Lögberg - 04.12.1941, Blaðsíða 1
PHONE 86 311
Seven Lines
á --c
d
JSO^ I i)ívJ C\v;í
Cot-
For Better
Dry Cleaning
and Laundry
54. ÁEGANGUE
LÖGBEEG, FIMTUDAGINN 4. DESEMBEE, 1941
NÚMER 49
Heiðurssamsæti fyrir séra S. O.
rhorlaksson, frú og fjölskyldu
Eins og t>etið var um í Lög-
Kosinn í bæjarstjórn
Valentínus Vulgarðsson.
Við kosningar til bæjarráðs,
sem fram fóru í Moose Jaw
borgintii í Saskatchewan þann
24. nóvember síðastliðinn, var
Valentínus Valgarðsson yfir-
kennari þar í bor.g kosinn til
bæjarfulltrúa með miklu afli at-
kvæða. Auk borgarstjóra eiga
sæti i bæjarráðinu 10 fulltrúar.
Valentinus er sonur atorku-
mannsins Ketils Valgarðssonar á
Gimli; gekk hann ungur menta-
veg, og lauk stúdentsprófi við
Manitobaháskólann 1921, og
blaut þá gullmedalíu háskólans
fyrir frábæra þekkingu í stærð-
fræði. Árið 1923 tók Valentínus
meistaragráðu við sama háskóla,
og hefir frá þeim tíma stundað
kenslu við Moose Jaw Gollegiate;
hann er kvæntur Þórunni, dótt-
ur Vilhjálms heitins Sigurgeirs-
sonar i Mikley.
-------V------—
Kosinn í
framkvœmdarnefnd
Sveitarstjórna-
sambandsins í Manitoba
Á nýafstöðnu ársþingi Sveitar-
stjórna-sambandsins í Manitoba,
sem haldið var í Winnipeg, var
Mr. Snæbjörn Johnson, sveitar-
oddviti í Bifröst, kosinn i fram-
kvæmdarnefnd þessa öfluga fé-
lagsskapar; er hann maður ger-
hugall og vinsæll í héraði.
Syeitarstjórn Bifrastar var að
þessu sinni kosin gagnsóknar-
laust; eina breytingin í sveitar-
ráðinu verður sú, að í stað
Skúla Sigurgeirsonar guðfræði-
stúdents, er gegndi fulltrúastöðu
fyrir Mikley, kemur G. A. Wil-
liams kaupmaður, er kosinn var
án gagnsóknar fyrir Mikleyjar
kjördeild.
-------V---■ .
C.C.F. flokkurinn setur
út mann til höfuðs
Arthur Meighen
Eins og vitað er, sagði Mr.
Allan Gockeram af sér þing-
mensku fyrir South York kjör
dæmið i Ontario, til þess að
rýma sæti fyrir hinum nýkjörna
leiðtoga ihaldsflokksins, senator
Arthur Meighen, sem tekur að
sér, nái hann kosningu, forustu
þess flokks í neðri málstofu
sambandsþingsins. Nú hefir
G.C.F. flokkurinn ákveðið að út-
nefna þingmannsefni gegn
senator Meighen, og varð fyrir
valinu á mánudaginn, J. W.
Noseworthy, sá er bauð sig fram
undir C.C.F. merkjum í almennu
þingkosningunum 1940. óvist
er enn hvort Liberal flokkurinn
útnefnir þingmannsefni við
þessa aukakosningu.
