Lögberg - 30.10.1941, Side 8
8
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 30. OKTÓBER, 1941
Úr borg og bygð
Mr. Jónas Björnsson frá
Gimli, var staddur í horginni í
byrjun vikunnar.
♦ -f ♦
Nýíátinn er hér í borg Odd-
geir Anderson, 72 ára að aldri(
er heima átti að 567 Elgin Ave.
♦ ♦ ♦
l'he Junior Ladies of the First
Lutheran Church Victor St., will
hold their meeting on Tuesday,
Nov. 4th, at 2.30 p.m. in the
church parlors.
-f ♦ ♦
Þann 28. þ. m. gaf séra Valdi-
mar J. Eylands saman í hjóna-
band að heimili sínu 776 Victor
Street, Edgar Bárðarson og Nellie
Annie Tucker^ bæði frá Hnausa,
Man.
-f ♦ -f
Samkvæmt bréfi frá New York
til ritstjóra Lögbergs, er hr. Árni
Jónsson alþingismaður frá Múla
væntanlegur þangað með Goða-
fossi þann 1. nóvember næst-
komandi.
-f -f -f
Sendið inn áskriftargjöld
yðar fyrir Lögberg, og
geriát nýir kaupendur að
blaðinu fyrir næátu ára-
mót.
-f -f ♦
Mrs. Katrín Jósefsson, kona
Jóhannesar Jósefsson á Elgin
Avenue, lézt á Grace sjúkrahús-
inu síðastliðinn mánudag. Útför
hennar f^r fram á fimtudaginn
þann 30. þ. m. kl. 3.30. Katrín
var fædd á Ærlæk í Axarfirði
19. apríl 1858.
-f -f -f
HALLOWE’EN DANCE
AND BRIDGE
undir umsjón Jóns Sigurðssonar
félagsins verður haldinn í I.O.
G.T. Hall, Sargent Ave., fimtu-
daginn 30. okt., byrjar kl. 8.30
e. h. Verðlaun gefin fyrir
“Bridge.” Inngangur 35c. Arður
af skemtuninni verður notaður í
þarfir hermanna.
Næsti fundur félagsins verður
á heimili Mrs. H. F. Danielson,
869 Garfield St. þriðjudaginn 4.
nóv., kl. 8 e. h. Mrs. R. H. Harl
segir fréttir af I.O.D.E. þingi sem
haldið var í byrjun október-
mánaðar.
-f -f -f
SKEMTISA MKOMA í
ÁRBORG
Á föstudagskveldið þann 7.
nóvember næstkomandi, verður
haldfin skemtisamkoma í Ár-
borg að tilstuðlan þjóðræknis-
deildarinnar “Esjan”, er telja
má víst að verði fjölsótt, því
mikill þjóðræknisáhugi ríkir
jafnan í Árborg og grend. Á sam-
komu þessari flytur Mrí. Einar P.
Jónsson erindi. Ragnar Stefáns-
son skemtir með framsögn, auk
þess sem sitthvað fleira verður
til skemtunar. Samkoman fei
fram í samkomuhúsi bæjarins,
og byrjar kl. 8.30.
-f -f -f
Mr. J. J. Bíldfell er nýkominn
heim til Winnipeg eftir all-langa
dvöl í norðurhluta Canada, norð-
an við allar hvítra manna bygðir
að heita má. Fór hann þar viða
um, en fór einnig til Grænlands
og sá hinar ifornu Islendinga-
bygðir þar í landi. Hefir hann
nú góðfúslega lofað kvenfélagi
Fyrsta lúterska safnaðar í Win-
nipeg að flytja erindi um þessar
fornu Grænlandsbygðir og sýna
mvndir þaðan. Er gert ráð fyr-
ir að það verði á miðvikudags-
kveldið hinn 19. nóvember n.k.
