Lögberg - 30.10.1941, Qupperneq 2
'i
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 30. OKTÓBER, 1941
Sigurvegari
hafsins
Frú “Nemó” ú Gimli.
(Framh.).
Quesada hafði drepið yfir-
manninn á San Antonió, en af
því Magellan gat ekki refsað öll-
um uppreistarmönnunum, réði
hann af að taka einn af hverj-
um fimm og byrja á Quesada.
Réttur var settur, vitni leidd,
skrifari ritaði framburðinn og
seinast kvað Magellan upp dóm-
inn: Caspar Quesada var dæmd-
ur til dauða.
En hver átti að framkvæma
dauðadóminn? Luis de Motina
þjónn Quesada hafði tekið þátt
í upphlaupinu þegar maðurinn
var drepinn, og var honum gef-
inn kostur á að bjarga lífi sínu
með því að verða húsbónda sín-
um að bana. Ákvæði þetta var
hræðilegt, en að lokum fékk
Magellan hann til — ókvalinn —
að gangast undir þenna kost.
Sneið hann höfuðið af Quesada
í einu höggi.
Þá átti Magellan eftir að kveða
upp dóma yfir Juande Cartagena,
sem var aðalforingi samsærisins
og prest, sem kvatt hafðiitil síð-
ara upphlaupsins, og engu ósek-
ari en Cartagena sjálfur. Magel-
lan ákvað að skilja þá eftir þeg-
ar flotinn legði úr höfn, og
birðir af mat og víni og þeir svo
afhentir guðs miskunn á hend-
ur, hvað hann vildi við þá gera.
Þessi grimdar-dómur var end-
urtekinn af Francis I)rake —
heppnastur allra eftirmanna
sinna — þegar hann 57 árum
síðar lenti á þessari sömu ógæfu-
höfn, Port San Julien, þá lét
h a n n uppreistarforingjann
Thomas Doughty kjósa, hvorl
hann vildi heldur deyja heiðar-
legum dauða fyrir sverði sem
Quesada, eða vera skilinn eftir
sem Cartagena. Doughty hafði
lesið ferðasögu Magellans og vissi
að enginn hafði frétt af Carta-
gena eða prestinum, hann kaus
því að láta lífið fyrir sverðinu
svo sem sómdi hraustum manni
og enn féll höfuð ofan í sand-
inn í Port San Julien.
Þá 4 eða 5 mánuði, sein Magel-
lan var þarna vetrarfastur, lél
hann menn sína vinna sem kapp-
samlegast að endurbgeta skipin.
Oftast voru þokur og hvergi sásl
lífsmark. Morgun einn um vor-
ið sást þó ókendur karlmaður á
næstu hæð. “Svo var hann mik-
ill vexti,” segir Pigafetta, “að
við náðum honum aðeins í mitti.
Hann var í haglega saumuðum
skinnfötum. Sérstaklega voru
þó fæturnir stórir, og vegna
þessara stórskornu fóta (pata-
gao) var landið nefnt Patagónía.
Tröllmenni þetta nálægðist okk-
ur glottandi, dansandi og syngj-
andi. Magellan bauð einum
manna sinna að dansa eftir hon-
um og það var sem sá óboðni
tæki þetta sem hann væri vel-
kominn, kom hann svo til okkar.
Sjómennirnir báru honum mat,
Business and Professional Cards
A. S. BARDAL
848 SHERBROOOKE 8T.
Selur llkklatur og annast urn ðt-
farlr. Allur ötbúnaöur sá. beatl.
Ennfremur selur hann allskonatr
mfnnisvarCa og legstelna.
Skrifstofu talslml 86 607
Helmilis talslml 601 662
ST. RECIS HOTEL
285 SMITH ST„ WINNIPEQ
pœalleffur op rólepur bústaóur j
í míOMki borgarínnar !
Herbergi J2.00 og >ar yfir; me8 |
baCklefa 63 00 og þar yfir.
Ágætar mfiltlCir 40c—60c >
Free Farking for Ouestt
Arthur R. Birt, M.D.
605 MEDICAL ARTS BLDG.
Winnipeg
Lækningastofu-slmi 23 703
Heimilisslmi 46 341
SérfrœOingur í öllu, er aO
húösjúkdómum lýtur
Viðtalstími: 12-1 og 2.30 til 6 e. h.
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Oífice tlmar 3-4.30
•
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK
SérfræCingur I eyrna, augna, nef
og hálssjökdömum
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
ViCtalstlmi — 11 til 1 og 2 tU 6
Skrifstofuslmi 22 251
Heimill8s!ml 401 991
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBY STREET
(Beint suður af Banning)
Talslmi 30 877
•
Viðtalstími 3—5 e. h.
