltoba
Arthur R. Birt, M.D.
605 MEDICAL ARTS BLDG.
Winnipeg
Lækningastofu-stmi 23 703
Heimilisstmi 46 341
Sérfrœöingur i öllu, er að
húöajúkdómum lýtur
Viðtalstími: 12-1 og 2.30 til 6 e. h.
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bidg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office ttmar 3-4.30
Heimili: 214 WAVERLEY 8T.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
Office Phone
87 293
Res. Phone
72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.in.—6 p.m.
and by appointment
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingur t eyrna, augna, nef
og hálssjökdömum
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viðtalsttmi — 11 til 1 og 2 tll 5
Skrifstofuslml 22 251
Helmlllsstml 401 »91
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlæknar
•
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBY STREET
(Beint suður af Banning)
Talsfmi 30 877
Viðtalstími 3—5 e. h.
Thorvaldson & Eggertson
Lögfrœðingar
300 NANTON BLDG.
Talstmi 97 024
eftir stormi, sem kæmi kannske
alls ekki. Ákváðum við því að
leggja upp.
Við höfðum komist að því, að
árið áður hafði leitarflokkur
verið sendur út frá þessu virki,
til hjálpar ferðamönnum, sem
sandstormur hafði -skollið á, 20
mílum fyrir sunnan það. Er rétt
að geta þess, í þessu sambandi,
að þegar bíll er á ferð yfir eyði-
mörkina og fer frá einhverju
virkjanna, sendir virkið, sem
hann fer frá, loftskeyti til virk-
isins, sem ætlunin er að fara
til, með upplýsingum um, hve
nær bíllinn sé væntanlegur. Ef
bíllinn er á eftir áætlun, er
flokkur gerður út til að leita
hans, — ef veður leyfir.
í þetta skifti — árið áður —
höfðu ferðamennirnir týnt slóð-
inni og þegar björgunarmenn-
irnir komu á vettvang voru tveir
þeirra látnir, en hinir aðfram-
ko-mnir.
Síðan þetta gerðist, hafði. það
ráð verið tekið, að merkja erfið-
asta hluta leiðarinnar. Var það
gert með svörtum flöggum, sem
stungið var ofap í sandinn með
70 m. millibili. Stengurnar, sem
flöggin voru á, voru sumar fjög-
ur fet áhæð, en stærð flagganna
var 20x10 sentimetrar. Þótt við
værum fyrirhyggjulausir kjánar,
áttum við alls ekki að geta villst.
Við lögðum af stað um sólar-
upprás,, en uin hádegi höfðuin
við aðeins farið fáeina kíló-
metra, því að enda þótt það væri
hægðarleikur að fylgja braut-
inni, sökk billinn hvað eftir ann-
að í mjúkan sandinn.
Um hádegið námum við stað-
ar til að fá okkur matarbita.
Sáum við þá að þykt mistur
huldi sjóndeildarhringinn að
baki okkur, en rendur mistur-
þykknisins voru dreyrrauðar.
Áður en við vorum lagðir af staS,
var einkennilegt suð farið að
berast að eyrum okkar og sand-
ský þutu framhjá okkur. En
fyrstu klukkustundina barst
sandurinn aðeins lágt með jörð-
inni. Þegar við litum fram af
vélarhúsinu, virtumst við aka
eftir hreyfanlegri silkiábreiðu.
En eftir því sem vindinn herti,
feykti hann sandinum hærra og
hærra, þangað til aðeins sást efst
á svörtu flöggin. En svo hurfu
þau með öllu, og það var aðeins
endrum og eins, að við sáum
þau.
Eg ók, en félagi minn stóð á
aurbrettinu. Hafði hann vafið
handklæði um höfuð sér, svo að
aðeins sá í augun og skimaðí
eftir næsta flaggi.
Allar aðstæður versnuðu eftir
því sem stormurinn jókst. Smá
steinvölur þeyttust á bílinn og
glumdi í honum eins og trumbu.
Hraðinn fór minkandi og áður
en varði uppgötvuðum við, okkur
til mestu skelfingar, að við höfð-
um týnt flöggunum!
Eg hélt því fram, að við hefð-
um sveigt í austurátt, en félagi
minn var handviss um, að við
hefðum beygt til vesturs. Eins
og kjánar ákváðum við að aka
i hring og reyna að koma auga
á flöggin. Þetta reyndist vera
hin mesta heimska, því að við
þetta urðum við rammviltir og
urðum von bráðara að nema
staðar.