Það er búist við að marga fýsi
að heyra það sem Mr. Bíldfell
hefir að segja um hinar fornu
bygðir Grænlands, sem altaf eru
nærri hugum íslendinga hvar
sem þeir eru, og einnig að sjá
góðar myndir þaðan og ræðu-
maðurinn er svo kunnur íslend-
ingum í Winnipeg oj| reyndar
Vestur-fslendingum yfirleitt, að
það er óþarfi að mæla sérstak-
lega með honum.
Þessarar væntanlegu samkomu
verður nánar getið síðar.
Gefin saman í hjónaband af
séra Sigurði ólafssyni þann 25.
okt., að heimili hans í Selkirk,
Orval William Hay, hermaður,
frá Barrie, Ontario, og Rebecca
Helgason, dóttir Mr. og Mrs. Jó-
hannes Helgason, Riverton, Man.
-f -f -f
Hjónavigslur framkvæmdar af
séra H. Sigmar á heimili hans að
Mountain, N.D.:
Arthur A. Magnusson frá
Cavalier, N.D., og Helga M. Nel-
son frá Akra N.D. þriðjudaginii
14. október.
Sigurður Dalsted frá Backoo,
N.D. og Kathleen Emma Magn-
usson frá Cavalier, N.D. sunnu-
daginn 19. október.
Hannes G. Kristjánsson frá
Crystal, N.D. og Elizabeth I
Björnson frá Svold, N.D. laug-
ardaginn 25. október.
-f -f -f
Gefin saman í hjónaband í
Vancouver, B.C., þann 18. okt.,
þau Magnús Eliason, 26 W.
Broadway, Vancouver og Helen
Scrimbitt, 252 E. lOth Streel
North Vancouver. Brúðguminn
er sonur Guðmundar Elíassonar
fyrrum bónda á “Laufhóli” í Ár-
nesbygð og Margfétar Sveinsdótt-
ur konu hans. Brúðurin er dótt-
ir Steven Scrimbitt, Regina, Sask.
og Mary konu hans, sem dáin er
fyrir nokkrum árum. Brúðhjón-
in fóru stutta giftingarferð til
Victoria, B.C. Framtíðarheimili
þeirra verður að 26 W. Broad-
way Vancouver.
-f -f -f
Miss Freyja Eleanor ólafsson
hjúkrunarkona, dóttir séra Sig-
urðar og frú Ingibjargar ólafs-
son í Selkirk, er í þann veginn
að leggja af stað til Suður-
Afríku ásamt mörgum hjúkrun-
arkonum víðsvegar að úr Can-
ada, til þess að ganga í þjónustu
stjórnarinnar í Suður-Aifríku, til
eins árs þjónustu í senn. Miss
ólafsson stundaði nám við skól-
ann á Gimli, en lauk Grade XI.
í Árborg, einnig stundaði hún
um hríð nám við Jóns Bjarna-
sonar skóla. Hún lauk námi i
hjúkrunarfræði við Almenna
sjúkrahúsið í Winnipeg 1938.
Um þriggja ára bil starfaði hún
við Margaret Scott Nursing Mis-
sion i Winnipeg, og nú síðast um
hríð í þjónustu Winnipeg-borg-
ar. Hún hefir getið sér góðan
orðstýr fyrir dugnað og hæfi-
legleika í starfi sinu.
-f -f -f
VILHELMINA E. BERGÞÓRSON
andaðist að heimili sonar síns
og tengdadóttur, Jóns og Petrínu
Bergþórson að Lundar mánudag-
inn 20. október. Hún var fædd
að Eldleysu í Mjóafirði 9. febrú-
ar 1854. Foreldrar hennar voru
Eyjólfur Jónsson og Guðrún ó-
feigsdótti.r, sem þar bjuggu. Árið
1882 giftist hún Bergþór Jóns-
syni frá Hriflu í Suður-Þingeyj-
arsýslu. Eftir fjögurra ára bú-
skap að Langalóni við Möðru-
dalsheiði fluttust þau vestur um
haf árið 1889. Settust þau fljót-
lega að í svo nefndri Álftavatns-
bygð austan Manitobavatns, og
bjuggu þar búi sínu í tuttugu
og fjögur ár. Árið 1914 létu þau
af búskap og fluttu til Lundai'-
bæjar, og þar hafa þau dvalíð
síðan á heimili sonar sins. Af
fjórum börnum þeirra lifa að-
eins tvö: Jón að Lundar, og
Björg Stefania, gift Rúnólfi Rún-
ólfsson í Seaman, Sask. Albert
sonur þeirra féll skömmu áður
en heimsstriðinu fyrra lauk, um
haustið 1918. Eitt barna þeirra
dó í bernsku.