Thorvaldson & Eggertson
LögfrœOingar
300 NANTON BUDG.
Talslmi 97 024
DR. A. V. JOHNSON
Dentiat
9
606 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 27 7Ö2
en urðu brátt hissa, er þeir sáu
hverfa ofan í hann skipsbrauð
úr fullri kröfu, næst voru hon-
um bornar tvær rottur, sem hann
gleypti lifandi.”
Magelian festi á hann smá-
bjöllur, en svo flýtti hann sér i
hurt og kom svo aftur með aðra
risa, jafnvel tvær risa-innur.
Þetta varð þó þessum óslægu
náttúrubörnum til hörmunga
einna. Svo sem öðrum rann-
sóknarmönnum, hafði Magellan
sú kvöð verið á herðar lögð, að
hann kæmi með sýnishorn af
öllum þjóðflokkum sem þeir
fyndu og væru ókunnir. Var
því mönnum skipað að hand-
taka tvo þessara manna. Sjó-
mennirnir hlóðu nú á þá gjöf-
um, sem þeir gátu höndum hald-
ið, þar á eftir fengu þeir þeim
tvö járn, en af því þeir ekki gátu
tekið á móti meiru í höndur sín-
ar, var þeim sýnt hvernig þau
gætu lagst utan um fæturnar,
þurfti svo aðeins fáein högg ti!
að hnoða naglana.
Villimennirnir höfðu í fyrstu
gaman af að hafa þessa fögru
hringi um öklana, en nú var
hægt að berja þá með sandpok-
um og auðgert að handtaka þá,
því nú voru þeir ekki hættulegir
og keisarinn umfram alt þurfti
að sjá jafn fágæta gripi. Eftir
þetta voru þeir hornir fram á
skip.
í San Julian áttu Spánverjar
stöðugt að etja við slys og óhöpp.
Þegar fór að draga úr vetrar-
stormunum, sendi Magellan litla
skipið Santiago til að kanna ná-
grennið og átti að vera komið
eftir nokkra daga; en þá kom
skipið ekki og Magellan beið með
úþreyju. F"yrstu fréttirnar bár-
ust úr landi. Skjögrandi menn
sáust koma á einni hæðinni,
voru það tveir af skipverjum á
Santiago og báru ill tíðindí.
Skipið hafði strandað í ofsa roki,
en skipverjar bjargast á land.
Magellan sendi tafarlaust bát
eftir mönnunum, en Santiago,
hraðskreiðasta skipið í flotan-
um, var eyðilagt.
Loksins 24. ágúst 1520, bauð
Magellan að lagt skyldi úr þess-
ari óheilla höfn, og litu þeir í
síðasta skifti mennina tvo, sem
skildir voru eftir í fjörunni. í
San Julien hafði Magellan mist
skip og tveir af skipstjórunum
höfðu verið drepnir. Ár var lið-
ið frá upphafi ferðar, enginn nýr
fundur og ekkert áunnist.
Liklega hefir þetta verið þung-
bærasti dágur í æfi Magellans.
Hann leitaðist við að halda á-
fram ferðinni, en ofsarok bönn-
uðu honum leiðina í tvo þreyt ■
andi mánuði, en þótt hann vissi
ekki var hann skamt frá tak-
markinu. Tuttugasta og fyrsta
október sá hann hvar skaut upp
hvitum klettum bak við ókenda
og vogskorna strönd, og litlu
seinna komst hann inn á vík
eina Iitla og djúpa, þar var
vatnið dökt, en eyðileg, hörku-
leg og ógurleg var ströndin og
útsýnið líflaust. Ekkert mann-
degt lífsmark, enginn jurtagróð-
ur, ekkert nema vindþytur. Far-
mennirnir litu með hálfum huga
á þenna dökka vog, sem var
svartur sem heimur Hadesar og
fjöllum luktur. Allir voru sam-
mála um að þetta sund væri að-
eins fjörður og að lögun eins og
margir firðir í Noregi.
Magellan, sem var gagntekinn
af trúnni um dulið sund, ákvað
að kanna þenna eftirtektaverða
fjörð,-og bauð því skipunum San
Antonió og Conception að halda
af stað, en farmenn voru mjög
tregir, áttu þeir að sigla svo
langt vestur sem þeir fengju
komist og koma aftur að liðnum
5 dögum með fréttirnar.
Ekki voru skipin horfin úr
augsýn, er skelti á afspyrnu
roki, og ekkert sennilegra en
skip Magellans brotnaði í spón
við skerin, þó bar hann þyngri
áhyggju út af San Antonió og
Conception, hann var gagntekinn
af inegnustu hræðslu; hylurinn
hlaut að hafa skollið á þau í
þrengslunum og þau brotnað í |
spón, en kraftaverk ef þau
björguðust.