Við reyndum að láta sem okk-
ur þætti þetta hins bezta skemt-
un, en sannleikurinn var sá, að
vi<5 vorum dauðskelkaðir. Við
gátum ekki snúið við og ekki
voru betri horfur á því, að við
gætum haldið áfram!
Það var ekki hægt að átta sig
á neinu. Ekki sá til sólar og
það fór að rökkva. En stormur-
inn harðnaði jafnt og þétt —
sandurinn blindaði okkur og
stakk okkur í andlitin.
Engin léið var að halda á-
fram( og tókum við því það ráð
að tjalda. Var það erfiðleikum
bundið, því að litlu munaði oft,
að tjaldið fyki út - í buskann.
Mokuðum við sandi að tjald-
skörinni til öryggis, og þegar
þessu var lokið, skriðum við inn
i það, kveiktum á prímus og j
brugguðum okkur sterkt te. Við
þorðum samt ekki að nota mik-
ið af vatni, því að við höfðum
aðeins tveggja daga birgðir.
Meðan við sötruðum teið varð
okkur hugsað til allra beina-
grindanna af mönnum og dýrum,
sem við höfðum séð á ferð okk-
ar. Hvaða likur vóru til þess,
að við héldum lífi, úr því að
.úlfaldar urðu að láta lífið?
En síðla næsta dags slotaði
veðrinu og sandflugið fór mink-
andi. Við skimuðum í kringum
okkur áhyggjufullir og komum
auga á nokkra dökka díla langt
í burtu — flöggin- Bifreiðin
sneri baki að þeim! Hvílík
heppni, að við skyldum hafa
numið staðar, áður en við týnd-
um þeim alveg.
Við tókum tjaldið niður, lét-
um það í bifreiðina og ókum af
stað. En við komumst brátt að
raun um það, að það var orðið
of skuggsýnt til þess að við gæt-
um séð og varast mjúku sand-
blettina, svo að við komumst lítt
áfram. Tókum við þess vegna
það ráð að tjalda á nýjan leik og
bíða morguns.
Við lögðum upp í dögun, en
höfðum ekki verið á ferð í meira
en hálfa klukkustund, þegar tók
að feykjast upp með annarlegu
suði, sem sifelt varð hærra.
Langt framundan virtist vera
klettabelti éitt og flýtti eg mér
að athuga áttavitann, til að sjá
í hvaða stefnu það væri, áður
en sandfokið byrgði alla útsýn.
Þótt skygni væri ekkert á-
kváðum við að skynsamlegast
væri að halda áfram, og í'élagi
minn reyndi því að ganga á
undan til að vísa leiðina, dúðað-
ur um höfuð og hendur til þess
að sandurinn skyldi ekki særa
hann. En hann komst brátt að
raun um það, að það væri ó-
gerlegt að halda beinni stefnu.
Eg held, að mesti hraði okkar
hafi verið 5 mílur í fyrsta “gír”
og eg sá vart fram fyrir kælinn.
Sandfokið varð þykkara og þykk-
ara, og það tók á taugarnar að
leita að klettunum.
Alt í einu nam vagninn staðar,
eins og við hefðum ekið á hrúgu
af madressum. Við stigum út
úr til þess að athuga hvað að
væri og sáum þá, að við höfðum
strandað á líki af úlfalda — einu
af mörgum fórnardýrum þessar-
ar ægilegu eyðimerkur.
Við komumst af stað aftur, en
nú fór að heyrast hátt blísturs-
hljóð frá vélinni, eins og þegar
stormur hvín í reiða á skipi.
Eg veit ekki hvernig vélin hélzt
i gangi. Hún hlýtur að hafa
verið orðin hálffull af sandi, en
ekki þorði eg að athuga það.
Skyndilega fór titringur um
bílinn og afturhjólin sukku upp
að öxli í sandinn. Jafnframt
reif afskapleg ,vindhviða þakið
af bílnum, svo að það sveif á
brott og hvarf út í buskann. Það
var auðsjáanlega ómögulegt að
fara lengra. Við gátum ekki
annað en tjaldað og gerðum það
þannig, að framhluti vagnsins
var inni í tjaldinu, til þess að
skýla hreyflinum.
En áður en langt um leið var
þessi kyrð félaga mínum óbæri-
leg. Hann varð að gera eitthvað.