Mrs. Bergþórson var af kunn-
ugum talin tápmikil og dugleg
kona og einkar vöpduð til orða
og verka. Hinn mikli mann-
fjöldi, sem koin saman tii
kveðjuathafnarinnar, sem fór
fram i kirkju Lundar safnaðar á
föstudaginn (24. okt.) bar þá
líka ótvíræðan vott um vinsæld-
ir þessarar merkiskonu, ekki síð-
ur en um samúð með hinum
rúmlega áttræða ekkjumanni,
sem fylgdi konu sinni til grafar
eftir næstum sextíu ára sambúð.
Friður Guðs hvílir yfir minn-
ingu hennar og moldum.
MUS-KEE-KEE
Áhrifamikið kvefmeðal, búið til
úr gömlum Indíána jurta for-
skriftum. petta er verulegur
heilsugtjafi, sem veldur eðlilegri
starfsemi hins mannlega líkams-
kerfis.
Ráðgist við lyfsalann
í dag viðvíkjandi
MUS-KEE-KEE
Messuboð
FYRSTA LÚTERSIÍA KIRKJA
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili: 776 Victor Street.
Sími 29 017.
Sunnudaginn 2. nóv.:
Ensk messa að morgninuin
kl. 11; sunnudagsskóli kl. 12.15
e. h. fslenzk messa að kvöldinu
kl. 7.
-f -f ♦
LÚTERSIA IÍIRKJAN
í SELKIRIÍ
Sunnudaginn 2. nóvember:
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
Ensk messa kl. 7 síðd.
S. ólafsson.
-f -f -f
ISLENZK GUÐSÞJÓNUSTA
í VANCOUVER, B.C.
Guðsþjónusta til minningar
um lútersku siðbótina verður
haldin, ef G. 1., í dönsku kirkj-
unni á Burns St. og 19th Ave. E.
kl. 3 e. h. næsta sunnudag, 2.
nóv. Komið og kveðjið aðra til
komu. Við skulum halda fjöl-
menna minningarhátíð.
Rúnólfur Marteinsson.
-f -f -f
LÚTEIiSKA PRESTAIÍALLIÐ
í AUSTUR-VATNABYGÐUM
Séra Carl J. Olson, BA., B.D.
SunnxÆaginn 2. nóv.:
Edfield kl. 11 f. h.
Foam Lake kl. 3 e. h.
Leslie kl. 7 e. h.
Allir eru boðnir og velkomnir-
-f -f -f
Messað verður að Hólar Hall
sunnudaginn þann 2. nóv. n.k.
kl. 2 e. h.? fljóti tíminn.
II. E. Johnson.
-f -f -f
GIMLI PRESTAKALL
Sunnudaginn 2. nóv.:
Betel, morgunmessa;
Víðines, messa kl. 2 e. h.
Gimli, íslenzk messa kl. 7 e. h.
Sunnudagsskóli Gimli safnað-
ar kl. 2 e. h.
B. A. Bjarnason.
-f -f -f
Séra B. Theodore Sigurðsson,
flytur guðsþjónustur í Vatna-
bygðum á eftirgreindum stöðum
og tíma á sunnudaginn þann 2.
nóvember næstkomandi:
Mozart, kl. 11 f. h.
Wynyard, kl. 3 e. h.
Kandahar kl. 7.30.
