Lögberg


Lögberg - 23.10.1941, Qupperneq 7

Lögberg - 23.10.1941, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. OKTÓBER, 1941 7 Sigurvegari hafsins Frá “Nemó” á Gimli. Áfergjan í krydd er frá þeini tímum er Rómverjar kyntust því frá Austurlöndum. Vesturlönd- in gátu ekki verið þess án. Frarn á miðaldir var fæði manna í Norðurálfunni einhliða. Ávextir sem nú er ekki hægt að vera án þektust ekki. Þá voru ekki sítrónur (lemons) kartöflur né maís, ekki kaffi, te eða sykur, þar var jafnvel ekkert á borðum höfðingjanna er talist gat tii sælgætis væri ekki hægt að ná í þetta krydd. En kryddið kom eingöngu frá Indlandi og vegurinn þangað langur og umsetinn af ræningja- flokkum á landi og skipstjórum á hafinu, að þegar loks að vörur þessar komu til Norðurálfunnar voru þær orðnar afar dýrar. Til dæmis var engifer (ginger) og kínabörkur vigtaður á meðala- vigt; piparkornin voru talin og virði þyngdar sinnar í silfri Dirfska sú, sem þeim var blás- in í brjóst, Golumbus, Dias, John Cabot og öðrum landaleitarmönn. um á sjónurn á þeim dögum, snerist að miklu leyti um það, að finna greiða verzlunarleið til krydd-eyjanna í Austurlöndum. Og eftir að Vasco du Gama hafði komist fyrir suðurodda Afriku 1498, og fundið sjóleið- ina til Indlands, vaknaði vitlaus græðgi eftir verzlun og völdum í Austurlöndum. Portúgalsmenn gerðu út leiðangursflota til að stofna verzlunarstaði í Indlandi og einn þeirra manna, sem voru í þeirri ferð var portúgalskur her- maður 24 ára að aldri, sá hét Ferdinand Magellau; fóru þeir til Malacca, þar sem nú er Singa- pore, og inngangurinn til krydd- eyjanna. Magellan kom aftur úr ferð þessari með lamað hne eftir sár, og var haltur upp það- an, hann kom einnig með mikla reynslu og þræl, er hann hafði keypt í Malakka, nefndi Magel- lau hann Enrique; kemur hann mikið við sögu Magellaus. Áhugi Magelaus var nú vakn- aður og stefndi út yfir ,fjarsta sjóndeildarhring, og hann dreymdi kryddeyjarnar og þeirra \æri að leita í vestrinu. Svipaða drauma hafði Columbus dreymt og aðra á undan honum. Aðrir landaleitendur svo sem Americas Vestpucci, Cortes og Cabot höfðu kannað strendur Ameríku í von um að finna sjóleið til Indlands. Það er sennilegt að Magellan hal'i lagt trúnað á leyniuppdrætti, sem bygðir voru á rannsóknum Vestpucci — og kom það fram síðar — en á honum var leyni- sund hinumegin við Cabo Santa Marja í Brazilíu, en þar sem aðrir með hálfum huga vonuðu að finna einhverja leið, sagði Magellan með fullri djörfung: “Eg veit hvar sundið er.” Og með þeirri einbeittni sem leiddi af þessari vissu, sótti Magellan um skipakost til Emanuels kon- ungs í Portúgal, til að kanna þessa nýju leið til Indlands. Þegar konungur neitaði að leggja til skip og menn út í jafn mikla óvissu og hættulega ferð, sneri Magellan sér til hins vold- uga keppinauts hans í krydd- verzluninni Carls konungs á Spáni. Með því Magellan hélt því einbeittlega fram að hann þekti leyndardóminn hvar þetta sund væri að finna, hafði það hin mestu áhrif á hirðina. Carl konungur YÚldi ekki verða seinni til en keppinautur hans, Portú- gals konungur, samþykti því ferðina, og ríkir bankaeigendur tóku að sér að, byrgja 5 skip til ferðarinnar. Þegar hér var komið og Ema- nuel konungur varð þessa var, lagði hann fyrir sendiherra sinn á Spáni að koma i veg fvrir ferð- ina hvað sem það kqstaði. Þá var sendiherra Portúgala í Seville á Spáni Sebastian Ah'ares; gerði hann alt sem unt var til að tala kjark úr