Rostov í höndum
Rússa
Þær góðu fréttir bárust út um
heim s.I. viku, að með öflugri
gagnsókn hafi Rússunr tekist að
sópa Nazistum burt úr Rostov
og ná borginni aftur á sitt vald,
og verja á þann hátt inngang-
inn í hin afurðaríku Kákasus-
héruð; mest af olíu Rússa kemur
frá þessum héruðum og er al
því auðsætt hversu þýðingar-
mikill hessi sigur er. Marshal
Timoshenko stjórnar hersveit-
um Rússa þar suður frá og mun
hann vera hinn mesti hershöfð-
ingi, sem Rússar eiga. Moskva
útvarpið fullyrðir að áður en
Nazistar flúðu úr borginni hafi
þeir myrt mörg hundruð kvenna
og barna og skotið alla karl-
menn, sem þar voru. Eftir síð-
ustu fregnum að dæma virðisl
fullkominn flótta í liði Nazista á
þessum stöðvuin; þeir hörfa
undan svo hratt, að Rússar
scgjast ekki hafa við að elta þá
uppi og á flóttanum skilja þeir
eftir feikilega mikið af hergögn-
um, svo sem skriðdreka, fallbyss-
ur, vélabyssur, riffla, og annað
þessu líkt. Rússar hafa hrakið þá
til baka um 40 til 00 mílur. Þetta
er sá fyrsti verulegi ósigur, sem
Nazistar hafa beðið síðan stríð-
ið hófst.
Á vígstöðvunum við Lenin-
grad og Moskva hafa litlar breyt-
ingar orðið, þar eru háðar sókn-
ir og igagnsóknir daglega, og
þrátt fyrir það þó Rússar kann-
ist við að enn sé Moskva i inik-
illi hættu, þá datt þeim ekki í
hug að sleppa sinni árlegu tafl-
kepni. Taflkeppni þessi er háð
í Moskva þessa dagana; lýsir
þetta vel ró og sigurvissu Rúss-
ans. ------—V------—
Telur herskyidu
tvíeggjað sverð
Hon. J. T. Thorson, War Ser-
vices ráðherra sambandsstjórn-
arinnar. flutti ræðu í Young
Men’s Canadian Club í Montreal
á mánudaginn, þar sem hann
lýsti yfir þeirri skoðun sinni, að
herskylda til þjónustu handan
við haf. myndi trufla þjóðein-
inguna í Canada, og miklu frem-
ur veikja stríðssókn þjóðarinnar,
en styrkja hana.
-------V—-------
Frá Lybíu
Baráttan um Lybíu heldur
stöðugt áfram; víglínan sveigist
aftur á bak og áfram um eyði-,
mörkina; báðar hliðar staðhæfa
sigra sína á hinum og öðrum
vígstöðvum og útkoman virðist
enn í óvissu. í' viku lokin frétt-
ist að Bretar hefðu umkringt
inikið af liði öxulríkjanna á
Rezegh-Tobruk stöðvunum og
væri í þann veginn að tortima
því, en síðustu fréttir herma, að
her óvinanna hafi brotist út og
aðrar hersveitir hafi komið þeim
til hjálpar; annars eru fréttir af
þessum stöðvum óljósar og ó-
ábyggilegar.
-------V--------
Churchill krefst aukins
mannafla
Á þriðjudaginn lýsti Mr.
Churchill yfir því, að brezka
herinn yrði að auka um þrjár
miljónir manna til fullverndar
heiina fyrir, og sókna út á við;
fór hann fram á, að herskylda
mannafla þjóðarinnar þannig, að
aldurstakmarkið yrði frá 18Ú2
til 50. Jafnframt taldi forsætis-
ráðherra það óumflýjanlegt, að
herskylda ógiftar stúlkur á aldr-
inum frá 20 til 30.
Endurkosinn í bæjarátjórn
Victor B. Anderson
Við bæjarstjórnarkosningar,
sem fram fóru í Winnipeg síð-
astliðinn föstudag, var Victor B.
Anderson, endurkosinn bæjar-
fulltrúi fyrir 2. kjördeild með
stórauknu atkvæðámagni.
--------V---------
Allra nýjustu fregnir
Japanir láta enn ófriðlega;
forsætisráðherra þeirra, Hideki
Tojo segir að Japanar séu á-
kveðnir í því að kveða niður öll
brezk og bandarísk.áhrif í Aust-
ur-Asíu. Síðastl. viku hafa Jap-
anir dregið sanian mikinn liðs-
a-fla í French Indo-China á
landamæruin Thailand. Roose-
velt hefir luafist þess af jap-
önsku stjórninni, að hún útskýri
þegar, hverju þessi liðssöfnun
sæti. sem sé þvert ofan í gerða
samninga við * Vichy. Brelar
hafa nú sent nokkuð af her-
skipaflota sínum til Singapore og
gert fleiri hernaðarlegar ráðstaf-
anir í því falli að til ófriðar
komi þar eystra.