Á fimta degi í þessari skelfing-
arbið, sást segl. Guð verið lof-
aður! Annað skipið hafði þó
komist af. Nei, tiæði skipin
komu heil á húfi. Ekki hafði
Magellan komið auga á þau fyr
en hann sá eldblossa frá báðuiu
hliðum þeirra, einn, tveir, þrír.
Þeim fylgdu svo skotþrumurnar.
Hvað hafði komið fyrir? Því
eyddu þeir púðrinu til einskis?
Og skipin báru gó§ tíðindi.
Þau hafði hrakið vestur eftir, og
ekki annað sýnna en þau ræki
upp á sker, sem voru fyrir stafni,
en á síðustu mínútu opnaðist
sundið framundan. Þó þeir ekki
hefðu séð fyrir vesturenda þess-
arar leiðar, voru þeir samt á
þeirri skoðun, að þetta væri
fremur sund en fjörður. Sem
nærri má geta voru þetta þær
æskilegustu fréttir fyrir Magel-
lan, sem var örþjakaður af á-
hyggjum. Nú mátti sízt tefja,
og svo var skotið til heiðurs
Carli keisara, og bænir endur-
fluttar, og síðan með auknum
hug héldu þeir inn í Völundar-
húsið, er Magellan skýrði Todos
los Eantos, en eftirmenn hans
Magellans sundið.
óvanaleg og draugaleg sjón
hefði það verið að sjá þessi fjög-
ur skip líða hljóðlaust inn í
þenna dimma vog. úr fjarlægð
lýsti af snjóklæddum hnjúkum,
er blésu frá sér ísköldum vind-
um á farmennina. Engin lifandi
vera bærðist á þessum hrjóstr-
ugu heljar ströndum; þó var
það á nóttunum að þeir sáu
blaktandi loga, því nefndu þeir
landið Tierra del I'uego, þ. e.:
Eldlandið. Þessi stöðugi eldur
sem átti eftir að loga í margar
aldir kom frá Eldlendingum, er
ekki kunnu listina þá að kveikja
eld, ef hann drapst, og urðu því
að halda honum við á nóttunm
í kofum sínum á þurru grasi.
Leiðin er afar vandrötuð, og
verður ekki farin nema með
mestu varúð. Sundið kvíslast
oft, og verða þar margar grynn-
ingar og sker á báðar hendur.
Hvað eftir annað skelti á öskr-
andi byljum. Ekkert lýsir betur
listfengi og nákvæmnri eftir-:
tekt Magellans en það, að hann
sem fyrstur manna fór um sund-
ið og við hann er kent síðan, var
sá eini í fjölda ára er komst
eftir því slysalaust. Hann var
mánuð að komast sundið (paso).
Loksins bar hann sigur úr být-
um. Þakkir séu þrautseigju hans
og gætni. Þegar svo að sundið
opnaðist og sást út á ómælis haf-
flötinn er sagt að gleðitár hafi
runnið niður svart slteggið.
Magellan krafði nú skipstjór-
ana um skýrslu yfir vistabirgð-
irnar. Þeir höfðu lokið við
fyrsta þáttinn, en voru þeir við-
búnir að taka þann næsta og
leita uppi kryddeyjarnar? Hann
gat ekki borið á móti því að
vistaskortur gæti leitt af sér al-
varlega hættu, en höfum það 1
huga að kjarkur hans sjálfs var
óbilaður. Hafnsögumaðurinn á
San Antonió, Estevao Comez, var
sá eini er réði frá ferðinni og
sagði að væri ferðinni haldið á-
fram, myndu allir deyja aumk-
unarlegum hungurdauða.
Þetta var bygt á rökum, en
Magellan hafði meiri áhuga fyrir
málefni keisarans en sín eður
manna sinna. Flotinn skyldi
halda áfram, og jafnframt áttu
slcipstjórarnir að halda matar-
skortinum leyndum fyrir far-
mönnunum.
San Antonió var sent til aö
kanna sundið, en hann kom ekki
á ákveðnum tíma, svo margir
dagar gengu í bið og leit að því,
en það fanst ekki. Skipaði Ma-
gellan þá stjörnuspámanni að
leita til stjarnanna um hvarf
skipsins. Stjörnufræðingnum
hefir óefað verið kunnugt um
uminadi Comezar, og kom með
það svar frá stjörnunum — sem
að þessu sinni reyndust rétt —
að San Antonió hefði strokið og
siglt á leið heim til Spánar.