skipverjum. Hann reyndi að koma sér innundir hjá spönsku skipstjórunum og leit- aðist við að kveikja í því atriði, sem var öllu viðkvæmara, svo sem að þeir göfugu höfðingjar Casilíu létu leiðast af Portúgals- manni, sem enga áheyrn hefði fengið í sínu héímalandi. Alvares reyndi einnig að ving- ast við Magellan og varaði hann við að Carl konungur hefði gert þá skipun fyrir, að þegar skip- stjórunum væri orðið kunnugt um þetta sund, ættu þeir að taka yfirráðin í sínar hendur. Af þessu öllu saman risu þrætur, tafir og jafnvel upphlaup, sem hömluðu hverju atriði í undir- búningnum. Þrátt fyrir þetta og vegna framúrskarandi þraut- seigju Magellans, voru 5 gömul skip dubbuð upp og birgð að matY'ælum til langrar sjóferðar. Svo hafði Alvares þá unnið verk sitt dyggilega, að það olli miklum erfiðleikum að fá skipin mönnúð, og margur var þar sauðurinn misjafn i hópi þessum af flækingum og ruddamönnum. Þar var þó einn ungur ítalíi, sið- prúður inaður, Ontonin Pigafetta afkomandi gamallrar aðalsættar. Hafði hann tekið þátt í ferðinni til að fá færi á að reyna æfin- týri og þrautir, sem fylgdu sjó- ferðunum; -eiga síðari tímar hon- um mikið að þakka, því hann hélt nákvæma dagbók yfir þessa sögulegu ferð. Floti Magellans sigldi frá San Lucas á Spáni 20. sept. 1519. Flestir skipverja, 265 að tölu, kvöddu heimaland sitt í síðasta sinn. Skipstjórarnir höfðu gert ráð fyrir að þeim yrði boðið að koma saman á foringjaskipið, þar yrði þeim sýnd sjóbréfin og ráðgast við þá um ferðina, en í þess stað var Magellan kaldur, stirður og sagnafár, hann ætlaði ekki að hlýta ráðum þeirra. Þeir ættu að sigla eftir flagginu á skipi hans á daginn, en ljósinu í reið- anum á nóttunum, og með þegj- andi hundslegri hlíðni. Þegar svo Magellan — í stað þess, sein þeir höfðu búist við að héldi í suðvestur fyrir Brasilíu — stýrði í suður með endilangri Afríku, varð Juan de Cartagena skip- stjóri á San Aantonió til þess af- dráttarlaust að spyrjast fyrir eitt kveldið, hvers vegna stefnunni hafði verið breytt. Sennilega hefir Magellan breytt stefnunni í von um að sigla und- ir jafndægra vindinn, en svar hans var aðeins, að enginn hefði heimild til að krefja sig nokk- urra svara. Þetta jók mjög á þykkju Cartagena og æsti hann til ófriðar, og eitt kvöldið kom ekki San Antonió að skipi að- mírálsins til að taka á móti fyr- irskipunum. Með því var öllum ljóst að Cartagena viðurkendi ekki stöðu aðmírálsins. Magel- lan hugsar nú málið, kallar svo saman alla skipstjórana á aðmír- álsskipið, eins og hann vildi ráðgast og semja við þá. Þang- að komu allir skipstjórarnir og Juan de Castagena sem aðrir, og þegar Magellan neitaði að láta uppi ástæðuna fyrir því að stefnu skipanna var breytt, neit- aði Castagena að hlýða. Skipaði þá Magellan foringja liðsmann- anna að handtaka upphlaups- manninn. Þetta skeði í svo skjótri svip- an að hinir skipstjórarnir gátu ekki áttað sig, þó þeir rétt áður hefðu verið á bandi Cartagena. Snarræði Magellans hafði svift þá allri framkvæmd. Aðeins einn dirfðist í allri auðmýkt að biðja að Ca»rtagena ekki yrði sett- ur í járn — er hann var leiddur i burt — þvi hann væri aðals- maður. Það leyfði Magellan með þeim skilmála að Lúis Mendosa er átti að gæta fangans, bæri að meðhöndla fangann eftir fyrirmælum aðmírálsins. Mesquita frændi Magellans var nú settur skipstjóri á San An- tonió. Eftir þetta sigldi flotinn án frekari tíðinda til þess þeir að ellefu vikum liðnum komu 13. desember, inn á