Samsæri gegn Mussolini og
fascista-stjórn hans hefir upp-
ljóstast; um 60 manns, sumir
af háum stigum. hafa verið
teknir fastir; er félagsskapui
þessi kærður um margsháttar
skemdarverk og um morðtilraun
við Mussolini.
Marshall Petain, ásamt Darlan,
fór á ráðstefnu með Herman
Goering á einhverjum ley.nistað
á Frakklandi á mánudaginn.
Hvað þeim fór á milli, er enn á
huldu, en álitið er að fundur
þessi bendi til nánari samvinnu
milli Frakka og Nazista. Eins
og kunnugt er, vilja Nazistar ná
haldi á frönsku nýlendunni í
Afríku, og franska flotanum.
Brezkir kafbátar söktu 8 þýzk-
um flutningaskipum sem voru
með flutning og aukinn liðsafla
fyrir þýzka herinn á vígstöðvun-
um nálægt Murmaúsk.
--------V—--------
Hraðskeyti frá Islandi
Fimtíu og fimm mínútna loft-
varnaæfing fór frani í Reykja-
vík 29. nóv.. Hervörður var
skipaður á strætum borgarinn-
ar, loftvarnarbyssurnar þrumuðu
og rannsóknarljósin leituðu i
loftinu; þeirra gætti þó litið í
samanburði við hin skæru norð-
urljós, sem lýstu upp himininn.
íbúum borgarinnar kom þetta á
óvart; héldu að óvinirnir væru
komnir og þyrptust í varnar-
skýlin.
Á fullveldisdegi íslands, 1.
desember, var öllum brezkum og
bandariskum hermönnum bann-
að að koma til Reykjavíkur,
nema því aðeins að embættis-
skyldur krefðust þess. Bretar
settu þessa reglu fyrir ári síðan
í virðingarskyni við þjóÖarmetn-
að íslendinga.
Liberalflokkurinn
í British Coiumbia
kýs nýjan leiðtoga
Nú er svo komið, að Mr. Pat-
tullo, forsætisráðherra i British
Columbia, hefir verið knúður Ji!
þess að láta af forustu Liberal-
flokksins í fylkinu, og verður
eftirmaður hans, John Hart, sem
fram að þessu hefir gegnt fjár-
málaráðherra embætti við hinn
ágætasta orðstir; er hann því
hlvntur. að samsteypustjórn
verði mynduð í fylkinu, og tekst
sennilega á hendur stjórnarfor-
ustuna.
--------V--------
Tvö herskip sökkva
á sjávarbotn
Beitiskipið Sidney, eign stjórn-
arinnar í Ástratíu, sökti nýverið
særánsskipi þýzku, Stelermark
að nafni, er gert hafði um langt
skeið mikinn óskunda á höfum;
þetta kostaði Sidney lífið, því að
loknum hildarleik sökk skipið
einnig, og er talið víst, að með
því hafi farist 645 menn. Sam-
skot hafa þegar verið hafin í
Ástralíu með það fyrir augum
að smíða við fyrstu hentugleika
samnefnt beitiskip.
--------v—-------
Ríki Mussolinis í Afríku
í tœtlum
í ræðu, sem Churchill flutti
fyrir ári Síðan tilkynti hann
Mussolini að ríki hans í Austur-
Afríku skyldi rifið i tætlur.
Þessi hótun hefir nú verið fram-
kvæmd. Síðastl. viku féll síð-
asta vígi ítala í Austur-Afríku —
vigíð Gondar. Haile Selassie
keisari ríkir nú í Abyssiníu sem
fyrrum og er ekki útlit fyrir að
Mussolini náþ þvi landi aftur á
sitt vald nema þvi aðeins að
Bretar bíði ósigur í Norður-
Afríku. Hersveitir frá Suður-
Afríku eiga að mestu heiðurinn
af sigrinum i Austur-Afríku.