Magellan var nú i miklum
vanda staddur, að skera úr þessu
vandræðamáli. Á San Antonió
var meirihluti matvælanna og að
halda ferðinni áfram var blált
áfram sjálfsmorð, en fyrirmæli
hans urðu svo að 28 nóv. 1520
sigldu þessi þrjú skip norðvest-
ur á óþekt hafið. Einhversstað-
ar hinumegin við sjóndeildar
hringinn hlutu kryddeyjarnar að
vera, þessar dýrmætu eyjar, og
enn lengra burtu Hidustan og
China, og hinumegin við það,
langar-langar leiðir var heima-
land þeirra, Spánn. Svo var
skotið úr fallbyssunum til að
heilsa þessu ókunna hafi, en litlu
skipin þrjú og einmana sigldu
út á það.
Þessi fyrsta ferð yfir þetta þá
óþekta hafa er eitthvert ódauð-
legasta þrekvirki sem til er. Ferð
Columbusar hefir ætíð verið víð-
frægð, en Columbus sigldi á
þremur nýjum og útreiddum
skipum og ferð hans á útleið
stóð aðeins í 33 daga, og hafðí
nægilegan matarforða heim aft-
ur. Ferð Magellans lág eiginlega
eitthvað óákveðið út á haf-vídd-
ina. Menn hans uppgefnir,
skortur og hungur gekk fyrir
þeim og eftir, fötin rifin, seglin
fúin og reiðinn slitinn; murlu
margir hafa öfundað félaga sína,
sem skárust úr leik. Þeir sigldu
svo í 40 daga, 00 og 100 daga
er hvergi varð landa vart. Sjálf -
ur hélt Magellan að hann fyrir
löngu væri kominn fram hjá
Japan, en sannleikurinn var sá,
að hann hafði ekki farið 1/3
breiddar þessa ógnar úthafs, sem
hann vegna góðviðrisins nefndi
Kyrrahaf.
Kyrt og friðsamt var það, en
sá friður var grimdarlegur; hafið
var sem spegilgler, loftið heið-
skýrt og glóandi, en megna fýlu
lagði neðan úr skipunum. Aug-
un sukku inn í höfuðin, andlitin
hrukkuðust, allir sáu ofsjónir og
skipin öll voru orðin að fljót-
andi sjúkrahúsum, vatnið var
orðið úldið af miskunnarlausum
sólargeislum, skipshrauðið var
orðið að gráu, skítugu dufti af
rottuskít og iðaði af möðkum.
Rotturnar, svo sem þær eru þó
ógeðslegar, voru orðnar að eftir-
sóknarverðu sælgæti og veidd-
ar á öllum skipunum, en til aö
halda niðri hungurskvölunum
tugðu menn sag eða leður. Um
19 manns þ. e. 1:10 af skipverj-
um dóu í kvölum á þessu hræði-
lega ferðalagi yfir Kyrrahafið, en
með þeim fyrstu voru vesalings
Papagoarnir, sem ræut hafði
verið.
Loksins þann 6. marz 1521
koin kall úr reiðanuin: “Land,
aho! — Það var kominn tími ti!
þess. Að liðnum 2—3 döguin
hefði að líkum enginn staðið lif-
andi og engin saga skráð um
þessa ferð. En þarna var nú
eyja! Skipin voru vart komin
undir land er rennilegum bát
var skotið út frá landi, hann var
með seglum saumuðum úr
pálmablöðum. Náttúrubörnin,
sem komu voru allsnakin, þeir
klifu skipin liðugir sem apar, og
svo voru þeir i háttum sinum
ólíkir hvítum mönnum, að þeir
höfðu hönd á öllu, sem ekki var
naglfast og tóku með sér og þar
á meðal skipsbátinn frá Trineda,
sem þeir fluttust á í land í mik-
illi sigurgleði.
Magellan vildi kenna þjófuin
þessum lærdómsrika grein, sendi
í land 40 vopnaða sjómenn,
brendu þeir kofa þjófa þessara
en færðu til skipa það er þeiv
fundu af fuglum, fiski og aldin-
um. Ennfremur refsaði Magellan
eyjarskeggjum með því að nefna
eyjar þeirra “Þjófaeyjar”; það
eru nú Ladronurnar.
Ránsferð þessi bjargaði Spán-
verjunum frá hungurdauða.
Þriggja daga hvíld, nýir ávextir,
kjöt og vatn hrestu skipshafnirn-
ar til fullrar heilsu.
Með endurnýjaðan hug og dug
var svo ferðinni haldið áfram í
norðvestur, og með hverri viku
sáu þeir nýjar eyjar, sá þá
Magellan að þeim var borgið.