fjörðinn Rio de Janero. Það var þvi líkast sem far- menn þessir kæmu til Paradísar. fbúarnir þustu út úr kofum sín- um og út í skógarjaðarinn til að fagna þessum brynjuðu her- mönnum, forvitnir að vísu, en óhrekkvísir og án allrar tor- tryggni. Pigafetta getur þess í ferðasögu sinni hversu matvæli voru þar ódýr. Fyrir ofurlitla bjöllu fengu þeir stóra körfu af kartöflum, og sjálfar stúlkurnar voru huldar aðeins hárinu, eins og Pigafetta kemst nettlega að orði. Eftir að þeir höfðu hvilt sig þar í 13 daga og birgt sig að vistum, hélt Magellan suður meö ströndum Brazilíu og 10. janúar 1520 náðu þeir til Capo St. Marja, og lengra í burtu sáu þeir dálitlar hæðir bera yfir þetta geysimikla sléttlendi, og nefndu það Monte Vidi, sem nú heitir Montevideo. Fjörður sá, er þeir voru nú staddir á var ósinn að Rio de la Plata, en enga hug- mynd hafði Magellan um það, og honum þótti ekki betur er hann komst að því að þetta var aðeins mynni á stórfljóti en ekkert sund. Magellan varð hugsjúkur er hann komst að iþessu, þó enginn yrði þess var, en sigldi þó ör- qggur suður með ströndinni, er áberandi fór að verða eyðilegri. Nú var horfin vingjarnlega land- sýnin við Brazilíu með yaggandi pálmakrónunum og gestrisnu og hörunds^lökku íbúunum. Við ströndina sáust aðeins sæljón og mörgæsir, en Magellan hélt á- fram ótrauður og kannaði hvern vog, en vonir hans ýmist að dYÚna eður dafna, en samt héldu þeir áfram og stöðugt varð út- sýnið geigvænlegra, dagarnir styttust en næturnar lengdust. Seglin urðu hvít af snjó. Felli- byljir brutu seglrárnar. HálfL ár var liðið. Suðurheimsskauts vetur var í aðsigi og Magellan virtist engu nær takmarkinu. Skipshafnirnar fóru að ókyrr- ast; þær höfðu verið ráðnar í ferð til sólríkra kryddeyja. Hvert ætlaði þessi óheillavænlegi og þöguli maður að fara með þá? Flotinn var nú staddur þar sem enginn maður hafði áður komií og enginn vissi hvað við tæki, en á gengu hættulegir byljir og vetur gekk í garð, og skipin börðust áfram fyrir tilveru sinni gegn fjallháum haföldum. Þrítugasta og fyrsta marz 1520 bar annan atburð til tíðinda; þá voru þeir staddir á vík nokkurri. Aðmírállinn hugði að henni, og ofurlitlum vonarbjarma brá fyrir i huga hans. Var nú þessi vogur lokaður? Bíddu við. Magellan sigldi inn á víkina, þar var skjól og gnægð fiskjar að því er virt- ist. Hann skipaði því að láta akkerin falla. Hann var ákveð- inn í að hafa þarna vetursetu á höfn þessari, sem nefnd var Port San Júlían, sem þá var í eyði og öllum ókunn. Þarna voru þeir lokaðir inni við lítinn skamt, en samkomu- lagið milli Magellans og skip- stjóranna var þó verra. Loksins lögaði upp úr i opinbera upp- reist. Þegar dimt var orðið kY'öld eitt, fór Cartagena ásamt tveimur öðrum skipstjórum spönskum og 30 vopnuðum mönnum um borð á San Antonió og tóku það hertaki, drápu einn embættismann en vörpuðu Mes- quita frænda Magillans í fang- elsi. Magellan brást við vel en þó harðmannlega. Hann sendi taf- arlaust Espinosa foringja her- mannaflokksins á báti við fimta mann til Victoríu og bréf til Mendoza foringja uppreistar- manna. Skipshöfnin á þessu vekvopn- aða skipi, voru óttalausir þó þeir sæju að þessi litli bátur væri á leið til þeirra. Hvernig gátu 6 menn gert áhlaup á skip er fýrir voru se xtugir manna? Espinoza kleif í hægðum sínum upp á skip- ið og afhenti Mendosa bréfið frá Magellan er krafðist að hann kæmi yfir á aðmírálsskipið. Mendoza hló að þessari auð- sæju gildru, en sá hlátur endaði