--------V--------
Farþegar með Goðafossi
vestur um haf
Hér fer á eftir skrá yfir þá
farþega frá íslandi> er nýlega
komu með Goðafossi til New
York:
Guðm. Hlíðdal, örn Johnson
iflugm. og frú; Valgeir Björns-
son verkfræðingur, Langvad
verkfræðingur (danskur), Tómas
Jónsson borgarritari; allir í sam-
bandi við hitaveitu R.vikur;
Steingrímur Jónson rafmagns-
stjóri vegna stækkunar Sogsins,
ennfremur Guðmundur Mar-
teinsson verkfræðingur, Friðgeir
ólason læknir með son, Þórður
Albertson kaupsýslumaður með
konu, stúlku og tvö börn (flutt-
ur um lengri tima til New York);
frú Hulda Ilungal korfa Niels
Dungal, Thor Thors stúdent,
sonur ólafs Thors, 3 stúdentar
til Berkeley háskóla í Californiu,
þeir Aðalsteinn Sigurðsson Hall-
dór Þorsteinsson og Jónas Jak-
obsson, Arnaldur Sigurjónssoii
að nema frystifræði í Boston,
Guðni Ásgeirsson frystihúsa sér-
fræðingur, frú Hrefna Bene-
diktsson de Castro (dóttir E.
Ben. skálds), Jörgen Riis stýri-
maður (dansk-íslenzkur) Jó*
hannes Hjálmarsson skipstjóri,
Jón Gunnarsson framkv.stjóri
síldarverksm. ríkisins, þrír ame-
rískir blaða- og myndatökumenn
frá Life, Paramount og Twæn-
tieth Gentury Fox félögum.
bergi nýlega, var þeim hjónum.
séra S. O. Thorlaksson og frú
Carolínu, ásamt með börnum
þeirra, sem þar búa, haldið fjöl-
ment og veglegt samsæti á hinu
fagra heimili Dr. Ben. Eymund-
son í San Francisco, Calif., 31.
október þessa árs. Var samsæt-
ið undirbúið án vitundar heið-
ursgestanna, og kom þeim al-
gjörlega að óvörum. Sóttu sam-
sætið um 70 islendingar úr San
Francisco og borgunum þar urn-
hverfis fjörðinn. Var tilgangui-
samsætisins sá, að minnast silf-
urbrúðkaups Thorlakssons hjón-
anna og fagna fjölskyldunni sem
nýkomnum íslenzkum innflytj-
endum í þetta umhverfi.
Hinn rétti silfur-brúðkaups-
dagur þeirra hjóna bar upp á 12.
maí þessa árs. Þá var séra
Octavíus staddur i Japan, en
kona hans, Carolína í San
Francisco, Calif., svo ekki varð
samsæti komið að á réttum
degi. Engu að síður lét séra
Octavíus þann daga taka þá
mynd, sem fylgir hér með. Þó
að mynd Carolínu sé eitthvað
óskýrari en mynd prestsins, er
það ekki nema náttúrlegt, þar
sem hún var þá í svo mikilli
fjarlægð!
Dr. Eymundson, hvatamaður
að þessu samsæti og forseti þess,
var sá eini í gestahópnuin, sem
hafði verið viðstaddur giftingu
Thorlakssons hjónanna í Winni-
peg fyrir 25 árum. Flutti hann
aðalræðuna um kveldið og af-
henti hjónunum að gjöf frá
vinahópnum silfur-borðbúnað —-
Rogers flatware, “Eternally
Yours” — og kaffikönnu mikla
(Percolator). Og \nlja nú hjón-
in láta þess getið að kaffi verði
hitað í þessari könnu fyrir alla
fslendinga, sem ber að garði,
bæði þá sem eiga heima á
Ströndinni, og þá, sem koma
lengra að úr hvaða átt sem er.