Allar þessar guðsþjónustur fara
fram á íslenzku, og verða þæi
síðustu, er séra Theodore flytur
þar vestra að þessu sinni.
-f -f ♦
Sunnudaginn 2. nóvember fer
fram hátiðleg sunnudagaskóla-
guðsþjónusta í kirkjunni á
Mountain kl. 11 f. h. Sunnu-
dagaskólinn beitir sér fyrir við
sönginn. Allir velkomnir. For-
eldrum barnanna sérstaklega
boðið. Sama dag (2. nóv.) mess-
ar séra Haraldur í Brown, Man.
kl. 2.30 e. h. Allir boðnir og
velkomnir.
-f -f -f
Messur i Blaine prestakalli
verða á eftirfylgjandi stöðum í
nóvembermánuði, ef Guð lofar:
Sunnudaginn 2. nóv.— Bell-
ingham kl. 11 f. h. (á ensku);
Blaine kl. 2 e. h. (á íslenzku) og
Blaine kl. 8 e. h. (á ensku);
ræðuefni við allar messurnar:
“Klæðist alvæpni Guðs.”
Sunudaginn 9. nóv. — Blaine
kl. 11 f. h. (á islenzku); Point
Roberts kl. 2 e. h. (á íslenzku);
Bellingham kl. 8 e. h. (á ensku);
ræðuefni við allar messurnar:
“Samþjónar vorir.”
Sunnudaginn 16. nóv.—Bell-
ingham kl. 11 f. h. (á ensku);
Blaine kl. 2 e. h. (á islenzku)
og kl. 8 e. h. (á ensku); ræðu-
efni við allar messurnar: “Skatt-
peningurinn.”
Sunnudaginn 23. nóv.—Blaine
kl. 11 f. h. (á ensku) þá syngur
hinn nýmyndaði söngflokkur
sem samanstendur af 15—20
ungmennum, undir stjórn Mr.
H. Sweeney, skólakennara. Bell-
ingham kl. 2 e. h. (á íslenzku)
kl. 8 e. h. Enslc messa með
myndasýningu af prestskap Jesú
Krists. Allar messurnar helg-
aðar þakklætistilfinningu krist-
ins fólks.
Sunnudaginn 30. nóv. — Bell-
ingham kl. 11 f. h. (á ensku);
White Rock, B.C. í húsi Mr. og
Mrs. Leifur Björnsson kl. 2 e. h.
(á íslenzku); Blaine kl. 8 e. h.
(á ensku); ræðuefni við alIaT
messurnar: “Endurkoma Jesú
Krists.” Allir boðnir hjartanlega
velkomnir.
Guðm. P. Johnson.
--------y---------
Athugasemd
Eg hefi venjulega haft ánægju
af að lesa ritgerðir Péturs Sig-
urðssonar um eitt og annað og
eg hafði einnig nautn af að lesa
greinina um listamanninn fræga
dansk-íslenzka, Thorvaldseen i
Lögbergi 16. okt., ummæli H. C.
Andersens og Georg Brandesar
um snillinginn og afrek hans, og
frásögn um hina glæsilegu mót-
töku er Kaupmannahöfn fagn-
aði þessum heimsfræga ástmög
dönsku þjóðarinnar. En hvað
munnmælasögunni viðvíkur, er
segir að hann hafi tvívegis gert
unnustu sinni minkun, get eg
ekki séð að auki hróður hans
eða listamannsgildi. Eg hygg að
listin hefði ekki beðið nokkurn
hnekki við það að hann hefði
haldið trygð við heitmey sina, ef
þessa munnmælasögu er annars
nokkuð að marka, sem eg vona
að ekki sé.
En það er annað í þessari
grein P. S., sem eg átti ekki von
á úr hans penna, og sem mér
gramdist, en það eru óþarfa
slettur til tveggja ágætismanna
Bandaríkjanna, Thomas Paine og
Robert G. Ingersoll, er hann gef-
ur í skyn að hafi verið myrkurs-
ins börn — því áður en hann
minnist þeirra telur hann fram
þrjú “Ijóssins börn,” Whitefield,
er dó á hnjánum, Abraham
Lincoln og * David Livingstone.