Eftir hans reikningi taldi hann
víst að þetta væru Molukka-eyj-
arnar, þ. e. kryddeyjarnar og í-
myndaði sér að þar hefði hann
náð takmarki fyrir ferðinni, en
þetta reyndist ekki svo: hann
hafði rekist á alóþektar eyjar,
Filippí-eyjarnar, eignaði hann
þær Carli keisara, og bætti með
því einu fylki við ríki hans; laut
það lengur Spánar stjórn en
nokkurt þeirra landa, sem þeir
fundu Columbus, Cortes og
Pizarro.
Tuttugasta og áttunda marz
komust þeir til Mazzaoa, er það
lítil ey og telst til Filippí-eyja.
Þar varð Magellan fyrir þeirri
merkilegustu reynzlu á æfi sinni.
Þegar skipin þrjú nálguðust
land, hópuðust vinveittir íbúarn-
ir ofan að ströndinni, en Magel-
lan sendi Enrique þræl sinn i
land til njósna, og hugði sem
rétt var að ibúðarnir eyjar-
skeggjar tækju betur á inóti
brúnleytum manni heldur en
hvítum og skeggjuðum.
Nú kom undrið. Þegar ey-
. lendingarnir höfðu slegið hring
um Enrique varð þessi Malaja-
þræll orðlaus af undrun, því
hann skildi mest af því sem þeir
mæltu. Það voru mörg ár lið-
in frá því hann síðast hafði
heyrt mælt á sína upprunalegu
tungu. M'eð þessum fréttum
var Magellan viss um að nú
hefði hann náð takmarkinu.
Hann var kominn til þeirra
þjóða sem mæla á malajisku.
Það sem lærða menn hafði að-
eins dreymt um var nú sannað;
jörðin var hnattmynduð, því
menn böfðu faðmað hana í
kring.
Vikudvöl í Mazzava var á-
nægjulegasti tíminn af allri ferð-
inni. Calambu konungur eyjar-
innar tók á móti Magellan af
mestu rausn og birgði hann að
vistum og drykkjum eftir fcgk-
ustu þörfum. Nú var aðeins
eftir að komast til kryddeyjanna
og reka þar erindið, en ekki vildi
Magellan yfirgefa Filippska haf-
ið án þess að hafa skapað Spám
gildandi eign lil frambúðar, því
það fanst honum ekki nægilegt,
að ánafna konungi þessa#litlu
eyj».
Hann spurði því Calambu kon-
ung hver eyjan væri stærst og
var honum sagt það væri Zebu
(Cebu). Eftir þetta siglir Magel-
lan áleiðis “svo sem hin ógæfu-
sömu örlög höfðu fyrirhugað,”
eins og sá ábyggilegi Pigafetta
kemst að orði.
Þegar Magellan lcom til Cebu.
sá hann undir eins að staðurinn
var þýðingarmikill. Á höfninni
voru kínversk verzlunarskip auk
þeirra innlendu. Hann vildi því
birtast þeim innlendu sem guð
þruinu og eldinga, skipaði því að
skjóta kveðjuskotum, en við þau
flúðu íbúarnir í allar áttir. Na*st
þessu sendi Magellan Enrique *
hasti til lands að tjá höfðingj-
anum að þrumurnar hefðu ekki
verið sendar í fjandsamlegu
skyni, heldur til virðingar þeim
volduga Rajah af Cebu. Enrique
hafði einnig verið boðið að geta
þess að alt væri undirbúið til að
sýna hans hátign margskonar
dýran varning til vöruskifta.
Humabon, sem var Rapah af
Cebu, var ekki undirförull að
eðli og tók boðuin þessum þur-
lega og sagði að fyr en nokkur
viðskifti gætu farið fram, yrð'
Magellan að greiða hafnargjald,
hann hefði áreiðanlega ekki vik-
ið frá því, ef ekki Mahomedansk-
ur kaupmaður sem nýlega var
kominn á skipi “Junk” frá Síam,
hefði lotið og hvíslað í eyra
Rajahans viðvqrunarorðum!
hann hetði séð ýmislegt í fari
þessara hræðilegu kaupmanua
og bezt myndi að komast hja
öllu þrátti hvað sem það kostaði.
Þeir væru sanlskonar djöflar og
lagt höfðu undir sig Calient, alla
Hindustan og Malakka. Þessi
ræða hafði þau áhrif að Jajah-
inn féll frá hafnargjaldinu, bauð
sendimanni Magellans til veizlu
og kvaðst fús að ganga til frið-
samlegra vöruskifta við þessa
nýkomnu gesti. Að sínu leýh