Er utanáskrift hjónanna nú; 567
Colusa Ave., Berkeley, Calif.
Hjónunum finst ekki unt að
þakka allan þenna kærleik eins
og ber, en þau hafa gjört tilraun
til að þakka hverjum einum
persónulega, sem tóku þátt. i
þessu unaðslega samsæti, og í
þesum stóru og fögru gjöfum.
Og þau vlija nú endurtaka það
þakklæti, og um leið leggja
sterka áherzlu á það, að heimili
þeirra standi opið fyrir öllum
íslendingum bæði þar heima
fyrir og einnig hvaðan sem þá
ber að garði.
Af konunum, sem stóðu fyrir
hinum rausnarlegu góðgjörðum
í veislu þessari, voru ýmsar kon-
ur, sem áður höfðu átt heima í
Winnipeg, og var það auðvitað
eitt af því marga, sem gladdi
heiðursgestina.
Samkvæmisfagnaðarinn stóð
fram yfir miðnætti. Mikið var
skrafað. og um margt spurt þá
um kveldið. Jók það á ánægju
samsætisins að viðstaddir voru
sex ungir námssveinar nýkomnir
frá íslandi, sem nú stunda há-
skólanám þar í grendinni. Vill
séra Octavius láta þess getið hér,
að ef foreldrar eða skyldmenni
þessara ungu námssveina skyldu
óska þess að hann kæmist i náið
samband við þá, væri honum
mikil ánægja að þvi, að meðtaka
bréf frá því fólki, því viðvíkj-
andi.
Það er engan veginn nýtt, að
íslenzk samsæti séu lialdin á
hinu vingjarnlega heimili Dr.
Evmundson í San Francisco.
Þegar séra Octavíus, ásamt fjöl-
skyldu sinni var þar staddur
skömmu áður en þau hurfu sein-
ast aftur til Japan, munu þar
hafa verið haldin tvö eða þrjú
vegleg samsæti þeim til ánægju
og heiðurs. Þegar undirritaður.
ásamt fjölskyldu sinni var stadd-
ur í San Francisco í júlímánuði
árið 1939, nutum við þeirrar
miklu ánægju að sitja eitt þetta
samsæti á heimili læknisins. Var
það svo skemtilegt og veglegt, að
við gleymdum því aldrei.
Það er sannarlega ánægjulegt
að hugsa til þess hvernig að fs-
lendingarnir i San Francisco og
borgunum þar kringum fjörð-
inn, halda hópinn, þó þeir séu
dreifðir víðsvegar, og vegalengd-
irnar séu miklar. Ætti slíkl
sannarlega að geta greitt mikið
fyrir Islenzkum félagsmálum,
bæði hinum kirkjulegu, og öðr-
um. H. Sigmar.
--------V-------_
Ársfundur Fyrsta
lúterska safnaðar
var haldinn í kirkjunni siðast-
liðið þriðjudagskveld við afar-
mikla aðsókn; báru skýrslur all-
ar með sér frábært starf og ein-
ingu innan safnaðarins; þróast
söfnuðurinn jafnt og þétt með
ári hverju.
Embætti skipa eftirgreindir
menn til eins árs;
G. F. Jónasson, G. L. Johann-
son, O. B. OJsen, Th. Stone, J. S.
Gillis.
Til tveggja ára kosnir á á-
minstum fundi:
Dr. A. Blöndal, Harold John-
son, J. Victor Jónasson, Sigur-
björn Sigurdson, Leo Johnson.
Djáknar—
Til eins árs: S. O. Bjerring,
W. H. Olson, S. J. Sigmar, Mrs.
F. Thordarson, Mrs. J. V. Jónas-
son.
Til tveggja ára: Chris. Sigmar,
Chris. Johnson, Jr., Mrs. P. Arm-
strong, Mrs. J. Iv. Stephenson,
Mrs. H. G. Nicholson.
Séra Octavins og frií Carolína Tho-rlaksson