Við andlát þeirra hafi verið
bjart. Svo kemur þessi grein:
“Slíkt verður ekki sagt um menn
eins og Thomas Paine, Ingersoll
eða Nietzsche, þótt þektir menn
væru. Kvöldroðans blik lék ekki
um himinn þeirra hinstu stunda;
kvöldið var þá grámyglulegt,
hráslagalegt og kalt.”
Eg læt ritsnillinginn Nietzsclie
eiga sig; hann var af alt öðru
sálufélagi en Paine og Ingersoll.
Hvað hafa þeir Paine og Inger-
soll unnið til þess að vera kall-
aðir myrkursins börn?
Thomas Paine átti drjúgan
þátt i frelsisstríði Bandaríkjanna
með ritum sinum “The Crisis”
og “Common Sense”; sagt hefir
verið um þau rit, að þau ’hafi
verið sá eldstólpi, er vísaði veg
hinum stríðandi lýði um nótt
þrenginganna til sigurs.
Síðar ritaði hann hina frægu
bók sína “Age of Reason” um
trúmál — leitaðist hann við i
þeirri bók að eyða miðalda-
myrkri hjátrúar og hindurvitna
í kristninni, en auka ljós þekk-
ingar og víðsýni, efla mannúð og
umburðarlyndi.
Paine var guðstrúarmaður með
ðdauðleikavon. Skoðanir Abra-
ham Lincolns á trúmálum munu
hafa fallið mjög saman við skoð-
anir Paines, og náskyldar stefnu
Únítaranna Ralph Waldo Emer?
son, Theodore Parkers og Wil-
liam Ellery Chaunings, sem séra
The Watch Shop
Diamonds - Watches - Jewelrr
Agrents for BULOVA Watchee
Marriage Licenses Issued
TBORLAKSON & BALDWIN
Watchmakers and Jeioellers
699 SARGKNT AVE., WPG.
Matthias Jochumsson var svo
hrifinn af.
Col Robert G. Ingersoll, þessi
göfugi, frjálsi andi, hafði svo
næma réttlætistilfinningu og
skarpan skilning á veilunum í
hinum svokallaða “rétttrúaða
evangeliska kristindóm” að hann
gat ekki orða bundist, en réðist
með öllu afli afburða mælsku
og rökfimi á þær ltenningar
kirkjunnar er stríddu á móti
samvizku og heilbrigðu viti, svo
sem guðshugmynd Gamla Testa-
mentisins, óskéikulleik Ritning-
arinnar, útskúfunarkenningunni
og blóðfórnar frðiþæging, og
skildi svo við þessar kenningar
að þær áttu sér ekki framar
uppreisnarvon hjá upplýstu fólki
með sæmilegri dómgreind.
Ingersoll var ástríkur heimilis-
faðir, t'ilfinninganæmur og hjálp-
samur með afbrgiðum, hann
unni visindum og aðhyltist
breytiþróunarkenninguna. Inger-
soll má telja “humanista”, einn-
ig mun hann hafa hallast að al-
gyðiskenningu Spinoza, eins og
fleiri djúpvitrir menn hafa gert.
Boðskapur Paines og Ingersolls
og skyldra umbótamanna hefir
gert heiminn betri, frjálsari og
víðsýnni, og áhiáfin á kirkjuna
siðferðilegur gróði. Það er orð-
ið hljótt um útskúfunarkenning-
una í prédikunarstólum.
Mannúð, sannleiksást og hrein-
skilni voru meginþættir í skap-
gerð þessara mætu manna. Inger-
soll flutti boðskap sinn af eld-
móði og heitri sannfæring og
skeylli ekki um hvort hann afl-
aðjphonum vinsælda eða óvildar.