í hræðilegu sogi, því Espinoza hafði brugðið hníf á háls honum. Upphlaupsmennirnir störðu á líkið af skipstjóra sínum og varð ekkert úr vörn og gáfust upp, en foringjar uppreistarinnar, sem lifðu, Juan de Cartagena og Gaspar Quesada, voru settir í varðhald. (Framh.) --------V-------- Kirkjan og æskulýðurinn (Framh.) Þetta er aðeins stuttur útdrátt- ur úr tímaritsgreininni, sem eg mintist á. En eg vona, að þess- ar hugsanir, sem eg hefi hér sagt frá, geti glætt hjá okkur öllum meðvitundina um mikii- vægi þessa máls, sem hér um ræðir. Athugum nú, að hverju leyti ástandið er líkt í kirkju Skot- tands og hjá okkur. Þar er fjöldi fólks utan kirkju. —-Ekki er að visu svo hér, að nafninu til. En við verðum að viðurkenna, að tiltölulega fáir sækja kirkju eða taka nokkurn þátt í kirkjulegu starfi. Þar er fjöldi unglinga á 14 ára atdri að hverfa frá kirkj- unni. — Til þess hafa sjálfsagt margir prestar fundið hér, að ungmennin á þeim aldri sækja lítið kirkju og sinna lítt kristi- legu starfi. Þar fækkar stöðugt sunnu- dagsskólunum og þeim, er þá sækja. —- Hér aftur á tnóti er, bæði í Reykjavík og víða ann- ars staðar, allmjög að fjölga barnaguðsþjónustum, og er það mikið gleðiefni. En sunnudags- skólar með skipulagðri kenslu munu óviða vera, og er það illa farið. Þar vanrækir ríkið kristilegt uppeldi barna að öðru leyti en því, að kristindómsfræðsla er leyfð i skólunum, en kirkjan verður að leggja til kennarana. —Hér er kristindómsfræðsla lik- legast viðast hvar í barnaskól- um, sums staðar mjög vel rækt. en víða lika á injög ófullkomnu stigi. En ríkið kostar hér krist- indómsfræðslu í kennaraskólan- um. Þar eru fyrir tilstilli kirkjunn- ar sunnudagsskólar og nefndir, sem hafa æskulýðsmálin til með- ferðar, gefa út blöð eg rit og senda út sérstaka starfsmenn til þess að annast um æskulýðs- fundi og sumarskóla. En helztu forystumenn kirkjumálanna skortir mjög skilning á þýðingu æskulýðsstarfsins og áhuga fyrir því. — Hér má segja, að kirkjan hafi ekkert skipulagt æskulýðs- starf. Alt, sem hér er að því unnið, er verk einstakra presta eða félaga, eins og K.F.U.M. og K.F.U.K. Á Synodus og öðrum kirkjulegum fundum hefir þeim málum mjög litið verið sint. Niðurstaðan verður þvi sú, að því er ástandið snertir hér á landi, að. augljós er þörfin á þY'i, að kirkjan sinni þessu máli bet- ur en verið hefir. Þvi hér er það engu síður satt en á Skot- landi, að framtíð kirkjunnar er undir þYÍ komin, hvað úr börn- unum verður, — og ekki aðeins framtíð kirkjunnar, heldur and- legur framtíðarhagur þjþðarinn- ar. Vanræki kirkjan þessa afar- þýðingarmiklu grein starfs síns eða haifi ekki lag á að sinna henni eins og þarf, þá er voði á ferðum. En hvað skal gjöra? Kennimaðurinn skozki bendir á það, að kirkjan þurfi að hafa skipulagt fræðslustarf og upp- eldisstarf undir umsjón hæfra manna, og að prpstarnir verði að leggja stund á að sinna sál- gæzlustarfi meðal harna og ungl- inga. Þess höfum við líka þörf. ■— Og hann bendir á, að betur þurfi að vanda til undirbúnings prestaefna undir það sérstaka starf að vera fræðarar og sálna- hirðar lmrna og unglinga í sókn- um sínum. Og það er engu síð- ur nauðsynlegt hér á íslandi en þar, að sérstök áherzla sé á þetta lögð. Áður, fyrir rúmum mannsaldri eða svo, var hér á landi kristin- dómsfræðslan í höndum prest- anna eða undir umsjón þeirra, því að þeir voru sjálfkjörnir for- menn skólanefnda, og þeir voru þá svo margir, að þeir gátu kom- ist yfir að sinna