Lét hann sér á sama standa, þótl
úti væri vitlaust rok, skreið út
úr tjaldinu og fór að hlaða eins-
kdbar “brimbrjót” fyrir framan
bílinn úr hnullungum, sem virt-
ust vera úr hrauni.
Mér finst þetta vera óþarfi af
honum og reyndi að fá hann ti!
að koma inn í tjaldið og hvíla
sig. Þá varð hann reiður og á-
sakaði mig fyrir ragmensku og
að eg ætlaði að láta berast sof-
andi að feigðarósi. Eg svaraði
ekki og hann hélt áfram verki
sínu, þangað til hann tók eftir
því, að sandurinn safnaðist alls
ekki fyrir framan bilinn, heldur
fyrir aftan hann, og var það
vafalaust eifihverjum kenjum
vindsins að kenna.
Klukkustundir liðu þangað til
veðrinu hafði slotað og skyggni
batnað svo, að viðlit var að
hugsa til ferðar. En þegar alt
var tilbúið og eg sté á “startar-
ann,” gerðist ekkert! Eg herti
þá upp hugann til þess að skoða
hreyfilinn, og þá kom í ljós, að
hann var á kafi í sandi. Þegar
búið var að moka því mesta á
brott, varð eg að taka blöndung-
inn í sundur og það var enginn
hægðarleikur. Eg notaði þá að-
ferð, að vinna undir teppi meðan
félagi minn hafði gætur á næsta
sandskýi. Þegar það nálgaðist,
rak félagi minn upp aðvörunar-
óp. Þá lokaði eg vélarhúsinu í
snatri, kastaði teppinu upp i bíl-
inn og lagðist á grúfu í hann,
meðan hviðan fór framhjá.
Þegar við risum á fætur eftir
eina af þessum hvíldum, gátum
við vart trúað því, sem við sá-
um. Þrír úlfaldar komu á harða
stökki í áttina til okkar. Ytri
dýrunum riðu Touaregar með
svartar blæjur fyrir andliti og
héldu þeir í taumana á þriðja
úlfaldanum, sem kona virtisl
síitja. Við komumst nldrei á
snoðir um, hvort þeir voru að
hjálpa henni, eða hvort hún var
fangi þeirra, því að jafnskjótt og
þeir komu auga á okkur, greikk-
uðu þeir sporið og hurfu brátl
sjónum okkar.
Loksins gátum við þó komið
hreyflinum af stað og með þvi
að stinga vírnetunum undir hjól-
in, tókst okkur að komast upp
úr ófærunni.
Heppnin var ineð okkur, því
að við komumst von bráðar til
klettabeltisins, sem eg ,hafði séð
um morguninn. En við vorum
varla komnir þangað, er færðin
versnaði um allan helming og
voruin við svo heppnir að kom-
ast í dálítið skjól við -kletta.
Við létum fara eins vel um
okkur og hægt var, en leið samt
ekki vel, því að tjaldið var rifið
og ekkert þak til á bílnum.
Vatnsbirgðir okkar gátu enzt í
einn dag enn, ef sparlega væri
á haldið. Við lögðum tjaldið
yfir bílinn og þyngdum það með
grjóti, lögðumst svo niður undir
því og reyndum að fá okkur mat-
arbita. Svo sofnuðum við.
Þegar eg vaknaði í dögun, var
kyrðin svo mikil, að það mátti
“heyra hana.” En eftir nokkur
andartök heyrði eg greinilega í
kirkjuklukkum! Þegar eg nefndi
þetta við félaga minn, sagði hann
að þetta væri vitleysa — hann
gæti heyrt hanagal!
Báðir höfðu auðsjáanlega á
röngu að standa, þegar tekið er
tillit til þess, að við vorum
staddir á miðri stærstu eyðimörk
heims, sem var tæpar 8 milj.
ferkm. á stærð. Við skriðum
því úr bæli okkar til að virða
umhverfið fyrir okkur.
Veðrinu hafði slotað, sólin
skein í heiði og umhverfið var alt
annað en þegar við sáum það
síðast.
Röð sandhóla, sem verið hafði
í austurájt, var horfin, en aðrir
höfðu myndast í norðurátt og
náðu þeir eins langt og augað
eygði.