Hann var að aísu persónulega
yinsæll, en vegna kenninga
sinria varð hann fyrir cvægum
dómum og fordómum af hálfu
ilialdsinanna kirkjunnac
Eg vil vinsamlega raælast til
þess að Paine og Ingersúl séu
taldir “Ijóssins börn.”
Þegar Ingersoll andaðist
nokkru fyrir aldamótin varð öðr-
um frjálsum anda ljóð á munni
vestur í KlettafjöIIum.
Eg set hér að eudingu 2 er-
indi úr eftirmælum St. G. Sl.
cftir Ingersoll:
Frægðar-maður látni, leiddi,
Leyfðu mér í hinsta sirm
Lyng-grein höggna af heiðum
íslands
Hengja í dánar kransinn þinn.
Sá sem hana úr ljóðshönd leggur
Lægst í sveiginn, hann er einn
Orkuminni og yngri bróðir,
Ekki þegn né lærisveinn.
Þú sem gazt í ljósa loga
Lifgað upp í mælsku glóð
Það sem frjálsast hugsað hefir
Hugstór, ung en sjálfselsk þjóð.
Hjátrú löngum lærdóm varin
Litlu kunni að svara þér.
Skáldið firrist fræði múgsins,
Fer samt rétt — það veit, það
sér.”
Friðrik Swanson.
Sex mánuðir framundan
Splunkurný útgáfa af EATON Ver8-
skrám koma af pressunni Petta eru
stórar bækur, hundruð blaðslðna, er
innihalda tylftir af úrvals, mismunandi
vörum.
Mánaða vandleg skipulagning, hefir
gengið I að framleiða þetta verk. Mark_
aðir heimsins hafa gefið af sér riku-
lega uppskeru — Fatnaðir af alfull-
komnustu nýtízlcu _____ Húsgögn af
ailra nýjustu gerð — Búnaðarverkfæri,
sem valin eru vegna endingar, og
þrautreynd að þvl er viðkemur ánægju
notenda.
Sérhver blaðsíða prófuð og endur-
prófuð. Sérhver mynd táknar ná-
kvæmlega það, sem hún á að tákna.
pó á þessi Verðskrá, sem svo gaum-
gæfilega hefir verið undirbúin, aðeins
sex mánaða llf framundan, því að þeim
tlma liðnum, verður önnur EATON’S
Verðskrá komin I yðar hendur.
Ár eftir ár hefir EATON’S vegna
Verðskrár sinnar fullnægt síbreyttum
kröfum viðvlkjandi sniði og JLÍzku, og
veitt sveitaviðskiftavinum aðgang að
þeim sömu innkaupsþægindum og
borgarbúar njóta, að því er vöruvali
viðkemur.
^T. EATON
WINNOCO
EATON'S
TIL ÞESS AÐ TRYGGJA
YÐUR SIIJÓTA
AFGREIÐSLU
Skuluð þér ávalt kalla upp
SARQENT
UXI
PHONE
34355 - 34 557
SARGENT and AGNES
TRIMP TAXI
ST. JAMES
Phone 61 111
TOMBÓLA
f SAMKOMUSAL SAMBANDSKIRKJU
í WINNIPEG
undir umsjón Stjórnarnefndar Sambandssafnaðar
Mánudagskvöldið 3. nóv. n.k. kl. 8
Fjöldi góðra drátta — Freistið hamingjunnar
>. Sækið þessa ágætu Tombólu
Inngangur og einn dráttur 25c
For Good Fuel Values
WARMTH - VALUE - ECONOMY
- ORDER —
/
WILDFIRE LUMP (DRUMHELLER)
BIGHORN SAUNDERS CREEK LUMP
(Saunders Area)
CANMORE BRIQUETTES
PHONESjlf
MCr^VRDY QUPPLY f^O. Ltd.
\JbUILDERS’ %^SUPPLIES \fandCOAL
LICENSE No. 51 1034 ARLINGTON ST.
\