því, ef viljinn var góður, og gjörðu það marg- ir af mestu prýði; og þá var biskupinn, ásamt amtmanni, yfirmaður fræðslumálanna. En nú er þetta alt breytt. Smámsam- an hafa fræðslumálin verið tek- in úr höndum kirkjunnar og kristindómsfræðslan gjörð að hornreku í skólunum. Kirkjan hefir ekki lengur neinn íhlut- unarrétt um það, livernig krist- indómsfræðslan fer fram í skól- unum eða hverjar kenslubækur eru notaðar; og auk þess heimta skólarnir víða svo mikið af ung- lingum á fermingaraldri i öðrum námsgreinum, að mjög er þeim erfitt að fá sæmilegan tíma til fermingarundirbúnings fáa mán- uði á undan fermingu. Það liggur því í augum uppi, að hér þarf kirkjan að láta til sín taka og vinna að því af al- efli að koma einhverju þvi skipu- lagi á kristilegt uppeldi æsku- lýðsins sem að minsta kosti bæti úr brýnustu þörf. Um það mál þurfa allir prestar og trúaðir leikmenn að sameinast með Y’ak- andi áhuga og tilfinningu fyrir þeirri ábyrgð, sem á þeim hvilir. Kirkjan þarf að leggja miklu meiri rækt við kristindóms- fræðslu barna og unglinga. Hún þarf að kenna þeim og vehja þau við að tilbiðja Guð, með barnaguðsþjónustum. Hún þarf að kenna þeim og hvetja þau til að starfa fyrir riki Guðs. Hún þarf að koma heimilun- um í skilning um þýðingu krist- innar trúar fyrir uppeldi æsku- lýðsins. Hún þarf að berjast gegn spill- ingaröflum þjóðlífsins og vinna að því, að það verði góður gróðr- arreitur fyrir heilbrigðan og prúðan æskulýð. Mjög væri það æskilegt, að kirkjan gæti í þessu skyni haft i þjónustu sinni vel mentaðan og áhugasaman sérfræðing í kristilegum uppeldis- og menta- inálum. Sá maður aetti að kenna prestaefnum, annast um nám- skeið fyrir þá, er vinna að kristi- legum æskulýðsmálúm, og ferð- ast um landið á sumrum og leiðbeina prestum og söfnuðum. Ætti sá liður starfsemi hans sér- staklega að vera undir umsjón biskups, sem kyntist því á visi- tazíuferðum sínum, hvar slíkrar leiðbeiningar væri helzt þörf. Jesús Kristur sagði Y’ið einn lærisveina sinna: “Gæt þú lamba minna.” Því megum við aldrei glevma, sein eigum að Y'era öðr- um til fyrirmyndar i því að vera lærisveinar hans. Munum eftir börnunum; hann hefir falið okk- ur að vera vinir þeirra og leið- togar. Höfum hann altaf í hug og hjarta, þegar við tölum Y’ið þau og erum með þeim. Fyrir milligöngu okkar eiga þau að finna eitthvað af yl kærleika hans; við eigum að koma þeiin í skilning um, að það er gott að eiga hann að vini. Eg held, að næmar barnssálirnar séu helgasta verkefnið okkar, — það, sem við sizt megum vanrækja eða kasta til höndum. Guð gefi okkur náð til þess að gjöra okkur grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á okkur hvílir, og leggja fram alla krafta okkar til þess að kenna æskulýð íslands að elska hann og ganga á vegum hans. Friðrik Hallgrimsson. —(Kirkjuritið). --------V---------- í Ástralíu staffa nú syto marg- ar stúlkur og konur í vopna- verksmiðjunum, að sk^rtur er á búarðstúlkum; saumakonum, hattasaumakonum og hár- greiðslustúlkum. prmtmq L fí, • • m distinctn)e and persuasríe UBLICITY that attracts and compels action on the part of the customer is an important factor in the development of businesá. Our years of experience at printing and publishing is at your disposal. Let us ' help you Yvith your printing and advertising problems. Ohe COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Ave. WINNIPEG Phones 86 327 - 8

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.