Ef við hefðum ekki verið
staddir hjá klettunum, sem við
þektum, hefðum við talið okkur
rammvilta enn einu sinni. En
þegar við klifruðum upp á klett-
ana og athuguðum uinhverfið í
sjónauka, gátum við komið auga
á svörtu flöggin, sem táknuðu
leiðina til lífsins. Eg get ekki
útskýrt hversvegna þau stóðu
ennþá upp úr. Ef til vill standa
þau á stöðum, sem sandinn
skefur altaf af.
Við urðum nú stórum hug-
hraustari og fanst alt leika í
lyndi. Við hlógum og gerðum
að gamni okkar, er við ókum
af stað og þegar næsta virki kom
í augsýn rákum við upp gleðióp.
Við komum þangað þegar liðs-
foringjarnir voru að undirbúa
dauðaleit að okkur. Eiginlega
þótti þeim það leiðinlegt, að það
skyldi ekki vera nein þörf á
þeim.
Nú var versti hluti leiðarinnar
að baki. Við höfðum sigrað
Sahara-eyðimörkina — en litlu
hafði munað.
—(Sunnudagsblað Vísis).
--------y--------
Erindi
flutt á Frónsfundi 1í. okt., 19bl.
Eftir Gissur Elíasson.
Þið hafið frélt, að Einar Jóns-
son, myndhöggvari og frú hans
eru nú um þessar mundir að
ferðast um Vestur-Skaftafells-
sýsluna. Þessi heimsókn þeirra
hefir vakið sérstakt athygli hjá
mér, vegna þess að væri eg bú-
andi í ættlands föðurhúsum
myndi eg geta samfagnað komu
þeirra hjónanna með hinurn
Skaftfellingunum. Ugglaus er eg
um það að dvöl Einars óg konu
hans verði hin ánægjulegasta ,i
alla staði, því þeir kvað búa vel
í askana fyrir sína uppáhalds-
heiðursgesti, Skaftfellingar. Þólt
það sé nú vitanlega ekkert veru-
legt samband á milli þess að
gamla sveit forfeðra minna sé
griðastaður Einars á yfirstand-
andi dögum og þessa Frónsfund-
ar, þá tel eg það að minnast
hans, eitt af þeim ánægjulegustu
hlutverkum hvar sem íslend-
ingar mætast. Með því efnisvali
get eg þessvegna talað um efni,
sem íslendingum er ávalt kær-
komið og á sama tíma tekið lít-
inn þátt í þeim heiðri, sem við
Vestur-Skaftfellingar viljum sýna
honum. «
Tveggja ástæðna vegna hefði
það verið viðeigandi að nefna
þetta erindi “Bergmál mynd-
höggvarans.” Fyrst vegna þess,
að aðalefnisstrengurinn hljómar
út frá meitli Einars og í öðru
lagði hlýtur það, sem eg hefi að
segja, að vera eins og nokkurs
konar bergmál af því, sem áður
hefir sagt verið. En eg skáka
í því skjólinu, að þótt eg hal'i
lítið nýtt til brunns að bera,
þá sé góð visa aldrei of oft kveð-
in. Enda líka grunar mig að
Kveðja til Gunnbjörns Stefánssonar
i tilefni af burtför hans vestur á Strönd.
Mér finst það vandi, að kveða skáldi kvæði
Sem kveður sjálft af meiri snild en eg,
Og numdi’ í tilbót söng og fagurfræði
Og fór með sigurhrósi um Austurveg.
En fyrir Gunnbjörn vil eg til þess vinna
Að verða mér til skammar ár og síð,
Sem ætti kannske þátt í þvi að minna
Á þetta kveðjumót um lengri tíð.
Hans huga til sín voldugt VestriS laðar
Með viðhorf bjart, og dýrðlegt fyrirheit;
1 fjarlægð þar sem vonin vængjum baðar
Og vekur þrótt í nýja gæfuleit.
Og honum bjóða heilladísir glaðar
Að halda vörð um einhvern fagran reit
í eftirlíking Eden sælustaðar,
Þar anga á trjánum vínber holl og feit.
Og þarna vestra, vegna hans eg þrái,
(Því víst er tómlegt starfssvið einyrkjans),
Að bráðum verði einhver Eva á stjái
I aldingarði og blómareitnum hans.
Það gleður mig að Gunnbjörn er að fara
í góðra kvenna hendur, svona á brott.
Eg sakna hans úr vorum skálda-skara,
En skolli finst mér snáði eiga gott.
Lúðvík Iíristjánsson.